Lögberg - 14.04.1932, Qupperneq 1
45. ARGA.NGUR
WINNIPEG, MAN., FíMTUDAGINN 14. APRÍL 1932
NÚMER 15
Kveldstund með Nordal
Síðastliðið fimtudagskveld komu
saman nær fjörutíu íslendingar að
heimili Mr. og Mrs. Wl J. Lindal
hér í bor'g. Fundarmenn tilheyrðu
allir þeim hóp landa, sem hér eru
fæddir, eða sem hingað voru flutt-
ir börn og hér hafa alist upp.
Voru hér saman komnir jafnt þeir,
sem lítið hafa látið sig varða ís-
lenzk málefni, eins og þeir, sem
mikinn þátt hafa tekið í félags-
skap landa.
Heiðursgesturinn var Dr. Sig-
urður Nordal. Var svo til ætlast
af þeim, sem boðuðu til fundar, að
Dr. Nordal gæfist tækifæri að
kynnast fundarmönnum og áliti
þeirra á þjóðernismálum íslend-
inga vestra, eins og t. d. viðhaldi
íslenzkrar tungu og bókmenta, af-
stöðu þeirra ga!gnvart Austur-
íslendingum og fleiru af því tagi.
Landar í Winnipeg hafa sjald-
an háð fjörugra málþing en þetta.
Hver fundarmaður eftir annan
talaði af krafti og mælsku og
mælti hreinskilnislega það, sem
honum bjó í brjósti. Skoð-
anamunur var lítill sem eng-
inn. Það . er vel líklegt, að Dr.
Nordal hafi aldrei orðið að hlusta
á jafn margar ræður á einu kveldi,
en fundarmenn vona að honum
hafi ekki orðið meint af og að það
hafi heldur orðið honum til á-
nægju. Til þess var leikurinn
gerður.
Flestir ræðumenn könnuðust
við, að íslenzkan sem mælt mál
væri að leggjast niður hér vestra.
Sumum fanst, að yngra fólkið
hafi farið of geyst í því að gleyma
málinu og því, sem íslenzkt er.
Öllum kom saman um, að erfitt
væri að reisa rönd við þessu, en
eitthvað mætti.þó gera til þess að
þekking á íslenzku og íslenzkum
bókmentum liði hér ekki alveg
undir lok. Fanst ýmsum^ að mál-
inu yrði bezt borgið með því að
settur væri kennari í íslenzku við
fylkisháskólann.
Þá voru aðrir, sem bentu á, að
margir unglingar hefðu nú þegar
glatað íslenzkunni og spurðu þeir
þá um leið, hvort þessir ungling-
ar hefðu öðlast það nokkuð af
menning þessa lands, sem bætti
þeim tapið. Hvort það reyndist
ekki satt, að um leið og íslenzk-
unni væri slept, þá sleptu þeir
einnig þeirri framtakssemi og
löngun til að hafa sig áfram —
og að skara fram úr, sem hefði
einkent íslenzka innflytjendur.
Dr. Nordal benti á viðvíkjandi
því, sem sagt var um kenslu í ís-
lenzku við háskólann, að heppi-
legast yrði að slík kensla færi
fram í sambandi við enskudeild
skólans. Svoleiðis yrði íslenzkan
notuð til undirstöðu við ensku-
nám, eins og nú er víðast gert við
háskóla og aðrar mentastofnanir
á Englandi. Þyrfti þá sá, sem
þetta verk tæki að sér, að vera
sérfræðingur í ensku og íslenzku.
Enn fremur hélt Dr. Nordal, að
óþarfi væri að leggja árar í bát,
þó íslenzkan ætti eftir að leggjast
hér niður eins og sagt hefði verið.
Betra væri að ásetja sér að reyna
að halda henni við eins lengi og
unt væri.
Var Dr. Nordal kærlega þakkað
fyrir komu hans á fundinn og fyr-
ir þægilegheit öll, sem hann hafði
sýnt fólki bæði þar og annars-
staðar í þessari stutta heimsókn.
