Lögberg - 16.07.1931, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JÚLÍ 1931.
Bla. S.
DANARFREGN
FRÚ S. J. ÓLAFSSON.
Þann 29. apríl síðastliðinn,
lézt í San Francisco , Cal., frú
Lovísa H. V. ólafsson, kona
hr. ,S. J. Ólafssonar þar í iborg-
inni. Hin framliðna var dótt-
ir Fritz Zuethen læknis og
Thoru, frúar hans, er heima
áttu á Eskifirði. Auk ekkju-
mannsins lætur hún eftir sig
þrjú systkini, eitt i Dan-
mörku og tvð á Islandi. Jarð-
arför hinnar mætu konu fór
fram í Olivet Memorial Park.
lEftirfarandi kveðjuorð bið-
ur ekkjumaðurinn Lögberg að
flytja:
“Mrs. ólafsson andaðist að
heimili sínu í San Fracisco.
Banamein hennar var krabba-
mein. Mrs. Olafsson var fædd
á Eskifirði á íslandi 20. apríl
1876.
Hún var framúrskarandi
heiðarleg kona; virt og vel
metin af öllum, er hana þektu.
Einkenni hennar var sérstak-
lega það, að hjtóJpa öðum fyrst,
en meta lítils sínar eigin
þarfir.
Við fylgdumst saman vel fjórð-
ung úr öld
í fögnuði lífsins og þrautum.
Við studdum hvort annað með
huga og hönd,
Og hugðum það !gæfu að ferð-
ast um lðnd;
En ógn var af óruddum braut-
um.
Eg sakna þín, vina mín, sárt
og svo heitt,
Þótt söknuðinn bæti það tíð-
um,
Að hugsa um dygð þína og
hjarta svo hreint
Og himneskt Ijósið, sem skín
til þín beint
Og lyftir þér lífsins að hliðum.
Hin göfuga sál var svo gjaf-
mild og hrein,
Þú gladdir þá smáu að vanda,
Svo hart er að missa úr hópi
þeim ,bönd,
Þá hu'gulu, nákvæmu, styðj-
andi hönd,
Og einmana eftir að standa.
Frá Lousise til ”Nannie”—
(amma)i: \,
Eg sé þig á kvöldiiv er sofna
ég vært,
Þú sveimar með englunum
góðum.
Eg elska þig “Nannie” o!g á-
valt svo kært,
Þvi að eins hafði ég gott hjá
lært,
Er einar við oft saman stóð-
um.
Sig. J. Ólafsson.
A Thorough School!
The “Success” is Canada’s Largest
Private Commercial College, and the
finest and best equipped business train-
ing institution in Western Canada. It
conducts Day and Evening Classes
throughout the year, employs a large
staff of expert teachers, and provides
sufficient individual instruction to per-
mit every student to progress according
to his capacity for study.
In twenty-one years, since the founding of the “Success”
Bnsiness College of Winnipeg in 1909. approxiniately 2500
[celandlc students have enrolled in tliis College. Tiie decided
prererence for “Suoeess” training is signifieant, because
Icelanders liare a kcen sense of edueational values, and each
year the number of our Ieelandic students shows an increase.
Day and Evening Classes
Open all the Year
The SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Ltd.
PORTAGE AVENUE AT EDM0NT0N STREET.
PHONE 25 843
ÞORUNN J0NSD0TT1R
1844 — 1931.
Um það var getið í Lögber&i fyrir nokkru, að Þórunn
Jónsdóttir andaðist á heimili Stefáns S. Einarssonar og konu
hans í Bantry, N. Dak., snemma morguns 2. júní síðastlið-
inn, og verður hennar nú hér minst með nokkrum orðum.
Þórunn Jónsdóttir fæddist fyrsta þriðjudag í nóvember-
mánuði árið 1844, að Bót í Hróarstungu í Norðurmúlasýslu;
foreldrar hennar voru þau Jón Jónsson og Margrét Jóns-
dóttir, Jónssonar prests í Vallanesi. Hjá foreldrum sínum
ólst hún upp til fullorðinsaldurs. En þá fluttist hún til
Gunnlaugs bróður síns að Þorvaldsstöðum í Skriðdal í Suður-
múlasýslu. Áttu þau systkini svo nærri ávalt heimili saman
þar á eftir, þar til Gunnlaugur andaðist fyrir fjárum árum.
