Lögberg - 08.09.1932, Side 6

Lögberg - 08.09.1932, Side 6
R]« fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. SEIPTEMBER, 1932. Náman með járnhurðinni EFTIR HAROLD BELL WRIGIIT. “ÞaS kemur þessu máli ekkert við,” svar- aði Hugh heldur kuldalega. “ÞaÖ sem eg gerði, gerði eg ekki vegna þess, að eg héldi að þú værir vinur minn. ” Indíáninn brosti, en var þó hátíðlegur og alvarlegur á svipinn. “Eikin er öðni vísi en furan og furan öðru vísi heldur en grenið. Þó úlfurinn væri færð- ur í bjarnarham, ]>á mundi hann haga sér eins og úlfur engu að síður. Hjörturinn veit altaf að hann er ekki úlfur. Þú, Hugh Edwards, frelsaðir mig, óvin þinn, frá kvölum elds, og dauða, vegna þess að þú varst að fylgja þínu eigin eðli. Þú gast ekki gleymt því, að þú ert hvítur maður. Eg, Xatachee, skal ekki gleyma því að eg er Indíáni.” Þegar hann hafði sagt þetta, hneigði hann sig og snéri sér svo við til að taka boga sinn og örvar, þar sem það var hjá eldstæÖinu. Þegar hann var kominn fram í dyrnar, tók hann aftur til máls. “Eg verð að fara. Sonora Jack kemur hér ekki aftur í nótt. Ef hann skyldi geia það, verð eg ekki langt frá. Þegar eg kem aftur liefi eg eitth\rað að segja þér.” Allan næsta dag hafði Ilugli gætur á því, hvort hann kæmi hvergi auga á Sonora Jack og félaga hans, og hann var dálítiÖ óþolin- móður að bíða eftir Natachee. En stigamenn- irnir komu ekki aftur. Það var komið fram yfir hádegi annars dags, þegar Indíáninn kom loksins. Hann rak á undan sér fjóra asna, sem allir voru með klyfsöölum. Þegar Hugh lét í ljós undrun sína út af þessum áburðar gripum, þá svaraði Natachee ekki nokkru orði. Steinþregjandi tók Indíán- inn til mat handa sér. Hann borðaði eins og maður, sem ekki hefir fengið mat í langan tíma. Þegar hann var búinn að borða, sagði hann hæglátlega: “Eg verð að sofna. Eg vakna eftir tvo klukkutíma. Þá skulum við tala saman. Gerðu svo vel að fara ekkert frá kofanum og hafðu nánar gætur á öllu. Ef þú sérð einhvern á ferð, þá vektu mig strax. Hann lagÖist niður á bekkinn og steinsofn- aði þegar. Hugh Edwards settist utan við kofadyrnar og beið. Hægur vindur fór um skógargreinarnar og niðri í gilinu heyrðist suðan í læknum. Jafn- vel á þessum tíma árs var skógurinn marglit- ur, því trén voru svo margskonar. Hann dáð- ist að fegurð náttúrunnar og gladdist við að horfa á hana, þó honum væri ekki gleÖi í hug. Ýmsa fugla sá hann fljúga í loftinu, og sumir þeirra komu býsna nærri honum. Sum- ir þeirra voru góðlátlegir og vinalegir, að hon- um fanst, en sumir alt annað. Skapgerð þeirra hlaut líka að vera mjög misjöfn, eins og mannanna. En hvergi sá hann nokkum iifandi mann. Um leið og hann hafði nánar gætur á öllu í kring um sig, var hann að hugsa um og reyna að gera sér grein fyrir framferði Indí- ánans. Oft hafði hann ekki sagt nokkurt orð. En nú, undir þessum sérstöku kringumstæð- um fanst honum bera sérstaklega mikið á Indíána-eðlinu hjá honum. Hvað hafði hann verið að gera? Hvar hafði hann verið! Hvers hafði hann orðið vísari? Til hvers kom hann með þessa fjóra asna! Hin djúpa rödd Indíánans vakti hann af þessum heilabrotum. Hann stóð í dyrunum. XXV. KAPITULI. Indíáninn talaði með óvanalega miklum há- tíðleik, en það bar líka óvanalega mikið á þunglyndinu, sem oft hafði vakið meðlíðan með honum hjá Edwards. “Hugh Edwards, fjallalækirnir, sem eiga upptök sín þama hátt uppi í fjöllunum, eru háðir vilja Hans, sem ræður yfir snjókom- unni. Frá