Lögberg - 07.07.1932, Blaðsíða 5

Lögberg - 07.07.1932, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. JÚLI 1932. Bls. 5. Vort aðal viðfangsefni er vöndun gæða í allri vorri framleiðslu. “MODERN” MJÓLK OG RJÓMI er betra “en það bezta,” er annarsstaðar hefir fengist, segja margar Winnipeg húsmæður. Modern Dairies Limited Sími 201 ioi “Þér getið þeytt rjóma vorn, en hvergi fengið hetri mjólk” Sögnin um Atlantis Æfagömul er frásagan um horfna heimsálfu í Atlantshafi, sem á að hafa legið út af mynni Miðjarðarhafsins, og þó að þau drög, sem liggja til þessa, séu mjög óljós að mörgu leyti, hafa þau þó lifað fram á þenna dag meðal margra þjóðflokka víða um heim. Um langan aldur virðast menn alment hafa skoðað frá- sögnina um hið mikla land sem þjóðsögn eða skáldlegan tilbún- ing, sem myndast hefði í hugum manna. En eftir því sem menn kynna sér betur ýmislegt, sem talið er að beri vott um líf, þró- un og menningu fyrir mörgum þúsundum ára áður en elztu rit greina, hafa nútíma-vísindamenn dregið þær ályktanir, að það væri ekki einunfeis mögulegt, heldur og allmáklar líkur fyrir því, að bak við þessa frásögu liggi sann- indi, og verður hér drepið á það helzta. Elzta frásögnin um þetta land, er skrifuð af gríska heimspek- ingnum Plato (f. 429 f. Kr.), er hann mælir í viðræðu við Tima- eus á þessa leið: “Hinn þekti aþenski lögmaður og vitringur Solon var eitt sinn í heimsókn í Sais á Egyptalandi, til þess að fá prestana þar til að segja sér frá Igömlum sagnafróðleik, sem menn vissu að þeir kunnu mikið af; byrjaði hann að geta ýmássa forn-sagna frá sínu eigin landi, Hellas. Þá greip gamall prestur fram í frásögnina og sagði: “Solon, Solon! Þið Hellenar eruð og verðið börn, og þið eigið ekki gamlan mann til!” Og er prestur var beðinn að !gera betri grein fyrir, hvað hann meinti með þessu, svaraði hann: “Þið eruð allir ungir í anda, og höfuð ykkar geyma engan arfgengan fróðleik, og eigi þekkingu, sem er gránuð af elli.” Og eftir tilmælum Solons hóf hann frásögn um viðburði, sem voru skráðir í egypskum fornrit- um; og er hann hafði getið ríkis, sem stóð í blóma 9000 árum áður en Grikkir komu til sögunnar í því landi, sem Aþena stendur nú, hélt hann þannig áfram: “Rit okkar skýra frá voldugu herliði, sem ríki ykkar sigraði, en herlið þetta æddi yfir Evrópu og Asíu frá Atlantshafi. Á þeim tíma var fyrir utan mynni Miðjarðarhafs, er þið nefnið Herkúles-súlur, ey, sem var stærri en Asía og Afríka báðar. Þaðan mátti sigla til annara eyja, og svo frá þeim til meginlands, sem liggur beint und- an hinum megin við hafið. Alt, sem er fyrir innan mynni þetta, er að eins flói, og er innsigling þröng, en annað er í raun og veru haf, og landið, sem bárur hafsins skella á, má með réttu nefna meg- inland.” Á ey þessari, Atlantis, var vold- ugt ríki, sem náði yfir alla eyna, aðrar eyjar og að nokkru leyti meg- inlandið. Því næst er sagt frá því, hvernig voldugt herlið frá þessu ríki ruddist inn í Evrópu, en var eyðilalgt af Aþeningum, og með því frelsaðist austurhluti