Lögberg - 16.06.1932, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.06.1932, Blaðsíða 6
BIs. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JÚNÍ 1932. Náman með járnhurðinni EFTIR HAROLD BELL WRIGHT. “Það er svo sem auðvitað,” sag'ði hinn og reyndi að vera eins meinlegur eins og hann gat. “Hugh kom alls ekki hér í Gull- gilið, hann bara kom til okkar.” Bob- bara hélt áfram, eins og hinn hefði ekkert sagt. “Hvað því viðvíkur, að hann sé ekki eins og hann var, þegar hann kom, þá geta allir séð það. Það er ekki bara það, að hann hafi byrjað að vinna rétt eins og honum liggi lífið á að verða stórríkur strax. Hann hef- ir breyzt á ýmsan hátt, í útliti t. d.; hann var fölur, eins og ]>ú manst, en nú er hann orð’nn eins brúnn á hörundslit eins og við hinir og svo miklu hrauistlegri og sterklegri. Það lítur út fyrir, að erfiðisvinna eigi vel við hann.” “Það er nú meir en það, ” sagði Thad. “Auðvitað; hann hefir ekki lengur stutt hár. ” “Það er enn fleira en hárið og hörunds- liturinn,” sagði Thad. £,Já, það er það,” sagði Bob. “Manstu fyrst þegar hann kom, þá leit út fyrir að hann væri e:ns og liálf liræddur, rétt fyrst í stað, á eg við.” “Já, hann var eitthvað svoleiðis, flótta- legur,” sagði Thad. “Mér fanst stundum eins og hann væri hræddur um að annar- hvor okkar, eða báðir, mundu skjóta á sig þá og þegar. En þó fanst mér nú annað slag- ið, að það væri ekki við, sem hann var hræddur við. En það ber áreiðanlega ekki . ó því að hann sé hræddur við neinn nú orðið. ” “Nei, það liggur ekki nærri, að hann sé hraMd.ur við einn eða neinn nú,” sagði Bob. “Og hefirðu tekið eftir því, hvað hann hlær eðlilega og hvað hann blístrar og syngur fallega, þegar hann er eitthvað að gera heima við kofann á kveldin?” “Það lítur út fyrir, að drengurinn uni sér fullvel,” sagð,i Thad, “og það er nokkuð annað, sem eg hefi tekið eftir,” bætti hann við með hægð. “Drengurinn hefir aldrei farið neitt héðan isíðan hann kom.” “Hann hefir enga ástæðu til að fara nokkuð,” sagði Bob. “Við seljum það lítið af gulli, sem hann finnur, með okkar, eins og þú veizt, og það er hægðarleikur fyrir Mörtu, að kaupa fyrir hann það sem hann þarf um leið og hún kaupir það, sem við þurfum. Það er enginn í Oracle, sem hann hefir nokkuð gaman af að finna.” “Það er kannske orsökin,” sagði Thad. “Það er enginn í Oracle, sem hann vill sjá eða heyra, eða það er enginn þar, sem • vill sjá hann, hvorttveggja getur svo sem vel verið og.mér stendur á sama hvort held- ur er. ” “Þarna ertu lifandi kominn,” sagði Bob. “Þú getur ekki talað fimm mínútur um nokkurn skapaðan hlut, án þess að fara að gefa í skyn, að eitthvað sé rangt eða grun- samlegt. Eg má segja þér, að það er ekfcert athugavert við þennan pilt. ” “Iívað ert þú eiginlega að segja?” hróp- aði Thad. “Hver hefir sagt, að það væri nokfcuð athugavert við hann? Eg hafði svo sem ekkert á móti honum fyrir það, þó hann fari aldrei til Oracle, eða nokkuð annað, bara væri hér þangað til hann dæi og enginn vissi hvað um hann hefði orðið. Þeir hafa farið svoleiðis ýmsr, ef eg man rétt. Þú heldur alt af, að eg hafi eitthvað ilt í huga, þegar eg lít á hlutina rétt eins og þeir eru. Eg hefi ekfci verið að segja um