Lögberg - 10.03.1932, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.03.1932, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. MARZ 1932. Högberg Gefið út hvern fimtudag af T H E COLUMBIA P R E 8 8 L I M I T E D 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba PHONE8 86 327—86 328 Manitobaþingið Strax þegar þingið kom saman, lagði stjórnin fyrir það lagafrumvarp þess efnis, að stjórnin tæki peningalán, að upphæð $675,- 000, og verði því til að hjálpa bændum í fylk- inu til að kaupa útsæði og fóður handa skepn- nm sínum, þar sem uppskera varð lítil eða engin í haust. Mætti þetta frumvarp svo sem engri mótstöðu á þinginu og flýtti þingið sér sem mest það mátti að gera það að lögum. Eitthvað var frumvarpið nú samt ekki alveg eins og sumir þingmennimir vildu hafa það, en ekki var það látið í vegi standa, að afgreiða það eins fljótt og verða mátti. Af þessari fjámpphæð, sem fyr er nefnd, geta sveitafélögin fengið til láns $25,000 hvert til að kaupa fyrir útsæði og fóður, þar sem þess er bein þörf. Þau geta svo aftur lánað bændum alt að $400 hverjum, eii engum meira en það. Þar á móti getur komið til mála, að sum sveitafélögin fái nokkuð meira fé, ef sér- staklega stendur á. Búist er við að sambands- síjórnin taki einhvem þátt í þessu. En það virðist vera algerle^a óljóst, ekkert. ákveðið svar fengist enn, þó reynt hafi verið að fá það mánuðum saman. Þessa peninga má ekki nota til annars, en þess, sem lögin ákveða, og þeg- ar hefir verið tekið fram. Peningamir ganga aðeins til þeirra sveitafélaga, þar sem upp- skembrestur varð síðastliðið haust, en það átti sér einkum stað í suðvestur hluta fylk- isins. Til þessara ráða er tekið vegna þess, að það er nauðsynlegt. Uppskerabrestur átti sér siað á vissum svæðum í fylkinu, og hann var sumstaðar svo mikill að ekki var einu sinni hægt að afla fóðurs lianda skepnunum. Or- sökin var of mikill þurkur, eins og kunnugt er. Og eins og nú lætur í ári hjá bændunum, þar sem allar þeirra afurðir hafa íallið í verði, svo úr hófi gengur, þá er ekki við því að bú- ast, að þeir séu færir um að afla sér útsæðis og annars, sem þeir nauðsynlega þarfnast, nema fá hjálp til þess, nú í bili. En þrátt fyrir það, að búskapurinn er langt frá að vera arð- vænlegur, nú sem stendur, þá verða bændurn- ir engu að síður, að geta haldið áfram sinni atvinnu, og það er sjálfsögð skylda stjómar- iunar að hlaupa undir bagga með þeim, þegar uppskembrest ber að höndum. Hvað sem öll- um iðnaði líður, fiskiveiðum, málmtekju og öðru, þá er Manitoba fylki enn fyrst og fremst bændafylki. Búskapurinn er, enn að minsta kosti, undirstaða efnafegrar velgengni fylk- isbúa. Það er því ekki nema rétt af stjóm þessa fylkis, að gera það sem í hennar valdi stendur, til að gera bændunum mögulegt að reka sína atvinnu, eins hagkvæmlega eins og verða má. Hér er ekki um atvmnuleysisstyrk að ræða, heldur um hagkvæmt lán til atvinnu- reksturs og það þess atvinnureksturs, sem er aðal atvinnuvegur fylkisins. Það virðist því ástæðulaust að efast um, að þessum ráðstöf- unum verði alment vel tekið. Þá hefir nú sagt verið frá því, sem þingið er búið að gera. Tíminn hefir, upp til viku- lokanna, mest gengið