Fundarmenn ákváðu að koma
saman aftur og ræða þessi mál
frekar. Verður því fundur hald-
inn fðstudagskveldið 22. þ. m. að
heimili Mr. og Mrs. Eggerts
Feldsted.
J. G. J.
Forsetakosningarnar
á Þýzkalandi
Þær fóru fram á sunnudaginn
var, i annað sinn innan mánaðar,
því við forsetakosninguna 13.
marz hlaut enginn frambjóðenda
fullan meiri hluta allra greiddra
atkvæða. Fóru nú kosningarnar
þannig, að Hindenburg var endur-
kosinn með nálega sex miljónum
atkvæða fram yfir Hitler. Þrír
voru í kjöri og féllu atkvæðin
þannig, að Hindenbijrg hlaut
19,359,642 atk.v; Hitler 13,417,460
og Thaemann (kommúnisti) fékk
3,606,388. Það er eftirtektavert,
að við þessar kosningar hlaut
Hitler langtum fleiri atkvæði,
heldur en við kosningarnar 13.
marz, og lítur því ekki út fyrir
annað, en honum sé stöðugt að
aukast fylgi, þó miklu meiri hluti
Þjóðverja virðist enn kjósa hóf-
semi og varfærni í stjórnmálum,
heldur en ofsa og gauragang.
Kosningar þessar 'gengu ekki af
friðsamlega. Fimm menn voru
drepnir og margir meiddust og
fjöldi manna voru teknir fastir
fyrir ofstopa og yfigang.
Óeirðir í Nýfundnalandi
Hinn 5. þ. m. urðu alvarlegar
óeirðir í St. Johns í Nýfundnalandi
og urðu þar margir lögreglumenn
og aðrir fyrir töluverðum meiðsl-
um, gluggar voru brotnir i þing-
húsinu og fleiri skemdarverk voru
unnin. Það voru atvinnulausir
menn, sem í þetta sinn gerðust svo
óþolinmóðir, að þeir tóku til þess-
ara ofbeldisverka. Sir Richard
Squires forsætisráðherra slapp út
úr þinghúsinu ómeiddur, en hann
var töluvert hætt kominn, eftir
því sem fréttirnar segja, og lög-
reglan átti e.rfitt með að koma
honum undan. Eitthvað þessu líkt
kom fyrir 11. febrúar, en ekki
nærri eins stórkostlegt. Það lítur
því út fyrir, að það sé einhver
meiri en minni óánægja með
stjórnina, og var haldið um tíma,
að Sir Richard mundi leggja nið-
ur völdin, eða láta ganga til kosn-
inga, en haft er eftir honum nú,
að hann láti sér ekki detta neitt
slíkt í hug.
Afleiðing hátollanna
Roosevelt ríkisstjóri í New York,
er nú sem stendur manna líkleg-
astur til að verða forsetaefni
demókrata við næstu forsetakosn-
ingar i Bandaríkjunum. í ræðu,
sem hann flutti nýlega, sagði hanir
meðal annars, að Hawley-Smoot
tolllögin hefðu orðið þess vaid-
andi, að allar aðrar þjóðir hefðu
|eyðst til að byggja tollgarð svo
háan, að viðskiftin milli þjóðanna
væru að verða að engu, og hefðu
minkað um meira en helminlg á
síðastliðnum þremur árum. Hann
sagði, að því að eins gætu aðrar
þjóðir keypt vörur frá Bandarikj-
unum, að þær mættu borga fyrir
þær með einhverjum vörum, sem
þær sjálfar framleiddu, — “en
vorir heimskulegu hátollar gera
það ómögulegt”, bætti hann við.
Ekki alt með feldu
Síðan auðmaðurinn mikli, Ivar
Kreuger, réði sér bana, hafa yf-
irskoðunarmenn verið að yfirfara
bækur, skýrslur og reikninga þess
mikla auðfélags, sem hann stjórn-
aði. hafa þeir komist að því, að
ársskýrsla frá 31. desember 1931
sé röng í ýmsum atriðum og mik-
ið meira gert úr eignunum, held-
ur en þær í raun og veru eru.
