Lögberg - 07.01.1932, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.01.1932, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. JANÚAR 1932. Xöstierg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONE8 80 327—86 328 Til kaupenda Lögbergs Þegar ikaupendum Lögbergs berst þetta blað í hendur, sjá þeir þegar, að það er nokkuð í öðru sniði, heldur en það hefir verið í mörg undanfarin ár. Það er minna, ekki nema sex dálka blað í stað sjö, sem áður var. í marzmánuði, árið /sem leið, var það ráð tekið, að minka blaðið þannig, að aðra hvora viku var það aðeins fjórar síður,' en átta síður hina vikuna. Þó hefir þessu ekki ver- ið nákvæmlega fylgt, en þegar frá þ^ssari reglu hefir verið ■ vikið, hefir það verið kaupendunum í liag. Kaupendum blaðsins var, á sínum tíma, gerð ljós grein fyrir þessari breytingu á blaðinu, og þýðir ekki að taka það upp aftur hér. Þessi breyting var þó aðeins gerð til bráðabyrgða, engu slegið föstu þá um stærð blaðsind framvegis. Síðan hafa útgefend- ur Lögbregs reynt að gera sér grein fyrir, hvort kaupendurnir vildu heldur, að haldið væri þeirri stærð, sem blaðið var í tíu mán- uði ársins sem leið, eða það væri gefið út í minna broti, en átta blaðsíður í hverri viku. Það er ekki vafa bundið, að mikill meiri hluti kaupendanna kýs heldur þá stærð, sem blaðið hefir nú. Þessi ráðstöfun er því gerð í samræmi við vilja kaupendanna, að svo miklu leyti, sem Lögberg frekast veit. En þó Lögberg verði nú nokkuð minna en áður, þá vonar það, engu að síður, að verða í hverri viku kærkominn gestur Yestur-ls- lendingum yfirleitt, og einnig mörgum heima á ættjörðinni. Það mun reyna, eft- ir beztu föngum, að færa lesendum sínum sem mest af læsilegu lesmáli vikulega, sem þeim mætti verða til skemtunar og fróð- leiks. Og það vonar, að geta fært þeim margar fróttir og fróðleik, sem þeir eiga lítinn kost á að fá annars staðar. Lögberg óskar kaupendum sínum, og öll- um Islendingum, gleðilegs nýárs. Aramótin Gamla árið er liðið og nýtt ár gengið í garð. “Gamla ár, eg græt þig eigi”, sagði eitt skáldið einu sinni. Margir munu þeir vera, sem nú um áramótin hugsa eitthvað líkt. Því verður ekki neitað, að árið 1931 var óvanalega erfitt ár, ekki hér í landi aðeins, heldur víðasthvar í heiminum. Því veldur fjárkreppan. Að vísu skail hún á fyrir meir en tveimur árum, en hún verður eðlilega því erfiðari, því lengur sem hún varir. Létti henni ekki bráðum, hlýtur hún að verða enn erfiðari og þungbærari, heldur en hún er nú. Það getur ekki öðruvísi verið. Alt til þessara síðustu ára hefir vort heima- land, Canada, lítið þekt atvinnuleysið, nema þá af afspurn. Það má heita nýtt fyrir þetta land, að þúsundir manna gangi at- vinnulausir, mánuð eftir mánuð, og geti ekkert fengið að gera. Eiga þess ekki kost, að hafa ofan af fyrir sér. En þar sem þetta er alt svo óvanalegt^og óvænt, þá er öllum hlutaðeigendum nokkur vorkunn, þó margt hafi gengið öðruvísi, en bezt hefði mátt vera. En þegar litið er á ástandið eins og það er, þá er engin furða, þó margir kveðji gamla árið með litlum söknuði og stari held- ur vonlitlum augum á hið nýja. Mönnum hættir svo mjög við, að láta sér finnast, að það, sem er, muni lengi, helzt alt af halda áfram að vera. A það jafnt við góðæri og harðæri. Á árinu sem leið heyrði maður um ekkert eins oft talað, eins og fjárkreppuna og at- vinnuleysið. Oss fanst stundum vera of mikið að þessu gert, en þó er það ekki nema eðlilegt. Menn tala vanalega mest um það, sem liggur þeim næst og hugurinn er því sérstaklega bundinn við. En þegar vér höf- um hlustað á það tal, hefir oss oft fundist margir, ótrúlega margir, taka furðu lítið til- lit til sjálfra sín. Örðugleikamir voru ávalt mönnunum að kenna, vitaskuld, en næstum því æfinlega einhverjum öðrum mönnum. Þetta er kannske nokkur raunaléttir, en hann er naumast bygður á réttum grundvelli. Það er fjarri oss, að gera lítið úr þeirri ábyrgð, sem hvílir á herðum fyrirliða