Lögberg - 09.07.1931, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.07.1931, Blaðsíða 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JÚLl 1931. Högtierg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaSsins: , . The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Lbgberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The ‘‘Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Frumbyggjarnir í Argyle Ræda, flutt að Grund, í tilefni af 50 ára afmæli Argyle-bygðar, af séra Birni B. Jónssyni, D.D. -------------------->—> Það er upphaf Argyle-bygðar, að árið 1880 festa átta Islendingar sér þar bújarðir að lög- um. En næsta ár, 1881, fyrir réttum 50 árum, flytja sumir þessir fyrstu landnemar og nokkr- ir aðrir til landnámsins og setjast að. Þessir frumlbyggjar Argyle-sveitar komu allir frá Nýja Islandi- Landnám hófst, svo sem kunnugt er, í Nýja íslandi árið 1875. Höfðu þeir, er fyrstir bygðu Argyle, flestir komið til N. Islands árin 1975 og 1876. Þau hin fyrstu ár í N. Islandi gengu margvíslegar hörmung- ar yfir nýbygðina, svo margir þeir, er þangað höfðu leitað, fýstust burt. Utflutningur það- an hófst 187(8, og það ár og hið næsta á eftir fluttu all-margir til N. Dakota og reistu bygð í Pembina County. Annarr hópur Ný-íslendinga leitaði fyrir sér suður 0g vestur til þess óbygða héraðs, sem nú heitir Municipality of Argyle. 1 ágúst-mánuði 1880 lögðu á stað frá Nýja Islandi sunnanverðu í landkönnunarferð, þeir Sigurður Christopherson og Kristján Johnson. Fóru þeir fyrst sem leið lá til Winnipeg og þaðan á bát suður Rauðá til Emerson. Þaðan fóru þeir fótgangandi vestur til Pilot Mound- Þar hittu þeir fyrir vin í stað, þar sem var enskur maður, Everett Parsonage að nafni, Hafði hann áður dvalið um hríð í N. Islapdi og var mönnum þar að góðu kunnur. Áttu landnemar hjá honum góða bækistöð. Alt þar fyrir norðan var landið óbygt að mestu. Eft- ir hvíld á Parsonage heimilinu, héldu þeir fé- lagar norður 0g vestur í óbygðina, þar til þeir komu að læk þeim, er hér er austan til í bygð- inni. Þar hittu þeir fyrir sér tvo menn enska, er þar lágu í tjaldi 0g voru að búa um sig á þeim stöðvum. Voru það þeir Allan A. Esplin og Griffeth Parrv, sem síðan bjuggu hér langqn aldur innan um Islendinga. Fyrstur allra Is- lendinga skrifaði Sigurður Christopherson sig hér fyrir bújörð, bújörðinni Grund, þar sem vér nú komum saman í dag eftir 50 ár. Athöfn sú fór fram á þeim stað, er Nelsonville var nefndur, en þar var útibú frá land'búnaðar- skrifstofu Canadastjórnar. Þá festi sér og land Kristján Johnson, svo og mágum sínum tveim, bræðrunum Eyjólfi og Sigurjóni Snæ- dal. Þá er þeir Sigurður og Kristján höfðu kannað land á þessum stöðvum nokkra daga, hurfu þeir aftur til Pilot Mound. Þaðan hélt Kristján til Winnipeg og1 dvaldist þar unz hann fluttist á bújörð sína 1883. Sigurður Christopherson sneri til baka frá Pilot Mound norður til landnámsins, og hafði nú orf og ljá á öxl sér. Gekk hann unz hann kom aftur til þeirra tjaldbúanna ensku við lækinn. Settist hann að hjá þeim og tók að heyja. Kom hann þar saman með hand-afla sínum all-miklum heyjum, og kom það síðar að góðu liði. Síðan hélt Sigurður heim til fjölskyldu sinnar í N. Islandi. 