Lögberg


Lögberg - 28.01.1932, Qupperneq 1

Lögberg - 28.01.1932, Qupperneq 1
PHONE: 86 311 Scven Lines fefá ited C°T" For Service and Satisfaction 45. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 28. JANÚAR 1932 NÚMER 4 Um Dufferin lávarð Hjálmar A. Bergman, lögmaður í Winnipeg, hreyfði síðastliðið ár málefni. er alla íslendinga varð- ar. Hélt hann ræðu á sumardag- inn fyrsta, sérhátíðisdegi íslend- inlga, og helgaði hann ræðuna minningu Dufferins lávarðar, sem svo mjög var viðriðinn landnám Islendinga hérlendis og þektur er fyrir góðvilja og vinarþel í þeirra garð. Þessi ræða Hjálmars var birt í síðasta jólablaði Lögbergs, o!g að sjálfsögðu hefir meginþorri íslendinga lesið hana og dáðst að henni að maklegleikum. Enda ætti minning Dufferins lávarðar að vera hugljúf íslenskri þjóð. Eg get eigi hugsað mér heppi- legra umræðuefni á sumardaginn fyrsta. Hjálmar A. Bergman tilheyrir annari kynslóð íslenzkr- ar þjóðar hér í álfu, sem enn þá býr yfir minni’ngum frá land- námstímum, þó víða sé íslenzku- viðhaldið í molum, eins og vænta má. En Hjálmar ann íslenzkunni og íslenzkri þjóð og hefir lagt góða rækt við feðramálið. Hann er þar fær í flestan sjó og getur flutt gullgóða ræðu á íslenzku, ef svo ber undir. Ofannefnd ræða hans sver sig í ætt við það, sem bezt hefir verið ritað á móðurmál- inu í Vesturheimi. Um Dufferin lávarð hefir lítið verið ritað af íslendingum. Hér og þar hefir hans verið hlýlega minst og svo látið þar við sitja. Skáldin hafa þagað, því eigi minn- ist e!g þau háfi lofljóð kveðið um þann mæta og merka mann. Eng- in bók hefir verið út gefin, sér- staklega helguð minningu hans. Það liggur við, að þar komi í ljós sárgrætileg vanrækt og gleymska frá hálfu hinnar fyrstu kynslóð- ar, sem þó svo mjög hefir veri<$ gullhömruð fyrir trygð og mann- kosti. Er leitt til þess að hugsa. Vildi eg gjarna til þess vita, að allir Vestur-íslendingar væri fá- anlegir að taka saman höndum til þess að reyna að bæta úr þessu; því vera má, að framtíðin leiði þá í ljós sannmæli hins forna máls- háttar, að betra er seint en aldrei. Ræða H. A. B. við ofannefnt tækifæri, bregður upp mynd af Dufferin lávarði í fáum og skýr- um dráttum. Ræðumaður segir frá því, að árið 1856 hafi maður af írskum aðalsættum siglt skemti- skútu sinni til íslands. Dufferin var þá maður um þrítugt, og í för með honum voru nokkrir kunn- ingjar hans, sem að líkindum hafa verið á svipuðu reki. För þeirra til íslands lýsir Dufferin í bréfum til móður sinnar, sem til eru á prenti. Votta bréf þau að gagntekinn hefir hann verið af hinni margbreytilegu náttúrufeg- urð íslands. Eins votta þau, að sá merki aðalsmaður hefir engu síð- Ur verið hrifinn af tápi og mann- kostum íslenzkrar alþýðu. Eigi er þess getið, að alþýðan hafi far- ið í sparifötin til að bjóða gesti þessa velkomna, heldur mætt þeim í húsdyrum í “daglegum fötum rétt”, eins og þar segir. Dvöl þeirra í landi er þeim þó hin á- nægjulegasta, og bera þeir þaðan ljúfar endurminningar. Þáver- andi mentamenn landsins gera þá vel úr garði við burtför þeirra, og þeim er haldið kveðjusamsæti í Reykjavík og ræður fJuttar á þremur tungumálum. Hverri ræðu svarar Dufferin á sama máli, enda var hann tungumálagarpur með afbrigðum. Auglýsinga-skrumið hafði eigi fengið byr undir vængi á þeim