Lögberg - 16.07.1931, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.07.1931, Blaðsíða 4
Bls. 4. LOGBERG, FIMTUDAGINN 16. JÚEÍ 1931. Robinf Hood FLOUR ENDURBORGUNAR ABYRGÐIN tryggir yður Úr bœnum I! i Gott uppbúið herbergi til leigu að 605 Agnes St.; sími 86 126. Messur í Argyie prestakalli 19. júlí: Baldur, kl. 9 f.h.; Grund, k!. 11 f. h.; Brú, kl. 2.30 e. h. og Glenboro, kl. 7 e. h. ,' E. H. F. Séra Haraldur Sigmar prédik- ar á sunnudaginn kemur, 19. júlí, í Kandahar kl. 11 f. h. og í Wyn- yard kl. 3 e. h. Kveldmessu síð- ar ráðstafað. öKum þeim, sem hlyntir eru skógræktarmá'i íslands, er vin- samlega boðið, kl. 3 e.h. laugar- daginn 18. júlí, heimili B. Magn- ússonar, 428 Queen St., St. James. Mr. Jón Einarsson frá Gimli, Man., var staddur 'í borginni seinni part vikunnar sem leið. Hann er kominn yfir áttrætt, en er ern og skýr og glaðlegur eins og áður. í greininni um kirkjuþingið, í síðasta blaði, var sagt að Mr. T. E. Thorsteinson hefði gengið úr skó’aráði Jóns Bjarnasonar skóla. Þetta er ekki rétt. Það var séra Carl J. Olson, sem úr gekk, og var í hans stað kosinn séra E. H. Fáfnis. Mrs. Chr. Albert lagði af stað til Chicago á miðvikudaginn í vikunni sem leið. Gerði hún ráð fyrir að dvelja þar svo sem mán- aðartíma hjá syni sinum og tengdadóttur, Mrs. og Mrs. K. K. Albert. Fræðimaðurinn góðkunni, Magn- ús Sigurðsson á Storð, var tadd- ur í borginni á þriðjudaginn. Mr. og Mrs. Jón Thorsteinson frá Kandahar, tvær dætur þeirra og tengdasonur, eru stödd í borg- inni um þessar mundir. Mrs. Franz Thomas frá Chi- cago, er stödd í bor’ginni og verður hér tveggja vikna tíma hjá vinum og vandafólki. Dr. og Mrs. Biörn B. Jónsson lögðu af stað fyrir helgina síð- ustu til St. Paul og Minneota. Gerðu þau ráð fyrir að vera þar syðra svo sem hálfsmánaðar tíma. Fimtudaginn 9. júlí, voru þau Árni Páll Matheson og Ingi- björg May Thorlakson, bæði frá IWinnipeg Beach, Man., gefin saman í hjónaband, af séra Rún- ólfi Marteinssyni, að 493 Lip- ton St. Picnic til Gimli. Næsta sunnu- dag, 19. júlí, verður skemtiferð Goodtemplara og annara til Gimli. Verður farið með C.P.R. lestinni kl. 10 að morgni; fargjald $1.25, og 65c. fyrir börn. í Gimli Park byrjar prógramið kl. 2: söngur, framsögn, ræður og frumsamin kvæði. Sérstaklega verður ung- lingastúkunnar á Gimli minst við það tækifæri, sem er þá 25 ára. í kirkjunni að 603 Alverstone stræti, — almenn guðsþjónusta sunnudaginn 19. júlí, kl. 7 að kveldinu. Ræðumaður: Páll Jóns- son. Einnig á fimtudagskveldið á sama stað, kl. 8, bæn og biblíu- lestur. Fólk er beðið að hafa lútersku sálmabókina með sér. Allir velkomnir. Hingað komu til borgarinnar síðastliðið föstudagskvöld, úr* ferðalagi suður um Bandaríki. Mr. og Mrs. H. T. Halverson, frá Regina, |Sask., ásamt tveimur börnum sínum. Einnig var með í förinni Mrs. Þórunn .Tónasson, móðir Mrs. Halverson. Gestir þessir hurfu heimleiðis á sunnu- daginn. Þar sem í síðasta iblaði er sagt frá samsæti, sem þeim Mr. og Mrs. Ben. Hendrickson að 449 Burnell St. hér í bænum, var hald- ið hinn 30. júní, er sú mikla mis- sögn, að það hafi verið haldið í minningu um 50 ára giftingaraf- mæli þeirra. Þetta er alveg rangt, því hjónin hafa bara verið gift í 15 