Lögberg - 16.07.1931, Side 1
44. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 16. JÚLÍ 1931
NÚMER 29
Sveinbjörn Sigurður
Ólafsson
í borginni Evanston, sem ltgg-
tir rétt fyrir norðan Chicago-borg
í Illinois-ríki, er háskóli mikill
merkur, sem tilheyrir Meþód-
istakirkjunnii í Bandaríkjunum.
Guðfræðadeildin í þeim skóla
Hefnist Garret Biblical Institute.
Við þann skóla hefir síðastliðin
ár stundað nám ungur og efni-
legur Vestur-íía’endingur, Svein-
tjörn Sigurður Ólafsson. Þaðan
útskrifaðist hann, sem Bacca-
laureus Divinitatis ( B. D.)i mið-
Vikudaginn 10. júní s. 1.
Mr. Ólafsson er sonur þeirra
hjónanna, Jónasar Ikkabodsson-
ar ó’afssonar og önnu Svein-
)}jarnardóttur. Þau bjuggu í
íteykjavík og þar ólst Svein-
björn upp, þan'gað til f]ölskyld-
an flutti vestur um haf, en það
var árið 1911. í Reykjavík var
Sveinbjörn í drengjaflokk séra
Friðriks Friðrikssonar, og voru
íniklir kærleikar með þeim.
Er vestur kom, varð heimilið í
\Vinnipeg. Þar dó faðir Svein-
fy’arnar eftir skamma dvöl. Svein-
tjörn var fermdur á íslandi, en
fregar hingað kom, sótti hann
sunnudagsskóla í Skjaldborg og
varð mjög góður starfsmaður
'sunnudagsskóla, ungmennafé-
lags og safnaðar þar. Hann var
einnig áhugamikilH meðlimur
stúkunnar “Skuld”.
Miðskólanám sitt fékk hann í
Jóns Bjarnasonar skóla. Að því
))únu fór hann suður til Valpara-
iso háskólans í Valparaiso-bæ í
Indiana-ríki, og lauk þar “col-
lege”-námi (B.A.). Skömmu síð-
ar fór hann til Garret Biblical
Institute.
Menta- og manndóms-ferill
Sveinbjarnar hefir verið honum
til mikils sóma. Hann hefir ver-
ið atorkumikill og ósérhlífinn til
starfs. Hefir gengið að hverju
Verki, eftir því sem tækifæri
^gafst, unnið bændavinnu, málað
liús, eða hvað annað, sem til nyt-
semdar var. Hann hefir unnið í
skólafríum,, og unnið samhliða
skólavist. Hann hefir verið bæði
ötull og sparsamur. Honum er
einkar sýnt um félagslegt starf.
Vann hann meðal annars mikið
og vel í Kristilegu félagi ungra
manna (Y.M.C.A.) í Valparaiso.
Eitt ár hefir hann nú þegar þjón-
að söfnuði, en það var í Crom-
well í Minnesota-ríki.
Mr. ólafsson er kvæntur mað-
ur, kvæntist amerískri konu
skömmu eftir að hann útskrifað-
ist af Valparaiso-skóla.
öll skilyrði hefir hann til að
verða mjög nýtur starfsmaður
kristinnar kirkju. Hann hefir nú
þegar allmikla æfingu við kristi-
legt starf. Hann er karlmannleg-
ur, fallelgur maður. Hann er
gæddur góðum hæfileikum og
hefir mjög aðlaðandi viðmót.
Hann hefir djúpa og sterka trú,
er lotningarfullur, alvarlegur
ög einlægur. Hann er í öllu
drengur hinn bezti.
Hrygðarefni er það, að hann
ekki starfar í íslenzka, lúterska
’kirkjufélagi.nu* meðal annars
vegna þess, að lslendin!gurinn
er mjög sterkur í honum; en at-
vikin lágu ekki þannig, að það
gæti orðið, og er engum fyrir
það álasað, enda fjölgar nú alt af
þeim vestur-íslenzku prestum, er
starfa utan þjóðflokks vors, og
eftir því sem eg bezt veit, eru þeir
allir vel metnir og nýtir menn.