í ræðuhöld. Það er vant að vera svo fyrst framan af þinginu. Flokks- foringjar hafa allir tekið til máls. John Queen hélt langa ræðu. Honum læt- ur það vel. Hann hefir alt af nóg að segja. Hann hafði margt að athuga við stjómina, það sem hún iiafði gert, en sérstaklega það, sem hún hafði ekki gert. Það var tvent, sem hún hafði gert, sem að hans skilningi var alveg ófært. Hún hafði lækkað laun allra, sem vinna í þjónustu fylkisins á einhvern hátt, og hún hafði dregið eitthvað úr ekkna styrkn- um. Fyrir þetta bar liann fram vantrausts yfirlýsingu gegn stjóminni. En hún fékk svo sem engan byr. íhaldsflokkurinn vildi ekki einu sinni greiða henni atkvæði, ekki nema bara einn maður, J. H. Cotter, þingmaður fyrir St. James. Þeir urðu því f jórir alls, sem greiddu þessari vantrausts yfirlýsingu at- kvæði. Það mátti naumast minna vera. Þeir em annars töluvert skemtilegir, þessir þing- menn verkamannaflokksins í Manitoba. Þeir eru hver öðmm mælskari, segja margt skrítið og em afar örlátir á fylkisfé. Þingið hlyti að verða miklu dauflegra, ef þeirra misti við. W. Ivens talaði mikið. Hann gerir það næst- um því á öllum þingfundum, og S. J. Farmer lá það þyngst á hjarta, að skipuð væri þing- nefnd til að rannsaka allar orsakir, að því að sparibankinn hefði orðið að hætta störfúm. Þeirri tillögu var afar vel tekið af öllum. Mr. Taylor flýtti sér að taka það fram, að það gæti ekki komið til nokkurfa mála, að nokkur skuggi félli á sig eða sinn fiokk út af því. Hefir líklega átt við, að ekki hafi hann lokað sparibankanum. Það vissu þó allir, þar sem hann hefir ekkert að segja í stjóminni. Hins- vegar virðist Bracken og hans fylgjendur ekki alveg vissir um það, að íhalds pólitíkin hafi hér ekki átt einhvem hlut að máli. Það er ekki nærri laust við, að þannig líti út, að livor aðalflokkurinn um sig, haldi að hinn i'Jokkurinn hafi mikið ógagn af þessari rann- sókn. Mr. Taylor hélt líka ræðu. Hún var ekki löng. Hann var óánægður. Ihaldsmenn era alt af óánægðir, þegar þeir hafa ekki völdin. Hann ætlar að gera margar fyrirspurnir til stjómarinnar og óskaði þess fyrirfram að þeim yrði svarað greiðlega. Annars var þessi ræða nauða lík öllum öðrum ræðum, sem Mr. Taylor hefir flutt nú lengi. Endalausar að- finningar við gerðir núverandi stjómar. Hann er að hugsa um fylkiskosningamar, sem fyrir hendi era. Hann vill vitaskuld komast til valda, eins og aðrir fiokksforingjar. En í þeim efnum virðist liann treysta miklu meira á “syndir annara,” heldur en verðleika síns eigin flokks. Dr. MacKay, hinn nýi foringi frjálslynda fiokksins, flutti einnig stutta ræðu. Er það í fyrsta sinn sem hann tekur til máls á þinginu, síðan hann var kosinn foringi flokksins. Vék hann nokkram orðum að því og einnig þeirri samvinnu, sem hafin væri milli síns flokks og si jómarflokksins, sem ekki þyrfti að lýsa þar, því það hefði verið gert í blöðunum. Annars var ræða hans aðailega almenns efnis, um fjárhagsástandið, kreppuna o. s. frv. Bœjarstjórnin í Winnipeg og launalœkkunin Bæjarstjómin í Winnipeg hefir ákveðið að lækka laun allra, sem hjá bænum vinna, um 10%, með þeirri undantekningu þó, að laun kvæntra manna, er hafa $100 á mánuði eða miilna, verði