Lögberg - 14.04.1932, Page 3
LÖGBERG, FIjmiUDAGINN 14. APRÍL 1932.
Bla. 3.
SOLSKIN
Sérstök cleikl í blaÖinu
Fyrir börn og unglinga
| < PROFESSIONAL CARÐS 4
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arta Bldg: Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Offlce tlmar: 2—2 Helmili 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg. Manitoba Dr. L. A. Sigurdson 216-220 Medical Arta Bldg. Phone 21834. Office tímar 2—4 Heimili: 104 Home St. Phone: 72 409 H. A. BERGMAN, K.C. talenzkur Iðgfrœdingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Avs. P.O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 2« 340
DR. 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili: 764 VICTOR ST. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba Drs. H. R.& H. W.Tweed Tanníœknar 406 TORONTO GENERAL TPUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG W. J. LÍNDAL og BJÖRN STEFaNSSON islenzkir lögfrœOingar & öOru gólfi 325 MAIN STREET Talsimi: 24 963 Hafa elnnig skrifstofur aC Lundar og Gimli og eru þar aO hitta fyrsta miO- yikudag I hverjum m&nuCl.
DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tímar: 3—6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS ,BLDG. Sími 22 296- Heimilis 46 054 J. T. THORSON, K.C. talenzkur lögfrœOingur Skrifst.: 411 PARIS BLDG. Phone: 24 471
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka •júkdöma.—Er aC hitta kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. Heimill: 373 RIVER AVE. Talsimi: 42 691 DR. A. V. JOHNSON lalenxkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pösthúsinu Siml: 23 742 Heimills: 33 328 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaOur 606 Electric Railway Chambers Winnipeg, Canada 8Iml 23 082 Helma: 71 753
Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bidg. Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21 144 Heimlli: 403 675 Winnipeg, Man. • ! A. S. BARDAL 343 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allar útbúnaCur sft bestt Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvarCa og legstelna. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimllis talslmi: 58 302 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. UigfraOingur Skrifstofa: 702 CONFEDERATON LIFB BUILDING Maln St, gegnt City Hall Phone 24 587
DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklegra kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. og 3—6 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slmi: 28 180 A. C. JOHNSON 907 ConfederaUon Llfe Bidg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aC sér aS ftvaxta sparifé fölks. Selur eldsftbyrgO og blf- reiCa ftbyrgðir. Skriflegum fyr- lrspurnum svaraO samstundls. Skrifstofua: 24 263—Heimas.: 33 323 E. G. Baldwinson, LL.B. talenzkur XögfrœOlngur 808 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone 24 206 Phone 89 991
Dr. S. J. JOHANNESSON atundar lœkningar og yflrsetur Tll viCtala kL 11 f. h. til 4 e. h. og frá kl. 6—8 aC kveldinu »32 SHERBURN ST. SlMI: 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 91 FURBY ST. Phone: 36 137 ViCtalstlmi klukkan 8 til 9 að morgninum J. J. SWANSON & CO. LIMITI'D 601 PARIS BLDG, WINNIPEG Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot- vega penlngalán og eldsábyrgO af öllu tagi. Phone: 26 349
* *■ .... . —‘ ‘ ■" i■■ i
Dísa gamla
Eftir Sig. Júl. Jóhannesson.
Það var komið kvöld. Sólin var að hverfa
á bak við háan fjallstind; gullnum geislum
sló á sjóinn um sólarlagið; himininn var
heiður og bjartur og hvergi sást ský; dálítið
frost var, en blæja logn og bezta veður.
Eg hafði leikið mér úti allan daginn með
öðrum krökkum, og var nú oíðinn uppgef-
inn, stökk inn til hennar Dísu gömlu og bað
hana að sitja undir mér. Eg var reyndar
orðinn átta ára gamall og pabbi ag mamma
sögðu að það væri skömm að láta sitja und-
ir sér, þegar maður væri orðinn svona stór;
en eg skifti mér ekkert af því. Dísa gamla
sat alt af undir mér, þegar eg vildi; hún
sagði að það væri ekkert ljótt, og eg trúði
henni betur en öllum öðrum.
Mér þótti ósköp vænt um hana Dísu gömlu.