heimsins frá áþján. Svo heldur hann enn áfram: “Síðar kom þar feikna jarðskjálfti og vatnsflóð. og eftir hræðilegan dag og ægi- lega nótt, sökk alt það herveldi í djúpið, og samtímis hvarf eyjan Atlantis í hafið. Og er það á- stæðan til þess, að enn í dag eiga menn erfitt að sigla um þetta svæði, vegna Igrynninga þar sem eyjan eyðilagðist, og orsakar ó- sigrandi tálmanir fyrir sjófar- endur.” Þetta er það, sem kemur fram í viðræðum við Timaeus, en Plato segir á öðrum stað frá samtali við Kritias, sem kemur og inn á frásöguna um Atlantis, eins og hann hafði heyrt afa sinn segja hana eftir Solon sjálfum. Kritias getur þess fyrst, hvern- ig guðirnir á þeim tíma skiftu jörðinni á milli sín og komu upp hofum og blóthörgum hver í sínu umdæmi. Eyjan Atlantis, sem áður er getið, kom í hluta Posei- dons, sem eignaðist tíu sonu með mannlegri kvinnu, Kleito, og urðu þeir ættfeður í landinu; hinn elzti þeirra hét Atlas, og af því var dregið nafn eyjarinnar. Á eynni voru mlikil fjöll, sem gengu víða sæbrött niður, en á suðurlandinu var mikið slétt- lendi, um 600 km. langt og 400 km. breitt. Á þessu sléttlendi, um tíu km. frá ströndinni, var hæða- ás og á honum var aðal borgin bygð, kringum konungsslotið, er stóð í miðri borginni. Að henni lá 100 m. breiður skurður frá sjó, og um hana luku þrír hringmyna- aðir skurðir hver utan uip annan, svo voru þeir aftur tengdir sín á milli með yfirgerðum þverskurð- um, svo að skip gætu alstaðar rent að. Kringum alla sléttuna var grafinn stór hrin!gmyndað- ur skurður, 2000 km. langur, 200 m. breiður og 35 m. djúpur. Þessi skurður tók á móti því vatni, sem ár og lækir fluttu frá fjöllunum, sem rann svo beggja megin borg- arinnar til sjávar. Frá honum voru enn skurðir, sem lágu beint eftir sléttlendinu til borgarinnar. Brýrnar yfir þessa skurði, svo og konungsbrúin á instu eynni, voru varðar steinhleðslu úi svörtu grjóti, hvítu og rauðu grjóti, sem tekið var úr grjótnámu, er lá í miðri eynni. Múrgirðingarnar voru þaktar málmi, tini og “orikalki”. Borg- in sjálf var þannig bygð, að í miðið var musteri (hof), helgað Poseidon og Kleito; gullmúr um>- kringdi það, og þangað máttu prestarnir einir koma. Það var 600 feta langt og 300 feta breitt og þakið utan gulli og silfri. Loftið að innan var gert úr fíla- beini, prýtt með gulli, silfri og orikalki. Þar var Poseidons líkn- eksi á hervagni; var beitt fyrir hann sex vængjahestum, og um- kringdu þá 100 vatnadísir (Ner- eider)i á höfrungum, svo og gull- líkneski af hinum tíu konun'gum. —Konungshöllin var skreytt á líkan hátt; víða voru vatnsþrær og gosbrunnar, og var vatni veitt þar í úr tveimur laugum, heitri og kaldri, sem lágu inni í land- inu. Við ströndina voru þrjár stórar hafnir, og var þar fjöldi skipa (herskip og verzlunarskip), en þar umþverfis voru þéttbygð þorp. Á útjöðrum sléttunnar og alt til róta fjallanna, var graslendi, engi o'g sveitaþorp í mesta blóma, og '\þar þroskuðujst margar teg- undir af ávöxtum, jurtum og fjöldi trjátegunda. í fjöllunum voru