Lögberg


Lögberg - 03.09.1931, Qupperneq 1

Lögberg - 03.09.1931, Qupperneq 1
44. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 3. SEPTEMBER 1931 NÚMER 36 KVEÐJA Þar eð eg með hverjum líðandi íclukkutíma fjarlægist það fólk, sem eg hefi nú dvalið meðal um tuttugu ára skeið, þ. e. Vestur- íslendinga, finst mér vel henta, að senda þeim kveðju fyrir hönd okk- •ar hjónanna. Margt hvarflar í hug- ann við endurminninguna frá svo langri samleið, sem þar að auki er öldungis sérstæð að því leyti, að eg hefi notið meira góðs frá V.-íslendingum, en þeir frá mér, ef til vill meira en nokkur, sem meðal þeirra hefir dvalið. Pyrir tilstilli og drenlgskap miíina mörgu ágætis vina í Vesturheimi hefir mér auðnast að öðlast að nokkru þá mentun, er eg þráði frá barnæsku, og með því að starfsfólk íslenzkrar listar safn- ar fæst fjársjóðum, hefi eg oftar en eg vildi verið meira og minna upp á drengskap þeirra kominn og aldrei brugðist hann. Eg veit að vinum mínum finst sér bezt þakkað með því að eg verði að manni, og þannig vildi eg sjálfur kjósa að þakka þeim, er fram líða stundir. En eg get ekki stilt mig um að þakka til bráðabirgðar þeim, sem gert hafa mér dvölina Vestan hafs jafn ógleymanlega o'g hún hlýtur að verða mér. Gildi velgerða þeirra, er eg hefi drepið á í þessum fáu orð- um, liggja ekki nema að nokkru leyti í þeim sjálfum, heldur því, sem hratt þeim í framkvæmd og hvernig þær voru gerðar. Fyrir tví flyt eg nú með mér urmul af endurminningum, sem hvorki mölur né ryð fá 'grandað, eða ég eytt, eins og t. d. peningum, sem málshátturinn segir að séu gleymdir þá gleyptir, eða eyddir séu. Og það eru þessar minning- ar og áhrif af samneyti við þá af Vestur-íslendingum, sem eg þekki bezt og þykir vænst um, sem eg vil fyrst og síðast þakka þeim sem gáfu, með orðum nú, o'g at- höfnum síðar, ef Guð og 'gifta leyfa. Um borð í Dutchess of Bedford, 26. ágúst 1931. Björgvin Guðmundsson. Bardagi á strætum New York Borgar Tveir ræningjar rændu $4,619, sem verið var að sækja í bank- ann og ætlaðir voru til að borga verkafólki. Einhvern veginn kom- ust Iögreglumenn strax að því, hverjir þetta hefðu gert og reyndu náttúrlega að gera skyldu sína, að taka mennina fasta. Ræn- ingjarnir voru vel vopnaðir, engu síður en lögreglumennirn- ir og tókst bardagi með þeim, sem stóð yfir í hálfan annan klukkutíma og barst langa leið, því ræningjarnir fóru undan, en lögreglumennirnir sótitu eftir. Af- leiðingarnar urðu iþær, að sex biðu bana og tólf særðust, sumir mikið. Þeir sem lífið létu, vorU| ræningjarnir báðir, tveir lög-, reglumenn, bílstjóri og barn, sem orðið hafði fyrir einni kúlunni. Þeir, sem særðust, voru þrír lög- réglumenn, tveir brunaliðsmenn og sjö aðrir, sem þarna voru á ferð. 1 New York eru nítján þús- und lögreglumenn og þeir hafa þær fyrirskipanir, að taka alla fasta, sem þeir verði varir við að beri vopn, án þess að hafa leyfi til þess. Færeyingar og Danir Ríkisstjórnin danska hefir sent lögþingi Færeyinga tillögur um fjárhagsumbætur. Aðalatriði til- lagnanna er, að lögþingið ráði framvegis yfir ýmsum tekjum, sem ríkissjóður Dana hefir hing- að til fengið, þar á meðal tekjum af konungsjörðum, ýmsum toll- tekjum, til samans 138,000 kr. Hins vegar takist lögþingið á hendur í staðinn kostnað við vegagerðir, rekstur sjúkrahúsa og styrkveitingar til siglinga milli eyjanna. — Patursson segir, að tillögurnar nái alt of skamt. — Mgbl. JÖKLAJÖRÐ Eftirfarandi kvæði hefir borist frá Einari sbáldi Benediktssyni, sem um þessar mundir er staddur í Tunis. Nú þjóta rafboð yfir Eiríks bygðir, og óta-1 