grenitrjánum uppþ í fjöllunum byrja þeir sína löngu ferð, alla leið út í sjó. Það er engum vafa bundið, að vatniÖ kemst að lokum þangað, sem því er ætlaÖ að fara. Hvemig þessu þó er varið í raun og veru veit enginn fullkomlega. Lækjarfarvegurinn, sem fvrst lengi vel er auðséður og greinilegur, hverfur að lokum. Vatnið, sem ber svo mikið á, þegar það fossar niður fjallahlíÖarnar hverfur að lokum í sandauðn eyðimerkurinn- ar og mannlegt auga sér ekki hvað af því verður. ” “Það er svipaÖ með ráð mannanna. Hann sem ræður því, á hvern hátt fjallalækimir komast til sjávarins, ræður því líka, hver verður æfibraut hvers einstaklings og einnig hvar andi hans lendir að æfinni lokinni. Æfi- brautin, sem í upphafi sýnist svo skýr, hverf- ur oft á eyöimörkinni, sem enginn þekkir. “Eg, Natachee, sem hefi viljað fylgja dæmi forfeðra minna, er nú einmitt staddur á slík- um vegamótum. Sú braut, sem var fram- undan mér eins skýr, eins og lækjarfarvegur- inn, er mér nú horfinn. Eg get ekki lengur haldið þá leið, sem eg hefi ætlað mér. Eg er Indíáni. Þú hefir oft sagt að eg sé vondur. Agætt. Undir vissum kringumstæðum eru all- ir menn vondir. Breytist kringumstæðumar, getur vondur maður orðið góður. HlustaÖu nú nákvæmlega, svo þú getir heyrt með hjart- anum það sem eg ætla að segja. Sonora Jack og félagi hans eru farnir úr húsi Lizards, en Lizard hefir farið með þeim. Þeir halda nú til fáeinar mílur frá heimili fé- laganna og Mörtu. Þeir eru varir um sig, því þeir vita ekki hve margir þeir kunna að hafa verið, sem frelsuÖu mig úr klóm þeirra. Það var ágætt, að þú skyidir gera svona mik- , inn hávaða. En Sonora Jack felur sig ekki- þarna lengi. Þegar hann er orðinn viss um að hann sé ekki umsetinn af mörgum, þá fer hann aftur á kreik. En hann reynir ekki aftur að finna náttiuna með járnhurðinni. Hann er hræddur að vera liér legur, því skeð gæti að hann komi þá ekki fram einhverju öðru, sem hann hefir uppi í erminni. Eg gat ekki komist að hvað það er. Eg veit bara að það er eitthvað viðkomandi Mörtu Hillgrove og fé- lögunum. Hvað sem það er, sem Sonora Jaek hefir í liyggju, þá er það áreiðanlega eittlivað ilt. Við verðum að fara strax, til að sjá um að stúlkunni þinni verði ekkert mein gert.” Hugh Edwards talaði eins og sá, sem erfitt á með að trúa því, sem hann heyrir. “Þú segir að við verðum að fara, að við verðum að gæta Mörtu. Att þú við það, að þú ætlir að lijálpa mér að vernda hana fyrir þeirri hættu, sem yfir henni kann að vofa af ráðurn Sonora Jacks og þeirra félaga?” Natachee hneigði liöfuðið; svo leit liann djarflega í augTi hins hvíta manns. “Sagði eg ekki að sú braut, sem eg, Nata- chee liefði trúlega fylgt, hefði alt í einu tekið enda, eins og lækurinn, sem hverfur í sand eyðimerkurinnar? Þegar Sonora Jack og félagar hans náðu mér og bundu mig við klett- inn, var eg eins varaarlaus, eins og dúfan, sem höggormurinn hefir vafið sig utan um. Heldur þú að eg, Natachee, hefði látið bugast að kvölunum ? Sonora Jack hefði getað brent hjartað úr Indíánanum, en hann hefði aldrei getað feng'ið hann til að segja sér hvar nám- an með járnhurðinni er. Það er ekkert nýtt fyrir Indíánann að vera kvalinn gullsins vegna. Eg, Natachee, mundi hafa dáiÖ eins og svo margir af mínum forfeðrum hafa dáið á undan mér, án þess að segja nokkurt orð. En þú, hvítur maður, af hlýðni við hið óskilj- anlega eðli hins hvíta marins, iagðir þitt eigið líf í hættu, til að frelsa