Eg flýði alt af til hennar, þegar eitthvað
gekk að mér; ef eg fékk ekki eitthvað, sem
eg bað um, eða þegar strákamir voru vond-
ir við mig svo að eg fór að skæla, þá stökk
eg al't af til Dísu og hún hélt á mér þangað
til eg sofnaði. — Já, aumingja Dísa! eg
man svo vel eftir því hvað hún varð reið við
sírákana, ef þeir börðu mig eða fóra illa
með mig. Hún hljóp þá stundum á eftir
þeim og var svo fljót á fæti, alveg eins og
hún væri orðin ung stúlka; og hún lét þá
svei mér finna til handanna á sér, þegar svo
vildi til að hún náði í þá. Það var nú reynd-
ar sjaldan, því þeir voru rækalli fljótir;
þeir hlujrn alt í kring um Dísu gömíu og
gerðu henni alt til stríðs, sem þeim datt í
hug. ^
Hún var dálítið geðill, þó aldrei bæri á
því við mig, ag það notuðu strákamir til
þess að æsa hana. Hún kallaði þá stundum
óþektarorma og óartaranga, og það var
svei mér ekki að ástæðulausu. En strákarn-
ir bara versnuðu við það. Eg hótaði þeim
oft að klaga þá fyrir mömmu og pabba, þeg-
ar þeir sögðu eitthvað ljótt um hana Dísu
mína, og stundum fór eg að gráta, þegar
þeir stríddu henni sem mest; en þá gerðu
þeir ekkert annað en hlæja að mér.
Já, aumingja Dísa, segi eg aftur; hvað eg
man enn þá vel eftir vísunnni, sem hún kvað
alt af við mig, þegar hún vildi láta mig
sofna. Vísan er svona:
“Lítill drengur lúinn er,
lokar auga sínu;
hjartans vinur, halla þér
hægt að brjósti mínu.”
Eg held, að þið getið ómögulega trúað
því, livað vænt mér þótti um hana Dísu
mína. Eg man eftir því, að þegar henni
var eitthvað ilt, þá bætti eg því alt af inn í
bænimar mínar á kvöldin, að guð vildi láta
henni batna. Mér fanst að eg væri aldrei
heilbrigður, þegar henni var ilt; að minsta
kosti leið mér þá aldrei vel.
Þegar eg hafði setið dálitla stund í kjöltu
hennar þetta kvöld, þá spurði hún mig,
hvort eg vildi ekki fara í “barnastúkuna.”
“Barnastúkuna? Hvað er það?” spurði
eg.
“Það er bindindisfélag, ” svaraði hún,
‘ þar eru eintóm börn, að undanteknum fá-
einum fullorðnum, sem hjálpa þeim. Þar má
enginn drekka áfengi, enginn neyta tóbaks
og enginn tala ljótt.”
Eg spurði hana, hvort það væri nokkuð
gaman að vera í þessu félagi.
“Já, það er bæði gagn og gaman,” svar-
aði hún. “Eg vildi að það félag hefði verið
tii, þegar eg var ung; þá er það ekki víst,
að eg væri sveitakerling héma núna.”
Um leið og hún sagði þetta, strauk hún
tár úr augunum á sér með fitinn á sokkn-
um, sem hún var að prjóna.
Mér lá við að fara að gráta líka, þegar
eg sá þetta, því það var alt af eins og eg
hefði sömu tilfinningar og hún Dísa mín;
þegar hún var glöð og kát, þá lá líka vel á
mér; þegar illa lá á henni, þá var eg líka
iiryggur. Eg hafði aldrei vitað það fyr, að
hún væri sveitakerling, hún Dísa mín; og eg
mundi hafa klagað strákana fyrir pabba og
mömmu, ef þeir hefðu kallað hana það. En
fyrst hún sagði það sjálf, þá hlaut það að
vera satt. Ilún skrökvaði aldrei að mér,
hún Dísa mín.
“Er það svona gott, þetta félag?” spurði
eg. “Líður mönnum betur, ef þeir eru í því?
eða era menn þá ríkari?”
“ Já, elsku barnið mitt,” sagði Dísa gamla.
' * Þeim líður miklu betur og þeir verða miklu
rfkari af öllu, — öllu, sem gott er og sið-
samlegt.”
“Vill guð, að öll böm séu í þessu félagi?”
spurði eg, því Dísa hafði sagt mér, að guð
vildi ekkert nema það, sem væri gott, og að
eg ætti alt af að gera lians vilja.
“Já, góði minn,” svaraði Dísa. “Ef þú
ferð í þetta félag, þá er ekki nærri eins liætt
við að þú gerir það, sem er ljótt, og guð vill
láta alla forðast það sem ljótt er; þess vegna
vill hann líka, að sem flest börn séu í þessu
góða félagi.”
“Þá ætla eg að vera í því,” sagði eg; því
eg vissi að ef bæði guð og Dísa vildu það,
þá hlyti það að vera. gott.
“Það gleður mig,” sagði Dísa, “því eg
veit að þú gerir það sem þú lofar. En eg
ætti að segja þér söguna um það hvernig á
því stendur, að mér hefði liðið betur og eg
væri ekki sveitakerling núna, ef öll börn
hefðu verið í svona félagi, þegar eg var
ung.”