skíði lopts nm strönd og fjörð. Því munu flugi fylgja djúpar hygðir. Vort Frón skal bera deilur undir gjörð. Þess skylda er að máttkast og að muna. Við minna hlut skal róttur vor ei una. Um frelsi íslands heldur veröld vörð. Lát liorfa augu lieims til yztu ríkja, er hliði norðurskauts á gátt er svift. Gegn sið og lögum orðhefð á að víkja. Sjá, aldamyrkvinn liefir grímu lypt. Hjá djúpsins anðlegð Bretinn yppir brúnum, og blakta erlend þjóðavé að húnum. Frá liæðaveggjum starir stjörnuskrift. í lögum Eiríks lifði íslenzk tunga. Með landans máli bar hann lijör og skál. Með réttu nam hann óðal sitt hið unga, við íslenzk rök og voldug merkjabál. Þótt meginhauður mannheims yrðu lokuð, og menning jarðar væri smáð og okuð ei deyr sú frægð, að fluttust Atlamál. Vor Sóley fagra, svipstór yfir höfum, bar sögum vitni, fram að Rómastól. En öld vor bjúghljóð, grúfir yfir gröfum, í guðadvrð, af tveggja dægra sól. Lát birta sannleik, bergsins liöggnu stafi; og berist flekklaust merki vort í trafi. Hjá o.ss á norrænn andi höfuðból. Á löngum rökkvum lifði þjóðarandi, við lága arins glóð, en seiga trú. Mun saga nokkur slík af lýð og landi. Vér lögðum yfir djúpin stefjabrú. Vor göfga tunga tengdi rammar sifjar. Eitt tókn, eitt orð vorn málstofn endurrif jar. Á fróni orktu allir, fyr og nú. Vor öldnu lög og sögu þjóðir þekkja; hve þungt var undir fót, með hlekki sjálfs. Hvort skal sig norrænn andi endurblekkja við orðaprang um snævalöndin frjáls. Vor meginauðgi hafs og hauðra geymur sér hallar þungt að ísaströndum tveimur. 1 eining þeirra er afl og réttur máls. Vort kyn, vor örlög knýja Frón til dáða. 1 kynnum Nýheims urðu djúp vor spor. Og sjálfstætt fslands ríki skal hér ráða. Lát rísa yfir Hvarfi frelsis vor. Vér eigum kost sem öllum heimi sæmir. At alþjóð metast rök og sjálf hún dæmir. Á rústum Garða sæki hlut sinn hvor. Að austan flugu neistar norræns anda, þá námust Garðars fögru ríkislönd. En vestlæg eyþjóð lét sér blóði blanda. Svo byggðist fslands sagnafræga strönd. Og móti kveldátt skín í liiminshæðum vors hnattar undur. Frerinn mikli í slæðum. Þar skyldi aldrei lyptast löglaus hönd. Þá beinöld hrárra bráða mætti stálum, var búðarlierrans einkaveldi sett. Og villisjót nam yndi af eiturskálum. Við okurborðin spik og skinn varð létt. Til drýgra fanga væntust liirðir Hafnar. Á hæstu völdum urðu reiddir stafnar. Á nokkur saga til svo blakkan blett. Á Suðurgöngum bundust mál á munni: eitt minjastef bar nöfn um strönd og fjörð. Sá gestur mætur var er kvæðin kunni þau kváðust jafnt ó gnoð og yfir lijörð. Svo brunnu stjörnur yfir himnahafi. Og heilög Róm lét geyma minnisstafi, er þingskáld Helgi sannhét Jöklajörð. Einar Benediktsson. MESSUBOÐ ^/j'ESSAÐ verður í Fyrstu lútersku kirkju næsta sunnudag, 6. september, kl. 1 1 f.h., og svo hér eftir á hverjum sunnudegi á sama tíma. Eins og áður fara morgun guðs- þjónustar fram á ensku. Sunnudagskólinn byrjar strax eftir messuna, eða kl. 12. á há- degi. Guðsþjónusta kl. 7 á hverju sunnu- dagskveldi, á íslenzku. Bretum boðið lán Bankar í Bandaríkjunum hafa boðið Bretum $200,000,000 lán og Frakkar hafa boðið þeim jafnmikla upphæð. Gekk þetta svo greiðlega, að peningarnir voru allir fengnir og öllu ráð- stafað, láninu viðvíkjandi, á þrjátíu og sex klukkustundum. Er þetta miklu meiri upphæð, en það lán, sem haldið er að Bretar þurfi, eða ætli sér að taka, en þetta stendur þeim nú til boða, ef þeir þurfa o'g vilja, eða þá það sem þeir vilja af þessum fjögur hundruð miljónum dala. Það lít- ur því út fyrir, að lánstraust Breta, með þeirri nýju stjórn, sem