hin sömu og áður. Sparar þetta skattgjaldendum um $260,000 á ári. 1 raun og vera sparar þetta miklu meira, eða um $450,000, þegar tillit er tekið til þess fólks, sem vinnur hjá hinum sjálfstæðu atvinnufyr- irtækjum borgarinnar, svo sem rafleiðslunn- ar o. fl. Gekk þessi breyting í gildi hinn 1. þ. m. Þannig er ástatt, að bæjarstjórnin horfir fram á tekjuhaila, sem nemur $900,000 á þes.su ári. Er því augljóst að eitthvað verður að gera, auka tekjurnar með liærri sköttum, draga úr útgjöldunum, eða safna skuldum, eða kannske alt þetta. Ekki gekk það samt á góðu, að fá þessa launalækkun samþykta á bæjarstjómarfundi, sem haldinn var á mánudaginn í vikunni, sem ieið. Það er dæmalaust leiðinlegt verk, að lækka laun verkafólks, því sjaldan era þau meiri en svo, að fólkið geti lifað á þeim góðu hfi, ef það fer hyggilega að ráði sínu. Það er svo óendanlega mikið skemtilegra að geta borgað gott kaup, heldur en lítið kaup. En Winnipeg er sömu lögum háð, eins og aðrar borgir, sveitir, fylki og þjóðfélagið alt. Ekki þrengir kreppan síður að hér en annarsstaðar. Það getur ekki talist ósanngjamt, þó Winni- pegborg grípi til sömu ráða, eins og svo að segja allir aðrir. Þar að auki ber á það að líta, að lífsnauðsynjar eru nú ódýrari en þær hafa verið. Verkamannaflokkurinn innan bæjarráðs- ins barðist afar mikið á móti þessari launa- lækkun. Hafa þeir altaf gert það, síðan þetta kom til orða, en sérstaklega á fundinum þegar þetta var samþykt. Komu þeir þar fram með margar breytingartillögur og héldu margar ræður. En alt kom það fyrir ekki, og launa- lækkunin var samþykt með tíu atkvæðum, en sjö vom á móti. Borgarstjórinn var ekki við- staddur, en vara-borgarstjóri, J. A. Mc- Kercher, skipaði forsæti. Hann er líka for- maður fjármálanefndarinnar og er þessari launalækkun hlyntur. Eitt er dálítið einkennilegt við þetta. Borg- arstjórinn og bæjarráðsmennirnir em hér undanþegnir. Þeir fá þó sín laun af bæjarfé. En það eru ekki kölluð laun, heldur bara þókn- un, uppbót fyrir vinnutap, eða eitthvað þess- konar. Svo fá þeir heldur ekki nema $100 á mánuði ($1,200 á ári), eins og þeir, sem und- anþegnir eru launalækkun, því flestir munu þeir, eða allir, vera giftir menn. Þó er öðm máli að gegna með borgarstjórann, því hann hefir $5,000 “þóknun” á ári. Ekki getur hjá því farið, að þetta mælist heldur illa fyrir. Flestar stjórnir byrja á þvi, að lækka sín eigin laun, eða gera það jafn- framt og þær lækka laun síns fólks. Þeim finst eðlilega, að sér beri að ganga á undan öðram með góðu eftirdæmi. Konungurinn á Eng- landi krafðist þess, að sín laun væru lækkuð. Landstjórinn í Canada sömuleiðis. En vér trúum því ekki, að bæjarráðið í Winnipeg, láti það lengi um sig spyrjast, að það láti ekki hið sama yfir sig ganga, eins og annað fólk, sem laun sín þiggur af bæjarfé. Aristide Briand Hann andaðist í París á mánudaginn í þessari viku. Hann var fæddur í Nantes 28. marz, 1862, og því rétt að segja sjötugur að aldri. Hann var lögfræðingur og gaf sig á yngri árum all-mikið við blaða- mensku, En á þing komst hann ekki fyr en 1902, þá fertugur að aldri. Skömmu síðar komst hann í stjómina og hefir löng- um verið þar síðan, og ellefu sinnum