Lögberg


Lögberg - 28.01.1932, Qupperneq 7

Lögberg - 28.01.1932, Qupperneq 7
» LÖGBERG. FIMTUDAGINN 28. JANÚAR 1932. Rls. 1 Baskar Strengleikar þeirra og dansar. Vestast í Pyreneafjöllum, þar sem þau teygjast niður að At- lantshafi, eiga Baskar heima, þessi einkennilega þjóð, sem eng- inn veit hvar er upprunnin, og mælir á tungu, sem er ólík öllum öðrum. Hér eru fjöllin ekki brött og há og snævi þakin. Háfjöllin blána í fjarska. Hér eru þau brosandi fögur og landið alt líkist mál- verki, þar sem penslinum hefir verið dýft í sólskin. En landið er eilgi aðeins fagurt. íbúarnir, hinir lífsglöðu og fjör- Ugu Baskar, hafa einnig á sér hrífandi skáldsagna blæ. — Þeir hafa geymt alda gamla siði og venjur, eldri heldur en rakið verð- ur. Um tungumál sitt segja Bask- ar, að það sé sama tungumálið o'g vorir fyrstu foreldrar töluðu. En þjóðsaga er það, að Baskar séu afkomendur þeirrar þjóða, sem bygði Atlantis, landið, sem sökk í sæ. Baskar eru sjálfir sannfærðir um það, að þeir ætti að geta rakið ættir sínar alla leið til sköpunar mannsins. Ljósast dæmi þess er svar baskiska bóndans til aðals- mannsins Montmorency, er hann var að gorta af ætt sinni, sem hann gat rakið í marga liðu: “Vér Baskar reiknum ekki eftir tímalengd.” Þetta var bein af- leiðing af því, að þjóðflokkurinn telur sig hafa verið til alt frá sköpun heimsins. En það er bezt að sleppa um- mælunum um aldingarðinn Eden o!g hið sokkna Atlantis. Sagan hefir nóg að geyma af merkileg um sannindum um þessa þjóð. Rithöfundurinn Strabon segir frá þjóðflokki, sem hann nefnir Ibera. Segir hann, að þeir hafi átt heima á skaga þeim, sem eftir þ,eim var nefndur Ibería, áður en Keltar lögðu hann undir sig. Með- fram ánni Ebro — sem einnig dregur nafn af þessum þjóðflokki — stóðu Iberar á allháu menning- arstiígi. Strabon skiftir þeim í þrjá flokka, sem hann nefnir iler- geta, cantabra og vascona. Það er nú nokkurn veginn á- reiðanlegt, að vasconar eru for- feður þess þjóðflokks, sem nú nefnist Baskar. Strabon segir enn þá: “Þegar tungl var í fyllingu, söfnuðust vasconar saman um nætur, ásamt fjölskyldum sínum, til þess að dýrka nafnlausan guð með söngv- um og dönsum.” Með þessu er það sannað, að dansinn var einn liður í !guðsdýrkun þeirra. Og maður þarf ekki að dvelja lengi meðal Baska til þess að sjá. að dansinn er stór þáttur í lífi þeirra—andlegu lífi. Dansinn hjá þeim er ólíkur dansi annara þjóða. Hann byggist ekki á fögrum hreyfingum, né því að kitla girnd- ir manna. Hann hefir sýnilega á sér einhvern helgisvip. Fram undir 1800 tóku prest- arnir þátt í dansinum. Og á viss- um stöðum eru énn dansaðir “Féte-JDieu”-dansar á föstunni, feuði til lofs. Mörgum kann að virðast það einkennilegt, en þeg- ar maður sér alvöruna hjá þeim, sem dansa og hinum, sem horfa á, bá verður manni það fljótt ljóst, að í dansinum er en!gin léttúð, heldur eru þeir helgiathöfn, sem upptök sín einhvers staðar á lengst fram í öldum. Þegar maður sér í fyrsta sinn á pálmasunnudag prestinn leika hinn alkunna knattleik Baska, “pelote”, ásamt söfnuðinum fyr- ir