Lögberg - 07.07.1932, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.07.1932, Blaðsíða 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. JÚLÍ 1932. Hijgbers Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRE88 LIMITED 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONES 86 327—86 328 Bjargræðistími- - - Hvíldartími Nú er sá tími árs að koma, sem heima í sveitnm á Islandi var kallaður bjargræðistími. Það var heyskapartíminn, rúmir tveir mán- uðir að sumrinu, þegar heyjanna var aflað,- sem notuð voru til að fóðra búpeninginn yfir veturinn. Þetta er svipað hér í landi. Sá tími, sem nú fer í hönd, má vel kallast bjargræðisltími, livað bændurna snertir að minsta kosti. Hey- skapur, hveitisláttur, þresking. alt rekur nú livað annað. Frá þessum tíma og langt fram á haust, hafa bændurnir nóg að gera, flestir meira en þeir geta vel annað. Það er svo ávalt, en sjaldan frekar en nú, því sjálfsagt taka bændurnir eins fáa kaupamenn og mögulegt er í þetta sinn, vegna þess hve búskapurinn gefur lítið í aðra hönd. Bóndinn má nú illa við því að liafa verkamenn og borga kaup. Bændurnir hafa því meira en nóg að gera fyrst um sinn. Nú er þeirra bjargræðistími. Hamingjan gefi þeim sem mesta og bezta björg fyrir sig og sína. Oðru máli er að gegna með þá, sem í borg- unum búa, nema þá, sem vinna einhverja úti- vinnu, sem ekki er hægt að vinna að vetrinum veðurs vegna. Sumarið er líka þeirra bjarg- ræðistími, líkt og bændanna. Fyrir fjölda marga borgarbúa, eru þessir tveir sumarmánuðir—júlí og ágúst—hvíldar- tími, eða þá einhver hluti af þeim. Þessa tvo mánuði eru skólamir lokaðir, fyrst og fremst. Skólakennaramir hafa þá sinn hvíldartíma og skólafólkið alt. Algengt er að fólk, sem vinnui' stöðugt árið um kring taki sér svo sem tveggja vikna, eða mánaðar hvíld að sumrinu. Það er gott að geta tekið sér slíka hvíld frá daglegum störfum, þó ekki sé nema um fáa daga að ræða, eða fáar vikur í mesta lagi. Sérstaklega ef þess er kostur að fara burtu úr borginni og lifa náttúrunni nær heldur en kostur er á í stórri borg. Það hefir mörgum hjálpað til að verða að “nýjum og betri manni. ’ ’ En því miður era þeir ekki nema til- itölulega fáir, sem eiga þess kost, og þeir eru sjálfsagt færri nú, heldur en vanalega vegna fjárkreppunnar, sem nú legst eins og farg á flest fólk. Vér gerum ekki lítið úr erfiðleikunum, það er öðru nær. En vér hyggjum að all-mikið af þeim liggi í hugarástandi almennings, eins og því er nú farið, kvíðanum og vonleysinu um að nokkum tíma muni aftur batna í ári. Bezta lækningin við kvíðanum og vonleys- inu er vinnan, þó hún gefi lítið í aðra hönd, öll heiðarleg viðleitni að bjarga sér sjálfur, og hvíldin, þegar hennar er þörf, helst sem næst brjósiti náttúrannar sjálfrar. Hreina loftið og sólskinið á undra mátt. Preátafélagsritið 1931 Islendingar, sem í fjarlægð búa og unna ættjörð sinni meir en að nafni til, fagna yfir öllu því, sem til framfara horfir í átthögum þeirra. 