Lögberg - 13.08.1931, Síða 4

Lögberg - 13.08.1931, Síða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. ÁGÚST 1931. RobínfHood FIiOXJR ENDURBORGUNAR ABYRGÐIN tryggir yður Úr bœnum Símanúmer Jónasar Jónasson- ar, 663 Pacific Ave., er 21 504, ekki 501241. Á fimtudaginn í vikunni sem leið, komu til borgarinnar Mr. og Mrs. G. J. Oleson, Glenboro, og einnig Mr. Guðjón Storm og son- ur hans. . Mr. og Mrs. John Frederickson, frá Glenboro, og dóttir þeirra, voru stödd í borginni um helg- ma. Kona óskar að fá vist nú strax, á heimili þar sem er húsmóðir, en ekki mörg börn Upplýsingar á skrifstofu Lögbergs. Mr. og Mrs. Hallur O. Halls- son og Miss Sigurborg Thorla- cius, tfrá San Francisco, Cal., komu til borgarinnar í síðustu viku. Mr. Jón Sumahliðason frá Kan- dahar, Sask., var stddur í borg- inni á föstudaginn í vikunni sem leið. Mrs. Rúnólfur Marteinsson lagði af stað um miðja vikuna í kynnis- för til dóttur sinnar, Mrs. C. E. Hill, að Whitewater, Man. Mrs. G. Skúlason frá Geysir, Man., og börn hennar tvö, Jónas og Kristín, hafa verið stödd í borginni undanfarna daga. Komu til að sækja íslendinlgadaginn í River Park á laugardaginn. Nýr píanókennari Eins og sjá má af auglýsingu á öðrum stað hér í blaðinu, er Mr. Frank Thorolfson í þann veginn að hefja kenslu í píanóspili að heimili foreldra sinna, þeirra Mr. og Mrs. Halldór Thorolfsson, 728 Beverley Street hér í borginni. Um Frank má með sanni segja, að hann er sérlega efnilegur mað- ur og vel að sér í list sinni; þeir, sem heyrt hafa hann leika á pí- anó, munu fljótt hafa sannfærst um, að þar væri enginn miðlungs maður á ferð. Má ganga' út frá því sem gefnu, að hann skjótt fái fríðan hóp og mikinn íslenzkra píanónemenda. Tvö björt og rúmgóð herbergi, með eða án húsgagna, fást til leigu, að 762 Victor Street. Ann- að herbergið er á fyrsta gólfi, en hitt á því þriðja. Miss Margrét Backman, hjúkr- unarkona frá New York, er fyrir skömmu komin til borgarinnar, í kynnisför til móður sinnar, Mrs. Salóme Backman, að 634 Victor Street, og systkina. Miss Backn man ráðgerir að devlja hér fram undir næstu jól.. Hin gœfusama fjölskylda— —er sú sem ekki reiðir sig á lukk- una, heldur treystir á SPARAÐA PENINGA. Peningar I spari sjóði, sem aukið er við á hverjum borgunardegi, er tryggasta vömin gegn skorti I framtíðinni. Yðar eigin sparibanki fullnægir að öllu leiti kröfum yðar í þessum efnum. 3%% VEXTIR Opin 10 til 6 Á láugardaga, 9.30 til I PROVINCE o/ MANITOBA SAVINGS OFFICE Donaid St., at Ellice Ave., and 984 Main St., Winnipeg Þriðjudaginn 4. ág. voru þau Ingi Gunnar Jörundsson og Laura Mary Hotston, bæði til heimilis í Winnipeg, gefin saman í hjóna- band, af séra Rúnólfi Marteins- syni, að 493 Lipton St. Heimili brúðhjónanna verður í Winnipeg. Tveir skólapiltar, eða jafnvel fleiri, geta fengið fæði og hús- næði að 637 Home Street, svo að segja beint á móti Jóns Bjarnason- ar skóla. Finnið' húsráðendur að máli, eða hringið upp 71 234. Sunnudaginn 16. ág. prédikar séra N. S. Thorlaksson í Péturs- kirkju að Svold, kl. 11 f.h.; í Hal'l- son kl. 3 e. h. og í Vídalíns kirkju kl. 8 að kveldi. Sama dag pré- dikar séra H. Sigmar í Gardar- kirkju kl. 11 f. h.; í Eyford kl. 3 e. h. og í Fjallakirkju kl. 8 að kveldi. Allir velkomnir. ■Mrs. Fred. Hanson, 467 Jesse Ave., Winnipeg, Man., sem hefir verið um mánaðartíma