Lögberg - 14.07.1932, Page 8

Lögberg - 14.07.1932, Page 8
Bls. 8. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. JÚLÍ 1932. RobiniHood FI/ÓUR. Þetta mjöl er fljótast og þœgi- legast að vinna úr, og er drýgra Ur bœnum *—■—-----------—■— Heklufundur í kvöld, fimtudag. ____________________-—¥ og grendinni —+ Mr. H. J. Stephenson, kom til borgarinnar frá New York á Til leigu rúmgott 753 McGee St. herbergi að H. Gíslason. mánudaginn. Guðsþjónusta boðast í kirkju Konkordíasafnaðar sunnud. þann 24. júlí, og sunnudagsskóli eða kirkjuþingsfréttir að lokinni guðs- þjónustu. S. S. C. Séra Jóhann Bjarnason býst við að messa í kirkju Mikleyjarsafn- aðar sunnudaginn þ. 24. júlí, kl. 2 e. h. Fólk í Mikley er beðið að láta fregn þessa berast til allra, er til geta náð, og að fjölmenna Við messuna. Stúd. theok Bjarni A. Bjarna- son messar væntanlega næsta sunnudag, þ. 17. júlí, kl. 2 e. h., í kirkju Lúterssafnaðar að Otto, en kl. 7.30 e. h. í kirkju Lundarsafn- aðar. Mælst er til að fólk fjöl- menni við messurnar. íslendingar, sem koma til borg- arinnar og sem heldur kynnu að vilja gista hjá löndum sínum en á einhverju gistihúsinu, geta feng- ið ágæta gistingu, herbergi og máltíðir, ef þeir óska, hjá Mrs. G. P. Thordarson, 866 Winnipeg Ave., Winnipelg. Sími 22 790. Sunnudaginn 17. júlí verða messur í prestakalli séra H. Sig- mar sem fylgir: í Péturskirkju kl. 11 f. h. og að Mountain kl. 8 að kveldi. Allir velkomnir. Samdægurs (17. júlí) kl. 2 e. h. mætir nefnda þeirra manna, er stóð fyrir júbílhátíðinni 1 N. Dak. 1928 og síðar gaf út Minningarrit- ið. Er búist við að nú verði sú nefnd uppleyst. Fundurinn verð- ur í Fjallakirkju. Verður fundur- inn settur með stuttri guðsþjón- ustu af forseta nefndarinnar. Mrs. Theresse Johndahl, dóttir G. Goodmans úrsmiðs í Hallock, Minn., hefir nýlega verið skipuð til að gegna póstafgreiðslustörf- um í Hallock. Er skipunarbréf hennar dagsett í Washington, D. C., og undirskrifað af Hoover for- seta og Brown póstmálaráðherra. hinn 2. júlí, og er hún því vænt- anlega nú um það leyti að taka við þessu embætti. Gefin saman í hjónaband í Yorkton, Sask., voru í síðustu viku Peter Peterson frá Arnes, Man., og Vigdís, dóttir Mrs. G. J. Magnusson í Winnipeg. Hjóna- vígsluna framkvæmdi Rev. Dr. R'. J. McDonald. Ungu hjónin tóku sér ferð á hendur í bíl um suð- urhluta Saskatchewan fylkis, en framtíðar heimili þeirra verður að Arnes, Man. Messur í Gimli prestakalli eru fyrirhugaðar íþannig sunnudag- inn þ. 17. júlí: messað verður að morgni til að Betel, kl. 9.30, og í kirkju Gimli safnaðar kl. 7 að kvöldi. Séra Jóhann Bjarnason prédikar. Mælst er til að fólk f jölmenni. Séra S. O. Thorlaksson, frú hans og fjölskylda, lögðu af stað frá Winnipeg á þriðjudaginn í þessari viku. Fóru þau fyrst til Grand Forks, þar sem nú eru stödd foreldri séra Octavíusar. Þaðan fara þau til Minneota og verða þar um næstu helgi, en fara svo til Seattle, Wash. Verða þau þar nokkra daga, en sigla þaðan undir mánaðamótin næstu áleið- is til Japan. Þau Rev. og Mrs. Thorlaksson gera ekki ráð fyrir, að koma aftur til þessa lands næstu sjö árin. Hjónum þessum, og börnum þeirra, fylgja hugheil- ar hamingjuóskir fjölda vina. íslenzkir nemendur við Daniel Mclntyre Collegiate Institute færðir úr 10. í 11. bekk: 1. A standing— Gestur Brandson. Norma Benson, Ásta Elggertsson. Grace Stanley (% íslenzk). 