0g þeim hinum sömu—skipi þeir eigi andlegri heill skör lægra en hinni líkamlegu, —getur eigi staðið á sama um það, hvernig horfir við í trúmálum, í kirkju- og kristin- dómslífi heimaþjóðarinnar. Ekki er því að leyna, að vindur stendur af ýmsum áttum í trúarlífi á Islandi, og mun mörgum þykja nóg um straumköstin á því sviði. Hvað sem þessu líður, þá er mér hið ágæta ársrit Prestafélags- ins, en síðasta bindi þess verður hér rætt nánar, máttug sönnun þeirrar staðreyndar, að íslenzk kristni og kirkja eiga sér marga djarf- huga og hjartahreina starfsmenn, er sækja öruggir fram undir merkjum þeirrar lífs- stefnu, sem þeir hafa helgað krafta sína. Og meðan kirkjan á sér fulltrúa, er skilja svo vel hlutverk sitt, og rækja af fremsta megni, er hún á bjargi bygð, enda þótt öldur háværrar andúðar skelli að fótum hennar. Munu þar sannast spakleg orð sagnaskáldsins: “Borg- ir hrynja ekki fyrir stóryrðum.” “ Prestafélagsritið ” flytur sem endranær efnismiklar og tímabærar ritgerðir og annan fróðleik. Erindið “Eining kirkjunnar” eftir ritstjórann fjallar, eins og nafnið bendir til, um einliverja hina allra merkustu, að margra dómi hina lang merkustu kirkjulega hreyf- ingu vorrar aldar. Er hér í stuttu máli glögg- lega lvst hvað áunnist hefir í þessari þátta- mörgu og þlýðingarmiklu starfsemi. Aillir krisitnir menn munu geta tekið undir með höf- undinum: “að eimng trúaðra manna muni vera öflugasta ráðið til þess að efla og auka hið góða í hverju landi----— öflugasta ráðið til áhrifa á þjóðlífið” (Leturbr. höf). “Eining kirkjunnar” var þá einnig eitt af stórmálum þeim, sem tekin voru til meðferð- ar á hinum merkilega Lambeth-fundi .1930, er prófessor Sigurður P. Sívertsen segir frá í samnefndu erindi. Að vekja athygli Islend- inga á þessu þýðingarmikla kirkjuþingi er vissulega, að beina hollum straumum braut inn í andlegt líf þeirra. Og eigi á höfundur nefnds erindis síður þakkir skilið fyrir, að hafa snúið prýðilega á íslenzku mikilvægum köflum úr nefndar-skýrslum Lambeth-fund- arins (bls. 192-213). Skýrslur þessar era and- legt kjarnmeti og því verðskulda þær að vera lesnar með eftirtekt, hvort sem menn eru sam- þykkir þeim í öllum greinum eða ekki. 1 kirkju-einingar anda er einnig hið sam- úðarríka erindi séra Eiríks Albertssonar: “Trú og játning”, ákveðin en prúðmannleg hvöt itil kirkjulegrar samvinnu; mætti hún ná sem flestra eyram. Nefnd erindi ræða bersýnilega starf kirkj- unnar inn á við. 1 þeim flokki má einnig telja greinina: “Kristilega stúdentahreyfingin á Englandi,” eftir cand. theol. Óskar J. Þor- láksson. Segir hér frá hollri og eftirbreytnis- verðri kirkjulegri hreyfingu, og rétt hefir liöf- undur að mæla, er hann segir: “Fáit-t mun blása meira lífi í trúmálin og efla meir áhuga manna á kristilegu starfi, en ef ungir áhuga- samir stúdentar bera það fram og starfa af áhuga.” Um starfsemi kirkjunnar út á við, afstöðu heímar til þjóðfélagsmála, fjallar hið skorin- orða og sanngjarna erindi Asmundar háskóla- kennara Guðmundssonar “Kirkjan og verka- mannahreyfingin. ” Höfundur rökræðir hið mikla og víðtæka mál, sem hér um ræðir, frá báðum hliðum, sjónarmiði kirkjunnar og sjónarmiði verkamanna; hann sýnir einnig hversu takast megi, með samvinnu, að brúa það djúp, sem tíðum hefir skilið kirkjuna og verkalýðshreyfinguna. Samúð