Mr. ólafsson mun vígjast til
Meþódista-safnaðar í Kingstoif í
Illionis-ríki. Ríkulega blessun
yfir starfi hans 'bið e'g Drottin
að gefa. Eg er sannfærður um,
að hann verður ávalt íslenzkum
uppruna sínum til sóma.
R. M.
Tífaldast á tíu árum
Á áratugnum 1919—1929 tíföld-
uðust viðskifti Canada við Kína,
eftir því sem L. M. Cosgrave,
verzlunarfulltrúi Canada í Kína.
skýrir frá. Engin önnur þjóð
Eefir aukið viðskifti sín við íína
oins mikið á þessum árum. Það
sem Canadamenn selja Kínverjum
aðallega, er hveiti og hveitimjöl
og viður af ýmsu tagi.
ÖRN HREMMIR BARN.
1 Noregi, í nánd við Arandal,
vildi það til á bóndabæ einum þ.
9. þ. m., að tveggja ára gamalt
sveinbarn hvarf alt í einu. Var
sveinninn að vappa í blaðvarp-
anum við bæinn, meðan móðir
hans skrapp inn, og var hann úr
augsýn í svo sem tvær mínútur.
Var sveinsins leitað með dunum
°g dyngjum, en árangurslaust, og
or þess getið til, að ðrn hafi
nremt sveininn og haft hann á
ourt með sér í klónum. — Mgbl.
Kommúniátar geraát
átórorðir
Maður að nafni Edward Fair-
hurst, var tekinn fastur hér í Win-
nipeg í vikunni sem leið, og sak-
aður um að hafa eggjað til upp-
reisnar. Var honum fljótlega
slept gegn $5,000 tryggingarfé og
má’inu frestað í viku, og hefir
ekki aftur komið fyrir rétt, þeg-
ar þetta er skrifað. Hann er einn
af þeim, sem láta mikið til sín
taka með ræðuhöldum á fundum
kommúnista, í grend við City
Hall. Eina ræðuna flutti hann
á mánudaginn í síðustu viku og
þá var það sem sagt er, að hann
hafi eggjað til uppreisnar. Borg-
arstjórnin hafði eitthvað haft
það á orði, að banna þessa úti-
fundi kommúnistanna. Sumt af
því, sem haft er eftir þessum
Fairhurst, er á þessa leið: “Ver-
ið vissir um að koma hér á
fimtudagskveldið, hvað sem bæj-
arstjórnin segir. Verið viðbún-
ir að berjast við lögregluna. Ef
þeir senda út fleiri lögreglu-
menn, þá höfum við þeim mun
fleiri til að drepa.” — “Komið
vopnaðir og við skulum sýna þeim
í tvo heimana.”
Viðbót við Almenna
spítalann í Winnipeg
Spítalanefndin í Winnipeg er
að gera ráð fyrir, að stækka spít-
alann enn að miklum mun og
einnig að endurbyggja elzta hluta
hans. Er gert ráð fyrir, að þetta
fyrirtæki kosti $600,000 og byrj-
að verði á því á þessu ári. Þetta
er talið nauðsynjaverk, en ekki
eru peningar fyrir hendi til að
framkvæma það. Hefir því verið
farið fram á það við sambands
stjórnina, að hún taki þátt í
kostnaðinum, og það væntanlega!
að miklu leyti. Mun spítala-
nefndin gera sér nokkrar vonir
um að stjórnin geri þetta, því það
mundi gefa mikla vinnu og
stjórnin verður að gera það sem
hægt er til að bæta úr atvinnu-
leysinu, sem þrengir svo mjög að
í Winnipeg, ekki síður. en ann-
arsstaðar. Enn mun þetta þó alt
óráðið og ekki hægt nú að segja
hvað úr þessu verður.
Væntir mikillar uppskeru
Búnaðardeild stjórnarinnar í
Washington gerir ráð fyrir að
hveitiu/ppskera og sömuleiðis
mais uppskera í Bandaríkjunum
verði nú í haust meiri en í með-
allagi, miðað við síðustu fimm
árin. Er þetta miðað við útlit-
ið, eins og það var 1. júlí. Vitan-
lega getur þetta tekið töluverðum
breytingum enn. 1 fyrra var
maisuppskera minni heldur en
vanalega, vegna þurksins. Um
hveitiuppskeruna er það að segja,
og nú er gert ráð fyrir, að hún
muni verða 869,013 000 mælar,
en hefir að meðaltali síðustu fimm
árin verið 8122,000,000 mælar.
