Lögberg - 20.08.1931, Page 3

Lögberg - 20.08.1931, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. ÁGÚST 1931. Bls. 3. T Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir böm og unglinga l T R Y G G U R : Eftir Einar Einarsson, skipstjóra frá Flekkudal Kunningjar mínir hafa stundum haft orð á því við mig, að eg ætti að færa í letur frá- sagnir um hund, sem eg átti fyrir nokkrum ár- um, og margir þektu og ýmsar sögur hafa af gengið. Og með því að ritstjóri Dýravernd- arans hefir einnig mælst til þess við mig, að eg mintist “Tryggs” míns í þessu blaði, þá ætla ég nú að rifja upp nokkur atriði, sem mér eru minnisstæðust um hann. Sumir kunna að draga í efa, að ég liafi ver- ið lögmætur eigandi hans, þegar eg segi eins og er, að hann var hvorki seldur mér né gefinn, en alt um það þóttist eg — og þykist enn — vera vel að honum kominn. Skal nú frá því skýrt, hvernig fundum okk- ar bar fyrst saman. Vorið 1912, þegar eg var skipstjóri á botn- vörpuskipinu “Albatros”, sem gert var út frá Hafnarfirði, kom eg til Reykjavíkur og lagðist austarlega á höfninni og djúpt, því að eg þurfti að láta gera við ketil skipsins og vildi ekki vera fyrir öðrum skipum. Þegar viðgerðinni var lokið og við lágum ferðbúnir að morgni dags, koma skipverjar til mín og segjast sjá hund koma á sundi frá “Batt- eríinu”. Eg sagði þá, að skömm væri að því, að láta hundinn springa á sundi, og bað tvo menn að fara á báti og ná í hann. Mörg skip lágu þá á höfninni, grynnra en við, en tvö eða þrjú frönsk fiskiskip liöfðu látið úr höfn um morg- uninn og voru komin út úr Engeyjarsundi. Á meðan mennirnir voru að komast af stað, hafði hgndurinn komið að nokkrum skipum, en síðan snúið út Engeyjarsund á eftir skipinu, sem síðast sigldi út, pg var hann kominn út á mitt sund, eða vel það, þegar mennirnir náðu hon- um og drógu hann upp í bátinn. En á meðan léttum við akkerum og héldum hægt á eftir 'bátnum, þangað til við náðum honum. Hundurinn virtist ekki mjög dasaður, þeg- ar hann kom upp í skipið. Hann var stór vexti, svartur, með hvítan blett á bringu og auðsjá- anlega útlendur. Var eg í engum vafa um, að liann væri franskur og hefði orðið eftir af ein- hverju fiskiskipinu. Fyrst þegar til hans sást, hafði hann spýtu milli tannanna, sem hann hef- ir annað hvort gripið á landi eða við land. Datt mér í hug að hann liefði gert það til þess að eiga hægara með að anda, því að oft liafði eg séð smalahunda bera eitthvað milli skoltanna, þegar þeir hlupu mikið. Annars gaf eg hon- um þá litlar gætur, og hélt rakleiðis austur á Hvalbak til að veiða, en fljótlega fór hann að fylgja mér, og var hann kallaður “Tryggur”, eins og fyr segir. Eg hafði fengið ilt í fingur og ágerðist það svo, að eg fór nokkrum dögum síðar inn til SeyÖisfjarðar, til þess að leita mér lækninga. Fór eg þá til Kristjáns læknis Kristjánssonar og fylgdi Tryggur mér alla leið inn í læknis- stofuna án þess að því væri veitt fíftirtekt. Þegar læknir hafði athugað fingurmeinið, sagðist hann vilja svæfa mig. Lagðist eg þá út af og vaknaði ekki fyr en öllu var lokið, við það, að Tryggur var að ýta trýninu undir handlegginn á mér, eflaust til að vekja mig. Læknirinn stóð þar yfir mér og sagði þá sínar farir ekki sléttar. Þegar hann liafði svæft mig og ætlaði að skera í fingurinn, hafði Tryggur þotið upp, lagt lappirnar fyrir brjóst honum og gert sig lílegan að rífa hann. Hefir hann ugglaust haldið, að læknir ætlaði að gera mér eitthvert mein. Læknirinn varð þarna í mestu vandræðum, því að liann var einn hjá mér. Tók liann þá það ráð, að fara út og fékk mann sér til hjálpar. Tókst þeim að lokka hundinn inn í næsta herbergi og læstu hann þar inni, en hleyptu lionum inn til mín, þegar læknisað- gerðinni var lokið. Upp frá þessu varð Tryggur mér mjög fylgispakur, og eftir það fór eg að veita hon- um meiri athygli en áður. Komst eg brátt að því, að hann var óvenjulega skynugur og athug- ull, svo að segja mátti, að hann hefði “manns- vit” í sumu. Eitt var það til dæmis, að ef illa lá á mér, þá sat hann einhvers staðar álengdar og bærði ekki á sér, en horfði á mig. En ef eg brosti, þá kom hann þjótandi og stakk trýninu í lófa minn. Seinna þetta sama sumar vildi svo til, að eg kom til kunningjafólks míns á Laugaveg 8, og var móðir mín með mér. Við bjuggum þá saman á Hverfisgötu 82.