Til Ameríku fluttust þau árið 1883, og til Fjallabygðar-
innar íslenzku í Norður Dakota, kom hún 20. álgúst 1883.
Fljótlega fékk hún þar rétt á landi og bygði þar heimili, og
þá um hríð var Gunnlaugur bróðir hennar hjá henni með
fjölskyldu sína. iÞegar Gunnlaugur andaðist 1927, var hún
orðin einstæðingur þar á heimilinu í Fjallabygðinni, en
dvaldi þó fyrst um sinn hjá Krisjáni Jónssyni í grend við
gamla heimilið. En 3. júlí 1928 fluttist hún með bróðurdótt-
ur sinni og manni hennar, þeim Mr. o'g Mrs. S. S. Einarson,
á heimili þeirra í grend við Bantry, N. Dak., og dvaldi þar til
dauðadags, og naut þar hinnar mestu ástúðar og ágætustu
aðhjúkrunar, ekki einasta af hálfu frænku sinnar, heldur
og líka af hálfu Mr. Einarsons og barna hans.
Þórunn sál. giftist aldrei og átti því ekki fyrir eigin fjöl-
skyldu að sjá, en hún var öllu frændfólki sínu eins o!g bezta
móðir, sífelt fús að fórna sínum kröftum þeirra vegna. Að
parti til ól hún upp eina bróðurdóttur Sína, reyndist henni
frábærlega vel og var mjög kært til hennar ávalt. Annars
má og líka segja, að hún var ósérhlífin, góðgjörn og fórnfús.
Og þó að þeir eiginleikar hennar og mannkostir kæmu kann-
ske hvað mest í Ijós í sambandi við um'gengni hennar og af-
stöðu við frændfólk hennar, sem hún elskaði og bar sérstak-
lega fyrir brjósti, þá komu þeir eiginleikar og mannkostir
vitanlega fram líka gagnvart öllum, sem hún umgekst, og
varð hún því virt og vinsæl í nágrenni sínu.
Hún var kona hógvær o!g mild í lund, trúuð og trygg, og
trúmenska einkendi sífelt framkomu hennar við öll hennar
skylduverk.
Þau hjónin, Mr. og Mrs,. Stefán S. Einarson, og einnig
systir Mrs. Einarson, fluttu lík hinnar látnu austur í Fjalla-
bygðina kæru, þar sem hún hafði svo lengi áður búið. Var
hún þar jarðsungin af séra Haraldi Sigmar frá Fjallakirkju,
í grafreit safnaðarins við kirkjuna, og nábúarnir fylgdu
henni til grafar, með þakklæti og virðing í hu'g og hjarta.
H. S.
LYDIA
EFTIR
ALICE DUER MILLER
XIV. KAPITULI.
Þegar Lydía var nokkurn veginn búin að
ná sér aftur eftir veikindin og það hugarstríð,
sem hafði þjáð liana, hélt liún sig að Evans,
eins mikið og hún gat. Það var hún, sem
fyrst hafði komið henni í skilning um, að hér
að minsta kosti, var hún ekki álitin meiri eða
betri, heldur en hver önnur. Nú fanst Lydíu
þessi umkomulausa vinnukona vera meiri og
hetri manneskja heldur en henni hafði áður
fundist. Hún sá og viðurkendi sinn eigin
veikleika- William, fölleitur og veiklulegur
ungur maður, sem þa>r töluðu oft um, hafði
hvað eftir annað reynt að fá hana til að stela
smá peninga upphæðum, þegar færi gæfist, eða
þá einhverjum verðmætum munum, sem kann
ske væri lítið hirt um. Henni hafði aldrei dott-
ið í hug að gera þetta, fyr en hún varð þess
vör, að Lydíu þótti ekkert fyrir því, þó hún
tapaði dýrindis armhandi. Hvað gerði svo
sem til, þó maður tæki það, sem eigandinn
kærði sig ekkert um.
