Lögberg - 21.01.1932, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.01.1932, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JANÚAR 1932. Kirkjurnar í Kirkjubæ Eftir Jóhannes Patursson. Munnmæli eru um það, að þá er Norðmenn komu fyrst til Fær- eyja, hafi þar verið fyrir helgir menn. — Staðanöfn og gamlar rústir benda einnig til þess, að í Kirkjubæ kunni að hafa búið Keltar, áður en Norðmenn námu landið. Þó þyrfti frekari forn- leifarannsóknir til þess að sanna þetta. í Kirkjubæ hefir fundist rúna- steinn, og að dæma eftir aldri hans, áleit Sofus Bugge prófess- or, að Norðmenn hefði búið þar fyrir árið 800. Færeyingasaga getur um fær- eyskan kvenskörung, sem kölluð var Straumeyjar-Birna. Þórhall- ur, bóndi hennar, var myrtur. Birna igiftist aftur Sigurði Þor- lákssyni, bróðursyni Þrándar í Götu. Hann féll eitthvað um 1035. Sagan getur þess ekki, hvar þau Birna og Sigurður hafa búið, en munnmæli segja, að þá er Sig- mundarsynir höfðu særta hann til ólífis, hefði hann siglt heim til Kirkjubæjar, og látist þar úr sár- um. Ein af hinum skráðu sögum, sem ekki er bygð á færeyskum munnmælum, getur um auðulga og volduga konu, sem hét Birna og átti heima í Kirkjubæ. Hún átti miklar jarðeignir í Straumey. Austurey og Vogey. í elli sinni skifti hún eignum sínum milli þriggja dætra sinna, og fékk yngsta dóttirin, Æska, Kirkjubæ í sinn hlut. Hún var seinna kölluð Gæsa, vegna þess, hvað hún var skartgjörn. Kirkjubæ fylgdi þá allur suðurhluti Straumeyjar. Nú segir sagan, að meðan Gæsa bjó þarna, hafi hinir fyrstu far- andbiskupar komið til eyjanna. Gæsa var stórlát, og henni fanst heiður sinn aukast við það, að biskupamir heimsóttu hana. Veitti hún þeim stórmannlega og vildi hafa þá sem lengst hjá sér. Og að lokum 'gat hún talið Guð- mund blskup á það, að setjast þar að. _Hún lét reisa þar fagra kirkju og skreytti hana fagurlega. Þetta hefir átt að gerast um 1100. Allar líkur mæla með því, að Straumeyjar-Birna, sem Færey ingasaga talar um, og Birna í Kirkjubæ, sem munnmælin segja frá, sé sama konan. Og þá ætti Gæsa.að hafa verið dóttir hennar og Sígurðar Þorlákssonar. Hafi hún fæðst um 1035, hefir hún ver- ið orðin gömul, þá er eftirmaður Guðmundar biskups tók af henni eignir hennar, enda segja munn- mælin, að hún hafi verið háöldr- uð. Kirkjubæ var nú breytt úr óð- alssetri í biskupsstól, og var það fram til ársins 1557. Þegar biskupsstóllinn þar var lagður niður, tók hinn kunni lög- maður, Peter Jacobsen, við jörð- inni, og síðan hafa ættmenn hans búið þar. Þó var jörðin skert 1550, 1807 og 1831. — Menn vita um nöfn á öllum þeim, sem hafa setið Kirkjubæ síðan um 1050. Það eru alls 41 bændur og bisk- upar. í Kirkjubæ hafa verið ekki færri en þrjár kirkjur. Munnmæl- in segja, að Gæsa hafi látið byggja elztu kirkjuna og Helgað hana Maríu mey. Af þeirri kirkju er nú ekki annað eftir, en nokkuð af grunninum. Þegar jörðin var orð- in biskupssetur, segja munnmæl- in, að munkunum hafi þótt ftauð- syn til bera, að byggja þar aðra kirkju, hina núverandi sóknar- kirkju. Var hún helguð Ólafi helga, en venjulega nefnd munka- ikirkjan (til aðgreininlgar frá Gæsu- Ikirkju). Að lokum segja munn- Flokkun kjöts mælin, byrjuðu biskuparnir á því. að byggja dómkirkjuna, sem aldr- ei varð fullger, en var þó komin svo langt, að hún var helguð Magnúsi hel!ga Orkneyjajarli. Hér skal ósagt látið, hvort munnmælin um hinar þrjár kirkj- ur eiga við sannsögule!g rök að styðjast eða eigi. En þegar sagn- fræðingar halda því fram, að Er- lendur biskup (1269—1308) hafi fyrstur bygt kirkju á staðnum (í>. e. bæði Maríukirkjuna og Ól- afskirkju), þá getur það ekki ver- ið rétt, enda þótt þeir styðjist þar við skjöl færeyska