hefir hann verið for- sætisráðherra á Frakklandi, en nú lengi utanríkisráðherra. Alls átti hann sæti í 25 ráðu- neytum á Frakklandi, en eins og menn vita eru stjórnaskifti þar tíðari en í öðram löndum. Briand hefir oft á seinni ár- um verið kallaður friðarpost- uli. Sjálfsagt er það að ein- hverju leyti réttnefni. Á síðari áram, eða reyndar altaf síðan á stríðsáranum, hefir hann á margan hátt stutt að því að friður mætti haldast meðal Evrópu þjóðanna fyrst og fremst, og reyndar um heim allan. Hann átti sinn þátt í Kellogg friðarsáttmálanum og er hann oft kendur við þá báða. En þó friðarhugsjónin væri rík í huga hans og þó hann héldi henni á lofti af miklum vits- munum og af miklu afli, þá hepnaðist honum ekki að inn- ræta þá göfugti hugsjón sinni eigin þjóð. Frakkar virðast enn eiga langt í land, að verða sann- ir friðarvinir. En vel getur verið, að hann líka þar, hafi sáð því sæði, sem á sínum tíma iberi þúsundfaldan ávöxt. Einhverntíma vinnur friðar- hugsjónin • fullan sigur yfir lternaðarandanum, og Aristide Briand verður jafnan einn þeirra manna, sem minst verð- ur sem eins þeirra, er mikinn þátt áttu í því, að efla og glæða friðarstefnuna, og þar með eyða heimsbölinu mesta, stríð- unum. ÓLAFUR NOREGSPRINS. Hvers velgna kom hann ekki á Alþingishátíðina ? Norsk - ameríska Olympsleika- nefndin bauð nýlega Ólafi Nor- e’gsprins til Lake Placid til þess að vera við þegar vetraríþróttirnar væru þreyttar þar. En konungsson afþakkaði boðið og kvaðst ekki eiga heimangengt. Síðan skrifaði konungssonur formanni efndar- inar til þess að skýra honum frá ástæðuni, en hún er sú, að hann á von á nýjum erfingja í febrúar- mánuði. Segist konungsson vænta þess að nefndin taki þessa afsök- un gilda, og þetta sé ekki í fyrsta sinn, sem hann verði að afþakka veglelgt boð. Hann hafi t. d. orðið hætta við það að fara á Alþin'gis- hátíð íslendinga, vegna þess að hann bjóst við að kona sín mundi verða léttari einmitt um það leyti. — Mgbl. ÚR GRÍMSEY er Morgunublaðinu skrifað 25. janúar: —Hér í Grímsey er fremur öm- urlegt í vetur. Nú eru senn fjór- ir mánuðir að engar samgöngur hafa verið við land. — Engin verzlun er hér í eynni og allslaust af öllu, og óstillingar svo miklar, að aldrei gefur á sjó. — Hér þola menn verst tóbaksleysið. Menn ty^gja fóðrið úr vösum sínum, heldur en ekki neitt ef ske kynni að það geymdi í sér tóbakskeim frá fyrri tímum. Eg kenni í brjósti um karlana, sem hafa tekið upp í Sig í 40—60 ár. — Mgbl. André Maurois Heilræði Vanliðan mannanna lýsir sér mest í synd og kvöl, líkamlegri og and- legri. Við verðum að vorkenna þeim, sem þannig er ástatt fyrir og reyna að koma þeim til hjálpar. Það er ekki unt að lækna þá nema með því að nema í brott orsakirnar til þjáninga þeirra. Astin og trúin veita mönnum hamingju, sem ekkert bítur á. Maður getur öfundaS slika menn, dáðst að þeim. En enginn getur öðlast slíka hamingju með viljamagni sínu. Mig langar til að minnast liér á hamingju,.sem er ein- faldari og ekki eins brennandi heit, hamingju, sem meiri hluti almenn- ings ætti að geta öðlast með því að gæta nokkurra fyrirmæla andlegrar lieilsufræði. Fyrsta heilræði: Forðastu of langar íhuganir um