Lögberg - 03.11.1932, Blaðsíða 6

Lögberg - 03.11.1932, Blaðsíða 6
BIh. fí LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. NÓVEMBER 1932. Valdið og áálin EÐA REYNSLA LÆKNISINS. (Sönn saga.) “Herra læknir,” hrópaði hann og steytti kiepta hnefana að mér, “þó þú kannske standir vel í þinni stöðu, þá ætlaðu þér ekki þann dul, að setja mér fyrir um hvern hugs- unarhátt eg eigi að hafa!” Eg reiddist þessari ósanngimi og skipaði honum aS hypja sig út úr húsinu. Hann gerði þaS án tafar og skelti hurSinni á eftir sér. Eg var nú enn í all-æstu skapi út af þess- ari viSureign minni við hann, þegar Kut kom inn. Hún leiddi Elsu Darrow við hönd sér og var telpukrakkinn skælandi. “Elsa seg- ist vera veik,” sagði kona mín. Þegjandi tók eg í hönd Elsu, til að leiða hana inn í biðstofuna, en þá grét hún meira en áður. “LofaSu mér að fara inn með henni,” sagði Rut, “svo hún sé ekki svona hrædd.” Eg var nú ekki í því skapi, aS eg gæfi já- yrði við þessu. “Nei,” sagði eg hryssings- lega, “híddu hér. ” Dró eg nú krakkann inn með mér og lokaði dyrunum, en lét konu mína bíða fyrir framan. Þegar eg var orðinn einn með Elsu, þá fór eg með allri stillingu — því það hafði mér verið kent— og spurði liana meS hægð um ástand hennar. Hún hætti að skæla og af lvs- ingunni komst eg trsax að niSurstöðu um hvað að var. Hún hafði botnlangabólgu, og þurfti að ganga undir uppskurð, helzt hið bráðasta. Þetta sagði eg Rut. “Láttu krakkann vera hér,” sagði eg; “eftir fáein augnablik verð eg að finna föður hennar og tala um þetta við hann.” Það virtist koma dálítið hik á Rut. Svo sagði hún blíðlega: “Eg skal gera það, ef þú vilt, en hann var reiður, þegar liann fór áðan, — eða var ekki svo?” Eg starSi á hana öldungis forviða; flýtti 'hún sér þá að bæta við: ‘ ‘ Eg gat ekki að því því gert, þó eg ætti leið um rétt fyrir utan dyrnar, meðan þið voruð aö tala saman og heyrði hvað þið Mr. Darrow sögðuð hvor við annan. ’’ “Jæja,” sagði eg, “ekki fer eg aS ganga eftir honum.” “Villi,’ sagði hún sem hún heyrði ekki hvað eg sagði, “eg held aS það sé misráðiS af þér að tala til hans eins og þú gerir, því þó vel geti verið að það sé sannleikur, sem þú segir, þá ætti að fara að honum með meiri lipurð og lægni — en ekki með skipandi orÖum og athöfnum, — það er til, að fólk verSur sinn- isveikt.” Nú tók út yfir; kona mín var farin að taka hans málstað gagnvart mér. “Taktu nú eftir,” sagði eg æstur, “eg vil ekki hafa, að þú sért að þessu. Eg þarf hvorki þig né aðra til að setja mér fyrir um, hvern- ig eg eigi að koma fram við sjúklinga mína. Skiftu þér ekkert af mínum störfum.” Hún stóð upp af stólnum í skyndi, og leit beint í augu mér. Hún néri saman höndun- um aftur og aftur, og eg sá að hún átti afar- erfitt með að stilla sig. “Villi,” sagði hún stillilega. “Eg held það sé enmitt það sem eg ætti að gera.” “Við hvað áttu?” spurði eg í skipandi róm. “Eg ætla aS fara heim,” sagði hún. “Eg held það eigi að eySileggja mig hér. Eg þarf að hugsa mig um; þú þarft líka tóm til yfir- vegunar; eg ætla til borgarinnar fyrir viku- tíma. Marja (Marja var vinnukonan) get- ur þá fengið frí á meðan. Ef eg afræð að koma aftur—” Eg þreif fast um handlegg hennar. “Rut”, sagði eg breyttum rómi, “þú ert þó aldrei að skilja við mig?” “Eg held eg megi til með það,” sagði hún með festu. “Þú varnar mér allra þroska- skilyrða, Villi. Samfélag og jafnfrétti er eitt