biskupsstóls- ins, sem Alexander Bugge fann í Bonn í Þýzkalandi 1899. Það er hverjum manni auðsætt, að hinar þrjár kirkjur hafa alls ekki verið bygðar um sama leyti og af sama byggingameistara. Það er enginn efi á þvi, að Magnúsar- kirkjan er yngst. En það er líka nokkurn veginn áreiðanlegt, að Er- lendur biskup lét byrja á smíði hennar, samkvæmt skjölum þeim, sem fundist hafa. Því verður heldur varla mót- mælt, að guðsþjónustur hafa far- ið fram í Ólafskirkjunni, meðan verið var að reisa dómkirkjuna, ' og Ólafskirkjan er þess vegna I (mikið)i eldri en dómkirkjan. I j Enginn efi er á því, að Maríu- j kirkjan er elzt af öllum kirkjun- i um. Glögg sönnun þess er hinn i steinlagði kirkjuve'gur, sem ekki ! liggur til bústaðar biskupsins, heldur beint til elztu bæjarrúst anna, sem eru frá landnámstíð, en þennan bæ tók sjórinn snemma af. Þessi kirkja og kirkjugarður og vegur, er áreiðanlega mörg hundruð árum eldra en bygging- ar Erlendar biskups. Stórkostlegt snjóflóð og skriða hljóp árið 1772 yfir aðal bygging- una og útihús. Samt sem áður er nokkur hluti aðalbyggingarinnar enn við Iíði. Þess er getið í Sverris-sögu, að hann hefði einu sinni drepið menn og verið eltur af sýslumanni kon- ungs. Sverrir komst undan á þann hátt, að hann faldi sig í ofni í einu húsinu í Kirkjubæ. Kona nokkur lagði hellu fyrir sjálfan ofninn (reykháfinn^ og kveikti eld á hlóðum fyrir framan. Kom sýslumanni því ekki til hugar, að leita í ofninum, og fann ekki Sverri. Oft hefir verið grafið í rústirn- ar, sem urðu undir skriðunni 1772, og hefir ýmislegt merkilegt fund ist þar. Þannig fanst fyrir nokkru í horni á einu af steinhúsunum1 . ofn, hlaðinn úr steini, of var 2x11 meter að inannmáli. Grjóti var' hlaðið í ofnbotninn, veggirnir voyu límdir með kalki og ofaíi á lágu stórir steinar. í ofninum fanst járn!gjall. Er þetta sami ofninn, sem einu sinni bjargaði lífi Sverris konungs Sgurðsson- ar? — Lesb. Flokkun kjöts er til hagsmuna bæði fyrir þá, sem það framleiða, og þá, sem neyta þess, án þess það sé nokkrum til skaða, eða tilfinn- anlegra óþæginda. Framleiðslan á öllum vörum býggist á eftir- spurninni og kemur þar til greina vörumagnið og vörugæðin, og það, hvernig með hana er farið. Þetta á við framleiðslu góðs kjöts. Eins og áður var, þegar lakara kjöt seldist rétt eins greið- lega, eins o'g hið betra, þá var bóndanum beinlínis gefið undir fótinn, að leggja sig að minsta kosti ekki fram um framlelðslu góðs kjöts. Af hér um bil 6% af markaðsgripum í Canada, var verulega gott kjöt. í meðallagi af 30% og af 64% lélegt kjöt. Síðan farið var að krefjast þess, að kjötið sé flokkað, hefir vel öldum slátur!gripum fjölgað. Það er búist við, að að því komi. að allar skepnur, sem sendar eru til slátrunar, verði í bezta standi. hvort sem eru nautgripir, fé, svín eða fuglar. Framleiðandinn hefir áreiðanlega ágóða af því. Flokk- un á kjöti kostar ekki framleiðand- ann eða kaupandann neitt. ‘ Hún , er bara trygging fyrir því, að fólk- ið fái það, sem það vill fá. Hygginn bóndi hefir ávalt nán- : ar gætur - á markaðnum Hann J elur upp létta gripi o'g fer vel með þá. Hentugasta þyngdin, á fæti, er um 800 til 1,000 pund. í fyrstu viku þessa mánaðar sendi drengur frá Eriksdale ársgamlan nautgrip, sem vigtaði 1 000 pd., til St. Boniface Stock Yards, og þar var hann seldur fyrir $65.00. Ná- granni hans fékk ekki nema $40.00 fyrir sína gripi, jafn-!gamla, af því að kjötið af þeim var ekki eins gott, eða seldist ekki eins vel á þeim tíma. Mikill fjöldi hús- mæðra, sem heima eiga í borgum þessa lands, eru nú orðnar sann- færðar um, að það er ójhagur einn að kaupa þetta ódýra kjöt, og hlýt- ur því salan á flokkuðu kjöti að fara vaxandi. Bóndinn