Lögberg - 03.09.1931, Síða 3

Lögberg - 03.09.1931, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. SEPTEMBER 1331. Bls. 3. SOLSKIN TRYGGUR HUNDUR. (Þýtt). Maður nokkur, sem hét M. de Cherville, átti búgarð úti á landi; þar voru skepnuhús, grasi- vaxnar engjar og alt gert eins aðlaðandi og mögulegt var fyrir hunda, því eigandinn var sérlega mikill hundavdnur; .hann áltti marga hunda. Suma hafði hann alið upp vegna þess, að hann gat ekki fengið það af sér, að drepa hvolpana; sumir höfðu komið þangað sem flækingar og hann hafði ekki kjark til þess að reka þá burt. Maður sem h'ann hafði til þess að líta eftir 'búgarðinum, hét Pétur. Einu sinni kom Pétur heim með fótbrotinn hund í fanginu og sagði livað fyrir hann hefði komið. Eigandi hundsins var umferðalæknir og hafði hundurinn orðið undir vagnhjóli. Hann fótbrotnaði og gat því ekki gengið. Ferðalæknirinn hafði konu sína og litla dóttur með sér. Þau voru öll gangandi og gátu ekki borið hundinn með sér. Pétur sá, J)egar slysið vildi til og ferða- læknirinn bað hann að taka hundinn og líta eft- ir honum þangað til hann kauni til baka. Kvaðst hann mundi koma eftir þriggja mánaða tíma. Hann sagðist skyldi borga um tvö cent á dag með hundinum. Pétur var laginn og vel að sér; hann setti beinbrotið á hundinum, batt um það og setti við spelkur. Eftir 'tvo eða þrjá daga liafði hvutti vanist á það, að ganga fullum fetum á þremur fótum og eftir hæfilega langan tíma greri beinbrotið svo hann fékk full not lapp- arinnar. Pétur kallaði hundinn “Saqbi” vegna þess, að það var nafn ferðalæknisins, sem átti hund- inn. Þessi hundur var al’s ekki fallegur; hann var gulur, með mörgum mórauðum blettum. En hann liafði ýmsa siði, sem Pétri þótti mjög gaman að; og eftir nokkurn tíma fór honum að þykja svo vænt um þetta kvikindi, að hann vanrækti hina hundana, sem voru þó miklu fallegri. Allir hinir hundarnir voru samt góð- ir við Saqvi, og ökki var hægt annað að sjá, en að honum liði vel — það sást ekki á neinu, að honum leiddist. Þrír mánuðir liðu, en ferðalæknirinn kom ekki aftur. Enn þá liðu sex mánuðir. Þá var það einn góðan veðurdag, að M. de Cherville var úti í trjágarði sínum; hann lieyrði alt í einu að hundur var að gelta hátt og ýlfra innan við járngrindurnar hjá framdyrunum. Hann gætti betur að og sá, að þarna var Saqvi; hann hoppaði, hljóp og hringsnerist; gelti, góldi og ýlfraði og revndi af öllum mætti að komast út í gegn um grindurnar. Hann var auðsjáanlega frá sér muminn af gleði. Fyrir utan grindurnar stóð tólf ára gömul stúlka tötralega til fara og hrópaði: “Það er hann “Tapin” okkar! Það er litli hundurinn okkar! Aumingja Tapin! En hvað hann er orðinn feitur!” Hundurinn sleikti hendurnar á litlu stúlk- unni í gegn um járngrindurnar, og vrar auðsjá- anlega ofsaglaður. Stúlkan hljóp í burtu; hundurinn rendi að komast út í gegn um grindurnar til þess að fylgja henni, en komst ekki. Eftir stutta stund kom stúlkan aftur með ferðalæknirinn, föður sinn. Hundurinn sýndi sama fögnuðinn og sömu gleðina, þegar hann sá föður stúlkunnar. Ferða- læknirinn hafði ekki getað komið því við að koma aftur eftir hundinum, eins og hann hafði lofað. “Sá hefir svei mér braggast,” sagði hann við dóttur sína. “Hann fæst aldrei til þess að koma með okkur aftur; hér hefir farið svo v7el um hann, að hann mundi strjúka hingað aftur, þó við tækjum liann með okkur. Hann veit, að hann ætti ekki svona gott hjá okkur.” “Við skulum sjá,” sagði M. de Cherville. “Það gerir ekkert til, þó þú reynir. ” Hann sagði það ekki af