Lögberg - 09.07.1931, Page 3

Lögberg - 09.07.1931, Page 3
LÖGBKRG, FIMTUDAGINN 9. JÚLí 1931. Bla. i SOLSKIN Örlög ráða Skáldsaga eftir II. St. J. Cooper., (Framh.) “Jæja, þá förum við,” mælti Giles, “og svo verður þú að koma þér hér fyrir, eins og bezt má verða. Er það annars nokkuð frek- ar, sem eg get gert fvrir þig!” Belmont var þegar farinn. Elsa hristi höf- hðið. “Þú hefir verið nærgætinn og umhugsun- aisamur, Giles. Þú mátt trúa því, að eg kann að meta það, og eg þakka þér hjartanlega fyr- ir það alt.” “Við skulum ekki vera að fjölyrða um það,” sagði Giles. “Þú ert víst ekki hrædd að Vera hér alein?” “Hrædd? Nei, livað ætti ég svo sem að hræðast? Hér eru víst engin villidýr önnur en geiturnar — eða hvað?” “Það held ég ekki.” “Giles,” mælti hún, “eg hefi liugsað nokk- tið nánar um Jiað, sem þú sagðir, að þií hefðir marghleypu með Jiér. Ef þér er það ekki á toóti skapi, þá láttu mig fá hana.” “Láta þig fá hana! Til livers þá?” kall- aði hann upp. “Eg mundi þá þykjast miklu öruggari,” mælti hún. “O, sei sei nei. Láttu mig um það. Eg Tskal víst gæta þín. Þú mundir að eins eyða skotunum til ónýtis. Þú getur verið öldungis Vóleg, eg skal svei mér passa þig! Jæja, sæl á meðan!” Hann sneri sér við og la'bbaði í áttina á æftir Belmont. sem beið hans nokkru neðar. “Eg vildi óska, að hann hefði látið mig fá marghleypuna, ” hugsaði Elsa með sjálfri sér. “Eg er ekki óhrædd við þenna ókunna mann. Hann lítur að vísu ekki illa út, en hann hlýtur þó að vera — haun hlýtur að vera andstyggi- legur. Hugsa sér það — morðingi — morð- ingi! Við erum hérna hjá morðingja! Giles befði sannarlega getað látið mig fá marglileyp- Una, eg skil ekkert í, hvers vegna hann neitaði mér um það.” “Má eg segja fáein orð við yður, hæstvirti og hágöfugi v.inur,” sagði Belmont. “Þér heyrðuð víst hvað eg sagði við ungfrú Ventor?” “ Auðvitað” “Og eg vil ráða yður til þess að gleyma því ukki. Fimtíu álnir á hvern veg frá húsinu — '— það, sem þar er innan við, er einkaumdæmi hennar. Ef eg hitti yður einhvern tíma inn- an þeirra takmarka, rek eg hnífinn minn í yð- ur umsvifalaust. — skiljið þér það?” “Hvað — livað eruð þér að hugsa, maður, haklið þér að þér getið skipað mér fvrir?” hvæsti Giles. “Hvernig getið þér dirfst að tala til mín, eins og eg væri þjónn yðar eða hundur? Eg sætti mig alls ekki við það. TTngfrú Ventor á að verða konan mín — og samt sem áður leyfið þér yfóur þá frekju, að þykjast vera — vera vemdari hennar. Eg segi yður satt, eg þoli yður þetta ekki! Þér .... þér ættuð að vera himin lifandi feginn yf- ir því, að við skulum annars þola nærveru yð- ar hérna á eynni. Munið eftir hver þér emð, og hver eg er. Eg sem er Effington greifi!” Belmont labbaði rólega áfram án þess að svara nokkru orði, og er hann loksins tók til máls, þá var það í þeim tón, er færði Giles heim sanninn um það, að hann hefði hér eytt mælsku sinni til ónýtis. “Eg held við setjumst að hérna,” mælti hann. “Það er ekki of nærri ungfrúnni, en heldur ekki of fjarri, ef hún skyldi þurfa á hjálp að halda. Eftir því, sem mér hefir virzt, ætti hér ekki að vera neitt það, er gæti gert henni mein, nema —”. Hann þagnaði og leit ó Giles. “Ef hér skyldi vera villidýr á eynni, einshvers konar villidýr, þá skal eg vera til taks með hnífinn!” “Þér hafið í hótunum,” sagði Giles. “Geri eg það? Þér getið tekið það eins og yður þóknast. ” Belmont ypti öxlum. “Eg held annars, að við séum nú farnir að skilja hvor annan, — eða hvað, hr. greifi?” mælti hann. TJpp frá þessu ávarpaði liann Giles aldrei án þess að kalla hann hr. greifa, og