Lítur því út fyrir, að þessi maður
hafi ekki verið eins auðugur í raun
og veru, eins og haldið var.
Sparibankamálið
Þingnefndin, sem er að rannsaka
þetta mál, hefir enn ekki lokið
störfum sínum. Hefir nú ýmislegt
komið upp úr kafinu, sem sýnir
býsna ljóslega, að minsta kosti
sumir af heldri mönnum íhalds-
flokksins, hafa látið mikið til sín
taka, að útbreiða þær tilbúnu
fréttir, að sparibankinn væri að
fara á höfuðið, og beinlínis ráðið
fólki til*að taka peninga sína
þaðan.
Maður er nefndur Schweizer.
Hann er nokkurs konar embættis-
maður íhaldsflokksins hér í fylk-
inu, og hefir það verk á hendi, að
efla flokkinn sem mest hann má,
fá sem flesta sem hann getur til
að ganga í flokkinn o. s. frv. Ann-
ar maður hér í borginni, H. L.
Pulford að nafni, sagði þingnefnd-
inni, að Schweizer væri vinur
sinn, og snemma í febrúar sagðist
hann hafa sagt honum, að hann
ætti peninga í sparibankanum, og
hefði Schweizer sterklega ráðlagt
sér að taka þá þaðan sem fyrst,
vegna þess að þessi sparibanki
væri ótryggur, og gaf honum ýms-
ar tölur, sem áttu að sanna að
svo væri. Eða að minsta kosti,
að dráttur mikill gæti á því orð-
ið, að hann fengi þá peninga, sem
hann ætti þar. Pulford trúði
þessu og tók peninga sína úr
sparibankanum, alt nema einn
dollar. Hann ætlaði að sjá hvað
um hann yrði.
T. Y. Newton, annar afturhalds-
maður og fylkisþingmaður fyrir
Roblin, kjördæmið, var 9. febrúar
staddur í Dauphin. Eftir því sem
Alexander Katz, lögfræðingur í
Dauphin, sagði þingnefndinni,
sagði Newton vinum sínum þar,
að sparibankinn væri ekki trygg-
ur og réði þeim að taka þaðan þá
peninga, sem þeir kynnu að eiga
þar. Mr. Katz hafði það eftir Mr.
Newton, að sparibankinn væri um
það leyti að fara á höfuðið, og
Mr. Katz skyldi ráða vinum sín-
um og skjólstæðingum, að taka
þaðan peninga sína sem fyrst.
Svipuð ummæli, eftir Mr. New-
ton, hafði annar maður frá Dauph-
in að segja. Hann heitir Archi-
bald Esplen.
Phar Lap
Fljótasti og frægasti veðreiða-
hesturinn í heimi, er dauður. Hann
hét Phar Lap og kom frá Ástralíu,
en var fluttur til Mento Park í
•Californíu til að reyna hann þar
við aðra hesta. Það lítur út fyr-
ir, að banamein þessa mikla
hlaupagarps hafi verið það, sem
kallað var á íslandi hrossasótt.
Hvað varð um þær?
Árið sem leið hurfu 20,000
konur í Bretlandi. Lögreglan og
velferðarfélög höfðu upp á
mörgum þeirra, en menn vita ekk-
ert hvað orðið hefir af meginþorra
þeirra; Vitað er, að árlega fer
fjöldi fólks á brott frá heimilum
sínum, án þess að láta frá sér
heyra aftur, og eru ýmsar ástæður
taldar fyrir slíkri breytni manna,
t. d. óhamingjusamt heimilislíf,
ungt fólk fer í óleyfi að heiman
til að koma sér áfram annarstað-
ar o. s. frv. En mikill hluti þeirra
kvenna, sem ekki hefir tekist að
hafa upp á, eru ungar stúlkur Og
lögreglan og velferðarfélögin
hafa miklar áhyggjur út af hvarfi
þeirra. Vafalítið er talið, að
fjöldi ungra stúlkna í Bretlandi og
mörgum öðrum löndum álfunnar,
lendi 1 höndum “hvítra þræla-
sala”. — Mgbl.