drenginn, að hann væri hestaþjófur, eða neitt þess konar. Mér fellur pilturinn einmitt vel, og eg hefi rétt eins mikið traust á honum, eins og þú eða nokfcur annar. ” Bob glotti. “Það er undarlegt, hvað Ckkur kemur öll- um saman um þetta. Hann er áreiðanlegur piltur. Eg var að segja honum hérna um daginn, að fcann skyldi fara varlega með púður, sem hann var að fást við, og sagði honum að það væri svo mikill kraftur í því, að það gæti sent hann svo hátt upp í loftið, að hann færi kannske að halda að hann væri ein af ]>essum himnesku verum, s«im hann hefði sjálfsagt heyrt getið. Hann bara hló og isagði að ]>að væri þó bót í móli, að hann hefði engan húsbónda, sem gæti dregið af sér kaupið meðan hann væri þar uppi.” “Maður hefir nú heýrf eitthvað þessu líkt óður,” sagði Thad hálf ólundarlega. “En það er ekfci verra fyrir því. Eg er nú á því, að maður geti þekt mann miklu betur af því sem hann hefir gaman af, og sem hann hlær að og segir öðrum til skemtunar, heldur en af þeim trúarbrögðu*li, sem liann þykist fylgja.” “Já,” sagði Thad. “Eg hefi líka tekið eftir því, að þeir sem sjá eitthvað ilt og grunsamlegt alstaðar, þeir hafa líka vana- lega eitthvað í sínu eigin fari, sem þeir ekki vilja að komi fram í dagsljósið. Þegar menn eru að leita eftir brestum náungans, þá þykist maður alstaðar sjá hjá honum sömu gallana, sem maður veit af hjá sjálf- um sér. Það er ekki ósvipað því að líta í speg- il, það sem þú sérð er aðallega þú sjálfur. Þetta er eg að reyna að gera þér skiljan- legt. ” “Hugh er allra bezti piltur,” sagði Bob. “Hann er það vafalaust,” sagði Thad. Sannleikurinn var sá, að í Gullgilinu hafði Hugh Edwards fundið nokkuð annað og meira en gull, sem hann var þó að leita að og lagði afar mikið að sér til að finna. Þarna hafði hann ekki að eins aftur fengið góða heilsu, heldur iiafði hann líka að mestu leyti losnað við þær hugsanir, sem höfðu hrafcið hann úr fjölmenninu út í þessar ó- bygðir. Leiðindin, sepi höfðu þjáð hann, höfðu snúist í gleði. En gleðin var þó eng- an veginn óblandin; innan um hana blönd- uðust erfiðar og óþægilegar hugsanir og þrár, sem hann sá ekki að gætu orðið upp- fvltar. En þrátt fyrir öll vonbrigðin og alla mæðuna, sem liann hafði orðið fyrir, þá var nú lífsgleðin aftur vöknuð í sál hans og hann naut aftur þeirrar miklu gleði, að geta gert sér góðar vonir. Hann gat afttir látið sig dreyma fagra dagdrauma og hann gat unnið að því með vitsmunum og dugn- aði, að þeir mættu rætast. En hann hafði ekki sagt Mörtu hvað það var, sem hann hafði fundið. Hann gat ekki sagt henni það, ekki enn. Áður en hann gæti sagt henni þetta, varð hann að eignast gull. Og hann þurfti að eignast meira af því, heldur en rétt það, sem þurfti til daglegra nauðsynja, miklu meira. en það. Hann var ekki svo heimskur að ímynda sér, að hann nokkum tíma yrði fær um að láta þessa stúlku lifa í auð og allsnægtum, og ekki að hann þyrfti endilega að gera það. En það var fast í huga hans, að án gullsins væri ekki til þess hugsandi, að draumar hans gætu komið fram. Hans eina von um gæfu í lífinu, var eiginlega á því bygð, að honum auðnaðist að finna hinn dýra málm, og tölu- vert mikið af honum. Hins vegar vissi hann vel, að