Lögberg - 09.07.1931, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.07.1931, Blaðsíða 1
44. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 9. JÚLÍ 1931 NÚMER 28 Kirkjuþingið Niðurl. Kirkjuþingið hafði ein átta mál á dágskrá alls: Heimatrú- hoð, heiðingjatrúboð, Jóns Bjarna- sonar skóli, Betel, sunnudags- skólamál, unglingafélög, sam- hand kirkjufélagsins við önnur lútersk kirkjufélög, útgáfumál. 'Hafa öll þessi mál áður verið á dagskrá þingsins og var því í Jietta sinn ekki um nein nýmæli að ræða. Hefir þegar verið v*ik- ið að tveimur þessara þingmála. Trúboðinu er haldið áfram í sama horfi o!g að undanförnu og sömuleiðis kristindómsfræðslu barna og unglinga. Samband kirkjufélagsins við önnur kirkju- félög, var lítið rætt á þessu þingi. Hafa sumir mikinn áhuga á því máli, en aðrir líta svo á, að það sé ýmsum vajikvæðum bundið. Það kirkjufélag, sem aðallega hefir verið talað um að samein- ast, er “The United Lutheran Uhurch in America”. Þó hefir *‘The American Lutheran <Con- ference” einnig komið til orða. LJrðu allmiklar umræður um þetta mál á kirkjuþinginu í fyrra og var framkvæmdarnefndinni þá falið að hafa málið til meðférð- ar til kirkjuþingsins, sem nú var haldið. Hafði framkvæmdar- nefndin valið þrjá menn úr sín- nra hóp til að hafa málið til með- ferðar. Samkvæmt tillögu þeirra var málinu frestað til næsta kirkjuþings, til frekari undir- húnings. Um útgáfumálin er ekki mik- 3ð að segja. Kirkjufélagið er ekki að gefa út neinar bækur eða rit, nú sem stendur, nema Sam- eininguna. Sú útgáfa iborgar sig ekki. Ekki nærri því. Mun nú flestum ljóst, að útgáfa íslenzkra rita hér í landi, er síður en ekki arðvænleg. Hér stendur þó nokk- uð sérstaklega á. Félagið, sem gefur út Sameininguna, er lang- fjölmennasta félag íslendinga hér í landi, telur um hálft níunda Jtúsund manna, og það kostar ekjci nema rúma þúsund dali, að gefa ritið út. Hér þarf því ekkert nema ofurlítil samtök félags- manna sjálfra, svo sem sjö hundr- uð kaupendur, sem borga blaðið reglulega á hverju ári. Því ekki að gera það? Embættismenn kirkjufélagsins voru endurkosnir, séra Kristinn K. Olafson forseti; séra Jóhann Bjarna/son skrifari og Finnur Johnson féhirðir. Aðrir vara- menn voru kosnir, en áður höfðu verið: séra Haraldur Sigmar var kosinn vara forseti, séra E. Fafnis varaskrifari og A. C. John- son varaféhirðir. í framkvæmd- arnefnd voru kosnir hinir sömu og áður, nema Finnur Johnson. í hans stað var kosinn J. J. Myres. I Betel nefndinni eru allir hinir sömu og verið hafa. Úr skóla- nefndinni gengu þeir A. P. Jó- hansson og T. E. Thorsteinsson. 1 þeirra stað voru kosnir Eggert Fjeldsted og séra E. H. Fáfnis Tvo fyrstu dagana var þingið haldið í kirkju Gardarsafnaðar, en síðasta daginn í Vídalíns- hirkju. Hún er eitthvað sex míl- ur austur og þrjár mílur norður frá Mountain. Þar var því slitið seint á laugardagskveldið — eða kannske það hafi verið liðið eitt- hvað lítilsháttar fram á sunnu- dagsmorguninn. Þingið gekk því óvanalega fljótt og það gekk yf- irleitt vel. Má það mikið þakka forsetanum, sem er ágætur fund- arstjóri. Tvö erindi voru flutt á þing- inu. Hið fyrra flutti Dr. Björn Jónsson á fimtudagskveldið, er hann nefndi “Þörfin að afkvista”. ®r það erindi nú þegar prentað 1 Sameiningunni. Hitt