því hann héldi, að hundurinn fengislt til þess að fara, heldur til þess að losna sem fyrst við ferðafólkið. Pétur, sem var bezti vinur liundsins, kom út og alt heimilisfólkið, en livutti skifti sér ekkert af því. Þegar dyrnar voru opnaðar, stökk hann út, flaðraði upp um ferðalæknirinn og dóttur hans til skiftis með óstjórnlegum gleðil'átum, og fór með þeim án l>ess að líta við liinu fólkinu. Hjá fyrri eigendum sínum hafði hann verið svangur, þyrstur og kaldur; á síðari staðnum lifði hann í allsnægtum; en jafnvel þó fátæktin blasti við lionum með ferðalækninum, en alls- nægtir í hinum staðnum, mátti það nú meira, að ferðafólkið voru fyrstu vinir hans — honum fanst hann heyra því til. Siff. Júl. Jóhwmesson. THE DOMINION OF CANADA . Vitið þið hvernig það nafn varð til? Eg býst við, að sum ykkar viiti það, en mér þykir trúlegt, að þið vitið það ekki öll. Það var á þessa leið: 1 desembermánuði árið 1-866, mættu nokkrir fulltrúar frá Canada í Westmin^ter Palace hót- elinu í Lundúnaborg á Englandi. Þeir voru þar til þess að ræða og undirbúa ásamt fulltrúum ensku stjórnarinnar lögin, sem átti að sam- þykkja fyrir Canada. Þau lög eru kölluð “Brit- ish North America Acf”. Það er stjórnarskrá eða grundvallarlög þessa lands; þau öðluðust gildi árið 1867. Þá er talið að Oanada sem ríki lmfi fæðst eða orðið til. Fulltrúarnir komu sér ekki saman um það í fyrs/tu, hvað þetta nýja sambandsríki ætti að heita. Sir John Macdonald, leiðtogi canad- isku fulltrúanna, vildi kall að það fonungsríkið Canada; en Derby lávarður, sem var utanríkis- ráðherra Englendinga, var hræddu um að orðið “konungsríki” mundi móðga Bandarríkjamenn. Hin vegar voru Canadamenn ákveðnir í því, að land þeirra skyldi ekki kallað “nýlenda” eins og sumir höfðu viljað. Einn daginn, þegar þetta hafði verið rætt af 'miklu kappi og menn gátu ekki orðið sam- mála, var fundi slitið að kveldi með talsverð- um hita. Einn fulltrúanna hét Sir Leonard Tilly; hann var frá New Brunswick. Það var vani hans, frá því liann var barn, að lesa alt af kafla úr biblíunni áður en hann fór að hátta. Kaflinn, -sem hann las í þetta skifti, var sjö- tugasti og annar (72.) Sálmur Davíðs. Part- ur af lionum liljóðar þannig á ensku: “He slmll have Dominion from sea to sea and from the River to the ends of the earth.” A ís- lenzku er það svona: “Og hann skal ríkja frá hafi til hafs; frá fljótinu til endimarka jarð- ar. ” — Þetta fanst Sir Tilly vera svo góð lýs- ing á. því, sem menn gerðu sér vonir um að Canada mundi verða, að hann sagði fulltrúun- um frá því. Þetta leiddi til samkomulags og féllust allir á að ríkið skyldi kallað “Tlie Dominion of Canada.” Þið hafið sjálfsagt tekið eftir því, að á skjaldarmerki Canada stendur þessi se'tning: “A mari usque ad mare”, sem þýðir: “Alla leið frá hafi <til hafs.” Þessi roð voru volin í sambandi við söguna. Sig. Júl. Jóhcmnesson. F R E L S 1 Frelsið helga og hreina, himnesk veran skær! er þín dvölin eina okkar heimi fjær? Viltu vitrast eigi veröld staddri í neyð? Attu aðeins vegi Efst um stjarna skeið?