Lögberg - 07.07.1932, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.07.1932, Blaðsíða 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. JÚLÍ 1932. Náman með járnhurðinm EFTIR IIAROLD BELL WRIGIIT. Og svo fór hún að liugsa um ýmislegt, sem hún hafði alt af litið á eins og nokkuð sjálf- sagt, án þess að vera nokkuð veiulega að hugsa um það, eins og liún hefði tekið við því sem góðu og giidu, að báðir gömlu mennimir væru feður hennar, sína vikuna hvor. Hvemig stóð á því, að henni hafði aldrei verið boðið í samkvæmi eða á dans í Or- acle? Hvernig stóð á því, að hún átti engar vinstúlkur eða vinkonur, nema þær Mrs. Burton og Mrs. W'heeler? Það varu helzt karlmenn, sem hún hafði kynst, ekki að þeir hefðu neitt verið að reyna að kynnast henni, heldur hefði hún bara kynst þeim af ein- hverri tilviljun. Hún iþekti alla þama í ná- grenninu og allir þektu hana. Nú mundi hún eftir nokkru, sem Saint Jimmy hafði varað hana við, löngu áður en Hugh Edwards kom í þetta nágrenni. “Þú verður alt af að vera mjög varasöm í því, >að velja þér vini. Áður en þú bindur nokkra verulega vináttu við nokkum mann, verður þú að kynna þér fortíð hans. Þar með á eg ekki að eins við hans eigin æfi, heldur forfeður hans, éða foreldra að minsta kosti. Eg má segja þé, að hver manneskja líkist sínu foreldri.” Þetta kom eins og leiftur í huga hennar. Hvað var um hennar eigin uppruna! Hverj- ir voru foreldrar hennar og ættfólk? Svarið kom líka fljótt í huga hennar. Nú þóttist hún skilja hvers vegna gömlu mennimir höfðu aldrei sagt henni neitt um foreldra hennar, og aldrei neitt um iþað, hvemig hún hefði komist til þeirra og þeir alið hana upp. Nú skildi hún í fyrsta sinni, hvers vegna hún héti Hillgrove. Þessir tveir fósturfeð- ur hennar höfðu gefið henni nöfn sín og búið til úr þeim eitt nafn, af því sjálf átti hún ekkert ættamafn, enga ætt. Nú fanst henni hún alt í einu skilja svo ótal margt, sem hún hafði aldrei áður reynt að skilja, viðvíkjandi sjálfri sér og afstöðu sinni gagnvart öðra fólki. Rétt þegar henni fanst hún vera að skilja það, sem hún hafði verið að hugsa um, stanz- aði hesturinn alt í einu. Hún hafði verið svo sokkinn niður í hugsanir sínar, að hún hafði ekki veitt því neina eftirtekt, að Lizard hafði komið á eftir henni og riðið fram hjá henni. Hún varð ekki lifandi vitund hrædd, þegar hún leit npp og sá hann sitja þarna á hests- baki og snúa hestinum um þvera götuna. Hér þóttist hún finna ráðningu einnar gátu, sem hún hafðn verið að glíma við. “Hvað ert þú að gera þama?” spurði hún heldur kuldalega. “Eg vissi að þú mundir koma og eg hélt við mættum eins vel verða samferða.” “En ef eg skyldi nú ekki vilja verða þér samferða?” “Það gerir mér ósköp lítið til eða frá. Eg er ekki sérlega viðkvæmur nú orðið. En það er bezt fyrir þig, að yerða mér samferða og vera eins og almennileg manneskja. Eg veit að eg hefi ekki mikið af þessari mentun, sem þið kallið, en eg er rétt eins góður eins og þessi vesalingur, Saint Jimmy, eða þá þessi nýi nágranni þinn.” Það var eitthvað í svip hans eða málrómi, sem kom Mörtu til að bregða skapi. “Þakka þér fyrir,” sagði hún kuldalega. “Eg vil heldur vera einsömul.” Hún ætlaði að ríða sína leið. En Lizard reið aftur í veg fyrir hana og svipur hans var