allskonar góðmálmar í rík- um mæli, þar á meðal fyrnefnt orikalk, og er þessa getið til skýringar: “semi nú þekkist að- eins nafnið á”. Álitið var, að það væri næst gulli að verð- mæti. Landinu var stjórnað af tíu konungum, sem allir voru af- komendur Poseidons, og hafði hver þeirra yfir ákveðnu fylki að ráða. Þeir höfðu einveldis-yfir- ráð yfir lífi og velferð þegnanna, en voru að eins háðir lögum Pos- eidons, sem voru rituð á súlu úr orikalki, er stóð í miðju muster- inu. Þar mættust konungarnir til skiftis fimta og sjötta hvert ár, til þess að ráða og ræða vandamál sín og rannsaka, hvort enginn þeirra hefði brotið lögin, og ef svo reyndist, að hegna hin- umj seka. Áður en skyldi segja upp dóm, blótuðu þeir nauti í fé- lagi og sóru við blóð þess að hlýða lögunum og hegna þeim, sem bryti þau. Því næst mötuð- ust þeir, og er nótt var á og fórn- areldurinn kulnaður, fóru þeir allir í dimmbláar kápur, mjög fagrar á að líta, og lögðust kring um eldsglæðurnar. Þá var allur eldur slöktur, og í myrkri kváðu þeir upp dóma og fullnægðu þeim. Þegar dagaði, skrifuðu þeir dóm- ana á gulltöflur og hengdu þær og kápur sínar á veggi í muster- inu. Allmargar reglur giltu innbyrð- is fyrir konungana, og var ein sú, að enginn mátti bera vopn á ann- an, ef það kæmi fyrir, voru hin- ir skyldir að hjálpa þeim, sem á var ráðist. Þeim bar o!g að bera ráð sín saman, ef um stríð eða Iþnnur m^lefni var að ræða, og sá skyldi hafa á hendi yfirstjórn, sem var niðji Atlass. Enn fremur skrifar Plato: Gegnum margar ættkvíslir, svo lengi sem hinn guðlegi uppruni í þeim réð breytni þeirra, hlýddu þeir lögunum og heiðruðu það guðdómlega almætti, sem þeir voru komnir frá. Þeir voru heið- arlegir og ve'glyndir gagnvart ör- laga ráðstöfunum. I umgengni Italska flugvélin kom hinga í gær Londonderry, 16 júní. 1932. ítalski flugbáturinn lagði af stað frá Londonderry kl. 10 í morgun. Flugbáturinn verður 12 daga í athugunarferðum á norð- urleiðum. — Flugbáturinn fór nokkru síðar af stað en til var ætlast, vegna viðgerðar, sem fram þurfti að fara. — Flugbáturinn fer heimleiðis um Londonderry. Frá Islandi Fyrir nakkru fregnaðist það hér, að von væri á ítölskum stjórnarflugvélum hingað, Stein- alíufélagið fékk 20—30 tn. af bensíni handa þessum flugvél- um eða flugvél, sem búast mætti við, en allar nánari upplýsingar vantaði. Fréttastofna símaði þá til United Press og bað um upp- lýsingar. Var þetta fyrir nokkr- um dögum. United Press aflaði sér upplýsinga í Rómaborlg um það, að ítalskar flugvélar færu um Amsterdam og Londonderry til íslands, til þess að athuga flug- skilyrði o. s. frv. Það er því alls- endis trangt, sem sagt hefir ver- ið, að engar frekari upplýsingar hafi fengist frá erlendum frétta- stofum. Auk þess kom síðar skeyti frá U. P. þess efnis, að undirbúningsflug þetta stæði í sambandi við hið fyrirhugaða stórflu'g Balbo’s, flugmálaráð- herra ítalíu, til Ameríku næsta vor. Fregnina um þá fyrirætlun fékk umheimurinn sennilega vitn- eskju um, þegar U. P. fór að afla sér frekari