Lögberg - 21.01.1932, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JANÚAR 1932.
BIb. 5
Til hvers eg ætlast af
sonum mínum
(Eftir Sir Arthur Cobham.)
Hvers ætlast eg til af sonum
mínum, Geoffrey o g Michael?
Hvaða markmið hefi eg með upp-
eldi þeirra o!g hvaða lífsstöðu vil
eg að þeir fái? Og ætlast eg til aði
þeir Verði dugandi menn?
Það er nú máske erfitt að svara
þessum spurningum, nema þeirri
seinustu, henni ætti að vera fljót-
svarað, játandi. Eg ætlast til, að
þeir nái hæsta marki í hverju sem
þeir taka sér fyrir bendur að
gjöra. En hver þeirra lífsstaða
verður, get eg ekki sagt um að svo
stöddu. Eg get kannske eftir svo
sem tíu ár svarað þeirri spurn-
in!gu. En ástæðan fyrir því að
eg býst við miklu af þeim, er sú,
að þeir eru frábærlega gáfaðir,
önnur börn sýnast vera heimsk í
samanburði við þá. Eg er sann-
færður um þetta, en samt er eg nú
ekki óvilhallur dómari, þar sem
eg er faðir þeirra, og mörgum for-
eldrum finst að sín börn taki
öðrum börnum fram að viti og
þroska; svoleiðis er heimurinn.
Þar sem annar þeirra er nú aðeins
sex ára og hinn ekki nema fjögra
og hálfs árs, er erfitt að sjá til
hvers þeir munu helzt verða
hneigðir, en þar fyrir vil eg ekki
að neinn ímyndi sér, að eg hafi
ekki áhuga fyrir framtíð þeirra.
þótt eg álíti, að það sé ekki kom-
inn tími til að ákveða nokkuð sér-
stakt; en satt að segja hugsa eg
meira um það, en nokkuð annað
því það er mín sannfæring, að
helgasta skylda hvers föður sé að
leiða börn sín á rétta braut.
Og eg hefi sterkari löngun til
þess, en nbkkurs annars, að koma
þeim á rétta hyllu í lífinu. Marg-
ir foreldrar hafa engar áhyggjur
út af þessu; bara láta tímann
líða, og þegar börnin eru orðin
nógu gömul til að fara að vinna
eitthvað, segja þau, já, við skul-
um láta þau byrja á þessu eða
öðru, án þess að taka nokkurt til-
lit til þess, sem barnið sjálft hef-
ir löngun til eða er gefið fyrir, og
í níu tilfellum af tíu er það eitt-
hvað, sem feður þeirra hafa sýsl-
að við áður. Margir feður og
mæður gjöra aldrei neina tilraun
til að þekkja sálarlíf bamanna
sinna, vita naumast að þau hafi
nokkurt sálarlíf.
Ef börnin sýna að þau hafi
hæfileika til einhvers sérstaks,
reyna foreldrarnir oft að níða það
úr þeim, sökum þess að það hefir
ekki áður þekst innan vébanda
fjölskyldunnar. Eða einhver fjar-
skyldari ættitígi hefir ekki álit á
því. Sem sagt, foreldrarnir reyna
til að steypa börn sín í móti, sem
þeir hafa erft frá forfeðrunum.
Svona hugsunarháttur er að mínu
áliti algjörlega rangur. Þegar
maður athugar börnin vaxa og
þroskast, þá dettur manni ósjálf-
rátt í hug tré, sem vex upp af of-
urlitlu frækorni. Ekki vill maður
hamla vexti þess. Tveir ^þriðju
partar af ánægju foreldranna er
einmitt í þessu innifalin, að at-
huga framför þeirra. Hér hefi
eg tvo syni, með ótakmarkaða
möguleika, eins og önnur börn.
Hvað ætli þéir leggi nú fyrir sig
að gjöra, og hvað ætli verði nú
úr þeim? Annar þeirra er dreym-
andi. Eg sé hann oft sitja og
stara út í loftið, eins og hugurinn
sé langt í burtu. Hvað ætli hann
verði? Báðir eru þeir talhreyfir,
en sá eldri þeira er hagsýnni en
hinn og ófeiminn. Drengur á hans
reki, sem getur tekið þátt í hvaða
samtali sem er, ætti að geta orðið
lögmaður, f jársýslumaður eða
verkfræðingur. En hvað ætli þessi
dreymandi drengur verði? Kann-
ske rithöfundur, listamaður eða
leikari.