dögum, en við íslandsför Dufferins og félaga hans árið 1856, (Framh. á bls. 5.) Dr. og Mrs. Guðm. Grímson Þeim var haldið fjölment og mjög myndarlegt samsæti í Rugbý, N. Dak., þar sem þau ei!ga heima, á mánudaginn hinn 11- þ.m. Var tilefnið fyrst og fremst það, að þau hjón hafa nú verið gift í full tuttugu og fimm ár. Mundi sam- sætið hafa verið haldið nokkru fyr, ef Guðmundur dómari hefði ekki verið eins önnum kafinn, eins og hann hefir verið, síðustu tvo eða þrjá mánuðina, og sjald- an verið heima. Yfir hundrað af vinum þeirra Dr. og Mrs. Grimson tóku þátt í samsætinu, sem haldið var í fallegum og smekklega skreyttum samkomusal í Rugby. Var samsætið hið skemtilegast og var skemt með ræðuhöldum, söng og hljóðfæraslætti. Flutti Dr. Grímson mjög skemtilega tölu að endingu og þakkaði þá virðingu og vinsemd, sem sér og konu sinni væri sýnd með samsæti þessu. í sambandi við þetta samsæti getur blaðið “Pierce County Trib- une”, sem út er gefið í Rugby, þess, að þau Dr. og Mrs. Grímson séu um miðjan þennan mánuð að leggja af stað til íslands, og eru þau því væntanlega á leiðinni þangað nú. Segir blaðið, að þau muni verða um tveggja mánaða tíma í þeirri ferð, en um erindi Dr. Grímsons til íslands er ekki getið. en þó mun ferð þessi naumast skemtiferð eingöngu. Jafnvígur á alt Allmargir menn eru svo vel gefnir, að þeir geta skarað fram úr í einhverju einu; til eru þeir líka ekki allfáir, sem geta gert margt nokkurn veginn vel; en þeir eru sárafáir — algerð undan- tekning — sem eru svo miklum og mörgum hæfileikum gæddir, að þeir séu jafnvígir á alt; það er að segja, að þeir geti tekið sér fyrir hendur hvaða starf sem er og skarað fram úr í öllu. Eg þekki einn mann heima á Is- landi, sem drottinn hefir gert þannig úr garði — það er Guð- mundur Björnsson fyrverandi landlæknir, og annan í Vestur- heimi — það er Vilhjálmur Stef- ánsson. Sumir hafa þá skoðun, að Vil- hjálmur hafi orðið frægur maður einungis vegna þess að hann hafi hitt á þá einu braut, sem hann hafi getað gengið án þess að vill- ast. En þar skjátlast þeim. Eg kyntist honum talsvert þegar hann var í skóla — skömmu áður en hann lagði af stað í fyrstu norð- urförina. Þá sannfærðist eg um það, að hann hefði skarað fram úr í hverju því, sem hann hefði snú- ið sér að, eða tekið sér fyrir hendur. Hann er viðurkendur sá norð- urfarinn, sem mestu hafi afkast- að vísindalega; hann er einróma talinn einn hinna snjöllustu rit- höfunda í Vesturheimi og mælsku- maður með afbrigðum. En Vilhjálmur Stefánsson er líka skáld og hefði áreiðanlega getað jafnast á við þá fremstu í þeirri list, ef hann hefði æft hana. Eg þýddi eftir hann kvæði fyrir nálega tuttugu árum; flest- ir munu hafa gleymt því nú, og þykir mönnum ef til vill meira varið í það en áður, vegna þeirr- ar frægðar, sem Vilhjálmur hefir hlotið á öðrum sviðum. íslendingur vinnur verðlaun í iðnaðar og landbúnaðar sýn- ingu Minnesotaríkis árið sem leið, hlaut Ásmundur Barnason fyrstu verðlaun fyrir litla eftirlíking af nýtízku íveruhúsi (model). Húsl það er eigi stærra en það, að vel| fær það staðið á litlu borði, en engu síður nákvæm líking af þess kyns íveruhúsum. Var það til sýn- is í einni iðnaðardeildinni, innan um óteljandi smíðisgripi, er ungir lærlingar hinna ýmsu iðnaðarskóla höfðu þangað sent. En roskinn