1 septembermánuði þetta sama sumar (1880) komu þeir Skapti Arason og William Taylor, tengdafaðir Sig. Christophersonar, í landnáms erindum á þessar stöðvar- Komu þeir fótgangandi frá N. Islandi. Þeir festu sér báðir lönd, og’ hurfu svo aftur til N. Islands. Enn um haustið komu þeir til landnámsins, Halldór Amason og Friðbjörn Friðriksson. Höfðu þeir verið sendir af John Taylor, um- boðsmanni Canada-stjórnar á Gimli, með naut- gripi til Everett Parsonage í Pilot Mound. Þar hittu þeir þá fyrir Skafta og Wm. Taylor á heimleið þeirra. Héldu þeir Halldór og Friðbjörn norður og skoðuðu sig um. Tóku þeir báðir lönd, en svo að segja sinn á hvorum hala veraldar, annar í suðaustri, en hinn í norðvestri, miðað við bygðina nú. Þá festi og Halldór lönd fyrir þá bræður sína, Skúla og Guðmund Normann, o- fl. t Allir landnámsmennirnir frá 1880 héldu kyrru fyrir í Nýja íslandi fram á útmánuði næsta vetur. Svo var það 15. d. marz-mánaðar 1881, að fyrsti útflytjenda hópurinn til Argyle lagði á stað úr N. Islandi. í hópnum voru þessir: Sigúrður Christopherson, en skildi í bráð eftir konu sína og tvö 'börn; Guðmundur Normann, en skildi og í bráð fjölskyldu sína eftir; Skúli Árnason, með konu og þrjú böm; Skafti Arason, með konu og tvö börn; Bjöm Jónsson, með konu og fimm börn. Búslóð sína og börn fluttu þessir menn á sleðum og beittu uxum fyrir, og ráku nautpening með sér. Til Winnipeg komst hópurinn 17. marz. Þar varð Björn Jónsson og fjölskylda hans eftir fyrst um sinn. Hinir héldu áfram og náðu loks til landnáms síns 31. marz, Höfðu þá verið góð- an hálfan mánuð á leiðinni og farið um tvö hundrað mílur í vondum veðrum og ófærð- Þeir Skafti Arason og Skúli Árnason höfðu gert hús á sleðum sínum og höfðu í eldstæði. Hús þau voru 10x6 fet að stær ð, og bjuggu þeir r með f jölskyldum sínum í þeim fvrst um sinn eft- ir er þeir komu á lönd sín, og hýstu jafnframt oftsinnis ferðamenn, er komu í Iandaleit það sumar. Sagt var, að oft hafi veiið þröng á þingi í húsum þessum. Seinna um vorið, í maí, komu og tóku sér lönd, Björn Jónsson, Jón Landy, og þeir bræð- ur Björn og Hólmkell Jósefssynir, svo og 01- geir Friðriksson. En ekki fluttu þeir á lönd sín fyr ‘en vorið eftir, nema Björn Jósefsson, sem settist að sínu búi um haustið. Þetta sama sumar fluttust til bygðarinnar, auk kvenna og bama Sig. Chrisophersonar og Guðmundar Normanns, þeir Þorsteinn Jónsson og Halldór Árnason. Fyrsta veturinn (f81-’@2) voru sex íslenzk býli í nýlendunni, þrjú í Vesturbygðinni (Skafti Arason, Sig. Christopherson og Björn Jósefsson) og þrjú í Asturbygðinni (Þorsteinn Jónsson, Guðm. Normann og þeir bræður Hall- dór og Skúli Árnasynir, sem áttu sambýli). Margir bættust við í nýlenduna sumarið 1882 og eftir það árlega, unz land alt var num- ið, og mun um 800 manns alls hafa sezt að í bygðinni á fimm hinum fyrstu áram land- I námsins. Það er þessara frambyggja nýlendunnar, sem mér er ætlað að minnast í dag- Það, sem eg segi um þá og nýlendulífið hér hin fyrstu ár, verður að mestu leyti bygt á endurminn- ingum sjálfs mín frá þeirri tíð. Eg var þrett- án ára unglingur, er eg fyrst kom í bygðina og hér var æskuheimili mitt nokkur ár- Mér er í