Það lítur út fyrir, að vetrarhveit-
ið verði miklu meira en í fyrra
en vorhveitið töluvert minna.
Hoover segir álit sitt á
hveitibraskinu
Hoover forseti hefir farið hörð-
um orðum um hveitilbraskið, eða
þann hluta þess, sem á því bygg-
ist að selja hveiti fyrir fram í
þeirri von, að það falli í verði, og
gróðinn komi því í þess hlut, sem
selur, en tapið í þess sem kaup-
ir. Segir hann að þetta sé gert
í þeim tilgangi einum, að koma
verðinu niður, og verði þannig til
þess að ræna bóndann sanngjörn-
um arði af framleiðslu sinni. Er
nú þegar farið að tala um það í
Bandarikjunum að semja lög, er
banni slíka hveitiverzlun.
Skaðaveður
Ofsaveður gekk yfir bæinn North
Battleford, Sask., seinni hluta
dags á föstudaginn í vikunni
sem leið og varaði í þrjá stund-
arfjórðun&a. Gerði veðrið mikinn
skaða og er tjónið talið að nema
að minsta kosti $100,000. Þak
fauk af raforkustöðvum fylkis-
stjórninni tilheyrandi og þak
fauk af ýmsum fleiri byggingum
og gerði þessutan margskonar
skaða. Mannskaði varð enginn.
Kristján Kristjánsson Albert
var fæddur 4. júní árið 1851.
Foreldrar hans voru Kristján
Jónsson og kona hans Dýrleif.
Þau bjuggu í Keflavík á Látra-
strönd í Suður - Þingeyjarsýslu.
Kristján misti ungur föður sinn
o!g var eftir það aðallega til
heimilis hjá föðurbróður sínum,
Jónasi Jónssyni, 'bónda á Látr-
um á Látraströnd. Af systkinum'
hans eru enn á lífi tvær systur, I
Anna Sigfússon, að Lundar,
Man., og Sigurveig, til heimilis á
Akureyri.
Árið 1877 kvæntist Kristján
og gekk að eiga Kristjönu Krist-
jánsdóttur, sem lifir mann sinn.
Synir þeirra eru Karl Kristján í
Chicago og Alfred í Portland,
Ore.
Til Vesturheims fluttust þau
hjón árið 1882 og áttu jafnan
eftir það' heima í Winnipeg.
Stundaði Kristján jafnan mál-
araiðn eftir að hann kom til
Winnipeg. Hann var góður verk-
maður, ráðdeildarsamur og
re!glumaður hinn mesti og komst
jafnan vel af meðan honum ent-
ist heilsa og kraftar. Á heimili
þeirra hjóna var oftast fleira
fólk heldur en fjölskyldan. Þar
þótti gott að vera. Þar var mikið
af glaðlyndi og góðum vonum.
Það var eins og þau Mr. og Mrs.
Albert hefðu sett sér, að setja
lítt fyrir sig, þótt á móti blési
með köflum, en gera sér jafnan
góðar vonir um bjarta framtíð.
1 félagsmálum mun Kristján
Albert ekki hafa tekið mikinn
þátt. En alt af frá því hann kom
til Winnipeg og til dauðadags
tilheyrði hann Fyrsta lúterska
söfnuði o'g var ágætur safnaðar-j
maður. Hann var einn af þeim,
sem maður átti æfinlega víst að
sjá í kirkju á hverju sunnudags-
kveldi.
Kristján Albert andaðist í Win-
nipeg 29. apríl 1931. Með hon-
um er til grafar genginn strang-
heiðarlegur sómamaður, sem í
engu vildi vamm sitt vita.
Fylkisstjórnin fær tilboð
Félag, sem nefnir sig National
Light and Power Company, og
er Canadafélag, en mun þó vera
eign raforkufélags í Bandaríkj-
unum, hefir gert fylkisstjórninni
í Manitoba tilboð um að kaupa
raforku og gasstöðvarnar í Bran-
don, fyrir $1,398,000. Fylkis-
stjórnin keypti þessa eign í vet-
ur af Canada Gas and Electric
Corporation fyrir $1,200,000.
