Lögberg - 12.01.1933, Page 1

Lögberg - 12.01.1933, Page 1
46. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FlMTUDAGINNp 12. JANÚAR 1933 NÚMER2 Þingrof á írlandi. De Valera hefir rofið þing Frí- ríkisins írska og ákveðið að almenn- ar kosningar skuli fram fara hinn 24. þ.m. De Valera hefir ekki meiri hluta þingsins af sinum eigin flokksmönnum, en hefir stuðst við verkamenn þá tíu mánuði, sem hann hefir setið að völdum. Er sá flokk- ur að vísu fámennur á þinginu, en nægilega margmennur þó, til að halda De Valera og hans flokk við völdin. Nú sá stjórnin sér ekki annað fært en lækka laun stjórnar- þjóna, en því - voru verkamanna þingmennirnir mótfallnir og hótuðu að fella stjórnina ef hún hætti ekki við þessa launalækkun. Sá stjórn- :n Þá fyrir sín endalok, en tók þann kost að rjúfa þingið og efna strax td nýrra kosninga. Eru kosningar þessar sóttar af miklu kappi, eins °g við er að búast, því írar eru kappsmenn miklir, eins og kunnugt er. Far áð auki eru tveir aðal þingflokkarnir jafnir mjög að styrkleika, en nú ríður á þvi fyrir hvern um sig að komast fram úr hinum. Fyrverandi forsætisráð- herra, William T. Cosgrave, sækir fast fram gegn De Valera, og má nú ekki á milli sjá, hverjum betur kann að veita. En svo er verka- mannaflokkurinn þar á milli og það getur riðið mikið á honum, þó hann sé fámennur, eins og hefir sýnt sið síðustu tíu mánuðina. En hvor- ugur flokkurinn sýnist geta vel reitt sig á þann flokk. Hann skildi við stjórnarflokkinn og blöðin fluttu þær fréttir, að hann myndi fylgja Cosgrave. Svo koma aðrar fréttir, sem segja að verkamerm muni fylgja De Valera, því hann bjóði betur og vilji nú hætta við kaup- lækkunina. Bennett þögull Það gengur hvorki né rekur með skiftin á nautgripunutn frá Canada og olíunni frá Rússlandi, sem svo mikið hefir verið talað um nú síð- i'stu. vikurnar, og sem sagt var frá • Lögbergi í siðustu viku. Þessi vöruskifti geta ekki farið fratn nema með samþykki stjórnarinnar og með bennar aðstoð . Hvað eftir annað hefir verið sagt að Bennett ætlaði að gefa út einhverja yfirlýsingu þessu máli viðvíkjandi, en það er ó- gert enn. Það er talið svona nokk- urnveginn sjálfsagt, að Bennett vilji ekkert við þetta eiga, en þori hins vegar naumast að aftaka það með öllu, að þessi viðskifti megi eiga sér stað. Bændur og bændablöð leggja fast að stjórninni, að Iáta þetta mál hafa framgang. Virðist því sem Bennett hafi hér Ient i nokkurs kon- ar viðskiftakreppu,” sem hann eigi okki hægt með að komast úr. Nokk- uð er það, að hann hefir enn ekki sagt neitt ákveðið um það, hvað hann æt]i að gera í þessu máli. Fáar byggingar á árinu 1932. A árinu sem leið námu bygging- arleyfin, sem út voru gefin í Win- niPeg, aðeins $2,130,000. Sumt af Pessu eru bara viðgerðir. Alls voru hygð 144 íbúðarhús og ein bygging, 'íe»h körtuð er ‘apartment block,” en svð' lítd að hún kostaði aðeins $4.500. Árið 1931 námu bygging- arIeyfin alls $4,396,000. Voru þá bygð 416 íbúðarhús og sex “apart- nu nt blocks. ’ Á þessu síðasta ári hcfir því verið meir en helmingl minna gert að byggingu í Winni- peg heldur en árið áður, og þótti þó lítið þá. Það var jafnvel bygt enn minna á þessu síðasta ári, heldur en á stríðsárunum, og muna margir, hve lítið þótti um byggingavinnu þá. Það er því ekki furða, þó menn, sem vinna við byggingar, hafi haft htið að gera á þessu liðna ári. CALVIN COOLIDGE fyrverandi forseti Bandaríkjanna, er lézt að heimili sínu í