Lögberg - 21.07.1932, Page 4

Lögberg - 21.07.1932, Page 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JÚLí 1932. Högberg GefifS flt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR DÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONES 86 327—86 328 Samveldisfundurinn I dag, 21. júlí, er samveldisfundurinn í Ottawa settur. Landstjórinn, Bessborough lávarSur, setur fundinn og les boðskap kon- ungsins til hans. Fulltrúar frá öllum brezkum löndum í öll- um álfum heims, eru nú hér saman komnir í Ottawa og ótal hjálparmenn, hagfræSingar, lögfræSingar og sérfræSingar í vmsum grein- um. Þeir menn, sem þátt taka í þessum fundi, eru fulltrúar fólks, sem er 446 miljónir aS tölu. Löndin, sem þessar þjóSir byggja, eru meir en 13 miljónir fermílna, og verzlunin, sem þær gera árlega nemur $16,000,000,000, Af þessum fáu tölum má sjá, aS hér er ekki um neitt smáræSi aS ræSa. Því hefir veriS haldiS fram, og þaS meS sennilegum rökum, aS því er virSist, aS mishepnist þessi fundur, þá muni flestir einstaklingar innan hins brezka samveldis. finna óþægilega til þess, áSur en langt líSur. En hvaS stendur til? Hvers vænta menn af þessum fundi? ViSfangsefni hans er aSallega viSskifti þjóSanna, sem brezka samveldiS mynda. Meiri og hagkvæmari viSskifti, er sú hug- sjón, sem stefnt er aS. Hér er því veriS aS fást viS þaS viSfangsefni, sem svo afar-erfitt hefir reynst síSustu árin. Ékki aSeins innan brezka ríkisins, heldur um allan heim. ÞaS er ekki nema eSlilegt, aS hver þjóS hlynni aS sínum eigin hagsmunum. Hver þjóS verSur aS gera þaS og á aS gera þaS. En þjóSirnar verSa þar, eins og einstaklingarnir, aS gæta hófs og sanngirni. ÞaS er réttmætt, aS .skara hóflega eldi aS sinni köku, en ekki frá köku íiáungans. ViSskifti milli þjóSanna, eins og einstaklinganna, geta því aSeins staSist, aS þau séu bvgS á sanngirni og hagsmunum beggja aSila. Nú er þaS vel kunnugt, aS síSustu árin hafa flestar þjóSir veriS aS revna aS komast af, hver út af fyrir sig. ÞaS er aS skilja, aS hver þjóS hefir forSast, aS kaupa nemn sem allra minst af öSrum þjóSum, en sínar eigin vörur hafa þær vitanlega reynt aS selja hvar sem þær hafa getaS. En þær hafa ekki get- aS þaS. ÞaS er heldur ekki von. Hver sú þjóS, sem svo aS segja bannar allan innflutn- ing á útlendum vörum, meS afar háum toll- garSi, getur ekki viS öSru búist, en aSrar þjóSir geri sér sömu skil. * Fáar þjóSir hafa, síSustu árin, gengiS lengra í því, aS hækka innflutningstolla svo mikiS, aS fullu innflutningsbanni stappi mjög nærri, hvaS fjölda vörutegunda snert- ir, heldu en vor eigin þjóS, CanadaþjóSin. AfleiSingarnar hafa aS sjálfsögSu orSiS þær, aS vér höfum heldur ekki getaS selt, nema sjálfum oss í skaSa. Þau stóryrSi forsætis- ráSherrans, aS hann gæti “sprengt” sér veg meS canadiska afurSi inn á útlendan matkaS, eru bara stór-yrSi, sem ekkert þýSa. Allir, sem nokkuS þekkja til, vita, aS fólkinu í Vest- ur-Canada ríSur svo aS segja lífiS á því, aS geta selt landbúnaSarafurSi sína til útlanda fyrir þaS verS, sem gefur sæmilegan arS. G-eti bændumir í Sléttufylkjunum ekki selt koraiS og