íslenzkur trésmiður, sem aldrei hefir inn fyrir skóladyr komið, hlaut þó fyrstu verðlaunin. Eins og til forna, svaraði Islendingur- inn því einu til, að hann væri er- lendum berserkjum eigi eingöngu jafn-snjall, heldur miklu meiri. Verðlaunagripur þessi hefir verið til sýnis í gluggum stórverzlana Minneapolis borgar og þótt mikið til hans koma. Ásmundur Bjarnason á heima í Minneapolis og stundar þar tré- smíði. Hann er í tölu þeirra manna, er vinna baki brotnu, enda hefir honum farnast vel hér í landi. Verðlaunagrip sinn smíð- aði hann í hjáverkum sínum, og marga aðra hluti hefir hann þann- ig smíðað, sem snildarlega er frá gengið. “Eg er að bauka við þetta í hjáverkum mínum,” segir hann sjálfur. Landar hans mega full- vel vera stoltir af því ‘bauki’, sem fyrstu verðlaun hlýtur í heimsins mesta iðnaðarlandi. Ásmundur mun kominn nær sex- tugu og er ættaður úr Suður-Múla sýslu á íslandi. Trésmíði mun hann hafa lært í Danmörku. Til Ameríku flutti hann fyrir rúmum tuttugu árum síðan og dvaldi í Canada þangað til árið 1915, að hann flutti til Bandaríkjanna. Hann er tvígiftur og seinni kona hans er Irigibjörg Peterson, fyr verandi skólakennari í Minneota. Þau hafa eignast tvo myndarlega syni. Heimili þeirra er réttnefnt sý.nishorn al-íslenzkrar gestrisni. Eg er Ásmundi þakklátur fyrir “baukið”! O. T. Johnson. Heimspeki tvítugs manns Eftir Vilhjálm Stefánsson. Á hjarta mitt leitar kend í kvöld, er kærleikur skaparans í öndverðu gaf sem leiðarljós í lífi hvers óbreytts manns — því ástin er lögmál — alheimsmál, hver einasta sál það kann; hún veitir því ytra veg og skraut og vermir hinn innra mann. Það stórt er að vinna sigursveig, í sögunni dýrð og hrós, í frægðarverkum og skörungsskap að-skína sem falgurt ljós. En öll þau verðlaun, sem veröld á frá valdhafa nokkurs lands ég fyrirlít — kýs mér konuást og kóngsríki óbreytts manns. \ Þó glaumurinn nafn mitt hefji hátt, í hrósi’ er mér engin þægð; því konunnar ást, sem óð minn söng, skal aldregi mæld við frægð; og engin virðing, sem veröld á frá valdhafa nokkurs lands má komast til jafns við konuást í kjörum og líðan manns. En bregðist himnesk og heilög ást og hlotnist ei þér né mér, þá dyljum sorgii- og dáið líf með drengskap við hvað sem er; því þeir, sem ölturu bygðu bezt og brautsmiðir sérhvers lands eru kappar, sem hlutu’ ei konuást né kóngsríki óbreytts manns Sig. Júl. Jóhannesson. Söngskemtun í vændum Karlakór íslendinga í Winnipeg, hefir ákveðið að efna til samsöngs í Fyrstu lútersku kirkju á mið- vikudagskveldið þann 3. febrúar næstkomandi; . hefir flokkurinn æft sig af kappi síðan í haust, og miðað vel áfram. Söngstjórinn, hr. Brynjólfur Thorláksson, hefir helgað flokknum óskifta kraftaj það sem af er þessum vetri, og á hann almennings þakkir skyldar fyrir áhuga þann og læg^ni, er hann í starfi sínu hefir hvarvetna sýnt. Innan vébanda þessa söng flokks, hefir samvinnan verið hin ókjósanlegasta, og æfingar sóttar að jafnaði hið bezta. Að flokkurinn hafi tekið lof- samlegum framförum, verður ekki um vilst. Þess vegna mun það tæpast of mælt, að miklar líkur séu til, að þann 3. febrúar næst- komandi, gefist fólki voru kostur á að verða aðnjótandi- einnar þeirrar uppbyggilegustu og á- nægjulegustu skemtunar, sem völ hefir verið á í háa herrans tíð. — Karlakór íslendinga