erindið flutti séra Guttormur Guttorms- s°n á laugardagskveldið. Það nefndi hann “Fráhvarf frá lög. tuáli kristindómsins á vorri tíð.” Á föstudagskveldið fóru fram rúmálaumræður. Þar var séra • H. Fáfnis málshefjandi, og um- ræðuefnið var: “Aðferð til að Landnámshátíðin í Argyle Eins og kunnugt er, var það á- kveðið, að fimtíu ára landnámsaf-J mæli íslenzku bygðanna í ArgyleJ yrði hátíðlegt haldið að Grund,1 dagana þann 4. og 5. yfirstandandi mánaðar. Sú varð breyting á, að sökum óvenjulega mikils regns,1 varð að fresta hátíðarhaldinu um einn dag; hátíðin varð öllum, er hlut áttu að máli, til hinnar mestuj sæmdar. Frekari greinargerð bíð-j ur næsta blaðs. Að þessu sinni birtist að eins hið afar-snjalla frumherjaminni Dr. Björns B. Jónssonar, ásamt hinu prýðilega kvæði frú Jakobínu Johnson. Umhverfis jörðina á átta dögum Flugmennirnir Wiley Post og Harold Gatty, luku ferð sinni um-| hverfis jörðina og komu til NeWj York, hinn 1. þ. m. Frá því þeirj lögðu af stað og þangað til þeir komu heim aftur, voru 8 dagar, 15 klukkustundir og 51 mínúta, en af þeim tíma voru þeir á flugi að eins 4 daga, 10 klukkustundir og 8 mínútur. Alls lentu þeir og stóðu eitthvað við, meira og minna, á 13 stöðum, en vega-j lengdin, sem þeir flugu, er rétt, um 16,000' mílur. Heita mátti, að ferðin gengi slysalaust, og er þetta sú lang-fljótasta ferð, sem farin hefir verið umhverfis jörð- ina. Loftfarið, sem þessir tveir menn notuðu, heitir Minnie Gae. Það er ekki mjög stórt, en afar- traust og fljótt í ferðum. Algeng frímerki Hingað til hefir orðið að nota sérstök frímerki (excise stamps) á bankaávísanir og póstávísanir. Nú þarf þess ekki lengur, og dug- ir að láta algeng tveggja centa frímerki á slíkar ávísanir. Óeirðir í Calgary í vikunni sem leið urðu skærur all-alvarlegar í Calgary milli at- vinnulausra manna og lögregl- unnar og særðust þar tveir lög-j reglumenn og þrír af hinum, og eitthvað um þrjátíu manna voru teknir fastir. Fullyrt er, að kom- múnistarnir eigi sök 1 þessu. vekja áhuga fyrir starfsmálum kirkjunnar.” Á sunnudaginn, kl. 11 f. h., voru guðsþjónustur haldnar í sjö kirkjum bygðarinnar. íslenzka byg<6in í North Dokota er bein- línis auðug af kirkjum. Einn söfnuðurinn, Gardarsöfnuður, á tvær kirkjur. Eg held kirkjurnar séu of margar, eins og nú er hátt- að samgöngutækjum, að minsta kosti fyrir prestinn. Ef tjl vill væri þar líka þörf að afkvista. Síðari hluta sunnudagsins, var skemtisamkoma haldin að Moun- tain, í skemtigarði bæjarins, frá kl. 2 til 6. Eg kom nokkuð seint og fór snemma og get því ekki vel frá því sagt, sem þar fór fram. Fólkið var fjarskalega margt, um tólf hundruð var mér sagt. Mér fanst ég sjá alla Da- kotabúa þarna í einu, þá sem ís- lenzkir eru, á eg við, og marga aðra víðsvegar að. Prestarnir héldu ræður, en þær voru flestar, eða allar stuttar. Þar var líka skemt með söng og hljóðfæra slætti. Ágætar veitingar handa öllum og “kreppunnar” gætti ekkert. En hitinn var óttalega mikill. Mér finst eg aldrei hafa séð eins marga sveitta íslendinga eins og á þessari samkomu. Viðtökumaír, sem kirkjuþings- menn og gestirnir áttu að mæta, voru .hinar ákjósanlegustu. Það eru getrisnir menn og gestrisnar konur í íslenzku ibygðinni í North Dakota. Það hefir víst altaf ver- ið svo og það