hefir engan ágóða, ef kjötið af gripum hans flokkast illa. Þan!gað til Sterlingspundið féll í verði, var hægt að selja gripi til Bretlands með sæmileg- um ágóða, en að eins beztu gripi. Heimamarkaðurinn hefir jafnvel verið betri, en þó því að eins að um bezta kjöt sé að ræða. Flokkun á kjöti er að eins að byrja. Þegar fólkið lærir að skilja, hvaða gildi hún hefir, verð- ur mjög erfitt að selja kjöt, sem ekki er flokkað. Montreal er mesta borgin í Canada o!g ein af hinum miklu borgum veraldarinnar. Með íbúa- tölu hennar, miljón og einum fjórða, þarf hún 75,000,000 pund af nautakjöti á ári. Það samsvar ar 150,000 nautgripum. Fólkinu þar hefir nú skilist, hvað flokkun kjöts þýðir, og vill að það sé sent þannig frá sláturhúsunum í Winm* peg. Salan á bezta kjöti þangað, hefir afar mikið að þýða fyrir bændurna hér vestra. Embættisstimplinum, sem settur er á fyrsta flokks kjöt, er þannig fyrir komið, að sjá má hann á öll um helztu hlutunum, þegar búið er að skera skrokkinn í stykkki. R. A. McLoughry, V. S., Dominion Live Stock Branch. MACDONALD’S Fitte öit Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem búa til sína eigin vindlinga. Ókeypis vindlingapappír með hverjum tóbakspakka Agætasta vindlinga tóbak í Canada ( Hughvöt Flutt á almennum fundi 3. des. Hvað skal lengi þjóð vor þola þjáning, smán og böl og synd! En sú kyrð og valda-virðing—! Venju-þrælkuð hrygðajunynd. Hvað skal lengi þjóð vor þegja, þræla skylduböndum háð. Skal hún líða bljúg og bíða, biðja, vona’ og hrópa um náð! Hvað skal lengi þjóð vor þreyja, þegar æsku fjarar blóð; þe!gar eitur-elfur streyma yfir dáðum-vana þjóð. Þegar auðsins glæpa ginning glepur fríðan æskulýð; hleður spilling ungdóms eðlið; æðri dygðum ristir níð. Nú er kominn tími’ að tala, tími að hugsa upp liknar ráð; bjarga, þegar bölið þyngist; breyta svefni’ í kjark o!g dáð. Fram skal knýja eigin orku, eigin treysta’ á rétt og völd. Undirgefni veikra vona, vort er stærsta synda gjaldT Oss, sem landsins berum byrði, ber að vernda eigin rétt; ber að vernda eigin arfleifð, eigið líf — og tign og rétt. Vort er landið, vald og réttur; vor er skylda’ á rétti bygð. Að líða kúgun þræla’ og þýja, það er skömm, en engin dygð Eyðilegging Iands og þjóðar lagin verður oss að sök. Hver sín eigin örlög skapar, eru sönn og gömul rök. Sá, er ei vill sjálfum bjarga, sjálfsníðingsins heiti ber; hann hefir svikið lögmál lífsins, litla málsbót finnur sér. Vorrar stjórnar heimtum hlýðni; harðar kröfur sendum nú. Vöknum upp af deyfðar-dvala; djörfung gyrðum vora trú. Trú á frelsi, frið og eining, fegra líf — og þrek og mátt. Sverjum vora sannleiks eiða, sækjum fram — og mælum hátt. Hvort skal hugur hærri sjóna hræddur lúpa bak við tjald, meðan taumlaust áfram æðir auðsins grimma drottin-vald. iLítum hátt til himin-véa, helgra rúna lesum mál. Sólar-strauma björtum bárum beinum inn í vora sál. Látum bundinn bróður-anda brjóta ok af frjálsri sál; kyndum veikan kærleiks neista, kveikjum stórt og voldugt bál. Utan stríðs er enginn friður, eftir storm er kyrðar blær. Eftir haturs- heitan -blossa heilög ástin lifað fær. Vesalmenni kross og kærleiks kann ei á lífsins öflum skil. Lýgi’ og sannleik, ljósi’ og myrkri ljær hann sama kærleiks-yl. Hver má Krists í fótspor feta, fylgd er Satan einnig ljær? Sá, sem ei hið illa hatar, ei hið góða skilið fær. Þegar tryggu hjarta blæðir, hatrið fram úr leynum brýzt; við að sjá ’inn veika líða, viðkvæmnin í beizkju snýst. Kærleikshönd, sem hjúkrar sjúkum, hvössu sverði geíur beitt. Réttlætisins hefndar hugur hefir mannsins sögu breytt. • S. B. Benedictsson. 