1 B standing— Herman Eyford, Vera Jóhannesson, Laura Einarson. Aurora Johnson, Amy Eymundson, Joan Hurdal. Hörður Einarson. Herbert Oddleifson. Thelma Hallson, Thelma Thorvaldson. Pass— May Gunnlaugson, Hugrún Jonasson, Frank Dalman, Bill. Halldorson, Margaret Christie, Lillian Jonasson. Isabel Sölvason, Solveig Bjarnason. Magnús Jónsson alþingismaður tók sér far með Lyru í gærkveldi til útlanda. Ætlar hann að sitja fund norrænna þingmanna, og verður sá fundur haldinn í Osló bráðlega. Ásgeir Ásgeirsson for- sætisráðherra mun einnig ætla að sitja fund þenna. — Mbl. 17. júní. r igiuiirdssoiii=Tr horvaldsoini Compaimy Limited GENERAL MERCHANTS Útsölumenn fyrir Imperial Oil Limited Royalite Coal Oil, Premier Gasoline Tractor and Lubricating Oils ARBORG Phone i RIVERTON Phone i Manitoba, Canada. HNAUSA Phone 51, Ring 14 Dr. A. V. Johnson tannlæknir, verður í Riverton á þriðjudaginn, hinn 19. júlí. Sameinaða kvenfélags þingið Islendingadagur á Hnausum íslendingadagur verður haldinn að Hanusum, mánudaginn 1. ágúst, í skemtigarðinum “Iðavöll- um” og má búast við eins góðum viðtökum, eða berti, en undan- farið. Þetta ársmót íslendinga í Nýja íslandi er orðið svo alment viður- kent og vel þokkað, að nálega all- ir, bæði ungir og gamlir í bygð- unum, kappkosta að komast þangað. Ein nýjung, fyrir næring and- ans, verður að hlusta á Guðmund dómara Grímsson, sem íslendingar þekkja af orðspori, en sem fæstir hér hafa séð. Flytur hann minni ættjarðarinnar. Aðrir ágætir ræðumenn og skáld eru á hinni margbreyttu skemti- skrá. Þar verður enn fremur stúlkna- flokkur í íslenzkum búningum, og drengja flokkur frá Riverton, “Boy Scouts”, sýna ýmsar æfingar. Vér bjóðum alla íslendinga vel- komna, og vonumst til að geta gefið þeim eftirminnilegan dag. — Skemtiskrá auglýst síðar. Áttunda þing hins Sameinaða kvenfélags var haldið • í Winni- peg, í kirkju Fyrsta lút. safnað- ar, 5. og 6. júlí. Erindsrekar frá mörgum kvenfélögum mættu á þinginu. Forseti félagsins, Mrs. F. John- son, setti þingið, o!g Mrs. H. 01- son, forseti kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar, bauð alla erindsreka og gesti velkomna. Þingið var sett kl. 2 e. h. á þriðjudaginn. Var þá tekið á móti skýrslum embættiskvenna, kvenfélaganna og erindsreka fé- lagsins frá “The Manitoba League Against Alcoholism”. — Skýrsl- urnar sýndu það glögglelga, að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, hef- ir starfið gengið vel á þessu síð- asta ári og að áhugi fyrir mál- unum á dagskrá þingsins, er vel vakandi. — Einnig barst félaginu bréf frá Rev. K. K. Olafson, for- seta kirkjuféla'gsins. Á þriðjudagskveldið flutti Mrs. E. H. Fáfnis, Glenboro, Man., er- indi: “Story-telling to young children”. Hefir Mrs. Fáfnis gert kenslu yngri barna að sér- fræðigrein og er hún því vel til | fallin að tala um þetta efni. í nafni nefndarinnar, G. O. Einarsson, ritari. íslendingadagurinn í blöðunum síðast liðna viku var ekki getið um það, á hvaða tíma að morgninum f<ykið þarf^ að vera komið á biðstöðvarnar m’eð fram Ellice og Sargent Ave. Nú er búið að ákveða það, að kl. j 7.15 verður “bus” komið að Sher-^ brook eftir Ellice, og verða svo j að eins nokkrar mínútur þar til það stanzar á næstu stöð, og svo ^ áfram, því hrjngferðin tekur að-j eins 20 mínútur. Einnig fer “bus”| vestur William Ave., frá Isabel! Str. kl. 7.15.