í Winnipeg er enn á bernskuskeiði, — nýgræð- ingur, er mestan á þroskann fram undan. Þeir renna ekki allir blint í sjóinn, er halda því fram, að hann eigi eftir að verða ein allra vinsælasta og notadrýgsta stofn- unin meðal Vestur-lslendinga. Men's Club Karlmannaklúbburinn hélt sam- sæti í samkomusal Fyrstu lútersku kirkju á miðvikudagskveldið hinn 20. þ.m. Ræðumaðurinn í þetta sinn var prófessor Osborne. Aðal- efni ræðu hans var um Rússland. Þar hafði hann komið og verið um tíma síðastliðið sumar. Fyrir sitt leyti sagðist prófessorinn trúa því, að fimm ára áætlunin mundi hepnast Rússum í aðalatriðunum. Hann taldi það bæði ranglátt og óhyggilegt af hinum vestrænu þjóðum, að vilja ekkert hafa sam- an við Rússland að sælda. Það væri heldur ekki hægt. Prófessor Osborne er mælskumaður með af- brigðum, á yfir að ráða ákafleg- um fjölda af fallegum orðum, sem flæða af vörum hans í stríðum straumum, og er skemtilegt á að hlusta. lEinhverjum kann hins- vegar að hafa hálfleiðst umtals- efnið, því mörgum þykir Rússinn ekki skemtilegur, og sízt um þess- ar mundir. Forseti klúbbsins, Mr. J. G. Jóhannsson, kynti gest- unum ræðumanninn og H. A. Berg- mann, K.C., bar fram þá tillögu. að ræðunni lokinni, að ræðumanni væri þakkað sitt snjalla erindi. Gerði hann það svo skemtilega, að allir komust í bezta skap, ef þeir voru það ekki áður, og fóru glað- ir og ánægðir úr þessu samsæti. Vinnudeila Lengi hefir staðið yfir ágrein- ingur milli strætisbrautafélags- ins í 'Winnipeg og verkamanna þess, út af kaupgjaldi. Vill félag- ið lækka verkalaunin um 10%, en verkamennirnir vilja ekki ganga að þeirri launalækkun. Samþyktu þeir með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða, að hefja heldur verkfall. en ganga að þessari launalækkun. Mikið hefir verið til þess reynt, að koma hér á suttum, og þegar þetta er skrifað, miðvikudags- morgun, lítur heldur út fyrir, að ekki mun til verkfalls koma. Segir af sér Sir Eric Drummond, sem verið hefir aðal skrifari Þjóðabanda lagsins, hefir sagt af sér því em- bætti. Er haldið að vonbrigði út af Manchuríumálinu valdi þar miklu um. “Eg get þolað allar aðfinslur við gerðir Þjóðbanda lagsins, meðan. vér getum með sanni sagt, að það komi 1 veg fyrir ' stríð”, er eftir honum haft. Samband símakerfanna í Canada Nú er svo Komió, ao hægt er að nota canadiska síma til að talast við, alla leið frá Halifax til Van- couver, eða 4,263 mílur. Þetta hefir ekki verið hægt fyr en nú fyrir fáum dögum. Alt til þessa hefir þurft að nota síma suður í Bandaríkjum, til að geta talast við þvert yfir Canada. Er þetta gert með sambandi ýmsra síma- kerfa í landinu, og eru þau Brit ish Columbia símafélagið, fylkis- stjórna símakerfin í Sléttufylkj unum þremur, Bell félagið í Ont- ario og Quebec og tvö símafélög í Strandfylkjunum. Var þetta can- adiska símasamband opnað á mánudaginn var, þannig að land- stjórinn talaði frá Ottawa til fylk- isstjóranna í öllum fylkjum lands- ins og tilkynti þeim, að samband- ið væri opnað, og svöruðu þeir hver um sig. Fylkisstjórinn í Mani- toba gat það samt ekki, því hann er veikur um þessar mundir, og hefir all-lengi verið. Mr. Major, dómsmálaráðherra, sem einnig er símaráðherra, svaraði fyrir hans hönd. Símagjaldið milli Winnipeg og St. John er $5,50 í þrjár mínút- ur, og