Northampton, hinn 5. janúar, 1933. Calvin Coolidge Fyrverandi forseti Bandaríkjanna, Calvin Coolidge, andaðist að heimili sínu i Northampton, Mass., hinn 5. þ. m. Hann var sextugur að aldri. | Hjartabilun var hans banamein. j Dauða hans bar mjög óvænt að höndum. Það hafði lítið borið á því, að heilsa hans væri biluð. Hann hafði verið á skrifstofu sinni um morguninn, en fór heim um hádeg- isbil, eitthvað lasinn, en gerði litið úr því. Þegar hann kom heim fór hann inn í svefnherbergi sitt og lagðist fyrir. Kona hans var ekki heima, en kom heim fáum minútum síðar og fór þegar inn til hans. Þá var hann dáinn Skrifari hans, •Harry Ross, var líka í húsinu, en ekki í sama herbergi og Mr. Cool- idge. Hann var einsamall þegar hann dó. Calvin Coolidge var fæddur i Ply- mouth, Vt. 4. júlí 1872. Faðir hans var bóndi og smákaupmaður og . vandist.Calvin því bæði bændavinnu og búðarstörfum á unglingsárum sínum. Hann gekk mentaveginn og varð lögfræðingur, en fór að gefa sig við opinberum málum um alda- mótin. Hann fór hægt af stað, en náði jafnan kosningu, og 1920 var hann kosinn varaforseti Bandarikj- anna og tók við forseta-embætti 1923, þegar Harding forseti dó. Forseti var hann kosinn 1924. Tal- ið er víst að honum hefði verið auð- velt að nú endurkosningu 1928. En árið áður gaf hann út þann stutta boðskap til þjóðar sinnar, sem fleyg- ur varð, ekki aðeins um Bandaríkin heldur miklu víðar: “I do not choose to run for president in 1928.” (Eg kýs ekki að sækja um forseta- embættiö 1928). Siðan 4. marz, 1929 hefir hann verið i Northamp- ton, Mass., og látið litið á sér bera, en það helzt að skrifa greinar fyrir tímarit, og er sagt að hann hafi fengið hærri ritlaun heldur en nokk- ur annar maður. Hér verður ekki dænit um Calvin Coolidge, sem stjórnmálamann. Sag- an gerir það á sínum tíma. Enn eru dómarnir um hann mjög misjafnir. Enginn mun neita honum um það, að hann hafi verið mikill vitsmuna- maður og að hann hafi alla æfi ver- ið mikill lánsmaður. En ef til vill var það hann rnesta lán, að sækja ekki um forsetaembættið 1928. Enn ein fanga uppreisn Það' er nú farið að gerast nokkuð oft hér í Canada, að fangarnir í hin- um stærri fangelsum, geri uppreisn og berjist við fangaverðina og reyni á þann hátt að brjótast undan ok- inu, sem fangavistinni hlýtur ávalt að vera samfara. Ef til vill er það þó ekki ávalt ásetningur fanganna, þegar þeir taka sig saman um að ráðast á fangaverðina, að brjóta sér braut til frelsis, heldur hitt að láta í ljós óánægju sína út af fanga- vistinni og krefjast betri meðferðar og meiri þæginda. Ein slík uppreisn átti sér stað í Dorchester, N. B. á laugardaginn var. Þar er stórt fangelsi, og voru þar þá 476 fangar. Ekki nema um 300 af þeim tóku þó þátt í uppreisn- inni eða bardaganum við fangaverð- ina, sem voru aðeins 40. Stóð bar- daginn yfir einar fimm klukku- stundir áður en fangaverðirnir höfðu stilt til friðár eða skakkað leikinn. Leit lengi út fyrir að það mundi ekki hepnast, enda var hér ójafn leikur hvað liösafla snertir. En fangaverðirnir voru ólíkt betur útbúnir og höfðu sumir þeirra að minsta kosti, skammbyssur og önn- ur vopn. Þar að auki voru þeir ekki með öllu óviðbúnir, því kvisast hafði hvað tilstæði, einum tveimur klukkustundum áður en bardaginn byrjaði. I þessari viðureign særðust fimm fangar, sumir mikið að sagt er, og fangelsið var illa útleikið að bardaganum loknum, gluggar flestir brotnir og flest annaS, sem