Lögberg - 22.12.1932, Blaðsíða 2

Lögberg - 22.12.1932, Blaðsíða 2
BIs. 2. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. DESEMBER 1932. Opið bréf til gjaldenda Bifröst sveitar. Þann 13. þ. m. var haldinn fundur í húsi Mr. P. K. Bjarna- sonar í Árborg; um 25 bændur voru mættir. Tilgangur fundar- ins var sá, að ræða sveitarmál, og niunu óeirðir þær, er áttu sér stað i Árborg nýskeð, hafa gert sitt til að fundur þessi var kallaður. Álit margra er, að í nokkurt óefni sé komið, þegar menn eru farnir að taka lögin í sínar eigin hend- ur og virða sómasamlega hegðun að vettugi. Mun það hafa verið ofarlefga í hugum flestra þeirra, er þarna yoru mættir, að ástandið í sveit- inni væri orðið þeirrar tegundar, að ofurefli væri nokkurri sveitar- stjórn að ráða fram úr þessu. Væri því af tvennu illu, sem menn í svipinn komu auga á — áfram- haldandi sveitarstjórn, með sundr- ung og óeirðum í vændum, eða uppgjöf sveitarmálanna í hendur fylkisstjórnarinnar — heppilegast að selja nú sjálfdæmið og fara þess á leit við stjórnina, að skipa umsjónarmann (administrator). Voru það tilmæli fundarmanna, að eg ræddi þessi mál með þeim og gerði grein fyrir úrsögn minni úr sveitarstjórninni síðastliðinn okt., og stefnu minni sem odd- vita hins nýkosna sveitarráðs. Einnilg, að eg birti þessi atriði í íslenzku blöðunum. Las eg fyrir fundinum úrsagn- arbréf mitt, sem er í eðli sínu miklu fremur mótmæli gegn því tiltæki sveitamálaráðgjafans, að gerast svo nærgöngull síðastliðið sumar, að taka sveitarstjórn að miklu leyti í sínar hendur, — heldur en hitt, að samvinna mín \ið samverkamenn mína í sveitar- stjórninni væri óviðunandi. Til grundvallar fyrir þessu til- tæki sveitamá’aráðgjafans liggur sú ætlun hans, að hækka skatta yfirleitt á þeim, sem undanfarin ár leitast við að standa í skilum. Síðastliðin tvö ár hafa skatt- innheimtur numið um 75% af öll- um álögðum sköttum, sem eðlilega hefir haft það í för með sér, að sveitin hefir ekki getað staðið í skilum með afborganir skulda- bréfa. Með nýrri virðingu (jarðamati), í sveitinni hygst svo sveitamála- ráðgjafinn að auka svo á skatta- b.vrði þeirra, er goldið hafa þessi 75% fyrirfarandi, að nemi hinum 25%, er upp á vantar, og rétta þannig fjárhag sveitarinnar. — Þessu andmæli eg á þeim grund- velli, að skattar séu nú sem stend- ur eigi að eins full háir í hlutfalli við gjaldþol manna, held- ur mikið fremur alt of háir, þar scm nú má svo að orði kveða. að allar afurðir bænda og fiski- manna séu svo að segja einskis virði. í úrsögn minni stendur meðal annars þetta: “If the government has the in- terest of the municipality at heart, they should declare a moratorium on payments due at piesent time.” Bið eg lesendur mína gæta var- úðar, og leggja réttan skilning í orðið “moratorium” og blanda því ekki saman við “debt adjustment”, eins og eg hefi- orðið var við að mönnum hættir við. Moratorium þýðir gjaldfrestur, en ekki upp- gjöf skulda. Að þetta sé engin I skerðing á virðing okkar sem borg- ara þessa lands, má benda á hlið- istæð dæmi, þar sem stórveldi heimsins eru að fara þess sama á leit.. Gjaldþol manna á þessum “síð- ustu og verstu tímum, nær ekki, að minni hyggju, fram yfir hinar fcrýnustu þarfir, svo sem fátækra- styrk, sjúkrastyrk og viðhald skóla. í