Lögberg - 16.06.1932, Blaðsíða 3

Lögberg - 16.06.1932, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FTjhxUDAGINN 16, JÚNÍ 1932. Bls. S. SOLSKIN Sampo Litlilappi (Framh.) ------ “Svo skyldi jafnan vera! Þetta á við okk- ur,” orguðu illvættimir af öllum mætti, því aS öllum þótti þeim vænna um veturinn og myrkrið en sumarið og sólskinið. En í dýrahópnum gerðist kur, því að öll rándýr- in og f jallmúsin fylkdu illvættunum að máli, en hreindýrin og mörg önnur dýr mundu ekki amast við sumrinu, ef þaS kæmi ekki með mýbitið til Lapplands. En hin litla hreinfló vildi endilega hafa sumarið og hún kallaði isvo hátt sem hún gat: “Herra kon- ungur, vór erunm þó hingað komin til þess að fagna sólinni.” “Haltu þér saman, andstygðar kvikind- iS,” orgaði ísbjörninn rétt hjá henni. “Þetta er gamall vani, aS vér komum hér saman. Næsta ár verður gaman að vera hér, því að næsta ár kemur sólin alls ekki. Þá verð- ur hún slokknuð, þá verður hún dauð!” “Sólin er slokknuð, sólin er dauð!” sögðu öll dýrin hljóðlega, og sem hrollur færi um alla veröldina. En illvættimir frá norður- hjaranum hlógu svo dátt, að hetturnar flugu af hausum þeirra. Nú hóf fjaldvaldurinn aftur þrumurödd sína og hrópaði á ný: “Svo skal verða, svo skal verða! Hún er dauð. Allur heimurinn verður að lúta mér og gera bæn sína til mín, konungs hins sífelda vetrar og hinnar sífeldu nætur! ’ ’ Þetta gramdist Sampo Litlalappa, þar sem hann sat undir steininum. Hann gekk nú fram og lauk upp sínum orðhvata goggi: “Því lýgur þú, fjallvaldur, þú lýgur því. Eg sá fyrirboða sólarinnar í gær á kveldhimnin- nm, og þá er sólin þó ekki dauð. Eg spái að skeggið á þér bráðni, þegar líður að miðju sumri.” ViS þessi orð brá skugga á enni fjallvalds ins, og var því líkast sem þar drægi upp svartan skýflóka. Hann gleymdi lögunum og hóf á loft sinn langa og óttalega arm og vildi lemja Sampo Litlalappa til bana. En í sama vetfangi bliknaði norðurljosið og rósfagurt skin breiddist yfir himininn og skein beint á ískalda ásjónu fjallvaldsins, svo að hann fékk alt í teinu ofbirtu, í augun og varð að láta arminn falla. Og nú gafst á að líta! Nú sást gullbjört sólröndin hefja sig upp yfir sjónhringinn hátignarfögur og sveipa alla hluti í Ijósi. Og snjórinn glitr- aði eins og miljónir af rósum hefSu fallið ofan á hann. Og sólin skein öllum inn í augu og hjarta. Og þeir urðu hjartanlega glaSir. er þeir sáú sólina aftur, sem höfðu fagnað mest frásögninni um dauða hennar. yar nú ákaflega broslegt að horfa á, hve mikið fjallvættunum varð um. Þær skotruðu sínum smáu, gráu augTim fram undan rauðum liett- unum og horfði á sólina og létu í ljos ofsa- gleði, þótt þeim væri það þvert um geS. Þær stóðu. á höfði í snjónum og skegg hins ótta- lega fjallvalds tók að bráðna og rann nú eins og lækjarkorn niður hans víðu úlpu. Söfnuðurinn stóð nú þar og borfði undr- andi til sólarinnar, þótt sinn hugsaði hvað. Var nú liðin nær því heil stund, og þá heyrSi Sampo Litlilappi, að eitt hreindýrið sagði við annan lítinn hrein: “Komdu nú, komdu barnið mitt, annars éta vilfarnir okkur.” Þá mundi Sampo eftir því, hvað beið hans, ef lmnn dveldi lengur. Nú bar svo við, áð hann sá glæsilegan hrein meS fögrum gullnum liornum standa við hliðina á sér. Hér þurfti skjótra ráða, og hann hljóp tafarlaust á bak dýrinu. Og nú var farið á harSahlaupi of- an fjallshlíðarnar. “HvaSa undarlegur þytur getur það ver- ið, sem heyrist fyrir aftan okkur?” spurði Sampo eftir stundarbið, er liann fékk ráð- rúm til að draga andann." “Það eru birnir, er elta okkur þúsundum saman og vilja hífa okkur í sig,” svaraði hreinninn. “En ver þú óhræddur; eg er á- lagahreinn fjallvalds, og hefir mér aldrei orðið það, að nokkur