Lögberg - 14.04.1932, Blaðsíða 7

Lögberg - 14.04.1932, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. AIPRÍL 1932. BU. 7 Sigríður Undset OG SKÁLDRIT HENNAR. I)r. H. A. Eckers ritaði fyrir Morgunblaðið. Þelgar maður leitast við að fá ffirlit yfir skáldrit Sigríðar ^Jnd- set á þeim árum, sem liðin eru síðan fyrsta bók hennar kom út (1907), gæti maður freistast til þess að taka undir með Frakkan- um sem sagði, að allir miklir rit- höfundar hefði verið stórvirkir. Sigríður Undset hefir þó ekki verið stórvirk, í orðsins venjulegu merkingu. En hún er líka nýlega byrjuð. Og það er en'ginn efi á því, að með tið og tíma má segja að hún hafi verið stórvirk. Þegar lýsa skal skáldskap henn- ar, þá verður að leggja aðal1 áherzluna á hið skáldlega, hug- myndirnar og hvernig hún hefir lifað með því fólki, sem hún hef- ir skrifað um, en ekki á stílinn eða framsetninguna. Það er mælt, að hún hafi einu sinni barmað sér út af því, að hún væri kunnugri mönnum og lífinu heldur en bók- mentum. En í þessu er einmitt styrkur hennar fólginn, o!g sjaldn- ast verður það hennar veika hlið. Bækur hennar eru því ekki rit- aðar af list eingöngu. Það er svo náið samband milli þeirra og hins raunverulega lífs, að það hlaut að fara svo, að þær bæri fram á- kveðnar skoðanir (á kirkjumálum og þjóðskipulagsmálum). — Eins og í flestum bókum frá öllum tim- um heimsbókmentanna, þeim sem eru lifandi skáldskapur, fylgir hún fast fram ákveðnum stefnum í bókum sínum, og hefir eflaust lagt mesta áherzluna á það, að öðrum kosti mundi bækurnar hafa skort þann kraft er þær hafa, vegna þess að þær eru gagnsýrðar af brenn- andi trú konu á hulgsjón og vilja til að berjast fyrir henni. í hinum stærri skáldsögum hennar — eg á þar við nútima- skáldsögurnar — er tnest í það varið, að þær eru spegill af lífinu sjálfu. Alla þá, sem þar koma fyrir, hefir hún þekt, og í stóru og smáu eru sögurnar bygðar á eigin reynslu, en ekki á annara ritverkum. 1 öllum hinum stærri sögum hennar kemur fram skáld- ið, sem hefir nána þekkingu á lífinu og mönnunum, og málsvari, kona, sem hefir eignast stóra o!g háleita hugsjón, sem hún vill alt til vinna að rætist. Hún lætur list sína vinna fyrir hugsjónina, þó aldrei svo, að listin hverfi heldur þannig að hún verður enn meiri, einmitt fyrir það, að hún er tekin í þágu hugsjónarinnar. Þess vegna var því fagnað af Norðmðnnum um allan heim, er það fréttist, að Sigríður Undset hefði hlotið bókmentaverðlaun Nobels 1928. Henni vap þá um leið skipað á bekk með helztu bók- mentafrömuðum Norðurálfunnar, og var hún yngst þeirra. Selma Lagerlöf varð að bíða eftir þeirri viðurkenningu þangað til hún varð fimtug. Með Nobelsverðlaununum var hinni ágætu skáldkonu vorri skip- að á bekk með Björnstjerne Björnson og Knut Hamsun. Og það má fullyrða, að með sjálfsaf- neitun og snild hafði hún unnið til þess að taka sæti meðal þeirra orðsins snillinga, ljóðskálda og rithöfunda, sem sænski háskólinn hefir sæmt hinum miklu heiðurs- verðlaunum. Alt frá dögum Wergelands og Welhagvens, en þó sérstaklega frá dögum Asbjörnsens og Björnsons, hafa norskar bókmentir átt mikinn þátt í þjóðernisvakningunni. Og með Sigríði Undset hefir hún náð hvað hæst. Með rithætti sínum hefir hún sýnt hve mikils virði ríkismálið er fyrir þjóðina, og hún hefir með því orðið braut- ryðjandi fyrir málsamsteypu þeirri sem hlýtur að verða afleiðingin af deilunum um ríkismál og lands- roál. En norskast af öllu eru