þjóðfélags- ins, stjórnunum, landsstjórn, fylkisstjórnum, bæjarstjómum, sveitarstjómum og enn fleiri stjórnum. En því má enginn gleyma, að hver og einn getpr miklu um það ráðið, hvort honum sjálfum gengur betur eða ver. Hag- ur þjóðfélagsins er fyrst og fremst undir því kominn, að hagur livers einstaklings sé sem beztur og tryggastur. Ekkert getur því hver einstaklingur betur gert, eins og nú er ástatt, en að standa stöð- ugur og láta ekki bugast né liugfallast, þó tímarnir séu erfiðir. “Koðar aftur ár að nýju, Ár, sem vor í skauti ber. ’ ’ Enginn virðist vita, livenær kreppunni léttir og hagur fólksins fer aftur að batna. Vér vonum, að það verði á þessu ári, 1932. All miklar líkur eru til að svo verði og ýmis- legt bendir í þá átt. Fólkið lærir smátt og smátt að verjast örðugleikum og yfirstíga þá. Bæði stjórnir og einstaklingar hafa nú þegar lært mikið í þá átt. Mennirnir eru seinir að læra, ,en þeir læra samt. Heilar borgir liafa oft hrunið í rústir eða brunnið til kaldra kola. En þær hafq oftast nær verið liygðar aftur, traustari og betri en áður. Menn hafa lært að byggja betur. Menn læra enn að byggja betur, og þeir eru að læra það. Oss dettur ekki í hug að gera lítið úr örð- ugleikunum. Það er öðru nær. En vér trú- um því staðfastlega, að hagur almennings muni bráðum batna, “ef fólkið þorir, Guði að treysta—” og er staðfast, meðan erfiðleik- arnir ganga um garð og lætur ekki buga-st. Jólin í Winnipeg Þrátt fyrir alla örðugleikana, sem fjár- kreppan veldur, virtist jólahald í Winnipeg fara fram með mjög svipuðum hætti eins og á undanfömum árum. Aldrei hafa jólaljósin verið eins mörg, né jólaskrautið fjölskrúðugra á götum úti. Á það sérstaklega við Portage Avenue og svo Main Street. Víða í borginni eru þó mjög fallega skreytt jólatré framan við íbúðarhús- in og margskonar jólaskraut í gluggunum. Ekki verður því neitað, að þessi ljósadýrð öll er einstaklega smekkleg og falleg og set- ur gleðisvip á borgina. Sjálfsagt liafa þessi jól, því er nú miður, víða og hjá mörgum. verið óvanalega dauf- leg, vegna atvinnuleysisins og þar af leiðandi skorts á mörgu, sem til fagnaðar má verða. Þetta er að.vísu ávalt svona, en sjaldan eins alment eins og nú,, að einhverjir eigi við þröngan kost að búa. Það er ekki annað sjá- anlegt, en það verði altaf svona. En hvað sem því líður, þá eru jólin ætíð hátíð gleðinn- ar og góðviljans. En hvað er um jólafagnað Islendinganna í þessari borg? .Sjálfsagt hefir hann'verið svipaður, eins og jólafagnaður annara samborgara vorra. Það lang-iielzta, sem liægt væri að segja frá, eru jólin í Fyrstu lútersku kirkju. Það var fyrir fram auglýst í þessu blaði, hvað þar fram færi um jólin, og er því les- endum Lögbergs kunnugt. Það fór alt fram, eins og aug'lýst var: jólamessa á ensku á sunnudagsmorguninn næsta fyrir jól og ís- lenzk messa að kveldinu. Jólatréssamkoma á aðfangadagskveld, fyrir bömin og á jóla - daginn, kl. 11, jólamessa. Á sunnudaginn milli jóla og nýárs var sunnudagsskólahald að morgninum og árslokahátíð sunnudagsskól- ans að kveldinu. Á gamlárskveld var aftan- söngur haldinn í kirkjunni, sem endaði um miðnætti, og þá óskaði fólkið hvað öðru gleðilegs nýárs, og þakkaði fyrir gamla árið. Á sunnudaginn voru nýársprédikanir fluttar í kirkjunni bæði kvelds og morguns. Öllum þessum samkomum stýrði prestur safnaðarins, Dr. Bjöm B. Jónsson, og pré- dikaði í öll skiftin. Allar voru samkomur þessar vel sóttar, nema aftansöngurinn, og flestar ágætlega, en þó sérstaklega ársloka- hátíð sunnudagsskólans. Kom þá fleira fólk, en sæti eru fyrir í kirkjunni. Var sú sam- koma að öllu leyti hin ánægjulegasta. Má vel hið sama segja um allar hinar samkom- umar. Maður hlýtur að dást að því, hve mikið verk hefir verið í það lagit, að undir- búa þessa árslokahátíð skólans. Eiga þar margir lilut að máli, en sérstaklega munu það þó hafa verið þær Mrs. Isfeld og Mrs. Hen- rickson. Hér skal ekki farið út í það, að lýsa sam- komunni, eða segja frá því, Sem fram fór, hverju fyrir sig. En ánægjulegt var það