—Stgr. Th. Fá orð og hugmyndir eru það, sem við mennirnir elskum meira, en orðið frelsi, en orðið frelsi er dregið af orðinu frjáls, sem þýð- ir laus, óháður. “ % Margir menn á öllum öldum hafa látið lífið fyrir frelsi sitt og þannig metið frelsið meira en lífið. Enn í dag eru mennimir að keppa eftir þessu mikla hnossi, að vera frjálsir, engum 'háðir, fá að ráða sér sjlfir. Frjáls og fullvalda þjóð. eru orð, sem við Islendingar könnumst vel við og’ höfum oft heyrt, bæði fyr og síðar, og einkum nú eftir að þjóð vor endurheimti si'tt forna frelsi í stjómarfarslegri merkingu. Og lionum, sem kom úr dýrð himnanna til þess að leysa okkur mennina undah valdi liins illa, honum sem við treystum, elskum og til- biðjum í lífi og dauða, honum höfum við valið þetta dýrðlega nafn: Frelsarinn. Hann nefn- um við svo, því að hann mun frelsa fólk sitt frá svndum þess. Við sjáum þannig, að orðið frelsi og þýðing þess er einhver hinn allra helgasti dýrgripur sem við eigum. En “vand- farið er með vænan grip”, segir íslenzkt mál- tæki, og sést á því að menn, sem lifað hafa á undan okkur, hafa af reynslunni lært að sjá og skilja, hve frelsið er dýrmætt og að vel verður að gæta þess, til þess að glata því ekki fyrir handvömm og hirðuleysi. Það er einmitt hin sára reynsla að fá orð eða ekkert er jafn mis- skilið og misnotað eins og einmftt þetta orð, svo að hin dýrmætasta af gjöfum guðs verður o-ft til vanblessunar í staðinn fyrir að vera til blessunar eins og henni er ætlað að vera. “Eitt einasta syndar augnablik, sá agnarpunkturinn smár, oft lengist í æfilangt eymadstrik, hem iðrun oss vekur og tár.” Til að skýra nánar hvað ég á við, a’tla ég að taka eJtt lítið dæmi, sem liggur nærri okkur, sem eigum heima í þessari stúku. Það er saga, sem gerist daglega, að þegar unglingarnir margir hverjir koma af barns- aldrinum, fer þeim að finnast þröngt um sig í stúkunni sinni. Þeim fer að finnast of lítið frelsið, þá fer að langa til að prófa það, sem stúkan varar þá við, og þeir fara að hlusita eftir þeim röddum, sem segja þeim að það sé ófi’elsi að vera í stúkunni, og það sé sjálfsagt, að varpa af sér því oki og ófrelsi og gerast frjáls og sjálfráður gerða sinna. Svo byrja þeir fyrst að reykja, og síðan ef til vill að drekka eins og við því miður oft sjá- um da’mi tjl. Og nú halda þeir að þeir séu frjálsir! En það kemur nú bráðum í ljós, hversu frjálsir þeir eru, því að srnám saman vex löngunin í vindlingana, þar til þeir ráða ekki við neitt og verða nauðugir viljugir að láta undan í hvert einasta sinn, sem löngunin kvelur þá, og alt af fer þetta vaxandi, þangað til þeir eru orðnir þrælar nautnanna, en þrælar voru kallaðir ófrjálsir menn, sem oft var farið illa með. Eyða þeir nú öllum aurum sínum og heilsunni líka ti) þess að fullnægja fþessari löngun; svo þegar veikindi og erfiðleikar koma, hvað tekur þá við? Bærinn, sveitarfé- lagið, eða þá gamlir fátækir foreldrar, sem eru orðin lúin og slitin af erfiðinu við að ala þá upp. Þannig fer oft fyrir þeim, sem ekki gæta þess að fara vel með hinn mikla dýrgrip: frelsið. “Gætið þess, að nota ekki frelsið til færis við holdið”, sagði hinn mikli postuli Páll, er hann var að fræða hina kristnu söfnuði sína, og átti við með því að þeir skyldu gæta þess, að nota ekki frelsi sit't til að láta undan hinum lægri og ógöfugri tilhneigingum sínum. “Standið stöðugir, verið karlmannlegir, verið styrkir”, sagði hann einnig.' Þið kann- ist líka öll við hann Esaú, sem seldi fnimburð- arréttinn sinn fyrir einn baunarétt. Hann var fæddur með þeim réttindum, að mega vera höfðingi og stjórnandi ættar sinnar, en hann kunni ekki að meta það, en seldi hin dýrmætu réttindi fyrir stundarnautn. Yarið þig ykkur á því, börn, að fara jafn- gálauslega með (hin Ihelgustu rðttindi ykkar, að mega vera frjálsir menn, engu háð nema guðs heilaga vilja, hinu sanna, fagra og góða. — Smári.' “NÚ ER SUMAR” og hver sá vor á meðal, er eigi fagnar því ? En margvíslegar brevtingar hefir sumarið í för með sér. Nú hætta innifundir barnastúkn- anna, með öllum sínum heilræðum og áminn- ingum. Nú er skólum slitið og sumarleyfið byrjað. Til hamingju með sumarleyfið,- börn! “Smári” ann ykkur öllum frelsis og hvíldar. En hann vill sem góður vinur fylgja ykkur á leið, er þið hverfið úr funda- og skólasölunum, og minna ykkur á nokkrar aðalreglur, sem hvert barn skyldi jafnan í heiðri hafa og eftir breyta: 1. Á heimilinu.