Það komu alt af tárin fram í augun á
henni, þegar hún talaði um þetta; og það
gerði mig enn þá forvitnari og bráðlátari
að heyra söguna; því þó eg þættist vita, að
það væri einhver raunasaga, sem snerti
Dísu og mér þætti því sárt að hlusta á hana,
þá langði mig samt til þess í aðra röndina.
“Já, segðu mér söguna, góða Dísa mín!”
sagði eg og vafði handleggjunum utan um
hálsinn á henni, eins og eg gerði svo oft.
Síðan byrjaði hún söguna á þessa leið:
“Eg man eftir því eins og það hefði verið
•í dag, hversu glöð eg var eitt kvöld í apríl-
mánuði fyrir þrjátíu árum. Maðurinn minn
sál. var sjómaður og hafði róið um daginn.
Veðrið var ógurlega vont, og eg hafði stað-
ið úti, meðan hann var að sigla í land. Ó,
fcg man svo vel eftir því, hversu hrædd eg
varþ, þegar eg sá bátinn ýmist hefjast upp
í haa loft, eða hverfa. niður á milli bylgj-
anna. Mér fanst eins og eg væri stunginn
í hjartað í hvert skifti, sem eg horfði á hann
sreypast niður af bylgjutoppunum, og þótt
hann væri ekki nema eitt eða tvö augnablik
í hvarfi, þá fanst mér það vera heil klukku-
stund eða meira. Loksins náði liann landi,
og þá lofaði eg guð af heilum huga —
Þegar maðurinn minn hafði gert að fisk-
inum og var kominn inn, þá fór hann að
bæta net, en eg sat undir litlum og laglegum
syni okkar, tveggja ára, og var að prjóna.
T'óttir okkar sex ára gömul lék sér á gólf-
inu að skeljum og ýmsum öðrum barnagull-
um. Það var alt svo þægilegt og viðkunnan-
legt inni hjá okkur, þó það væri fremur fá-
tæklegt; við höfðum nóg af að lifa og okk-
ur leið vel að öllu leyti, því við vomm
ánægð.
Seint um kvöldið var barið að dyrum.
Maðurinn minn fór út og kom inn aftur að
vörmu spori og gömul kona með honum.
“Við verðum að lofa. henni Þóranni gömlu
að vera í nótt, góða mín,” sagði hann. “Hún
verður að gera sér gott af því, þó ekki fari
sem allra bezt um hana.”
Þórunn þessi var gömul umferðakona og
var kölluð Tóta spákona. Hún gerði mikið
að því að segja fyrir forlög manna; spáði í
spil og kaffibolla og svo framvegis. Höfðu
menn það fyrir satt, að gamla Tóta vissi
jafnlangt nefi sínu og þótti þeim sem marg-
ir af spádómum hennar kæmu fram. Marg-
ir gáfu henni stórgjafir, sem hún hafði spáð
fyrir, og hún hafði þe'tta fyrir atvinnu.
' “Taktu af þér sjalið, Þómnn mín,” sagði
eg, “og fáðu þér sæti.”
Hún þakkaði fyrir og svo fórum við að
tala um alla heima og geima. Eg bað hana
að taka fyrir mig litla. drenginn á meðan
eg færi fram að hita á katlinum, og það
gerði hún. Þegar eg kom inn aftur, sagði
hún við mig:
“Þarna eigið þið efnilegan dreng; mér
lízt vel á hann, og það sannið þið, að hann
verður einhvem tíma að manni. Eg gæti
bezt trúað, að hann kæmist í lærðra manna
tölu og yrði ykkur til mikillar gleði.”
“Mæltu allra manna heilust,” svaraði eg.
< < En eklfi legg eg nú samt trúnað á alla þína
spádóma. Eg vonast til þess, að drengur-
inn veíði okkur til ánægju, og eg vil leitast /
við að ala hann þannig upp, að það gæti
orðið. ”
Þótt eg ekki tryði orðum Þórunar spá-
konu að öllu leyti, þá gat eg samt ekki að
því gert, að hugsa um hvort það mundi nú
vera alveg ómögulegt að þau gætu ræzt.
Mér fanst það ekki alveg óhugsandi, að ef
guð gæfi föður lians heilsu, svo að hann
gæti stundað sjóinn, að við þá gætum kost-
að Bjama Utla í skóla, þegar hann yrði svo
gamall. En eg forðaðist að tala um þetta
við nokkum lifandi mann. Eg vissi, ^ að
ekki yrði annað gert en að hlæja að þvi -
l>að voru ekki nema embættis- og nkra-
mannasynir, sem lærðu í skóla á þeim tima.