framan kirkju sína, finst manni eitthvað athugavert við það, en skilur þó brátt, að hér er um helgiathöfn að ræða, o!g að henni svipar nokkuð til hinna fornu Olympsleika í Grikklan'di. Hjá Böskum eru dansarnir stór Pattur í lífi og lifnaðarháttum. Dansarnir eru hvorttveggja í senn, sjónleikar og strengleikar, og elzta form þeirra er í vestustu héruðunum, þeim, sem næst eru Frakklandi. Sá dans, sem tíðastur er, er “le Saut basque”, íagur og fríður dans. Eins og flestir baskiskir dansar, er hann sti'ginn af karl- mönnum einum. Um tuttugu hóp- ar stíga dansinn, og hefir hver hópur ákveðið hlutverk. Oft sér maður á helgikvöldum dans þenna stiginn á strætum og þjóðvegum. Þetta er hringdans, líkt og vikivakar, o!g geta eins margir tekið þátt í honum og vilja. Venjulegast situr pípuleik- arinn utan við veginn, umkringd- ur af ungum blómarósum, sem horfa aðdáunaraugum á piltana sem dansa. Það er svo með þenn- an dans, að hann er ekki stiginn eftir neinum vissum reglum. Hver dansandi reynir, eins o'g honum er unt, að gera hann eins fagran og hægt er, og dregur því dansinn nokkurn dám af því, hvað dans- mennirnir eru uppfinningasamir, en jafnframt er hann barnslega sakleysislegur. Einn dansinn nefnist “klypp- dans”, en hann er nú að verða úr- eltur eins og “polka” o'g “hopsa” annars staðar, og sést nú varla neinn æskumaður dansa hann. En í sumum veitingahúsum uppi til sveita, er hann enn stiginn, sér- staklega á kvöldin, þegar vínið fer að svífa á menn. Þá verða gaml- ir menn ungir í annað sinn. í fyrri hluta dansins mætast menn með klyppuna á. lofti og berja þeim saman. En í seinni hluta dansins taka menn örmum saman í kross og sttíJb viss dansspor milli klyppa. sem lagðir eru á jörðina (eða gólfið). “Frandolen” er .dans, sem ungir menn stíga eingöngu og í löngum röðum. Þeim dansi fylgir sá sið- ur, að bundinn er klútur þvert yf- ir andlit hvers dansanda. Skipa menn sér svo í fylkingar, stí'ga fram, mætast, snarsnúast hverjir um aðra, “fara í keðju”, og er þetta ekki ólíkt gömlu vikivökun- um. Meðan á föstunni stendur (sér- staklega á “kjöthátíðinni”) stíga ungir menn dans, er nefnist “le danse de volants”. Eru þeir í lit- klæðum oð með blaktandi mislit bönd utan á sér. Af því dregur dansinn nafn. Mennirnir, sem dansa, hafa prik eða staf í hönd- um og slá þeim saman eftir vissu hljómfalli. Einn dans ,er þar merkilegur að því leyti, að hann á sér sína sögu hér á landi líka. Hjá Bösk- um er hann kallaður “hænudans- inn”, en hjá oss, “að slá köttinn úr tunnunni.” Hjá Böskum fer þessi dans fram á þann hátt, að menn taka sér sverð eða barefli í hönd. Á víðavangi er settur kassi með hænu í, og er lítið op á lok- inu, svo að hænan getur stungið höfðinu þar upp úr. Nú dansa ungu mennirnir í kring um kass- ann. Hefir hver sverð á lofti, og þeim, sem tekst að höggva haus- inn af hænunni, þegar hún sting- ur honum upp um gættina, er sig- urvegari. Svo er það “glasdansinn”. — Þennan dans dansar Zamalzain. Zamalzain er bezti dansmaðurinn. Hann er klæddur litklæðum og hefir nokkurs konar kórónu