“Þetta ólukkans armband!” tautaði Lydía
fyrir munni sér. Hún hafði séð það í síðasta
sinn í höndum O’Bannons í réttarsalnum. Rétt
snöggvast fylgdist hún ekki með því, sem Ev
ans var að segja, og þegar hún fór aftur að
taka eftir, var Evans í miðri setningu, — “og
gerði mér skiljanlegt, að þó þú hafir gert rangt
þá réttlætti það ekki mínar gerðir. Þá hik-
aði ég ekki lenýur við að meðganga. Hann
sýndi mér fram á, að með því að taka það, sem
eg átti ekki, hefði ég unnið glæp, sem ekki yrði
aftur tekinn, og eini vegurinn til að komast
aftur á rétan kjöl, væri að beygja sig undir
lögin, fara í fangelsi og vera búin með þetta
eins fljótt og hægt væri. Eg á honum mikið
að þakka, Lydía. Ekki það, að hann væri
neitt að ávíta mig, en hann skildi mig og vildi
mér vel. ”
“Um hvern ertu að tala?” spurði Lydía.
“Um Mr- O’Bannon,” svaraði Evans al-
varlega.
Nú var Lydíu meira en nóg hoðið. Hún
fullvissaði Evans um, að hún hefði gert það
eitt sem rétt var, þegar hún tók þessa muni.
Lydía sagðist sjá það nú, að hún hefði verið
alt öðru vísi húsmóðir, heldur en hún hefði átt
að vera. En hvað þessum lögmanni viðviki,
þá hlvti hún að sjá, að hann hefði bara narrað
hana til að meðganga, til að spara sjálfum sér
fyrirhöfn. Það jók líka álit hans í þeirri
stöðu sem hann var. Hann hefði áreiðanlega
ekki verið að reyna að frelsa sál hennar. —
Lydía hélt þessu fram með æði miklum ákafa.
en það hafði engin áhrif á Evans. Hún var
fyllilega sannfærð um, að hún ætti O’Bannon
mikið að þakka.
“Skvldi hann búast við hinu sama frá
mér?” hugsaði Lydía.
Langar og dimmar vetrarnætur í fangels-
inu, eru ágætlega til þess fallnar, að hugsa um
hvernig maður g’etur hefnt sín á náunganum-
Lydía sá, að það var enginn liægðarleikur fvrir
hana, að hefna sín á O’Bannon. Ef um Albee
hefði veri ðað ræða, þá var alt öðru máli að
gegna, eða þá aumingja Bobby, sem hún hafði
takmarkalaust vald yfir. En hvað gat hún
gert við O’Bímnon, annað en drepið hann
eða komið honum til að elska sig? Kannske
ógnað honum með því, að þykjast ætla að myrða
hann. Hún reyndi að hugsa sér hann hiðja
sig um vægð, en henni hepnaðist það ekki.
Hún gat ekki hugsað sér, að O’Bannon mundi
nokkurn tíma gera það. Hann mundi aldrei
biðja hana um vægð, og hún yrði neydd til að
skjóta, til að sanna að hún hefði ekki verið að
fara með tóman hégóma.
Hún hafði verið svo sem þrjá mánuði í
fangelsinu, þegar henni var einu sinni sagt,
þar sem hún var að vinnu í eldhúsinu, að hún
ætti að koma fram í stofuna, þar sem tekið
var á móti gestum. Þetta þýddi, að einhver
var kominn, sem vildi finna hana. Það var ekki
Benny, því hún kom bara á vissum dögum. Það
lilaut að vera einliver, sem eitthvert sérstakt
tillit var tekið til. Það var sjálfsag Albee.
Þegar fangarnir höguðu sér vel, var þeim
leyft að taka á móti gestum ein'u sinni í viku
Miss Bennett kom reglulega og Elinóra hafði
komið oftar en einu sinni- Lydíu þótti ósköp
vænt um, að þær kæmu, en hún kærði sig ekki
um, að nokkur annar kæmi. Nú vildi hún helzt
ekki ])urfa að tala við aðra, en þá fáu, sem hún
vissi að þótti einlæglega vænt um sig, og sem
lienni sjólfri þótti einlæglega vænt um.