kjötiS og ýmislegt fleira, til út- landa, þá geta þeir ekki lifaS sæmilegu menningarlífi. Innlendi markaSurinn er ekkert í áttina nógu mikill fyrir framleiSslu bændanna í Sléttufylkjunum. SíSan 1897 hefir Bretland notiS tölu- verSra hlunninda. í viSskiftum viS Canada, þannig, aS innflutningstollur á vörum þaS- an, hefir veriS lægri heldur en á vöram frá öSrum löndum. MeS \ Hunning fjárlögun- um 1930, var gengiS lengra í þá átt, heldur en áSur. En þá urðu stjómarskifti hér í landi, og síðan hefir hátollastefnan hér alveg ráðið lögum og lofum. Nú hafa Bretar bvrjað á aS leggja innflutningstoll á útlendar vörur, en hann nær ekki til þeirra vörategunda, sem Canada selur til Bretlands. Ekki enn þá, og verSur ekki þangaS til í nóvember í haust, fyrir það fyrsta. Er þar væntanlega veriS að bíSa eft- ir því, hvað gerist á samveldisfundinum, sem nú er settur í Qifawa. Um þetta atriði hefir Rt. Hon. Stanley Baldwin sagt, aS hér standi brezka ríkiS á nokkurs kqnar krossgötum. Þetta geti ekki gengiS svona lengur; annaS hvort verði sam- veldin brezku, að hafa nánari félagsskap og samvinnu sín á milli, eSa þá aS fjarlægjast meir og meir. ViS þessi ummæli bætti hann því, sem skoða má eins og væga aðvöran, aS Bretland hefði nú þegar of oft orðið fyrir skakkafalli, þegar um tollmálin hefir veriS að ræða. Það þarf því engum aS koma á óvart, aS verði ekkert af samkomudagi í Ottawa nú, þá verSi viðskifti Canada við Bretland, strax í haust, minni og óhagkvæmari heldur en þau 'hafa veriS, jafnvel nú síðustu árin. En það er vonandi, að ekki konai til þess, aS svo ó- heppilega takist til, aS samkomulagstilraun- ir fari hér aS miklu, eða öllu leyti rít um þúfur. En hvaS getur þessi samveldisfundur gertT Hvers er sanngjarnt aS vænta af honum? Þeir eru líklega margir, sem gera sér hug- mynd um, aS þessi fundur vinni einhver af- reksverk. En ef svo er, þá er hætt viS, aS þeir verði fyrir vonbrigSum, aS minsta kosti ef' þeir vonast eftir mjög bráSum umbótum af völdum þessa samveldisfundar. Samt sem áður er sanngjamt aS gera sér vonir um, aS af honum leiði mikiS gott, jafnvel áður en langir tímar líSa. Yiðskifti innan brezka ríkisins, er aðal- viðfangsefni fundarins, eins og áður er tekið fram. ÞaS sýnist ekkert vafamál, að þar geti þessi fundur unnið mikiS gagn, ef full- trúarair, sem þar ráSa mestu, eru sann- gjarnir og láta ekki eigingimi, stolt og stæri- læti leiða sig út á einhverjar villigötur. Þegar um þaS er aS ræða, að lækka tolla og greiða á þann liátt fyrir viðskiftum Can- ada viS aðrar þjóðir, þá er, sannast að segja, ekki mikils að vænta af núverandi forsætis- ráðherra þessa lands. Mr. Bennett hefir alt til þessa haldið afar-fast viS sína .hátolla- stefnu, innilokunarstefnu. ÞaS má búast viS, aS þaS sé enginn hægðarleikur fyrir hann, aS víkja á nokkurn hátt frá þessari stefnu. Þó er ekki ómögulegt, aS hann sé nú farinn að renna einhvem grun í, að þessi steftia hans hafi ekki reynst landinu meS öllu heillavænleg. Vafalaust hefir hann komist aS því, aS fólkiS í landinu er okki ánægt meS stefnu hans. Kannske hann sjái sér nú þann veg