nú situr að völdum, sé gott. Gísli J. Ólafsson látinn Sú fregn barst hingað bréflega frá Reykjavík í lok síðustu viku, að látinn væri Gísli J. Ólafsson, landsímastjóri Islands, eftir upp- skurð. Var hann sonur Jóns Ól- afssonar skálds og blaðamanns. Gísli heitinn var maður á bezta aldri, glæsilegur í framgöngu og hvers manns hugljúfi. Sigurður Nordal skipaður prófessor við Harvard- háskóla í eitt ár. Við Harvard - háskólann var fyrir nokkrum árum stofnað pró- fessorsembætti með sérstökum hætti. Var embættið stofnað tdl minningar um Charles Eliot Nor- ton, er um skeið var prófessor háskólann. Er tilhögun embætt- isins sú, að það er veitt að eins til eins árs. Fjórir nafntogaðir rithöfundar og fræðimenn hafa haft embættið á hendi.- Allir eru þeir Englendingar. í janúar í vetur fékk Sigurður Nordal prófessor skeyti um það frá .Harvard-háskóla, hvort hann myndi fáanlegur til þess að taka embætti þetta næsta ár. Er hann hafði fengið trygging fyrir því, að hann fengi frí frá háskólanum hér, svaraði hann þessari málaleitian játandi. f marzmánuði síðastliðnum veitti háskólaráð Harvards hon- um þessa stöðu frá 1. sept. 1931. — Þeir sem gegna embætti þessu eru skyldaðir til þess að halda a. m. k. sex fyrirlestra um skáld- skap og fgarar listir. Handritin að fyrirlestrum þessum eru eign háskólans, og á hann útgáfurétt- inn, enda er það venjan, að há- skólinn gefi þá út. Vel þykir hlýða, að ársprófessorar þessir haldi fleiri fyrirlestra en sex á kensluárinu. En svo er fyrir mælt í reglun- um um embætti þetta, að þeir sem embættinu gegna, hafi mik- íð frjálsræði til ferðalaga. Þeir geta t. d. ferðast milli háskóla þar vestra til fyrirlestrahalds. Sigurður Nordal leggur af stað vestur þann 21. þessa mánaðar (ág.). Hyggur hann sem eðlilegt er, gott til þessarar ferðar, og starfsins þar vestra. Hann fær hér eindæma gott tækifæri til þess að kynna íslenzkar bókment- mönnum. Hann býst við að ein- skorða starf sitt ekki við Har- vardháskólann, heldur færa sér líka í nyt heimildina til þess að halda fyrirlestra við helztu há- skóla Bandaríkjanna. Mikill heiður hefir Sigurði Nordal fallið í skaut, er hann fær slíka virðingarstöðu sem þetta prófessorsembætti glð Harvard- háskóla, og má hann sannarlega ragna því. En útnefning hans í stöðu þessa, sem áður hefir aðeins ver- ið skipuð Englendingum, er ekki síður háskóla vorum til virðing- ar og viðurkenning á því, að há- skólamenn Vesturheims líta svo á, að kunnleiki á íslenzkum bók- mentum og menningu eigi erindi tiil upprennandi mentamanna þar í álfu. íslenzka þjóðin mun fylgja með athygli ferðum Sigurðar og starfi þar vestra, í fullvissu um, að 'betri fujlltrúa getum við ekki vænst að eiga í ræðustólum hinna amerísku háskóla, en Sigurð Nordal. Einar ólafur Sveinsson gegnir embætti Sigurðar við háskólann hérna næsta vetur. — Mgbl. Kommúnistarnir og Bennett Þegar Bennettt forsætiisráð- var staddur hér í Winnipeg á laugardaginn, fór stór hópur kom- múnista og atvinnulausra manna til stjórnarbygginganna, meðan forsætisráðherrann var þar, og vildi hafa tal af honum, eða öllu heldur, vildu láta hann tala til sín og heyra hvað hann hefði að segja. Af því varð samt ekkert, en Mr. Bennett átti stut samtal við nokkra menn úr þessum hóp. Það stóð þó ekki yfir nema tvær mínútur og þegar því var lokið, létu kommúnistar hreint og beint illa af þeim viðtökum, sem þeir hefði fengið hjá forsætisráð- herranum. Bankarán Á miðvikudaginn í vikunni sem leið, var enn bankarán framið i Winnipeg. Það var útibú Royal bankans á Sargent Ave. og Arl- ington Str., sem rænt