bæði illmannlegur og lymskulegur. “Svo þú vilt heldur vera ein? En eg skal segja þér, að eg er búinn að þola það alt í dag, sem eg ætla að þola þér. ” “Hvað áttu við?” spurði hún með nokk- urri þykkju. “Kærðu þig ekkert um það. Þú bara hlust- ar á það, sem eg ætla að segja við þig. Þú hefir nógu lengi sýnt mér fyrirlitningu. Heldurðu ekki að eg viti hver þú ert? Held- urðu ekki að eg viti hveraig þú hagar þér? Þú ert öllu nágrenninu til skammar. Þér ferst að setja þig á háan hest yfir mér! Þú ert heimskingi og veizt ekki að allir vita hver þú ert og hvemig þú ert. Hver er faðir þinn og hver er móðir þín ? Þú átt ekki einu sinni ættamafn. Hillgrove þýðir ekkert — tveir feður. Ekkert heiðarlegt fólk vill hafa nokkuð saman við þig að sælda. Svo þú vilt heldur vera ein á ferð? Það gerir mér ekk- ert til. Eg vil ekki láta nokkum mann sjá mig í minna en mílu fjarlægð frá þér.” Þegar hann hafði hreytt út úr sér þessum raddalegu orðum, sló hann í hestinn og reið burtu eins hart eins og hesturinn gat farið. Stúlkan sat niðurlút og hreyfði sig ekki, nema hvað hún fitlaði með fingmnum við faxið á hestinum. Nú var hún búin að fá ráðningu á öllum þeim óþægilegu ráðgátum. sem komið höfðu upp í huga hennar, síðasta klukkutímann eða svo. Nú skildi hún við- mót hins fólksins við sig. XIV. KAPITULI. Þegar dagsverkinu var lokið þennan dag- inn, komu gömlu félagarnir upp úr námunni. Þeir fóru yfir lækinn og upp á bakkann hin- um megin. Thad, sem var á undan, stanzaði alt í einu. “Hvað gengur að þér?” spurði Bob, sem var rétt á eftir honum, en neðar í gilinu. “Ertu nú orðinn svo gamall, að þú komist ekki upp úr gilinu án þess að hvíla þig á leiðinni ?” “Hvar er hesturinn?” spurði Thad, rétt eins og það væri eiginlega alt, sem hann taldi nokkru varða, hvrar Nugget væri nið- ur kominn. Bbb hélt áfram svo hann komst samhliða við Thad. “Það lítur ekki út fyrir, að hún sé kom- in heim. ” “Hún ætti að vera komin,” sagði Thad og leit til lofts og honum virtist veðrið vera að verða ískyggilegt. “Hún hefir líklega komið við hjá Saint Jimmy, býst eg við,” svaraði Bob, en hann leit líka til veðurs. “Það lítur út fyrir ill- viðri.” “Stúlkan hlýtur að sjá það,” sagði hinn, “og hún ætti að vita hvemig veðrið getur stundum orðið um þetta leyti árs. Eg vildi hún væri komin heim. ” “Kannske hún sé yfir hjá Edawards,” sagði Bob og reyndi að gera sér góðar vonir. Þeir héldu áfram, þangað til þeir sáu vel heim til nágranna síns. “Hesturinn er ekki þar heldur,” sagði Thad og leit enn til skýjanna. “Hún kemur eftir fáeinar mínútur,” sagði Bob og reyndi að vera stiltur, en auðséð var, að honum leið ekki nærri vel. Marta var alin upp þarna í fjöllunum, og vissi vel hversu stórrigningamar, um þetta lejdi árs, gátu verið afar hættulegar. Vatnsflóðið gat orðið svo mikið, að stór- hættulegt var að fara um veginn og jafnvel alveg ófært, því vatnið gat flætt lan'gt upp fyrir götuna og sópað með sér öllu sem fyr- ir varð. Marta hafði oft sjálf séð það. Hún vissi, að enginn hesitur gat staðið gegn slíku vatnsafli. Það byrjaði dálítið að rigna, og án þess að segja nokkuð meira, flýttu gömlu mennimir sér yfir að kofa Edwards. Hann var rétt að koma heim frá vinnu sinni og hann heilsaði þeim mjög glaðlega: “Halló, nágrannar, það