Lögberg - 12.01.1933, Síða 5

Lögberg - 12.01.1933, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JANCrAR, 1938 Bls. 5 Hugurinn hvarflar víða Eftir G. Elíassoa. (Framh.) Það er fagurt útsýni, af efsta lofti þessa fagra steinhúss, yfir hina listrænu, gróðursælu Gard- arbygð, sem fengið hefir orð fyr- ir að vera með beztu og farsæl- ustu bylgðum fslendinga í Vestur- heimi, o!g halda sumir því fram, að gamli Garðar Svafarson, sem fyrstur fann okkar kæra ísland, svo sem Naddoddur vill vera láta og margir fleiri, muni frá upp- hafi bygðarinnar hafa verið verndarvættur hennar á þann hátt, að hún muni aldrei, meðan þessi hnöttur snýst, úr íslendinga erfðum ganga. Og væri þá ekki með öllu óhugsandi, að þúsund ára afmæli hennar yrði haldið umhverfis og í steinhúsi þessu, og heiðurshjónanna, sem húsið i*eistu í fyrstunni, þar minst á viðeig- andi hátt, með því að lesa upp kvæði það, sem K. N. Júlíus orti og bar fram í 'gullbrúðkaupi því hinu mikla, sem þeim hjónum var haldið 7. júní 1924, og mun skáld- inu að loknum lestri bregða þar fyrir sjónum manna, sem skæru blysi skáldlistarinnar frá tutt- ugustu öldinni. Þar verða nafn- frægir ræðusnillingar og skáld af íslenzku bergi brotnir, sem þylja sögu bygðarinnar bæði í bundnu og óbundnu máli; og þar verða sungin og framborin hreimfö'gur, íslenzk ljóð og spilað undir á gít- ar, sem búinn hefir verið til og þrautreyndur af Marsbúum, send- ur hingað sérstaklega fyrir þessa stórhátíð. — Að endaðri skemti- skránni verður helztu gestum há- tíðarinnar boðið til drykkju í kjallara þeim hinum mikla undir húsinu, sem áður er getið, og gefst þeim mönnum, sem að borð- um sitja, þá kostur á að yfirvega Grettis-tökin, sem salurinn er gjörður af, og ætti þeim þá að geta skilist, að íslendingar á tutt- ugustu öldinni hafi ekki verið ættlerar eða liðleskjur á því tíma- bili. Enginn, sem átt hefir heima á meðal íslendinga í Pembina County í Norður Dakota, má fara svo um þá bygð að gleyma því, að koma á heimili Þorláks Bjarna- sonar og sona hans, af þeirri ástæðu að eg tel-það með myndar- legustu höfuðbólum bygðarinnar, eins og sagt er í okkar gömlu góðu- íslenzku sagnaritum. “Þeim heið- ur sem heiður ber,” og til þess að verða nú ekki kallaður skrumari ætla eg með fáeinum pennadrætt- um að færa sönnur á sjónarbrá þína. Eins og mörgum, sem til þekkja er kunnugt, þá er ÞoUákur bróðir hins nafnkunna glæðværa gáfaða listaskálds, Símonar Bjarnasonar, sem alment var kallaður Dala- skáld og bar það nafn með réttu. Ekki veit eg nema að Þorlákur sé það sem við köllum hagorður, en skáldanafn hefir honum ekki hlotnast það eg til veit. En það er annað nafn sem hann fyrir löngu er búinn að innvinna sér og drengjunum sínum, og sem þeir bera með réttu, og það er nafnið bændaprýði. Það er gömul sögn að segja “bóndi er bústólpi; bú er landstólpi.” Þess vegna finst mér álita mál hvort meiri heiður sé í því fólginn að hljóta auk- nefnið bændaprýði eða skálda- prýði. Eg býst við að mér verði sagt að það séu tveir ólíkir hæfi- leikar sem útheimtist til tveggja ólíkra starfa. Um það skal eg ekki fjölyrða í þetta sinn, en eitt er alveg víst/að hver fyrir sig, þessara nefndu bræðra, hafa verið stórhæfilegleikamenn, hver dpp á sinn máta—Þorlákur að búa, Símon