líf Indíánans, sem hafði kvalið þig á ýmsan hátt, mánuðum sam- an. Leiðin til haturs og hefnda, sem er svo aug'ljós Indíánanum, hefir nú hox-fið mér sjónum á hinum villigjömu vegum hins hvíta manns. Eg, Natachee, skil þetta ekki, en hver er eg til að óhlýðnast? Það mannslíf, sem þú frelsaðir tilheyrir þér. Getur hjarta hvíta mannsins skilið þetta?” Með þeirri einlægni, sem ekki varð dregin í efa, rétti hann fram hendina. Og þó Hugh Edwards skildi ekki Indíánann fullkomlega, þá tók hann þó glaður í hina útréttu hönd og íþáði þá vináttu, sem hér var framboðin. “Mér þykir mjög vænt um að þú skulir líta svona á þetta, Natachee, en eg er hræddur um að þú gerir alt of mikið úr því sem eg gerði. Eg trúi því ekki enn að þessir náungar hefðu þorað að kvelja úr þér lífið. Þeir hefðu meitt þig’ illilega, gæti eg trúað, en—” Við handtakið og hin vinsamlegu orð hins hvíta mamis, kastaði Natachee af sér hinum andlega ham Indíánans og varð nú í öllu lát- bragði eins og vel siðaður, hvítur maður. Brosandi sagði hann: “Það leynir sér ekki, vinur minn, að þú þekkir ekki Sonora Jack og lians aðferðir. Þín vegna vona eg að ef þú kynnist honum einhvem tíma, þá verðir þú búinn að drepa hann, áður en hann kemst að því, að þú ert maðurinn, sem liann lieldur að hafi komið í veg fyrir það, að hann gæti náð í hin miklu auðæfi, sem náman með járnhurðinni hefir að geyma, og sem hann kom alla leið frá Mexico til að finna og lagði þar með út í mikla hættu- för.” “En okkur dugar þetta ekki,” bætti hann við. “Við höfum verk að vinna. • Eg fann Dr. Burton og sagði honum alt, alt nema það, að þú hefðir séð námuna. Sameiginlega gerð- um við ráfo okkar, og hann bað mig að segja þér að þú mættir reiða þig á ást Mörtu, og honum þætti mjög vænt um það, þín vegna. Svo fann eg félagana, því læknirinn og eg héldum að rétt væri að eg gerði það. Þeir vita ekkert meira um Sonora Jack heldur en hver annar, sem heima á í þessum liluta Arizona ríkis veit um hann. Eg sagði gömlu mönnunum og Mörtu hversvegna þú liefðir horfið og að þú hefðir verið hjá mér í vetur. Eg sagði þeim að þú værir saklaus af þeim glæp, sem þú hefðir verið sakfeldur fyrir og eg sagði þeim af ást þeirri, er þú bærir til Mörtu og hve mikið þú reyndir að finna gull, svo þú gætir komist burtu úr landinu með hana. Þú getur sjálfur ímyndað þér hve glöð stúlkan varð. Hún vildi fara með mér til þín, en eg vildi ekki leyfa það. Eg lofaði hemii þar á móti, að þú skyldir koma til hennar á morgun. ’ ’ Hugh Edwards gekk um gólfið fram og aftur og sýndist vera mjög óþolinmóður. “Hversvegna þurfum við að bíða þangað til á morgun ? ’ ’ sagði hann. ‘ ‘ Því ekki að fara strax? Hver getur sagt livað kann að koma fyrir þangað til á morgun, ef við bíðum þang- að til?” “ Við þurfum annað að gera fyrst,” svaraði Natachee. “Þú verður að gæta þess, að þú ert ekki óhultur einn dag, eftir að þú kemur aftur til annars fólks. Lizard hefir talað of mikið, eins o geg sagði þér hann mundi gera. Hvarf þitt vakti mikla eftirtekt og allir fóru að geta sér til um orsakirnar. Þér og Mörtu er ekki óhætt með öðru móti en því, að þið komist burt úr landinu áður en lögreglan verður vör við þig og áður en Sonora Jack kemur fram sínum ráðum, liver sem þau eru. Dr. Burton undirbýr þetta alt, og á morgun farið þið.” “En'—en,” stamaði Hugh. “Eg liefi enga peninga. Eg hefi ekki einu sinni nóg gull til að komast sjálfur burt, auk heldur að taka Mörtu með