vænstan, að breyta eittlivað til. Reyna annan veg en “sprengingarnar” til að selja vörur landsins. Það er ekki nema rétt, áð vona hins bezta af öllum, jafnvel stjóminni í Ottawa, mcðan kostur er. Þá er peningagengiS annað mál, sem sam- veldisfundurinn tekur væntanlega til með- ferðar, gengið innan brezka samveldisins. Gengismunurinn lit af fyrir sig, veldur afar- miklum viðskifta örðugleikum. Mundi það því greiða afar mikið fyrir viSskiftum inn- an brezka ríkisins, ef hægt væri á einhvern liátt að jafna gengið. En á því eru vafa- laust miklir örSugleikar, þó ekki sé þar með sagt, að það sé ómögulegt. Þess má vænta, að fundurinn geri eitthvað í þessa átt. Svo framarlega, að þessi fundur mis- hepnist ekki herfilega, og það er sjálfsagt að vona, að hann geri það ekki, þá eykur hann kynni og tiltrú og góSan hug milli þeirra þjóða, sem mynda hið mikla brezka samveldi og teljast. þar meS allar eitt ríki. MaSur getur naumast hugsað sér annað, en fundurinn hafi ein'hver áhrif í þá átt. Hvernig svo sem fara kann um þenna samveldisfund, sem nú er að byrja, þá er hann þó að minsta kosti tilraun til bóta. Stjómmálamennirnir, sem þar eiga hlut að máli, hljóta að leggja sig fram um, að láta fundinn hepnast og verða til gagns. Alt annað væri svo óheyrilegt, eins og nú er á- statt, að það tæki engu tali. MorS, og önnur óhæfuverk, era orðin svo tíð, að manni bregður ekki mikið við, þó manni berist einhverjar slíkar fréttir. En hér er það óhæfu- verk unnið, að mann stórfurð- ar og maSur skilur ekki það hugarfar, sem slíku níSings- verki stjómar, sem því er hér er unnið. Frá aðalfundi Eimskipafélags Islands Aðalfundur Eimskipafélags ís- lands var haldinn í gær í Kaup- þingssalnum. Fundarstjóri var kjörinn Jóhannes Jóhannesson fyrv. bæjarfógeti, og ritari Tóm- as Jónsson lögfræðingur. Formaður félaígsstjórnarinnar. Eggert Claessen hrm., skýrði frá rekstri félagsins síðastliðið ár. Studdist frásögn hans við prent- aða skýrslu um það efni, sem út- býtt var meðal fundarmanna. Verða sér birtir kaflar úr skýrslu þessari. — Rekstursútkoman talsvert betri árið 1931 en 1930. Eins og reikningur félagsins fyrir siðastliðið ár ber míeð sér, hefir orðið tekjuhalli á árinu, sem nemur kr. 57,309.13, og hefir fé- lagsstjórnin ákveðið að færa þessa upphæð úr varasjóði félagsins. Þegar tekjuhalli er talinn þetta, er búið að færa til útgjalda á rekstursreikningi félalgsins kr. 333,844.75, sem félagsstjórnin á- kvað að verja til frádráttar á bókuðu eignaverði skipanna og fasteigna félagsins. Áður en þess- ar afskrifanir voru færðar til út- gjalda á rekstursreikningum, var reksturshagnaður á reikningnum kr. 267,535.62. Árið 1930 var reksturshagnaður félaígsins áður en afskrifanir fóru fram kr. 24,- 365,774, en þá hafði verið yfirfært frá fyrra ári kr. 28,469.17, svo raunverulegt tap á rekstri fé- lagsins var á árinu 1930 kr. 4,103.43 fyrir utan afskriftir Rekstursútkoman fyrir árið 1931 hefir því orðið töluvert betri en á árinu 1930. Stafar þetta að mestu leyti af auknum flutning- um með skipum félagsins árið sem leið, sérstaklega últflutningi. 