að yrkja. Þess væri í sannleika óskandi, að það væru margir bændur, hvar sem farið er, sem gætu nú á þessum harðinda- eða kreppu tímum, sem vísinda- mennirnir kalla, sýnt og sannað jafn heillavænlega afkomu í bú- skaparlegu tilliti, sem Þorlákur Bjarnason og tveir synir hans, sem hafa lært heima hjá honum aðal kjarnan af mannlífsmentun sinni og eru nú algerlega, að eg býst við, teknir við stjórn af föð- ur sínum, sem nú gerist gamlaður, eins og við fleiri nafnar hans. Ellin sækir okkur heim eftir Íífsins skvaldur; lúta verður lögum þeim, ljótur er sá galdur. Nú ber mönnum ekki saman um hvað mikill lærdómur felist í því að kunna að búa. En hitt ber flestum saman um, sem nokkurt skynbragð bera á svona lagaða hluti, að heimili eitt út af fyrir sig sé eini staðurinn sem hægt sé að kenna reglulega búfræði, og að búfræðisskólarnir séu undan- - tekningarlaust alveg óhæfir til þess. Ólærður bóndi verður þá langbezti búfræðslukennarinn eins og til dæmis Þorlákur Bjarnason. Hann hefir víst aldrei á búfræðis- skóla gengið en samt er heimilið þeirra feðganna að heild átta hundruð og áttatiu ekrur, mest alt ræktað land. Þar sá eg tólf Ijómandi feita og fallega vinnu- hesta, fjölda af gripum og sauðfé, dráttarvél og þreskivél, og öll önnur verkfæri sem útheimtast til að stunda vanalegan landbúnað hér í norðurparti Ameríku. En nú kemur aðal uppistaðan sem eg hefi verið að vinna úr. Landið og alt sem talið hefir verið upp er alt saman skuldlaust, ásamt öll- um byggingum, þar með töldu ný- lega bygðu íveruhúsi af nýjustu gerð, sem kostaði yfir fimm þús- und dollara. Svona lagað heim- ili hugsa eg eftir því sem eg hefi komist næst á ferðaflækingi mínum, sé nú á tímum ekki hlaup- ið til að finna. Þess vegna tel eg það nokkurskonar áttavita á þessari stóru eyðimörk, sem fyrir fáum árum bar-það nafn með | réttu og eg ber sérstaka virðingu fyrir manninum sem fátækur, og fáfróður á þessa lands vísu, lagði undirstöðuna undir þennan pýra- mída nútímans og hefir, með dugn- aði og framsýni, náð því takmarki að láta hann gnæfa yfir samtíð stéttarbræðra sinna, öllum þeim til leiðbeiningar sem eftir honum vilja taka og á hann stefna með þeim góða ásetningi að aukinni mentun og menningargildi þess- arar heimsfrægu tuttugustu aldar, að verða eins eða jafnvel meiri í augum samferðamanna sinna en Þorlákur Bjarnason og synir hans. Keyra norður Öakotaslétturnar, koma við í hinum fræga höfuðstað Pembina og sjá tollþjónana. Allra beztu menn, siðprúða og sívinn- andi við að greiða veg ferðafólks- ins eftir beztu sannfæringu og lög- um samkvæmt. Það er sannarlega upplífgandi og væri gaman að vera skáld við svoleiðis skemti-1 stundir. En það liggur nú mis-J jafnlega vel á skáldu gömlu. Það, er ekki víst að hún vilji altaf vera með. Sá veit gjör sem reynir. Samferðamennirnir voru allir kát- j ir og skemtilegir svo ekki þurfti yfir leiðindum að kvarta. Þegar við komum norður fyrir linuna, sem kölluð er, og í ríki Bola Jóns fanst mér eins og einhver hátíð- legur friðarboði eða friðarbogi hvíldi umhverfis og yfir öllu. Hóp- ar af nautgripum voru hér og hvar j að baða 'sig í sólskininu og gæða sér á græna grasinu. Þeir virtust taka lífið rólega. En brátt fórum við að sjá meiri hreyfingu. Það voru keyrsluvagnar. Það