þótt hann segði það alvarlega og blátt áfram með eins- konar hátíðarblæ, lá þó svo mikil fyrirlitning í ávarpi þessu, að bræðin sauð niðri í Giles. Belmont hafði valið ofurlítið rjóður rétt við lækinn til að setjast að í, og ekki lengra frá kofa Elsu en svo, að þeir gátu heyrt til henn- aL ef hún skyldi kalla — en þó svo fjarri, að Vera þeirra gat eigi á neinn hátt ónáðað hana. “Þér skipið yfir mér og rekið á eftir mér, eins og — eins og eg væri tugthússfangi, ” sagði Giles mjög kumpánlega. “Eg var búinn að segja yður, að við ætlum ab setjast að hérna,” svaraði Belmont kulda- lega. “Það er bezt, að við tökum til starfa undir eins og komum okkur fyrir. Nóg er hérna af vatninu,” sagði hann eins og við sjálf- an sig, “og af ávöxtum er hér alveg óþrjótandi; en svo höfum við heldur ekkert meira. Ef við að eins hefðum fisk og kjöt. Hefði ég bara haft riffil, eða þó ekki væri nema skamm- byssu.” Oiles glotti við tönn. Heir voru félagar, en það var enginn sér- stakur vináttubragur á þeim félagsskap. Þe,ir ræddu ekkert saman. Belmont talaði með ró- legum mvndugleik, og var því fremur svo, að hann segði Giles fyrir verkum, en að hann spyrði, hvort hann vildi gera þetta eða þetta. Öðru livoru sauð upp úr hjá Giles, svo að hann fór að þrátta og þverskallast. Honum fanst óþolandi að verða að hlýða Belmont. Hann sem var fæddur aðalsmaður, mikilsháttar mað- ur, og svo þessi Belmont, auðvirðilegur glæpa- maður, morðingi, sem hafði verið á leiðinni til gálgans, þegar kviknaði í skipinu. Belmont lét alt raus eins og vind um eyr- un þjóta. Einstöku sinnum brá fyrir hörku- svip í augaim lians, og öðru hvoru klemdi liann saman varirnar og starði út í bláinn, er hugur hans sveif aftur í tímann, sem hann aldrei gat gloymt. Þeir gátu séð til sjávarins gegn um geil þá, er lækjarfarvegurinn mjTidaði í frumkjarr- inu. Fyrir neðan þá lá hvít kóralströndin, og utan við hana síólgandi brimgarðurinn með brotum og braki, og enn utar hafið sjálft, vítt og voldugt og tilbreytingarlaust, þar sem eng- inn blettur sást eða merki, er augað gæti fest sig við. Ætli það væri hugsanlegt, að skip ka'mi hér fram hjá innan skamms, hugsaði Belmont með sjálfum sér. Hann braut heilann um það, hve langt þau mundu vera utan við venjulegar farleiðir. Lilti björgunarbáturinn þeirra hafði sennilega fleytt þeim margar, margar mílur úrleiðis síðan nóttina, sem skipið brann- Eftir því sem hann komst næst, var eyjan alveg ó- bygð, og ekkert sem benti í áttina, að þar hefði nokkurn tíma búið nokkur maður. Ef til vill voru þau fyrstu manneskjurnar, sem stigu hér fæti á land. Skömmu seinna reis hann á fætur og gekk inn í kjarrið. Eftir stutta leit fann hann tré, sem skotið hafði löngum rótarteinungum. Hann skar sér nokkra þeirra og skoðaði þá gaum- gæfilega. Viðurinn líktist mest aski. Hann skóf laufið af viðarteinungunum og lagði þá til þerris í brennandi sólskininu. Giles liorfði kæruleysislega á athafnir hans. “Hafið þér eldspýtur, hr. greifi?” Giles leit upp. “Nei, það hefi ég ekki,” svaraði hann. “Og þó eg liefði haft þær, þá hefðu þær eyðilagst af bleytunni.” “Það var verra,” tautaði Belmont. Hann sat um hríð og horfði á Giles. “Þegar eg kom út á “Albertha”, höfðuð þér einglyrni (“mon- okel”) að mig minnir,” mælti hann svo. Giles þreifaði í vasa sinn. “Jæja,” sagði Belmont. “Þér hafið það enn þá? Það var afbragð.” Hann rétti hend- ina út eftir því. Giles var auðsjáanlega í vafa um, hvort hann ætti að fá honum það. “Viljið þér gera svo vel að lána mér glerið yðar sem allra snöggvast?” spurði Belmont átakanlega