brotið varð. Veðrið var kalt og norðan stormur og var því meir en litið ó- notalegt i byggingunni, að þessum leik loknum. Ekki er annars getið en þar.hafi verið kyrt síðan. Hver orsökin i raun og veru er, vita menn ekki enn. ---------- Háskólamálið Rannsókn þess máls er nú rétt að verða lokið. Væntanlega kemur skýrsla rannsóknarnefndarinnar áð- ur en langt líður. England eftir þúsund ár Flestir munu kannast við Dean Inge, kirkjuhöfðingja einn á Eng- landi. “Dean” mætti vel þýða á ís- lenzku með orðinti prófastur, og það gerir Geir Zoega. Hann segir mik- ið og margt af því töluvert öðruvísi heldur en menn eiga að venjast. Fyrir skömmu ílutti prófasturinn ræðu í London þar sem umtalsefnið var: England eftir þúsund ár. Gerði hann ráð fyrir, a'ð fólkstalan þar mundi þá verða aðeins 20,000,000, eða helmingi lægri heldur en nú, og að fólkið mundi þá flest lifa í smá- bæjum eða þorpum. “Eðlisfræðingar og stjörnufræð- ingar segja oss, að það sé ekkert sjáanlega því til fyrirstöðu að þessi j hnöftur verði bygður af mönnum enn i miljón ár, en hvort þeir menn í verða nokkuð líkir oss, eða þekkjan- j legir sem menn, það er bágt að j segja,” segir prófasturinn. “Það getur vel verið að London verði sokkin hundruð fet í sjó eftir 30,000 ár, og þess er von, að ein-1 hverntíma komi önnur ísöld, sem ef j til vill gerir þessar eyjar mönnum J óbyggilegar. Ekki lield eg að það komi fyrir, j að við förum nokkurntíma að stofna1 nýlendur á Marz eða Venus, eða að 1 við flytjum okkur nokkuð burt af j þessari jörðu. Það er alt of kalt á j Marz. Eg held ekki að margir hafi mikla trú á þessunr síkjum eða skurðum, sem einhver hugvitssamur Bandaríkjamaður sá þar. Ilvað Venus snertir, er ástæða til að ætla, að sá hnöttur sé allur undir vatni. Við gætum kannske tekið þar heitt og þægilegt bað, áður en-£Ítt- hvert illhveli'ð rifi mann í sig. Þar að auki er alveg ómögulegt að kom- ast þangað.” Prófasturinn sagði enn fremur að mennirnir hefðu ekkert þroskast, hvað gáfnahæfileika snertir síðan þeir fundu upp á því, að nota verk- færi. Hauskúpur af mönnum, sem fundist hafa, og eru 40,000 ára gamlar, sýndu a'ð heilabúið þar, er eins mikið, eins og i okkar eigin hauskúpum. Breytingarnar, sem á hefðu orðið, bentu flestar á aftur- för, kjálkarnir væru veikbygðari og mennirnir hefðu orðið sköllóttir. Ef til vill sjá menn ekki né heyra eins vel, eins og vilimennirnir. Við erum ekki eins lyktnæmir og við höfum tapað klónum og einnig því, að vera allir kafloðnir. Japanar ráðaál á Kínverja Hinn 1. þ. m. réðust Japanar á hafnarbæinn Shanhaikwan, sem er innan hins reglulega Kínaveldis, rétt norður undir Manchuria, en utan hins forna Kína-múrs. Eftir því sem fréttirnar segja, tóku Japanar borgina án mjög mikillar fyrirstöðu, en þó varð þar einhver töluverður bardagi á borgarstrætunum og nokkrir Kínverjar féllu.. Höfðu Japanar loftför á sveimi yfir borg- inni, hernum til aðstoðar, og herskip úti fyrir til að hjúlpa til ef á þyrfti að halda. Er nú stutt að fara fyrir her Japana, að komast inn í Jehol héraðið í Norður-Kína og er álitið að þeir hafi hug á að ná nokkrum yfirráðum þar. Þó fréttirnar frá Kina, séu nú, eins og vanalega, nokkuð óljósar, þá sýnist ekki mikill efi á því, að Japanar veiti þeim nú allan yfirgang, sem þeir mega, og taka þjóðbandalagið lítið til greina. —-------- De Pachmann Hinn heimsfrægi píanóleikari Vladimir De Pachmann andaðist í Rómaborg 84 ára garnall, hinn 6. þessa