lítur út fyrir að við ætlum að fá skúr. ” En þegar hann kom nær, sá hann áhyggjusvipinn á andlitum þeirra, sem hafði þau áhrif á hann, að hann varð sjálfur áhyggjufullur, þó hann vissi enga ástæðu til þess. “Hvað er eiginlega um að vera — hvað hefir komið fyrir?” Hann leit allt í kringum sig, eins og hann ætti von á að þama væm einhverjir fleiri.” “Marta er ekki komin heim,” s-agði Thad. Og Bob spurði í sömu andránni: “Sagði hún nokkuð um það við þig, að hún mundi koma seint heim?” Það var eins og létti yfir Edwards. “Nei, hún sagði ekkert við mig því við- víkjandi. En það er engin ástæða til «ð gera sér áhyggjur út af henni, eða haldið þið það? Hún kemur oftast við hjá Burtons og færir þeim póstinn. Hún hefir kannske staðið lengur við, heldur en hún var vön. Komið þið inn piltar, og standið af ykkur skúrina. Hún kemur fljótlega, eg er viss um það.” “Þú skilur þetta ekki, drengur minn,” sagði Thad og var nú fljótmæltur. “Við er- um ekki að fást um það, þó stúlkan blotni,” og svo skýrði hann með fáum orðum hvaða hættu Marta. væri í raun og vem stödd í. “Ef hún er hjá Saint Jimmy og fer þaðan ekki, þá er öllu óhætt, en ef hún reynir að komast heim, þá—” Það hvesti alt í einu og fór að rigna meira. Bob lagði þegar af stað og hinir fvlgdu honum eftir. Þeir vom ekki komnir langt, iþegar hann stanzaði og beygði sig niður að götunni. “Héma eru ný för,” sagði hann. “Ein- hver hefir verið hér á ferð. En þetta eru ekki för eftir Nugget.” “Það hefir líklega verið Lizard, sem hér fór um,” sagði Edwards. “Eg sá til hans fyrri partinn í dag, og hefir hann þá lík- lega verið á leið til bæjarins.” Þeir héldu áfram og flýttu sér alt sem þeir gátu. En nú tók að rigna ákaflega og hvassviðrið var svo mikið, að þeir gátu naumast ráðið sér. Vatnið streymdi niður fjallshlíðarnar alstaðar og veðrið var orðið alveg óskaplegt. “Þai’na fer nú alt tækifæri til að finna slóð hennar,” sagði Thad. “Vatnið þvær sporin af götunni.” Svo hlupu þeir allir um stund, sem mest þeir gátu. “Heyrið þið, piltar,” sagði That eftir nokkra stund, “við verðum að gæta dálítill- ar skynsemi í þessu. Ef við höldum svona áfram, þá bara förumst við í flóðinu og við gerum stúlkuimi lítið gagn með því. Ef hún er ekki komin upp í gilið, þá getur skeð að hún sé hjá Saint Jimmy, en það getur skeð, að hún sé þar ekki. Það er mögulegt, að hún hafi roðið eitthvað sein fyrir í Oracle og lít- ist illa á veðrið og því faiúð Tusvon-leiðina, eins og við gerum stundum. Það verður bráðum koldimt og við ættum að skifta okk- ur, ef ske kynni, að hún hefði farið hina leið- ina. Það er rétt fyrir þig, Edwards, að fara yfir á hinar slóðimar, en ef hún kemur ekki eftir svo sem einn eða tvo tíma, þá máttu reiða þig á, að hún hefir ekki farið þá leið. Það er ekkert annað, sem við getum gert, þangað til í fyrra málið.” “Eg skal fylgjia þínum ráðum,” sagði Edwards og bjóst til að fara. “Bíddu við dálítið,” sagðn Thad og tók í handlegginn á lionum. “Það væri kannske ekki svo vitlaust, þegar þú ert þarna á ferð hvort sem er, að fara og tala við Lizard.” “Við verðum að flýta okkur,” kallaði Bob, “ef við eigum ekki að lenda í flóðinu. ” Þeir félagar hurfu út í dimmuna. Edwards var hræddur og kvíðandi. Það var ekki að- eins flóðhættan, sem gerði