fersku minni enn það flest, sem var og gerðist í bygðinni á fyrstu landnámstíð. Eg get ekki stilt mig um að minnast þess, þá eg leit Argyle-bygð augum fyrsta sinn. Foreldrar mínir 0g systkini höfðu komið ári fyr en eg, 0g bjuggu nú í torfbæ austan til í bygðinni. Eg kom hingað á vegum Friðbjöms Friðrikssonar, er hann flutti hingað með fjöl- skyldu sína í júní 1883. Komum við frá Bran- don. Eg skildi við samferðafólkið á heimili Friðbjörns, en þar bjó þá faðir hans, Friðrik Jónsson. Gekk eg eftir ávísun Friðbjarnar austur á leið með lítinn poka á baki. Óglevm- anleg verður mér til dauðadags myndin, er bar fyrir augun, er eg kom á hæðina vestan við dalinn, þar sem nýbýlin í Austurbygðinni 'stóðu. Þá sá eg heim að bjálkakofa Jósefs Bjömssonar og torfbæ Jóns Ólafssonar á Brú, og mílu sunnar sá eg standa torfbæ föður míns. Eg stóð lengi á hæðinni- Fegurð bygðarinnar gagntók hjarta mitt, og sú hrifning fór um huga minn, að eg get því aldrei gleymt. Og einkennilegt er það, að hvert sinn, sem eg kem til Argyle, fæ eg ekki varist að minsta kosti aðkenningar af samskonar hrifning. Eg ætti víst að segja yður frá því, hvers konar menn það voru, sem reistu hér í önd- verðu bygð og bú. Lítilsháttar tilraun skal þá og gerð til að lýsa þeim. 1. 1 fyrsta lagi vil eg það sagt hafa um frumbyggjana, að þeir voru vonglaðir menn. Þeir höfðu ekki fyr litið þetta nýja, blómlega, brosandi hérað augum, en að í hjörtum þejrra vaknaði von og gleði. 1 fyrstu höfðu þessir menn flúið burt af Islandi undan þeim ógnar harðindum, er ætlaði út af að gera við lands- fólkið norðanlands, árin áður en útflutningur- inn hófst. Flestir þessir menn voru ættaðir af Norðurlandi. 1 Nýja Islandi hafði ekki tek- ið betra við. Drepsóttin, sem þar geysaði annað árið, og svo vatnsflóðin og eyðingin af þeirra völdum, síðasta árið, knúði þróttmikla menn aftur á stað að leita hamingju sinnar á nýjum slóðum. Um flesta frumbyggjana mátti því segja: “Þetta eru þeir, sem komnir eru úr hörmung- unum miklu.” En nú voru þeir, að því er virt- ist, komnir í það land, sem flaut í mjólk og hunangi. Bygðin jbrosti við landnemanum, fögur 0g laðandi eins og “ósnortið elskulegt fljóð,” og landneminn varpaði sér í faðm henn- ar eins og elskhugi að skauti brúðar sinnar. Eg held að bygðin hafi ef til vill aldrei verið fegri á að líta, en hún var í fyrstu, og frá upp- hafi reyndist hún vel. Með landnemanum og bygðinni tókust beztu ástir. Landnemarnir fundu hjartslátt sigurvegarans þegar frá önd- verðu. Þeir voru engan einasta dag í vafa um það, að hér væri gott að vera. Með þessum fögnuði gengu þeir til verks. Vonin og gleðin gengu sem heilladísir sín til hvorrar hliðar landnemans. Engum mönnum hefir ]>ótt vænna um bygð sína en Argylingum. Eg held næstum, að þeir hafi verið dálítið upp með sér af bygðinni,—enda voru flestir þeirra Þing- eyingar! Það er þá líka sízt fyrir það að synja, að oftast lá vel á frumbúunum hér í Argyle, og mörgum sinnum var kátt í kotunum hjá þeim- Ekki leið heldur á löngu, þar til þeir fóru að koma á samkomum og mannfagnaði. Eg tel það hina fyrstu stórhátíð þeirra, er allir bygðarbúar komu saman til þess að halda upp á sumardaginn fyrsta vorið 1885. Sú hátíð var haklin á hólnum hjá heimili foreldra minna. Mikill viðbúnaður var dagana á undan. Kon- ur 'bökuðu kleinur og steiktu lummur um alla bvgð, og var svo öllu ekið á uxum á hátíðar- staðinn. Komu sumir bændur með fjölskyldu- lið sitt á vögnunl þeim, er kallaðir voru Prairie- vagnar, og höfðu þeir smíðað þá sjálfir.