Lögberg - 03.09.1931, Page 8
Bls. 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. SEPTEMBER 1931.
RobinfHood
FI/ÖUR.
Or þessu mjöli fást fleiri og
betri brauð
Ur bœnum
Rev. og Mrs. E. H. Fáfnis, voru
stödd í borginni á mánudaginn.
Mr. Magnús’ Pétursson, frá
Langruth, var staddur í borginni
á þriðjudaginn.
Mr. Tryggvi Ingjaldsson var
staddur í borginni á þriðjudaginn.
Séra Jóhann Bjarnason hefir
verið í borlginni tvo undanfarna
daga.
Dr. A. V. Johnson, tannlæknir,
verður í Riverton á þrjðjudaginn,
hinn 8. þ. m.
Mr. Sigurður Sigurðsson, kaup-
maður frá Calgary, var í boginni
í þessai viku.
íslenzk kona óskar eftir ráðs-
konustöðu á íslenzku heimili.
Upplýsingar á skrifstofu Lög-
ber'gs, eða að 779 Beverley stræti,
Winnipeg. Sími 29 065.
John J. Arklie, gleraugna- og
sjónprófunar sérfræðingur, verð-
ur á Ericsdale Hotel fimtudag-
inn þann 11. sept.
Mr. og Mrs. G. J. Oleson frá
Glenboro og tvö af börnum þeirra, i
voru í borginni á þriðjudaginn
og miðvikudaginn. Höfðu farið
til Petersfield, Man., og voru á
heimleið.
Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar
heldur sinn fyrsfea fund eftir sum-
arfríið, á fimtudaginn í næstu
viku, hinn 10. september, í sam-
komusal kirkjunnar, kl. 3 e. h.
Þessi fundur verður skemtifundur
og öllum safnaðarkonum er boðið
að koma, hvort sem þær tilheyra
kvenfélaginu, eða ekki. Yönduð
skemtiskrá.
Eleanor Henrickson
Alþýðuskólarnir í Winnipeg
voru opnaðir á þriðjudaginn í
þessari viku. Skólabörnin eru um
fjörutíu þúsndir og kennararnir
sextán hundruð.
Sunnudaginn 6. sept. messar
séra Sjg. Ólafson í Hnausakirkju
kl. 2 e. h. og í Geysiskirkj kl. 8.30
síðdegis.
Séra N. S. Thorlaksson er nú
sem stendur vestur í Vatnabygð-
unum og verður utanáskrift hans
fyrst um sinn: c-o W. H. Paulson,
Leslie, Sask.
Sunnudaginn 6. sept. messar
séra H. Sigmar að Gardar kl. 11,
í Fjallakirkju kl. 3 e. h. og að
Mountain kl. 8 að kveldi. Allir
velkomnir.
Hannyrðafélagið íslenzka held-
u: sinn fyrsta fund, eftir sumar-
fríið kl. 8 á miðvikudagskveldið,
hinn 9. september, í samkomusal
Fyrstu lútersku kirkju.
Mr. og Mrs. F. S. Frederick-
son, að 585 HomeStr. hér í borg-
inni, eru í þessari viku að fljrtja
tii Glenboro. Utanáskrift þeirra
verður því hér eftir: Glenboro,
Man.
Teacher of Piano Playing
w
Studio—977 Dominion Street
Phone 30 826
Þrír ungir menn, Jóhann Frið,-
riksson, Bjarni A. Bjarnason og
Theodór Sigurðsson, eru í þessari
viku að leggja af stað til Seattle,
Wash., þar sem þeir ætla að ganga
á lúterska prestaskólann 1 vetnir.
Björg Frederickson
®cacf)cr of tfjc $Jíano
Announces the re-opening
of her Studio
Telephone 34 785
Frank Thorolfson
i
TEACHER OF PIANO
Studio 728 Beverley Street
Phone 26 513
Símið pantanir yðar
- ROBERTS DRUG STORE’S
Ltd.
Ábyggilegir lyfsalar
Fyrsta flokks Afgreiðsla.
Níu búðir — Sargent and
Sherbrooke búð—Sími 27 057
Hagnar H. Ra£nar
Piano and Theory Teacher.