1 sambandi við þetta má einnig geta þess, að millilandaferðum skip- anna fjölgaði um 3% ferð síðast- liðið ár (“Dettifoss” ekki talinn með) og hefir það vitanle'ga átt sinn þátt í betri afkomu félags- ins fyrir þetta ár. — Siglingar skipanna. Eftirfarandi tafla sýnir hvað skipin hafa farið margar milli- landaferðir tvö undanfarin ár: 1930 1931 “Gullfoss” .. 10 ferðir 12 ferðir “Goðafoss’ ... . 10 — 11 — “Brúarfoss” .. .. 10 — 11 — “Lagarfoss”... 8 — 8 — “Selfoss” .. 9% — 9 — “Dettifoss” .. . 2 — 12 — Alls 49% ferð 63 ferðir V oða-viðburður Siglingum skipanna hefir árið sem leið verið hagað líkt og und- anfarið. Það var á miðvikudag'skveldið, hinn 13. þ. m., að skógarvörðurinn í Rossburn, Mani- toba, sat við borðið í eldhúsinu í skógvarðar- húsinu, og kona hans sat þar líka. Það var orðið dimt og það var lampaljós á borðinu. ÍJti var niðamyrkur. Alt í einu reið af byssu-skot. Það var skot- ið utan úr mvrkrinu, inn um gluggann, og skógarvörðurinn, Lawrence Lees, var sœrð- ur til ólífis. Hann hneig þegar örendur nið- ur á gólfið. Konan hans sat þar rétt hjá honum. Hún horfði á þessar aðfarir. Hún sá manninn sinn láta lífið fyrir skotvopni morðingjans. Samt misti hún ekki kjarkinn, en símaði þeg- ar þessar fréttir til næstu lögreglustöðva. En þegar hún var rétt búin að því, brutust tveir menn inn í húsið og skutu þegar á kon- una og særðu hana nálega til ólífis og skildu þannig við hana. Lá hún þar hjálparlaus all-lengi, þangað til menn komu frá lögreglu- stöðvunum og fluttu hana á næsta sjúkrahús. Þar 'hefir hún alt til þessa barist við dauðann, Þó er henni nú hugað líf. Morðinginn, eða morðingjarnir, hafa enn ekki fundist. Eigendaskifti hlutabréfa. Eigendaskifti hlutabréfa frá aðalfundi 1931 til dessa dags hafa veri sem hér segir: Tala hlutabréfa, er orðið hafa eigendaskifti að: 149 fyrir kr. 14,800. Framseljendur hafa ver- ið alls 68„ en viðtakendur 51. Hvort að hér er um að ræða sölu á hlutabréfum eða arftöku, er ekki hægt að segja með vissu, en þó mun mestmegnis vera um arf- töku að ræða. Efnahagur félagsins. Eins og sjá má af reikningi fé- lagsins fyrir 1931, nema eignir þess með því eignarverði, sem bók- fært er, kr. 4,136,234.42, o!g skuld- ir að meðtöldu hlutafé nema sömu upphæð. Skuldir félagsins aðrar en hlutafé nema kr. 2,455,484.42 og hafa þanníg lækkað um 70 þús. kr. á árinu. Eignir hafa einnig lækkað á árinu sem nemur 127 þús. kr. og hafa þær þannig lækkað umfram skuldir, sem nem- ur 57 þús. kr. og er það upphæð sú, sem til var í varasjóði um ára- mótin 1930 og 1931, og sem nú hefir verið afskrifuð fyrir rekst- urstapi síðastliðins árs. Kaupdeilur. Árangurslaus málaleitun um kauplækkun. Stjórn Eimskips skýrir frá ó- bilgirni og frekju Verkamálaráðs íslands í sambandi við kaupdeil- ur á Hvammstanga og Blönduósi, sem voru Eimskip algerlega óvið- komandi. Engu að síður voru skip félagsins sett í “bann”, sem kunnugt er; þessar deilur eru landsmönnum svo kunnar, að ó- þarft er að rekja hér. Þá skýrir stjórn félagsins frá tilraun, sem gerð var til að fá lækkað kaup allra fastra starfs- manna. Um það segir svo í skýrslunni: Hinn 11. marz þ. á. skrifaði stjórn Eimskipafélagsins öllum starfsmönnum félagsins á sjó og landi viðvíkjandi því, að kaup allra starfsmanna yrði lækkað um 12%%, vegna hinna erfiðu tíma, og velgna hinnar sérstaklega erf- iðu afkomu félagsins. Um sama leyti var byrjað á samningum við stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur sem umboðsmanna háseta og kyndara á skipum félagsins, vegna þess að samningar félags- ins við þá runnu út 31. marz þ. á. Stjórn Sjómannafélagsins gerði ekki að eins að neita að lækka kaup háseta og kyndara að nokkru leyti hvað þá heldur um téðan 12%%, heldur kom þar að auki fram með óskir um breytingar á samning- um þeirra við félagið, sem að ýmsu leyti fóru í þá átt að auka útgjöld félagsins. Stjórn Eim- skipafélagsins reyndi að sýna / stjórn Sjómannafélagsins fram á það, að ef hún héldi fast við þessa afstöðu sína, þá yrði það til að stórspilla fyrgreindri viðleitni fé- lagsins til þess að fá 12%% kaup- lældcun hjá starfsmönnum félags- ins yfir höfuð, en það varð alt á- rangurSlaust. Þegar ísvo !samn- ingur háseta og kyndara rann út 31 marz, þá skýrði stjórn Eim- skipaféilagsins stjórn Sjómanna- félagsins frá því, að hún sæi sér ekki fært að gera að svo stöddu bindandi samninga fyrir ákveð- inn tíma við háseta og kyndara, meðfram með tilliti til áfram- haldandi tilrauna til kauplækkun- ar hjá starfsmönnum félagsins yfir höfuð, en bauð hins vegar að borga fyrst um sinn hásetum og kyndurum sama kaup og verið hafði. Hefði þá aðstaðan orðið svipuð hjá Eimskipafélaginu eins o!g nú er, að því er snertir botn- vörpungana, þar sem að hásetar og kyndarar eru lögskráðir á- framhaldandi með sama kaupi og þeir höfðu áður, en án þess að samningar hafi verið gerðir við Sjómannafélagið; en stjórn Sjó- mannafélagsins krafðíst þess á- framhaldandi, að Eimskipafélag- ið gerði samninga og tók þess vegna í því efni harðvítugri af- stöðu gagnvart Eimskipafélaginu heldur en gagnvart botnvörpunga- félögunum. — Þegar nú stjórn Eimskipafé- lagsins hélt við sitt, þá hélt stjórn Sjómannafélagsins málinu svo til streitu, að 4. apríl þ. á. gerðu hásetar og kyndarar á “Goðafossi” og “Selfossi”, sem þá lágu í Reykjavík, verkfall, og jafnframt lögðu hafnarverka- mennirnir niður vinnu við skip. in, svo uppskipun og framskipun stöðvaðist sama dag. Með því nú að stjórn Eim- skipafélagsins taldi sig ekki geta haldið út í baráttu á þessu sviði eins og þá stóðu sakir, o!g “Goðá- foss” var nærri því full-lestaður af vörum og átti að fara af stað sama dag, þá sá stjórn Eimskipa- félagsins sig knúða til þess að framlengja samninga við háseta og kyndara, sem giltu frá 31. marz, þannig, að samningar standi óbreyttir þangað til annar hvor aðilja segir þeim upp með þriggja mánaða fyrirvara, en upp- sögn bundin við 1. apríl árs hvers. Kauþlækkuninni fékst heldur ekki framgengt hjá öðrum starfs- mönnum félagsins, þar sem sum- ir þeirra héldu fast við kaupsamn- inga er gilda til næstu áramóta og 1. apríl næsta ár, og aðrir settu það skilyrði að kaup lækkaði jafnt hjá öllum starfsmönnum fé- lagsins. Félagsstjórnin sá sér því ekki