fjöldi manna hafði leitað að gulli, svo að segja alla æfi, en þó aldrei fundið nema lítið eitt, Hann gat ekki skýrt þetta fyrir Mörtu. Hann gat að eins látið sig dreyma og hann gat gert sér góðar vonir, eins og svo ótal margir aðrir á undan hon- um höfðu gert, sem á þessum sama stað höfðu stefnt að sama takmarki eins og hann. Hann tók því til sömu ráða, eins og Saint Jimmy, og notaði isinn mikla viljakraft til að að dylja ást sína, sem hafði gert hann að sterkari og meiri manni. Marta mátti ekki vita þetta, ekki enn þá. En Marta hafði nú samt einhverja hug- mynd um þetta. Hún var að verða þrosfcuð stúlka, en í ástamálum hafði hún enga reynslu, en að eins óljóst hugboð. Af karl- mönnum hafði hún haft mjög lítil kynni um sína daga, öðrum en gömlu mönnunum og Saint Jimmy. Hún hafði mikla ánægju af að tala við Edwards, en hugsaði alls ekkert um það, hvert kunningsskapur þeirra kynni að leiða þau. En hún fann, að hún var ánægð og henni leið betur, heldur en nokkru sinni fyr. Henni hafði aldrei fyr sýnst blómin eins falleg og hafði aldrei fyr haft eins mikla ánægju af söng fuglanna. Hver dagurinn leið hjá á sólskinsvængjum, og næturnar voru einnig yndislegar. Smátt og smátt sýndist Natachee gefa Edwards meiri og meiri gaum. Indíáninn kom oft að kofa hans og var þar stundum klukkutíma í einu eða meir. En æfinlega kom hann eins og að óvörum og æfinlega fór hann án alls fyrirvara. Stundum, þegar jiann var hjá Edwards og gömlu félögunum, þá talaði hann eins frjálslega og örugglega eins og vænta hefði mátt af hverjum vel mentuðum manni. Að undanteknum hörundslit hans og þessum hálfgerða yillimanna klæðnaði, sem hann notaði, var enginn munur á honum og hverj- um velmentuðum hvítum manni, nema þá helzt það, að orðfæri hans var oft fallegra og skáldlegra heldur en vanalega gerist. En stundum, þegar þeir Edwards og hann voru tveir einir, þá var eins og Natachee kastaði af sér allri siðfágan hvítra manna, og hann varð allur að Indíána, hugsaði eins og þeir, talaði eins og þeir og hagaði sér eins og þeir. En langoftast sagði hann ekki orð, en sat þegjandi og hlustaði á það sem Ed- wards sagði. Lizard hafði fyrst reynt að komast í frek- ari kunningsskap við Edwards, en það hafði ekki gengið greiðlega, svo hann var hættur að reyna það, nema rétt heilsa honum, þeg- ar hann reið fram hjá kofanum, þegar hann fór til Oracle eða kom þoðan. En Saint Jimmy hafði enn ekki kynst ]>essum manni, sem átti heima í næsta húsi við Mörtu. Oft bað Marta hann að koma með sér til Edwards. Móðir hans sagði honum líka oft, að hann ætti að heimsækja þennan nýkomna nágranna, en samt varð einhvem veginn ekkert af því, að Saint Jimmv heimsækti hann. Hann fór stund- um að heiman með þeim ásetningi að heim- sækja Edwards, en þegar hann kom heim undir kofann, þama rétt hjá, þar sem Marta átti heima, þá hætti hann alt af við að fara heim til Edwards, en fór í þess stað upp í fjallshlíð og sat þar kannske klukkutímum saman og horfði út yfir eyðimörkina. Hefði Saint Jimmv ekki verið slíkt prúð- menni, sem hann var, þá hefði hann kann- ske sagt, að hann heyrði nógu mikið um Fdwards frá Mörtu, og þyrfti því efcki að kvnnast honum frekar og ekki að heimsækja