milli Winnipeg og Vancouv er $4.50. Eftir kl. 7 á kveldin er gjaldið lægra frá einni stöð til annarar. Kirkjunum breytt í safnbús Soviet-stjórnin á Rússlandi er bæði iðin og stórvirk við að af- kristna Rússa. Eins og í öðrum kaþólskum löndíhn, er þar mikið af skrautlegum og afar dýrum kirkjum. Þær eru nú flestar not- aðar til alls annars en guðsdýrk- unar. Eina slíka kirkju í Lenin- grad hefir stjórnin nú rétt nýlega ákveðið að nota hér eftir fyrir gripasafn, sem á að vera valið sér- staklega í þeim tilgangi að upp- ræta öll trúarbrögð og alla guðs- dýrkun úr hugum fólksins. Hin- ir ráðandi menn í Rússlandi halda fast við þá kenningu, að trúar- brögðin séu andlegt ópíum, áem geri fólkinu bara ilt eitt. Sú kirkja, sem hér er um að ræða, er dómkirkja ein mikil, sem byrjað var að byggja 1801, en var full- gerð 1811 og kostaði um tvær|Því að mikill fjöldi fólks verður miljónir dollara. í henni eru ýmsjað yfirgefa heimili sín, um stund afar verðmæt listaverk. • að minsta kosti Nýr spítali Montrealbúar gera ýáð fyrir að byggja nýjan spítala, eins fljótt og peningar eru fyrir hendi til að gera það, en sem ekki sýnist vera enn sem komið er. Á hann að verða eins fullkominn eins og nokkur spítali í þessari heims- álfu, eða enn fullkomnari, og kosta $10,000,000. Hefir uppdráttur af byggingunni þegar verið gerður, Varasamur viðskiftamaður Með byrjun desembermánaðar kom til Winnipeg maður að nafni Henry Adams, en mun þó stund- um hafa nefnt sig Henry Ander- son. Hann leigði sér pláss í vöru- húsi hér í borginni, fékk sér tvær skrifstofustúlkur, og sendi síðan auglýsingar til bænda víðsvegar i fylkinu og sagði þeim, að hann vildi kaupa vörur þeirra, sérstak- lega alt fuglakjöt, sem þeir hefðu, og greiða hærra verð heldur en aðrir. Margir urðu til að senda honum vörur og mun hann hafa fengið um sex þúsund dollara virði af þeim. Borgunin kom eins og lofað hafði verið og eins fljótt eins og til stóð, og bændum vitan- lega leizt vel á þetta og voru á- nægðir. Maður þessi (borgaði með bankaávísunum, eins og gerist, en þegar til kom, reyndust þær ekki neins virði. Adams átti enga pen- inga á bankanum. Þetta hefir því farið svo, að bændurnir, sem sendu Adams vörur sínar, hafa alls ekkert fyrir þær fengið. Ekki hélt Henry Adams þessu áfram lengur en til 26. desember. Hvarf hann þá og enginn veit hvað um hann er orðið,' og lögreglan er nú allstaðar að leita hans. Það er haldið, að sami maðurinn hafi áð- ur Ieikið þetta í Strandfylkjunum. •Ætti þetta að verða til þess, að kenna fólki að vera varfærið, þeg- ar um óþekta menn eða félög er að ræða. Vatnsflóð Vantsflóð mikil eru nú í Missi- sippi norðanverðu, sem unnið hafa mikið tjón á stóru svæði, og valda Atvinnubaetur 1 lok síðasta sambandsþings var stjórninni veitt heimild til að verja óákveðinni fjárupphæð, fram til næsta þings, til atvinnubóta og til hjálpar atvinnulausu fólki. Hef- ir stjórnin verið að fást við þetta síðan, og er haldið að til þess muni ganga um $30,900,000. Þeir, sem atvinnu hafa notið fyrir þetta stjórnarfé, eru 265,000', og vinnu- dagarnir eru eitthvað yfir þrjár miljónir. Hér er ekki átt við það aðeins, sem sambandsstjórnin hef- ir sjálf gera látið heldur líka það, sem hún hefir lagt til fylkja og bæja.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.