Gerði aðal andstöðuflokkur
stjórnarinnar á þingi, íhalds-
menn, afar mikið úr því, að þetta
væri miklu hærra verð, heldur
en hæfilegt væri, og lagði ein-
dregið móti því, að þessi kaup
væru gerð. Eitthvað er stjórnin
að athuga þetta tilboð, hvort sem
nokkuð verður úr því eða ekki.
Takmörkuð sala á hveiti
Mr. Stone, forseti búnaðar-
ráðsins (The Farm Board) Banda-
ríkjanna, hefir tilkynt, að ráðið
hafi ákveðið að selja ekki meira
af hveiti, en 5,000,000 mæla mán-
aðarlega, bæði innan lands og út
úr landinu. Er þetta gert til
þess að halda uppi verðinu að svo
miklu leyti sem mögulegt er og
láta ekki of mikið af hveiti á
markaðinn í einu. Hér er þó ekki
átt við það hveiti, sem búnaðar-
ráðið er nú að semja um að selja
útlendum stjórnum. En þrátt
fyrir þetta ákvæði, getur þó svo
farið, að meira verði selt af hveiti,
ef uppskerubrestur skyldi verða í
haust og því meiri eftirspurn eft-
ir hveiti, heldur en nú er búist við.
Alþingiskosningarnar
Lögberg hefir skýrt frá úrslit-
um Alþingiskosninganna 12. júní,
í öllum kjördæmum landsins nema
fjórum. í þeim hafa kosningarn-
ar farið sem hér segir: í Suður-
Þingeyjarsýslu var kosinn Ingólf-
ur Bjarnason með 1,034 atkvæð-
um, Björn Jóhannsson fékk 217
atkv. o’g Aðalbjörn Pétursson
121. 1 Norður ísafjarðarsýslu
var kosinn Jón Auðunn Jónsson
með 587 atkv., Finnur Jónsson
hlaut 293 atkv. og Björn H. Jóns-
son 165 atkv. í Strandasýslu var
kosinn Tryggvi Þórhallsson með
433 atkv., Maggi J. Magnússon
fékk 143 atkv. í Eyjafjarðarsýslu
voru kosnir Bernharð Stefáns-
son með 1,309 atkv. og Einar
Árnason með 1,297 atkv., Garðar
Þorsteinsson fékk 552, Guðmund-
ur Skarphéðinsson 307, Halldór
Friðjónsson 202, Elísabet Eiríks-
dóttir 149 og Steingrímur Aðal-
steinsson 129 atkv. Að meðtöld-
um hinum landkjörnu þingmönn-
ur, hefir þá Framsóknarflokkur-
inn 23 þingsæti, Sjálfstæðisflokk-
urinn 15 og Alþýðuflokkurinn 4
þingsæti. Alls eru þingmenn-
irnir 42.
í kosningu þessari hafa alls
verið greidd 38,373 atkvæði. Þar
hafa andstöðuflokkar stjórnar-
innar hlotið 24,533 atkv., og hafa
því 10,693 atkv. fram yfir stjórn-
arflokkinn, en atkvæðamagn
flokkanna er sem hér segir: Sjálf-
stæðisflokkurinn 171171, Fram-
sóknarflokkurinn 13,840, Alþýðu-
flokkurinn 6,198 og Kommúnist-
ar 1,165. Hinir síðasttöldu fengu
engan sinna manna kosinn.
Hvort sömu mennirnir verða
við stjórn, sem voru fyrir þing-
rofið, eða þá einhverjir aðrir, hef-
ir ekkert frézt um, enn sem kom-
ið er.
Vor á Islandi
Eiftir Pctur Sigurðsson
Grænland
Norðmenn hafa nú æði lengi
gert kröfur til ýmsra réttinda á
Grænlandi, en Danir líta svo á,
að þeir einir hafi öll réttindi yfir
landinu og ekki viljað láta aðrar
þjóðir hafa neitt við það að gera.
Nú hafa Norðmenn tekið til sinna
ráða og að einhverju leyti kast-
að eign sinni á austurströnd
landsins og dregið þar sinn eig-
in fána að hún. Þessu mótmæla
Danir kröftuglega, o'g hefir nú
stjórnin í Danmörku skotið máli
sínu til alþjóða dómstólsins í
Hague og krafist þess, að þetta
tiltæki Norðmanna sé að engu
haft. Ekki hafa Danir enn kall-
að heim sendiherra sinn frá
Noregi, en nú sem stendur er
samkomulagið milli Dana og
Norðmanna, alt annað en gott út
af þessu.