úr trjám úr skógunum, voru hjólin stórir eintrján- ingar, og drógu uxar vagna þessa. Einstöku höfðingjasynir fluttu þó kærastur sínar til hófsins á Red River Carts og dró éinn uxi bæði, ef pilturinn varð þá ekki að ganga og teyma uxann undir kærustunni. Á samkomunni voru íæður fluttar, sungið mikið og flutt að minsta kosti eitt frumort kvæði. Síðan var farið í bændaglímu, og glímdu allir karlmenn, ungir og gamlir, en konur og meyjar horfðu á hug- fangnar. Og svo var drukkið kaffi—ósköp mikið kaffi. Veturinn eftir hófust sjónleikir. Þótti það hin mesta skemtun. Fyrstu sjónleikirn- ir, sem eg man eftir, fóra fram í húsi Árna Sveinssonar, vestarlega í bygðinni. Var það stórt bjálkahús, en ekki beinlínis gert til sjón- leika. Leikin var Sigríður Eyjafjarðarsól, Nýársnótt, og fleiri sjónleikir. Komu menn gangandi eður akandi á uxum langar leiðir og gekk öll nóttin í það í hvert sinn. Þá gerðust og all-tíðir dansleikir víða um nýlenduna. Voru húsakynni fremur ófullkom- in og nokkuð þröng, þó rúm og önnur húsgögn væri borin út. Fáir voru stólar til að hvílast á milli snúninga, en það varð ekki mjög að meini, því svo vel var á þeim haldið, að tví- ment var á hverjum stól- Frá þeim stólum er ranninn margur hjúskapurinn hér í Argyle, og margir hinna yngri manna hér geta rakið ætt sína til þessara stóla. 2. 1 öðru lagi vil eg segja það um frum- byggjana, að þeir vora samúðarfullir menn. Það líður engum úr minni, hve ant þeim var hver um annars hag og létu eitt yfir alla ganga. Allir voru mennirnir fátækir, en þó var eins og allir gætu einhverju miðlað, ef á þurfti að halda, öðium til hjálpar. Eitt dæmi skal eg nefna. Haustið 1886 varð eldsvoði mikill hér í bygð. Fór eldur um sléttuna og brendi liey og peningshús. Einn bóndi varð fyrir því ógnar- tjóni, að nautpeningur hans allur fórst í bál- inu. Man eg það, er harmsaga þessi spurðist daginn eftir til þess lieimilis, er eg dvaldist á, að bóndinn þar leysti óðara út eina kú sína (ætla eg að hann ætti þær þrjár), og lagði á stað með hana sem gjöf til bóndans, er orðið hafði fyrir tjóninu mikla. Og þó lield eg að landnemakonurnar hafi skarað jafnvel fram úr bændum sínum í liugulsemi og göfugmensku hverar við aðra. Oft var það, að bændurnir voru í vinnu langt í burtu frá heimilum sínum. Börðust þá konumar einar heima fyrir búi og börnum. Var þá sífelt verið að vitja þeirra og liðsinna þeim. Samúðin og góðvildin sigruðu allar þrautir. 3. 