kurteislega. Gilos fékk honum það, og reis nú upp við olnboga og glápti á félaga sinn. Belmont sópað.i nú saman hrúgu af visnum blöðum, og lét svo sólina skína á hrúguna gegn- um brenniglerið. Leið ekki á löngu, áður en ör- mjór reykjargormur las sig upp í loftið, og að augnabliki liðnu blossaði loginn upp. “Eg bjóst við því,” tautaði hann, “jafnvel svona lítilfjörlegur hlutur getur komið að lialdi. Með yðar leyfi ætla eg að geyma gler- ið. Það er of dýrmætt til þess að eiga það á hættu, að það verði brotið. Hann tók upp peningabók sína og stakk glerinu gætilega í hana. Giles tók nú upp tóbakspípu og lét í hana úr hálftómum tóbakspung. Svo nældi hann í fáein brennandi laufblöð og kveikti í pípunni. Síðan liallaði hann sér makindalega aftur á bak og reykti mjög ánægjulega. Belmont horfði á hann öfundaraugum. Nú hefði liann feginn viljað gefa mikið fyrir eina pípu, því að í svip var ekkert, til í heiminum, sem hann frekar langaði í. Ef að hann hefði liaft tóbakið, þá mundi hann hafa skift því jafnt á milli þeirra Giles. En nú var það ekki hans tóbak, lieldur Giles. Þess vegna var það, auðvitað Giles, sem lá og reykti, og Belmont, sem liorfði á hann dapur í bragði. Það var liðið að sólsetri, og tók að kæla. Belmont gekk inn í kjarrið. Þar safnaði liann á skammri stundu heilu fangi af ávöxtum — ananas, bjúgaldinum og öðrum tegundum. Nógu var af að taka. Verra var að ná í kókoshnet- urnar, en á morgun ætlaði hann samt að ná í fáeinar. Hann bar nú ávextina, sem hann hafði tínt, upp 'brekkuna. Hann haH5i rekið niður stólpa til að takmarka umdæmi Elsu. Þar lagði hann ávextina niður í hrúgu, og sneri svo aftur. Giles lá enn þá og reykti aðra pípu sína. “Það fer senn að dimma”, mælti hann lít- illátlega. Belmont kinkaði kolli. Giles stakk hendinni í vasa sinn, þuklaði á tóbakspung sínum og dró svo hendina upp aftur. “Eg hefði gjarnan vilja bjóða yður eina pípu af tóbaki, en eg hefi nú eiginlega ekki mikið eftir.”^ “Ekki að tala um það,” sagði Belmont kurteislega. En það var líka annað, sem Giles hafði ver- ið að þreifa eftir í vasa sínum — það var lítil, en mjög traustleg skammbyssa, einmitt sams- konar vopn, og Belmont hafði verið að sóska sér, 'rétt áður. Skothylkin, sem Giles hafði lagt út til þerris, voru nú eflaust orðin þur. Hann var meira að segja mjög efins um, hvort bleytan hefði yfirleitt getað komist inn í hulstrin. Giles lá nú og braut heilann um vandamál sín. Og hann komst brátt að þeirri niðurstöðu, að á léttikerru þarf að eins tvö tjól, og þá er þriðja hjólið óþarft. Belmont var ofaukið. Auk þess var hann hættulegur maður. Hann var sak- aður um morð, og myndi tæplega hika við að fremja fleiri, ef svo bæri undir. Belmont hafði horn í síðu hans — það var Giles full ljóst. Og sjálfur hataði hann Belmont. Ef þessi maður væi i á brott —liorfinn:— Giles hleypti brúnum. Það mundi heyrast mjög sennilegt. Elsa mundi þegar festa trúnað á sögu þá, er Giles segði henni. Henni var líka ljóst, að maðurinn var hættulogur. Giles gæti t. d. sagt, að Belmont hefði ráðist á hann, og að hann hefði skotið í sjálfsvörn. Hver myndi efa.st um þá sögu ? Elsa myndi ekki efast um það. Belmont var háskalegur maður. — Meðan Giles lá þarna og virti fvrir sér sólar- lagið, varð hugsun lians að föstum ásetningi. Tvö — það var mátulegt, þrjú var of mikið. Bel- mont var óþarfur. Ef Giles hefði verið alveg öruggur um skothylkin sín, myndi hann liafa skotið Belmont undir eins. En hann þorði ekki að treysta þeim, og hann vildi ekki eiga neitt glappaskot á hættu. Skothylkin væru ef til vill