Lögberg - 21.04.1932, Blaðsíða 8

Lögberg - 21.04.1932, Blaðsíða 8
Bls. 8. LÖGBERtí, FIMTUDAGINN 21. APRÍL 1932. RobmlHood FIvOUR Dr þessu mjöli fást fieiri og betri brauð Sunnudaginn 24. apríl messar séra H. Sigmar í Fjallakirkju kl. 11 f. h. og í Garðarkirkju kl. 3 e. h. Allir velkomnir. ‘Heklu’’ fundur 1 kvöld. Hinn 8. þ.m. andaðist í Nord land, Minn., Stefán Jónsson Ous- man, 77 ára að aldri. Mr. Wilhelm Jónasson frá Lund- ar, Man., var staddur í borginni í síðustu viku. Tvö góð og björt herbergi, með lítilli rafeldavél, til leigu. Sími 24 518. Mr. Silgurður Anderson frá Piney, Man., var staddur í borg- inni á mánudaginn. Sunnudaginn 24. apríl messar séra Sigurður Olafsson í Víðir- söfnuði, kl. 2 e. h. Mr. og Mrs. F. Erlendson, sem undanfarin ár hafa búið að 785 Home Str. hér í borginni, eru nú að flytja til Cormorant Lake, Man. Yngri deild kvenfélalgs Fyrsta lút. safnaðar hefir kaffiveitingar og sölu á ýmsum muum í sam- komusal kirkjunnar, hinn 3. maí næstkomandi. Mrs. Hinrik Johnson frá Ebor, Man., sem um tíma hefir verið hér í borginni hjá Mrs. S. E. Sip- ley, dóttur sinni, fór heimleiðis á mánudaginn. Vor-kveðja • frá Berger kJæSaverksmiSjunni frægu. Hinir nýju vor- og sumar-fatn- aðir Berger klæðaverksmiðjunn- ar, skara fram úr að fegurð og gæðum. Svo er úr miklu að velja af af- bragðs worsted, cheviots og her- ringbone fataefnum, að tak- markalaust má heita. BERGER Clothes oj Quality C. BEGGS Einkaumboðsmaður 677 SARGENT AVE. Winnlpep, Man. Thomas Brandson, sextán ára gamall sonur Dr. og Mrs. B. J. Brandson, hefir rétt nýlega skar- að fram úr öðrum drengjum í sundsamkepni hér í borginni, og þar með sett nýtt met fyrir hrað- sund drengja i Manitobafylki. í hljómleika samkepni, sem far- ið hefir fram hér í borginni, hafa tvær íslenzkar stúlkur skarað fram úr keppinautum sínum. Þær eru: Miss Pearl Pálmason, Winnipeg, í fiðluspili, og Miss Snjólau'g Sig- urdson, Árborg, í píanóspili. Bend- ir það ótvíræðlega á, að þessar ungu stúlkur séu sérstaklega vel að sér í sinni list. Hjónavígslur framkvæmdar af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton St.: Mánudaginn 4. apríl: Tryggvi Eyjólfur Oleson frá Glenboro. Man., og Marja Helga Emily Dahl frá Riverton, Man. Þriðjudalginn, "5. apríl: Frið- finnur ísfeld frá Langruth, Man., og Hólmfríður Guðmundson frá Árborg, Man. Bedding Plants For your Gardens All Varieties GERANICMS IN POTS, small and large—CUT FLOWERS SARGENT FLORISTS 678 SARGENT (at Victor) Phone 35 676 Tenqdamamma Sjónleikur í 5 þáttum verður leikinn ÞRfÐJUDAGáKVELD og MIDVIKUDAGSKVELD 26. og 27. APRÍL í Samkomusal Sambandskirkju Byrjar kl. 8 Aðgangur 50C RAFKÆLISKÁPAR. Það er afar langt síðan menn fóru að reyna að kæla matvæli sín, því þeir fundu að þau skemd- ust ef það var ekki gert. Hvað heilsuna snertir, eða vegna hennar, er þó ekki nema tiltölu- lega stutt síðan farið var að hugsa um þetta. Jafnvel þegar ísinn var notaður í bæjunum og fcrunnhús á bóndabæjum, þá var ekki fyrst og fremst verið að hugsa um heils- una. Nú hefir meiri þekking leitt það í ljós, að gerlar kvikna í mat- vælum, ef þeim er ekki haldið nógu köldum, en þeir eru mönnum skaðlegir. Þegar hitinn er mikill, svo sem 60 eða 70 gr. á Fahrenheit, þá fjölgar gerlum með ótrúlegum hraða. Sumir þeirra eru að vísu ekki skaðlegir, eii aðrir eru hættu- Iegir bæði börnum o'g fullorðnum. * Þetta á sérstaklega við mjólk, og hana má ekki geyma þar sem hit- inn er meiri en 50 gr. Rafskáp arnir, þessi nýtízkuáhöld, greiða bezt úr þessum erfiðleikum. Þessi áhöld eru þannig gerð, að það er hægt að nota þau eftir þörfum, og ekki franyyfir það, og