mánaðar. Hann var rúss- neskur, fæddur i Odessa. Fór hann víða og var talinn einn með á- gætustu píanóleikurum í heimi. Fyr- ir sjö árum kom hann til Winnipeg og þótti ekki minna til hans koma hér en annarsstaðar. Aldarafmæli Björn- stjerne Björnsons Eftir prófessor Richard Beck. Meðal brautryðjenda hinnar norsku þjóðar á öldinni sem leið, skipar Björnstjerne Björnson önd- vegið. Hann er jafn víðfrægur, sem óvenju f jölhæft skáld og áhrifamik- ill þjóðskörungur. Hinn 8 desember síðastliðinn héldu Norðmenn, heima og erlendis, hátíðlegt aldar- afmæli hans, því að þá voru hundrað ár liðin siðan þessi óskmögur þjóðar sinnar var í heiminn borinn. í sam- vinnu við f jölda félaga og opinberra stofnana hafði ríkisstjórnin norska undirbúið vegleg hátiðahöld, sem hófust 4. desember og náðu hámarki sínu á fæðingardegi skáldjöfursins. Er það fagurt vitni þess hver itök hann á í hugum þjóðar sinnar, að aldarafmælisins átti að minnast í hverju einasta skólahúsi í Noregi, i sveitum sem borgum." Vakti það auðsjáanlega fyrir hlutaðeigendum, að halda sem eftirminnilegast á lofti, norskum æskulýð til hvatningar, göfugu dæmi Björnsons, er helgaði líf sitt og þáttamargt starf siðferð- islegri, stjórnmálalcgri og andlegri framför hinnar norsku þjóðar. \rar það hvorutveggja i senn : verðskukl- aður heiður skáldinu og hagsýn stjórnvizka. Fjarri fer þó, að hátíðahöldin i tilefni af aldarafmæli Björnsons væru bundin við Noreg einan. Annarsstaðar á Norðurlöndum og viðsvegar á meginlandi Evrópu var hundrað ára afmælisdagur lians há- tíðlegur haldinn. Og vart þarf að taka það fram, að Norðmenn í Vest- urheimi, bæði í Bandaríkjum og Canada, heiðruðu minningu skáld- konungs sins og frelsishetju sent slíkunt andans höfðingja sæmdi. A þessum aldarhvörfum í sögu Björn- sons heiðra þjóðirnar hann eigi að- eins, sem þjóðskáld ög þjóðskörung, heldur jafnframt sem leiðtoga í al- þjóðamálum, því að hollra áhrifa hans gætti í mörgurn löndum heims. Hlýir og lífgandi straumar frá hon- um bárust til íslands stranda, og sáðkorn hans féllu þar ekki á grýtta jörð. ý£fi Björnsons var .svipmikil og dáðarik. Saga hans heillar lesand- ann og göfgar. Hann var sonur sveitaprests í Noregi austanverðum, en forfeður hans höfðu bændur ver- ið í marga'tettliði. Hann var fædd- ur á prestssetri efst uppi i Dofra- fjöllum; þar er hrikafagurt um að litast, en kalt i veðri. snautt að gróðri og stormasamt. En slíkt um- hverfi herðir skapið og stælir taug- arnar; og bernskustöðvarnar settu mark sitt á Björnson. Þegar hann var sex ára a'ð aldri, flutti klerkur faðir hans í einhverja af allra feg- urstu sveitum Noregs, Raumsdal á vesturströndinni; hafði f jölbreytt fegurð landslagsins* á þeim slóðum djúp og varanleg ábrif á Björnson. Á þeim árum þegar unglingssálin er næmust fyrir utanaðkomandi áhrif- unr hafði hann þannig komist undir töfravald bæði hins stórfelda og blíða í náttúrufegurð Noregs, en dýrð hennar hefir hann ódauðlega gert í kvæðum sínum og söngvum. t Raumsdal komst Björnson i náin kynni við norska bændur, lærði mál þeirra, varð gagnkunnugur sagna- auðlegð þeirra, lífi þeirra og hugs- unarhætti. Og upp af þeim nánti samvistum spruttu hinar snildar- legu sveitalífssögur skáldsins, er lýsa svo fagurlega, og þó harla rétti- jega, hversdagslífi bændafólksins norska. Frá því á tólfta ári og þangað til á sautjánda áði gekk Björnson á latínuskólann í Molde. Hann gat sér litinnn orðstir sem