höfundar og sanngirni lýsa sér vel í þessum orðum hans: “Kirkja vor á að horfa hugrökk og bjartsýn á verkamannahreyfinguna í heiminum. Hún berst fyrir góðu máli—þrátt fvrir ýmiskonar mistök og misskilning. Og þótt um margt hjá henni sé deilt, hvort holt sé eða heppilegt, þá getur það itrauðla orkað tvímælis í augum þeirra, sem á hana líta hlutdrægnislaust, að hún sé risin af brýnni þörf, hafi unnið mikið gagn og eigi göfugt framtíðarhlutverk fyrir höndum. ’ ’ Líknarstarfsemi kirkjunnar er að allra dómi einhver fegursti og sannkristnasti þátt- urinn í athafnalífi hennar. Þessvegna er einkar hugljúft að lesa erindi Sigurbjöms A. Gíslasonar, cand. theol., “Ellihæli.” Er þar rakin stuttlega saga elliheimila og lýst starf- semi þeirra á Islandi, en þar era nú þrjú slík heimili. Höfundur segir frá kynnum sínum af elliheimilum erlendis og meðal annars lýsir hann all-nákvæmlega, og afar vingjarnlega, stofnun og starfi “Betel’’’-ellihælisins á Gimli. En svo farast honum orð: “Þessi viðkynning mín við Betel á Gimli vakti hjá mér löngun til að styðja eitthvað að stofnun ellihæla á Islandi og síðan hefi eg jafnan leit- ast við í utanföram iað kynna mér þau ellihæli, sem eg gat náð til, og hefi séð þar margt bæði til eftirbreytni og varnaðar.” Hér er því eitt dæmi þess, að borist hafi heilnæmir straum- ar frá Viestur-lslendingum til heimalandsins. Er það metnaðarauki, að geta fært sér slíkar tekjur til reiknings. Fagrar og vekjandi era ritgerðir séra Knúts Arngrímssonar: “Gildi samúðar,” vígsluprédikun séra Sigurðar P. Sívertsen og ræða séra Þorsteins Briem: “Gullkerin.” Kjarni kenningar séra. Knúts era niðurlags- orð hans: “Samúðin ein byggir upp,” en áður hafði hann leitt rök að því að með að- ferð hennar hafi “verið unnir varanlegustu sigrarnir í mannheimi.”-— Prédikun séra Sigurðar flytur fagnaðarboðskap kristilegrar bjartsýni.” Hann leggur áherslu á “merki- lega lifslögmálið um, að trúin á tiið góða skapi hið góða, efli það og amki” (Leturbr. höf.). —Ræða séra Þorsteins kennir einnig boðskap bjartsýninnar. Ræðumaður leiðir að því mörg rök og næg dæmi, að traustið og trúin gefi viljanum byr undir vængi: “Já, trúin gefur þrek! Foringjum til að fórna öllu og gleyma sjálfum sér. Þjóðum til að reisa við land sitt, og þeim, sem eiga helgar hugsjónir, gefur hún mátt til að líða og þola og fá því áorkað sem mannlegum kröftum er ofvaxið annars.” An framtíðartrúar er hver einstaklingur og þjóð hver dauðadæmd. Og aldrei hefir oss verið meiri þörf heilskygnrar bjartsýni, óbif- anlegrar trúar á sigur hins góða, á sigur hárra og göfugra hugsjóna en einmitt nú þegar brúnaþung óveðursskýin hylja svo himin vom að varla rofar til sólar. Að þessu sinni flytur “ Prestafélagsritið ” óvenju margar ritgerðir um íslenzka merkismenn í klerkastétt, er að velli hnigu á síðustu áram, en skylt er að minnast slíkra manna, þeim að verðugu og öðrum til fyrirmyndar. As- mundur háskólakennari Guð- mundsson ritar um Kjartan Helgason prófast, en hinn fyr- nefndi og Signrður vígslu- biskup rita í sameiningu um Einar Jónsson prófast; vígslu- biskup minnist og fræðimanns- ins