á höfði. Um mjaðmir sér ber hann “krinolinu” og er hún í likingu við hest. Er því loku skotið fyrir það, að dansandinn geti séð nið- ur á fætur sér. En nú á hann að dansa fram og aftur, hring eftir hring, og nálgast alt af glas fult af vatni, sem sett er mitt á dans- svæðið. — Og þegar hann kemur að glasinu, sem hann sér ekki, á hann að hoppa upp á það, standa þar á öðrum fæti og rétta hinn frá sér. Standa svo um stund, og j hoppa svo ofan af glasinu aftur. án þess að það hallist eða neitt skvettist út úr því, og halda á- fram dansinum. Meðal dansa Baska má nefna “Djöfladansinn” svo kallaða. — Hann er gerður til þess að draga dár að hinum vonda og gera hann hlægilegan í augum manna. Þessi dans hefir sína sérstöku þýð- ingu í helgisiða athöfninni. Eins og fyr er sagt, dansa aðal- lega karlmenn þessa dansa. — Stundum taka þó konur þátt í dönsunum, en þær eru algerle'ga utanveltu. Þó eru þessir dansar í augum annara Norðurálfumanna lang-fallegastir, þegar þeir eru stignir af ungum stúlkum, sér- staklega þegar þær eru að sækja vatn, hvíla sig á leiðinni og stí'ga svo dansinn. Þá er yfir þeim og dansinum sá hrifningarblær og sú unaðskend, er gerir skömm öllu okkar dansdútli, sem er afnám hinnar fögru listar. — Dansar Baskanna eru marg- breytilegir eftir héruðum, en all- ir hafa þeir hið sama til brunns að bera, að vera eitt stærsta menningarmeðal í þjóðlifi þeirra. En þó fer Böskum nú sem öðrum, að þeir draga dám af þeim, sem nærri búa. Það er venja hjá Böskum, að þe'gar drengur er orðinn tíu ára gamall, fer hann að æfa þá dansa er hann hefir séð fyrir sér frá barnæsku. Og þessir dansar eru fyrir honum eins og glímur og leikfimi hér — eiga að gera hann hraustan, fiman og áræðinn. Því er það, að á síðkvöldum safnast saman, helzt jafnaldra drengir, og stíga dans. Einhver fullorðinn stjórnar æfingum þeirra og fara þær venjulega fram á víðavangi, eða þá í húsagörðum og innanhúss. Fari þær fram í húsagarði, er kveikt á kertum. sem stun'gið' er á húsveggina í kring. Bera þau daufa, gula birtu yfir söfnuðin, en þó er nógu^bjart til þess að kennari barnanna sjái alt er fram vindur, og geti stjórn- að fótataki barnanna, hvernig þau eiga að bera fæturna, hvenær á að setja fjaðurmagn í ristina, hvern- ig fótle’ggurinn á að mæta öklan- um o. s. frv. Utan við danssvið- ið situr drengur og syngur hárri röddu undir danslagið. Fatist honum, eða dansöndunum, er fitj- að upp á nýju, því að þetta er al- vara og þetta er list. Svo eru líka strengleikar Bask- anna — leikar, sem þeir sýna hvar sem er, á þjóðvegum og í þorpum, upp til fjalla o!g inst til dala. Svipar þeim enn til vikivakanna. Það eru þjóðkvæði sungin og dönsuð. í þjóðkvæði Baskanna er mik- inn fróðleik að sækja um uppruna og samruna kvæða og dansa. — Mgbl. hvítleit, líkt og rjómi. Rauðan í kjötinu á að hafa kissiberja lit og vera blönduð fitu. Lakara kjöt er oft keypt vegna þess það fæst fyrir minna verð. Það er líka kjörkaupssala á kjöti. Maður er lánssamur, ef maður fær það sem maður borígar fyrir. í lakara kjöti er tiltölulega mikið af vatni, en lítið af fituefn- um. Húsmæðurnar finna oft að þetta ódýra kjöt minkar svo sem um þriðjung við suðuna og er þurt og seigt. Ef það, sem soðijð er, er ekki, alt borðað strax, en á svo að nota það kalt, þá er það slæmt og óaðgengilegt. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá verður þetta kjöt í raun og veru dýrara held- ur en dýrara kjötið, o!g miklu óað- gengilegra. En bezta kjöt kostar meira en það lakara rétt eins og beztu egg kosta meira en þau lakari, og No. 1 hveiti meira en No. 2 eða No. 3, Aðal næringarefnið í kjöti og mjólk, er afar þýðingarmikið, þe!g-j Það KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Orfice: 6th Floor, Bank oí Haniilton Chambers. ar um manneldi er að ræða. er sama efni og í vövunum og blóðsellunum. Þær eyðast með ó- trúlegum hraða við hvert hjarta- slag, og sú eyðsla verður að bæt- ast upp, ef vel á að fara. Á hjartað er lögð meiri vinna, heldur en nokkurn annan hluta líkamans. Það mundi slitna upp á örstuttum tíma, ef það fengi ekki þá næringu, sem því er nauð- synleg, en hana er að finna í flokkuðu kjöti. R. A. McLoughry, V.S.. Dom. Live Stock Branch. Flokkun kjöts Sala á flokkuðu kjöti hefir tek- ið miklum og skjótum vexti, vegna þess að fólk geti reitt sig á hana, og vegna þess að læknastéttin hefir mælt með henni og sömuleið- is embættismenn heilbrigðisdeild- ar stjórnarinnar o!g sérfræðingar, og einnig spítalar og heilsuhæli. Gildi þessarar aðferðar er líka viðurkent af helztu kjötsölum og hin tvö miklu járnbraútarkerfi í Canada tiltaka nú flokkað kjöt í samningum sínum og ekkert ann- að er notað af þeim. Það sem þarf til þess að kjöt geti verið verulega gott, er: 1. Að það sé mjúkt, af vel öldum ungum gripum af góðu kyni, og það hafi verið í kæliklefa hæfi- lega lengi. Skrokkur af ársgöml- um grip þarf að vera eina viku í kæliklefa, þar sem hitinn er rétt ofan við frostmark. 2. Bragðið fæst með því, að ala gripi af góðu kyni á kornmat. Sömu korntegundir eru notað- ar, eins og vér notum við morg- unverðinn. 3. Næringargildið kemur frá korn- tegundunum og öðru bezta fóðri, svo sem alfalfa, og smára, sem skepnunum er gefið. 4. Öllum heilbrigðisreglum er ná- kvæmlega fylgt. Sérstakur em- bættisstimpill er settur á kjöt- ið, sem er trygging fyrir því, að gripurinn hafi verið heil- brigður. Eftir að slátrað hefir verið, er allrar marúðar gætt með alla meðferð á kjötinu. | Flokkunarstimpillinn er trygg- ing fyrir því, hvaða tegundar kjöt- ið er. Að eins skrokkar af ungum góðum gripum, eru flokkaðir. Fitan verður að vera föst í sér og Frá ýmsum tímum (Að mestu lausl. þýtt.) AÐ GÁ TIL VEÐURS. Eitt hið fyrsta, sem flugmaður- inn lærir, er að meta 'gildi gömlu máltækjanna sjómannsins um út- lit lofts og lagar. í huga hans fær vindur, tungl og stjörnur nýja þýðingu. Veðurspár verða honum mikilsverð vísindi. Leiðbeiningar fær hann um orsakir skýja, mynd- un þeirra, lögun og litbrigði. Til dæmis: Rauðleit ský að kvöldi dags spá !góðu veðri; en roðuð ský við dagrenning benda til hins gagnstæða; gráleitt morgunloft