‘Tryggur hafði fylgt okkur og lá inni. Eg sagði þá við móður mína, að eg ætlaði í Bíó um kveldið og bað hana að hafa Trygg heim með sér. En þegar hún fór, vildi hann ekki fylgja henni, fyrr en eg skipaði honum það með harðri hendi. Urðu þau svo samferða og fóru hægt, en þegar heim var komið, vildi hann með engu móti koma inn. En eftir fyrstu þáttaskiftin í Bíó varð eg þess var, að einhver ýtti við mér, og var þá Tryggur kominn þangað. Má vel vera, að hann hafi rakið spor mín að húsinu, en eg gæti þó eins vel trúað því, að hann hefði skilið hvert eg ætlaði. Meðan á styrjöldinni stóð, fór eg oft til út- landa. Þegar eg fór sjálfur með skip, var eg vanur að hafa Trygg með mér, en ef eg var far- þegi, skildi eg hann eftir heima. Oft kom það fyrir, að Tryggur kæmi að leita mín í húsum, þar sem eg var vanur að koma. Vildi hann þá fá að fara þar um öll hetfbergi, til þess að leita af sér allan grun, en fór síðan út. Á þeim árum var ég nálega eins og heimamaður hjá Davíð Jóliannessyni í Stuðlakoti. Bar þá svo við einu sinni sem oftar, þegar eg 'var farinn utan, að Tryggur kom þangað að leita mín, en þá segir kona Davíðs við hann: “Nú er eklri Einar liér”, og eftir það þurfti aldrei að segja ann- að við liann. Hætti hann þá að leita og fór leiðar sinnar. Á fyrstu ferðum mínum til útlanda, þegar eg hafði Trygg með mér, var hann vanur að stökkva á land, jafnskjótt sem lagt var að bryggju, og hafði sýnilega mikla ánægju af að vera á landi. Einu sinni fór liann með mér til Kaupmannahafnar, og þar lá þá sekt við, að hundar færu frá borði. Eg b annaði honum þess vegna að elta, en hann hlýðnaðist því ekki og kom á eftir mér. Varð eg þá vondur við við hann og sló hann, en það gerði eg annars aldrei, og eftir það fór hann aldrei úr skipinu í útlendri höfn. Virtist hann skilja, hvað við lægi, og varnaði öðnim hundum, sem á skipinu voru, að fara á land, en alt fyrir það, varð hann æfinlega fyrstur á land hér í Reykjavík. Árið eftir að eg eignaðist Trygg, kom eg á skipi til Seyðisfjarðar og lagðist að Garðars- bryggjunni gömlu. Þar voru þá franskir fiski- menn í fjörunni að taka vatn. Tryggur tók eftir þeim, lagðist á bryggjuna og hlustaði á þá, en þegar hann sá mig, vildi liann fá mig út á bryggjuna með sér, og var engu líkara en að hann vildi skemta mér með því að láta mig heyra til þeirra. Eg er ekki í neinum efa um, að þetta atvik hafi mint hann á fyrri ævi hans, áður en fundum okkar bar saman. Þriðja árið, sem ég átti liann, kom hvolpur um borð til okkar. Hann varð seinna mjög stór og stærri en Tryggur. Þeim kom mjög vel saman. Einu sinni þegar eg fór utan til þess að skila skipi, kom eg Trygg fyrir í Hafnar- firði, hjá manni þeim, sem átti hinn hundinn. Þegar eg kom heim, gerði eg svo orð eftir Trygg, og var liann sendur til mín. En fljót- lega fór eg að sjá óyndi á honum, og vissi ekki hverju það sætti. Þriðja daginn, sem hann var heima, varð mér gengið út um háttatíma, og fór Tryggur á eftir mér. Hvarf hann mér þá út í myrkrið og kom ekki, hvernig sem ég kallaði á hann. En morguninn eftir kom hann heim og hafði þá með sér félaga sinn úr Hafn- arfirði. Hafði hann brugðið sér þangað um nóttina og sótt liann sér til skemtunar. Tryggur