Joint Studio Club with
P. Pálmason every month.
Pupils prepared for exams.
Studio—566 Simcoe Street
Phone 39 632
| Jfónö Pfarnaáonar öfeólt |
= 652 Home Street =
Veitir fullkomna fræðslu í miðskólanámsgrein- =
EE um, að meðtöldum XII. bekk, og fyrsta bekk j=
EE háskólans. Þessi mentastofnun stjómast af ==
= kristilegum áhrifum. tJrvals kennarar. =
Sðkum þess, hve aðsókn að skólanum af öðrum •:
þjóðflokkum, virðist ætla að verða geysi-mikil í ár,
er áríðandi að íslenzkir nemendur sendi umsóknir =
= sínar um inngöngu sem allra fyrst. =
== Skrásetning hefát 1 6. september =
= Leitið upplýsinga hjá =
SÉRA RÚNÓLFl Marteinssyni, B.A., B.D. =
skólastjóra. EE
= Sími: 38 309 =
SIGURDSSON, THORVALDSON
COMPANY, LIMITED
General Merchants
Utsölumenn fyrir Imperial Oil, Limited
Royalite Coal Oil, Premier Gasoline,
Tractor and Lubricating Oils
ARBORG
Phone I
RIVERTON
Phone I
MANIT0BA, CANADA
HNAUSA
Phone 5 I —
ring 14
Miss Emilie Olson, frá Glen-
boro, var skorin upp á Almenna
sjúkrahúsinu hér í borginni, síðast-
liðinn mánudag. Uppskurðurjnn
hepnaðist vel, að þvi er frézt hefir.
Hinn 26. ágúst síðastl. eignuð-
ust þau hjónin, Mr. og Mrs. Carl
Finnbogason, að 3.18 Langside |
Str. hér í borginni, dóttur, sem
vigtaði að eins 2% pund, þegar
hún fæddist. Síðan hefir barn-
inu farið vel fram.
Labor Day Picnic, verður hald-
ið í skemtigarðinum að Hnausa,
Man., þann 7. sept. næstkomandi.
Verður þar margt til skemtana,
margskonar íþróttir o. fl. Dans
verður í Hnausa Hall að kveldinu
og spilar hljómsveit Rivertonbúa
við dansinn.
Séra N. S. Thorlaksson messar
næsta sunnudag, þ. 6. sept., í Hóla-
söfnuði kl. 11 f.h., að Leslie kl. 3
e. h. og að Elfros kl. 7.30 að
kvöldi (ensk guðsþjónusta). Mið-
að er við Mountain Time. Allir
velkomnir.
Almenn guðsþjónusta verður
haldjn, ef guð lofar, í kirkjunni
að 603 Alverstone St., sunnudag-
inn 6. sept., kl. 3 e. h. Ræðumað-
ur G. P. Johnson. Allir vel-
komnir.
Mrs. S. W. Melsted, 673 Banna-
tyne Ave., hefir dvalið undanfar-
inn tveggja vikna tíma vestur í
Kandahar, Sask., hjá dóttur sinni
o)? tengdasyni, Mr. og Mrs. S.
Indriðason. Hennar er von heim
á föstudaginn kemur.
Mrs. S. C. Thorsteinson, er starf-
rækir Beauty Parlor í Mundy’s
Barber Shop, býður $10.00 virði af
Permanent Wave fyrir $5.00. Til-
boð þetta stendur aðeins í stuttan
tíma, og þess vegna ættu konur að
gefa sig fram, sem allra fyrst.
Messur í Gimli Prestakalli næsta
sunnudag, þ. 6. sept., eru fyrir-
hugaðar sem hér segir: í gamal-
mennaheimilinu, Betel, kl. 9.30 f.
h.; í kjrkju Árnessafnaðar kl. 2
e. h. og í kirkju Gimlisafnaðar
kl. 7 að kveldi. Séra Jóhann
Bjarnason prédikar í öll skiftin.
Tveir nemendur Jónasínu Jó-
hánnes&on, sem tóku próf s.l. júní
hjá Toronto Conservatory of Mus-
ic, eru:
Junior Pianoforte, hon., 73,:
Laufey Lifman, Árborg.