Hana langaði ekki til að sjá Albee, og hún
var viss um, að hann kærði sig ekki mikið um
að sjá sig. Hún hélt að hann mundi koma af
þeim óstæðum einum, að jafnvel þó liún væri
nú í fangelsi, þá héldi hann samt að sér væri
hollara að hafa hana með sér en á móti, og þess
vegna væri ekki óráðlegt, að sýna henni ein-
hver vináttumerki. 1 raun og veru var henni
svo sem hvorki vel né illa við Albee. Hvað
hann snerti, hafði hún það eitt í huga, hvaða
gagn hún gæti haft af honum. Hún ætlaði að
nota sér þennan samfund, til að tryggja sér
það sem bezt, að eiga hann vísan, ef hún síðar
kynni að þurfa á áhrifamiklum sjórnmálamanni
að halda, til að koma O’Bannon fyrir kattar-
nef. Hún var alveg viss, hvernig hún átti að
koma fram gagnvart Albee. Hún varð að forð-
ast að vera of vinsamleg, því þá mundi hann
fara með þeim skilningi, að nú væri lokið ein-
um kapítula í lífi hans, og hann hefði endað
mjög ánægjulega. Væri hún þar á móti þur
á manninn og fálát, mundi hún komast nær
því, að vinna aftur vinfengi hans. Jafnvel
þótt hún væri nú fangi, ætlaði hún samt að
hafa yfirhöndina. . Hún setti sig í stelling-
ar og var til þess búin, að tala við Albee, eins
og henni þótti við eiga-
Hún hugsaði ekkert um það, hvemig þess-
um höfðingja mundi geðjast að sér, þegar
hann sæi sig í fangafötunum og með fanga-
skóna á fótunum. Hún hafði aldrei mikið um
það hugsað, hveraig öðrum félli hún.
Henni var fyrst vísað inn í herbergi for-
stöðukonunnar og svo þaðan inn í gestastof-
una, sem var alveg ólík öllum gestastofum, sem
hún hafði séð. Hún gekk inn alveg grunlaus
kom inn. Það var O’Bannon.
eins og allan mátt drægi úr henni. Hún sa
alla regnbogans liti og það leið yfir liana. Hún
féll rétt að fótum lögmannsins.
Þegar hún kom aftur til sjálfrar sín, var
hún í rúmi sínu. Hún sneri höfðinu nokki
sinnum til hægri og vinstri.
“Hvar er þessi maður?” spurði 1
Henni var sagt, að hann væri farinn-
komið. Hann kom ekki
gert sér svo góðar vonir, eins og raun varð á,
að yfir hana liði og hún félli rétt að fótum hans.
Fyr mátti nú vera ilt hugarfar og liefnigirni,
fyrst að eyðileggja líf ungrar stúlku, og koma
svo langa leið til að skaprauna henni og hælast
um yfir sigrinum, sem hann hafði unnið. Þetta
yfirlið mundi honum þykja gott til frásagnar,
þegar hann kæmi aftur til kunningja sinna
“ Vesalingurinn!” mnndi hann líklega segja
í uppgerðar meðaumlceunarróm. “Bara við
það að sjá mig, stein leið yfir hana og þarna
lá hún við fæturnar á mér í fangabúningnum
Hendurnar rauðar og liarðar af erfiðis
vinnu. ’ ’
Aldrei fyr hafði hún fundið eins sárt til
síns eigin vanmáttar eins og nú, en það varð
sízt til þess að bæta hugarfar hennar eða
skapsmuni. Hefndin var áreiðanlega rétt-
mæt, hversu grimm sem hún kynni að verða
Hún hugsaði naumast um annað en hefndina,
dag eða nótt.
Það festist betur og betur í huga hennar,
að 'helzti vegurinn til að ná sér niðri á O’Ban-
non, væri á sviði stjórnmálanna. Elinóra
hafði sagt henni, að þar ætlaði liann sér að
komast til metorða og valda. Hann ætlaði
honum, og koma í veg fyrir að hann
kosningu.
■fflflH I«1
0<=>0<ZZ=>0<-.-->oc
til að geta gert það.