—Þetta er fólk beðJ ið að athuga, svo það verði komið í tíma á hinar mismunandi stöðvar. Gert hefir verið ráð fyrir, að fólk geti haft meðferðis matar- körfur og smá-bögla, ef það vill. Frú Olson, kona Dr. Baldur H. Olson, hin góðkunna söngkona hér í borg, hefir lofast til að koma fram sem Fjallkona að deginum. Nokkur breyting verður á þeirri athöfn frá því, sem verið hefir undanfarin ár, að því leyti, að nú mælir Fjallkonan fram ljóð til gesta sinna og syngur þau svo á eftir ásamt nokkrum fleirum ís- lenzkum lö!gum, sem öllum íslend- ingum eru kunn og kær; verður hún aðstoðuð af hljóðfærasveit héðan úr Winnipeg. ;Skrúðganga verður hafin á Gimli úti í listigarði bæjarins, þáj Henrickson. er prógramið hefst kl 2 e. h., með eitt af hinum stærstu ‘bus’.um Winnipeg Electric fél. skraut- búnu, hlaðið söngfólki, í broddi fylkingar. Það verður reynt að gera það tilkomumikla athöfn. Byígður verður, að þessu sinni, sérstakur pallur í listigarðinum fyrir Fjallkonuna og lið hennar. Verður sá pallur skreyttur með hinum ljómandi fögru tjöldum, er listamaðurinn Friðrik Swanson hefir málað af Almannagjá á ís- landi. Gefst þar hinum yngri ís- lendingum, sem aldrei hafa til ís- lands komið, kostur á að sjá hina fögru og margumtöluðu Almanna- gjá, þar sem þúsund ára minning- arhátíð Alþingis var haldin árið 1930. Fólk hér í bæ sem ætlar til Gimli j með ‘bus’-unum þann 1. á!gúst, er beðið að kaupa farseðla sína sem fyrst, svo nefndin geti vitað hvað margt fer. Auk þeirra, sem áður hefir ver- ið auglýst að hefðu farseðla til sölu, hefir Mr. Ásbjörn Eggerts- son, að 614 Toronto Str., útsölu á þeim. • G. P. Magnússon, ritari. Einnig flutti Mrs. A. Buhr, Winnipeg, erindi: “Áhrif krist- innar konu og móður á mannfé- lagið.”. Hún benti á, með mjög ljúfum orðum, hvernig kristin kona !getur beitt áhrifum sínum, á bæði heimili sitt og þann part mannfélagsins, er hún umgengst. Prógram var sem fylgir: Piano Solo: Miss Dora Gutt- I ormsson, Lundar, Man. Vocal Duet: Mrs. K. Jóhannes- ! son og Mrs. Lincoln Johnson. ! Vocal Solo: Mrs. K. Jóhannesson. i Vocal Duet: Mrs. Lincoln John- ! son og Mrs. K. Jóhannesson. | Mrs. Frank Fredrickson spilaði undir við sönginn. Séra E. H. Fáfnis ávarpaði þingið með nokkrum orðum. Lét hann í Ijós ánægju sína yfir starfi Sam. kvenfélagsins, sér- staklega fyrir það, sem verið er að vinna að kristindómsfræðslu utígmenna. Hann óskaði félag- inu til lukku með þetta nýbyrj- aða þing og að félagið mætti eiga mikla og góða framtíð. Hann tók sérstaklega til þess, hve mikið bæri á vinarhug og kærleika hér hver til annara, þrátt fyrir það, að margar eiga hlut að máli. “Til þess eru þing, að við sækjum þangað skilning á okkar vanda- málum og kraft til að framkvæma, og þrótt og vilja til að starfa enn betur en áður að þeim málum, sem oss eru kærust.” Á miðvikudaginn var sunnu- dagsskólamálið, eða málið um kristilega uppfræðslu ungmenna, innleitt