á skemti- ferð að heimsækja Mrs. Arthur T. Anderson, Vancouver, B. C., og Mrs. P. Gislason, Bellingham, Wash., lalgði á stað heimleiðis föstudagskveldið þ. 6. þ. m. Laugardaginn þann 1. ágúst, voru gefin saman í hjónaband í Fort Rouge sameinuðu kirkjunni, þau Mr. I. Árnason og Miss Elsie Wyatt. Dr. C. E. Bland fram- kvæmdi hjónavígsluna. Brúðguminn er sonur Svein- björns heitins Árnasonar og frú- ar hans, en brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Charles A. Wyatt. Að aflokinni vígsluathöfninni, lögðu ungu hjónin af stað í skemtiför austur til vatnanna miklu. Framtíðarheimili þeirra verður hér í borginni, og setjast þau að í GainsboroUgh Apts. á Sherbrooke stræti, er heim kem- ur úr ferðalaginu. Eftirtaldir meðlimir stúkunnar Skuld, Nr. 34, I.O.G.T., voru sett- ir í embætti fyrir yfirstandandi ársfj, þann 5. þ.m., af umboðsm. hennar Guðm. M. Bjarnasyni: F.Æ.T.: Ásb. Eggertsson. Æ. T. Sigurður Oddleifsson. V T.: Þóra Gíslason. Kap.: Mrs. Brandson. Rit.: Guðj. H. Hjaltalín. A. R.: Lárus Scheving. Fjármr.: Stefán Baldwinson. Gjaldk.: Magn. Johnson. Drótts.: Súsanna Guðmundson. A. D.: Ásdís Jóhannsson. Skrásetj.: Gunnl. Jóhannsson. Org.: Ida Holm. Vörð.: Friðb. Sigurdsson. —Fundi sína heldur “Skuld” á miðvikudagskvöldum, í G. T Hall. Munið það. G. H. H. Messur í Gimli prestakalli, næsta sunnudag, þ. 16. ágúst, eru fyrirhugaðar sem hér segir: 1 gamalmennaheimilinu Betel kl. 9.30 f. h. í kirkju Árnessafnaðar kl. 2 e. h., og í kirkju Gimlisafn- aðar kl. 7 e. h. Séra Jóhann Bjarnason prédikar í öll skiftin. <£ \ \ v\ SENDIÐ RJÓMA yðar til Manitoba Co-operative Dairies Limited WTNNIPEG - BRANDON DAUPHIN Dr. T. Greenberg Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Tuition High School Math’s and Science A. L. Oddleifson B. Sc„ S. E. I. C. Ste, 6 Acadia Apts., Victor Street. Phone 31769 Frank Thorolfson TEACHER OF PIANO Studio 728 Beverley Street Phone 26 513 Practice limited to: EYE, EAR, NOSE & THROAT Office Hours: 11—1 and 2—5 Beginning Sept. lst. Dr. H. FREDERICK TIIOREAKSON 522 Cobb Bldg. Seattle, Wash. Teiephone: Main 3853 Veitið athygli ? Óðum fer nú að líða að kveðju- samsæti því, sem ákveðið hefir ver- ið að haldið skuli Björgvin Guð- mundssyni tónskáldi og fjölskyldu hans, í Good Templara húsinu, þann 17. þ. m. Aðgöngumiðar fást í bókaverzl- un O. S. Thorgeirssonar, og á skrifstofu Lögbergs og Heims- kringlu, auk þess sem meðlimir söngflokkanna, er að samsætinu standa, hafa þá einnig til sölu. |Margir vilja kveðja BjöPgvin og þakka honum samveruna; þess- vegna er vissara að tryggja sér aðgöngumiða í tæka tíð. HÚS TIL SÖLU. Fjögra herbergja hús, vel bygt og í góðu ástandi, til sölu nú þeg- ar ásamt fellegum bletti innlgirt- um, sem gefur af sér í meðalári tonn af heyi. Einnig er gott geymsluhús á lóðinni. Húsið er í Breiðuvík í Nýja íslandi, fast við Winnipegvatnii að eins kvart- mílu frá skemtigarðinum. Innan- hússmunir verða einnig seldir, svo sem stólar, borð, rúmstæði, ofn og stó o'g ýmislegt fleira. — Komið og sjáið og semjið við und- irritaðan eiganda. Hnausa, Man., 28. júlí 1931. Gunnar Thordarson. Meiri mjólk— Betri heilsa Glas af hreinni, bragðgóðri City Milk á hverjum degi, er reglulegt heilsulyf. Fyrir unga og gamla er ekkert annað betra. Um bækur Þú getur verið ríkur, án þess að ei'ga nokkuð. Margur