1 þriðja lagi vil eg minnast þess, að frumbyggjarnir voru guðhræddir menn. Þeir höfðu nær takmarkalaust traust á guðlegri for- sjón. Guð var þeim hvarvetna sýnilegur í náttúrunni, þegar þeir tóku að sá hér^og upp- skera- Fyrir guðdóminum báru þeir dýpstu lotningu og vildu gera vilja hans. Eg skal segja yður eitt dæmi. Eitt sumarið snemma á á»um voru uppskeruhorfur frábærlega góðar. Akr- arnir bylgjuðust eins og öldur á stórsjó. Þeir "voru alveg óviðjafnanlega fagiir. Menn voru að dást að útliti akranna. Þá varð ungum manni að orði: “En hvernig fer nú, ef kemur hagl- bylur og eyðileggur þetta alt?” Þá svaraði Skafti Arason þessu: “Þá segjum við: Verði þinn vilji.” — Eg hefi heyrt marga prédikun; eg liefi sjálfur marga prédikun flutt, en engin prédikun fyr eða síðar hefir haft meiri áhrif á mig, en þessi prédikun bóndans í Argyle. P',raman af árum höfðu Argylingar hvorki vígðan klerk né kirkju. En kristin kirkja var hér í hverju húsi og hið almenna prestsdæjni kristinna manna lét til sín taka. Eg held hús- lestrar hafi verið hafðir um hönd á sunnudög- um á hverju einasta heimili. Og oft komu menn saman til að lilýða á guðs orð, svo sem þegar dauðinn kom á einhvem bæinn. Mikilsmetnir leikmenn fluttu þá ræður og báðu bænir fólkinu til hughreystingar. Voru fremstir þeirra, í Vest- ur-bygðinni, Friðrik Jónsson og Kristján Jóns- son, og í Austur-bygðinni, Björn Jónsson og Jón Ólafsson. Enginn trúar-ágreiningur eitraði andrúmsloft Argylinga, eins og því miður var þó víða í bygðum Islendinga. I trú sinni voru frumbyggjamir sáttir og sameinaðir allir. Þeir héldu trygð við átrúnað feðra sinna og bjuggu saman í friði. Enda hefir aldrei trúar-glund- roði eða trúmáladeilur komist að í Argyle. , 4. 1 fjórða lagi vil eg minnast þess, að frum- byggjarnir voru siðavatufir menn. Ef til vill mætti segja, að þeir hafi í þeim efnum verið óvenjulega strangir. En mikla blessgn hefir bygð þessi erft, þar sem er réttlætis- og sóma- tilfinning feðra vorra. Margir hafa heyrt nefnt félagið, sem þeir stofnuðu hér nýkomnir og nefndu “Siðbótina’". Var það aðaliega til þess stofnað að verjast því, að ósiðir og lestir kæm- ust að í nýlendunni. Voru í lögunum ákvæði ]iess efnis meðal annars, að félagsmenn skuld- bundu sig til ]>ess að neyta ekki áfengis og halda sér frá ljótum munnsöfnuði. Lýsir þetta, hve vandir að virðingu sinni mennimir voru- Ekki stóð nú þetta félag lengi, og ekki var ávalt auð- velt að halda lieitin, t. d. bindindisheitið, þegar farið var til Brandon og gist í Milford, eða lieit- ið að tala ekki ljótt, þegar uxarnir voru óvenju- lega óþægir. En hvað um það, þetta sýnir oss, hvernig feður vorir voru innrættir. 5. 1 fimta lagi vil eg nefna þau einkenni frumbyggjanna, að þeir voru með afbrigðum félagslyndir menn og frelsiselskir• Eg tel óvíst, að aðrar bygðir hafi tiltölulega við fólks-' fjölda, haft á að skipa hæfari mönnum til leið- sagnar, en nýlendan í Argyle. Þarf ekki annað en að nefna slíka menn sem Friðjón PViðriks- son, Kristján Johnson, Skafta Arason, Árna Sveinsson, Sigurð Christopherson, Björn Jóns- son og Jón Ólafsson. Þá stóðu konur ekki mönnum að baki í þeim efnum, og mætti slíkar ágætiskonur nefna sem Þóm Jónsdóttur, Hildi Halldórsdóttur, Helgu á Brú og þ æ r systur Guðrúnu og Ö n n u Kristjánsdáetur. Aok þess hiná éinnig, að héi* hafi stofninn góður verið, fyrir því, hve kyn- ágætu ensku konu, sem var í' sælir frumbyggjarnir hafa öllu sem íslenzk kona, Caroline reynst. Færi eg þar fyrst til Christopherson. Marga fleiri, sönnunar bændalýðinn, karla ágætis menn og konur mætti, og konur, sem nú býr hér á arf- nefna, er stóðu fyrir félags-J leifð