ár. Og kemur þessi missögn til af misslestri eða misheyrn. Allir hlutaðeigendur eru beðnir að afsaka þetta. Meðlimir íslenzka karlakórs- ins í Winnipeg, erú hér með vin- samlega beðnir að mæta á fundi í Sambandskirkjunni, á föstudags- kveldið kemur, klukkan átta. Afar áríðandi mál liggur fyrir fundinum og er þess vegna skor- að á aila meðlimi, að mæta stund víslega. Enn fremur verða með- limir að hafa með sér söngbækur flokksins. Nefndin. Þér njótið með ánœgju hvers einasta dropa af CITY MILK Kaupið það sem þér þurfið af ökumanni vor- um á strætinu, eða sím- ið beint til Hið Sameinaða kvenfélag Hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, hélt ársþing sitt í Langruth, Man., á föstudaginn o!g laugardaginn í síðustu viku. Var það fjölsótt og í alla staði hið ánægjulegasta, að sögn þeirra er þar voru. Konurnar frá Win- njpeg, sem/ þingið sóttu, komu heim á sunnudagskveldið. Áður en þær lögðu af stað frá Lang-( ruth, voru þær við guðsþjónustu, sem séra E. H. Fáfnis flutti. Frá þingi þessu verður skýrt í næsta blaði. Mánudaginn 6. júlí s.l. voru gefin saman í hjónaband af séra E. H. Fáfnis, þau Helgi Finnson frá Milton, N. Dak., o'g Kristbjörg Halldóra Johnson frá Baldur, Man. Giftingin fór fram á heim- ili Mr. og Mrs. Jónas Helgason, þar sem brúðurin er að mestu leyti alin upp, að viðstöddum nánustu vinum og kunningjum. Að giftingunni lokinni var sezt að borðum og var þar veitt af ís- lenzkri rausn, brúðhjónunum til ánægju og aðstandendum til sér- staks sóma. Milli 40 og 50 manns sátu veizluna og óskuðu hinum ungu hjónum farsældar og bless- unar í framtíðinni. Framtíðar- heimili þeirra verður við Milton, N. Dak. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast gTelClega um alt, sem aC flutningum lýtur, smáum eSa stðr- um. Hvergl sanngjamara verð. Helmill: 762 VICTOR STREET Slml: 24 600 Síðastliðið laugardagskvöld voru gefin saman í hjónaband þau Jón J. Jónsson frá Siglunes, Man., og Annie Ethel Bush, héð- an úr borginni. Séra Rögnvald- ur Pétursson framkvæmdi hjóna- vígsluna að heimili sínu, 45 Home Street. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður í Siglunes póst héraði. Brúð:guminn er sonur Jóns heitins fyrrum alþingis manns frá Sleðbrjót. STYRKIR VEIK LÍFFÆRI. Fðlk, sem hefir veik liffæri, ætti ekki að láta hjá llða, að fá sér Nuga-Tone, þetta merkilega læknislyf, er veitir nýja krafta og nýtt fjör. Nuga-Tone styrkir taugar og vöðva, nemur á brott höfuðverk og drunga, styrkir einnig nýrun, skerpir meltinguna og eykur lifsþrðttinn. Látið ekki bregð- ast að fá flösku af Nuga-Tone. Fæst í lyfjabúðum. En hafi lyfsalinn það ekki við hendina, þá getur hann á- valt útvegað það frá heildsöluhúsinu. Mrs. J. J. Bildfell kom til borgarinnar á laugardaginn frá Detroit, þar sem hún hefir verið um tíma að heímsækja dætur sínar, Mrs. Hrefnu McRea og Miss Sylvíu Bildfell, sem útskrifaðist þar í vor í hjúkrunarfræði. Með Mrs. Bildfell kom að sunnan Mrs. McRea og sonur hennar, og Mr. J. A. Bildfell og Mr. Thor Mel- sted. Höfðu þeir farið til Detroit um mánaðamótin. Gefin saman í hjónaband, þ. 11. júlí s.l., voru þau Mr. Clar- ence Allden Shields, frá Trans- cona og Miss Agnes Sigurbjörg Peterson, til heimilis hér