fortíðina. íhug- unin um sjálfan sig grefur upp daprar endurminningar, hefndarhug, ímyndaða sjúkdóma. Fagrar listir, einkum leiklist, tónlist og skáld- skaparlist, hafa verið fundnar upp einmitt til að beina hugum mann- anna burt frá slíkum döprum ein- tölum við sjálfan sig. Það er f jarri mér aö halda því fram að menn hafi ilt af að hugleiða. Svo að segja hver einasta mikilvæg ákvörðun á að vera afleiðing af íhugunum, en slikar í- huganir eiga sér ákveðið takmark og eru hættulausar. Hættan er í því fólgin að jórtra upp látlaust fyrir sjálfum sér tapið, sem maður hefir orðið fyrir, eða móðgunina sem manni hefir verið sýnd, heimskuna sem maður hefir látið út úr sér, í stuttu máli það sem ekki verður við gert. “Gráttu aldrei út af mjólk, sem þú hefir mist niður,” segir enskt máltæki. Við þekkjum öll meðal ættingja okkar þessa menn, sem finst þeir vera hundeltir af ógæfunni og vildu stía aðra æfilangt inni í sjálfheldu viðburða, sem voru sorglegir, en ekki verður framar um þokað. And- inn þarf öðru hyerju laugunar við, endurnýjunar. Engin hamingja án gleymsku. Til þess að losna þannig við sjálf- an sig eru fleiri leiðir en ein. Sú besta er vinnan. Iðjuleysinginn er einlægt á valdi óhamingjunnar. Svefnlausum manni líður /ivalt illa, af því að honum verður ekkert á- gengt á flóttanum frá hugsunum sinum. Byron, sem var óhamingju- samur að eðlisfari, fann hamingjuna í Grikklandi, í frelsisstyrjöldinni. Þar hafði hann þó hvorki þægindi né skemtanir, en hugur hans hafði nóg að starfa, og hann gleymdi. Eg hefi aldrei séð sannan framkvæmda- mann óhamingjusaman meðan hann var að verki. Hvernig mætti slíkt verða? Eins og barnið, sem leikur sér, hættir hann að hugsa um sjálf- an sig. Ef þér er varnað að standa í stórræðum, þá lítilsvirtu ekki hin smærri störfin. Ræktaðu garðinn þinn. Safnaðu einhverju. Legðu þig eftir einhverri fræðigrein. Lærðu að leika á eitthvert hljóð- færi, lærðu erlenda tungu. Ef þú getur ekki hafst neitt að sjálfur, flýðu þá sjálfan þig í leikhúsinu, i bió, í skáldsögu. Panem et circenses, brauð og leika, hrópuðu rómversku borgararnir. Þeim hefir verið álasað fyrir það. Hvers vegna? Eg held að þeir hafi haft rétt fyrir sér. Leik- arnir eru ekki síður nauðsynlegir sálinni en brauðið líkamanum. H5n stórkostlega þróun kvikmyndanna, sem veita öllum stéttum mannfélags- ins augllhgaman og lausn frá sjálf- um sér, er einn af aðaldráttum í svip hins nýja tíma. Þær flæma dapurlegar hugsanir á brott á hverju kveldi í smæstu bæjum Ev- rópu og Ameríku. Og þetta gildir meir að segja líka um sorglegar kvikmyndir. Því að sorg, sem stefnir að einhverju utan við okkur, legst ekki á hug okkar til lengdar. Annað heilræðið: að hafast að. Enski heimspekingurinn Bertrand Russell skrifar: “Ef eg les bækur vina minna eða eg hlýði á mál þeirra, þá liggur mér við að komast að þeir.ri niðurstöðu að ómögulegt sé að vera hamingjusamur í þess- 1 meir en þriCjung aldar hafa Dodd's Kidney Pills veriS viBurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hj.t öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. um heimi. En eg uppgötva fljótt að þessi hugmynd er tómur tilbún- ingur þegar eg fer að tala við garð- yrkjumanninn