fátæk- lingurinn er rikari en sá, sem getur veitt sér jarðnesk gæði. Það * sklftir mestu máli, hvernig vér kunnum að færa oss það í nyt, sem oss mætir. Bók er pappír, prentsverta og kápa. Til þess að hún verði annað og meira, verðurðu að hafa ti'leinkað þér efni hennar. Bókasafn, ,sem aldrei er notað, er eins og kölk- uð gröf, og óhreyfðar bækur í iöngum hiliuröðum, eru eins og líkkistur fræfera feðra. Og þó hefir þeim peningum aldrei verið varið að óþörfu, sem farið hafa fyrir bækur. Þær eru eins og alabastursbuðkur konunnar. í þeim eru dýrmæt smyrsl, sem aldrei þrjóta, hve oft sem þú hef- ir þau um hönd. Innstæða í bók- um er höfuðstóll, sem aldrei rýrnar. — J. Ramsay MacDonald. —Eimr. Bréf úr Húnaþingi 6. júlí 193(1. Veðráttan í maí til júníloka óvenjulega þurkasöm. Austan og norðaustan átt með næturfrost- um. Grasspretta því með minsta móti, ber á kali í túnum, einkum í vestursýslunni. Enn fremur hef- ir brunnið af harðlendum tún- um vegna hinna rniidu þurka. — Sauðburðartíð var hin bezta og víðast góð afkoma með sauðfé. lím mánaðamótin júní og júlí var fé rúið ofe rekið til fjalla. Virðist þar betri gróður en í sveitum.— Fyrstu dagana af júlí hvesti upp af norðri með nepju, kulda og hreggi, á takmörkum að vinn- andi væri útivinna. Stóðu kuld- ar þessir fram yfir 6. þ. m. Menn búast ekki við að heyskapur byrji fyr en um miðjan mánuð- inn. Mikið er unnið hér að vegun- um, sízt minna en endranær. Frézt hefir, að kaup verkamanna við opinbera vinnu, muni sama sem s. 1. ár. Þessa mánuði hefir heilsufar verið hið bezta. Þótt kalt hafi biásið, hafa margir dagar verið sólríkir. Héraðslæknirinn, Krist- ján Arinbjarnarson, er nú á för- um með fjöilskyldu sína til út- landa, ætiar hann að dvelja þar árlangt. Árna menn hinum góða lækni og vinsæla manni góðrar ferðar og heimkomu. Á manntalsþingunum í vor lét fornmenjavörður friðlýsa ýmsa fornfræga sögustaði. Bendir þetta í þá átt, að þetta muni gert um land aflt. Á hann þjóðarþökk fyr- ir framtakssemina. Ferðamannastraumurinn er orð- inn allmikill, byrjaði um 20. f. m„ þegar Holtavörðuheiði var orðin fær. Hún er talin óvanalega þur. Á Húnaflóa hefir verið tölu- verður afli og mjög góður um tíma í austurflóanum, en beitu- skortur var fram um miðjan júní. Nú er fiskur farinn að dýpka á sér, enda stöðugar ógæftir um iengri tíma. Frézt hefir, að laxveiði í ám muni frekar treg enn sem komið er, en silungsveiði í fjallavötn- um er með mesta móti. Því mið- ur stunda hana fáir, aðeins fá- ein heimili inst til dala. Á síðustu árum hafa refayrð- lingar selst fyrir hátt verð og orðið einstöku mönnum og sveit- um góð tekjulind. Nú eru þeir, sem annað, verðlítil vara, iítt seljanlegir. Sagt er, að boðið sé í gráyrðlinga tíu krónur, en mó- rauða þrjátíu. Ekki hefir enn frézt um hrossa- markaði í sumar, en þeirra væri mikil þörf. Hér í sýsiu er mikið fé fast í hrossum fram yfir þarf- ir og verði grasprestur, væri mikil þörf á að létta einhverju af fóðrum fyrir næsta vetur. Engum tvímælum veidur, að fólk hér hlustar hugfangið á messurnar í kirkjunum í Reykja- vík. Mun þar miklu um valda, að söngkraftar eru þar góðir, ó- líkir þeim, sem gerast í sveita- kirkjum alment, enda ekkert gert enn af hálfu þess opinbera til að tryggja það, að söngstjórar í kirkjum út um landið geti aflað sér nægilegrar mentunar til að verða starfi