til umræðu, af Mrs. H. G. Skýrði hún frá þessu starfi frá byrjun og lagði fram skýrslu yfir kostnað þann, er þetta fyrirtæki hefir í för með sér. — Vakti það aðdáun og þakklæti þingsins til þeirra ungu kvenna, er hafa svo góðfúslega tekið þetta að sér sumar eftir sumar endur- gjaldslaust. — Var þinginu tilkynt, að Miss 'Ellen Frederickson og Mi.ss Thora Oliver, Baldur, Man., hafi nú þegar boðist til þess að verja nokkru af sínum frítíma í sumar til þessa starfa, o!g munu þær leggja á stað eftir tvær vikur. Nefnd sú, er kosin var af Fram- kv.nefnd til þess að annast sunnu- dagsskólastarfið, hefir sent S. S. blöð og bækur þetta ár til þeirra stöðva er kensla var hafin á fyrir þremur árum, því kennarar við daglegu skólana þar hafa haldið á- fram þessu verki. — Vottaði þing- ið þakklæti til þessara kennara fyrir þeirra góða starf. í umræðum um þessa skýrslu kom ljóslega fram, að erindsrek- um allra kvenfél. er þetta sérstak- lega mikið áhugamál. Var því ákveðið að halda þessu verki á- fram og útbreiða það eftir því sem kraftar leyfa. Mrs. H. Olson innleiddi umræð- ur “Heimilis guðsþjónustur”, og tóku svo mar!gar konur þátt í þeim. Las hún svo grein úr maí- númeri Sameingarinnar, er skýrir frá, að félagið, “The Family Altar League of America” er reiðubúið að leggja til blöð, er færa bend- ingar um þetta mál. Var svo Bindindismálið tekið til umræðu, og tóku margir er- indsrekanna þátt í þeim. Er þetta eitt af okkar stóru siðferðis- málum. Mrs. S. Guttormsson flutti þá er- indi um “Börnin og náttúran” (The Child and Nature Study), o!g sýndi fram á hve hugmyndir barnsins um náttúruna, ef þeim er leiðbeint í rétta átt, geta hjálp- að áfram heilbrigðum þroska. Mrs. Hope söng tvö lög og Mrs. H. Helgason skemti með píanó- spili. Var svo ekið á skemtivagni með alla erindsreka og gesti þingsins víðsvegar um til að sýna þeim bæinn og þeim að því loknu veitt- ur kveldverður í fundarsal kirkj- unnar. Hið fyrsta á skemtiskrá fund- arins á miðvikpdagskveldið, var erindi, “The Pioneer Woman” flutt af Mrs. H. G. Henrickson. Las hún svo kafla úr bókinni “The Lantern in her hand”, eftir Ald- ridge. Trúboðar kirkjufélags vors. sem eru nú rétt að leggja á stað í þriðja sinn til Japan, voru stödd á þinginu. Flutti Mrs. Thorlak- son fyrirlestur, er hún nefndi: “Myndir af Japán”. Sagði, að þó að flest þar austur frá væri ólíkt því sem við höfum vanist, þá væri samt eitt, sem væri alveg eins: þörfin á því að prédika og út- breiða gleðiboðskap Jesú Krists væri ómælanleg — eins og við !gætum gert okkur grein fyrir: þar sem um margar miljónir sálna er að ræða. Margarithe Thorlakson söng japanská söngva. Mrs. H. Helgason spilaði píanó sóló, nokkur íslenzk lög, sem hafa verið sett saman í eina heild af Mr. George Boles. — Var þetta indælt númer; einnig spilaði hún þegar alþýðusöngvar voru sungn- ir. — Miss Eyjólfsson spilaði tvær píanó sólós. Mrs. S. C. Thor- steinsson söng tvo söngva, en Miss Elenor Henrickson spilaði fyrir sön!ginn. Allir fundir þingsins voru vel sóttir; sýndi það áhugann fyrir starfi félagsins. *— Fóru svo fram kosningar embættiskvenna: Forseti: Mrs. F. Johnson. Vara-fors.: Mrs. R. Marteinsson Skrifari: Mrs. B. S. Benson. Varaskr.: Mrs. O. Stephensen. Féh.: Mrs. H. G. Henrickson. Varaféh.: Mrs. B. H. Bjarnason, Langruth, Man. í framkv.nefnd voru kosnar; Mrs. S. Olafsson, Arborg. Mrs. O. Anderson, Baldur. Mrs. E. H. Fáfnis, Glenboro. SIGURSÖNGVAR. Svo heitir hin nýja söngbók, sem Mr. G. P. Johnson hefir gef- ið út. Mun það vera flestalt úr- valsgóðir sálmar, vel við eigandi alla ungmenna félags og heima- trúboðs starfsemi. Allur frá- gangur bókarinnar er hinn vpnd- aðasti, og vonandi að allir góðir íslendinngar veiti bókinni hinar beztu viðtökur. Bókin inniheldur 102 sálma, prentaða á góðan bóka- pappír. Verðið er að eins 50 cent. Bókin sendist kaupanda að kostn- aðarlausu hvert sem er í Canada eða Bandaríkjunum. Utanáskrift til útgefanda er: G. P. Johnson, 696 Victor St., Winnipeg, Man. —Adv. ítalska flugvélin brá sér í gær suður í Skerjafjörð o!g settist þar. Dvaldist hún þar nokkuð lengi og munu flugmennirnir hafa verið að athuga hvernig Skerjafjörður og Fossvogur væri fallnir til þess að hafa þar flugvélahöfn. — Mbl. 22. júní. Heilbrigði augna yðar! SPURNING: Við hvern á eg að ráðfæra mig viðvíkj- andi augunum? SVAR: pér skuluíS leita rá5a hjá reglulegum augnlækni. Strax þegar pér finnið eitthvað að aug- unum, óg þér ættuð einnig að láta augnlæknir skoða augu yðar reglulega, með hæfilegu millibili, hvort sem þér finnið að nokkuð gangi að þeim eða ekki. Gætið þess, að veikindi I aug- unum er ekkert hégómamál, því jafnvel smáveiklun, ef hún er vanrækt, getur orðið þrálát og hættuleg. Augnlæknirinn er fær um að finna það, sem að er og fara með það eins og við á. Hann, sem getur sagt hvaða meðul skal nota, ef þeirra þarf við, er lika áreiðanlega færastur um að velja yður gleraugu, sem skýra sjón- ina og gera áreynsluna minni. Sem gleraugnasalar er fara eft- ir forskriftum lækna, förum vér nákvæmlega eftir fyrirsögn lækn- is yðar og efnið og verkið er hið bezta og verðið mjög sanngjarnt. Ritið “Your Eyes and Your Health” gefið hverjum sem æskir. Robert S. Ramsay Prescription Optician 333 DONALD STREET WINNIPEG Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, sem að flutningum lýtur, smáum eða stór- um. Hvergi sanngjarnara verð. Heimili: 762 VICTOR STREET Slmi: 24 500 MOORE S TAXI LTD. 28 333 > Leigið bíla og keyrið sjálfir. Flytjum pianos, húsgögn, farang- ur og böggla. Drögum blia og geymum. Allar aðgerðir og ókeypis hemllprófun. Brynjólfur Thorláksson tekur að sér að stilla PIANOS osr ORGANS Heimiii 594 Alverstone St. Sími 38 345 CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 JOHN GRAW Fyrsta ílokks klæðskeri Afgreiðsla, fyrir öllu Hér njóta peningar yðar sín að fullu. Phone 27 073 218 McDERMOT AVE. Winnipeg, Man. DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 ' Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Beauty Parlor 643 Portage Ave. Corner Sherbrooke 8tr. Mundy’s Barber Shop Sími: 37 468 Heimlli: 38 005 Mrs. S. C. Thorsteinson íslenska matsöluhúsið par sem Islendingar I Winnipeg o* utanbæjarmenr, fá sér máltiðir og kaffi. Pönnukókur, skyr, hangikjð* og rúllupylsa á takteinum. WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. Slmi: 37 464 RANNVEIG JOHNSTON, eigandl.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.