Það sem þeir vilja verða, vil eg
sjálfur að þeir verði, svo framar-
lega sem það er heiðarleg staða
og er ekki valin af augnabliks-
áhrifum.
En á hinn bóginn, ef þeir ekki
sjálfir geta ráðið við sig hvað
þeir vilja leggja fyrir sig, þá mun
eg reyna til að leiðbeina þeim, en
eg mundi þá aðallega fara eftir
því sem mér fyndist þeir vera
hneigðastir fyrir, og þá lífsstöðu
mundi eg benda þeim á, sem eg
héldi að þeir sjálfir gætu orðið að
sem mestu gagni, jafnvel þótt
önnur staða kynni að bera meiri
arð.
Eg reyni af fremsta megni aðj
sneiða hjá því að skerða þeirra'
persónulegu skoðanir. Eg hefk
ekki trú á því, að berja börn og|
ekki heldur að tala við þau eins
og algerða óvita.
Eg reyni að tala við þá eins og
jafningja mína, og verð ekki ann-
ars var, en að þeir meti mig eins
mikið fyrir því, og eg held mér
hepnist þetta vel. Ef Geoffrey
og Michael haga sér eitthvað illa,
reyni eg að benda þeim á, að nú
hafi þeir verið eitthvað öðruvísi
en þeir hefðu átt að vera; en eg
ávíta þá ekki, eg tala við þá eins
og viti bornar verur. Eg segi t.
d., við þá: Mér þykir fyrir því, að
þú hefir gjört þetta, og eg verð
því að láta þig fara upp á loft.
Fólkið, sem hér er inni, óskar að
hafa frið, og það vill geta verið
hér í næði, og þess vegna verð-
ur þú að fara. upp á loft.
Um leið og eg segi þeim að láta
ekki illa, útskýri eg fyrir þeim á-
stæðuna fyrir því, að þeir megi
ekki láta illa, og í flestum tilfell-
um skilja drengirnir það. Það er
líka annað, sem eg réyni að láta
þá skilja í sambandi við þetta; eg
vil kenna þeim að taka tillit til
annara, og það kemur í veg fyrir
að þeir verði eigingjarnir. Eg
vil, að þeir verði' hraustir á sál og
líkama, og eg vil að þeir fái víð-
sýnar skoðanir. Hvort þeir vilja
læra að verða flugmenn, veit eg
ekki að svo stöddu, stundum dett-
Lækning Við Nýrnaveiki
og Blöðrusjúkdómum.
Nýrna- og blöðru-sjúkdómar orsaka
mikið ónæði og svefnleysi og veikir
heilsuna á allan hátt. pessi óþægindi
koma til af því að óholl efni hafa safn-
ast fyrir í líkamanum og þegar þau
losna, batnar þetta. 1 Nuga-Tone eru
efni, sem lækna hægðaleysi og hreinsa
óholl efni úr líkamanum. petta meðal
styrkir öll líffærin, gefur góða matar-
lyst, og er þess valdandi að þú getur
notið góðrar hvíldar á nóttunni og þér
líður vel á morgnana.
Nuga-Tone reynist eldra fólki ágæt-
lega, ekki síður en þeim, sem yngri eru,
en verða gamlir löngu fyrir t'manu.
Enginn ætti að dragast með veikindi og
slæma heilsu, þar sem hægt er að fá
jafn ágætt meðal eins og Nuga-Tone er.
Nuga-Tone fæst hjá öllum sem selja
meðul. Hafi lyfsalinn það ekki við
hendina þá láttu hann útvega það frá
heildsöluhúsinu.
G
rípið gœsina meðan hún gefst!
Á skrifstofu Lógbergs fást keypt nn þegar “Scholar-
ships” við fullkomnustu Business Colleges í Vestur-
Canada. Leitið tafarlaust upplýsinga bréflega eða
munnlega, og sparið yður álitlegan skilding.
Þér drotnar !
ur mér það í hug, en eitt er áreið-
anlegt, og það er, að þeir sem ala
upp börn nú á tímum, verða að
gjöra það í tilliti til alls heims-
ins en ác^ir þurfti ekki að taka
tillit nema til sinnar eigin þjóðar.
Þetta þýðir það, að börn nú á tím-
um hafa mikið meira^ að læra.