Prjmary Theory, lst cl. hon.,
84: Baldur Guttormsson, Geysir.
Miss Jóhannesson byrjar að
kenna nú þegar á heimili sínu að
Árborg. Phone 60.
Sjálf lauk hún prófi í Junior
Counterpoint, með lst class hon-
orsi, 84.
Bennett í Winnipeg
Bennett forsætisráðherra var í
Winnipeg á laugardaginn, á leið
til Ottawa frá Calgary. Átti hann
þá langt tal við Bracken forsæt-
isráðherra Manitobafylkis. Voru
þar einnig viðstaddir flestir hin-
ir fylkisráðherrarnir og tveir af
ráðherrunum frá Ottawa, þeir
Robert Weir búnaðarráðherra og
T. G. Murphy innanríkisráðherra.
Umtalsefnið var aðallega það, að
reyna að ráða einhverja bót á at-
vinnuleysinu, sem nú kreppir svo
mjög að fólki í Manitoba, eins og
annars staðar. Telst svo til, að
nú séu um fjörutíu þúsund at»-
vinnuleysingjar í Manitoba. öll-
um virðist nú ljóst, að eitthvað
þarf að gera til að bæta úr þessu
og það meira en minna, en að
finna ráð og möguleika til að
gera það, gengur erfiðlega. Sveit-
arstjórnir, bæjarstjórnir og fylk-
isstjórnir hafa ekki þau peninga-
ráð, að þær geti gert nema lítið
eitt af því, sem gera þarf. Kem-
ur þá til Sambandsstjórnarinnar
kasta, eins og Bennett forsætis-
ráðherra hefir hvað eftir annað
viðurkent. Farið hefir verið
fram á, að sambandsstjórnin Iegði
fram 80 per cent. af því fé, sem
nauðsynlegti er 'til atvinnubóta,
en hvað Manitoba snertir að
minsta kosti, er hún ekki viljug
til að leggja fram nema 50 per
cent. utan Winnipeg, en helzt
ekki nema 35 per cent. í Winni-
peg. ar sem aðrar stjórnir, en
sambandsstjórnin, hafa yfir mjög
takmörkuðu fé að ráða, þá lieðir
þetta að sjálfsögðu til þess, að
miklu minna verðuc gert, en gera
þarf, og er ekki annað sjáanlegt
nu sem stendur, en að atvinnu-
leysið haldi áfram og úr því
verði ekki bætt svo miklu muni,
fyrst um sinn, en þó eitthvað.
Alt sýnist það þó vera á huldu og
óákveðið enn sem komið er. Það
lítur út fyrir, að sambandsstjórn-
inni sé ofvaxið að fást við þetta
mikla vandamál.
Louis Clifford Jacobs
(Dánarfregn.)
Ungmennið Louis Olifford
Jacobs, fyrrum til heimilis að
Wynyard, Sask., andaðist með
sviplegum og sorgle!gum hætti,
sunnudaginn 22. marz s. 1. Var
hann á leið frá Seattle til Blaine,
Washington, og ók mótorhjóli.
Stór bifreið, er hann hugðist ak
aka fram hjá, mun hafa tekið ó-
væntan hliðarkipp, snortið mót-
orhjólið og slegið því flötu. Varð
það bráður bani hins unga manns.
Hann fæddist 29. nóv. 1910, að
Leslie, Sask., sonur hjónanna I.