úrsögn minni stendur enn fremur þetta: “I resent the implicatiön from the Municipal Commissioner that the chief aim of a municipality is to retain its credit to see that the debenture holders receice 100% of their money when due. I feel that the class of investors that de- serve first consideration from Municipal, Provincial and Dom- inion governments are those who have invested all theirs as well as lifetime of efforts in building a home, improving a homestead in order to make a living out of it. To protect their investment is of infinitely more importance to me than of those who have money to invest in debentures, money which ^ní^on’íí^ag dompnnii INCORPORATED 27“ MAV 16-70. ij, m ; -fþp ’Tl, vC k \ % */Jm Hafið þér Jólatré í hyggju, skemtun fyrir söfnuð, klúbb eða átúku ? í*á skulum vér létta undir með yður. Vér skulum vinna í sambandi við nefftd yðar og hjálpa yður við val jólagjafanna. Látið oss fá nafn barna yðar, pilta eða stiilkna, ásamt upplýsingum um það, hvaö mkilum peningum þér viljið verja til jólagjafa. Vé’r skulum leiðbeina yður og sýna yður alt vort mikla úrval af barna-leikföngum. Eftir að þér hafið gert kaup, tökum vér verömiðann af, vef jum umbúðum um böggulinn og sendum hann hvert sem þér æskið. Komið og finnið oss að máli. Til utanbaejar viðskiftavina— Þér þurfið ekki að vera í vandræðum með val gjafa handa vinum yðar í borginni. Vor alkunna Christmas Shopping Service, annast um þaö. Sendið oss þá peninga upphæð, er þér ætlið að kaupa fyrir, og skrá yfir gjafirnar, ásamt nöfnum og heimilisfangi við- takanda, off munum vér síðan senda bögglana í viðeig- andi jóla umbúðum. Christmas Shopping Service Fifth Floor NUGA-TONE TENDRAR ÁHUGA Engan veglnn ólíklegt, að magrinn þarfnist nýrra starfskrafta; matarlystin minnl en 1 meCal lagi; taugarnar veiklaðar; þreytu- kend á. morgnana; starfsáhugrinn sldvlnandi; engu llkara en I œíunum sé vatn í staö hins lífræna, rauöa, blóCs. I>eg;ar þannig er ástatt, kemur Nuga-Tone aC haldi. I,átiS ekki hug- fallast; finnið lyfsalann og kaupið hjá honum mánaðarskerf af Nuga-Tone fyrir einn dollar. SéuB þér ekki ánægð eftir 20 daga notkun meðalsins, verður dollarnum yðar skilað aftur. very often is only accumulation of wealth over and above their. absolute needs.” Eg bið lesendur mína að at- huga, að í þessari málslgrein er þungamiðjan tveir flokkar af in- vestors. í öðrum flokknum eru menn þeir, sem hafa fé aflögu til ýmsra fyrirtækja arðvænlegra, menn, sem stjórnirnar eru ha^id- gengnar og beygja sig fyrir. í fcinum flokknum eru menn þeir, sem í daglegu tali eru ekki flokk- aðir sem “investors”, en sem eg nú gerist svo djarfur að halda fram jað séu í raun og veru veigameiri “investors” en hinir. Þeir menn, sem leggja alt sitt fram, alt, sem þeir hafa til umráða, til að byggja upp heimili og umbæta þau, byggja upp vegi og halda þeim við, gera óræktar skóga og mýrarfláka að sáð- og beitilandi. Þetta er sá fiokkur manna, sem að minni hylggju er að leggja dýrari verð- mæti til byggingar þjóðfélagsins jí heild og ætti að vera tekinn til jgreina, eigi að eins til jafns við ihinn flokkinn, heldur um fram. jí þess stað virðist svo, sem stjórn- ! arvöldin séu ekki ánægð fyr en jþau hafa lagt svo þunga skatta- jbyrði á herðar þessum