er svo enn. Eg gisti allar næturnar hjá Mr. og Mrs. J. K. Olafson að Gardar. Eg hefi aldrei gist nokkurs staðar, sem mér hefir þótt betra að vera en þar. F. J. Alþingiskosningarnar Lögberg skýrði frá því á sín- um tíma, hverjir væru í kjöri við Alþingiskosningarnar, sem fram fóru á íslandi hinn 12. júní, og síðar frá aðal úrslitum kosning- anna. Nú eru rétt komnar frétt- ir af því, hverjir kosningu hlutu í öllum kjördæmum landsins, nema fjórum, og skulu þeir nú hér taldir. í Reykjavík hlutu kosningu: Jakob Möller, Einar Arnórsson, Magnús Jónsson og Héðinn Valdimarsson. Fékk listi Sjálf- stæðisflokksins 5,576 atkvæði, Alþýðuflokkurinn 2,628, Fram- sókn 1,234 og kommúnistar 251. í Hafnarfirði var kosinn, Bjarni Snæibjarnarson læknir með 741 atkv.; Stefón Jóhann Stefánsson fékk 679 atkv. Á ísafirði var kosinn Vilmund- ur Jónsson með 526 atkv.; Sig- urður Kristjánsson fékk 339 at- kvæði. Á Seyðisfirði var kosinn Har- aldur Guðmundsson með 274 at- kv.; Sveinn Árnason fékk 145 at- kvæði. Á Akureyri var Guðbrandur ísberg kosinn með 598 atkv.; Ein- ar Olgeirsson fékk 434, Kristinn Guðmundisson 305 og Erlingur Friðjónsson 158. í Vestmannaeyjum var Jóhann Jósefsson kosinn með 758 atkv.; Þorsteinn Víglundsson fékk 235, ísleifur Högnason 220 og Hall- grímur Jónsson 34. í öðrum kjördæmum landsins, hlutu þeir kosningu sem hér seg- ir, að svo miklu leyti, sem síðustu fréttir ná: Árnessýsla: Kosnir Jörundur Brynjólfsson með 974 atkv. og Magnús Torfason með 904; Ei- ríkur Einarsson fékk 646 atkv., Lúðvík Nordal læknir 546 atkv., Einar Magnússon 211 atkv. og Felix Guðmundsson 137 atkv. Skagafjarðars.: Þar hlutu kosningu Steingrímur Steindórs- son með 813 atkv. og Magnús Guðmundsson með 793 atkv.; Jón Sigurðsson á Reynistað fékk 776 atkv., Brynleifur Tobiasson fékk 778 atkv., Steinþór Guð- mundsson fékk 47 atkv. og Lauf- ey Valdimarsdóttir 37 atkv. Rangárvallas.: Þar hlutu kosn- ingu Jón Ólafsson bankastjóri með 761 atkv. og Sveinbj. Högna- son með 603 atkv.; Skúli Thorar- ensen á Móeiðarhvoli fékk 581 atkv., Páll Zophoniasson fékk 557 atkv., Gunnar Sigurðsson frá Selalæk, fyrv. þingmaður, fékk 237 atkv. í Austur-Húnavatnssýslu var Guðmundur ólafsson kosinn með 407 atkv.; Þórarinn Jónsson fékk 334 atkv. í Vestur-Húnavatnssýslu var Hannes Jónsson kosinn með 345 atkv.; Pétur Magnússon fékk 275 atkv., Sigurður Grímsson fékk 21 atkv. í Mýrasýslu var Bjarni Ás- geirsson kosinn með 449 atkv.; Torfi Hjartarson fékk 349 atkv. Norður-Múlasýsla: Þar voru kosnir Halldór Stefánsson, með 619 atkv. og Páll Hermannsson með 611 atkv.; Árni Jónsson frá Múla fékk 313 atkv. og Árni Vil- hjálmsson 307 atkv. Suður-Múlasýsla: Þar voru kosnir Sveinn Ólafsson með 854 atkv. og Ingvar Pálmason með 845 atkv.; Magnús Gíslason sýslu- maður fékk 675 atkv., Árni Páls- son 618 atkv., Jónas Guðmunds- son 455 atkv. og Arnfinnur Jóns- son 421 atkv. Gullbringu- og Kjósarsýsla: Þar var kosinn Ólafur Thors með 1039 atkv.; séra Brynjólfur Magn- ússon fékk 368 atkv. og Guð- brandur Jónsson 101. Dalasýsla: Þar var kosinn Jón- as Þorbergsson með 382 atkv.; Sigurður Eggerz fékk 308 atkv. iSnæfellsness- og Hnappadals sýsla: Þar var kosinn Halldór læknir Steinsson með 492 atkv.; Hannes Jónsson fékk 475 atkv. og Jón Baldvinsson 246 atkv. Vestur - Skaftafellsssýsla: Þar var kosinn Lárus Helgason með Hveitisamlagið Sú fregn flaug fyrir einn dag- inn í vikunni sem leið, og kom frá Ottawa, að hveitisamlagið væri búið að vera. Það hefði enga peninga til starfrækslu og gæti enga peninga fengið og yrði því að hætta. Þessi fregn reyndist ekki að vera á rökum bygð. Hveitisamlagið heldur áfram, þó fyrirkomulagið verði nú nökkuð annað, en verið hefir. Nú geta samlagsbændur t. d. selt hveiti sitt fyrir peninga út í hönd, ef þeir vilja, eins og áður hefir ver- ið getið um hér í blaðinu. Sjálf- sagt hefir hveitisamlagið minna um sig fyrst um sinn, heldur en það hefir gert, en hvað Manito- ba snertir, að minsta kosti, held- ur það yfirráðum yfir kornhlöð- um sínum, en þó með eftirliti fylkisstjórnarinnar að einhverju leyti. Hefir stjórnin styrkt hveitisamlagið öfluglega í þeim örðugleikum, sem það hefir átt við að stríða vegna verðfalls hveitisins, og hún gerir það enn. Bracken forsætisráðherra flutti langa ræðu um málið í vikunni sem leið og hvatti bændur til að halda fast við samvinnuhug- myndina, þó ekki gengi alt að óskum í bili. Gullbrúðkaup Á þriðjudagskveldið í vikunni sem letð, hinn 30. júní, var þeim Mr. og Mrs. Ben. Hinriksson, að 449 Burnell Str. hér í borginni, haldið samsæti að heimili þeirra, af nokkrum vinum, sem þá heim- sóttu þau. Var tilefnið það, að þá höfðu þau verið gift í 50 ár. Mr. Árni Eggertsson afhenti þeim, fyrir hönd gestanna, prýðisfall- egan lampa. Síðar um kveldið voru rausnarlegar veitingar fram- reiddar, eftir að gestirnir höfðu spilað ibridge og skemt sér með ýmsu móti. Viðstaddir voru: Mr. og Mrs. Ben. Hinriksson, Mr. og Mrs. Árni Eggertsson, Mr. og Mrs. J. Eggertsson, Mr. og Mrs. J. Hendrickson, Mr. Og Mrs. V. Hendrickson, Mr. og Mrs. R. Hendrickson, Hr. og Mrs. P. Reykdal, Mr. og Mrs. O. R. Phipps, Mr. og Mrs. A. Hope, Mr. og Mrs. R. Hod'gson, Mr. og Mrs. P Mor- rison, Mr. R. Sigúrdson, Mr. H. Sigurdson, Mr. og Mrs. G. M. Bjarnason, Mr. og Mrs. L. Thom- sen, Misses G. L. Thomsen og O. Hendrickson. Floginn til íslands Fregn frá Friedrichshaven á Þýzkalandi, hinn 30. júní, getur þess, að þann da!g hafi Graf Zep- pelin, undir stjórn Dr. Eckeners, lagt af stað til íslands. Er sú ferð gerð til undirbúnings undir heimskautaflug síðar í sumar. Tólf farþegar voru með loftskip- inu. 390 atkv.; Gísli Sveinsson sýslu- maður fékk 377 atkv. Austur-iSkaftafellsssýsla: Þar var kosinn Þorleiíur Jónsson í Hólum með 317 atkv.; Sigurður Sigurðsson frá Kálfafelli fékk 139 atkv. og Einar Eiríksson fékk 9 atkvæði. Vestur-ísafjarðarsýsla: Þar hlaut kosningu Asgeir Ásgeirs- son fræðslumálastjóri með 541 atkv.; Thor Thors cand. jur. fékk 233 atkv. og Sigurður Einarsson 35 atkv. Barðastrandars.: Þar var kos- inn Bergur Jónsson sýslumaður, meg 747 atkv.; Hákon Kristófers- son bóndi í Haga fékk 332 atkv. og Árni Ágústsson 61 atkv. Borgarf jarðará.: Þar var kos- inn Pétur Ottesen, með 603 atkv.; Þórir Steinþórsson fékk 428 atkv. og Sveinbjörn Oddsson 32 atkv. iNorður-Þingeyjars.: Þar var kosinn Björn Kristjánsson, kaup- féla'gsstjóri á Kópaskeri, með 344 atkv.; Benedikt Sveinsson fékk 254 atkv. — Frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins, Jón Guðmunds- son bóndi í Garði, dró framboð sitt til baka skömmu fyrir kjör- dag. Vilhjálmur