mér.” Indíáninn hló. ‘ ‘ Eg sagði þeim að þú hefðir loksins fundið gullið, sem þú hefir svo lengi verið að leita að. Bob og Thad lánuðu mér þessa asna, sem eg kom með. Félagarnir koma gullinu í peninga fyrir þig, eins og þeir hefðu fundið það í sinni eigin námu. Við Dr. Burton lögðum það alt ttiður. Hann lætur þig hafa þá peninga, sem þú þarft, þangað 'til þitt gull er komið í bank- ann.” “En eg er að segja þér, að eg hafi ekkert gull.” “Þú manst ekki eftir námunni með járn- hurðinni,” svaraði Indíáninn. “Nú skulum við fara, við verÖum að nota tímann vel,” sagði Natachee þegar dimt var orðið. Svo fóra þeir af stað og tóku með sér einn asnann og marga smápoka, sem Natachee hafði fengið lánaða hjá gömlu mönnunum. Fyrst fóru þeir þangað sem Hugh hafði verið að vinna og tóku með sér verkfæri hans. Svo batt Natachee aftur fyrir augun á Hugh, rétt eins og hann hafði áður gert, og lét hann svo halda um annan endann á reipinu. Ilugh teymdi svo asnann. Þegar þeir komu að inn- ganginum í námuna, skyldu þeir eftir asnann og fóru inn. Nú leysti Natachee frá augunum á félaga sínum og sagði: “Vert þú nú hér 'til að grafa upp gullið, en eg skal bera það út þangað sem asninn er, og flytja það heim að kofanum. Eg treysti því að þú lítir ekki út þangað til eg tek þig heim eins og við komum. ’ ’ Hugh hló. “Þér er alveg óliætt að treysta því.. Það er engin hætta á að eg fari að eyða tímanum til nokkurs annars, en bara þess að ná í gull- ið.” “Agætt,” sagði Indíáninn og báðir byrj- uðu þeir þegar að vinna. Alla nóttina unnu þeir þania Hugh Ed- wards og Natachee. Þegar þeir voru búnir að fylla eins marga poka eins og asninn gat borið, fór Natachee með hann heim að kof- anum og kom svo aftur til að sækja meira. Svo sem tveim klukkustundum fyrir dagrenn- ingu sagði hann að nú væri komið eins mikið eins og asnarnir gætu borið og fóru þeir þá báðir heim. Meðan Hugh var að búa til morg- unmatinn fór Na'taohee aftur til námunnar, til að eyða öllum vegsummerkjum eftir um- ferðina milli hennar og kofans. Þegar liann kom aftur var að birta af degi. Með fjóra klyf jaða asna lögðu þeir af stað áleiÖis til fé- laganna gömlu og Mörtu. Þegar þeir voru komnir allnærri heimilinu, stansaði Indíáninn alt í einu og það var auð- séð, að honum brá við. “Hvað er að?” spurði Hugh. Indíáninn benti honum að koma til sín. Þegjandi benti hann honum á litla húsið fyrir neðan þá. “Hvað er þetta—hvað er um að vera— hvað sérðu?” spurði Hugh með töluverðum ákafa og horfði á þetta heimili, þar sem hann var svo vel kunnugur. “Það er enginn þarna,” sagði Indíáninn lágt. “Enginn við liúsið, enginn við námuna, engar skepnur í réttinni, og það ríkur ekki úr strompnum, og sérðu þetta?” og hann benti á s’tóran ránfugl, sem var á sveimi yfir íbúðarliúsinu og útibyggingunum. Fleiri rán- fuglar voru þar líka. Hugh varð mikiÖ um þetta og flýtti sér af stað, en Natachee greip í handlegginn á hon- um. “Bíddu við, þú veist ekki nema einhver liggi hér í leyni fyrir þér, bíddu.” Indíáninn teymdi asnana út í skógarrunna og batt þá þar vandlega. Svo vísaði hann Hugh á s'taÖ, þar sem hann gat faliÖ sig, en sjálfur fór hann eitthvað burtu. Hugli Edwards beið og horfði stöðugt á liúsið og hann sá að ránfuglarnir voru altaf að verða fleiri og fleiri, sem voru á sveimi yfir þessu eyðilega heimili. Honum fanst hann bíða þarna óratíma. Það sáust engin merki þess, að nokkur lifandi maður væri í húsinu, eða kring um það. Lndíáninn liafði horfið, rétt eins og jörðin hefði gleypt hann. Þolinmæði hans var rétt að segja þrotin, þeg- ar hann sá að framdymar í húsinu voru opn- aðar og Indíáninn kom þar út. Indíáninn benti félaga sínum að koma og Hugli flýtti sér niður að húsinu, sem mest hann mátti. Gamli maðurinn Thad Grove lá meðvit- undarlaus í rúmi sínu og hafði stórt sár á höfðinu, Natacliee hafði fundið hann utan við dyrnar á herbergi Mörtu. 