það kostar ekki nema fáein cents á dag, miklu minna en það sem þeir spara. En það er ekki eini kosturinn á þessum rafkæliskápum, að í þeim er alt af sama hitastig, heldur spara þeir líka afar-mikla vinnu í eldhúsinu. Það verður á allan hátt svo miklu hægra að fást við matinn, eins og t. d. þegar gestir eru komnir, getur maturinn verít) allur tilbúinn og í bezta lagi, þeg- ar þarf að framleiða hann. Þar er líka alt af ís við hendina, svo að ávalt er hægt að fá sér ísvatn að drekka. Þar má líka geyma ís- rjóma, ávexti og margt annað, svo það er alt af tilbúið, þegar á þarf að halda. Þegar hægt er að geyma matar- leifar, þá er það hreinn og beinn sparnaður. Það er svo alvanalegt að meira sé keypt fyrir hverja máltíð heldur en borðað er. Af- ganginn má geyma í kæliskápn- um. Þar aem þeir eru, þarf hús- móðirin engar áhyggjur að hafa af því, að geyma matinn yfir helg ina. Fari fjölskyldan eitthvað burtu í vikulokin, þá er vel hægt að geyma það, sem eftir er af matnum á föstudaginn, þangað til á mánudag. Það er nú alt af meira og meira af kældum mat á markaðnum. Til að geta notað hann, þarf að hafa kæliskáp. Fólk er nú hætt að líta svo á, að rafkæliskápar séu bara kostnaðar söm þægindi, sem vel sé hægt að komast af án. Hver og einn af þeim 2,000,000, sem þá nota nú mun hiklaust segja, að skápurinn sé nauðsynlegt áhald, sem bæði spari fé og varðveiti heilsuna. Þeim peningum, sem fara fyrir rafkæliskáp, er vel varið. DANARFREGN. - Þann 21. marz andaðist á St. Boniface sjúkrahúsinu. Sigurður Johnson, frá Black Bear Island, Lake Winnipeg; hafði hann verið lengi veikur heima af innvortis- sjúkdómi, er leiddi hann til bana á sjúkrahúsinu, stuttu eftir að hann var þangað fluttur. Hinn látni var fæddur 18. okt. 1899, í Lin- coln County, Minnesota. For- eldrar hans eru: Einar Johnson, ættaður frá Múla í Álftafirði í Suður-Múlasýslu, og kona hans Björg Illugadóttir, ættuð frá Gunn- ólfsvík á Langanesi. Sjö mán- aða' gamall fluttist Sigurður, á- samt foreldrum sínum til Duluth, Minn., og þaðan þremur árum síð- ar til Nýja íslands; 'settust þau að á Landamóti í Árnesbytgð. Þar ólst Sigurður uppo g átti dvöl með foreldrum sínum unz hann ungurj að aldri kvæntist Sigurrósu Ein- arsdóttur Markússonar frá Víðir- hóli í Breiðuvík. Bjuggu þau í Árnesbygð með fram braut þeirri, sem dregur nafn sitt af Finnboga- stöðum og í venjulegu tali nefn- ist Finnbogastaða “lína”. Sigurð- ur misti konu sína haustið 1918, frá fimm börnum, öllum urtgum. Dvaldi Sigurður hið næsta ár, á- samt börnum sínum öllum. á arnar umhverfis oss. Það er ekki af mannvonzku né hjartakulda, heldur beinlínis og blátt áfram eftirtektaleysi á kjörum annara. Þegar vér komum saman við jarðarför, þá klöknum vér öll og fellum tár; þá opnast rétt í svip augu vor fyrir sorgum annara. En atvinnuleysið og yfirvofandi vandræði er blátt áfram jarðarför lifandi manna. Eigum vér að standa aðgerðalausir, meðan hungurvofan, sem af atvinnuleys- inu stafar, víkkar og dýpkar gröf- ina, til þess að gleypa hundruð lifandi manna og kvenna af þjóð- flokki vorum. Er ekki hætt við, að manndómur íslendinga yfir- leitt, heiður þeirra og nafn sé í veði ? f fornöld greiddu nágrannarnir helming þess skaða, er menn ó- sjálfrátt urðu fyrir. Hví gerum vér ekki hið sama, þegar landar vorir hafa tapað því eina, sem þeir áttu — atvinnu sinni? íslendingar eiga að kalla sam- an almennan fund tafarlaust í Winnipeg, kjósa þar nefnd dug- andi manni úr öllum flokkum til þess að grenslast eftir högum landa sinna hér, le!ggja síðan all- ir í “púkk” til þess að hjálpa þeim atvinnulausu tilkynna stjórnar- heimili Gunnlaugs