ó- neitanlega, að sjá um hundrað íslenzka ung- linga standa þaraa á söngpallinum og heyra ])á syngja, eins prýðisfallega eins og þeir gerðu. “Þeir fundu það aldrei eins og þá, hve æskan er 1 júf og fögur. ” Nú, eins og ávalt áður, átti mikill fjöldi ís- lendinga gleðilegum jólum að fagna í Fyrstu lútersku kirkju. BRYAN LUMP ViÖurkend af stjórnar sérfræðingum að vera Beztu Kol til í VESTURLANDINU Gefa mestan hita Minst aska og bleyta Endast í eldstæðinu eins og harökol NÝTT VERÐ $12.50 Tonnið Anægja ábyrgst SÍMAR 25 337-37 722 HALLIDAY BROS. LTD. endaði leikurinn svo, að Canucks unnu með 5 á móti 4. Þeir sem skutu í höfn fyrir Víkinga, voru H. Gíslason 2, S. Ried, C. Hallson; en fyrir Canucks þeir F. Gillies, A. Johnson, R. Jóhannesson og C. Munroe. — Þeir sem léku fyrir Víkinga voru E. Ried hafnvörður, Bailey, H. Gíslason, S. Ried, C. Hallson, A. Jóhannesson og C. Davidson; en fyrir Canucks þeir J. Bjarnason hafnvörður, F. Gill- ies, A. Johnson, C. Munroe, W. Bjarnason, Ingi Jóhannesson, G. Stephenson og R. Jóhannesson. í meir en þriSjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills veriS viSurkendar rétta meSaliS viS bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdðmum. Fást hj.l öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eSa sex öskjur fyrir $2.50, eSa beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Royal Bank of Canada Issues Strong Report Profits at $5,448,327 fully cover regular dividends and usual appropriations — Total assets stand at over $825,000,000—Liquid position well maintained, quick- ly available assets totalling $348,630,551. Fálkarnir Þann 28. desember s.l. léku Fálkarnir á móti Imperials í St. James Intermediate leik, og töp- uðu þar með 4 á móti 2; en sá leikuit hefði aldnei átt að vera leikinn það kvöld, því að ísinn var mjög slæmur, allur með holum og hæðum og vatn á honum, svo það var ómögulelgt að leika á honum; hnötturinn varð fastur í vatninu, þegar mest lá á, eða þá í holun- um, svo það var bara hending hver kom boltanum í höfn. Imperi- ais virtust hepnari með það. En þetta gerir okkar drengjum gott, þeir eru allir eldfjörugir á skqut- um, en ekki eins góðir á linum ís. Þeir gera betur næst. — Þteir sem léku fyrir Fálkana voru: Dollo- way hafnvörður, Ingi Jóhannes- son, P. Palmetees, Benson, og A. Johnson. Matt. Jóhannesson, Mun- roe, Ad. Jóhannesson, W. Bjarna- son, H. Gíslason. Þeir sem skutu í höfn fyrir Fálkana voru Palma- tees og Benson. Á miðvikudagskvöldið, þann 30. des., lékum við okkar leiki á Wes- ley skautahringnum, og lenti þar fyrst saman Natives og Rangers; varð sá aðgangur furðu harður og leit út fyrir að Rangers ætluðn alveg að fara með Natives, því þeir höfðu þá 4 á móti einum. En Natives urðu þá alveg óðir og hömuðust seinni hluta, leiksins svo skotin dundu úr öllum áttum á hafnvörðinn hjá Ran'gers. Þeir Chase og S. Patterson óðu um alt eins og viltir menn og stóðst ekk- ert fyrir þeim, og hefðu þeir átt skilið að vinna; en þeir voru bara of ákafir og skutu oft of fljótt, mistu þar af leiðandi tækifærið til að vinna, og endaði leikurinn svo, að Rangers sigruðu með 5 gegn 4, og voru hiepnir að sleppa með það. Þeir sem skutu í höfn fyrir Natives voru: H. Chase 2, W. Sigmundson og S. Patterson.; en fyrir Ranlgers skutu í höfn: J. Read þrisvar og H. Palmatee? tvisvar. — Þeir sem léku fyrir Natives voru: A. Dolloway hafn- vörður, H. Chase, A. Jóhannesson, W. Sigmundson, N. Thorsteinsson, Patterson, 0. Johnson; en fyrir Ranglers þeir: H. Pálsson hafn- vörður, H. Bjarnason, W. Jóhann- esson, J. Reed, H. Palmatees, Matt. Jóhannesson, Œ*. Frederickson, H. Edgington, S. Vigfússon. Næst lienti saman Canucks og Víkingum, og varð það harður að- gangur, og höfðu Canucks fjóra á móti einum, en Víkinlgar gáfu hvergi eftir og börðuste eins og óðir væru, og eggjaði C. Hallson þá fram til atlögu, enda lieit út fyrir, að þeir ætluðu að vinna, og dundi skothríðin jafnt og þétt á Jóni Bjarnasyni; kom það sér vel, að