og hið sama, eða er ekki svo? En eg er varla á við kvennabúrs-konu! ” Kom hún enn, þessi samfélags hugmynd! Hún var mér óskiljanleg með öllu, við töluð- um um þetta næstum í það óendanlega, en hvorki sáryrði eða fortölur gátu bifað henni, svo loks sagði eg biturlega, án nokkurs tillits til þeirrar sáru hrygðar, sem lýsti sér í augnaráði hennar: “Jæja þá, sé þetta öll ástin, sem þú berð til mín, þá farðu! Eg get komist af án þín! Eg komst einu sinni af án þín, og ætti eins að geta það nú.” ÞaS duldist mér ekki, að þessi orð voru henni sem reiðarslag. En eg var svo reiður, að ekki komst eg við af því. Hún sneri sér við og gekk með óstyrk fram að dyrunum og út, svo eg varð einn eftr með hugsanir míii- ar. Mig langaði að hlaupa á eftir henni, falla henni til fóta og biðja hana fyrirgefningar. En eg var því óvanur, að láta undan, svo eg gat það ekki. En livað hennar áform snerti, þá virtist það vera: “annað livort nú eða ekki.” Þetta kveld geiði eg harða atrennu, og heimtaði af henni með ofsa miklum, að hún hætta viS þessa ætlan sína. Stillilega varð hún við —en neitaði þó alt af— jafnvel þó stund- i fengi hún vart varist gráti. Loksins fyltist eg ólund, og hætti að biðja liana frek- ar. Næsta dag fór hún til borgarinnar. Næstu nótt gekk eg um gólf í húsinu — nú svo tómu og eyðilegu — lengi fram eftir. Hefði eg látið undan, fariS að símanum og sagt: “Rut, þú hafðir á réttu að standa — komdu aftur til mín,” þá hefði hún komið. AS fara að gera þetta ? Nei! Eg leit til baka — yfir þau ár, er eg liafði barist áfram í lífinu og liaft mig fram úr fá- tækt og umkomuleysi, — þá hafSi eg aldrei látiÖ undan síga. Og eg taldi sjálfum mér trú um, að ef eg léti undan henni á þessari úr- slitastundu, þá vrði eg að sjálfsögðu að gera það alt af upp frá því. Nei, það vrði ófært. Eg mundi geta staðiS einn. Næsta morgun fór eg upp úr rúminu, sem eg hafði lagt mig útaf í, tekinn í andliti og illa til reika. Eg þvoSi mér ,fór í betri föt, reyndi að hrinda frá mér umliugsun minni um Rut, því nú hafði eg skvlduverk að vinna — þenn- an dag átti eg að gera uppskurð á Elsu litlu. Erfitt hafði mér veitt að fá föður hennar til að gefa sitt samþykki að hún yrði skorin upp. ÞaS þurfti helzt að gerast degi fyr, og hefði þá orðið gert, hefði ekki tregða Dar- rows verið því til fyrirstöðu. Að lokum sagði eg honum, að hann gæti fengið tíma til um- hugsunar til morguns, og ef hann gæfi þá ekki samþykki sitt, þá tæki eg enga óbyrgð á afleiðingunum. Þá gaf hann samþvkki sitt. Undanfarin nótt hafði farið illa með mig, en þrátt fyrir það, var eins og eg næði mér nokkuð aftur, þegar eg kom inn í uppskurðar- stofuna í spítalanum. Voru þar fyrir hjúkr- unarkona ein, Miss Reylly, — sem eg hafði unnið með áður og bar gott traust til—, og einn af stéttarbræðrum mínum, sem komið hafði frá höfuðborginni til að gefa sjúklingn- um inn deyfandi meðul. Þó uppskurðinum liefði verið frestað þetta, þá var eg í engum efa um, að hann mundi takast og alt mundi vel fara. En varla var eg byrjaður á verkinu, þegar samverkamaður minn sagði í hálfum hljóð- um:“Herra læknir, sjúklingurinn er að devja!” Eg brá við hið snarasta honum til hjálpar. Við reyndum þegar allar hugsanlegar lífgun- artilraunir og höfðum hraðan á, þó við gætt- um alls vel. En alt varð árangurslaust. Nokkrum augna'blikum síðar horfðum við ráð- þrota á liðið lík einu manneskjunnar, sem