var í þetta sinn. Klukkan að ganga eitt um daginn komu tveir menn inn í bankann og höfðu alveg sömu að- ferðina, eins og aðrir bankaræn- ingjar, otuðu skammbyssunum og ráku fólkið, sem inni var, inn í öryggisklefann og létu svo greipar sópa um peninga bank- ans. Fólkið, sem inni var, þegar þetta kom fyrir, var bankastjór- inn, F. Thordarson, Miss N. B. Lawrie, vélritari, J. A. Erlend- son gjaldkeri og S. O. Goodman bókhaldari, og einn aðkomumað- ur, H. I. Gíslason. Annar mað- ur kom inn meðan á þessu stóð, Helgi Johnson frá öskjuholti, og voru honum gerð svipuð skil og hinum. Þegar ræningjarnif voru búnir að taka alla þá penin'ga, sem þeir fundu, nálega níu þús- und dali, fóru þeir út úr bank- anum sem hraðast, stigu upp í bíl, sem beið þeirra á Arlington stræti og keyrðu hart norður strætið. Alt þetta „skeði á örfá- um mínútum og fór fram svo hljóðlega, að enginn, utan bank- ans, virðist hafa orðið var við neitt, fyr en alt var búið og ræn- ingjarnir farnir. Þangað til á laugardagsmorgun virtist enginn vita neitt um þessa ræningja, en þá tók lögregl- an tvo menn fasta í dálitlum kofa í East St. Paul, svo sem 14 mílur norðaustur frá Winnipeg. Fundust þar í kofanum hjá þeim skammbyssur og mikill hluti af peningunum, sem rænt var. Báð- ir segjast þessir menn vera frá New York, Harry Dundas 22 ára og Manley Conhiser 34 ára. Báð- ir eru þeir afar stórir menn og vel vaxnir. 1 þessum kofa höfðu þeir verið síðan 15. ágúst. Á föstudagskveldið tóku þeir þátt í einhverri úftiskemtun þar í ná- grenninu, en þar voru leynilög- reglumenn og þar var líka Mr. Thordarson bankastjóri, og þekti hann að þarna voru mennirnir, sem rændu bankann. Hafði lö'g- reglan svo auga á þeim þangað til morguninn eftir, að hún tók þá fasta mótstöðulaust. Þetta er fimta bankaránið, sem framið hefir verið í Winnipeg og ghendinni á r'síðastliðnum tlíu mánuðum. Ránsféð nemur sam- tals $40,000. Mikið af því hefir fundist, en ekki nærri alt. Allir’ ræningjarnir hafa náðst, nema þeir þrír, sem rændu bankann á Notre Dame Ave. 8. maí og drápu bankastjórann, P. B. R. Tucker. Þeir tveir menn, sem að framan er getið, Harry Dundas og Man- ley Conhiser, hafa nú meðgeng- ið að hafa rænt bankann á Sar- gent Ave. og Arlington Str. Skjótt úrræði óhjákvæmi- leg, segir MacDonald Eftir að MacDonald-stjórnin hafði lagt niður völd, flutti Mr. MacDonald ræðu að embættisbú- stað sínum, 10 Downing Str., þar sem hann gerði grein fyrir því hvers vegna sér hefði verið ó- mögulegt að halda áfram stjórn- inni með sínum fyrri félögum. Það var út af fjárhagsástandi þjóðarinnar, að stjórnin varð að | leggja niður völdin. Það var að komast í það horf, að til skjótra úr- ræða þurfti að taka til að kippa því í lag. Þar gátu margir af ráð- herrum MacDonalds ekki fallist á hans ráð, og hlutu því leiðir að skilja, í bráðina að minstia kosti. Mr. MacDonald segist 1 en'gu hafa breytt stjórnmálaskoðunum sín- um eða stefnu og þess sé heldur ekki vænst af þeim öðrum, sem hina nýju stjórn mynda. Samtök- in séu að eins um það, að rétta við fjárhag þjóðarbúsins. Að því búnu geti hver og einn fylgt þeim stjórnmálaflokki, er hann sjálfur kjósi, eins og jafnan hafi verið. En hvað sem það kosti, verði að rétta við fjárhaginn. Slæmar uppskeruhorfur í Evrópu Fréttir frá Washingtion, D.C., nú um helgina, segja að miklar rigningar tefji mjög fyrir upp- skeruvinnu á Rússlandi og útlit sé fyrir, að uppskeran verði þar miklu minni nú heldur en í fyrra. Svipaðar fréttir berast einnig frá ýmsum öðrum löndum í Evrópu, svo sem Þýzkalandi, Frakklandi, ítalíu og enn