mönnum, •að þeir rísa ekki lengur undir því, þreytast að lokum á erfiðleik- unum og leggja árar í bát. Fjöldi þessara manna hverfa svo tll boríganna, sem allareiðu eru fleyti- fullar af atvinnulausu fólki, verða þar styrkþegar stjórnanna, sem í sjálfu sér er nægilega lamandi, svo að með tímanum er siðferðis- þrek og viðleitni til sjálfsbjargar drepin að fullu og öllu. Þegar stjórnirnar standa svo uppi ráð- þrota að leggja þessu fólki lífs- viðurværi, kóróna þær alt saman með því að básúna hið svo kallaða “Back to the land ihovement”. N4 er þessum mönnum boðið peninga- tillag til að byrja með búskap á landi, og þar að auk mánaðarleg tillög til nauðsynldgasta lífsvið- urværis. Slík er hringferðin þá orðin. Þvílík stjórn! Væri nú ekki viturlegra, að gefa landeigendum gjaldfrest á göml- um skuldum, og gera þeim þannig mögulegt að sitja áfram á óðul- um sínum, heldur en að knýja þá um skör fram og skerða þar með þeirra mjög svo takmörkuðu lífs- þæfeindi í því eina augnamiði, að hlaða undir og hlúa að þeim flokk manna, sem alls ekki er þess þurfandi, sem alls ekki mundu líða neitt við það, þó þeir þyrftu að bíða um skeið eftir arði sínum; þeir mundu samt sem áð- ur hafa meira fyrir sig að leggja heldur en hin fullkomnustu lífs- þægindi krefjast. Með þetta, sem nú er sagt, fyrir eugum, skrifaði eg úrsögn mína til oddvita þessarar sveiar og sveitamálaráðgjafa, og sem odd- viti þessarar sveitar hygst eg að fram fylgja þessu máli og halda því til streitu, svo menn eigi lengur gangi að því gruflandi hver af þessum flokkum liggur stjórn- inni næst hjarta. Verði afstaða stjórnarinnar sú, að málaleitun minni verði englnn gaumur gefinn, tek eg þá afstöðu til málanna, að réttmætri kröfu sé misboðið, og get eg ekki á ann- an hátt betur sýnt mótmæli mín, en með því að segja af mér sem oddviti. Eg kýs ekki að vera oddviti þess sveitarráðs, sem er þröngvað til að vera voðfeldur leppur stjórnarinnar, sveitarráðs, sem er þröngvað til að gerast hagsmunalegur böðull stjórnar á kostnað gjaldendanna. Eg er þess vegna fast ákveðinn í því, að segja af mér sem oddviti, verði mér ekkert ágengt í þessu máli. Hygg eg, að hér hafi eg gert gjaldendum þessarar sveitar ljósa grein fyrir stefnu minni, svo að þeir geti á væntanle'gum fundum í hinum ýmsu bygðum víðsvegar um héraðið, rætt þessi mál og tekið ákveðna afstöðu til þeirra. Það er augljóst mál, að þelm mun sterkara fylgi sem gjaldend- ur veita sveitarráðinu í þessum málum, þeim mun líklegra er að þau nái fram að ganga. Eg má geta þess, að á nýaf- |stöðnum fundi,. sem haldinn var í Framnesbygð, þar sem svo að segja a’lir bygðarbjúar | voru mættlr, var tillaga samþykt í einu hljóði þess eðlis, að veita mér eindregið fylgi til framkvæmda þessa máls. Virðingarfylst, B. J. Lifman. FRÁ ÍSLANDI. Siglufirði, 20. nóv. Sjö báta vantaði um kl. 6 í gær. Af þeim komu tveir í gærkveldi.J en sá þriðji í nótt. — Leiðbeindi j Dettifoss honum til þess að fá| rétta stefnu á fjörðinn. — Varj Dettifoss hér fyrir utan t.il kl. J 5 í morgun og gaf merki með kastljósum og hljóðmerkjum. — Vantaði þá í morgun Hrönn, Sig. Pétursson, Æskuna og Harald, alt allstóra báta. Komu þeir allir í þessu (skeyt- ið sent kl. 1.34 e. h.) nema Har- aldur, og allir heilir. Töldu þeir líklegt, að Haraldur mundi vera skamt á eftir. Veður fór lægj- andi eftir kl. 7 í gærkvöldi, og dimmviðri var þó mikið og sjór. Bátarnir lögðu til hér fyrir utan í nótt. Sumir bátanna, sem komu inn í gærkvöldi, fengu grunnsjó, og mistu alt lauslegt af þilfari, olg flestir mistu meira eða minna af lóðum. — Veður nú batnandi. Samkvæmt fregn frá slysavarn- arfélagi íslands, náði Haraldur einnig til hafnar á sunudaginn.