feðra sinna í Argyle. Her málum hér í bygð í öndverðu' hafa búin haldið áfram og syn- og glæddu hér andlegt líf og ir ekki reynst föðurverringar. háleitar hugsjónir- Hér býr frjáls og dugandi Það er oss, sem ungir vor- bændastétt. Og enn er það, um, minnisstætt, hve frelsið þótt bætt se kjör manna, að var nýlendu-búunum dýrmætt. Ræður þeirra á mannamótum voru hvað mest um frelsi og sjálfstæði. Þeim fanst 'þeir hefðu verið ófrjálsir á Islandi. Þegar þeir fluttust af ættjörð- inni, nú fyrir 150—6|0 árum, “Hér er starfið skærast öll- um skrúða, Skýrast aðalsmerki snót og hal.” % Ef til vill mætti og lítilshátt- ar á það minnast, að nokkur dæmi eru þess, að synir land- var hin nýja öld stjórnarfars-1 nemanna í Argyle hafa borið legs frélsis, bæði í ríki og hrós feðra sinna nokkuð út kirkju, að eins í dagrenningu. fyrir heimahaga. Synir og Til marks um það, hve þeir dæturl landnemanna hér hafa unnu frelsinu, eru nöfnin, sem' sumir getið sér orðstír langt þeir völdu félögum þeim, er út í hinu stærra mannlífi þessa þeir stofnuðu. Aðal-félög iands. Hér sitja menn á há- þeirra voru — og era enn — pallinum í dag, sem þakklátir kirkjufélögin — söfnuðirnir. minnast þess og með við- Þeir nefndu fyrsta söfnuð sinn kvæmni, að alt sem þeir era og Fríkirkju-söfnuð, og er síðar vona ag verða, eiga þeir næst var söfnuði þeim skift milli Guði að þakka feðrum sínum bygðanna, var hinn nýi söfn J og maeðrum, frumbyggjum í uður í Vestur-bygðinni nefnd-| Argyle. ur Frelsis-söfnuður. Það hygg Mér er ekki um það gefiðv eg og, að nafn flokksins eitt ag nefna mörg nöfn þeirra, er liafi að miklu leyti ráðið því, meg aigerfi sinni beia vott um að nærri allir bygðarmenn hynsæld frumbúanna. Þess má aðhyltust Frjálslynda - flokk- j eg þ6 geta> að iistfengasta inn (Liberal Party) í stjórn- &háld, að mínum dómi, sem nú málum. Þá var það og frá er Uppi með Vestur-lslending- upphafi ákveðin stefna þess-Jum Qg fjölhíefast kvenskáld, ara manna, að íbuar þessaiai sem uppi hefir verið með ís- bygðar skyldu ávalt vera og í ienzkri þjóð, er bóndadóttir úr öllum efnum sjálfstæðir menn,'Argyle; jakobína Sigurbjarn- en aldrei upp á aðra komnir. ardáttir Johnson. Þeir vildu búa að sínu, standaj Væri gg nú ekki feiminn viS á eigin merg, koma sínu fram yin ^ gem hér gitur við hlið án aðstoðar annara, - vera mér . dag> ^ gg gagt þaS frjálsir og sjálfstæðir menn- hafa> ekki svo mjög honum til 6. I sjötta lagi vil eg minn- hróss, heldur til minningar um ast þess, að frumbyggjarnir í hans landnema-föður, að þar á Argyle voru atorkusamir menn.' Argyle son, sem borið hefir Langt mál yrði það, að lýsa hrós bygðar sinnar jafn- erfiði og dugnaði þeirra | vel miklu lengra en bygðin manna, sem hingað komu með.ve|í'‘ 1 getið iSem læknis er hans ,, . , . n nú um álfuna þvera tomar hendur, en a tiltolulega 0 . ,. , » , „ ,, , I og erlendis enda, og naín hans faum arum komu her a bu-. ö i! -i-n- - -x ' er tengt við uppgotvun a vissu sæld svo mikilli, að oviða var( ,v. , . . . , Aa .. „„ t-i 1 ■ c' sviði lækmsvismdanna lands- onnur slik. En hvernig faum , .... „. ,___ , , - 4,-*. „i- „„ihomanna a milli. Su kemur ver metið ]>að eríiði alt, sem , . rl , ~ v. 9 m , •’ tið að