var ágætur sundhundur. Ef eitt- hvað datt fyrir borð, stökk liann æfinlega á eftir því, og var þá náð upp í skipið á þann hátt, að kaðallykkju var rent fyrir borð, en hann lagði framfæturna í liana og hékk í henni I á meðan hún var dregin upp. Einu sinni, þeg- ar eg var við síldveiðar fyrir norðan, lágum við fyrir akkerum á Skagafirði. Hafði Tryg’g- ur þá stokkið fyrir borð og ætlaði að fara í kynnisför í annað skip, sem lá miklu utar, en ekki komist upp á það og loks snúið til okkar, en með því að dimt var af nótt, var ekki eftir honum tekið fyr en undir morgun, og hlaut hann þá að hafa verið 4—5 klukkustundir á sundi, eftir því, sem næst varð komist. Hann var ágætur skothundur og sótti alt, sem ég skaut. Einu sinni var ég staddur á Ólafsvík og skaut þar nokkra máfa. Tókst þá svo illa til, að einn þeirra vængbrotnaði, og synti svo hratt undan landi, að Tryggur hafði ekki við honum. Sneri hann þá þvert af leið og synti á sig langan krók og komst með því móti út fyrir rnáfinn, sem þá liélt til lands og' leið þá ekki á löngu, að Tryggur næði honum. — Fleiri voru þar að skjóta í þetta skifti, og sótti Tryggur hvern fugl, en færði mér þá alla. Einkennilegt var það um Trygg, að aldrei liljóp hann á eftir alifuglum, þó að hann væri mikill veiðihundur. Einu sinni bar svo við, norður á Oddeyri, að eg var að ganga frá skipi mínu og var hann með mér. Sá eg hann þá laumast fram yfir malarkambinn við sjóinn, og þóttist vita, að liann hefði séð æðarkollu þar í flæðarmálinu, en kamburinn skygði á, svo að eg sá ekki til hans. En örstuttu síðar kom hann til mín og var þá bæði sneyptur og lúpulegur, svo ég fór að forvitnast um, hvað hann liefði verið að elta, og sá þar þá hóp af tömdum öndum. Hann hafði auðsjáanlega ekkert gert þeim, en skammaðist sín fyrir fljótfærnina. Á jólaföstu 1917 (að mig minnir), fór eg frá Ólafsvík til Reykjavíkur á gömlu skipi, sem Columbus liét, og haft var hér um tíma til strandferða. Það liafði fengið áfall í suðurleið úti fyrir Horni, og hitaleiðslur farið xir skorð- um. Yar mjög kalt og óvistlegt í farþegaklef- anum og illur aðbúnaður. Hafði eg orð á því, að illvært væri þarna fyrir kulda og mundi slá að okkur. Samt lagðist eg fyrir og breiddi frakka yfir mig, og náði hann niður um hné. Þegar eg vaknaði, lá Tryggur á fótunum á mér og liafði haldið á mér hita. Þótti mér þrið ein- kennilega merkilegt vegna þess, að hann hafði hvorki fyr né síðár lagst upp í rúm mitt, en eg tel víst, að hann hafi eingöngu gert það að þessu sinni tií þess að verma mig. Ýmsar “kúnstir” kunni Tryggur. Hann gat setið á afturlöpunum og var fimur að grípa mola, ef hann var lagður á trýnið á honum. En þó að honum þætti sykur góður, þá tók hann molaim aldrei, fyr en eg leyfði honum það. Einu sinni var mágkona mín stödd hjá mér, þegar hann átti að leika þessa list. En hún gerði honum það til stríðs, að grípa molann af trýni hans, og varð hann þá svo reiður, að hann vildi ekki þiggja molann, fyr en eg rétti honum hann. Tryggur var mjög meinlaus, en þó beit hann mig einu sinni itl blóðs, og mátti ég sjálfum mér um kenna, því eg var að stríða honum, með því að taka af honum bein. En þegar eg sýndi honum blóðið á hendinni, þá lagði hann beinið frá sér og vildi ekki snerta það. Ef hann sá kunnuga menn taka á mér, fór hann að urra, en stökk upp, ef hann sá ókunnuga ætla eitthvað að grípa til mín. Einu sinni kom kunningi minn til mí með reiking, en eg var lasinn og ekki kominn á fætur. Segir hann þá í gamni, að hann skuli ú gera mér rúmrusk, og gerir sig líkleg’a til að þrífa til mín. En í sama vetfangi var Tryggur þotinn upp og á milli okkar, en manninum varð svo ilt við, að hann lirökk aftur á bak, því að liann átti sér einskis ills von. Árið 1920, síðasta vorið, sem