— MbJ. Reykjavík, 23. nóv. Jón Fjeldsted klæðskerameistari andaðist hér í bænum í gær. Hafði hann kent nokkurrar van- J heilsu um all-langt skeið, en ekki | látið á sig fá og jafnan gengið að ( störfum.—í gær fékk hann aðsvif í vinnustofu sinni, misti þegar meðvitund og andaðist skömmu síðar. — Vísir. Þann 1. og 2. nóv. gáfu sig fram til skráningar 774 atvinnuleys- ingjar, sem hafa alls 1099 börn á framfæri. Á sama tíma 1929 voru skráðir atvinnuleysingjar tuttugu og áttá 1930 níutiu og fimm, og 1931 sjö hundruð og sex. — Vísir. Hátíðarkveðjur Vér óslmm ollum vorwn íslenzku viðsJciftavinum gleðilegra jóla og farsæls nýárs, með þökk fyrir við- skiftin á liðnu ári. 'vzmr Manitoba Co-operative Liveátock Producers Ltd. 1. INGALDSON, Mmager Is There One In Your Home? In many families there is a young man or young woman who has finished High Sehool, or Univer- sity, and is sojourning at home with nothing to do. Searches for work seem to end nowhere. They are perplexed . . . and their relatives and friends are perplexed, too. If you are groping in the dark; if you are just stayingnt home; if you are waiting for opportunity to come to you, then you are seriously discounting your future success. If you are looking ahead; if yoU desire to be able to make your own way in life; if you are ainbitious to secure pleasant and profitable employment, you will decide to make special preparations for a definite occupation. Now Is The Time To Prepare It is freely predicted hy financial, industrial and business leaders, that before the end of 1933 the hand of opportunity will be extended to w’ell-quali- fied men and women in every line of business. Of course, nobody holds out any hope that the incompetent, the unqalified, or the unprepared will share to any considerable extent in the coming prosperity—and this ought to be sufficient warn- ing to be ready to catch opportunity—your par- ticular opportunity—when it returns. The “Success College” Is The Place This College is Canada’s largest private com- mercial institution; it employs a large staff of ex- pert teachers; provides individual instruction, and conducts an efficient Employment Department. We Have No Local Branches In our large downtown school you will find teachers who are specialists; equipment that is complete and modern; a proper system of classifi- cation of students, and a business environment that makes for efficient training. “The “Success” is doing thorough work. Enroll — Tuesday, January jrd DAY ANI) EVENING CLASSES Our office is open every business day from 9. a.m. to 6 p.m. Those desiring to enroll are re- quested to telephone or call personally. Phone 25 843 BUSINESS COLLEGE PORTAGE AVE. AT EDMONTON ST. Phone 25 843 D. F. FERGX'SON, President W. C. ANGTJS, C.A., Principal. J

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.