björn hafi bitið mig í hælana.” Sampo reið enn um stund. Þá spurði hann aftur: “Hvaða undarlegt más er á eftir okkur?” Og hreindýrið svaraði aftur: “Þar fara úlfarnir á eftir okkur sem fætur toga og vilja tæta okkur í sundur. En vertu óhrædd- ur; enginn úlfur hefir enn getað hlaupið mig uppi hérna á fönnunum. ” Nú héldu þeir enn áfram góðan tíma. Þá tók Sampo Litlilappi enn til máls: “Ætli liér sé óveður í fjöllunum fyrir aftan okk- ur?” “Nei,” sagði hreinninn og tók að skjálfa eins og hrísla, “þetta er fjallvaldurinn sjálfur, er eltir okkur með tröllskrefum. Nú er okkur bráður bani búinn, því að und- an honum kemst enginn.” “Ertu alveg ráðþrota?” spurði Sampo. — “Nei,” svaraði dýrið, “okkar eina bjargar- von er, að reyna að ná til prestseturins þarna við Enarevatnið. Okkur er borgið, ef við komumst þangað, því fjallvaldur á engin ráð á kristnum mönnum. — “Já,” sagði Sampo, “hlaup þú, hreinninn minn yfir ’björg og blá, þá skal eg gefa þér gullna hafra úr silf- urjötu.” HreindýriS hljóp og hljóp, og er þeir voru komnir inn í prestskofann, þá var fjallvald- urinn kominn að graðshliði og lamdi slíkt feiknahögg á ldiðið, að allir héldu að bærinn mundi hrynja. “Hver er þar?” spurði presturinn. “ÞaS er eg!” svaraði þrumandi rödd ut- an úr garðinum. “Ljúk þú upp fyrir fjall- valdinum! Þú hefir tekið óskírt barn undir þína vernd, en eg á alla heiðingja.” “Bíddu lítiS eitt, meðan eg fer í hemp- una og set á mig kragann. Eg verð þó að taka virðulega við svo göfugum gesti,” svaraði presturinn. “Ráddu, .sleggja,” orgaði fjallvaldurinn; “en flýttu þér,; annars ríf eg sundur kofa- veggina þína.” “Undir eins, mildi herra,” svaraði prest- urinn. Iíann tók í skyndi skál með vatni í og skírði Sampo Litlalappa í nafni föður, son- ar og heilags anda. “EruS þér nú búinn?” öskraði fjallvald- urinn og hóf sinn hættulega fót á loft og vildi stíga húsið til jarðar. En þá lauk prestur upp dyrunum sjálfkrafa og mælti: “Far þú burt, heiðingi, þú konungur nætur og vetrar, því að ekkert erindi átt þú fram- ar við þetta bam. NáSarsól guðs skín nú og yfir Sampo Litlalappa, og hann er ekki framar þín eign, hann er nú kominn í ríki guðs.” Þá varð fjallvaldurinn afar reiður. Hann varð þegar í stað að óttalegu óveðri. VarS svo^ mikil fannkoma, að prestsetrið fór skjótt í kaf og allir héldu, að snjórinn mundi verða gröf þeirra. Prestur einn var stiltur og las bænir úr heilagri ritningu og beið morgunsins. Og þegar morgnaði skein sól- in á snjóinn og snjórinn bráðnaSi og prest- setrinu var borgið. En fjallvaldurinn var horfinn. Halda menn að hann lifi enn og drotni á Rastekís, en enginn veit það með vissu. Sampo Litlilappi þakkaði prestinum og fékk sér léðan sleða hjá honum. Fyrir hann beitti liann gullhyrnda hreininum og hélt síðan ,til föður síns í Aimio. VarS þar mik- ill fagnaðarfundur, er Sampo kom svo óvænt heim. En það er önnur saga, sem segir frá því, hvernig liann varð mikill maður, er gat látiS hreininn sinn éta gullna hafra úr silf- urjötu. Er hún svo löng, að hún verður ekki sögð í skjótri svipan. — Unga Island. HIÐ SAMA A TVO VEGU. (Dæmisaga.) Snefru konung í Mamphis dreymdi einu sinni að hann misti allar tennurnar. Hann lét þegar kalla til sín draumþýðara nokk- urn, og spurði hann livað draumur þessi boSaði. Ógæfusami konungur, svaraði draum- þýðarinn. Þú missir alla ættmenn þína áður en þú deyr. Konungi líkaSi illa þessi ráSn- ing og skipar að faka draumþýðarann og berja og læt.ur síSan kalla fyrir sig annan draumþýSara. Er liann hafði heyrt draum- inn, segir hann. Gægusami konuungur, fyr- ir þér liggur að lifa lengur en nokkur ætt- manna þinna. Konungur varð glaður við, er hawi hevrði drauminn þannig útlagðan og lét gjaldkera sinn fá. draumþýðaranum fésjóð stóran. * BáSir höfðu draumþýðararnir ráðið draum inn eins, en orSalagið eitt hafði hin afar misjöfnu áhrif á konunginn. Þannig er það enn í daglegu lífi afar mikilsvert, að kunna að haga orðum sínum rétt. — Unga ísland. HLUTTEKNINGr. Ef eg mætti óvin mínum, er mér dýpstu veitti sár, hlöðnum sorg í liuga sínum, honum með eg felli tár. SíSan mér á æskuárum unaðssól að viði hvarf, á ég hlut í hvers manns tárum, hluttekningu sjálfur þarf. —S.J.J.