þó lýsingar hennar af landi og þjóð. Lýsingar hennar ná frá bernsku og æskuárum hennar í Osló, og þangað til hún kyntist Guðbrands- dælum, sem bezt allra hafa geymt norræna siðu frá miðöldum. Og úr því, sem hún hefir lesið og því, sem hún hefir kynst, hefir hún svo skapað hið stærsta skáldrit, sem til er um fortíð Noregs. Það lýs- ir lífinú á miðöldunum, en það er jafnframt lýsing, sem á við enn í dag og mun alt af eiga við meðan náttúran er óbreytt og þjóðin af sama kynstofni. Það var þó ekki fyrir söguleg- ar lýsingar, heldur fyrir nútíma- lýsingar, að Sigríður Undset varð fyrst fræg. Það var þegar skáld- saga hennar ‘Jenny’, kom út fyrir tuttugu árum. Bókin fjallar hisp- urslaust um mörg vandamál nú- tímans, og líti maður í blöðin frá þeim tíma, þá sér maður að sum- ir níddu bókina, en aðrir hældu henni, og ákefðin var svo mikil, að ekki var talað jafnmikið um neina aðra bók það árið. En það sem gerði bókina að sígildu skáld- riti, voru hinar ljósu og sönnu mannlýsingar. Nokkrum árum áður (*1907) hafði Sigríður Undset gefið út fyrstu bók sína, “Frú Marta Oulie.”— Hún var þá 25 ára göm- ul. Efni þessarar bókar og mál- far, svo og næstu bókar hennar, ber svip af Osló. Sérstaklega ken- ur þetta skýrt í ljós í “Den lykke- lige Alder”, sem kom út 1908, og þar sem lýst er nákvæmlega og á- takanlega lífi einstæðinga i höf- uðborginni. En venjulegast er “Vaaren”, er kom út 1914, talin bezta saga hennar frá Osló. Og þar kom fram sú lífsskoðun, sem seinna hefir einkent skáldrit hennar. Á stríðsárunum komu út eftir Undset smásögusöfnin “Splinten af Trollspejlet”, “De kloge Jom- fruer” og “Vaarskyer”, en nokk- urum árum áður hafði hún byrj- ar að draga saman efni í sögulegt skáldrit “Viga-Ljot og Vigdis”, og í söguna um “Kong Arthur og ridderne om det runde Bord”, sem kom út 1915. “Ungdoms Digte,” 64 síða bók, kom út 1910. “Fattige skjæbner” 1912, og “Et kvinde synspunkt” 1919. En það var ekki fyr en 1920 að fyrsta bindið af hinu stóra og á- gæta skáldriti hennar, “Kristin Lavransdatter” kom út. Var því tekið fádæma vel af öllum. Fyrsta bindið, sem nefnist “Krandsen”, var 366 blaðsíður. Annað bindið. sem nefnist “Husfrue”, kom út 1921 og var 497 blaðsíður. Þriðja og seinasta bindið, “Korset”, sem er 521 blaðsíða, kom út 1922. Þremur árum seinna komu tvö bindi af “Olav Audunsson i Hest- viken” og tveimur árum seinna “Glav Audunsson og hans Brö- dre” í tveimur bindum. Með þess- um bókum hafði Sigríður Undset unnið sér þann hróður að hafa ritað hinar stærstu, beztu og frumlegustu skáldsögur, sem til eru í Noregi sögulegs efnis. Um stærð og efnisfjölbreytni má skipa þessum skáldritum á bekk með meistaraverkinu “Stríð og friður” eftir Tolstoy. f bréfi frá 1860 segir Björnson, að oss sé mest nauðsyn á því, að fá sannsöguleg skáldrit, til þess að kveikja í oss þann þjóðarmetn- að og sjálfstraust, er eitt dugi í baráttunni við að vernda þjóð- erni sitt. Sagan verði að lýsa oss sem skýstólpi um daga og* eld- stólpi um nætur. Sigriður Undset fer með okkur aftur í hinar myrkustu miðaldir, og engum af hinum nýrri rithöf- undum Norðmanna hefir tekist það jafn vel og henni. Skáldrit hennar eru sjálfstæð og einstæð í bókmentum vorum. Með lýsing- um sínum í “Olav Audunsson” hefir hún aukið mjög þekkingu vora á lífinu í Noregi á miðöld- unum. Árið 1929 kom út bók eftir frú Undset, sem nefnist “Etapper”. Það er mjög hrífandi frásögn pm skáldskaparþróun og áhugamál