fært að lækka kaup annara starfsmanna, þeirra er ófélags- bundnir eru, enda eru þeir mjög fáir tiltölulega. Ástand og horfur. Siglingum skipanna er hagað með nokkuð öðru móti, en áður hefir verið venja. Með áætlun þessa árs hefir verið reyna að koma á reglubundnum ferðum eftir vikudögum, þannig að nú eru t. d. ferðir frá Hamborg annan hvern laugardag og frá Kaup- mannahöfn annan hvern þriðju- dag. Einnig eru nú reglubundn- ar ferðir frá Reykjavík til Akur- eyrar á þriðjudögum þrisvar í mánuði og frá Reykjavík til ut- landa á miðvikudögum þrisvar í mánuði. Er þetta vitanlega spor í rétta átt, þar sem það gerir fólki miklu léttara fyrir með að átta sig á ferðum skipanna, og kemur um leið töluvert meiri festu á siglingar þeirra. Á þessu ári hefir verið byrjað á siglingum til Antwerpen, og eins og áætlunin ber með sér, er “Sel- foss” látinn annast þær. Eins og kunnugt er, hefir innflutningur frá Hollandi og Belgíu aukist að miklum mun nú á seinni árum og þótti því tímabært að hefja sigl- ingar þangað, en um árangur af siglingum þessum er ekki hægt að segja neitt með vissu að svo stöddu. Kreppan hefir haft sín áhrif á strafsemi og hag Eimskipafélags- ins, eins og annara fyrirtækja. Fólks- og vöruflutningar hafa minkað að talsverðum mun með skipum félagsins, og tekjur þess þannig rýrnað tilfinnanlega. Or- sakir þess er meðal annars að finna í núgildandi innflutnings- höftum og gjaldeyris- örðugleik- um. útgjöldin aftur á móti standa nokkurn veginn í stað, og er það eðlilegt, þegar þess er gætt. að beinn kostnaður við siglingar skipanna er jafn-mikill, hvort þau hafa mikinn flutning eða lítinn. Einnig hefir verðlækkun íslenzku krónunnar haft talsvert aukin út- gjöld í för með sér hvað snertir skip þau, er sigla til Hamborgar. Það má búast við því, að Eim- skipafélagið eigi þupngan róður fram undan, en vér ýæntum þess, að félagið fái staðist öll þau þungu boðaföll, sem á því kunna að dynja, og að það geti haldið áfram að bæta samgöngur bæði innan lands og milli landa. En þetta er því að eins mögulegt,, að landsmenn séu einhuga um að fela Eimskipafélaginu alla flutn- inga til landsins og frá landinu'. Ef þess væri gætt, er framtíð fé- lagsins borgið. Guðm. (Vilhjálmsson framkv.- stjóri gaf ítarlega skýrslu, þar sem hann þakkaði þeim blöðum og einstaklingum, sem hefðu stutt félagið. Enn fremur rakti hann aðfinslur, sem Eimskip hefði orð- ið fyrir í einstaka blöðum. —- Verður nánar skýrt frá ræðu framkv.stjóra síðar hér í blaðinu. Strandferðirnar og Eintskip. Svo hljóðkndi tillaga kom fram frá Halldóri Jónssyni og Magn- úsi Bjarnarsyni fyrv. prófasti: “Fundurinn skorar á stjórn Eimskipafélagsins að leita samn- inga við landsstjórnina um það, að félaginu verði falin rekstrar- stjórn strandferðaskipanna eins og áður var, og auk þess anara skipa ríkisins, ef unt er.” Eftir nokkrar umræður var til- laga þessi samþykt með 27:9 atkv. Eins og kunnugt er, var á síðasta þingi samþykt þál.till. er fór í sömu átt. Stjórnarkosning. Úr stjórn féla!gsins skyldi ganga (Niðurl. á 8. bls.)

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.