Vin- cent Darrow elskaði! Mannslífið, sem mér hafði verið trúað fyrir, var orSið herfang dauðans! Stéttarbróðir minn leit snöggvást framan í mig, brá við og fór burt í skyndi. En hjúkr- unarkonunni, sem var raungóð, fórst öðru- vísi. Hún sagði: “Farðu heim, læknir. Eg skal láta flytja Mr. Darrow harmafregn- ina. ’ ’ Eg stundi upp einhverju þakklætisorði til hennar, lét tækin ofan í töskuna og fór heim. Eg setti yfirlýsinguna “ekki heima” á úti- dyrahurði mína og settist svo niður til að yfirvega í 'huganum, það sem gerst hafði. Hvað hafði eg gert, eða látið ágert af því, sem þurfti að gera? Aftur og aftur yfirfór eg þetta sjúkdómstilfelli í huganum, og ekki gat eg fundð neina yfirsjón hjá mér; ekki gat eg séð, að eg hefði slept eða gleymt neinni varúðarreglu, eða skjátlast á neinu þekking- aratriði—, og — þó—, Þegar svona er komið, þá kallar maður til- finningalíf sitt til þess ítrasta. Nú fékk eg sannarlega að reyna, hversu ofvaxið mannlegum veikleika það er, að ætla hér að standa einn — vera ætíð sjálfum sér nógur, — hvað sem fyrir kemur. Ó, að eg hefði einhvem, sem eg gæti kvart- að fyrir — sem eg gæti útausið sorg minni við! Það hefði verið mér léttir að tala um þetta, þó ekkert hefði nú verið annað. Þeg- er eg var lítill drengur, þá huggaði móðir mín mig ætíð, þegar eg var sorgbitinn og hafði sagt henni frá því. HefSi Rut nú verið hjá mér, þá hefði hún að öllum líkindum gert eins, en hún var nú farin, og eg hafði sjálfur rekið hana burtu. Næstu nótt svaf ég lítið, eins og þá fyrri, og um morguninn leizt mér heimurinn dimm- ur og dapurlegur. Eg var hvergi nærri bú- inn að ná mér, ekki að til fullnustu gæti kall- ast. En þó var svolítið af sjálfstraustinu komið aftur, þrátt fyrir alt og alt hafði mér ekki yfirsézt. AS sönnu mundi verða farið að hvíslast á um það, að “hún hefði dáið á uppskurðar- borSinu’ og líklegast mundi eg fyrir þetta missa frá mér marga af sjúklingum mínum. Jæja, lofið því að hvíslast á um þetta! Eg skal verÖa því yfirsterkari. Svo mundi nú líka verða farið að tala um óstandið milli mín og konu minnar. En eg reyndi að stappa í sjálfan mig stálinu — eg skyldi láta mér á sama standa. Eg lét yfirlýsinguna “ekki heima” standa á útidvrahurSinni, og lagði af stað fótgang- andi út í sveit. Þar gekk eg aftur og fram, fram og aftur allan daginn. Aftur og aftur yfirfór eg í huga mínum sorgaratburðinn, sem farið hafði fram hjá oklcur daginn áður. EitthvaS hlaut mér aS hafa yfirsézt. Of svo var Rut — hafði mér yfirsézt þar líka? sStrangur og harður var þessi reynsluskóli, sem lífið var nú búið að koma mér í! Seint um kveldið fór eg aftur heim til borgarinnar og heim í hús mitt, nú svo dimt og dapurlegt. Inn af útidyraganginum var lítið herbergi; þar tók eg vanalega á móti þeim, sem mín leituðu, utan reglulegs \dnnu- tíma. Eg var orðnn svo þreyttur á sál og líkama og eg lét fallast ofan í stól í þessu her- bergi. Innan stundar bjóst eg við að fara á fætur aftur, til að tilreiða mér eitt’hvað til matar. Mér fanst eg ekki geta það alveg strax, eg væri svo þreyttur. En rétt í þessu heyiði eg hringing í síma- áhöldunum á borðinu rétt hjá mér. Eg spratt á fætur, og um leið og eg gekk að símanum heyri eg að bakdyrum hússins er lokið upp. “Eg sagði “helló” í símann, og hálf-sneri höfðinu við, til að sjá liver væri að koma inn um dyrnar. Röddin í símanum sagði: ‘ ‘ Herra læknir, ert það