upplýsinga, vegna fyr- irspurnar FB. Það er því síður en svo, að ekkert hafi vitnast um flug þetta, áður en flugmenn- irnir komu. Framannefnd skeyti bera það og með sér, sem og hin fyrri skeyti U. P. um! þetta flug, að lögð hefir verið mikil áherzla á það, að afla upplýsinga um flug- . . , ið, vafalaust með mikilli fyrir- sinni hver við annan sýndu þeir , ... , _ . , » _ , ^ i hofn, þar eð reynt mun hafa ver- Ullarútflutningurinn nam að eins 140 kg. í maí s.l., verð 190 kr. en á tímabilinu jan.—maí 83,880 kg., verð 87,050 kr. Á sama tíma í fyrra 395,256 kg., verð kr. 502,540. Tvö hross voru flutt út í mai- mánuði, verð 1,000 kr., og er þá tal- inn allur hrossaútflutningurinn, sem af er þessu ári. Á tímabilinu jan.— maí í fyrra voru flutt út 47 hross, verð kr. 11,630. Otflutningur á freðkjóti nam í marsmánuði síðastl. 6,642 kg., verð kr. 5,310, en á tímabilinu jan.—mai 628,073 ver® kr. 311,160. Á saina t,m ai fyrra 382,282 kg., verð 311.030. kr. Útflutningur á saltkjöti nam 168 tn. í maímánuði s.L, verð kr. 5,870, en á tímabilinu jan.—maí 4,368 tn., verð kr. 191,900. Á sama tíma í fyrra 1,092 tn., verð kr. 102,900. Aflinn nam þ. 1. júní, samkvæmt skýrslu Fiskifélags íslands 45,625 þurrum smálestum, en í fyrra á sama tíma í fyrra 382,282 kg., verð 1929 46,913 þurrum smálestum. hófsemi og prúðmensku. Þeir fyrirlitu alt, sem ekki gat skoðast dygð, og álitu 'gull og eignir að- eins til trafala. Auður þeirra vakti ekki hjá þeim fégirnd, og þeir mistu ekki sjón.r á sjálfum. LoftskeytastMin ha(ði ser; þe". sau a« þetta cat alt ban<| viJ flugvéilna, f,á þvl um ið að halda áformum þessum leyndum.— Þetta þykir ástæða til að taka fram, til þess að koma í ve'g fyrir misskilning. sam- orðið þeim til gagns, ef þeir ynnu saman af einlægni, og að löngun eftir þessa heims gæðum eliðir til falls og eyðile'ggingar. (Framh.) Annar landsþing kvenna hófst hér í Reykjavík mánudag- inn þann 6. þ.m. Fulltrúar mættu frá þessum félögum: Bandalagi kvenna í Reykjavík, samböndum norðlnezkra, austfirzkra, sunn- lenzkra og vestfirzkra kvenna; samböndum kvenna í Borgar- fjarðar og Mýrasýslu, í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og sam>- bandi breiðfirzkra kvenna. Alls mættu 15 fulltrúar á þinginu. Landsþing þetta hefir haft mörg merkileg mál á dagskrá sinni, sem stjórn kvenfélagasam- bands íslands, fulltrúar samband- anna barnaverndarnefnd þjóð- kirkjunnar hafa borið fram. Þinginu var slitið í gær, síðasti þingfundur var settur kl. 10 árd. í gær. Að loknum þeim fundi fóru fulltrúarnir austur fyrir Fjall. — Á fundinum í gær voru meðal annars samþyktar álykt- anir um mótmæli gegn þingsálykt- un Alþinlgis um undirbúning und- ir að fækka prestum. Áskorun til fulltrúanna um að þeir beiti sér fyrir því, að hæfir menn fáist til að efla kristindómsfræðslu og kristilegt uppeldi í héruðum landsins. Jafnframt samþykti þingið áskorun til barnakennara, þeirra, sem ekki vilja aðhyllast kristindómsfræsðlu, að láta af barnakenslu og uppfræðslu starf- semi. Samþykt voru