—Hlýddu foreldrum þínum. Vertu góður við systkini þín. Vertu ekki eig- ingjarn. Gerðu foreldrum þínum alt til geðs, eins og þér er unt. 2. 1 leikjum.—Skemtu þér, en þó í liófi. Gerðu aldrei gys að leikfélögum þínum. Vertu ekki þrætugjarn, stríðinn né hefnisamur. 3. Á gótum úti. — Víktu úr vegi fyrir full- orðnu fólki. Heilsaðu glaðlega á hæverskan hátt. Gerðu ekki gys að gömlum og farlaga mönnum, sem verða á vegi þínum, en hjálpaðu þeim eftir megni. Eltu aldrei drukkinn mann á götu, og nem aldrei staðar í hópi reiðra manna. 4. Gagnvart sjálfum þér. — Vertu stund- vís. Hát'taðu snemma, og farðu snemma á fæt- ur. Vertu orðheldinn og orðvar. Hafðu gát á sjálfum þér í hvívetna, en skiftu þér ekki af öðrum að þarflausu. Hafðu sóma fekólans þíns jafnan fyrir augum, og haltu trúlega skuldbindinguna við sfúkuna þína. Hafðu ekki ljótt orÓbragð og segðu jafnan satt. 5. Almennar reglur. — Gættu allrar hæ- versku á manna mótum. Gakk hreinlega og hljóðlega um. Þú mátt hvorki rissa né rispa þiljur eða hurðir, borð né bekki. Láttu auglýs- ingar í friði. Ef þú, ungur lesandi, breytir eftir þessu, þá mun þér vel farnast. — Smári. VORMORGUN I LAUGARDAL. 1. júní 1916. Nú er bjart um hjarka sal, bragir dýrir hljóma; lengi þráði ég Laugardal líta í vorsins blóma. Vonir yngjast .... alt sem kól aftur rís lír valnum, þegar blessuð sumar sól sindrar yfir dalnum. Fjólur skreyta foldar barm, fugl að hreiðri keðist, við linda-nið og lamba jarm lífið endurfæðist. Áhyggjum og ýmsri þröng £0118 ’ eg að gleyma og týna, hér við fugla- og fossasöng finn ég æsku mína. —Dýrav. Þröstwr. í nefið. Vinir Wessels voru lengi að nauða á honum að fara í þriðja sinn til Guldbergs ráðgjafa til þess að biðja hann um embætti. Loks lét liann undan og bjuggu þeir hann sem bezt til farar- innar. Hafði hárkollu, silkibrækur og gekk fvr- ir ráðgjafa. Guldberg spurði hann að heiti og hngði W. þá að hann þekti sig ekki vegna hár- kollunnar, reif hana af sér og tróð í vasa sinn. G. Spurði hann um erindi, ogkvaðst W. sér falla bezt að fá embætti, sem væri fyrirhafnarlaust. en hátt launað. Guldberg vissi ekki við hvað hann átti, og spyr aftur livað hann geti gert fyrir hann—og velti tóbaksdósunum í hendi sér. W. segir þá: “Kannske þér vilduð gefa mér f nefið?” Hann fékk það og fór síðan burt.. G: leit svo á að hann hefði ekki átt annað erindi en að fá í nefið hjá sér. — Unga ísland. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Offlce tlmar: 2—3 Helmill 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba H. A. BERGMAN, K.C. talenzkur löofrœöinour ■krlfstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P. O. Box 165« PHONES: 26 849 og 26 840 W. J. LlNDAL og BJÖRN STEFÁNS60N Islenzkir lögfrœOincrar á Ö8ru gölfi 325 MAIN STREET Talslmi: 24 963 Hafa elnnig skrlfstofur aC Lundar og Gimll og eru þar aC hitta fyrsta miO- vikudag I hverjum má.nud. DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Office timar: 2—3 Heimlli: 764 VICTOR ST. Phone: 27 686 Wlnnlpeg, Manitoba J. T. THORSON, K.C. tsienzkur löfffrœ/Hnour Skrlfst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471 DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tlmar: 3—6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnípeg, Manitoba J. Ragnar Johnson B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) izlenzkur lögmaöur 910-911 Electric Railway Chambers. Winntpeg, Canada Slmi 23 082 Heima: 71763 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Grah&m og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka Bjúkdóma.