bróður síns og völdunum að þau þurfi hér engan DRENGURINN SEM SLASAÐIST. Áður auglýst ..... $670.75 Mr. og Mrs. B. Jakobson, Riverton, Man......... 2.00 Mrs. Guðrún Gíslason and Children, Hayland, Man 5.00 $677.75 The Columbia Press, Ltd. Maryland and Sargent Service Station (Cor. Maryland and Sargent) PHONE 37553 Bring your car in to have it thoroughly checked over, and don’t forget to have the oil and grease changed. We do washing, greasing and repairing. We also have a line of acces- sories. AIl work moderatelv priced and guaranteed. Only goods of highest quality carried in stock. BENNIE BRYNJOLFSON, Proprietor. GRAY’S HARDWARE SARGENT og VICTOR Slmi 35 676 Sparið með því að kaupa I ná- grenninu, húsamál, ollur, rúðu- gler, Delf, China, Cutlery, lampa- glös; cleaners, steinollu, tinvörur, gólf-vax, asbestos, alabastine, kaðla, vlra og allar tegundir af garðfrœi og vcrkfærum. Flutt heim. Verö lítt viðjafnanlegt MOORE'S TAXI LTO. 28 333 ■m Leigið bíla og keyrið sjálfir. Flytjum pianos, húsgögn, farang- ur og böggla. Drögum bíia og geymum. Allar aðgerðir og ökeypis hemilpröfun. Valgerðar konu hans, við Hnausa, Man. Að þeim tíma liðnum voru börnin tekin til fósturs, sum af skyldfólki, en önnur af vanda- lausum; hafa þau hlotið gott upp- eldi og eru mannvænleg. — Eftir þessi straumhvörf æfireynslunn- ar, átti Sigurður um sex ára bil heima hjá Mr. og Mrs. J. Péturs- son í Selkirk, er Mrs. Pétursson systir Sigurðar heitins. Fyrir fjórum árum kvæntist Sigurður á ný stúlku af hérlendum ættum. Louise Emily Mason að nafni. Fluttust þau síðar til Black Bear Island og dvöldu þar síðan. Þeim varð þriggja barna auðið. Jarð- arför Sigurðar heitins fór fram miðvikudaginn 30. marz, frá kirkj- unni í Hnausa, að viðstöddum son- um hins látna manns, foreldrum og systkinum og tengdafólki sumu, og sveitungum. Daginn fyrir jarðarförina hafði farið fram kveðjuathöfn á heimili syst- ur hans í Selkirk, er séra Jónas A. Sigurðsson stjórnaði. Sigurður ur heitinn hafði verið ábyggileg- ur og góður verkmaður þrekmað- ur að upplagi, dulur í skapi, fá- orður og kvartaði ekki. Einstígi æfireynslu hans urðu brött og torsótt, mun hvíldin hafa verið honum kær, eftir langvarandi þjáningar, er hann bar í kyrþey og kvartaði aldrei um. S. O. ABÆTIR (Framh. frá 4. bls.) gætustu mönnum þessa bæjar ^g stakk upp á því, að íslendingar í | Winnipeg tækju saman höndum til; þess að sjá um, að engin mann-j eskja af íslenzku bergi brotin j þyrfti að líða meðan þessir hörm- ungatímar stæðu yfir. Hann vildi láta kjósa nefnd manna, sem grenslast skyldi eftir högum allra og safna því meðal íslendinga sjálfra, er til þess þyrfti að hjálpa þar semh jálpar væri þörf. mað- urinn vildi ekki koma opinberlega fram með þetta sjálfur, en eg segi hér frá því, ekki sem kviksögu, heldur með fullri alvöru og bæti við þeirri áskorun, að þetta sé gert tafarlaust. “Miklir menn voru þeir^ forfeð- ur vorir!” segjum vér;; “og at- kvæðamiklar konur voru þær for- mæður vorar. Gleðilegt er það og mikils virði, að vera kominn af j svona merku fólki. Og svo erum vér nú sjálfir heldur en!gir ætt- lerar — alt af að fara fram!” Þetta er viðkvæði vort marg- endurtekið á öllum mannamótum. Og svo setjumst vér að borðum hlöðnum dýrum réttum, en gæt- um þess ekki, að víða 1 þessum bæ gráta íslenzk börn af bjargar- skorti. Aðgerðaleysið — þessi deyf- andi, rólegi syndasvefn, hefir rek- ið hina norrænu framtakssemi af stóli og vinnur eins og svæfandi lyf á skilningarvit vor, svo vér sjáum ekki né skynjum hörmun'g-1 íslending að styrkja — íslending- ar ætli ekki að segja sig til sveit- ar, heldur sjá sjálfir