tilmæli til Búnaðarfélags Islands, um að láta af hendi til Kvenfélaga sam- bandshús það, sem félagið á í gróðrarstöðinni hér í Reykjavík, svo og land gróðrarstöðvarinnar, sem félagið ætlar nú að hætta að nota. — Mgbl. 10. júní. Lögreglan lét liúsrannsókn fram fara nýlega í kjallara á Öldugötu 17 og fann þar 3 flöskur áf spiritus og mikið af hálfbrugguðu áfengi. Tveir menn, sem bjuggu þarna, hafa játað á sig bruggunina. Háfa þeir verið dæmdir í 800 kr. sekt og 10 daga fangelsi hvor, en maður nokkur, sem selt hafði áfengið fyrir þá, var dæmdur í 500 króna sekt. kl. 3, og bjuggust flugmennirnir þá við, að lenda hér kl. 6—7, en hún lenti hér kl. 4.50 e. h. í gær. Fjöldi manna fór þegar niður að höfn, og var krökt á hafnar- bakkanum, er flugvélin rendi sér niður á ytri höfnina. Var henni lagt við dufl, vestarlega á innri höfninni. Tiðindamaður Vísis átti tal við einn flugmannanna í gær- kveldi. Lét hann vel af ferðinni. Flugvélin var 7 klst. og 40 mín. á leiðinni frá Londonderry til Reykjavíkur. Þoka var allmikinn hluta leiðarinnar, en alt gekk eins og í sögu. Flugmennirnir búast við að verða hér 7—10 daga, til þess að athuga flugskilyrðin hér, en á- forma ekkert Grænlandsflug héð- an. Flug þetta er, sem fyr segir. liður í þeim undirbúningi, sem fram fer undir flug Balbo’s flug- málaráðherra, næsta vor. Var sa!gt frá þeirri ráðagerð í skeyti frá United Press fyrir skömmu, og verður því ekki frekar um það rætt hér. — Vísir. GOETHE UM TÓBAKSNAUTN Það er alkunnugt, að Goethe hat- aði tóbak og það eru til margar sög- ur um það. Þannig er mælt, að Goethe hafi einu sinni sagt: “Sá, sem reykir, lyktar eins og svín, sá, sem tekur í nefið lítur út eins og svín, sá sem tekur upp í sig er svín.” Tóbaksnautnin gerir mennina heimska og gerir oss ómögulegt að hugsa rétt eða yrkja, sagði hann enn fremur eitt sinn. Tóbakið er bara fyrir iðjuleysingja, er bara handa fólki, sem leiðist, fólki, sem sefur burtu þriðja hlutann af lífinu, eyðir þriðja hlutanum í mat og drykk og veit ekki hvernið það á að fara að eyða síðasta þriðja hlutan- um. Slíku fólki er tóbakið, pípan og sjálfur reykurinn sá andlegi sjón- deildarhringur sem það heldur að sé nokkurs virði. Tóbakinu fylgir bjór- þantb, þvi menn sem reykja þurfa mikið að drekka. Bjórinn fitar menn, gerir menn Ijóta, og eitrunin eykst við alkóholið. Taugarnar veiklast og fólkið verður heimskara. Ef þessu heldur áfram, þá skulum við sjá hvað verður um Þýskaland eftir svo sem tvo, þrjá mannsaldra. Fálkinn. SPURNING: Við hvern á eg að ráðfæra mig viðvíkj- andi augunum? SVAR: Pér skuluð leita ráða hjá reglulegum augnlækni. Strax þegar J>ér finnið eitthvað að aug- unurt, og þér ættuð einnig að láta augnlæknir skoða augu yðar reglulega, með hæfilegu millibili, hvort sem þér finnið að nokkuð gangi að þeim eða ekki. Gætið þess, að veikindi i aug- unum er ekkert hégómamál, þvi jafnvel smáveiklun, ef hún er vanrækt, getur orðið þrálát og hættuleg. Augnlæknirinn er fær um að finna það, sem að er og fara með það eins og við