í borg. Séra Jóhann Bjarnason gifti og fór hjónavígslan frani að heimili foreldra brúðarinnar, Mr. og Mrs. IDaníels Féturssonar á Gimli. Aðeins nánasta ættfólk brúðhjónanna var viðstatt hjóna- vígsluna. iSéra Jóhann Rjarnason var staddur hér í bænum nú í vik- unni, á ,leið til Lundar, þar sem hann býst við að starfa að kirkju- le!gum málum síðari hluta þessa mánaðar, fræða börn, sem að nokkru leyti er búið að uppfræða, til fermingar og hafa messur sunnudagana 19. og 26. þ. m. Síðari sunnudaginn er búist við að fermingarmessa, ásamt altar- isgöngu, fari fram i kirkju Lund- arsafnaðar kl. 2 e. h. Fólk beð- ið að veita þessu athygli og að koma til messu báða sunnudag- ana, þenna tíma sem séra Jóhann verður starfandi á Lundar. BÖRN! Sex ástæður fyrir því að þér ættuð að drekka eingöngu “MODERN DAIRY MILK” (Gerilsneydd) 1. Aðferð vor við að hreinsa mjólkina eyðir algerlega öllum bakterium og skaðlegum gerlum. 2. Ein mörk af “MODERN DATRY MILK’’ hefir næringargildi á við þrjú egg. 3. “MODERN DAIRY MILK’’ er með afbrigðum auðug af holdgjafa efnunum “A’’ og “B’\ 4. Hver drengmr og stúlka ætti að drekka pott af “MODERN DAIRY MILK’’ daglega og safna lífsorku. 5. Prófessor Kenwood frá London Umversity mælir með fulkomnum myndugleika, með gerilsneyddri mjólk. 6. AÐVÖRUN! Mjólk, sem ekki er gerilsneydd, er á- reiðanlega hættuleg. 1 henni eru ótölulegar þúsund- ir af hættulegum gerlum. MODERN DAIRY LTD. Canada’s Most Uþ-to-Date Creamery Phone 201 101 Vér vildum minna á, að síðasti fundur þessa ársfjórðungs í stúk- unni Skuld, I.O.G.T., verður hafð- ur miðvikudaginn 22. júlí, og þá fer fram kosning embæt-tismanna fyrir næsta ársfjórðung; væri því mjög vel viðeilgandi og áríð- andi, að meðlimir stúkunnar fjöl- mentu sem allra mest. Þar verð- ur líka ekki síður nóg af glað- værð og skemtun en að undan- förnu. Þá verður skemtiferðin til Gimli nýafstaðin og því nóg af ánægjulegum leiðangurs end- urminningum að minnast á. Sérstaklega ættu þeir fáu, sem ekki hafa gefið sér tíma til að sækja fundi á yfirstandandi árs- fjórðunlgi, að láta ekki farast fyrir í þetta sinn að sækja fund. Ferðalag fiskanna Lögrétta hefir nokkrum sinn- um áður sagt frá þeim merking- um fugla og fiska, sem ýmsir fræðimenn hafa framkvæmt á seinustu árum og frá þeim skemti- lega óg merkilega árangri, sem nú þegar hefir fengist af ýmsum þessum tilraunum um ferðalög dýranna landa og heimsálfa milli. Einkum hafa merkingar þessar staðfest hin æfintýraleg- ustu ferðalög farfuglanna, er fuglar, sem merktir hafa verið á ís’.andi, hafa seinna fundist eða verið skotnir suður um Evrópu og Afríku. Fiskamerkingarnar hafa einnig leitt ýmislegt merki- lelgt í Ijós um ferðalög fiskanna og mun sumt af því sjálfsagt á sínum tíma geta haft hagnýtt gildi fyrir útvegsmál vegna upp- lýsinga þeirra, sem merkingarn- ar gefa um fiskigöngur. Lög- rétta sagði sl. sumar frá fiski- 'göngum milli íslands og Græn- lands, er það sást, að sex þorsk- ar, sem höfðu verið merktir við Grænland, veiddust við Island. Síðan hefir meira í þessa átt komið í ljós og segir dr. Bjarni Sæmundsson svo frá því í Vísi og Ægi: En nú fyrir skömmu hefir próf. Johs. Schmidt tjáð mér, að tveir fiskar, sem merktir voru á “Þór” við Vestmannaeyjar á vetr- arvertíðinni 1929, hafi fundist aftur, annar í maga á hákarli, er veiddur var í Grænlandshafi, við landgrunnsbrún iGrænlands, beint vestur af ísafjarðardjúps- minni (66. gr. n.br., 36. gr. vl.), en hinn veiddist við Frederiks- haab á suðvesturströnd Græn- lands (62. gr. nbr.), fimtán mán- uðum eftir að hann var merktur. Þar með er sýnt og sannað, að fullorðinn þorskur hefir gengið frá suðurströnd (fslands suðuir fyrir Grænland og góðan spöl norður með suðvesturströnd landsins, eftir að hrygningar- tíminn var um garð geniginn, sennilega í ætisleit, og hefði má- ske komið aftur til nýrrar hrygn- ingar, ef hann hefði ekki bitið á krókinn hjá Grænlendingum. Af þessu mætti ætla, að fiskar þeir, er merktir voru við Græn- land og veiddir hér, hafi verið íslenzkir fiskar, sem hefðu slangrað svona langt burtu óg fengið á sig sönnun þess, að þeir hefðu komið í vestur-grænlenzk- an sjó. Og það lítur út fyrir, að íslenzki þorskurinn sé nokkuð víðförull í “sumarfríinu”, og gæti eg trúað því, að það mundi vera loðnan, sem lokkaði hann svona langt frá átthögunum. Þessi merkilega útkoma á merkingunum við Vestmanna,- eyjar, mun verða til þess, að enn meira kapp verði bráðlega lagt en áður á að merkja hér þorsk við suður- og vesturströndina, og vil eg enn hvetja fiskimenn vora til að hafa góðar gætur á merkj- um á fiski, og vanrækja ekki að skila 'þeim sem finnast kynnu, á skrifstofu Fiskifélags fslands, eða til erindreka félagsins. Dr. B. Sæm. hefir sagt Lög- réttu, að síðan .þetta var skrifað, hafi enn fundist fiskar merktir í Grærtlandi^ í Vestmannaeyjum, Grindavík og Faxaflóa. Alls munu hafa verið 1 merktir við Grænland um 1200 fiskar. Um 15 þeirra hafa nú þegar fundist hér, eða verið skilað. — Lögr. Jarðarför Guðmundar Björg- vins Bjarnasonar, er var skip- stjóri á mótorbátnum “Magnus”, er fórst í brunaslysi á Winnipeg- vatni þ. 22. okt. síðastliðið haust, fór fram frá*kirkju Gimlisafnað- ar, á Gimli, á mánudaginn var. þ. 13. þ.m. Líkið fanst rétt fyrir skemstu við austurströnd vatns- ins, var flutt til Selkirk, og fór jarðarförin fram undir umsjón Moody - útfararstofunnar. Lík enska mannsins, er fórst með Guðmundi, fanst ofurlítið síðar, fram undan Árnesbygð. — Jarð- arför Guðmundar sál. var mjög fjölmenn. Lifa hann foreldrar hans, Mr. og Mrs. ólafur Bjarna- son, á Gimli, sex systur og þrír bræður, auk ekkju hans, er var Guðbjörg Einarson, áður en þau giftust, og einn sonur, þriggja ára. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Sðmulieðis talaði séra J. P. Sólmundsson við jarðarför- ina. Hinn ilátni skipstjóri var kornungur maður, rúmlega hálf- þrítugur, drengur góður og vin- sæll. Eitt sinn er þröngt var í búi hjá W„ mætti honum maður, sem spurði hvernig liði heima hjá honum. “Eins og í himnaríki,” sagði W. “Hvernig þá?’?’ “Já — þar er hvorki etið eða drukkið,” Hún: Heimtaðu af mér hvað sem þú vilt. Hann: Nei, nú hristi ég höf- uðið, elskan mín. Atvinnuleysi og samvinna Evrópuríkja. Talið er, að atvinnuleysingjar í hinurri ýmsu Evrópuríkjum, séu tíu miljónir talsins. Albert Thomas, forstjóri alþjóða verka-| málaskrifstofunnar, hefir lagt; fram tillögur, sem margir ætla að muni hafa meiri áhrif en alt friðarskraf og ráðstefnur, til þess* að hrinda áfram þeirri hugmynd, að stofnuð verði bandaríki Ev- rópu. Verði tillögur hans sam- þyktar og framkvæmdar, þá verð- ur ekki eingöngu ráðin þót á at- vinnuleysinu, heldur tekið stórt skref í þá átt, að skapa einingu í álfunni. — Á meðal tillagna Thomas eru fjórar, sem snerta^ samgöngur, og mundi af fram- ■ kvæmd þeirra leiða, að þau mál kæmist í langtum betra horf, en nú er þannig ástatt, að hvert ríki álfunnar um sig er að burð- ast með sitt eigið vegakerfi, án þess um það sé hugsað, að það sé í samræmi við vegakerfi ann- ara ríkja í álfunni. Thomas ger- ir ráð fyrir tveim aðalæðum í vegakerfi álfunnar, tveim al- þjóðvegum: 1) Frá París um Vínarborg til Aþenuborgar, og 2) frá Balkanskaganum til balt- iska flóans. — Enn fremur legg- ur Thomas til, að samræma skipa- skurða-kerfi Evrópurikjanna. — Meðal annars vill hann láta grafa skurð milli Rínar og Rhone-ár og koma skipaskurlunum í norður- hluta Þýzkalands í gott samband við Danube og skipaskurðakerfi Frakklands í samband við skipa- skurðakerfi austlægari landa. — Framkvæmd þessara tillagna mundi hafa ómetanlega viðskifta- þýðingu fyrir öll ríki á megin- landinu. Enn fremur hefir Thom- as tekið upp á sína arma tillögu Belgíumanna um alþjóðakerfi til úthlutunar rafmagnsorku fyrir alla álfuna. Mundi það hafa feikna þýðingu að koma þeirri tillögu í framkvæmd, ekki sízt fyrir þau ríki, sem hafa litla vatnsorku til umráða. Loks hef- ir Thomas á prjónunum að sam- ræma járnbrautakerfi Evrópu- ríkja, með það fyrir augum, að greiða fyrir flutningum og við- skiftum. Thomas heldur því fram, að framkvæmd seinustu tillögunnar, sem nefnd hefir ver- ið hér að framan, mundi veita 600,000 mönnum atvinnu um fimm ára skeið, en ef samkomu- lag næðist um framkvæmd allra tillagnanna, væri alt atvinnuleysi úr sögunni í Evrópu um langt skeið. — Vísir. Dr. Swen Hedin og síðasta rannsóknarferð hans í Asíu. Sven Hedin er íyrir löngu orðinn heimfrægur fyrir ferða- lög sín og ýmsar rannsóknir í Asíu. Þótt hann §é nú kominn á sjötugsaldur, stendur hann enn í stórræðum og hefir gert út leiðangur til Mongólíu, sem nú stendur yfir. Þeissi leiðangur lagði upp frá Peking 1927 og er enn ekki lokið, en Hedin sjálfur er um þessar mundir á ferð í Evrópu. Svæði það, sem rann- sóknir þessa leiðangurs eiga að ná yfir, er fimm miljónir fer- kílómetra stórt. 1 leiðangrinum tekur þátt fjöldi vísindamanna, c-kki sízt fornfræðingar og mann- fræðingar. Leiðangurinn hefir 300 úlfalda og þegar hann stanz- ar, slær hann upp 23 tjöldum, og má af þessu marka nokkuð hversu mikill leiðangurinn er. Hedin hefir skift honum í þrent, og fer hver flokkur sína leið og eru 300 kílómetrar milli flokk- anna. Með þessu fyrirkomulagi segist dr. Hedin ná miklu betri og yfirígripsmeiri árangri en með því, að láta allan leiðangurinn halda saman. Hedin segir, að árangur leiðangursins sé nú þeg- ar orðinn svo góður, að það sem í Svía hlut komi, sé nóg til þess að fylla 20 söfn. — Kínversku stjórninni var í upphafi lítið um þessar rannsóknir, vildi láta Kín- verja sjálfa framkvæma þær, en ekki útlendinga, en Hedin tókst að ná samkomulagi við þá og segir að samvinnan við þá hafi verið hin bezta. Hann