Jacobs, hérlendrar ættar, og Fann-
eyjar Jónsdóttur frá Akureyri,
systur, Alberts C. Johnson og
þeirra systkina. Sjö ára gamall
var Louis tekinn til fósturs af
hjónunum Páli Eyjólfssyni og
Þorbjörgu Bjarnadóttur, að Wyn-
yard, Sask. ólst hann þar upp,
ásamt fóstursystur sinni Þor-
björgu Helgadóttur Bjarnason,
konu Sigfúsar Halldórs frá Höfn-
um, fyrv. ritstj. Hkr. Fóstur-
föður sinn misti hann haustið
1923. Þótt ungur væri tók hann
þá við búverkum fyrir fóstru sína
og gegndi þeim með dugnaði og
trúmensku í fjögur ár. Mrs. Eyj-
ólfsson brá þá búi og leigði jörð-
ina. Dvöldu þau næsta vetur í
California. Með vorinu 1928 héldu
þau aftur norður á bóginn, og
vann Louis ýmist að fiskiveiðum
eða landbúnaði næstu 2 árin. 1
fyrravor hélb hann aftur vestur
á ströndina ,og staðnæmdist eink-
um í Bellingham. Átti hann þar
vingjarnlegt athvarf á heimili
Stefáns Jónssonar, er fyrrum bjó
að Wynyard, Sask. Vinna var ó-
átöðug og var Louis oft á ferð-
inni á mótorhjóli sínu milli Se-
atitle, eftir að fóstra hans settist
þar að, og Vancouver, þar sem
móðir hans nú bjó með seinni
manni sínum, Daníel Jónassyni.
í Blaine voru líka fermingarsyst-
kini hans og nágrannar að aust-
an, þar sem var fjölskylda Jóns
K. Bergmann.
Louis var gott mannsefni. Var
hann gæddur miklu líkamsþreki
og góðri greind. Hægur um fas
og fá talaður, en hugsaði mörgum
fremur um alvöruhliðar og gátur
mannlegs lífs. Áreiðanlegur til
oi ða og verka. Neytti hvorki
víns né tóbaks, og hélt sig að góð-
um félagsskap aðeins. Bar fram-
koma hans og hugsunarháttiur
þess á allan hátt vott, að hann
var alinn upp á einu ágætasta
heimili sinnar bygðar.
Fósturforeldrum sínum unni
hann mjög, og fann til ríkrar á-
fcyrgðar gagnvart fóstru sinni,
Engu að síður var hann móður
sinni góður sonur, skrifaði henni
góð bréf og heimsótti hana,
hvattur tiil þess, en eigi lattur, af
fósturfólki sínu, enda mun móðir
hans hafa haft hin beztu áhrif á
hann í öllum greinum gegn um
bréf sín, þótt eigi dveldu þau
samvistum, eftir að hann var í
fóstur tekinn. Þrátt fyrir skóla-
námið og búverkin, sem á hon-
um hvíldu, lét hann fúslega að
óskum fóstru sinnar að sækja
fermingarundirbúningj til mín,
veturinn og vorið 1926, um til-
tölulega langan veg. Var fram-
koma hans öll hin Ijúfasta í því
sambandi. Heimsótti hann mig
hér á ströndinni í fyrravor, og
hafði eg þá ekki séð hann í nokk-
ur ár. Var ánægjulegt að sjá
hann hafa þroskast bæði að þreki
og drengskap.
Jarðsetningin fór fram frá
útfararstofu Blaine-bæjar, mið-
vikud. 25. marz, með aðstoð þess,
er þetta ritiar, að viðstöddum
fóstru hans og móður og all-
mörgum öðrum aSs'tandendum,
svo og Ungmennafélagi íslenzku
Fríkirkjunnar, sem hann var orð-
inn vel kunnugur o'g hafði ætlað
sér að starfa í. Hann var borinn
til grafar af fermingarbræðrum
sínum, hér stöddum, og öðrum
ungmennum. Var eflaust óvenju-
hljótt í huga þeirra allra, þessa
kveðjustund, því að hann hafði
dvalið meðal þeirra daginn áður
en hann dó, hraustur og glaður.
Fr. A. Friðriksson.
—P.t. Seattle, 15. júní 1931.
Kveðja
í tilefni af heimför Björgvins.
Eftir Guðm. A. Stefánsson.
Hreinar lindir hugarstrauma
hefja vinar brag.
Öll við skulum á þeim svífa
yfir sjó í dag.
Hyllir okkur úthafsdrotning
yzt við norðurbaug,
hún réttir með hendi sinni
helga minnistaug.
Siglum því um himin heiðan,
hlýjum vindum á,
látum oss í einin'g fagna
undramey að sjá;
hún upp rís í hafsins djúpi
hrein, með tigna brá,
og í mjallar möttli sínum
mætir okkur þá.
Hvar sem hennar arfar eru
út um víðan heim,
munu hennar lindir lýsa
ljúft í huga þeim.