sínu varnir. Al- menn óánægja virðist vera yfir því, hve árgjaldið til útvarpsins er hátt. Vonast menn eftir því, að þingið í sumar lækki það að mun. Aftur á móti virðast menn koma sér saman um að æskilegt væri, að minna af tíma og pen- ingum væri varið til grammó- fónsútvarps. Karlakór K.F.U.M. ’vildu margir heyra oftar. Fyrstu daga þessa mánaðar kom sá, er þetta ritar, í skólann á Reykjum. Það, sem lokið er af byggingunni, er prýðiilega unnið, og öliu er haganlega fyrir komið, annað en gluggar á suðurhlið hússins, fullnægja ekki og þurfa umbóta. Með góðum kenslukröft- um, verður skólinn mik-iis virði, en tilfinnanle'ga vantar hann símasamband við hið góðkunna heimiili Tannstaðabakka og bif- reiðastöðina á Tannstöðum, en þessir bæir eru þar skamt fyrir norðan. Símasamband þetta þarf skólinn að fá sem fyrst. Enn- fremur vantar bifreiðaveg að skólanum, því margt bendir tii, að þar verði mikil umferð á sumr- um, jafnvel sumarbústaður margra úr fjarliggjandi héruð- um. — Vísir. Hjálmar Jóhannesson Hjálmar Jóhannesson, um langt skeið bóndi á Svarfhóli í Geysis- bygð, andaðist þann 25. júlí, á heimili sonar síns, Sturlaugs og Guðleifar konu hans, í Riverton, Man. Hjálmar heitinn var fæddur á Svarfhóli í Laxárdal í Dalasýslu, 6. janúar 1858. Foreldrar hans voru Jóhannes Halldórsson og Sesselja Bjarnadóttir. Hjálmar kvæntist Guðbjörgu Sturlaugs- dóttur, ættaðri úr sömu sveit ár- ið 1886; fluttu þau sama ár til Ameríku og reistu bú í Norður- Dakota, í grend við Mountain. Þar dvöldu þau þangað til vorið 1901, er þau fluttu til Canada og námu land í Geysisbygð; nefndi Hjálny ar landnámsheimlli, Svarfhól, eftir fæðingarstað sínum á ís- landi. Börn þeirra hjóna voru fimm, og eru fjögur á lífi: Sesselja Sig- ríður, kona Hermanns Thorvarðar- sonar bónda á Svarfhóli í Geýsis- bygð; Kristín Guðbjörg, kona Sveins kaupm. Thorvaldssonar í Riverton; Sturlaugur Halldór, kvæntur Guðleifu Kr'istjánsdátt- ur Snæfeld; og Jóhannes Ágúst, ókvæntur. — Tvö börn tóku þau hjón til fósturs, annað kom með þeim frá íslandi, Sigurður Jóns- son hann lézt í N.Dak.; hitt upp- eldisbarnið, Sesselja Sigurbjörns- dóttir (Mrs. Guðmundsson) bróð- urdóttir Hjálmars, er til heimil- is í grend við Árborg, Man. Konu sína misti Hjálmar heit- inn árið 1912. Eftir það stund- aði hann búskap með börnum sín- um, þar til þau komust til full- orðinsára. Siðustu árin var hann mest til heimilis hjá Sesselju dóttur sinni og Hermanni tengdasyni sínum á Svarfhóli. Hjálmar lézt í Riverton, sem þegar hefir verið á minst, hafði hann notið umönnunar Sturlaugs sonar síns og Guðleifar konu hans síðustu æfistundirnar. — Kærlieksrík samúð tengdi Hjálm- ar og hörn hans saman, bæði fyr og síðar. Hjálmar var einn af hinum “kyriátu í landinu”, dugandi mað- ur, yfiriætislaus og tryggur. — Landnemi var hann, bæði í N.- Dakota og Nýja íslandi. Hans er sárt saknað af börnum hans og tengdáfólki, barnabörnum, vinum og samferðafólki. Jarðarför Hjálmars fór fram frá Geysiskirkju, en þar hafði hann átt andlegt heimili, þann 27. júlí, að viðstöddum ástvinum, sveitungum og vinum. S. ó. Látin er að Unalandi við Riv- erton, þann 29. júlí, Mrs. Guð- finna Eyjólfsson, ekkja Gunn- steins heitins Eyjólfssonar skálds og tónfræðings, er lézt 1910. Hún var af merkum ættum af Austur- landi, vel gefin kona og stilt, hin ágætasta