Stefánsson um örlög íslendinga í Grænlandi og um Dani og islendinga. í Grænlandi og ýmsum öðrum bygðum, þar sem Eskimóar eru, fara fram miklar og merkar rannsóknir á mannfræði og menningarsögu og hafa varpað ýmsu nýju ljósi á frumstig menn; ingarlífs mannkynsins. Danir hafa lagt mikla stund á þessar rannsóknir, en einnig Ameríku- menn og Englendingar^ og Þjóð- verjar. Eitthvert nýjasta og helzta ritið, þar sem safnað er saman yfirliti um allan fróðleik og allar rannsóknir viðvíkjandi Grænlandi, er nú gefið út af dönsku nefndinni, sem sér um jarðfræði- og landfræðirannsókn- ir á Grænlandi. Er það mikið rit á ensku , og segir í fyrsta bindi frá landsháttum, í öðru bindi frá mannabygð í Grænlandi fyr og nú, og í þriðja bindi frá landnámi í Grænlandi og frá sögu landsins frá upphafi o!g \il árs- ins 1929. Um þetta mikla verk hefir Vil- hjálmur Stefánsson nýlega skrifað í amerískt landfræðirit (Geographical Review xx. 4) og notar jafnframt tækifærið til þess að skýra frá afstöðu sinni til ýmsra merkra atriða í Grænlands rannsóknunum, og með því að hann er manna fróðastur um þessi efni, en þau hugleikin mörgum íslendingum, verður sagt nokkuð frá grein hans. Hann tekur fyrst til athugunar grein eftir Birket-Smith um Græn- lendinga nútímans o!g lýkur á hana lofsorði, en bendir á nokkr- ar skekkjur í henni og verður það honum tilefni til þess að tala um danskar Grænlandsrannsókn- ir alment. Dæmin, sem ég hefi tekið, segir hann, benda'á það, að ■ dönsk ví^indamenska í sagn- fræðum og málfræðum, að minsta kosti eins og hún kemur fram í þessu verki, sé ekki á sérlega háu stigi, þegar hún fæst við forn- norrænar frásagnir um Græn- land. Norsk, þýzk og jafnvel brezk fræðimenska stendur fram- ar hinni dönsku, þó aí í Dan- mörku sé að vísu búsettur sá maður, sem mest mark má á taka í fornnorrænum fræðum, sem sé dr. Finnur Jónsson — en hann er íslendingur. En það sem ein- kennilegast er um þennan veik- leika Dana, er það, að í nokkrar aldir hafa þeir stjórnarfarslega verið í nánu sambandi við ísland. En hvers vegna eru þeir því svo fjarlægir í andlegum efnum (intellectually) ? Hvíla ef til vill einhver álög á slíku sambandi, að sínu leyti áþekk því, hversu erfitt Englendingum virðist vera það, að skilja íra*? Hefir hið írsk-enka og hið íslenzk-danska fyrirkomulag á pólitisku sam- bandi það í för með sér, að fjar- lægja þjóðirnar eða losa um and- legt samband þeirra (to disunite peoples intellectually) ? Af atriðum þeim um sögu Grænlands, sem Vilhjálmur Stef- ánsson rannsakar sérstaklega í grein sinni, skal hér aðallega get- ið þess, sem hann segir um lok íslendingabygðarinnar í Græn- landi. Birket-Smith segir í sínu riti, að það sé nú alment viður- kent, að um miðbik 14. aldar hafi hin nyrðri og minni bygð- in, Vesturbygð, verið eydd af Eskimóum og að sömu örlög hafi gengið yfir hina bygðina líka. — Þessar kenningar um árásir iEski- móa á grænlenzku bygðirnar og skyndilega auðn þeirra, telur Vilhjálmur Stefánsson rangar og spyr hvers vegna virða eigi að vettugi rök Nansens á móti þessu eða hvers vegna eigi að setja fram sem örugga staðreynd, kenningu, sem einungis sé danskt sjónarmið, en virða ekki önnur sjónarmið viðlits. Eskimóasagnir, sem danskir fræðimenn hafa tal- ið benda í sömu átt, hefir