—Er a8 hitta kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. Helmili: 373 RIVER AVE. Talslmi: 42 691 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOingur Skrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDING Main St. gegnt City Hall Fkene: 14 687 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21144 Helmili: 403 675 Winnipeg, Man. E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrceöingur 809 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Offlce Phone: 24 20« Phone: 89 991 DR. A. BLONDAL 202 Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdöma. Er aC hitta frft kl. 10—12 f. h. og 3—6 e. h. Offlce Phone: 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slmi: 28 180 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEO Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgC af Ollu tagi. Phone: 26 349 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lækningar og yflrsetur Til viCtais kl. 11 f. h. Ui 4 e. h. og fr& kl. 0—8 aO kveldinu »32 8HERBURN ST. SlMI: 30 877 A. C. JOHNSON 907 ConfederaUon Llfe Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignlr manna. Tekur aO sér aO ávaxta spartfé fólks. Selur eldsábyrgC og blf- reiCa ábyrgCir. Skrlflegum fyr- irspurnum svaraC samstundls. 8krifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 32« Drs. H.R.& H.W.Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG DR. C. H. VROMAN Tannlceknir 605 BOTD BLDG., WINNIPEG Phoae: 24 171 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 htEDICAL ARTS BLDG. Slmi: 28 840 Heimllis: 46 054 i G. W. MAGNUSSON Nuddlceknir 91 FURBT ST. Phone: 36 137 VtCtaJs tlmi klukkan 8 til 9 aO morgninum DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlœknir 212 CURRT BLDG., WINNIPEG Gegnt pösthúsinu Slmi: 23 742 HeimiUs: 33 328 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farlr. Allar útbúnaCur sá. be«U Enníremur selur hann allskonar mlnnlsvarCa og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Helmilis talslmi: 68 301 SKIPSTJÓRI BJARGAR HUNDI. Seint á síðastl. vetri var skip nokkurt á leið, frá Liverpool til Indlands, og vom á því allmargir verðmætir hundar, sem fara áttu til Bombay. Þegar komið var suður í Biskava- flóa, var eins liuiuþsins saknað. Hann hafði verið bundinn á þilfarinu, en einhvern veginn tekist að losá sig. Hans var árangurslaust leitað í skipinu, en að því búnu lét skipstjórinn snúa við og sigla aftur þá leið, sem vænta mátti að farin hefði verið síðan liundurinn féll fyrir borð, en þá var liðin um hálf klukku- stund frá því er liann liafði síðast sézt. Hund- urinn sást hvergi, en þó var enn sigld ein míla og síðan snúið við og haldið liægt suður á bóg- / inn. Sást þá hundurinn skamt fram undan sikipinu. Skipstjórinn, A. D. Turton, lét þá skjóta báti fyrir borð, og náðist liundurinn mjög þjakaður og að fram kominn. Var hon- um hjúkrað sem bezt mátti, og eftir nokkurar klukkustundir var liann orðinn alheill. Þótti þessi nærgætni skipstjórans svo virðingarverð, að hennar var getið í mörgum erlendum blöðum. — Dýrav.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.