Bífreiðahættan
Á síðastliðnum sex árum hafa
nálega 10,000 bðrn mist lífið af
bílslysum í Bandaríkjunum. Hef-
ir þetta, eins og nærri má geta,
orðið með ýmsu móti, en skýrsl-
ur um þessi bílslys benda mjög
í þá átt, að mjög oft að minsta
kosti, sé óvarlegri keyrslu um að
kenna, og því, að margir sem bíla
keyra, hafi ekki fult vald á bíl-
unum. Ekki þarf að segja, að
löggjafarnir geri ekki sitt til, að
bæta úr þessu og reyna að draga
úr slysunum. Á síðustu árum
hafa á 48 rikisþingum Bandaríkj-
anna komið fram ,500 lagafrum
vörp, sem öll eru til þess ætluð
að draga úr bifreiðahættunni.
Vitanlega hefir fæst af þessum
frumvarpasæg orðið að lögum,
en þó mörg, og sýnir þetta, að
mjög er fundið til hættunnar.
GAMALL SNJÓR.
Frá því er sagt í “Náttúrufræð-
ingnum”, að er grafið var fyrir
simastaurum á Dimmafjallgarði
fyrir nokkrum árum, í leirblandna
möl, sem ,lá ofan á þunnu hraun-
lagi, sem grafið var gegnum,
komu menn niður á jökul, eða
þéttan ís, sem eigi varð grafið
niður úr. Hefir hraunið runnið
yfir hjarnfönn og heldur hún sér
undir því, án þess að þiðna. En
hraun þetta er svo gamalt, að það
hefir runnið fyrir landnámlstíð.
—Lögr.
Það er reyndar komið sumar sam-
kvæmt almanakinu, og ekki langt að
bíða þess, að dagur fari aftur að
styttast, én vorkuldar rikja hér enn.
Það er kominn 6. júni. Eg
staddur norður á Siglufirði. í
alt vor hefir aldrei komið landátt
og aldrei dropi úr lofti. Jörð er
þur og gróðurlaus, snjóbreiðurnar
ná enn niður að sjó og norðankuld-
inn fer köldum höndum um lifið,
sem leitast við að sýna sigurmátt
sinn og þráir ljósið og ylinn. Hér
stendur íslenzka þjóðin andspænis
hinni ytri mynd síns versta óvinar
—kuldans. Sorglegar afleiðingar
hans eru sjáanlegar hvarvetna. Það
er þó annar kuldi, sem er þjóðinni
enn skaðlegri. Það er kuldi hjartn-
anna — “harðúð hjartnanna”, sem
oft fer grimmilega köldum höndum
um heimilislífið og ungu sálirnar,
sem vaxa þar upp, um sambúð
manna og alt félagslíf, um viðskifti
og alt athafnalíf þjóðarinnar, sem
tefur fyrir andlega sumrinu og
þýðingarmesta gróðrinum. Það er
eins og góðskáldið kemst að orði:
“Öllum hafís verri er hjartnanna ís,
sem heltekur skyldunum þor.
Ef hann grípur þjóð, þá er glötun
vis,
þá gagnar ei sól né vor,
en sá heiti blær, sem til hjartans
nær,
frá hetjanna fórnarstól,
bræðir andans ís, svo að aftur ris
fyrir ókornna tíma sól.”
Það er enginn vafi á því, að
hjartnanna is hefir heltekið skyld-
unnar þor hjá mörgum. Skyldur
eru oft vanræktar, ábyrgðartilfinn-
ingin sljóf og samvizkan sofandi.
“Skyldunnar þor” er “heltekið.”
“En, hinn heiti blarr, sem til hjart-
ans nær” er virkilega þrá “allrar
skepnunnar.” Island þráir þann
heita blæ. Lífið alt á Islandi þráir
hann. H'jörtu einstaklinganna þrá
hann sem bót við allri “harðúð
hjartnanna.” Eg hefi orðið var viö
það á ferðalögum mínum siðastlið-
ið ár, að íslenzka þjóðin hefir aldrei
þráð meira en nú andlega sumarið
og hinn “heita blæ.” Ef til vill
líka af því, að hún finnur sig nær
þvi en áður. Vorið er hér. Það
dylst engum. Leysingar, vatnavext-
ir, skriðhlaup, stormar og hret hafa
gert vart við sig í lífi þjóðarinnar.