200 amerískir verkamenn, sem unnið hafa að bifreiðasmíði í Detroit, fóru nýlega til Rússlands. Voru þeir ráðnir af rússnesku stjórninni og eiga að kenna bif- reiðasmíði í bifreiðaverksmiðjun- Húsbóndi: Eg ætla bara að láta þig vita það Soffía, að þrír fjórðu hlutar af tekjum mínum fara í föt handa þér. Húsfreyja: Hamingjan góða — hvað gerðirðu við það, sem af- gangs er? um í Ninji Novgorod. — Mrgir þeirra tóku fjölskvldur sínar með sér til Rússlands. —Þú sagðir mér um daginn, að læknirinn hefði harðlega bannað þér að neyta áfengis, en nú situr I Manndrápssaga frá Islandi í þýzku blaðl. (íslendingur, sem er í Hannov- er, hefir sent Morgunblaðinu grein úr sunnudagsblaði stærsta blaðs- ins þar í borg, “Hannoverscher Anzeiger”. Grein þessi birtist 22. nóv. á síðu, sem höfð er fyrir “sannar sögur”. Geta menn nú sagt sér sjálfir, að ekki er að furða þótt fáránlegar hugmyndir um ísland þróist erlendis, þegar' slíkar “sannar sögur” eru sagðar héðan.) Reykjavík. í hinni litlu íslenzku höfn Grímsey hefir nýlega gerst maka- laus saga út af afbrýðissemi. Einhver ríkasti maðurinn í Grímsey er veiðimaðurinn Paovo Helló, maður fimtugur að aldri og kallaður “Napoleon hvalveiða- manna.” Helló á sem sé dálítinn flota veiðiskipa. Helló er ofstopa- fullur og grimmúðugur, eins og hinir gömlu víkingar voru. Kær- asta eign hans er vélskipið “Jöul”, 'sem talið er haþpasælasta og bezta hvalveiðaskipið á fslandi. Fyrir nokkrum árum kvæntist Helló 17 vetra gamalli stúlku. Það var mælt, að hún hefði tekið honum að eins vegna þess hvað hann var ríkúr. Helló hefir víst sjáfur haldið þetta líka, því að að hann sat um konu sína og var ákaflega afbrýðissamur. Og í hvert skifti, sem hann fór á veið- ar, setti hann einhvern trúnaðar- mann sinn til þess að njósna um hana. Svo var það eitt kvöld, að Helló var á heimleið af hvala- veiðum á “Jöul”. Kom þá róandi á móti honum maður sá, er hann hafði sett til þess að höfuðsitja konu sína. — Hann hafði slæmar fréttir að færa. Kona Hellós hafði ekki átt von á manni sínum fyr en eftir viku, og nú hafði hún tekið saman við annan. Helló sagði ekkert við þessu, Hann gaf skipun um það, að “Jöul” skyldi ekki siglt í hið venjule'ga skipalægi, heldur skyldi haldið inn á fjörðinn og akkerum kastað 50 metra frá húsi hans, sem er rétt á sjávarbakkanum. Menn hans grunaði ekkert, hvað undir bjó. En þá fór að gruna margt, er Helló lét skipið snúa stafni að húsi sínu og hlóð hvalabyssuna með tveim skotum. Það var aldrei gert nema þegar þeir áttu við illhveli. Svo settist Halló hjá byssunni. Þannig sat hann lengi o!g hafði ekki augun af húsdyrum sínum. Að lokum voru dyrnar opnaðar og í skímu þeirri, sem út lagði, sáust tveir koma út. Maður og kona. Konan gekk fram á hlaðið og skimaði í kring, eins og hún væri að gá að því, hvort nokkur væri viðstaddur. í' sama bili hleypti Helló af hvalabyssunni. Eldgglampi rauf náttmyrkrið, og tvö neyðaróp heyrðust í landi. Helló hafði hæft alt of vel. Menn hans réðust nú á hann og hneptu hann í böhd. Þeir hefðu átt að skerast í leikinn fyr. Ann- að skotið hafði hæft frú Helló í brjóstið. Hitt hafði farið í gegn um öklann á elskhuga hennar, enskum háseta, Gay Pearham að nafni. Frúin hafði látist sam- stundis og Pearham var hættu- lega særður. — Hvernig sem að Helló var farið, fékst ekkert orð upp úr honum, og nú hefir hann verið fluttur í hegningarhúsið í Reykjavík. — Mgbl. þú hér og drekkur viskí í striðum straumum! — Já, sjáðu til--------eg hefi fengið mér nýjan lækni Móðir fór með Lísu litlu dóttur sína á hljómleika og var Lísa mjög hrifin. Alt í einu tekur hún klút sinn og hnýtir upp á hornið. — Hvers vegna gerir þú þetta? spurði mamma hennar. Til þess að muna þetta fallega lag þegar eg kem heim!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.