—Kvistir. Dánarfregn Mrs Þóru’nn Þórðaróttir Brandsson, andaðist að heimili Sigurðar sonar síns í Árborg, Man., mánudaginn 9. maí. Hún veiktist snögglega aðfaranótt þess 8. maí, en andaðist kl. 10 árdegis næsta dag. Ráð og rænu hafði hún til hinztu stundar. Þórunn heitin var fædd árið 1849, á Kjarlaksvölllum í Saur- bæjarsókn í Dalasýslu. Faðir hennar var Þórður, sonur séra Einars Þórðarsonar Thorlacius, er j lengi var prestuí í Otraral, við, Arnarfjörð. Kona Þórðar, en móðir Þórunnar, var Jórunn Helgaóttir. Þórunn 'heitin ólst I uþp með foreldrum sínum, gift-[ ist ung Matthíasi Brandssyni; var hann af hinni velkunnu Krossnes- ætt í Eyrarsveit í Snæfel’lsnes- sýslu. Þau reistu bú á Skerðings- stöðum í Eyrarsveit. Þau eignuð- ust tólf börn; tvö dóu í æsku, en tíu kiomust: \til Tullorðinsaldurs', fjórir synir og sex dætur. Búsett á íslandi eru: Þorsteinn, bóndi í Tungu í Neshreppi Innri; einnig tvær dætur, báðar giftar. Hér vestra eru á lífi: Sigutður bóndi Brandsson í Árborg; Silgríður, ekkja Gunnlaugs heitins ólafs- sonar, einnig í Árborg; Karitas, kona B. Hanssonar í Humbolt, Sask., og Solveig Kristín, Mrs. Cunett. Þórunn heitin misti mann sinn á íslandi, en fluttist hingað til lands ásamt sumum barna sinna um aldamót, en sumt barna henn- ar hafði komið hingað ári áður. Með aðstoð barna sinna og tengda- sonar nam hún land sunnanvert við íslendingafljót, er varð heim- ili hennar og síðar sonar henn- ar og tengdadóttur. Um hríð átti ammmmmmmmmmmmmmmmmmmm^ ÓKEYPIS til Hydro viðskiftamanna sem nota Rafmagns eldavjellar Vér vírum, setjum upp og höldum við 500, 750 eða 1,000 watt rafmagns vatnshitunarvél, í hús yðar ókeypis, ef eigandi hússins urtdirskrifar samning, að víringin o!g vélin haldi áfram að vera eign Hydro. Alt, sem þér borgið, er 10 cents á mánuði auk vanalegs gjalds fyrir raforkuna. Plumbing aukreitis. Kaupið yðar rafmagnsvél nú — og takið þessu fyrirtaks tilboði. PHfONB 848 132 Gfhj ofW&míþfeg ” ’ iII(ttncSBSttn! III lll! PHONE 848 133 »*-59 hún, hin fyrstu ár, heimili hjá Sigríði dóttur sinni og Gunnlaugi heitnum manni hennar. Auk sinna eigin barna fóstruðu þau Þórunn og Matthías stúlku frá sex ára aldri til fullorðins- aldurs, Ingibjörgu Sveinsdóttur að nafni; er hún nú gift Þórði Breiðfjörð og býr í Reykjavík. Móðir hennar, Margrét Davíðs- dóttir, hafði áður verið gift Þor- steini, eldri bróður Matthíasar, en hann druknaði. Var Ingibjörg af síðara hjónabandi. Hin látna kona var vel ættuð, bar hún enda í hárri elli 'göfuglegan svip. Festa og viljaþróttur voru sýnileg ein- kenni hennar, samfara góðri greind og ýmsum fróðleik. Hún var þrekmikil kona og hagsýn og heimili hennar fremur veitandi en þurfandi. Þórunn heitin var jarðsungin þann 11. maí af sóknarpresti Ár- dalssafnaðar, frá heimili hinnar látnu, að viðstöddum ástmennum og sveitungum, og síðar frá lút- ersku' kirkjunni, að viðstöddum fólksfjölda. Hún var lögð til hvíld- ar í grafreit bygðarinnar. Henn- ar er saknað af eftirlifandi börn- um, tengdabörnum og mannvæn- legum hóp afkomenda og af öllum þeim, er þektu hana, kyntust henni og lærðu að meta hana. Þórunn heitin hafði notið góðrar umönn- unar hjá syni sínum og Jódísi konu' hans, og Sigríðar dóttur sinnar, er daglega umgekst móð- ur sína. Lannámskonan lagðist þreytt til hvíldar, þakklátur hugur ást- vina blessar minningu hennar. S. O. Nýgiftur maður: Sjáðu, elskan mín, það vantar allar tölur i skyrtuna mína. , Konan: Já, eg skal kaupa nokkr- ar nýjar skyrtur handa þér. Læknir: Dóttir yðar þjáist af blóðleysi, hún verður að fá járn. Auðkýfingur: Hvers vegna járn? Eg hefi efni á því að gefa henni gull. • PROFESSIONAL CARDS <. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Offlce tlmar: 2—t HelmlU 776 VICTOR ST. Phone: 27 122 Winnipeg:, Manitoba Dr. L. A. Sigurdson 216-220 Medical Arts Bldg. Phon© 21 834. Office tímar 2—4 Heimili: 104 Home St. Phone: 72 409 H. A. BERGMAN, K.C. fslemekur löofratðinffur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Avs. P.O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 2« 840 DR. O. BJORNSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Office tlmar: 2—3 HeimlU: 764 VICTOR ST. Fhvne: 27 586 Winnipeg-, Manitoba Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPEG W. J. LÍNDAL Og BJÖRN STEFaNSSON islenzkir lögfrœOinffar á öðru gólfl 325 MAIN STREET Talslmi: 24 963 Hafa elnnig skrlfstofur aO Lundar og Gimli og eru þar að hitta fyrsta mið- vlkudag 1 hverjum mánuOL DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Ofíice tlmar: 3—5 Helmlli: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. A. B. INGIMUNDSON TannlœknW 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 22 296 Heimiiis 46 054 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur ISfffrœOinour Skrifst.: 411 PARIS BLDO. Phone: 24 471 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medicai Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone: 21 834 Stundar augna, eyrna, neí og kverka sjúkdóma.—Er aO hitta kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. HeimiH: 373 RIVER AVE. Talslml: 42^91 DR. A. V, JOHNSON lslenxkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Slmi: 23 742 Heimilis: 33 328 J. Ragnar Johnson B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) Islenzkur lögmaOur 606 Electric Railway Chambers Winnipeg, Canada Simi 23 082 Heima: 71 7*8 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. i Cor. Graham and Kennedy Phone: 21 213—21 144 Helmlli: 403 675 Winnipeg, Man. A. S. BARDAL 248 SHERBROOKE 8T. Selur Ukkistur og annast um út- farlr. Allnr útbúnaOur s& besti Ennfremur selur hann allskonsr nxinnlsvarOa og legsteina. Skrtfstofu talstmi: 86 607 HeimiUs talslml: 68 302 1 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LöofrœOinaur Skrlfstofa: 702 CONFEDERATON LIFE BUILDINO Maln St. gegnt City Hall Phone 24 587 DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna eg barna sjúkdóma. Er aS hitta frft kl. 10—12 f. h. og 3—6 e. h. Office Phone: 22 296 HeimiU: 806 VICTOR ST. Slmi: 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aö sér a8 Avaxta sparifé fólks. Selur elds&byrgO og blf- reiöa ftbyrgOlr. Skriflegum fyr- irspurnum svaraö samstundis. Skrifstofus.: 24 263—Heimas.: 33 322 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur löfffrœOingur 808 PARIS BLDG., WINNIPEG Residence Office Phone 24 206 Phone 89 991 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lœkningar og yíirsetur Tll viOtals kL 11 f. h. til 4 e. h. og frá kl. 6—8 aö kveldinu 532 8HERBURN ST. SlMI: 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY ST. Phone: 86 137 Símið og semjiö um samtalsttma J. J. SWANSON & CO. LIMITl'D 601 PARIS BLDG., WINNIPBO Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot- vega penlngal&n og eldsábyrgð af öllu tagi. Phone: 26 349

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.