Vormerkin eru augljós. Sumum
stendur stuggur af. Hretviðrin
nísta vonalif þeirra, hinir bjart-
sýnni bera höfuð sin hátt og vita
að sumarið er í nánd.
Þegar eg skrifaði Lögbergi sein-
ast, var eg nýkominn til Reykja-
vikur úr ferðalagi um Vestfirði.
Síðan hefi eg dvalið mest í Reykja-
vík og flutt þar fyrirlestra oftast
tvisvar í viku. Samt hefi eg heim-
sótt nokkra staði nálægt Reykjavík,
svo sem Eyrarbakka, Akranes,
Keflavík og Garð og einnig Vest-
mannaeyjar, og nú seinast Akureyri
og Sigluf jörð. Eg hefi alstaðar haft
rnikla ánægju af þvi að kynnast
fólki, hefi heimsótt mörg hundruð
heimili og fengið fremur góða að-
sókn að fyrirlestrum mínum og
stundum ágæta. Eg hefi átt mjög
góðu að fagna hjá kennimönnum
landsins, sem hafa greitt götu mína
á þessum stöðum sem eg hefi heim-
sótt. Alstaðar verður maður var
við sterka löngun bæði hjá kenni-
mönnum landsins og alþýðu til þess
að glæða trúaráhuga nianna og
andlega lífið og vafalaust vinst
mikið á í þeim efnum í náinni fram-
tíð. Eg hlakka til að hlúa að því
verki framvegis meðan líf og kraft-
ar endast og trúi þvt fastlega, að
drottinn muni greiða götu mína
eins og hann dásamlega hefir gert
hingað til. Frá því eg kom til ís-
lands í fyrra sumar, hefi eg flutt
fyrirlestra á öllum þessum áður-
nefndu stöðum og einnig Vest-
fjörðum, einn til sjö á hverjum
stað, og þó aldrei dvalið meira en
tiu til fjórtán daga á hverjum stað.
Tvo fyrirlestra hefi eg látið prenta
og selt eitt þúsund af öðrum en
fimtán hundruð af hinum. Einn-
ig hefi eg selt um tólf hundruð af
bókinni “Takið Steininn Burt.”
I Reykjavík höfum við myndað
félagsskap, sem við köllum “Áróra,
félag til eflingar kristilegri menn-
ingu.” Meðlimir eru aðeins 55 enn
sem komið er, en það er markmið
vort að koma af stað í landinu
sterkri og heilbrigðri leikmanna
starfsemi, sem vinni í fullu sam-
ræmi viS þá heilbrigðu andlegu
starfskrafta, sem fyrir eru í land-
inu. Eftir rnjög ánægjulega dvöl
beiðni fólks um að koma sem bráð-
ast aftur, fer eg nú suður aftur og
hlakka til að sitja prestafundinn,
sem háður verður seint í þessum
mánuði að Laugavatni, sem stjórn
Prestafélags íslands hefir góðfús-
lega boðið mér að sitja með þeim.
ÞýSingarmesta málefni þjóðarinn-
er ar verður þar rætt með ineiri áhuga
en nokkru sinni áður, um það ber
alt vott, og má vænta mikils góðs
af. Það er samróma vitnisburður
mætra og reyndra manna meðal
allra þjóða, að hið eina, sem geti
bjargað héiminum út úr margþætt-
um hrygðarleik og erfiðleikum, sé
sannur og ómegnaður kristindóm-
ur; sönn ræktunar starfsemi, sem
ali upp komandi kynslóðir við and-
legt og líkamlegt heilnæmi, grund-
völluðu á anda Krists og getgátu-
lausum og hjátrúarsneiddum
reynsluvísindum. Þessi útsýn beztu
krafta mannkynsins, sem stöðugt
skýrist, hlýtur aö skapa vaxandi
hrifningu og geri menn andlega
fjöruga og tápmikla, kjarkgóða og
áræðna til stórverka. Viðfangsefn-
in móta og skapa manninn, og mik-
ilmennið lyftir þeim viðfangsefn-
ununi aftur á hærra stig skilnings
og úrlausnar.