móðir. Þjáðst hafði hún um hríð af innvortis sjúk- dómi, er leiddi hana til bana.. Öll börn þeirra hjóna, níu að tölu, eru á lífi. — Jarðarförin fór fram þann 31. júlí, frá heimilinu og lútersku kirkjunni í Riverton, að viðstöddum mannfjölda. Sókn- arpresturinn jarðsöng. — Þess arar merku konu mun minst síðar. S. Ó. NIAGARA FOSSARNIR. Lengi hefir því verið viðbrugð- ið, að dropinn holaði bergið blátt; þetta sannast á Niagara fossun- um; af því bergi drýpur vænn dropi, um þrjár miljón gallónur á hverri mínútu, enda sér það á, að Skeifu-foss, sem er nyrðri foss- inn, Canada megin í ánni, er 800 fetum ofar nú en fyrir 250 ár- um. f syðri álnum hafði berg- brúnin nagast minna, en fyrir skömmu hrapaði úr bjarginu, svo að þar er skarð, 200 feta vítt og 150 feta langt Fóðum mönnum þykir, sem af því isjáist, hver verða muni afdrif þessara frægu fossa: að smá-hverfa þar til flúð- ir koma í stað þeirra eftir nokk- ur þúsund ár. Fossarnir teljast 20 til 25 þúsund ára að a'ldri, eft- ir því sem haft er eftir fossa- fræðingum. ZAM-BUK Græðir Meiðsli og Varnar BLÓÐEITRUN LIHITED Sími: 87 647 Jón Bjarnason Academy GJAFIR Víðines-söfnuður, samskot við messu ............... $8.20 Mrs. J. Halldórsson, Langruth, (í minningu um séra Hjört Leó) ................... 10.00 Mrs. Björg Johnson, Wpg. 5.00 S. W. Melsted, gjaldk. PELISSIEO COUNTRY CLUB -TPECIAL The BEER that Guards Q,UALITY Phones: 42 304 41 lll Frá íslandi Rvík, 2. júlí 1931 Kl. hálfsjö í gærborgun vakn- aði allur bærinn við hvin mikinn. Var þá Zeppelin kominn, mikið fyr en menn bjuggust við. Hafði sézt til hans úr Vestmannaeyjum kl. 6 Og auk þess hafði hann sent tvö loftskeyti hingað áður en hann kom, svo að þeir, sem þyrftu að vita, vissu um ferðalag hans. Hann flaug lágt yfir bæinn í hring og heyrðist glögglega dyn- urinn í hreyflunum. Kom nú heldur en ekki kvik á bæjarbúa. Þustu þeir upp úr rúmunum og klæddust í snatri, en er þeir komu út, var Zeppelin farinn og stefndi, til norðurs. Menn vissu þó, að hann mundi ekki alfarinn og fór nú hver sem vetlingi gat valdið suður á öskjuhlíð. gangandi, hjólandi og akandi. Höfðu bratt safnast þúsundir manna um- hverfis svæði það á háhlíðinni, er rutt var 1874 áður en þjóðhá- tíðin var haldin þár. — Á miðju svæðinu var nú lagður niður stór kross úr hvítum segldúk og skamt frá var flaggstöng og á hana dreginn íslenzki máninn. íSkömmu eftir að Zeppeiin hafði sveimað yfir bæinn, brunaði póst- bíllinn suður eftir með póstinn. Var hann í tveimur pokum og voru þeir bundnir saman. Aust- an í öskjuhlíðinni var bíll við bíl, svo að naumast var hægt að fara um veginn. Plóstpokarnir voru nú teknir af bílnum og born- ir þangað sem hvíti krossinn var. Stóðu þar menn yfir þeim, þeir, sem áttu að hengja þá á krókinn hjá loftfarinu. Var nú ait tilbú- ið og stóð nú ekki á öðru, en að floftfarið kæmi aftur. En það er af því að segja, að það flaug upp yfir Akranes', síð- an norðan við Akrafjall og inn Borgarfjörð. Flaug það mjö'g lágt yfir Borgarnes, og fanst mönnum það skríða rétt yfir hús- þökunum. — Hélt það svo lengra inn með firðinum og alla leið upp í Stafholtstungur. Sást það þar frá mörgum bæjum og jafnvel frá bæjum í Hvítársíðu, Þverárhlíð og víðar. Fanst öllum það vera rétt hjá sér, til dæmis þeim í Síðumúla. Þótti fólki afar mik- ið til þeirrar sjónar koma og var uppi