Á berglindum brjósta þinna
barstu alla þá,
því ei munu megir gleyma
meðan hjörtun slá.
Hljóm af tónum hreinna linda
hafsins gyðja slær.
Hún að þínum fótum fellur,
fjalladrotning kær.
Orkulindir strauma sterkra
streyma út í geim,
þú á víðum vegum hafsins
varpar hljómum þeim.
Undir sverði er oss hulin
æfisa!ga þín,
þegar land var ísum undir,
eyjan fagra mín.
Svo er líf á vorum vegum
vafið hugarþey,
líkt og sagnaröldin auða
er á Garðarsey.
Þegar að við heyrum hljóma
hörpu þinni frá,
þá er sem þú, móðir mætust,
magnar hugar þrá,
því úr glóðum enn þá eru
eldheit kynt þín bál,
þá vér finnum arineldinn
inst í vorri sál.
Hafsins mega álar eigi
Atlants slíta bönd,
því að brú úr böndum sterkumi
bindur þessa strönd.
Niðjar Leifs hins hepna halda
helgan Vínlands fund;
mun þeim ei úr minni líða
manndóms þrek og lund.
Móðir, þér vér helgað höfum
hér vort líf og mátt,
og við öll frá anda þínum
eigum sterkan þátt.
Því vér sendum boð með bróður
berglind þinni frá,
að þÚNert vor mætust móðir
marardlúpum á.
Jakob F. Bjarnason
TRANSFKR
Annast greiðlega ura alt, sem að
flutningum lýtur, smáum eða stðr-
um. Hvergi sanngjarnara verð.
Heimili: 762 VICTOR STREET
Sími: 24 500
Mr. ÓIi Kárdal frá Gimli, Man.,
var staddur í borginni um síð-
ustu helgi. Er hann, sem kunn-
ugt er, gæddur ágætri tenórrödd,
og hygst að stunda söngnám hér
í vetur, ef kringumstæður leyfa.
JÓN BJARNASON ACADEMY
GJAFIR.
Frá Langruth, Man.—
Mrs. Sigurborg Gottfred .... $1.25
Mrs. G. Thorleifson ...... 1.25
Mrs. Guðrún Hellgason .... 2.00
Mrs. P. Jónasson.......... 1.00
Mrs. B. Thompson ......... 2.00
B. Ingimundarson.......... 3.00
Jón Valdimarsson ......... 3.00
Gísli Johnson ............ 5.00
Jóhann Halldórsson ....... 5.00
Sigurður Finnbogason ..... 1.00
Mrs. Guðfinna Bjarnarson 2.00
Mrs. Jóhanna Erlendson .... 1.00
Jón Marteinsson..............50
í minningu um séra Hjört sál.
Leó, frá safnaðarlim hans 5.00
Mrs. Thora Johnson ......... 2.00
Mr. og Mrs. R. W. Polson 10.00
Valdimar Bjarnarson ........ 1.00
Frá Reykjavik, Man.—
Guðm. Kjartanson............ 2.50
Mrs. G. Olafson............. 1.50
Árni Björnson .............. 2.00
Vinkona .... .............. 2.00
Mrs. Valgerður Erlendson 5.00
Mrs. E. Sigurdson ......... 5.31
Guðm. Ragnar Sigurdson.... 10.00
Eyvör Guðbj. Sigurdson.... 10.00
Óskar Sigurdson............ 1.00
Árni Pálsson .............. 2.00
Frá ^Vapah, Man.—
J. R. Johnson ............. 3.00
Gísli Johnson.............. 3.00
Mrs. J. R. Johnson......... 2.00
Guðmundur Pálsson ......... 1.00
Frá Siglunes P.O.—
J. A. Johnson ............. 2.00
Frá Hayland, Man.—
Samskot við guðsþjónustiu,
sunnud. 23. ág........... 13.00
Frá Stony Hill, Man.—
Miss Pálína Johnson ....... 1.00
Brynjólfur Johnson......... 1-00
Guðjón Rafnkelsson ........ 5.00
Frá Otto, Man.—
Si!gurbjörn Benediktssonl... 10.00
Frá Lundar, Man.—
Mrs. H. J. Leó ............. 3.00
Vinur..................... 5.00
Kári Byron ............... 3.00
Ágúst Magnússon ........... 5.00
Dr. N. Hjálmarsson ...... 10.00
Mrs. Oddný Magnússon.... 5.00
Mrs. Sigríður Eiríksson .... 5.00
G. K. Breckman,.......... 10.00
Martin Johnson
Ocean Falls, B.C.......... 5.00
Gefið í minningu um Mrs. P.