þú?” A sama augnabliki sté aðkomumaðurinn yfir þrepskjöldinn. Eg svaraði “já”, og svo hélt röddin á- fram: “ÞaS er Miss Rally, Dr. Endon. Vertu var um þig. Mr. Darrow — já —hann er stór- reiður. Eg held hann sé að verða æðisgeng- inn, vitlaus. Hann hótaði að drepa þig. Hann hefir verið að snuðra í kringum heim- ili þitt í allan dag. Eg hefi hvað eftir ann- að reynt að ná þér að símanum, og kona þín—” Um leið og hún sagði þetta, sneri eg mér við og sá þá manninn koma innúr heíbergis- dyrum mínum. Það var Vincent Darrow, og hann miðaði skammbyssu á mig. Eitt augnablik stóðum viS kyrrir og horfð- u hvor á annan. 1 augum hans var glampi af óbifanlegum ásetningi. Eg sá þegar, að nú varð eg að vera fljótur til bragðs. Snar eins og eldin hentist ég yfur um gólfið, náði utan um handlegg hans og sneri mér til hliðar, svo nú misti hann marks. Þetta skyndilega áhlaup kom honum á ó- vart. Hann hefir ekki búist við, að eg yrði svona fljótur til. En hann áttaði sig brátt, og nú tókumst við á af alefli. Þó eg sterkur væri, þá var hann það ekki síður, því heiftar- æðið jók honum afl. Við börðumst og bár- umst um alt herbergið, og gekk alt upp sem fyrir varð. Stólarnir urðu í vegi okkar, svo við féllum yfir þá mölbrotna og ofan á gólf, æddum upp aftur, en sleptum þó aldrei helj- artökum hvor af öðrum. En þegar viður- eignin var sem grimmilegust, varð eg þess óljóst var, að dyrnar opnuÖust — þær er út vissu, — og einhver æddi inn í herbergið. Svo heyrði eg kvenmannas hljóð. “NáSu í mannhjálp!” æpti eg, En áður en aðkomukonan gat orðið við þessum til- mælum, var það versta skeð — það heyrðist hálf-kæft byssuskot, og svo vein til Darrows, sem rann nú máttlaus úr höndum mér og féll flatur á gólfið. Eg kraup niður og lagði eyrað að brjósti hans. Hjartað var hætt að slá. Eg sneri honum við, það var blóð á gólfinu undir baki hans. Eg misti jafnvægið, hné aftur á bak ofan í stól. Eg tók höndunum fyrir augun; en þrátt fyrir það minkaði ekki skelfing sú, er mér stóS af líkinu, sem á gólfinu lá. Eg stökk á fætúr, staðráðinn í að komast frá því. En rétt þegar eg var að ná til dyranna, þá fann eg að einhver lagði hendur um háls mér og sagt var stillilega og góðlátlega: “Nei, Villi, vertu ekki að flýja. Eg var viðstödd og sá hverju fram fór—, það er eg — það er Rut!” Þá fyrst sá eg, að þetta var enginn annar en hún. Eg hélt mér í hana eins og dauðhrætt bam. Næstu daga eftir þetta veit eg ekki hvern- ig eg hefði lifað án hennar. Eg v ildi fara burt úr borginni, eitthvað út í bláinn til að dyljast. En hún vildi ekki heyra það nefnt á nafn. Hún varðveitti þrek mitt og mann- dóm fvrir mig, þegar eg var búinn að tapa því sjálfur. Það fer um mig hrollur, þegar eg hugsa til þess, hversu auÖvelt hefði veriÖ að ákæra mig um morð, hefði hún ekki veriS. Snemma aS morgni þessa dags hafSi hún fariÖ að hugsa um Elsu, og 'hversu henni myndi líÖa. Hún fór þá til og símaSi inn á spítalann, og hjúkrunarkonan sagSi henni frá liugarstríÖi mínu og lieiftaræSi Darrows. Brá hún þá þeg- ar viS, er hún lieyrði þetta, fékk lánaðan bíl hjá föður sínum, og lagði af stað til að geta komið mér til hjálpar, ef auðið yrSi, þegar mér lá mest á. MaÖur verður bljúgur við að reyna aðra eins konuást og þessa. MeS tímanum náSi eg aftur trausti á sjálf- um mér, og trausti annara um leiÖ. Eg er eins góður læknir eins og áðgr, eða ef til vill betri, því nú er eg auÖmjúkari og nærgætn- ari. Eg skil það nú, að hversu fær og vel að sér sem karlmaðurinn er, þá gerir hann betur og verður öruggari, hafi hann aðstoð umhyggju- samrar konu, sem vakir yfir velferð hans. — MeS mér og konu minni er nú algjört sam- félag. Þýtt af Mrs. Jakobínu J. Stefánsson, Hecla P.O., Man. Jessie Saga eftir MONA MITCHELL. Jessie gamla vissi þetta alt saman; hún hafði séð þau þar sem þau mættust í fyrsta sinni. Síð- an mættust þau alt af á sama stað.