Því betur sem þessi fyrirætlun
huga hennar, þess betur leið henni.
in urn hefndina, varð henni nokki
Sælu tilfinning, þó ótrúlegt væri.
hafði verið í fangelsinu, í samanburði
ar- Strax þegar dómur var fallinn í
Það gagnaði lionum ekkert, þó hann hefði ótal
ásta^ður fyrir því, að liann hefði gert það eitt,
sem embættisskylda hans bauð. Þessi stúlka
hafði áreiðanlega brotið lögin, og hún var
kæralaus og hún átti eiginlega skilið að lenda
í tugthúsinu, og það flestum öðrum fremur
þeirra, er fyrir rétt höfðu komið og hann hafði
liaft nokkuð við að gera. Ef hann hafði sótt
þetta mál nokkru harðara, heldur en nauðsyn-
legt og sjálfsagt var, þá var það vegna þess,
að Albee hafði komið á hans fund og reynt að
fá hann til að gera það, sem ekki var lieiðar
legt, í sambandi við þetta mál. Allir, sem
hann þekti bezt, svo sem móðir lians, Elinora,
Foster og Homan dómari, höfðu sagt að hann
liefði sótt málið með mikilli festu og réttsýni,
þótt freistingin hefði verið mikil til að vera
meðlíðunarsamur fram yfir það, sem góðu
hófi gegndi. Hann vissi það, og var nú far-
inn að kannast við það með sjálfum sér, að
hann hefði gert það, sem hálf illa tamið skap
hafði komið lionum til að vilja gera. Hann
sjálfur gat jafnvel ekki komist svo djúpt inn
í sinn eigin huga, að hann skildi fullkomlega,
hvers vegna hann hafði gert það sem hann
gerði, en hann fann að samvizkubit sótti að
honum, sem hann gat ekki varist.
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Offlce tfmar: 2—3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840
DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21834 Office tfmar: 2—3 Heimili: 764 VICTOR ST. Phone: 27 686 Winnipeg, Manitoba W. J. LÍNDAL O* BJÖRN STEFÁNSS0N isienzkir lögfræOingar S. öðru gólfi 325 MAIN STREET Talsimi: 24 963 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta fyrsta mið- vikudag I hverjum mánuði.
DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office timar: 3—6 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfræOingur Skrifst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10 12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 373 RIVER AVE. Talslmi: 42 691 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B, LL.M. (Harv.) islenzkur lögmaOur »10-911 Electric Railway Chambers. Winnipeg, Canada Slmi 23 082 Heima: 71753
Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Helmili: 403 675 Winnipeg, Man. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LiögfrœOingur Skrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDING Main St. gegnt City Hali Phone: 24 587
DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili* 806 VICTOR ST. Sími: 28 180 E. G. Baldwinson, LL.B. fslenzkur tögfræOingur 809 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone: 24 206 Phone: 89 991
Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lœkningar og yfirsetur Til viðtals kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frá kl. 6—8 að kveldinu 1 532 SHERBURN ST. SÍMI: 30 877 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalaj-. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð mt Cllu tagi. Phone: 26 349
Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlceknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG A.nnast um fastelgnir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328
Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slml: 28 840 Heimllis: 46 054 DR. C. H. VROMAN Tanniœknir 605 BOYD BLDG., WINNIPEG Phone: 24 171
Dr. Ragnar E. Eyjolfson Chiropractor Stundar sérstaklega Gigrt, Bak- verk, Taugaveiklun og svefnleysi Skriftst. slmi: 80 726—Heima: 39 265 STE. 837 SOMERSET BIUX5. 294 PORTAGE AVE. C. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 91 FURBY ST. Phone: 36 137 Vlðtals timl klukkan 8 til 9 að morgninum
DR. A. V. JOHNSON 1 Islenzkur Tannlœknir 1 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu ) Simi: 23 742 Heimilis: 33 328 i A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur Ukkistur og annast um út- farlr. Allur útbúnaður sá bezU Ennfremur selur hann allskonar minnlsvarða og legstelna. Skrlfstofu talslml: 86 607 Heimilis talslmi: 68 302
PELimeRS
COUNTRY CLUB
JPECIAL
The BEER that Guards
Q.UALITY
Phones: 42 304
41 111
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
hj4
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRT AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
Yard Offlee: 6th Floor, Bank of HaniUton Chambers.