fleiri löndum. Gandhi á leið til London Blaðafréttirnar hafa nú æði lengi sagt ýmist, að Gandhi ætil- aði að sækja fundinn, sem stend- ur til að haldinn verði í London til að ræða Indlandsmálin, eða þá að hann ætlaði ekki að gera það, Nú er hann lagður af stað til Englands, svo ekki er lengur um að villast, að hann ætlar að sækja fundinn. Hann lagði af stað á laugardaginn var, jafn fáklæddur eins og vanalelga, með mittis- skýluna og sjalið. Áður hafa fréttirnar sagt, að hann mundi verða klæddur rétit eins og aðrir höfðingjar, þegar hann kæmi til London, hvað sem verður. Ganrhi hefir með sér geiturnar sínar tvær og brezka stúlku, sem á að sjá um geiturnar og sjá um að hann fái það að borða, sem hann þarf á ferðinni, sem er geitamjólk, hnotur og eitthvað af aldinum. Þegar Gandhi fór af stað, sagði hann, að hann gerði sér litlar vonir um mikinn árangur af Lon- don-fundinum, en hann væri bjartsýnn að eðlisfari og hann treysti guði og guð hefði gert sér mögulegt að fara þessa ferð. Honum þóknaðist því máske að nota sig sem verkfæri í þarfir mannkynsins. Nýr leiðtogi Þess var ekki langt að bíða, eft- ir stjórnarskiftin á Bretlandi, að verkamannaflokkurinn veldi sér nýjan leiðtoga í staðinn fyrir Ramsay MacDonald. Ekki það, að hann se'gði af sér leiðtoga- stöðunni, heldur hitti, að það er ásetningur flokksins, að berjast á móti fjármálastefnu hinnar nýju stjórnar alt sem hann orkar, eða sérstaklega því atriði, að minka stjórnartillagið til þeirra, sem atvinnulausir eru. Það tillag af ríkisfé, er nú orðið svo afar mik- ið, að til vandræða horfir. Hinn nýi leiðtogi verkamanna flokksins er Arthur Henderson, fyrverandi utanríkisráðherra. Alls; eru þing- menn flokksins 280, en MacDon- ald fékk að eins sex atkvæði. Það leynir sér því ekki, að flokknum er alvara. Mr. Henderson er Skoti, en hefir alið mestallan ald- ur sinn á Englandi. Vann í járn- verksmiðju í Newcastle, þegar hann var ungur, og þar hélt hann sína fyrstu stjórnmláa ræðu, fyr- ir 49 árum, sem þe'gar vakti mikla eftirtekt. í sínu heimalandi er hann sjaldan nefndur annað en “Arthur frændi”, og með því nafni er hann þektur um alt Bretiland. Þingið kemur saman hinn 8. september, og þar fylgja næstum allir þingmenn verka- mannaflokksins, sínum nýja leið- toga, að svo miklu leyti sem nú er kunnugt. Samt er búist við, að stjórnin hafi 40—50 atkvæða meiri hluta á þinginu. Vor í Klettafjöllum When it’s Springtime in the Rockies”. (Þýtt úr ensku.) Nú rökkursvipir falla’ í faðmlög nætur og fannþökt borg í rafurljósum skín; eg aleinn sit við glóð, sem neistum grætur — mér gamlir tímar birtast, elskan mín — Eg sé — mér vitrast vor í Klettafjöllum, þar vöknuð blóm í döggum lauga sig. Þín hljóðu orð mig dreymir dögum öllum: “Eg dvel hér róleg unz eg heimti þig.” Þegar vorið kæra kyssir Klethafjöllin tignarhá, fer eg vestur, fer eg til þín, fjallamær með augu blá, les þér enn þá ástir mínar —enginn hefir trúrri spurt — þegar vorið kæra kyssir Klettafjöllin langt í burt. f hjarta mér eg geymi guðsmynd þína; eg geymi ást, sem hrein er eins og lín. Það vegarljósum varðar framtíð mína, að vestur kem ég innan skamms til þín. Eg Klebtafjalla vorið lít með lotning, þar laufin faðmar sól og kyssir blær. Eg heyri þig, mín dýra vorsins drotning: “Sé drotni lof, hér mætast sálir tvær!” Þegar vorið kæra kyssir Klettafjöllin tignarhá, fer eg vestur, fer e'g til þín, fjallamær með augu blá, les þér enn þá ástir mínar — enginn hefir trúrri spurt — þegar vorið kæra kyssir Klettafjöllin langt í burt.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.