hennar. Ferðabréf og greinir þær, sem hún hefir safnað saman í þessa bók, eru mjög fræðandi um hugsjónir og lífsskoðanir höfundar. Sama árið kom út “Gymna- denia”, nútímaskáldsaga. Efni Hvernig Þú Getur Bætt Matarlystina og Meltinguna. Alstaðar er margt fðlk, sem fi. betri heilsu og meiri krafta Nuga-Tone að þakka. Sumir höfðu litla matarlyst, slæma meltingu, gas i maganum og inn- ýflunum, nýrna- og blöðru-sjúkdðma. Aðrir voru taugaveiklaðir og ðstyrkir, gátu ekki notið svefns á nðttunni og höfðu yfirleitt slæma heilsu—alt vegna hægðaleysis og þeirra eitruðu efna, sem safnast fyrir í líkamanum. Nuga-Tone læknar fljðtt hægðaleysi. pað hreinsar eiturefni úr líkamanum, styrkir liffærin og bætir heilsuna fi all- an hátt. Reyndu Nuga-Tone í nokkra daga og findu hve fljótt heilsan verður betri pú getur fengið Nuga-Tone al- staðar þar sem meðul eru seld. Hafi lyfsalinn það ekki við hendina, þá láttu hann útvega það frá heildsöluhúsinu. hennar er margbrotið og viða- mikið og óvenjulegt. í fyrsta bindinu er rakin s*ga námsmanns frá aldamótum og fram að byrjun heimsstyrjaldarinnar. Og þarna koma fyrir þau atvik, sem móta líf hans. Þar er lýst kunnings- skap hans og Lucy og hvernig hann fer út um þúfur, og síðan sagt frá því, er hann kvæntist Björgu. í öðru bindinu er lýst hjóna- bandi þeirra af allri þeirri list, sem frú Undset er la'gin. — Hér kemur hún fram með óendanlega margar og dásamlegar íhuganir, og sálarlífi þeirra lýsir hún blátt áfram, en yfir frásögninni hvílir þung alvara, innileiki tilfinninga, og forlögunum er lýst á þann hátt, sem einkennir alt, sem frú Undset skrifar. En þó kemur hún hér fram sem hin þroskaða kona, sem lært hefir í skóla lífsins, hef- ir fengið glöggvari sjón og dýpri skilning en áður. “Hellig Olav Norges Konge”, er lítið skáldrit, 63 blaðsíður, en það er lofsöngur, og ber vitni þess, að meðal norsku þjóðarinnar er Ól- afur helgi ódauðlegur. “Den brændende Busk” er nýj- asta skáldrit Sigríðar Undset. skáldsaga í 2 bindum, sem út kom 1930 og er framhald af “Gymna- denia.” Á fyrstu 300 síðunum er sa!gt frá því hvernig Páll hverf- ur til kaþólskrar trúar, en jafn- framt er lýst einstæðingsskap hans í hjónabandinu og afstöðu hans til barnanna. Er sú lýsing hrífandi. Og alt, sem í bókinni er sagt um börn, er fagurt og inni- legt. En hér ber þó ekki mikið á mannlýsingum. Það er mest tal- að um kaþólsku kirkjuna. 1 sein- asta kaflanum, sem lýsir lífinu sjálfu, hefir frú Undset sýnt hver kraftur býr með henni. — Þarna kynnist maður ótal mönnum, heil- um heim, en mitt á meðal þeirra stendur Páll, einn og sterkur, og ber höfuðið hátt vegna þeirrar trúar, sem hann hefir keypt svo dýru verði. Og í voninni um nýja o'g betri tíma fyrir alla þá, sem skóli lífsins hefir svift eigingirn- ishamnum, lifir ástin og mannúðin og ber af öllu öðru. Það er vegna þessa, að skáld- sögur Sigríðar Undset hafa eign- ast svo marga lesendur og aðdá- endur um heim allan, og þess vegna munu þær um ókominn tíma halda gildi sínu meðal heims- bókmentanna, því að þær eru rit- aðar af list, hulgsjón og mannást, sem er alt fagurlega sameinað. —Lesb. — Eg vildi að eg gæti fengið nærsýnan mann handa dóttur | minni. í Hvers vegna? Æ, það er satt — þú þekkir ekki dóttur mína? Húsfreyja: María, munið nú eftir því að mæla hitann í baðinu áður en þér baðið drenginn. Litlu seinna segir hún: Jæja, María, notuðuð þé]r hitamælir- inn? Vinnukonan: Nei, það er alveg óþarfi frú. Ef