Nan- sen einnig skýrt af miklum lær dómi samkvæmt heimildum og út frá persónulegri þekkingu sinni á Eskimóum. Og niðurstaðan verð ur langsamlega sú, segir Vilh. Stefánsson, að alls ekki hafi ver- ið um neina skyndilega útrým- ingu, eðá endanlega eyðingu (fin- al destruction)| íslendingabygð- anna að ræða, heldur hafi ís- Lendingarnir runnið saman við Eskimóana í báðum bygðum og þar í kring. Það, að Eskimóarnir hafi út- rýmt íslendingunum,- verður einnig ósennilegt af öðrum á- stæðum, sem hinar nýjustu forn- fræðarannsóknir á Grænlandi hafa leitt í ljós í öðrum sam- böndum. Vilhjálmur Stefánsson bendir í því efni einkanlega á nýjustu áætlanir dr. Finns Jóns- sonar um fólksfjöldann í íslend- ingabygðum. Nansen áætlaði (1911) að fjöldi Evrópumanna í Grænlandi á miðöldum, hefði aldrei verið ineiri en 2000 manns. En nú gerir dr. Finnur ráð fyrir því, að þeir hafi verið alt að því 9000, og er það mjög ólíklegt, ef ekki ómögulegt, að Eskimóar hafi yfirunnnið og útrýmt svo miklum mannfjölda í skyndilegri árás eða á skömmum tíma. Skyn- samlegasta skýringin á örlögum svo mannmargrar nýlendubygðar er sú, að það sem átt hafi sér stað með hvarfi hennar sem sér- stakrar og sjálfstæðrar bygðar, hafi ekki verið útrýming eða al- eyðing, heldur þjóðblöndun eða kynblendingur (racial amalga- mation). Og þessi blöndun hef- ir sennilega einkum farið fram á öldinni milli 1400 og 1500. Saga Grænlendinga er venjulega látin enda um 1500, en nýjustu viðburðir á sviði rannsóknanna, gefa von um það, segir Vilhjálm- ur Stefánsson, að takast muni að rekja söguna lengra, sögu grænlen^ku nýlendanna eftir 1500 og ef til vill koma henni í sam'band við Frobisher-Davis tíma brezkra landkannana og máske geti hin nýja ötula Bristol- rannsókn á brezkri verzlunar- og siglingasögu hjálpað til þess. Það er að minsta kosti víst, að íslend- ingum var aldrei útrýmt alger- lega í Grænlandi og sennilega má rekja einhverja s.ögu þeirra eftir 1500. — Lögr. Veðrabrigði Óvanalega miklir þurkar hafa verið víðast hvar í Vestur-Can- ada í alt vor og það sem af er sumrinu. Hafa verið svo mikil brögð að þessu, að uppskeruhorf- ur eru víða mjög slæmar. Nú fyrir helgina síðustu skifti um veður, og hefir síðan rignt mik- ið, víðast hvar í Manitoba og einnig 1 Saskatchewan og Al- iberta. Sjálfsagt hefir rigningin komið of seint, til að bæta mikið hveitivöxtinn, þar sem hann var lakastur vegna þurkanna, en engu að síður hefir regnið gert afar- mikið gagn, því öllum gróðri fer nú mjög mikið fram, þó áliðið sé_ orðið. Bennett útnefnir tvo Senatora P. Burns hefir verið útnefnd- ur senator frá Alberta, og Arthur Marcotte, K.C., frá Saskachewan. Er nú efri málstofan þannig skipuð, að þar eru 47 íhaldsmenn og 48 frjálslyndir. Eitt sæti er autt og þegar Bennett er búinn að skipa mann í það. verða þing- flokkarnir jafn fjölmennir í efri málstofunni. Fjölmennasta borgin Enn er London fjölmennasta borgin í heimi, og hefir meira en miljón íbúa fram yfir New York. London er nú talin að hafa 8,202,818 íbúa. Er þar átt við “ytri hringinn”, sem samsvarar New York hinni meiri, bygðin í nágrenninu talin með. íbúatal- an í New York er, samkvæmt síð- asta manntali, 6.981,917, eða 1,200,901 minni en í London.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.