og Islandsvinarins, séra Þórðar Tómassonar. Allar eru minningargreinar þessar vel í letur fræðar. Einkar fróðlegt og tímabært er einnig útvarps- erindi Sigurðar vígslubiskups í tilefni |af aldarafmæli séra Stefáns Thorarensens sálma- skálds. Hér má og minnast á hina stór-fróðlegu og skemti- legu ritgerð Kristleifs bónda Þorsteinssonar: ‘ ‘ Frá Húsa- felli og Húsafellsprestum. ” Hverju landi er sæmd að því, að eiga svo ritsnjalla menn í bændastétt. Lang ítarlegust minningar- greina þeirra, er ritið flytur, og að sama skapi vönduð að rithætti, er ritgerð Jóns bisk- ups Helgasonar um “Nathan iSöderblom, erkibiksup Svía.” Atti sá mikli andans skörung- ur það fyllilega skilið, að hans væri minst svo rækilega á vora tungu, því að trauðla mun því neitað, að kristnir menn hvar- vetna hafi eig'i átt lionum skuld að gjalda. — Þá era hér æfi- ágrip þeirra vígslubiskupanna, séra Hálfdáns Guðjónssonar og séra Sigurðar P. Sívertsens, rituð af þeim sjálfum. Auk hins. ofantalda eru í rit- inu gagnleg grein: “Andleg búhyggindi,” eftir cand. theol. Þýrarinn Þórarinsson, fallegir sálmar eftir þá Valdimar V. Snævarr, skólastjóra og Kjart- an Ólafsson brunavörð, sálma- lög eftir tónskáldin Sigvalda S. Kaldalóns og Björgvin Guð- mundsson, ritfregnir og fleiri fróðleikur, að ógleymdum all- mörgum ágætum myndum. Frá- gangurinn hæfir innihaldinu. Ritið er, þegar á alt er litið, lilutaðeigendum til mikils sóma. Það verðskuldar marga lesend- ur. Richard Beck. Islenzku tímaritin (Framh.) Trúmálin er stórmikill þáttur í lífi mannanna og hefir valdið meiri heilabrotum máske, en nokkuð annað, sem mannkynið hefir verið að glíma við um ald- irnar. Trúmálabaráttan gengur sem rauður þráður í gegn um alla söguna. En heilabrot manna og hugsanir hafa ekki verið á einn veg, og margt hefir verið í fari kirkjukenninganna, sem öfulgt og rangsnúið hefir verið, og er enn þann dag í dag hjá flestum kirkjudeildum. Blóðug hafa oft verið sporin, og dómur því harð- ur verið feldur yfir kirkjunni og allri trú, en þar hefir líka mönn- um skjátlast. Kenningin, grund- vallaratriðin, geta verið sönn og óhagganleg, þó hún sé misbrúk- uð og henni misbeitt. Kenningin getur verið heilbrigð og grund- völluð á bjargi, þrátt fjrrir það, þó mennirnir oft og einatt hafi svikið köllun sína, og hún er það þrátt fyrir alt og aít, boðskapur Krists, eins og hann flutti hann — en ekki eins og hann hefir ver- ið afbakaður af mönnum á ýms- an ve'g, — hefir staðið og stend- ur í gegn um aldirnar, sem klett- ur í hafinu. Og þetta er það, sem séra Jakob Jónsson er að flytja í hinni ágætu ritgerð “Trúarbrögð og kristindómur.” Byrjar harin ritgjörð sína á því að sýna fram á það, að Gunnar Benediktsson leggi rangan skiln- ing í það, hvað séu trúarbrögð, og færir góð rök fyrir því. Hann segir: “Það sem hann (G. B.) nefnir trúarbrðgð, er venjulega kallað játningabundin kreddutrú, og það sem hann kallar efnis- hyggju, veit eg ekki betur en að heiti raunvísindi. Séu orð séra Gunnars þýdd á mælt mál með einföldum útreikningi, verður varla úr þeim lesið annað en það, sem flestir prestar þjóð- kirkjunnar eru nú sammála um, að