Þegar synir mínir byrja fyrir al-
vöru á viðfangsefnum lífsins,
munu þeir fljótlega komast að
raun um, að það dugar ekki fyrir
þá eingöngu að læra o!g hugsa um
hlutina eins og þeir, gjörast í Lon-
don, heldur eins og þeir gjörast
um allan heim. Þegar þeir heyra
um eitthvað, sem gjörist í öðrum
löndum, þurfa þeir að geta gjört
sér grein fyrir öllu ástandi þsss
lands, sem um er að ræða, hvar
sem það er í heiminum.
Eg lít baka til minnar eigin
■skólagöngu, og sé, að helmingur-
inn af því, sem eg lærði, hefir
ekki komið mér að neinum notum
í lífinu. Eg vil ekki, að þetta verði
svo með uppeldi minna drengja.
Eg vil láta fornaldar-málin eiga
si'g, en um fram alt vil eg að þeir
fái alþjóða mentun og læri tungu-
mál annara þjóða, að minsta kosti
frönsku, þýzku og spönsku.
Að endingu vil eg segja það, aö
eg ætlast til þess af sonum mín-
um, að þeir verði sjálfstæðir í
skoðunum og velji sér sjálfir sína
lífsstöðu.
öfga þess. Það skapar andúð. Sá,
sem fyrir lofinu verður, gjörist
hversdagslegur; verk hans fara
sömu leið. Menn hrinda minning
hans og lofinu úr huga sér.
Dæmin eru mörg fyrir hendi;
enginn minnist þeirra nú, sem
mest voru lofaðir eina tíð.
Oflofið gjörði minninguna ó-
geðfelda og hratt henni úr hugs-
uninni.
Hinir marglofuðu menn teljast
brátt meðal þeirra, sem gengnir
eru til grafar. Og enginn minnist
lengur.
Orsökin fyrir þessu er sú, að
þeir, sem báru lofið á menn,
gættu hvorki hófs né sannsýni.
Spiltu svo til um minningu þeirra
og orðstír.
s .s. c.
Þér, drotnar, sem vígslóðann vöktuð,
og vargseðlið nuraduð af honum,
án miskunnar miljónir hröktuð,
af mannanna fræknustu sonum,
í dauðann .af á!girndar-æði;
og uppvöktuð hatursins drauga,
á meðan þér móktuð í næði
og maurunum ókuð í hauga.
Þér drotnar! Hvort heyrðuð þau hrópin,
er hugstola mæður og börnin,
sinn horfðu á þverrandi hópinn?
Því heimilis einasta vonin
var hrifsuð, en hungursins vofa
þar hlakkandi dýranna gætti,
og mannúðin sýndist öll sofa;
en söknuður hvarmana vætti.
Þér drotnar, sem upptökin áttuð
að ógnum, sem mannkyn nú þjáir;
við allsnægtir una þér máttuð,
því enginn þau hermdarverk dáir,
með ábyrgð á öllum þeim fórnum,
og endemis fjármuna sóun,
í voða sem steypt hefir stjórnum
og stendur í móti framþróun.
Þér drotnar! Æ, varhuga verið,
því voleg fer tíðin að höndum,
og línkendir bræðrunum berið,
sem barninginn þreyta með ströndum.
í storminum styrkleika tekur
að stýra hjá brotsjóa róti,
og hugvit í raunirnar rekur
við ráðinngar hörmungum móti.
Þér drotnar! það hafið í huga,
er hundruðin þúsunda líða,
ei sjálfselsku drýgindin duga,
né dómar án reynslunnar hlýða.
Er hungursins voðaleg vofa
æ vofir hið næsta við marga,
hver myndi’ ekki miskunn þá lofa,
ef mættuð þér örfáum bjarga.
Þér drotnar, m§ð allsnægt af öllu;
hve hungrið að börnunum sverfur?
Hvern sólgeisla sorgin fær grafið,
er síðaSti munnbitinn hverfur.
“Og kuldinn er klæðlausum bitur,
því hvergi hann pabbi fær starfa,
og mamma í myrkrinu situr,
án matar, né líkamans þarfa.
Þér drotnar, með allsnæ'gt af öllu;
í áþján, sem pabba minn dæmduð;
— er búið í háreistri höllu —
úr hreysinu lága hann flæmfduð;
er björg fyrir mömmu og börnin
, í bitrustu neyð tók hjá öðrum,
í sultinum síðasta vörnin.”