ekki alveg .slagalaus. ITann ætlaði að bíða mvrkurs—þá ætlaði hannn að reyna skóthvlkin á Belmont.. Og ef skammbyssan klikkaði, því betra — fyrir Belmont; ef ekki . . . Giles vonaði af öllu hjarta, að hún klikkaði ekki. Sólin var horfin. Rökkrið varaði í fáeinar mínútur, svo flæddi myrkrið alt í einu út úr himingeiminum. Mennimir gengu til hvíldar, og voru á að gizka fimm til sex fet á milli þeirra. Ofan úr lilíðinni liljómaði rödd ungu stúlk- unnar til þeirra. Hún var að syngja sér til afþreyingar, og ef til vill til þess að gera þeim aðvart um að sér liði vel. Belmont lá og hlustaði. Langt var nú síð- an hann hafði heyrt konu syngja. Söngurinn hljómaði svo innilega þíður ofan eftir til hans í myrkrinu. Sorglegt, að hún skyldi hafa and- stygð á honum. Hann fór að hugsa um, liVort hún myndi hafa fundið ávextina, sem hann tíndi handa henni. “Sofið þér, hr. greifi?” tautaði hann. Ekkert svar. Söngurinn þagnaði, alt var hljótt. Svo var kallað úr fjarlægð: “Góða mótt!” Þögn á ný. “Góða nótt, Giles!” Belmont beið stundarkorn. Þetta óvarp var ekki ætlað honum, en er hinn svaraði ekki, gat vel skeð, að hún yrði hrædd, ef hún fengi ekkert svar. “Góða nótt!” kallaði hann. Hann vissi að hún hét Elsa. Giles myndi hafa kallað nafn hennar, og Belmont vildi, að hún skyldi halda að það væri Giles, er svaraði. “Góða nótt, Elsa!” kallaði Belmont. Giles hafði látist sofa. Hann 'beit nú saman tönnunum og krepti fingurna utan um skamm- byssuna. Hefð.i nokkurt hik verið á honum, þá var það nú alveg horfið. Hann ásetti sér að bíða., þangað til meinvættur þessi væri sofn- aður, og svo kála honum. Frh. SANNLEIKUR. ' (Æfintýri.) Einu sinni var drengur. Engum þótti vænt um hann, nema þeim, sem vissi það jafnvel og að sólin er björt, að liann var góður drengur. En drengnum þótti það ekki nóg. Svo bættist einn vinur í liópinn. Hann. mætti honum fyrst úti í skógi, þar sem hann reikaði allslaus og einmana. “Hvað heitir þú?” “Eg heiti Kærleikur.” “En þú?” “Sannleikur.” — Það var drengurinn, sem sagt var frá áðan. En svo urðu þeir samferða. En stundum hljóp kærleikur langt á undan — til þess að ryðja 'brautina. Þess vegna gistu þeir ekki altaf á sama stað. Einu sinni kom Sannleikur að stórri höll úti í skógi. “Viljið þið lofa mér að vera?” spurði hann. “Mér er svo ósköp kalt. En ekki veit ég hvort ég get launað ykkur með öðru en því, að áminna ykkur um að vera gott fólk; því að það eruð þið ekki.” En — fólkið úthýsti honum. Svo líða mörg ár. Alt af kom hann heim á einhvern bæ á kvöldin, þegar dimt var orðið — og alt af var honum úthýst. Hann átti þar engan vin nema Kærleik, en Kærleikur átti ekkert hús þarna. En Sannleikur varð samt ekki úti, því Kær- leikur hlýjaði honum alt af, þegar honum var kalt. Mörgum árum síðar kom hann að höll í skóg- inum. Þá var hann orðinn konungur. Nei — nú iithýsti enginn honum. Það datt engum í lifandi hug. Síður en svo: sjálfum konunginum! En meðan hann var munaðarleysingi og öllum ókunnugur, þá var hægðarleikur að fara með hann livernig sem liver vildi. Þá var eng- in fyrirhöfn að leggjast á hann, — ekki nema sjálfsagt, að vera ekki að hafa þenna föru- dreng í húsum sínum! En nú var hann orðinn konungur. — Og all- ur sannleikur verður einhvern tíma konungur. G. J. Kamban ritaði . -Smári. Gleðilegt Sumar! Vér lifum voru lífi, það líf er einskis vert, ef enginn öðrum lifir og ekki neitt er gert; í frjálsri og góðri framkvæmd er fólgið lífið manns, og andinn í því lífi er — andi kærleikans. —Heimilisbl. B. J.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.