Barn Lindberghs ófundið
enn
Sex vikur eru nú liðnar síðan
barninu var stolið af heimili for-
eldra sinna. En enn sýnast litlar
líkur til, að það muni finnast, eða
því verði skilað aftur. Samt hafa
þau tíðindi gerst í þessu máli, að
einhverjum svikurum hefir hepn-
ast að fá Lindbergh til að greiða
sér $50,000 gegn því loforði að
skila barninu aftur, en svikust um
það, þegar til kom. Það var kann-
ske ekki við öðru að búast. Það er
ekki við góðu að búast af þeim,
sem geta unnið það níðingsverk
að stela barni frá foreldrum þess.
En Lindbergh virðist ekki hafa
varað sig á þessu. Hann ratar
fremur hinar hærri leiðir, heldur
en hinar, sem lægstar eru og auð-
virðilegastar.
Elliátyrkurinn
Fyrir kosningarnar 1930, lýsti
núverandi forsætisráðherra, Mr.
Bennett, yfir því að ef hann kæm-
ist til valda, skyldi sambands-
stjórnin taka að sér að greiða all-
an ellistyrkinn og létta þannig
þeim útgjöldum af fylkjunum að
greiða helminginn af honum.
Þetta hefir nú samt^ekki verið
gert enn og verður víst ekki gert,
i bráðina að minsta kosti,
En þeir samningar eru nú samt
að komast á milli sambandsstjórn-
arinnar og Manitobafylkis, að frá
1. nóvember í haust greiði sam-
bandsstjórnin 75 per cent. af þess-
um kostnaði, en fylkið ekki nema
25 per cent. Það var búist við að
þetta mundi ganga í gildi 31. júlí.
en sambandsstjórnin ætlar enn að
draga það í þrjá mánuði, að greiða
þessa hærri upphæð.
Kínverski herinn
Blaðamaður nokkur í Shanghai
fékk leyfi til þess, rétt áður en
sókn Japana hófst, að heimsækja
19. aðalherdeild Kínverja og hers-
höfðingja hennar, Tsai Ting Kai.
Lýsing hans á hermönnunum er
þessi:
Sumir eru í léreftsfötum, aðrir
í ullarfötum. En það er sameigin-
legt öllum fötunum, að það eru göt
á þeim, bæði á alnbogum og
knjám. Engar tölur eða hnappar
eru í þeim, en þeim mun meira
ber á gapandi og rifnum snepsl-
um, sumir á tréskóm, sumir á
stígvélum, og það er auðséð, að
þeir eru sokkalausir. Aftur eru
aðrir skófatnaðarlausir, en þeir
eru í mörgum sokkum^ sumir í
fimm sokkum hverjum utan yfir
öðrum. Höfuðföt þeirra eru af
öllum tegundum, sumir með loð-
húfur, aðrir með “sixpencara” og
enn aðrir með sporthúfur. Og
allir eru þeir svo óhreinir, að það
er engu líkara en að þeim hafi
verið velt í sóti.
En Tsai hershöfðingi var hvergi
banginn. Hann kvaðst geta hald-
ið uppi stríði við Japan í 100 ár
með þessum hermönnum.
— Látum Japana bara koma,
sagði hann. Þeir skulu fá að finna
til tevatnsins hjá okkur. -— Mgbl.
— Eg er staðráðinn í að skilja
við konuna mína, hún er alveg ó-
þolandi. Það líður ekki sá dagur,
að hún biðji mig ekki um peninga
— 10 krónur — 20 krónur — 50
krónur!
— Hvað gerir hún við þessa
peninga?