hann. Mörgum sinnum ásetti Saint Jimmv sér líka að segja Mörtu það, sem gömlu menn- irnir höfðu sagt honum og ætlast til að hann segði henni. En það varð ekkert af því, og alt af skaut hann því á frest, og fanst það engu léttara heldur en að heimsækja mann- inn, sem hún virtist hugsa svo mikið um og talaði svo oft um. Oft sagði hann við móður sína, að hann ætlaði nú ekki að draga þetta lengur, en segja henni alla söguna næst þegar hún kæmi. En þegar hún kom, þá varð ekkert af því. Stúlkan var alt af svo fjarskalega glöð og ánægð, og það leit út fyrir, að lífið léki við hana með öllu móti. Seint Jimmy fór að telja sjálfum sér trú um, að það væri kannske ekki nauðsynlega, að segja Mörtu þetta. Þurkatíð sumarsins var liðin og rigning- arnar komnar. Aftur voru fjallaræturnar þaktar blómum, og jafnvel eyðimörkin líka. Það var um þennan tíma ársins, sem Indíán- arnir kalla “litla vorið”, sem Saint Jimmy fór að finna Hugh Edwards. Og það var Lizard, sem kom því til leiðar. XI. KAPITULI. Lizard var á leið til Oracle, eins og vandi lians var til. En í stað þess að fara skemstu leið, fór hann í þetta sinn ofar í fjallshlíð- inni, þar sem litla, hvíta húsið var. Þegar hann kom í grend við Burton heimilið, reið liann mjög hægt og skimaði í allar áttir. Það leið ekki á löngu þangað til hann kom auga á Burton læknir, þar sem hann sat undir einum klettinum og var að lesa í bók. Þega'r Lizard fór út af veginum og stefndi til hans, leit hann upp úr bókinni. Hann horfði á manninn og hestinn koma upp fjallshlíðina. Þegar hann var kominn þangað sem Jimmv sat, steig hann af baki og leit bros- andi til hans. Hesturinn stóð þama leti- legur og það var rétt eins og hann vissi það af langri reynslu, að húsbóndi sinn mundi ekki þurfa á sér að halda æði langa stund. “Hvernig líður þér?” sagði Jimmy brosandi. “Svona líkt og vant er,” sagði aðkomu- maður. “Eg borða reglulega þrisvará dag. Eg kom bara til að sjá hvernig þú hefðir það. Eg sé að þú lifir enn þá,” bætti hann við og hló. “Mér líður ágætlega,” sagði Jimmy, en var að hugsa um, hvaða erindi þessi náungi eiginlega ætti. “Of móður þinni líður vel líka?” “Já, þakka þér fyrir.” ‘‘Hefirðu komið til Oracle nýlega?” “Eg var þar í gær.” “Einmitt það. Eg var þar í fyrradag. Heyrðirðu nokkuð nýtt?” “Ekki neitt merfcilegt,” sagði Saint Jimmy brosandi. ‘Foreldram þínum líður bærilega, vona eg?” “ Já, líkt og vant er. Hefirðu séð George Wheeler nýlega, eða nokkuð af hans fólki?” “George kom hérna fyrir fáum dögum og stóð við stundarkom.” “Hafði hann nokkuð að segja?” “Og ekkert sérstafct.” ‘ ‘ Eg hitti einn af hans mönnum í gær, But Gordon. Hann var að segja mér, að úlfarn- ir væru að drepa folöldin fyrir George Wheeler.” Valdi: “Er það satt mamma, að menn- irnir séu úr dufti?” — Móðirin: “Já, bara- ið mitt.” — Valdi: “Það þykist eg vita, að negramr séu þá úr koladufti.” Sonur: “Pabbi, hví era myndir í um- gjörði?”