lofar góðviðri, eða séu skýin þá gisin og mjúkleg, benda þau á heillavænle'gt veðurlag; en dökk- brydd og soraleg ský boða storm. Oftast má reiða sig á það, að því voðfeldari og þelalegri sem skýin eru, þess minni líkindi eru um hvassviðri, en séu þau aftur á móti harðleit og grug!gug til að sjá, eru það sönn merki þess að óveður er í bitgerð. — Slíkar veð- urspár af útliti skýja, eru ótelj- andi, en geyma oft gullin ráð þeim, er loftfáki þeysir. Þvílíka spádóma hafa íslend- ingar iðkað frá fyrstu tíð; þeir litu til veðurs að kvöldi dags, er hverfandi sól roðaði skýjadrög á vesturlofti, og varð þá að orði: “Kvöldroðinn bætir — en morgun- roðinn vætir.” O'g þeir kváðu: “Þegar í heiði sólin sest á sjálfa Kyndilmessu, snjóa vænta máttu mest, maður, upp frá þessu.” telst sá í Prague í Bæheimi, byrjaði árið 1348. MoskVa háskólann stofnaði El- ízabet Rússadrotning árið 1755, en tæpum hundrað árum seinna lét Alexander fyrsti setja á stofn há- skólann í Pétursborg. Elzti háskólinn á Spáni er í Sala- manca, stofnaður árið 1240. En það var ekki fyr en tvö hundruð o!g fjörutíu árum seinna, að Danir fundu sáran til fáfræði sinnar, og settu því á stofn há- skóla sinn í Kaupmannahöfn árið 1479. Vilhjálmur prins af Óraníu (hinn þögli) setti Hollendinga til i skóla er hann stofnaði í Einn af fræg- um sonum þess skóla er Grotius sá, sem nefndur er “faðir alþjóða- laganna.. Þrenningarskólinn í Dyflinni á írlandi var löggiltur með konungs- skjali árið 1591. En Skotinn varð þó ögn á undan með sinn hásóla í Edinborg sem árið 1582 fékk stofnskrá hjá James IV. konungi á Skotlandi. Við Jagielle skólann í Cracow á Póllandi fékk Copernicus mentun sína. Þann skóla lét Kazimiers konungur, hinn mikli, setja á stofn 1364, en starfrækslufé var skól- anum lagt til árið 1400 af Jagielle. hvers nafn skólinn nú ber. er böðunarpolla bæð»í húsum sínum og á opinberum stöðum, urðu Eng- lendingar alt til 1830 að notast við baðstampa, og fyrsti slíkur baðstampur bauð Ameríkumönn- um þjónustu sína árið 1842. , ment í Leyden árið 1575. KONAN BROSIR: “Á morgni menningarinnar varð húsfaðirinn, er vetur fór í hönd, að hleypa í sig móði til svaðilfara veiðinnai', sem mjög var óviss og endaði jafnvel oft með slysförum. í undirvitund karlmannsins leyn- ist enn hrollurinn við hinni köldu árstíð, sem gerir hann þögulan og þungúinn á fyrstu frostnóttum haustsins, eða hann hefir alt á hornum sér með þvergirðingshætti og þrætugirni. “En konan er þá sem 'glaðlegust og reynir að hamla önuglyndi -bónda síns frá að brjótast út, með því að brosa góðlátlega við fram- tíðinni. Þegar líður að nýári, er hrollurinn í huga bondans horfinn og lætur ekki á sér bæra aftur fyr en með lauffalli að hausti.” —Þessari kenning heldur fram hinn frægi franski heimspeking- ur, IProf. Anatole Urbane. HEIMILIÐ. Meir en tvö þúsund ár þurfti til þess að koma lagi á heimilið,— segir fræðaþulur einn. Og finnist þér of seint gangi að fullkomna fjarsýnið (television), þá hug- leiddu það, að eitt þúsund niu hundruð áttatíu og þrjú ár hlupu fem hjá manninum