— Gerir við þá? Hún hefir nú
ekki fengið neina peninga enn þá.
KONAN, SEM KYNDIR OFN-
INN MINN.
Eg finn það gegnum svefninn,
að einhver læðist inn
með eldhúslampann sinn.
og veit að það er konan,
sem kyndir , ofninn minn,
sem út með ösku fer
og eld að spónum ber
og yljar upp hjá mér,
læðist út úr stofunni
og lokar eftir sér.
Eg veit að hún á sorgir,
en segir aldrei neitt,
þó sé hún dauða þreytt,
hendur hennar sótugar
og hárið illa greitt. '
Hún fer að engu óð(
er öllum mönnum góð
og vinnur verk sín hljóð.
Sumir skrifa í öskuna
öll sín beztu ljóð.
Eg veit að þessi kona
er vina fá og snauð
af veraldlegum auð,
að launin, sem hún fær,
eru last og daglegt brauð.
En oftast er það sá,
sem allir kvelja og smá,
sem mest af mildi á.
Fáir njóta eldanna,
sem fyrstir kveikja þá.
Davíð Stefánsson,
—Skírnir. frá Fagraskógi.
Frá Islandi
Reykjavík 8. marz.
Innanfélagsglíma K. R. fyrir
fullorðna, fór fram í K. R.-húsinu
í gær, og var þar margt áhorfenda.
Glíman tókst yfirleitt ágætlega og
oft sýnd ágæt sókn og vörn. Hlut-
skarpastur varð Björgvin Jónsson
frá Varmadal. Næstur að vinning-
um vpi'ð Hallgrímur Oddsson og
þriðji Sigurjón Hallvarðsson. —
Formaður K. R. afhenti Björgvin
glímubikarinn, sem hann vann nú
í annað sinn. Fylgir bikarnum
nafnbótin “Glímukongur K. R.”
Glímudómarar voru þeir Hermann
Jónasson lögreglustjóri, Magnús
Kjaran kaupmaður og Eiríkur
Beck verksmj.stj. Þá tilkynti for-
maður, að Þorgeir Jónsson glímu-
kennari K. R. hefði gefið nýjan
verðlaunagrip til að keppa um
innanfélags í glímu fyrir drengi í
þyngsta flokki, 50—60 kg. Var
því tekið með miklum fögnuði af
hinum yngstu K. F.-ingum.—Vísir.
Gengið í dag—8. marz:
Sterlingspund ......... kr. 22.15
Dollar ................ — 6.29%
100 sænskar gr.......... — 122.03
— norskar kr.......... — 121.00
— danskar kr.......... — 121.97
— ríkismörk .......... — 149.17
— frakkn. fr.......... — 24.88
— belgur ............. — 87.39
— svissn. fr.......... — 121.48
— lírur ....*........ — 32.81
— pesetar ............ — 48.48
— gyllini ............ — 252.91
— tékkósl. kr......... — 18.84
Gullverð íslenzkrar krónu er 59.28.
—Vísir.
KARLAR í KRAPINU.
Það væri ekki með sanni sagt
um Merritt H. Eddy, lækni
Middlebury, Vermont, Bandaríkj-
um, að hann væri “dauður úr öll-
um æðum”, þótt hann sé orðinn
100 ára gamall. Karlinn stundar
sem sé læknisstörfin enn, þrátt
fyrir þessa háu elli, en sonur hans
er aðstoðarlæknir hjá honum og
fer í erfiðustu ferðirnar. — Eddy
læknir er elzti læknir í Bandar,kj-
unum.
Annar karl í Bandaríkjunum,
107 ára gamall, Alexander Mel-
ton;' reið tíu mílur vegar á múl-
asna til þess að vera við útför
sonar síns. Sonurinn var 83 ára
gamall. — Mgbl.