1 öðrum enda her- bergisins lá Mexico-maðurinn hættulega særð- ur. Þó hann gæti ekki hreyft sig, liafði hann þó meðvitund og fylgdi með augunum hverri hreyfingu Indíánans og augnaráðið líktist augnaráði villidýrsins, sem búið er að afkróa. Hinn gamli maðurinn lá í undarlegum stell- ingum miðja vega milli eldhúsdyranna og úti- húsanna. Marta var liorfin. XXVI. KAPÍTULI. Þegar Hugih Edwards hafði áttað sig á þeim óttalega harmleik, sem hér hafði farið fram, misti liann um stund nálega alt vald á sjálfum sér. Hann náði sér þó fljótlega aftur, því Natacliee fullvissaði hann um að Marta væri ekki í neinni bráðri hættu. “Stúlkan er of mikilla peninga virði fyrir Sonora Jack, til þess að liann vinni lienni mein,” sagði Natachee. “Hann hefir farið burt með liana, en við skulum ekki gleyma því, að við vitum að liann ætlar sér að nota hana til að kúga stórfé út úr einhverjum. Hann gætir þess vandlega, að láta ekki verða mikið að henni.” ‘ ‘ Hvernig getur þú vitað það I ’ ’ sagði Hugh og var áuðfundið að hann efaðist um það sem Indíáninn var að segja. Indíáninn var fljó'tur til svars. “Eg veit það vegna þess að þessi stiga- maður hefir gætt þess að taka alt með sér, sem henni tillieyrði.” Hann tók Hugh með sér inn í herbergi stúlkunnar. “Sjáðu hvern- ig hér er umhorfs. Fataskápurinn tómur, all- ar kommóÖuskúffurnar dregnar út og nálega tómar, sápu og greiðu og alt þess konar hefir hann aukheldur tekið og jafnvel rúmfötin. Eg skal segja þér það, að þú getur enn haft beztu vonir, ef þú bara getur verið eins stilt- ur eins og þú ert hugaður. ” Svo fóru þeir aftur inn í herbergið þar sem gamli maðurinn lá meðvitundarlaus. Eftir að Indíáninn hafði stumrað yfir honum um s’tund, snéri hann sér að Hugh og sagÖi: “Það er aldrei svo dimt, að þeir sem beztu sjón liafa, sjái ekki eitthvað dálítið. Það er ekki hægt að fá þennan Mexico-mann til að segja nokkuð og eg liefi ekki enn litast um útivið, en maÖur sér strax hvernig sumu af þessu er variÖ. Þetta hefir komið fyrir í nótt því kolaeldurinn í stónni er okki alveg dauð- ur, og klukkan hefir verið dregin upp eins og vanalega. Sonora Jack fer til Mexico, því hann þorir ekki að vera í Bandaríkjunum, þar sem fé hefir verið lagt til höfuðs honum. Þó lionum gangi upp á það bezta þarf hann tvo daga til að komast að landamærunum. Með stúlkuna ferðast hann ekki að deginum til. Hann hefir búist við því og þessvegna hefir hann tekið allan mat, sem hann gat fundið í húsinu. Það er ekki líklegt, að hann hafi farið af stað fyr en eftir miðnætti. Með öllu þessu, sem hann hefir haft meðferðis, hlýtur hann að liafa haft áburðarhest. Þetta er alt ágætt. Eg, Natachee, fylgi slóð hans eins hart eins og hestur getur hlaupið. Ilugh Edwards tók um handlegginn á Indí- ánanum. “Við getum fengið menn og liesta hjá Wheeler,” sagði hann fljótlega. “Það ætti ekki að taka okkur nema svo sem klukkutíma. Við getum símað lögreglunni frá heimili Wheelers. Við skulum fara.”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.