Kær kveðja ásamt beztu heilla-
óskum til allra vina og kunningja
og landa vorra hinuinegin hafsins.
EVANGELINE VIGDÍS,
dóttir séra Sigurðar Ólafssonar
í Árborg, dáin 3. júlí 1931,
* 19 ára.
Soúg þennan sunnumorgun
sárasta fregnir tbáru:
—Mátti til, þótt ei mætti
meyjaval fegurst deyja.
Dagur var dáðum fagur
dýr að minningum skírum
er leiða’ yfir hennar leiði
ljóðrænan sumargróður.
M.
milli Brunnastaðarhverfis' og Vog-
ar.—Mbl.
Frá Islandi
Islandsglíman
íslandsgliman var háð á íþrótta-
vellinum á sunnudagskveldið og var
sú 21. í röðinni. Glímustjóri var
Jón Þorsteinsson. Kappglíinudóm-
arar Guðmundur Kr. Guðmunds-
son, Eggert Kristjánsson og Sigur-
jón Pjetursson. Fegurðarglíinu-
dómarar Halldór Hansen, Magnús
Kjaran og Sveinn Gunnarsson.
Veður var bæði hvast og kalt, en
tiltölulega margir komu þó til þess
að horfa á glímuna og var spenning-
ur mikill.
Úrslit urðu þau, að Sigurður
Thorarensen bar sigur af hólmi
(feldi alla hina) og vann því ís-
landsbeltið í þriðja sinn í röð. Næst-
ur honum gekk Georg Þorsteins-
son með 4 vinninga, Lárus Sal-
ómonsson með 3, Ágúst Kristjáns-
son með 2, Tómas Guðmundsson
með 1, en Marinó Norðkvist fékk
engan vinning að þessu sinni.
Glíman fór yfirleitt vel fram,
stundum glímt af kröftum, en snild-
arlega á milli.
Georg Þorsteinssyni var dæmt
Stefnuhornið fyrir fegurstar glím-
ur. Er það í fyrsta skifti, sem
hann hlýtur það. Það horn þarf
að vinnast 3 í röð, eða 5 sinnum
alls til eignar. Handhafi þess var
áður Þorsteinn Kristjánsson, en
hann glírndi ekki að þessu sinni.
Að lokum afhenti forseti I. S. I.
sigurlaunin, en áhorfendur hyltu
sigurvegarana.—Mbl.
Reykjavík, 16. júní.
Um fyrri helgi dóu skyndilega
hér í ’bænum tveir ungir menn,
og kom það í ljós við læknis-
skoðun, að áfengiseitrun hafði
orðið þeim báðum að bana. Lög-
reglan hefir verið að rannsaka
málið, en þeirri rannsókn er ekki
lokið enn.
Benedikt Jakobsson, íþrótta-
kennari, hefir nýlega lokið prófi
á bezta íþróttaskóla Svía, í Stokk-
hólmi, með á&ætiseinkunn. Und-
anfarin tvö ár hefir hann verið í
þessum skóla, og stundað námið
svo kappsamlega, að hann lauk
því á tveimur árum, en þetta er
þriggja ára skóli. Benedikt mun
hafa í hyggju að setjast hér að,
fái hann eitthvað að starfa.
—Vísir.
Osló, 3. júní.
Vinnudeilur, sem bitna á 80,000
verkamönnum, hafa staðið yfir síð-
an í marzbyrjun, eru enn eigi til
lykta leiddar. Sáttatilraunir hafa
verið í höndum sáttasemjara hins
opinbera nú um hríð. I gær urðu
óeirðirnar í Manstad. Eitt þúsund
verkamenn gerðu árás á vinnustaði,
þar sem verkfallsbrjótar höfðu haf-
ið vinnu, og neyddu þá til að hætta
vinnu. Ríkislögregla er á leiðinni
til Manstad, til þess að hjálpa uppi
reglu þar.
(Skeyti um sama efni, dagsett 2.
júní, frá Kaupmannahöfn, hefir af
vangá verið orðað þannig, að skilja
rnætti, að um vinnudeilur í Dan-
mörku væri að ræða, en skeytið er
um vinnudeilur í Noregi).—Mbl.