um sitt eigið fólk. Ef vér gerðum þetta, þá gætum vér sýnt hérlendu fólki, að vér hefðum nokkru af að miklast. Þá gætu niðjar vorir í sögu fram- tíðarinnar bent á oss, eins og vér bendum á forfeður vora, og sagt: “Svona fóru þeir að því! ekki kom • þeim til hu!gar að segja sig til sveitar, þegar skórinn krepti að öllum. Þeir blátt áfram tóku sig einir út úr og litu sjálfir eftir sinu eigin fólki, þegar aðrir fóru á sveitina!” Eigum vér ekki nógan mann- dóm, nóga fórnfýsi, nóga samúð, nóg samtök til þess að gera þetta? Mér dettur í hug önnur skrítla: “Þegar karlmanni er sa'gt eitt- hvað,” sagði konan, “þá fer það inn um annað eyrað og út um hitt.” “Já,” svaraði maðurinn, “en þegar kvenmanni er sagt eitthvað, þá fer það æfinlega inn um bæði eyrun og út um munn- inn.” Eg ætla að biðja alla, sem hér eru staddir, að láta þessi fáu orð fara inn um bæði eyrun og út um munninn; tala um þetta mál við alla og alstaðar, þangað til það hljómar á hvers manns huga, berst inn um hvert eyra og inn í hvers manns sál með þeim sann- færingarkrafti, að hér sé um það að ræða, að bjarga heiðri þjóðar sinnar og norrænum manndómi. Síg. Júl. Jóhannesson. Góður heilsugjafi að vorlagi Hugsið yður gæðin I hreinni mjölk og nyt- semi þeirra, ekki slzt að vorinu til. pessvegna er sjálfsagt að rrbta rrielri — CITY MILK pér getið umflúið vor- lympu með því að nota pott af g-erilsneyddri City Milk. Byrjið í dag. Phone 87 647 Nokkrar aðsendar greinar verða að bíða næsta blaðs, vegna rúm- leysis. ‘ttEmí^l CHICKS^ VertS vort fi ekta Pure Bred Chicks er lágt. Hvlt Leghorns, 100—$8.00. Barred Rocks, $10. Aðrar teg- undir, $12. Skýrtelni framleiB- anda meö pöntun. Pantiö 30 dögum & undan sending, pen- ^ingar fylgi, eöa skrifiö eftir 36 bls. verðskrfi. 100? fibyrgst lifandi til vJötakanda. HAMBLEY ELECTRICJATCHERIES | % LIMITED - WINNIPEG/ ^REGINA SASKATOON CALGARY^ EDMONTON VANCOUVtR • OiN Neuicit Hítchery will *erve you beit wa Brynjólfur Thorláksson tekur að sér að stllla PLANOS og ORGANS Heimili 594 Alverstone St. Sími 38 345 DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, sem að flutningum lýtur, smáum eða stör- um. Hvergi sanngjamara verð. Heimili: 762 VICTOR STREET Slmi: 24 600 JOHN GRAW Fyrsta llokks klæðskeri Afgreiðsla fyrir öllu Hér njöta peningar yðar sin að fullu. Phone 27 07 3 218 McDERMOT AVE. Winnipeg, Man. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 Símið pantanir yðar ROBERTS DRUG STORE’S Ltd. Abyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks AfgreiBsIa. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 FINGURBYLGJUÐ HÁR- KRULLUN og ALLSKONAR ANDLITSFEGRUN að 512 Victor St. Sími 31145 (Skamt frá F. lút. kirkju) Ábyrgst afgreiðsla og sann- gjamt verð. Guðný og Ásta Einarsson íslenska matsöluhúsið Par sem Islendingar I Winnipeg og utanbæjarmenr, fá sér máltíðir og kaffi. Pönnukökur, skyr, hangikjð* og rúllupylsa á takteinum. WEVEL CAFE 692 SARGBNT AVE. Siml: 37 464 RANNVEIG JOHNSTON, eigandi. VEITIÐ ATHYGLI! Eg undirrituð hefi nú opnað BEAUTY PARL0R í Mundy’s Barber Shop, Portage Avenue, næst við Harman's Drug Store, Cor. Sherbrooke og’Portage- Ave. Sími: 37 468. Heimasími: 38 005 Mrs. S. C. THORSTEINSON TOR SALE or will RENT 959 Henderson Highway, seven rooms, , fully modern Bungalow, hot water heated, oak finish, situated on % acres of land on a paved highway. This valuable property can be rented oompletely furnished, includinlg blinds and curtains, grand piano, radio, electric stove, office desk and typewriter. Apply to J. T. Berqman, Medicine Hat, Alta. %

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.