meðan hann var að læra þá list að hita vatn til heimilisþarfa að nýmóðins sið. Edison, Bell, Benjamín Franklin og rómverskan heiðursmann, Ser- gius Orata að nafni, sem uppi var um 100 f. Kr., má telja framarlega í hópi þeirra, sem unnið hafa að fullkomnun heimilisþæginda nú- tímans. í hinni fornu Pompeii-borg á It- alíu, er í hraunflóð frá Vesúvíusi sökk árið 79, en nú hefir verið grafin úr rústum, notuðu menn gler í glu!gga sína, en þó varð Ríkarður II. Englandskonungur á fjórtándu öld, að senda út um alt land eftir gleri til viðgjörðar á gluggum eins kastala. Jafnve) seint á seytjándu Öld var í öllum bæjum á ítalíu, að Genoa undan- tekinni, bréf notað í Igluggarúður. Og öldum saman var á glerið litið sem munaðarvöru, alt til vorra tíma að heita má. Orata, Rómverjinn áður nefndi, fann upp aðferð, sem nefndist “hypocaust”, til að hita með bú- staði Forn-Rómverja og leiða heitt vatn í bað-stofur þeirra gegn um pípur. — Þótt Rómverjar hefðu NVR BÍLAHRINGUR kemur á markaðinn í vor. Norskur maður, Andersen að nafni, hefir fundið upp nýjan bíl- hring, sem sérfræðingar ætla að brátt muni ryðja sér til rúms,* vegna kosta þeirra, sem hann hef- ir fram yfir eldri hringana. Það væri í rauninni réttara að kalla þetta bílhjól, heldur en bíl- hring, því að uppgötvunin er í þvi fól’gin, að tveimur stáldiskum, sem mynda hjólið, er hvolft sam- an, og upp á rönd þeirra er svo smeygt loftfyltum gúmmíhólk Eftir því sem sagt er, verður framleiðsla þessara hringa um helmingi ódýrari heldur en hinna venjulegu hringa. Þessir nýju hringar hafa verið reyndir á al- menningsbílum, venjulegum flutn- ingsbílum, og vörubílum, og hafa þeir reynst ágætlega, bæði um endingu og fjaðurmagn. Nú hefir verið stofaað hlutafé- lag í Noregi og Svíþjóð, til þess að framleiða hringa þessa í stór- um stíl, og er búist við, að fyrsta framleiðslan komi á markaðinn í vor. Félagið hefir tekið einka- leyfi á hringum þessum í öllum helztu löndum Nofðurálfu, Can- ada, Bandaríkjum, Suður-Amer- íku, Afríku, Ástralíu, Indlandi, Japan og Kína. — Mgbl. — Nei, maður veit hamingja er, fyr en giftur. — Er þér alvara? — Já— en þá er seinan! ekki hvað maður er það um ALDUR HÁSKÓLANNA. Avia háskólinn á ítalíu, er elzt- ur talinn. Hann var stofnaður fimtíu sumrum áður en Ingólfur steig fæti á Arnarhól, eða árið 825, og gerði það Lothaire, son- arsonur Karlamagnúsar konungs hins mikla. Fimta maí 1925 hélt skólinn ellefta aldarafmæli sitt með mikilli viðhöfn. Annar í röðinni er talinn Ox- ford háskólinn á Englandi, er Al-j fred konungur lét á laggir setja j árið 872; er hann því líka eldri en íslandsbygð. — En hartnær f jög- ur hundruð árum seinna, eða 1257,1 hóf Hugo biskup í Ely skólastarf í Cambridge. Nokkru fyr var Parísarhásólinn á Frakklandi settur á fót af Phil- ip konungi II, eða eitthvað um árið 1200. Elzti háskólinn 1 þýzka ríkinu DUSTLESS COALAND COKE Chemically Treated in Our Own Yard Phone 87 308 THREE LINES D.D.WOOD & SONS LIMITED Warming Winnipeg Homes Since “82” **1

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.