valdboðin kreddutrú hljóti að vera þeim andstæð.” — Um efnis- íshyggjuna farast honum þannig orð: “Efnishyggja er sú stefna, sem byggir á efrtinu sem undir- stöðu og uppistöðu tilverunnar og lítur á alla andlega starfsemi sem afleiðing efnisbreytinga, líkt og þegar gufa leggur upp af grautarpotti. Efnishyggjan stik- ar yfir alt, sem ekki er áþreifan- legt og sýnilegt: svo sem guð, sál og þar af leiðandi ósýnilega tilveru í öðrum heimi. Þess vegna er það hrein og bein fjarstæða, að kalla spíritista efnisryggju- menn.” — Og síðar segir hann: “Efnishyggjumenn geta nú að- eins verið þeir, sem lepja upp molana frá borðum liðna tímans og kyngja þeim ótugðum. Svo hrottalega hefir bæði eðlisfræði, efnafræði og stjörnufræði nútím- ans gefið efnishyggjunni utan undir. Það er sanni næst, að kröftugustu prédikunirnar um til- veru guðs og andlega heima, sé að sækja í rit þeirra, sem þessi fræði stunda (hér vitnar höfund- urinn í Heimsmynd vísindanna, eftir dr. Ág. H. Bjarnason, og fleiri merkisrit)|L Efnishyggjan er því orðin eftirlegukind í vís- indaheiminum. Á henni byggir enginn maður kastala framtíðar. Og sízt er hún til nokkurs nýt fyrir trúarbragða félagsskap, sem starfar í samræmi við nútíma vís- indin, eins og íslenzka kirkjan gerir.” — “En hvað eru þá trúar- brögð?” spyr höfundurinn, og skrifar hann af miklu viti og þekkingu um það. En út í þá sálma er ekki mikið hægt að fara hér. Sýnir hann fram á, að í raun og veru sé grundvallar hug- sjón kristninnar ávalt hin sama, þó tíð og tímar breytist. En hið ytra kenningaform er breyting- um undirorpið, og hefir sífelt ver- ið að breytast, — menn á mis- munandi tímum hafa skapað kreddu-kerfi, seirí til tafar og hindrunar hefir verið, sem er erkifjandi frjálsrar hugsunar og lifandi trúar. En “það er hún ein (kreddutrúin), sem séra G. B. heiðrar með nafninu trúarbrögð, þvert ofan í málvenjuna og að því er mér virðist, í andstöðu við rétta hugsun.” Hann sýnir fram á, að undir- gefni og afskiftaleysi gagnvart böli mannlífsins, sé ekki hugar- stefna kristninnar; hjá Kristi sjálfum verði þessarar tilhneig- ingar ekki vart. iHöfundur vill skipa sér undir það merki, sem velta vill af valdastóli því þjóð- skipulagi, sem úrelt er orðið, “og sem búið er að ganga sér til húð- ar og syngur nú sín eigin grafar- ljóð í kreppum, styrjöldum, at- vinnuleysi þar sem nóg verk er að vinna, og hungri, þar sem nóg er brauð”, eins og hann kemst að orði. Þar segist hann vera í sama flokki og séra Gunnar og sömu skoðunar. Kannast hann við, að lærisveinar Krists um aldir hafi ekki fylgt hugsun hans út í æsar, en það er ekki ástæða til þess að kasta hugsjóninni fyrir borð, þótt mennirnir hafi brugðist; kenn- ingin sé jafn-gullvæg fyrir því, og er það sannleikur. Og í sam- bandi við þetta segir hann: “En því verður aldrei mótmælt með gildum rökum, að með kristn- inni hefir komið nýtt mat á mann- eðlinu og gildi þess hækkað.” Játar höf. það, að mörg óhæfai hafi verið framin í ‘ kristnum löndum og undir væng kirkjunn- ar, en þó heldur hann að meira sé gert af því, er til mannúðar horfir, eða því búa menn ekki enn við útburð