lætur vel af Kínverjum og segir, að alt hafi verið með FUNDARBOÐ Sameiginlegur fundur fyrir meðlimi stúiknanna Heklu og Skuldar, verður haldinn í efri sal G. T. hússins, mánudaginn 20. þ.m.,, kl. 8 e.h. Fyrir fundinum liggur til umræðu áríðandi málefni við- víkjandi byggingunni. FJyrir hönd fulltrúanefndar “The Icelandic Good TemplarS of Winnipeg” J. Th. Beck, form. E. Haralds, a. r. <£ % % V s\ k SENDIÐ RJ0MA yðar til Manitoba Co-operative Dairies Limited WINNIPEG - BRANDON DAUPHIN kyrð og friði, er hann fór frá Peking. Hann segir, að talið um “gulu hættuna”, sem oft heyrist á Vesturlöndum, sé hégómlegt hjal og hugarburður. Kínv rjar eru friðsamlegt fólk, segir hann, þeip eru að eðlisfari miklu fwm- ur kaupmenn og verkamerhr en hermenn. Öll þjóðin er iðin” og friðsöm. Hedin segist ekki trúa á styrjöld Austurlanda og Vest- urlanda. Kína fer fram með hverju ári, sem líður. Það verður nýtízkuland á grundvelli mörg þúsund ára menningar. Lögrétta mun síðar skýra nán- ar frá þessum seinasta leiðangri Hedins. Hann segist nú ekki leng- ur taka þátt í mestu æfintýrunum eins og áður fyr, það geri ungu mennirnir, en hann segist vel geta riðið enn þá langar dagleiðir á úlfalda og sofið í tjaldi, og hann stjórnar enn þá öllum leiðangrin- um. Eg kann aldrei við það, að sitja kyr, segir hann, æfintýrið og óvissan lokkar mig enn þá sí og æ. — Lögr. Læknirinn vitjar um fanga, sem er rúmfastur í steininum:— Það er ekkert hættulegt, sem að yður gengur. Þér verðið að halda yður inni nokkra daga, og þá er batinn vís. Dr. T. Greenberg Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 30 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg H0TEL C0R0NA Cor. Main St. and Notre Dame. (Austan við Main) Phone: 22 935 GORDON MURPHY, Mgr. Þar sem Islendingar mætast. íslenska matsöluhúsið par sem Islendingar I Winnipeg og utanbæjarmenn fá sér máltlðir og kaffi. Pönnukökur, skyr, bangikjö* og rúllupylsa á takteinum. WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. Siml: 37 464 RANNVEIG JOHNSTON, eigandi. 100 herbergi, meB eöa án baðs. Sanngjarnt verð. SEYMOUR H0TEL Blrnl: 28 411 Björt og rúmgöð setustofa. Market og King Street. C. G. HUTCHISON, eigandl. Winnipeg, Manitoba. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 VEITIÐ ATHYGLI! Eg undirrituð hefi nú opnað BEAUTY PARL0R í Mundy’s Barber Shop, Portage Ave., ,næst við McCullough’s Drug Store, Cor. Sherbrooke and Portage Ave. Heimasími: 38 005 Mrs. S. C. THORSTEINSON J. S. McDiarmid Chas. McDiarmid McDIARMID BROTHERS LIMITED SASH, DOORS and MILLWORIC LUMBER Phone 44 584 600 Pembina Highway Winnipeg, Man. SIGURDSSON. THORVALDSON COMPANY, LIMITED General Merchants Útsölumenn fyrir Imperial Oil, Limited Royalite Coal Oil, Premier Gasoline, Tractor and Lubricating Oils ARBORG Phone 1 RIVERTON Phone I MANIT0BA, CANADA HNAUSA Phone 5 I — ring 1 4 Lipur afgreiðsla og vörugæði einkenna verksmiðju vora. Stœrála brauðgerðarhús í Canada. Vér sendum vöruna heim til yðar hvernig sem viðrar. 100 umboðssalar í þjónuáru vorri. CANADA BREAD COMPANY - - LIMITED Portage Ave. and Burnell St. Phone 39 017-33 604 FRANK HANNIBAL, framkvæmdarstjóri

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.