TTm kvöldið, þegar allir vora háttaðir,
var eg að hugsa um þetta; það er svo al-
gengt að mæður liugsa margt á nóttunni um
framtíð barna sinna. Þær vaka oft lengi
fram eftir, þegar allir aðrir sofa, til þess að
liugsa um, hvernig þær geti sem bezt búið
í haginn fyrir þau.
Loksins sofnaði eg; en þá dreyfdi mig,
að til mín kæmi maður og spyrði mig, hvort
hann ætti að sýna mér framtíðina hans
Bjarna litla. “Já, fyrir alla muni gerðu
það,” svaraði eg. “Eg vildi gefa mikið til
þess að vita, hvernig hún muni verða.”
“Komdu þá mð mér,” sagði maðurinn.
Eg fylgdi honum og hann fór með mig
upp á hæð, þar sem var meira útsýni en eg
hafði nokkru sinni séð áður. Þar var alt
svo fagurt, að eg varð steinhissa í svefnin-
um: hlíðarnar skreyttar fegurstu blómum;
skuggasæl tré breiddu xit limið í allar áttir
og í greinum þeirra sátu fuglar og sungu
fegurra en eg gæti lýst. Himininn var
skaf heiðríkur og livergi sást ský. Sólin
vermdi alt með geilsum sínum og þó var
ekki of heitt.
Eg gekk til og frá og sá, að allstaðar vom
börn að leika sér. Þau léku sér að ýmiskon-
ar barnagullum, alveg eins og þú og litlu
bömin hérna í nágrenninu; og þau vom svo
glöð og kát og bros lék um andlit þeirra
allra.
Eg litaðist betur um og sá, að út frá þess-
ari fögru hæð lágu vegir í allar áttir; ótölu-
lega margir vegir, og þeir voru svo und-
ur misjafnir. Sumir vom breiðir og slétt-
ir svo langt sem augað eygði; sumir aftur á
móti grýttir og hlykkjóttir. Beggja megin
við alla þessa vegi voru ýmist fögur blóm,
eða hvassir og ljótir þyrnar. Þegar eg at-
hugaði nánar sá eg, að maður gekk eftir
bverjum vegi, og það sem mér þótti undar-
elgra, var það, að tveir meíin stóðu sinn
hvoru megin við hvern veg og unnu af
kappi. Sá, sem var til vinstri handar, kast-
aði í sífellu steinum, torfusneplum og ýmsu
öðru fyrir fætuma á þeim, sem eftir vegin-
um gekk; en hinn, sem var til liægri hand-
ar, keptist við að ryðja því burtu áður en
maðurinn dytti um það. Sumir mennimir
hjálpuðu sjálfir til þess að ryðja götuna, en
aðrir skiftu'sér ekkert af því, heldur héldu
rakleitt áfram án þess að gæta að því, hvað
fyrir þeim varð.
Eg skoðaði hverja götuna á eftir annari
og alstaðar var þessu þannig varið; al-
staðar gekk einhver og alstaðar voru tveir
menn, sinn til hvorrar handar honum, og
mér sýndust þeir, sem gengu eftir götunum,
stækka smám saman, eftir því sem þeir
fjarlægðust og sumir þeirra sýndust mér
líka verða ljótari og ljótari. Þeir vora allir
fallegir og sakleysislegir, þegar þeir lögðu
af stað.
“Hvernig lízt þér á?” sagði maðurinn,
sem fylgdi mér eftir nokkra stund.
“Eg veit ekki,” svaraði eg. “Eg hefi
enga hugmynd um, hvað alt þetta á að
þýða.”
“Við skulum setjast niður hórna á bekk-
inn,” sagði maðurinn; “svo skal eg skýra
þetta alt fyrir þér.”
1 þessu bili varð mér litið við, og sá eg þá
hvar sex böm léku sér saman skamt frá
mér; þau vora í feluleik. Nálægt þeim vora
lagðir nokkrir steinar, hver ofan á annan
og á þeim var vogarstöng, með skál á báðum
endum. Við annan stangarendann sat mað-
ur í hvítum fötum, yndislega fallegur, en
við liinn endann svartklæddur maður, ljót-
ui og viðbjóðslegur.
Alt af, þegar eitthvert barnanna talaði
Ijótt, þá lækkaði stöngin þeim megin, sem
ljóti maðurinn var og hann hló og gretti sig
allan af fögnuði, og leit á hinn, en hann varð
sorglegur og alvarlegur. Ef þá vildi svo til,
að eitthvert bamið ávítaði þau, sem blót-
uðu, þá seig stöngin hinu megin og þá glaðn-
aði yfir fallega manninum, en sá ljóti bölv-
aði bæði voginni og bömunum og öllu, sem
hann nefndi.
Þegar eg hafði horft á þetta dálitla stund,
byrjaði maðurinn að segja mér hvað alt
þetta ætti að þýða og mælti á þessa leið:
(Frh.)