hann órólegan og kvíðandi, heldur líka og engu síður endur- minningin um hinn ógeðslega og skuggalega svip Lizards, þegar hann fyrst sagði honum frá Mörtu. Þegar 'hann kom heim undir, þar sem kof- inn hans var, heyrði hann hávaðann í vatn- inu, þegar það ruddist niður gilið. Hann hikaði augnablik og var að hugsa um gömlu mennina, hvort þeir mundu nú ekki bafa far- ist í flóðinu. En það var ekki til neins að vera að hugsa um það. Hann gat ekkert fyr- ir þá gert, eins og komið var. Hann hélt áfnam niður gilið og flýtti sér eins og hann gat. Þegar liann kom á móts við sfaðinn, þar sem hann hafði sofið fyrstu nóttina, sem hann var í Gullgilinu, sá hann, að vatnið flæddi þar nú um alt. Þar sem vegurinn lá yfir lækinn, beið hann nærri því í þrjá klukkutíma. Var hann þá arðinn sannfærður um, að Marta hefði ekki komið þessa leið. Fór hann þá þangað, sem Lizard og foreldrar hans áttu heima. Það var orðið framorðið, en það var samt ljós í glugganum. Hundamir stukku upp og geltu í ósköpum. Hann opnaði því ekki girð- ingarhliðið, en hrópaði hárri röddu: “Halló! Halló!” Dyrnar voru opnaðar og hann heyrði að Lizard kalliaði út í myrkrið: “Halló! Hvað vilt þú og hver ert þú?” “Eg er Edwards. Láttu hundana hætta þessum ólátum.” Hann gat séð, að Lizard sneri sér við og talaði við einhvem. Svo skipaði hann hund- unum að þagna. “Komdu inn, nágranni. Þú ert nokkuð seint á ferð. Hver er með þér?” “Það er enginn með mér,” svaraði Ed- wards um leið og hann kom upp að dyrun- um. “Velkominn. Komdu inn og fáðu þér sæti hjá eldinum; þú ert allur rennandi vot- ur, býsit eg við.” Lizard vék sér til hliðar, meðan Edwards fór inn. Hafði Lizard hald- ið á byssu, sem hann nú reisti upp við vegg- inn, rétt hjá dyrunum. Gömul kona sat rétt hjá eldstæðinu og reykti pípu. Faðir Lizrads stóð í hinum enda herbergisins og sneri bakinu að veggn- um. Þau tóku undir kveðju laðkomumanns. Lizard bauð honum brotinn stól til að siitja á. “Þakka þér fyrif, ” sagði Edwards, “en eg má ekki vera að standa við. Eg kom til að spyrja, hvort þú hefðir séð Miss Hill- grove seinni partinn í dag.” Þeir feðgar litu hvor til annars, en gamla konan svaraði: “Hvað er 'að, er hún töpuð?” Edwards sagði þeim í fáum orðum, hvern- ig þessu væri varið. Gamla konan hrækti í eldinn og hló. “Hún er líklega úti í skógi með einhverj- um, seín er eiitthvað svona ámóta eins og hún er sjálf. Það væri ekki nema rétt mátulegt banda henni, þó hún kafnaði í flóðinu. Það er nú mitt álit á henni. Hún er ekki nema til ills eins hvort sem er. Það er bezt fyrir þig að vera ekkert að hugsa um hana, drengur minn. ” Edwards gegndi þessu ekkert, en hélt á- fram að spyrja Lizard, sem sjáanlega var mjög ánægður með það sem móðir hans liafði sagt. “Sást þú Miss Hillgrove, seinni partinn í dag nokkurs staðar á leiðinni ti Oracle?” Gamli maðurinn svaraði fyrir son sinn, og var auðheyrt að skapið var ekki sem bezt: “Hvað varðar þig svo sem um þetta, og hvaða rótt hefir þú til að koma hér að nætur- lagi til að rekast í því, hvort drengurinn hafi séð einhvern á veginum?” Hugli Edwards neyddi sjálfan sig til að tala með liægð og stillingu: “Þessi spuining er kurteisleg og þess eðl- is, að syni þínum ætti að þykja vænt um að svara henni og segja eins og er.” Lizard