fótur og fit víða um hérað- ið. Þó höfðu menn ekki átt von á loftfarinu þangað og þá alflra sízt svona snemma, því að út- varpið hafði skýrt frá því kvöld- ið áður, að það kæmi ekki fyr en um hádegi. Fór því fólk á sum- um bæjum al'gerlega á mis við að sjá þetta furðuverk nútímans. Zeppeiin sneri nú aftur og flaug svipaða leið til baka og ffir Borgarnes og svo rakleitt hing- að. Kom hann til iReykjavíkur aftur klukkan hálfátta. — Mgbl. BETRI MELTING OG MEIRA ÞREK Veikburða og kjarklítið fólk nýtur mikíllar blessunar af Nuga-Tone. petta ágætis meðal hreinsar eitur- gerla úr líkamanum, sem ræna styrk- leik og heilbrigði tauganna og vöð- vanna og llffæra yfirleitt. Nuga- Tone gefur þér góða matarlyst, styrkir magann og heilsuna yfirleitt mikillega. Láttu ekki bregðast að fá þér flösku af Nuga-Tone — það fæst h|já lyfsölum. Hafi lyfsalinn það ekki við hendina, þá láttu hann út- vega það frá heílsöluhúsinu. CARL THORLAKSON úrsmiður 6)27 Sargent Ave„ Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 H0TEL C0R0NA Cor. Main St. and Notre Dame. fAustan við Main) Phone: 22 935 GORDON MURPHY, Mgr. Þar sem íslendingar mætast. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, sem að flutningum lýtur, smáum eða stór- um. Hvergi sanngjarnara verð. 'Heimili: 762 VICTOR STREET Sími: 24 500 íslenska matsöluhúsið par sem íslendingar 1 Winnipeg og utanbæjarmenn fá sér máltíðir og kaffi. Pönnukökur, skyr, hangikjö* og rúllupylsa á takteinum. WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. Slmi: 37 464 RANNVEIG JOHNSTON, eigandl. VEITIÐ ATHYGLI! Eg undirrituð hefi nú opnað BEAUTY PARLOR í Mundy’s Barber Shop, Portage Ave„ næst við McCullough’s Drug Store, Cor. Sherbrooke and • Portage Ave. Heimasími: 38 005 Mrs. S. C. THORSTEINSON 100 herbergi, með eða án baðs. Sanngjarnt verð. SEYMOUR HOTEL Blml: 28 411 BJört og rúmgóð setustofa. Market og King Street. C. G. HUTCHISON, elgandi Winnipeg, Manitoba. Kveðjusamsœti verður lialdið, í heiðurskyni við Björgvin Gutðmundsson tónskáld og fjölskyldu lians, í Goodtemplarahúsinu, næstkomandi mánudags- kveld, hinn 17. þ. m., kl. 8. Fjölbreytt skemtun, svo sem ræður, einsöngur, kórsöngur og al- mennur söngur. Ágætar veitingar. Aðgöngu- miðar fást hjá Lögbergi, Heimskringlu, O. S. Thorgeirsson og hjá meðlimum íslenzku söng- flokkanna. Kosta $1.50. Allir velkomnir. Ban£ield*s August Sale OF QUALITY FURNITURE IN NOW ON It is many years since your Dollars would Buy so much mm'tÆ?/ l1 \ value in Furniture and Home luJSiwU 11: Fumishings, as it will do during our “Great August Furniture Sale.” This Semi-Annual Sale is a thrifty event for home lovers who desire quality merchandise to tastefully furnish their homes. We do not show suites and pieces built for Sale Purpose, but “OUR REGULAR STOCK” reduced to Bargain Prices. _ Let us show you the newest designs and Finishes, you wiil be pleased with our Sale Prices, and — the convenience of easy weekly or monthly payments will meet with your approval. TRADE IN Your Old Furniture It is no(t necessary to select suites or pieces at high prices. You may exchange anything you choose on any article or suite three times its appraised value. It’ScaVaiue is the same ^ “The Reliable Home Furnishers’ 492 Main St. Phone 86 667 t

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.