á. Hann, sem getur sagt hvaða meðul skal nota, ef þeirra þarf við, er líka áreiðanlega færastur um að velja yður gleraugu, sem skýra sjón- ina og gera áreynsluna minni. Sem gleraugnasalar er fara eft- ir forskriftum lækna, förum vér nákvæmlega eftir fyrirsögn lækn- is yðar og efnið og verkið er hið bezta og verðið mjög sanngjarnt. Ritið “Your Eyes and Your Health” gefið hverjum sem æsklr. Robert S. Ramsay Prescription Optician 333 DONALD STREET WINNIPEG Alþjóðaveðurathuganir í sambandi við “pólárið”. Það er 1. ágúst í sumar, sem hin- ar víðtæku alþjóðarannsóknir byrja, er eiga að gefa yfirlit yfir veðráttuna um öll norðurhöf. Eins og kunnugt er, hefir ráð- gert verið, að tveir athugana- flokkar störfuðu hér á landi, ann- ar á veðurathuganastöð á Snæ- fellsnesi, en hin hér í Reykjavík. Fyrst var um talað, að við ís- lendin'gar starfræktum stöðina á Snæfellsnesi. En seinna kom aft- urkippur í það. Treysti land- stjórnin sér ekki til að standa straum af þeim kostnaði. Þá var talað um að Svisslendingar og Danir tækju að sér þann starf- rækslukostnað. En ekki er full- ráðið um það enn. Talið er víst, að athuganastöðin komist upp, hvort sem þátttaka íslendinga verður meiri eða minni. Óvissar eru enn athuganirnar hér í Reykjavík. En eins og menn muna, komú Hollendingar hingað í fyrra sumar til að athuga það mál. Ráðgerðu þeir að hafa hér flugvél, og fljúga hér upp í mörg þúsund metra hæð á hverjum degi, til veðurathugana. Áreið- anlegar fregnir eru ekki enn komnar hingað um það, hvort úr þessu verður. Þá hefir og komið til orða, að gerðar yrðu hér í Reykjavík reglubundnar segulmagnsmæling- ar meðan á þessum alþjóða pól- rannsóknum stendur. — Mgbl. Prestskosning í Hafnarfirfði. Talning atkvæða fór fram á biskups skrifstofunni í gær. Á kjörskrá voru 1726 manns, en 1303 neyttu kosningarréttar síns. Kosning varð lögmæt. Atkvæði féllu þannig: Garðar Þorsteins- son cand. theol. hlaut 680 atkv.; séra Jón Auðuns 351; séra Jakob Jónsson 43 og séra Sigurður Stef- insson 34 atkvæði.—Vísir 17. júní. Rvík 16. júní. Embættispróf í lögfræði hafa lokiÖ: Alfred Gíslason, II. einkunn betri, 113 2/3 st.. Freymóður Þor- steinsson, I. eink., 126 1/3 st., Krist- ján GuÖlaugsson, I. eink., 117 2/3 st., Ólafur Sveinbjörnsson, I. eink., 131 1/3 stig. EATON'S MIÐ-SUMAR SALA Annar merhisatburður, er léttir undir með þeim, sem kmtpa vörwr í Winnipeg AÖ þessari sölu hefir verið mikill undirbún- ingur. Salan snertir alla búðina. Öll búðin er ljómuð af ánægju vegna atburðarins. Hér eru nvjar vörur, fagrar vörur, nytsamar vörur, sem eiga við hveni kaupanda. 1 sumum til- fellum er verðið lægra, en komið hefir fyrir í tólf ár. Þetta er einn vitnisburðurinn um “quality values,” sem er að gera búðina sögufræga,— verð svo lágt, að þér trúið tæpast yðar eigin augiim. Þetta er enn einn vitniöburðurinn um það hve gott er að verzla hjá Eaton’s, og færir yður heim sanninn um það, hvar bezt eru Ikaup á þessum alvörutímum. T. EATON C° LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.