baðið er of heitt, þá verður drengurinn rauður, en ef það er of kalt, þá verður hann blár. ZAM-BUK I Græðir Meiðsli og Varnar I BLÓÐEITRUN Merkilegar uppgötvanir sem engum koma að notum. Flestar umsóknir á einkaleyfi á nýjum uppfinningum, koma frá iðnaðarfyrirtækjum, og eru aðal- lega til þess, að fá uppfinning- arnar verndaðar fyrir stæling- um. En þó kemur fjöldi af einka- leyfisumsóknum frá einstökum mönnum, er annað hvort hafa fundið upp nýja hluti og nýjar aðferðir, eða endurbætt hið eldra, og á það aðallega við um hluti, sem notaðir eru í daglegu lífi þjóð- anna. En fæstir uppfinninga- mennirnir geta sjálfir hagnýtt einkaleyfið, vegna þess að þá skortir fé til þess. Þeir eru því til neyddir að selja einhverju firma uppgötvanir sínar, en hvort þau vilja kaupa þær, er undir því k*omið, hve miklar líkur eru til þess að hæ!gt sé að græða á þeim. Oft er það /líka svo, að firmur þykjast hafa meiri hagnað af því að uppfinningar komi hvergi fram, heldur en að hagnýta þær. Þegar svo stendur á, er það venju- lega vegna þess, að hin nýja upp- finning gæti stórum skaðað, eða jafnvel kollvarpað iðnaði, sem ný- lega hafði verið stofnað til með ærnum, kostnaði. Þá er farið að semja við hugvitsmanninn og vanalega tekst það að kaupa upp- finningu hans ekki alt of dýru verði. Um uppgötvanir, sem gerðar eru án þess nokkur viti af og eru þýðingarmiklar, horfir málið þó öðru vísi við. Svo er til dæmis er fóllgin, og einkaleyfið ligggur lokað inni 1 skjalaskáp ameríska firmans. Danskur hugvitsmaður hefir fundið upp ákaflega einfalda saumafél, sem bæði má stíga, eða snúa með rafmagni, og selja mætti með góðum hagnuði fyrir 30—40 mörk. Þessa uppfinningu hefir saumavélaverksmiðja í Banda- ríkjunum keypt fyrir of fjár, og einkaleyfið liggur læst í hirzlum hennar. Ef þessi saumavél kæmi á markaðinn, mundi hún* útrýma öllum öðrum saumavélum, og það vildi verksmiðjan ekki ei'ga á hættu. (Þýtt úr þýzku blaði).—Lesb. VITUR HUNDUR. í amerísku tímariti, sem gefið er út af dýraverndunarfélagi, stendur eftirfarandi smásaga: Gömul kona leigði sér sumar- bústað. Honum fylgdu húsgögn, þar á meðal mjúkur og notalegur hægindastóll. Gamla konan átti stóran og fal- legan hund, og bæði vildu þau nota hægindastólinn. En konan var brjóstgóð og þótti yænt um dýr, og ef hundurinn var í stóln- um gat hún ekki fengið af sér að reka hann þaðan. Þess vegna fann hún upp á þeim hrekk, að hún gekk út að glugga og sagði: — Nei, sko óræstis köttinn þarna! Og um leið rauk hundurinn há- geltandi út að glugganum, skim- aði í allar áttir eftir kettinum, en á meðan settist Igamla konan í stólinn. Líður nú vel, verkirnir horfnir Það Segir Kona I Vancouver, Eft- ir Að Hafa Reynt Dodd’s Kidney Pills. Mrs. E. Sobel Þjáðist af Bakverk Mánuðum Saman. Vancouver, B.C., 14. apríl. (Einka- akeyti). Enn einu sinni hafa Dodd’s Kidney Pills sýnt hve ágiett meðal >ær eru, par sem er Mrs. E. Sobel, 657 Richards St„ Vancouver, B.C. Hún segir: "Eg þjáðist í þrettán mánuði af verk í bak- inu. Eg gat varla staðið upprétt. Eg reyndi ýms meðul, en þau gögnuðu mér ekki. Svo reyndi eg Dodd’s Kidney Pills í þrjá mánuði og eg má segja yður að nú líður mér vel. Verkurinn er far- inn.” Til að forðast veikindi, þarf að halda nýrunum í lagi. pau hafa það verk að hreinsa líkamann. Pau hreisa öll öholl efni úr blóðinu. Séu nýrun veik, þá eru hin óhollu efni. orsakir veikind- anna, kyr í blóðinu og af því getur mikið ilt hlotlst. Sé