‘ — Óli gamli: “Veiztu það ekki drengur? Annars sæju málaramir ekki, hvað þeir ættu að mála langt.” Brimhljóð Eftir Bjarna M. Gíslason. I. Rekin af aflli rásar gnoð um Æginn, risavaxið brim um þiljur næðir. Norður við heimskaut sólin nálgast sæinn, sviphrein og djúpur bláminn geiminn klæðir. Til beggja handa hvergi eygist vegur, en hugann til sín fögur landsýn dre'gur. Við Ægisbrún af íslands jökulhjálmi sem eldborg skín í faðmi sólarlagsins. Hver svelllnöf er sem mótað sé úr málmi musteri — lýst af síðstu geislum dagsins. Og alla vega vigi úr hamratindum varpar á djúpið þúsund risamyndum. Kvöldroðans bjarmi blandinn himins rökkva breiðist hljóðlaust yfir landið tigið. —Sem stórvaxið hafbrim, hlaðist kring um nökkva, herjandi rastir knýja á jökulvígið. En bergrisar standa voldugir á verði sem vikingar, girtir röðulbúnu sverði. Hver steinn er fáður þeirri’ af list og þunga, það er sem fjölllin sveipi tign og kraftur. Svo skýlausa veröld skýrir engin tunga. — Nú skil ég vel hví Gunnar sneri aftur. Áður svo hefi eg aldrei til þess fundið, ísland, hve þú ert mínu hjarta bundið. II. Að barmi Ránar drotning dagsins hallast, djúpið nóttin vefur armi sínum. Hauður og sær í faðmlög saman fallast — fjallborgin hverfur sjónum mínum. — Brimhljóð! — Brimhljóð! — Boðar að súð- um steðja, blessaða landið mitt — það er að kveðja. Hljóður eg stari heim um vegu kalda, hrifinn söknuði krýp á þiljur niður. Sem rísi í hug mér rastir tíu alda renna upp svipir — meðan andinn biður. Harðneskjufeiknum finst mér alt sé blandið, fossandi’ í djúpið fcegar Ihverfur landið. Er ekki þannig okkar þjóðar saga ógnum blandin líkt og sjóir hrapi. Og hefir ekki al.la hennar daga ólga og þungi ríkt í voru skapi. Er ei sem blandi boðar Heli valdir baráttu hennar gegnum tíu aldir. Oft hefir lamað okkar hag og mennin'g óvægin Dröfn með þungum bana hótum. En það hefir verið þjálfun vor og kenning þjappað sé stáli inn að hjarta rótum. Ótamið þor í eðli voru og mætti er ofið saman djúpsins hjartaslætti. III. Ægir þótt setji ýmsum kosti harða, oftar margfalt gjald í té hann lætur. — En, þegar boðar þjóðarvilljann skarða, þá er verra að finna sárabætur. — Það hefir dýpstu’ og þyngstu sárin skorið er þannig vágest hefir að garði borið. Ef köllun og vilja, kjörin þegar harðna, kæfði’ ekki tíðum flokkaþras og greining, en starf og vegur sterkra og frjálsra barna stækki og eflist heilli’ í þjóðareining, þá myndi vinnast það, sem hefir tapast og þúsund ára ríkið endurskapast. IV. ísland, þó séu enn þá vegir skygðir, átak þitt lyfti tímans fargi þungu. Hví skyldi svæfa sannleiksþor og dygðir, er svellur afl og göfgi’ í þinni tungu. Þegar að rastir rísa, og vandast málin, reynir fyrst á það hversu heill er sálin. Fagurt varstu’ í faðmi sólarlagsins, sem friðartákn í kvöldsins geislaroða. En fegurra skaltu skína á himni dagsins sem skjöldur og vagga nýrra timansboða. Hver strengur og bylgja’ er býr í þínu skapi skal brjóta ísinn — líkt og rastir hrapi. — Lesbók. INNRA OG YTRA. Þórtt máni vefji geislnm grjót, ei gróður vekja þeir; ef ekkert vermir viðar rót liann visnar, fölnar, deyr. Ef fjarlægð skilur önd frá önd hið innra, dimm og fcöld, þá gagna engin ytri hönd og engin boð né völd. —S.JJJ.—Kvistir. Gestur á hárskerastofu: “Hví segið þér alt af þessar voðalegu ræningjasögur, þegar þér klippið?” — Ilárskerinn: “Það er miklu auðveldara að klippa menn, þegar hárið fer að rísa á höfðinu á þeim.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.