þu, Argyle-bygð, iær enn þeir a sig logðu? Tækm voru . £ * * , , _ í, ?n ,,, • tt- a meir að njota frægðar-orðs þms fa, aholdm ofullkomm. Hond- J ? T, , . ’ v • ir * - hogværa sonar, dr. Jons Stet- m varð alt að vmna. Með ox-( , 0 inni einni feldu þeir trén og,anssonar- tegldu þau til í húsin sín. Með Þar er nú komið hugsunum orfinu einu slógu þeir engin. mínum um kynsæld frum- Með berum höndum bundu þeir byggjanna,^ að eg á bágt með korn sitt í bundini. Á uxum að halda áfram. Mig setur sínum fluttu þeir afurðir sín- hljóðan, “og grátskyld við- ar á márkað óravegu, voru kvæmni grípur mig”, því nú marga. daga í kaupstaðar- er hann ekki með oss í dag, en ferðum, lágu úti í vetrarkuld- er kominn til hins meira land- anum, kólu oft á höndum 'og náms æðri heima, hann, sem fótum. A sumrum héldu marg- borið hefir hrós þessarar bygð- ir út þangað, sem verið var að ar og heiður frumbyggjanna leggja járnbrautir, til að.l öllum mönnum lengra. Þetta vinna inn fé til lífsframfærisi | er æskusveitin hans, Héðins- fjölskyldunni yfir veturinn. j höfða-arfans ýtra, sem hæstri Stunduðu þá hinar hraustu' stöðu og mestum völdum allra konur búin ,heima. Ellegar, sæði svo á, að þær hefðu ekki ungbörnum að sinna, fóru þær íslenzkra manna hefir náð 1 þessu fylki og margir telja á- gætastan allra manna, sem til Winnipeg, gengu þar út í uppi hafa verið með Vestur- þvott, eða að annari erfiðustu( íslendingum, á sínu sviði. Lút Iþú lotningarfull höfði þínu, Argyle-sveit,, er eg nú nefni nafn þíns frægasta sonar: Honorable Thomas H. John- son. Og sért þú oss nú svo nærri, Thómas, minn æsku- vinur, að þú megir mál vort heyra, þá heyr það orð mitt,—- að bygðin þín, að bygðin þín þér aldrei, þér aldrei gleymir. vinnu, og komu svo heim með kaupið sitt- Allir unnu. Dæt- umar, er þær gótu því orkað, fóru út í vistir í Winnipeg og sendu foreldrum sínum laun sín. Og synirnir — oft dreng- ir á ungum aldri, komust upp á að vinna vjð akuryrkju og kvikf járrækt sem fulltíða menn. Eg get, <(kki annað, á þessari stundu, en minst með aðdáun vinnubragða u n g 1 i nganna, jafnaldra minna, á þeim dög- um. Atorkumenn og dugnaðar, ráðdeildarmen jn og sparnað- ar, voru þeir, frumbyggjamir í Argyle. 7. t sjöunda og síðasta lagil 1111 , -. , i a 1 kior frumiDuanna. .skal eg geta þess, að Argyle- J frumbyggjarnir urðu kynsælir menn. 1 vorum fomu íslend- ingasögum, er það þrásinnis sagt til frægðar landnáms- mönnum, að þeir hafi verið “kynsælir menn”. Má ekki skilja orðið á þá leið, að átt sé við, að þeir hafi átt fjölda af- komenda, heldur mikilhæfa og merka afkomendur. Bendir þá umsögnin til þess, að stofnxnn hafi verið góður- Svo tel eg þá Háttvirtu tilheyrendur! Nij lýk eg máli mínu. Eg hefi minst, þó á ófullkominn hátt sé, frumbúa þessarar bygðai'- Pig hefi sagt frá upphafi land- námsins- Eg liefi drepið a Eg hefi vikið að því, að frumbyggj" arnir voru vonglaðir menn, samúðarfullir menn, guðhrædd- ir menn, siðavandir menn, félagslyndir menn og frelsis- elskir, atorkusamir menn kynsælir inenn. Blessuð minning þeirra! Guð á hæðum, blessa þú minningu þeirra, “meðan þín náð lætur vprt láð lýði og bygðum Imlda. ” og sé

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.