ÚR BÆNUM
Samsöngurinn í Fyrstu lútersku
kirkju á þriðjudagskveldið fór
prýðilega fram og var i alla staði
hinn ánægjulegasti. í söngnum
tóku þátt .báðir söngflokkar safn-
aðarins, hinn eldri og yngri, um
fimtíu manns. Mr. Paul Bardal
stýrði söngnum, en Mr. S. K. Hall
var við hljóðfærið_ Auk söng-
flokkanna skemtu tveir menn, á-
gæta vel, Mr. Kent, tenor, og Mr.
Schmidt, ’cellist. í þetta sinn er
þess ekki kostur, að minnast þess-
arar ágætu söngsamkomu frekar.
Miss Rósa Hermannson lagði af
stað til Toronto, þar sem hún nú
á heima, á föstudaginn í síðustu
viku, eftir hér um bil hálfs mánað-
ar veru hér vestra. Lengst af
mun hún hafa verið í Winnipeg,
en fór þó til Elfros^ Sask., og
Gimli. Ekki söng hún opinberlega
hér fyrir íslendinga, eða aðra í
þessari ferð, en vænta má, að
ekki líði nú á löngu, þangað til
hún fer að gera það. Flestir ís-
lendingar hér um slóðir munu
vita nokkur skil á hinum ágætu
sönghæfileikum Miss Hermanns-
son, og þar sem hún leggur stöð-
ugt mestu rækt við list sína, má
frá henni mikils vænta í þessum
efnum.
■" •
Það er gamall og góður og þjóö-
legur, íslenzkur siður, að halda
upp á sumardaginn fyrsta. Það
hefir kvenfélag Fyrsta lút. safn-
aðar lengi gert, með því að hafa
þann dag skemtisamkomu í kirkj-
unni. Svo verður enn gert og er
skemtiskráin auglýst á öðrum stað
í blaðinu og mælir hún með sér
sjálf. En þess er ekki þar getið,
að veitingarnar verða eins islenzk-
ar, eins og veitingar geta frek-
ast verið hér í landi, svo sem rúg-
brauð og rúllupylsa og pönnukök-
ur og fleira góðgæti. — Það er
ekki líklegt, að íslendingar hér
leggi þann góða sið niður fyrst
um sinn, að fagna sumri, og það
er einstaklega vel viðeigandi, að
gera það á þann hátt, að sækja
samkomuna, sem kvenfélagið held-
ur í kirkjunni á fimtudagskveldið
í næstu viku, hinn 21. apríl. Þang-
að eru allir velkomnir.
FRÁ FÁLKUM.
Þann 19. apríl hafa Fálkar marg-
breytta íþrótta sýningu í efri sal
Goodtemplarahúsins, og verður
þar “tumbling” bæði af drengjum
o!g fullorðnum, og glímur og “box-
ing” bæði af fullorðnum og drengj-
um og “pyramyd building” bæði
af stúlkum, drengjum og fullorðn-
um, og líkamsæfingar gerðar af
stúlkum, og svo verða þeir þar
líka Bob Helgason og Karl Kristj-
ánsson að sýna list sína. — Komið
og hjálpið okkur með því að fylla
húsið. Svo verður dans á eftir.
Pete Sigurdson.
AFVOPNUN DANA.
Frumvarp vinstrimanna um nýtt
skipulag á her og flota, var sam-
þykt við þriðju umræðu í land-
þinginu 18. þ. mán., með atkvæð-
um jafnaðarmanna, vinstrimannr
og radikala. íhaldsmenn greiddu
atkvæði á móti. Herkostnaður
Dana verður hér eftir 35% miljón
króna, þar af 24 milj. til landhers
og 11% milj. til flotans. Nýi her-
inn verður 8 tvífylki (regiment),
þar af 4 á Sjálandi og 4 á Fjóni
og Jótlandi. 1 flughernum verða
18 flugvélar. Vígin Charlottenland
og Tre Kroner á að leggja niður.
Flotinn verður minkaður mjög
mikið; verður hér eftir að eins
nokkrir tundurátar og kafbátar og
svo konungsskipið “Niels Juel”.
— Mgbl. 23. marz.
í|