—Hvort sæmdi það lánuðum fjöðrum?
Þér drotnar, sem allsnægtir eigið,
og öreigans ráðið nú lögum,
það vald ekki misbrúka megið,
þó misskifting virðist á hö!gum;
því auðlegð og metorðin myljast,
en manndómur aldrei hinn sanni;
í hrörlegu hreysunum dyljast,
og hetjumóð vekur í ranni.
Þér drotnar! Sízt eldhættan eyðist,
þá örvænting hlúir að kolum;
og fífldirfsku gatan ei greiðist,
né glópslegum stráks handaskolum.
Því hroki og hégóma sýki
ei hrundið fær nokkrum til dáð«,
en geigvæiít í glötunar díki;
og grafið hver framþrif til /áða.
Þér drotnar, sem allsnægtir eigið
og einkis af böli að kvarta,
í lotningu lofa þér mefeið
vorn Ijósanna föður af hjarta;
og þurfið ei hlýða á hrópin
sann-hjartfólgnra barna o!g vina,
— þau nístandi, neyðþrungnu ópin —
án nokkurra ráða að lina.
Þér drotnar!
til verndunar
þótt hnjóti af
er horfinn er
því gull ekki’
en grjótið er
Og munið, að
Og miðlið af
Því varðið nú veginn
hrasandi bróður,
hörmungum sleginn,
fjármuna-sjóður;
í götunni liggur,
hart undir tönnum.
margur er hryggur.
kærleika sönnum.
Þér drotnar! Svo vakandi verið,
því völd eru tekin að'láni;
með skynsemd úr málunum skerið,
svo skýrleikans saurgist ei fáni.
í þrautunum þolgæði beitið,
og þyrnana tínið úr rósum;
og kúgunar kreddunum þeytið,
og kveikið á mannúðar ljósum.
Jóh. H. Húnfjörð.
Skaðlegir vinir
» .
Mönnum mun kunnug sagan um|
manninn, sem bað JJuð að verndaj
si'g gegn vinum sínum; sjálfur
bjóst hann við að verjast hinum.
Gamansaga þessi hefir líka al-
varleik í sér fólginn. Margur hef-
ir vini sér til góðs, og margur til
meins.
Með fáu gjöra menn vini sínum
meiri skaða, en með því að ausaí
yfir hann takmarkalrtlu lofi.
Hafi einhver til að bera ein-j
þvern hæfileika öðrum fremur, er
hann hafinn til skýjanna, og mað-
urinn að heildarsýn gjörður að
nokkurs konar hollvætt og átrúi^-
aðargoði. Tilheyri hann einhverj-j
um flokk eða félagsskap, er sjálf-!
sa!gt að flokkurinn allur njóti
hinnar miklu frægðar.
En það er alls engin trygging
fyrir því, að maðurinn sé ágætur, j
þótt hann hafi einhvern hæfileika
öðrum fremur.
Og þótt þessi eini hæfileiki sé,
lofaður á allar lundir, er maður-1
inn samur og jafn að öðru leyti. j
Að þessu gæta menn ekki nærri
allir.
í þessu sambandi á visa Stein-
gríms heima:
“Með oflofi teygður á eyrum var
hann, *
Svo öll við það sannindi rengd-
ust.
En ekki’ um einn þumlun'g þó
vaxa hann vann.
Það voru’ að eins eyrun, sem
lengcfust.”
Það er líka vert að minnast þess,
að menn dæma flestir eftir því,
sem kemur í ljós hjá manninum,
en ekki eftir því, sem í brjósti býr,
sem von er. En það, sem býr í
hjarta mannsins, varðar mestu.
Þannig reyndist það, þegar Dla-
víð var smurður til konungs. Hann
var als ekki fremri bræðrum sín-
um að ytra útliti, en sá, sem
þekkir hjartalag hvers manns,
hann tók Davíð fram yfir alla
bræður hans.
Menn finna til oflofsins og
Stökur
til Gísla Ólafssonar
frá Eiríksstöðum,
(Kveðnar, er hann las upp í út-
varpinu í Reykjavík.)
Eg er að hlusta eftir óð
utan úr myrkum viði.
Það er líkast þetta Ijóð
þrasta og ]óu kliði.
Við skulum inni hafa hljótt,
hér er kveðin staka;
þó að líði á þessa nótt
þá skal hlusta og vaka.