námsmaður, en las margt bóka og fylgdist vel með því, sent var a'ð gerast í heim- inum. Hann var sjálfkjörinn for- ingi skólabræðra sinna og þá þegar ótrauður verjandi hins minni mátt- ar. Það er einnig athyglisvert, að hann stofnaði skrifað skólablað, sent bar nafnið “Frelsið.” Björnson framtiðarinnar, málsvara allra kúg- aðra, frelsis- og framfara-frömuð þjóðar sinnar, má glögt sjá í athöfn- um hans á skólaárunum. Björnson lauk stúdentsprófi 1852, en hætti að því loknu við að ganga háskólaveginn. Bókmentahneigð hans var nú glaðvöknuð, sneri hann því baki við embættisnámi og kaus þyrnum stráSa braut rithöfundarins og blaðamannsins. Fullur eldmóðs, varpaði hann sér þegar út í hring- iðu stjórnmálanna, og brátt var hann orðinn starfsmaÖur surnra á- hrifamestu blaðanna norsku. Það var stúdentamót nokkurt, fjörugt og fjölsótt, i Uppsölum, hinni frægu háskólaborg Svíþjóðar, sem leysti til fullnustu úr læðing skáldið í Björnson. Fyrir vekjandi áhrif þaðan ritaði hann fyrsta leik- rit sitt á örstuttum tíma 1856. Lif- andi straumi skáldgáfu hans var þar með hrundið úr stíflum. Næsta sumar kom út fyrsta sveitalífssaga hans, “Sigrún á Sunnuhvoli,” sem margir íslendingar hafa eflaust les- ið, og lagði hún traustan grundvöll að ritfrægð höfundarins. Og þaðan af, að kalla má til æfiloka, skrifaði hann hvert merkisritið á fætur öðru, þó misjöfn séu þau, að vonum, að snild og bókmentagildi. Það yrði langt mál, ef rekja ætti spor Björnsons; hann kom svo afar viða við sögu. Hér veröur aðeins bent á nokkur aðalstörf hans, litast um af hæstu tindunum, en ekld skygnst niður i dalina. Árin 1857- 59 var hann leikhússtjóri í Björgvin og samtímis ritstjóri hins merka blaðs “Bergensposten.” Þar í borg kyntist hann og kvæntist leikkon- unni Karolinu Reimers, ágætiskonu að mannkostum og hæfileikum; er hún ennþá á lífi, nýkomin á nítug- asta og áttunda aldursár, en þó vel hress. Samlíf þeirra hjónanna var hið ástúðlegasta. Með eftirbreytnis- verðri alúð og ríkum skilningi á snilligáfu manns síns. var frú Björnson skáldinu hinn ákjósanleg- asti förnautur um meir en hálfrar aldar skeið, hlúði að honum og hvatti hann til stórræða. Á þessu ári þegar vér krýnum Björnson verðskulduðum heiðurssveig, látum oss ekki gleyma henni, sem stóð skáldinu við hlið, þegar kaldast næddi um hann, henni, sem átti stærri hlut í ávaxtaríkum afrekum hans heldur en margan grunar. Henni hefði skáldið sjálft síst viljað láta gleyma, því að hann fléttaði henni þennan sigræna ljóðsveig: “Með mér er ein af þeim málmi gjörð fvr mig að fórnaði' hún öllu á jörð, já, hún, sem hló, er mitt fleyið flatti, né fölnaði’. er gein yfir sjórinn bratti, já, hún, sem lét milli ljósra arma mig lifsylinn þekkja og trúar- varma.”, (Stgr. Th. þýddi) Frá 1859 til 1860 var Björnson í ritstjórnarnefnd Oslo stórblaðsins “Aftenposten.” Með ferðastyrk frá ríkistjórninni norsku var hann á ferðalagi næstu þriú árin víðsvegar um meginland Norðurálfu, en dvald- ist lengst á ítalíu. Auðgaði ferða- lagið hann mjög andlega og leikrit og Ijóð flutu úr penna hans. Þegar hann kom heim úr utanförinni sæmdi norska stórþingið hann ár- legum skáldalaunum. Árið 1865-67 var hann leikhússtióri i Chrisfianíu og frá 1866 til 1871 gaf hann út “Norsk Folkeblad,” vikublað með mvndum, er einkum var helgað al- þýðufræðslu en lét sér þé stjórnmál mikið við koma. Var það í þessu (Framh. á 2. bls.)

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.