------- Það var sunnudagsmorgun. Hún var á leið heim úr kirkjunni; skelfing hafði nú presturinn talað yndislega í dag! Hún var næstum komin heim. Þá sá hún þau tvö. Þau sátu saman við litla lækj- arbunu, sem rann rétt við veginn. Þau hefðu getað valið betri stað, fanst Jessie. En hún vildi nú ekki trufla þau. Helzt ekki látast sjá þau! Þess vegna spenti hún upp regnhlífina sína, enda þótt engin rigning væri, heldur sólskin. Svo fór hún heim til sín. Húsið hennar var rétt hjá. Eng- inn skyldi get sagt, að Jessie væri forvitin mann- eskja. Hún hafði bara gaman af svona hlutum. En ekki vitund forvitin. Nei! Biddu fyrir þér! Hún vissi svo sem hver þau voru. Hún vissi nú ýmislegt um blessaðan ungdóminn, hún Jessie gamla! Ungi maðurinn, sem sat þarna, var ný- kominn hingað í héraðið. Hann var víst leikari, eða eitthvað þess konar. Einn þeirra, sem gerði aldrei neitt gagnlegt! En unga stúlkan laglega hét Bella Toucher og var herberfgisþerna hjá Mc- Skilly, sem bjuggu1 á stóra landsetrinu, þarna upp- frá. Þau' höfðu hittst á hverjum sunnudegi á þessum stað. Nú var sumarið að líða, bráðum kom haust. Jessie fanst skrítið, að Bessie skyldi byrja svona ung. Bara barn, sautján ára. Hvað ætli hún geri með að giftast. Stúlkur eiga að trú- lofast 28 ára! Jessie fór að hugsa um sitt stutta æfintýfi. Hún hafði gifzt ungum sjómanni. En árið eftir drukn- aði Tumi hennar. Þau höfðu ekki einu sinni efgn- ast barn. Það fanst Jessie verst af öllu. Hefði hún átt eitthvað til þess að hugsa um, þá hefði verið léttara að bera sorgina og létta henni stund- irnar við vefstólinn. En þetta unga fólk hafði framtíðina fyrir sér. Ef til vill giftu þau sig næsta ár. Hún Bella, sem var bara barn ennþá. Sautján ára. Mrs. McKenty stóð fyrir utan húsdyrnar sín- ar, þegar Jessie gekk fram hjá. “Sástu þau, Jessie?” kallaði hún. “Séð! Eg hefi ekkert séð!” sagði Jessie og strunsaði áfram. Þetta var nú lýgi. Þarna hafði hún syndgað! Og með þessa synd á herðum opnaði hún stofu- dyrnar. Svarti kötturinn henar hoppaði á móti henni. Hann var svartur eins og syndin og hún strauk honum. En hún gat ekki gleymt Mac Kenty. Hvað varðaði hana um unga fólkið. Þessi gamla, hrukkótta kerlingarskjóða! Hún skyldi bara láta þau í friði! En svo leið næsta vika. Haustið var ekki enn komið, nægsta sunnudag mættust þau aftur. Auð- vitað! Svona leið hver sunnudagur, þangað til í nóvember. Aldrei hafði Bella haft tíma til að fara í kirkju síðan í maí! En einn sunnudag í nóvember kom hann ekki. Bella beið. Enginn ungur maður kom gangandi eftir þjóðveginum og hún sneri heim með hreldu hjarta. Jessie hafði séð þetta alt saman og andvarpaði mæðileg. Nú var veturinn kominn. Nýja árið meira að segja líka. En einn dag í febrúar kom Mrs. Mac Kenty inn í eldhúsið til Jessie og var heldur glöð —Eg held að Mrs. Skilly verði að fá sér nýja herbergisþernu.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.