minn.” Garðyrkju- maður Russells er ekki óhamingju- samur af þvi að hann berst á móti kanínunum og kannske kanínurn- ar sjálfar gleymi sinni eðlilegu böl- sýni með því að berjast á móti garð- yrkjumanninum). Einhver ham- ingjusamasti maður sem Russell hafði þekt, var verkamaður, sem vann að brunngreftri. Hann var sterkur, hann átti að bora í gegnum klappirnar, hann vissi að hann rnyndi komast í gegnum þær að lok- um. Þarna er ein tegund hamingju. Það er hamingja hins mikla lista- manns. En það er ekki nóg til þess að vera hamingjusamur að maðurinn hafist að. Hann verður ennfrem- ur að samræma athafnir sínar þjóð- félagi því, sem hann lifir í. Deil- urnar slíta manninum og auka á erfiði vinnunar. Á hann þá að af- sala sér frelsi í hugsun og starfi? Engan veginn, heldur fara eftir þriðja þpilræðinu: Velja sér í dag- legu lífi samvistamenn sem fást við lík viðfangsefni og þú og hafa áhuga fyrir störfum þínum. . í stað þess að eiga í höggi við ætt- ingja þína, sem að þínu áliti skilja þig ekki, og spilla hamingju þinni í þeirri baráttu, skalt þú leita að vinum sem hugsa eins og þú. Þetta varnar þér ekki að sannfæra hina vantrúuðu, en þú ættir að minsta kosti að gera það með stuðningi þeirra sem þér eru andlega skyldir. Fjórða heilræðið: Ekki búa sér til vanlíðan með því að ímynda sér einhverjar skelfingar, sem langt eru framundan eða ófyrirsjáanlegar. Fyrir nokkurum dögum var eg í skínandi sólskyni í einum skemti- garði Parísar, þar sem börnin, gos- brunnarnir og birtan vörpuðu dá- samlegum gleðiblæ á alla hluti. Þar mætti eg manni, sem leið illa. Hann var einmana á gangi, í þungu skapi undir trjánum, sem farin voru að gulna, og hugsaði um hið ógurlega fjárhrun, sem hann sagðist sjá fyrir árið 1935. “Eruð þér frá yður,” sagði eg við hann. “Hver skrambinn veit hvað verður 1935 ? Alt er erfitt, og róleg tímabil eru skjaldgæf og skammvinn í sögu mannkynsins. En það sem kemur og það sem verður mun áreiðanlega ekki verða neitt líkt þeim ósköpum sem yður órar fyrir. Njótið augna- bliksins, verið þér eins og börnin, sem ýta hvítum bátunum sínum út á pollinn. Gerið skyldu yðar og látið guðina um hitt.” Hver maður á að hugsa um fram- tiðina, hvar sem hann getur haft áhrif á atburðina. Húsameistarinn á að hugsa um framtíð hússins sem hann reisir, verkamaðurinn að tryggja elli sína. Þingmaðurinn að gera sér grein fyrir afleiðingum þeirra fjárlaga sem hann greiðir at- kvæði. En þegar maðurinn hefir ákvörðun og afráðið hvað gera skuli, þá á bann að gefa huga sín- um nokkura ró. Ekki að æðrast út af gerðum sínum. Sá sem gerði eins vel og hann gat tekur rólega öllum aðfinslum. Aldrei að gefa skýringu til að réttlæta sig, aldrei að kvarta. Enginn skyldi ætla sér þá dul að reyna til að sjá fyrir þá stórviðburði sem eru komnir undir svo ótölulegum orsökum að þeir hljóti að sleppa undan útreikningum mannanna. Hvaða Frakki hefir árið 1793 getað hugsað sér Napol- eon? Hver 1807 St. Helena? Hvaða fjármálamaður árið 1925 núverandi gengi og mátt franska frankans ? Hamingjusami maður- inn á að kunna vel við sig í iðu ör- laganna, eins og vaskur sundmaður í hylgjunum.—Lesb.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.