Hljómar skáli og gisin gön'g,
gleðin lýsir bæinn.
Þekti ég fyrri þennan «öng,
þegar leið á daginn.
Hvar sem glymur gýgjan þín,
góði bragmæringur,
æskan jafnt og elli mín
undirlagið syngur.
Þennan góða þrastar klið
þakki fljóð með kossi.
Þökk fyrir Ijóð úr lækjarnið
og lítinn óð úr fossi.
Hún þjáðist mikið af
bakverk
Kona í Saskatchewan Notar
Dodd’s Kidney Pills.
Mrs. Joe Landsell Segir að Dodd’s
Kidney Pills Sé Ágætis Meðal
Við Nýrnaveiki.
Yellow Grass, Sask. 21. jan. (einka-
skeyti).
“Eg þjáðist mikið af bakverk,” segir
Mrs. Joe Dansdell, góðkunn kona, sem
hér á heima. “Vinnr minn sagði mér
frá Dodd’s Kidney Pills, svo eg keypti
öskjur. Eg held þær sðu Agætis meðal
við nýrnaveiki. þær eru nú orðnar
fjölskyldumeðal á heimilinu og verða
það hér §ftir.” pað eru vitnisburðir
þessu lfkir, sem þvf valda, að Dodd’s
Kidney Pills eru nú algengt húsmeðal
um alt Canada. t nærri hálfa öld hefir
fólkið verið að segja hvað öðru, hve
vel Tfodd’s Kidney Pills hafi reynst
sér. þær eru eingöngu nýrnameðaf.
Ef eitthvað gengur að nýrunum, þá
reyndu Dodd’s Kidney Pills. pær eru
meðalið sem þú þarft.
Dodd’s Kidney Pills hafa komið þús-
undum karla og kvenna aftur til góðr-
ar heilsu. Reyndu þær.
Véráu falli vora þjóð,
vektu alt af dvala.
Syngdu snjallan sólaróð,
svanur fjalla og dala.
—Mbl.
Hjálmar Þorsteinsson,
frá Hofi.
Fálkarnir
Þann. n. janúar léku fálkar á
móti Masons í St. James Intermed-
iate leik og töpuðu þar 2 á móti I
Það var snarpur leikur og var hart
að tapa honum því það versta sem
þeir hefðu átt að hafa hefði verið
jafnt því að knötturinn kom einu
sinni frá miðjum ís í loftinu og sá
hafnvörður hann ekki fyr en of
seint, að liann gat ekki stöðvað
hann og var það hörð lukka, því
þeir höfðu það besta af leiknum
þangað til að þetta kom fyrir. Þeir
sem léku fyrir Fálkana voru þessir:
F. Gillies, hafnvörður; Á. Johnson,
C. Benson, Mat. Johannesson, Ingi
Johannesson, C. Munroe, Ad. Jo-
hannesson W. Bjarnason, P. Palma-
tees. H. Gislason.
Á miðvikudagskvöldið léku ekki
nema 2 af okkar hockey flokkum á
Wesley skautahringnum, því að ís-
inn var vondur og svo var líka of
kalt. Þeir sem léku voru Natives
og Víkingar og höfðu þeir ekki alla
sína menn úti og endaði svo fyrir
þeim að þeir skildu jafnir. Það var
skotið 5 sinnum í höfn hjá hvorum..
Fálkar hafa Wliist Drive og dans
á hverju laugardagskvöldi í neðri
sal Goodtemplarahússins, Komið og
stvðjið þar með félagið.
Pete Sigifrðsson.
Brennið Mercury!
HIN
NÍJU KOL
TEKIN h
ALBERTA
HAFA ÖLL
GÆÐI
ÁGÆTUSTU
KOLA
TIL HEIMILIS-
ÞARFA
TVl-
HREINSUÐ
LUMP
.50
12
TONNIÐ
Afsláttur 50 cts.
fyrir staðgreiðslu
eða C. O. D.
pantanir.
IÍTIL ASKA
MIKIÐ
HITAMAGN
HITA
FLJÓTT,
HREIN
STOVE SIZE
11
•so
TONNIÐ
Afsláttur 50 cts.
fyrir stað!greiðslu
eða C. O. D.
pantanir.
Fást í Winnipeg aðeins hjá—
The Arctlc Ice & Fuel Co. Ltd.
Phone 42 321