Sorgaratburður rifjast upp að 30
árum liðnum.
Lík ólafs Þorleifssonar í Miðhús-
um, sem varð úti í desember 1900
fanst um helgina.
Þann 20. desember 1900 vildi sá
atburður til á Vatnsleysuströnd, að
Ólafur bóndi Þorleifsson í Miðhús-
um gekk til kinda í Strandarheiði,
en kom ekki aftur. Á hann skall
blindbylur. Er veðrinu slotaði, var
hafin umfangsmikil leit, er engan
árangur bar.
Síðan fyrndist yfir atburð þenna
eins og gengur, og höfðu menn það
nú orðið sjaldan í huga þar um
slóðir, hvar Ólafur heitinn hefði
borið beinin.
Fundinn stafur Ólafs
Nokkru fyrir jól í vetur viidi það
til, að nokkrir menn af Vatnsleysu-
strönd voru að leita kinda i Strand-
arheiði. Á, heimleiðinni rnistu þeir
kind eina niður í gjá. En mjög
margar gjár eru í heiðinni, sem
kunnugt er. Var nú sigið i gjána
eftir kindinni. Er þangað kom
fanst þar göngustafur er lá þvert
yfir gjársprungu. Þektu menn þeg-
ar, að þarna var stafur Ólafs heit-
ins Þorleifssonar. Talsverður snjór
var á jörð, er þetta gerðist. Þeir
er stafinn fundu gerðu merki við
gjána, svo staðurinn væri auðfund-
inn síðar. En er þeir komu til
bygða, var ákveðið að hafa leynt
um málið og gera enga frekari leit,
fyrri en allir snjóar væru leystir.
En nú unt helgina var farið upp
í gjána. Skamt frá, þar sem staf-
urinn fanst, voru bein Ólafs heit-
ins.
Voru þau flutt til bæja. Staður-
Morð framið í St. Boniface
Á þriðjudagsmorguninnn í þess-
ari viku var morg framið í St.
Boniface, eða rétt utan við bæ-
inn. Tveir menn voru þar á ferð
í leigubíl og' ökumaðurinn sá
þriðji. Fóru tveir af þeim út úr
bílnum, þar sem skógur var þétt-
ur, rétt við brautina, og fóru inn
í skóginn. ökumaðurinn var eft-
ir í bílnum. Eftir litla stund
heyrði hann nokkur skammbyssu-
skot og rétt á eftir kom annar
maðurinn út úr skóginum og
skaut á ökumanninn og særði
hann mikið, og hljóp svo burtu.
Litlu síðar fanst hinn maðurinn
myrtur inni í skóginum. Sá sem
myrtur var, hét Levinson, en hinn
er nefndur Henderson og er
Indíáni. Haldið er, að Levinson
hafi verið myrtur til fjár. Síðar
um daginn var maður tekinn fast-
ur í gistihúsi í Winnipeg, og er
haldið að hann sé maðurinn, sem
morðið framdi. ökumaðurinn er
á batavegi.
Þjóðverjar að þrotum
komnir
Dagblöðin flytja nú á hverjum
degi ýmsar fréttir af ástandinu
á Þýzkalandi, sem er alt annað
en glæsileigt. Þjóðin virðist vera
fjárhagslega að þrotum komin og
geta ekki lengur risið undir út-
gjaldabyrðinni. Bönkum er lok-
að og þýzkir seðlar ekki teknir
gildir í öðrum löndum. Hinar
stórþjóðirnar sjá nú vel hættuna
sem af þessu stafar fyrir Evrópu
o!g jafnvel allan heiminn, og eru
nú að reyna að hlaupa undir
bagga og rétta við fjárhag þýzka
lýðveldisins. Hvernig það kann
að hepnast, sýnist vera í mikilli
óvissu, nú sem stendur.
inn þar sem þau fundust er um
hér norðanlands og margendurtekna klukkustundar gangur frá veginum
Minna smjör fyrirliggjandi
Hinn 1. þ. m. var fyrirliggj-
andi nálega 2,000,000 punda minna
af rjómabússmjöri í Canada held-
ur en 1. júlí 1930, og um 450,000
pundum af smjöri, sem er tilbúið
á bændabýlum.