svaraði engu, en glotti illúðlega. Gamla konan leiit um öxl sér og sagði: “Segðu hoiium, drengur minn, eins og er. Þú hefir ekki ástæðu til að vera liræjdur við þennan náunga. ” “Eg er svo sem ekki hræddur við hann, mamma, það er ekki svipað því. Eg er bara að draga hann á þessu að gamni mínu.” Svo sneri hann sér að Edwards. “Þú mátt reiða þig á, að eg sá hama. Það var svo sem mílu þarna frá Wheelers girð- ingunni. Við höfðum góðan tíma. Þú og ]>essi þarna Saint Jimmy, þurfið ekki að halda, að þið séuð þeir einu.” Áður en Edwards gat nokkuð sagt, hróp- aði gamla konan aftur: “Segðu honum það, sonur sælll. Því seg- irðu honum ekki hvað þú sagðir?” Lizard glotti illmannlega. “Eg sagði henni töluvert. Eg hafði ásett mér að segja henni það við fyrsta tækifæri. Þegar eg var búinn, þá vissi hún áreiðanlega meira um sjálfa sig, heldur en hún hefir nokkurn tíma vitað áður. Hún veit nú hver hún er og hvað fólk hugsar um hana og þenn- an þokkalega lifnað, sem hún lifir með þess- um vesalingi í hvíta húsinu og þér. Hún vildi ekki verða mér samferða. Vildi heldur vera ein á ferð, sagði hún. Þegar eg var bú- inn að segja henni það sem eg vissi um hana, þá bætti eg því við, að eg vildi ekki sjá hana eða heyra, og að enginn heiðarlegur maður vildi láta sjá sig í minna en mílu fjarlægð frá henni. Svo fór eg og hún sat þarna eins skömmurtuleg, eins og hún hefði verið flengd.” Hugli Edwards færði sig feiti nær honum. Frá hans sjónanniði var það hér um bil ó- hugsandi, að nokkur maður gæti hagað sér svona svívirðilega. “Er þér alvara?” spurði hann. “Sagðir þú þetta virkilega við Miss Hillgrove?” “Auðvitað gerði eg það,” svaraði Lizard og’ þóttist góður iaf. “Eg held það sé ekki nema rétt, að láta fólk eins og hana vita hvernig það er og hvað fólk heldur um það. Hún hefir nógu lengi litið niður á mig og sýnt mór lítilsvirðingu.” Edwards sló Lizard á kinnina með öllu ]iví afli, sem bann átti til í eigu sinni. Munn- urinn var galopinn og böggið lenti á neðri skoltinum. AÚeiðingarnar urðu óttalegar. Höfuðið kastaðist aftur á bak, rétt eins og hann hefði hálsbrotnað. Svo hneig bann máttvana á gólfið. Gamla konan kallaði til mannsins síns: “Taktu hann, Joe, itaktu bann!” Gamli maðurinn færði sig nær, og Ed- wards sá að hann hélt á hníf í hendinni. Edwards gekk aftur á bak franí að dyrun- um og greip byssuna, sem stóð þar upp við vegginn. Hann miðaði byssunni á manninn og sagði hægt og stillilega: “Ekki í kveld, kona góð. Mér þykir fyrir því, að þið verðið fyrir vonbrigðum, en maðurinn þinn fremur ekki neitt morð í þetta sinn.” Iíann fór alveg út að dyrunum og hélt byssunni á lofti. “Eg skal skilja byssuna eftir við hliðið,” sagði hann. “Ef þið emð eins hyggin, eins og eg held þið séuð, þá farið þið ekki út úr 'þessu herbergi fyr en eg er farinn.” Hann steig út fvrir þröskuldinn, og lok- aði á eftir sér. S T A K A. Islands unga þjóð! útlendan við “móð” er gætni og varhygð góð: Alt það eigum vér inn að leiða hér, sem gott og gagnlegt. er. Alt, sem ekki’ er bót óþjóðlegt í rót, firrumst hörð með hót, heims þó tíðki sjót. Veradum góðar venjur þjóðar. Velji’ úr öllu skynsemd góð. Heyr, Islands unga þjóð! Heyr, Islands unga þjóð! •—Unga Island. Br. J.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.