barna, þrælahald, eða 1 meir en þriCjung aldar hafa Dodd'a Kidney Pills veriB viBurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdðmum. Fást hj.1 öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. að tortíma gamalmennum eins og átti sér stað í fornri tíð; bendir hann á að margt göfugt og gott sé hægt að læra af forfeðrum aft- ur í heiðni, en þó sé skuggahlið þess lífs og átrúnaðar all-svðrt; um það farast honum svona orð: “Víkingarnir sýndu aðdáanlega framgöngu í bardögum og dugðu vel vinum sínum, en þeir fundu ekki, að það væri neitt lítilmót- legt við það, að ræna strendur friðsamra landa, stela, myrða, nauðga konum, henda börnum á sjótsoddum og þrælka saklausa menn. Strandhögg víkinganna, ‘vorra frægu forfeðra’, voru ná- kvæmlega sama eðlis og Tyrkja- ránið 1627. Þeir, sem aldir voru upp við erfðavenjur ásatrúarinn- ar, þorðu að mæta ofur efli við fáa menn, undir vopnum, en þeir létu löðrunga almenningsálitsins hræða sig til að brenna inni sak- lausa menn eða vinna á þeim níð- ingsverk fyrir það eitt, að þeir voru í frændsemi við óvini þeirra.” Ritígjörð sína endar hann með þessum kafla: “Mistök kristinn- ar kirkju eru mér ekki sönnun þess, að kristindómurinn sjálfur hafi mist gildi sitt, heldur að hann þurfi sterkari, áhugasamari og ötulli sendiboða. Vandræði yfir- standandi tíma er sönnun þess, hvernig fer fyrir þeirri kynslóð, sem leitar ekki fyrst og fremst guðsríkis og hans réttlætis. Aldr- ei hefir það sézt betur en nú, að gjafir guðs í ríki náttúrunnar eru ekki einhlítar til hollra lífskjara, heldur siðferðisþroski og andleg fullkomnun mannkynsins. 1 Jesú Kristi er æðsta lífshugsjón mann- anna fólgin, hið eina takmark sannrar menningar. Hann er sönnun þess, hve göfugt líf þessi jörð getur alið, þegar á morgni þess dags, sem henni virðist vera ætlaður. Það eina, sem leyst get- ur vandamál hverrar kynslóðar, er hugarstefna kristinna trúar- bragða, því Kristu'r er sá i>er- sónuleiki, sem varpar skýrustu ljósi yfir afstöðu mannsins til frumafls tilverunnar, sem vér köllum guð. Sé það hneyksli eða heimska að halda þessu fram, skal eg kinnroðalaust lifa og deyja sem hneykslunarmaður og heimskingi.” Þetta er að eins ófullkomið yf- irlit yfir þessa ágætu ritgjörð, sem svo þrungin er af heilbrigðu viti og samræmi, og í mínum huga tvímælalaust er eitt það bezta og heilbrigðasta frá trúmálalegu sjónarmiði, sem eg hefi lengi séð. Allir ættu að lesa ritgjörð- ina; eg hefi lesið hana mörgum sinnum, og hún gefur mér, eg skal kannast við það, þau beztu andlegu næringarefni í hvert sinn er eg les, því þar er svifið fyrir allan þokuheim trúarkreddanna og hinn andsvala heim efnis- hyggjunnar, sem öllu neitar nema því áþreifanlega. Það er sönn, lifandi trú, sem þarna er boðuð með krafti. (Frh.) í Melbourne í Ástralíu tók lög- reglan nýlega 78 ára gamla kerl- ingu, grunaða um morð. Kerling ! var tekin fyrir rétt — og játaði þá, að hún á síðastliðnum 20 ár- unum hefði drepið um 100 manns á eitri. Dómarinn hugði í fyrstu, að kerling væri vitskert, en við rannsóknir hefir komlið í ljós, að þetta er satt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.