eitthvað að nýrunum, þá reyndu Dodd’s Kidney Pills. gelta í ákafa. Konan stóð þá á fætur og gekk út að glugganum til þess að sjá að hverju hundur- inn væri að !gelta, en þá var hann ekki lengi að stökkva upp í hæg- indastólinn og hringa sig þar. — Lesb. — Eg er kominn alla hina lön!gu leið frá Washington í Bandaríkj- unum til þess að sjá borgina yð- ar, ungfrú. — Þá hefir einhver gabbað yð- ur, því eg á hana ekki. — Kaupið af mér happadrættis- miða. Að eins eina krónu. Þér um hin nýju “eilífðareldfæri”. Það er austurrískur maður, sem fann þau upp, og uppfinnin'gin er fólg- in í því, að hann hefir búið til kveikiþráð, sem geymdur er í skafti og skrúfaður fram jafn harðan og þarf að nota hann, líkt og blý í vasablýant. Þráðurinn er svo langur, að það mun vera hægt að kveikja á honum 4000—5000 sinn- um, því að við hverja kveikingu eyðist ekki nema svo sem einn millimeter af honum. Þessi upp- götvun getur haft alvarle'gar af- eliðingar fyrir eldspýtnaiðnaðinn, og hugvitsmanninum hafa því ver- ið boðnar tuttugu miljónir marka fyrir einkaleyfið, en hann hefir ekki viljað selja það. Þess er því að vænta, að bráðlega verði farið að framleiða “eilífðareldfærin” í stórum stíl. Ef hugvitsmaðurinn hefir ekki sjálfur efni á því að hagnýta uppgötvunina, verður lik- lega stofnað félag til þess og fær það þá einkaleyfið. í þessu sambandi er rétt að Geta þess, að af venjulegum eld- spýtum fer vanalega önnur hvor eða þriðja hver forgörðum vegna þess að kveikiefnið er ekki nógu gott. Yfirlýsing framleiðenda um það, að ekki sé hægt að fá betra kveikiefni, er röng. Þeir liggja á mörgum uppfinningum um betra kveikiefni, en þeir vilja ekki nota þær, vegna þess að þeir vilja alls ekki að eldspýtnaeyðsla minki. Um rafmagnsglóðarlampa er það að segja, að þeir endast yfir- leitt illa, en ótal uppfinningar hafa verið gerðar til þess að bæta þá, og hefir verið tekið einkaleyfi á mörgum þeirra. En þau einka- leyfi eru ekki notuð. Þó er það á- reiðanlegt, að hægt væri að fram- leiða glóðarlampa er entust þrisv- ar eða fjórum sinnum lengur, heldur en þær perur, sem nú eru notaðar. Þá má minnast á svefnlyf og kvalastillandi lyf, sem nú eru seld dýrum dómum. Það hafa fundist aðferðir til þess að framleiða meðul þessi mjög ódýrt. O'g sér- staklega má nefna eina uppgötv- un um það að búa til svefnslýfs- töflur á framúrskarandi ódýran hátt. Uppfinning þessi er þýzk. en hún er ekki notuð í Þýzkalandi, heldur hefir amerískt firma keypt hana og fleiri líkar uppfinningar fyrir stórfé, að eins í þeim til- gangi að hindra það, að þetta ó- | dýra svefnlyf verði framleitt í i Evrópu og spilti fyrir markaði amerískra svefnlyfja. Hugvits- maðurinn hefir skuldbundið sig til þess, að látá engan lifandi mann vita í hverju uppfinningin Þetta bragð tókst henni hvað eftir annað. En svo var það einu sinni, er hundurinn kom inn í stofuna, að konan sat hin mak- indalegasta í stólnum. Þá gekk seppi út að glugganum, horfði út nokkra stund og byrjaði síðan að vinnið bifreið. — Eg vil hvorki eiga né eignast bifreið. — Kaupið þér miða samt. Þeir eru 18000, svo þér eruð mjög ó- heppinn, ef þér lendið á bifreið- inni. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man.....................B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota.................B. S. Thorvaldson Arborg, Man................................Tryggvi Ingjaldson Arnes, Man............................J. K. Kárdal Baldur, Man.....................................O. Anderson Bantry, N. Dakota..............Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash...............Thorgeir Símonarson Belmont, Man.........................O. Anderson Blaine, Wash..............................Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask........................S. Loptson Brown, Man..............................J- S. Gillis Cavalier, N. Dakota.............B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask......................S. Loptson Cypress River, Man..............F. S. Frederickson Edinburg, N. Dakota..............Jónas S- Bergmann Elfros, Sask..............Goodnrundson, Mrs. J. H, Foam Lake, Sask..................Guðmundur Johnson Garðar, N. Dakota.............. Jónas S. Bergmann Gerald, Sask............................C. Paulson Geysir, Man....................Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man...........................F. O. Lyngdal Glenboro, Man....................F. S. Fredrickson Hallson, N. Dakota...............Col. Paul Johnson Hayland, Man........................Kr. Pjetursson Heela, Man.........................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota....................John Norman Hnausa, Man..........................J- K. Kárdal Hove, Man...........................A. J. Skagfeld Húsavik, Man...........................G. Sölvason Ivanhoe, Minn............................B. Jones Kristnes, Sask.........................Gunnar Laxdal Langruth, Man.....................John Valdimarson Leslie, Sask..........................Jón Ólafson Lundar, Man...........................S. Einarson Lögberg, Sask........................ ..S. Loptson Markerville, Alta....................O. Sigurdson Aflnneota, Minn...........................B. Jones Mountain, N. Dakota..............Col. Paul Johnson Mozart, Sask.........................Jens Eliason Narrows, Man........................Kr. Pjetursson Nes, Man..............................J- K. Kárdal Oak Point, Man......................A. J. Skagfeld Oakview, Man.....................Ólafur Thorlacius Otto, Man.......................................S. Einarson Pembina, N. Dakota...................G. V. Leifur Point Roberts, Wash...................S. J. Mýrdal Red Deer, Alta.......................O. Sigurdson Revkjavík, Man.......................Arni Paulson Riverton, Man...................................G. Sölvason Seattle, \Vash........................J- J- Middal Selkirk, Man...............................Klemens Jónasson Siglunes, Man..................................Kr. Pjetursson Silver Bay, Man.............................Ólafur Thorlacius Svold, N: Dakota................B. S. Thorvardson Swan River, Man........................A. J. Vopni Tantallon, Sask.....................J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota............. .Einar J. Breiðfjörð Vancouver, B.C......................Mrs. A. Harvey Víðir, Man.................................Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man...............................Guðmundur Jónsson Westbourne, Man................................Jón Valdimarsson W’innipeg Beach, Man............................G. Sölvason Winnipegosis, Man.........................Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask...............................Gunnar Johannsson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.