Tryggur lifði, vildi svo slysalega til, að hann varð fyrir bifreið og meiddist mikið. Vakti eg yfir honum í tvær nætur og leitaði allra ráða til þess að hressa hann, og eftir það fór honum að skána. Um sumarið var hann með mér uppi í Kjós og virtist orðinn nærri jafngóður eftir áfallið. Eg fór ríðandi suður og fylgdi hann mér og var vel hress og lék sér á leiðinni. En þegar suður kom um kveldið, varð hann veikur, og liðu svo fjórar eða fimm vikur, að honum skánaði ekki, og loks sá eg engin ráð önnur en fá mann til þess að veita lionum skjótan dauða með byssu- skoti. — Dýraverndarinn. S A S T E R K I (Smásaga.) Já, Kári var sterkur. Skúli litli stalst til að horfa á hann, þar sem hann stóð á hlaðinu og líktist mest stórum tarfi. En það hlaut að vera ljótt, að líkja manni við naut, en einhvern- veginn datt honum þó helzt í hug Hólaboli, þegar liann sá hann. En Hólaboli var nú held- ur ekkert mannýgur. Og Kári var altaf góður drengur. Þegar Kári stóð við slátt úti á túni — þá skildi Skúli fyrst, hvað átt var við með tröll- unum í æfintýrunum hennar Tobbu gömlu. Hver vissi nema Kári væri maður í álögum, kóngssonur í fja'rlægu ríki, sem hefði átt vonda stjúpu og orðið fyrir göldrum. Og einhvern- veginn fyltist Skúli af óljósri lotningu fyrir þessum undarlega jötni. Að hann skyldi ekki snúa stjúpu sína úr hálsliðnum, þegar hann var orðinn svona gífurlega sterkur. Ertu þarna, skinnið, ætlarðu að setja á mig gat með augunum, drengur? Hefirðu aldrei séð mann fyrri? Skúli lirökk við. Honum fanst jörðin fara að hreyfast, líkt og þegar hann hafði snúið sér alt of lengi í hring. Kári var að brýna. “Á hvern fjandann ertu að glápa?” Skúli heyrði sjálfan sig tala áður en hann varði: “Þú — þú ert”. — “Er eg hvað?” “—Ekki tröll — þú ert bara svona sterkur.” Kári sneri við orfinu. Skúli hefði frekar viljað vera grasið, sem búið var að slá, heldur en liitt, sem eftir var. Þá liló Kári lengi og hjartanlega—og Skúli fanst í svipinn eins og álög stjúpunnar ætluðu að fara að verða að engu. En undir niðri fór honum að þykja hálf-leiðinlegt, ef Kári hætti að vera sterkur. En kannske gátu menn líka hleg- ið svona, þótt þeir væru sterkir eins og Skúli— eða eins og tröll eða ólmir tarfar. Loks þagnaði Kári, og hann brosti ekki að- eins með andlitinu, heldur með öllum líkaman- um. Hann gat helzt minnt á barnsandlit höggv- ið í blágrýti. Nú liefði Skúli frekar viljað vera grasið, sem stóð, heldur en hitt, sem búið var að slá. • Eftir þetta var Skúli aldrei hræddur við Kára, en hann dáðist áð honum og langaði til að líkjast honum. Hann fór að lyfta sér í spori, þegar hann gekk, og krækja fingrunum saman fyrir aftan bak, þegar hann stóð kyr. Og hann æfði sig á því að kýma út í .annað munnvikið. Og það lyendi sér ekki, að hann var að verða sterkur. Samt átti enginn að fá að vita það nndir eins, ekki fyr en á afmælinu — eða þá ekki fyr en á jólunum. Þá ætlaði hann að bjóða öllu fólkinu að horfa á. — Kári kom ríðandi á þeim gráa, sem í þetta sinn var reyndar skjóttur. Færðin og reiðlagið hafði verið hvað eftir öðru. Þegar Kári steig af baki, sá Skúli að hann hnykkti sér meira til, þegar hann gekk, en vant var, og að liann var rauður ^ andliti. En glaður var hann. “Héma greyið, eigðu þetta. Það er eitt- hvert súkkulaðimauk úr kaupstaðnum. Já, það var rétt; sleiktu svo vel út um, svo að ekk- ert fari til spillis. En þú verður nú aldrei sterk- ur af þessu, skinnið. að er ekkert fjörefni í því, drengur minn, en það er gott í krakka.” Skúla fanst alt í einu eins og hann væri að DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tfmar: 2—3 Heimill 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba H. A. BERGMAN, K.C. Islenekur löofrœSingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor, Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tfmar: 2—3 Heimili: 764 VICTOR ST. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba W. J. LlNDAL og BJÖRN STEFÁNS80N islenzkir lögfrœSingar & öCru gólfi 325 MAIN STREET Talsími: 24 963 Hafa einnig skrifstofur aö Lundar og Gimli og eru þar aC hitta fyrsta miC- vikudag 1 hverjum mánuCi. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Office tfmar: 3—6 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba J. T. THORSON, K.C. Islenzkur iögfræSingur Skrifst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka ajúkdóma.—Er aC hitta kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. Heimili: 373 RIVER AVE. Talsími: 42 691 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) islenzkur lögmaBur 910-911 Electric Railway Chambers. Winnipeg, Canada Slmi 23 082 Heima: 71 763 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Heimili: 403 675 Winnipeg, Man. G. S. THORVALDSON BÁ LL.B. UigfrœSingur Skrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDING Maln St. gegnt City Hall Fhone: 24 587 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjökdóma. Er a8 hitta fr& kl. 10—12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 HeimiU: 806 VICTOR ST. Sfmi: 28 180 E. G. Baldwinson, LL.B. lslenzkur XögfræBingur 809 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone: 24 206 Phone: 89 991 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur Til viCtals kl. 11 f. h. U1 4 e. h. og frá kl. 6—8 aC kveldinu 532 SHERBURN ST. SlMI: 30 877 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega penlngalán og eldsábyrgC af öllu tagi. Phone: 26 349 Drs. H. R.& H. W.Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG l nnaat um fasteignir manna. Tekur aC sér aö ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgC og bif- reiCa ábyrgCir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraC samstundis. Skrlfstofus.: 24 263—Heimas.: 33 328 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi: 28 840 Heimilis: 46 054 DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 605 BOYD BLbG., WINNIPEG Phone: 24171 DR. A. V. JOHNSON Islenzkur Tannlœknlr 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Slmi: 23 742 Heimilis: 33 328 G. W. MAGNUSSON NudcUæknir 91 FURBY ST. Phone: 36 137 VlOtals tlmi klukkan 8 til 9 aC morgninum 1 Bílstjórinn: Sonur yðar gaf mér jafnan meiri drykkjupeninga en þetta. — Hann getur það, 1 kann á ríkan föður. Hún: Manstu eftir storminum kvöldið sem þú baðst mín? Hann: Já, það var hræðilegi kvöld. A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farlr. Alltjr útbúnaCur sá bextl Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvarCa og legsteina. Skrifstofu talsiml: 86 607 Heimilis talsimi: 58 302 tyggja mold. Nú, svo hann varð ekki sterkur af þessu. “Af hverju þá?” Kári hváði: “Af hverju þá, hvað?” “Af hverju verð eg þá sterkur?” “Af hverju verðurðu þá sterkur?” “ Já, hvað á ég að éta, til þess að verða sterkur. Hvað étur þú?” Þá hló Kári — þagnaði — og hló aftur. “Eg ét ekkert, drengur minn. Það er aldrei fjörefni í neinu, sem maður étur. En eg drekk, maður, því það er fjörefni í brennivíninu og allir sterkir menn drekka.” “Drakk Grettir brennivín?” “Grettir! Nei, hann drakk ekki brenni- vín. Það hefði ekki hrifið á svoleiðis karla, þó það sé gott. Hann drakk eitthvað miklu sterk- ara. _ En þegiðu nú, því að þarna kemur hann pabbi þinn.” Skúli fór að hugsa um, hvort hann ætti að hætta að borga. Hann mundi nú samt ekki betur, en Kári þæði mat sinn eins og hitt fólk- ið. En líklega bara fyrir siðasakir. En það var um að gera að drekka — eitthvað miklu sterkara en brennivín. Framh. á 6. bls.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.