P. Jökull og margra dána ást-
vini, af vinum þeirra dánu 50.00
S. F. Olafsson, Wpg........ 10.00
Friðrik Kristjánsson, Wpg 5.00 |
S. W. Melsted.
--- *
iStaddir voru í borginni í byrj-
un vikunnar, þeir Thordur Thord-
arson, kaupmaður; J. B. Johnson,
Guðm. Sólmundsson, Guðmund-
ur Magnússon og Jón Josephson,
allir frá Gimli; auk þessi Mr. B.
J. Lífmann frá Árborg.
Mr. Stone Stone, 719 William
Ave., hefir verið í tuttugu og fimm
ár í þjónustu T. Eaton félagsins
og gegnt þar mikilvægri ábyrgðar-
stöðu. Sem viðurkennin'garvott
f.vrir dyggilega unnið starf, gaf
félagið honum úlnliðsúr úr skíru
gulli með viðeigandi áletran og
afhenti honum þakkarávarp. Auk
þess veitti félagið honum tveggja
mánaða hvíld frá starfi, umfram
venjulegt sumarfrí.
Þau Mr. og Mrs. Stone lögðu af
stað í bíl vestur til Banff í vik-
unni sem leið og ráðgerðu að
dvelja þar úm hríð, en ferðast svo
þaðan til fleiri staða víðsvegar um
Sléttufylkin.
-------------------------------------------------
TIL SÖLU
Námsskeið við tvo fullkomnustu vcrzlunar-
skóla í Vestur-Camada, fást til kcmps nú þegar
á skrifstofu Lögbergs, með miklum afslætti.
Nú er hentugasti tíminn til þess að byrja nám
vjð Business College. Þegar hart er í ári, kem- j
[ ur það bezt í Ijós, hversu mentunin er mikils
virði. Þeir, sem vél eru að sér, eiga venjulega \
forgangsrétt að atvinnu.
) Lítið inn á skrifstofu Lógbergs sem allra
| fyrst, eða skrifið eftjr frekari upplýsingum. \
EATON'S for School
Supplies
At^Eaton’s provision has been
madefor every need of the boy
or girl at school. The Station-
ery Section provides school
equipment at low prices.
Baker’s Geometry
Sets 60c
For nse with Baker’s Geo-
metry books. Contains
protractor, 6-inch ruler,
compass, lever, parallel rul-
er and set square.
Peerless Exercise
Books, 5 for 25c
68 pages, ruled and mar-
gined. Suitable for pen and
pencil use. Remarkable
value.
Collegiate’s
Exercise Books
3 for 25c
108 ruled pages suitable for
pen or pencil. Strong terra-
cotta covers.
School Paints
40c and 45c
Reeves 4 and 8 colors school
paints complete with brush.
Canvas School Bags
In shoulder strap or carry-
ing-handle style; made of
, checked or plain brown can-
! vas—roomy and convenient.
j Priced from 35c to 85c each.
Dominion Loose Leaf
Books
—Cover only, Nos. 13864
and 13866, at, each 50c.
100-Page Exercise
Books, 3 for 25c
Strong black leatherette cov-
ers. Smooth surfaced paper
—faintly ruled in blue and
margined.
School Companion
Sets, 15c to 65c
Attractively covered boxes—
filled with school necessities
—pencil, penholders,1 eras-
ers, etc.
Flexi-Ring Loose Leaf
3ook
—Complete, 20c to 35c.
Venus Lead Pencils
—All grades. Each lOc
Velvet Pencils
—H.B., rubber tipped. Ea. 5c
Music Dictation Books
2 for 15c.
Station erg Section, Máin Floor, South.
J'T. EATON C°um,ted