hann var vel vakandi í höfn sinni, því annars hefði farið illa fyrir þeim sökum berserksgang- ur á þieim; Víkingar eilga hafn- verði sínum að þakka, að hinir skutu ekki oftar í höfn, því Ried stöðvaði alt, sem stöðvað varð; Further striking evidence of the unusual strength of the Canadian banking system and the rapiditv with which it has been possible for leading Canadian banks to meet the changed conditions is afforded bv the annual statement of The Royal Band of Canada. The report, which is now going forward to share- holders, is for the fiscal year ending November 30th. With the large resources at its disposal, the Bank has been able to readily adjust itself to the new con- ditions and at the same time main- tain its characteristically strong liquid position. With the less active trade condi- tions, the general business of the Bank, as represented by commercial loans, was on a smaller scale, but shareholders will be gratified in finding that profits were tnore than sufficient to permit of payment of the regular dividend at the rate of 12 per cent and, in addition, to take care of all the usual appropriations, including $600,000 set aside for Do- minion Government taxes. Assets IVell Maintaincd The general statement of assets and liabilities shows total assets in excess of $825,000,000, a reduction of only about 7 per cent as compared with the amount reported at the end ■of the previous year. In the light of lower commodity prices and general slackening of activity, the mainten- ance of total assets at such a high level should be regarded as a re- markably good showing. In keeping with its policy, the Bank’s liquid position, as usual, is a strong one, liquid assets totalling $348,630,551, or over 48 per cent of liabilities to the public. The principal accounts included among them are cash items of $150,286,891; Dominion and Pro- vincial Covernment securities of $85,473,058 and Canadian municipal and British, foreign and colonial public securities of $24,641,816. Call loans total $76,293,380 and naturally represent a substantial reduction for the year, those in Canada being down $18,847,955 or 33 per cent, and those abroad over $7,000,000. The generally lessened business activity is further reflected in com- mercial loans, which are $419,345,- 043, as compared with $444,815,877 a year ago. Letters of credit also show a reduction—nearly $10,000,- 000—obviously due to curtailed in- ternational trade. Total deposits ;tand at $647,303,- 075, as against $695,589,060 at the end of the 1930 year. The decline, as is well known, has been principally in deposits elsewhere than in Can- ada, those in the Dominion being down only $7,160,200, and now arnount to $479,165,064, as against $486,325,264. Satisfactory Profits The many shareholders of the Bank will be partieularly interested in the profit and loss account, and the showing made should be regard- ed as very satisfactory. Profits for the year amounted to $5,448,327, and these added to the amount brought forward from the preceding year brought the total available for distri- bution up to $9,555,105. Payment of the usual 12 per cent dividend ab- sorbed $4,200,000; a contribution of $200,000 was made to Of ficers’ Pen- sion Fund; the usual amount of $400,000 was appropriated for bank premises and $600,000 was allotted for Dominion Government taxes. After meeting all these charges the substantial amount of $4,155,105 was carried forward to credit of profit and loss into the next fiscal year. The report will be submitted to shareholders at the annual meeting to be held at the Head Office of the Bank on Thursday, January i4th. Hrein Mjólk er hollasta og ódýrasta fæðan fyrir fólk á öllum aldri. Þér fáið beztu mjólkina -— margtrygða meS vísindalcgri gerilsneyðing, er þér kaupiS Crescent Mjólk, Rjómi, Smjör, ísrjómi, Áfir og Cottage Cheese. PHONE 37 101 (3*escent Cæamer;y CompanyLtd.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.