var nú svo sem auðvitað—kosningadagur- inn, frelsisdagur Canada. Mani- tobamenn voru að Ieika sér að því háleitasta sem lögin höfðu að bjóða krossinum sínum. Sam- ferðamenn mínir voru orðnir þyrstir. Mig var líka farið að langa í vatn að drekka. Hér er dálitið bæjarþorp. Stöðvaðu bíl- inn; blessaður stöðvaðu bílinn; við megum til að fá okkur að drekka. Hér er biðstaður, veit- ingahús rétt hjá okkur. Við skul- um fara og finna vertinn. Þegar inn í salinn kom mætti okkur aldr- aður maður, þó svo sem ekki elli- legur, í snjáðum fötum, með bólg- in handarbök, frostbólga. Hvaða vitleysa er í þér maður! Ekki ólaglegur á fæti að sjá. Eg hafði einhverstaðar séð andlit ekki mjög ósvipað þessu áður. Líkast því að vera búið til úr birki; drættirnir stirðnaðir lýstu niðurbældum en þó sterkum ástríðum. Ennið var í meðallagi hátt, augabrýrnar illa hirtar. Þó sást glitta í augun þar og sýndust vera lítil og liggja djúpt. Nefið var lítið og var- irnar samanbitnar og þegar hann opnaði munninn til að taka kveðju okkar færðist einhver ógeðslegur kindarsvipur yfir alt andlitið, en samt var málrómurinn skýr og ekki óviðkunnanlegur. Hann lýsti samt ekki mikið af því sem kallað er sálaratgerfi. Við spurðum hann hvort hægt væri að fá að drekka og benti hann til annars maans innar í salnum og hvarf út. Það er hægt að fá hér nægilegt drykkjarvatn ef ykkur líkar það. Annað er ekki á boðstólum hér í dag. Það er kosningadagur og það er stranglega bannað að selja nokkurt áfengi. Vatnið var úldið og ekki hundi bjóðandi. Við hröð- uðum okkur á stað. Rétt í sömu svipan mætti okkur bíll á voða ferð. Bílstjórinn virtist vera í Eden sælunnar hjá sessunaut sínum og helzt ekki getað sparað hvoruga höndina í þarfiy stýris- hjólsins. Annar fylgdi rétt á eftir troðfullur af fólki sem talaði hátt—kosningaúrslitin verða okk- ur í vil. Sá þriðji var á ferðinni. Fram við veginn var maður að plægja með fjórum hestum, hvort hestaparið fram af öðru. Skepn- urnar þurftu að ganga fast út að keyrsluveginum. Það mátti ekki koma vansmíði á verkið. Eg kann- aðist við það frá skólaárum min- um. Það þarf dálítið pláss til þess að snúa við, þó ekki sé nema fjórum hestum og plóg. Tveir bilar mættust skamt frá höfðun- um á þeim sem framar gengu. Skepnurnar urðu hálf hræddar; það kvein í svipunni vinnumanns- ins. Vinnudýrin vissu hvað það þýddi þvi nú er þó svo langt kom- ið að þau eru búin að sannfæra skynsemi-gæddu verurnar um það að þau séu ekki skynlaus heldur. Þjónninn ákallaði Guð og Krist til dóms og úrlausnar og við þetta alt saman hrökkluðust hestarnir sem næst rétta leið svo stór líti urðu ekki á verki jarðeigandans. B.rátt komu tveir nokkuð stálp- aðir krakkar með gripahóp sem auðsjáanlega þurfti að reka beint yfir aðal keyrsluveginn, senni- lega til að fá drykk. Bill á flug- ferð.—Stúlkukrakki hljóp fram fyrir hópinn; stórhind kýr réði ferð klaufdýranna. Vesalings stúlkan rakst alveg á hornið á henni og hausinn og datt endilöng við það. Kom hik á kussu. Skepn- urnar strönduðu örlitið og bíllinn flaug framhjá. Krakkinn stóð á fætur og nú virtist vera hlé á umferðinni svo allur hópurinn gæti komist fyrirhugaða leið, og bráðum sást borgin Winnipeg í allri sinni sumardýrð—skraut- byggingum og listigörðum, kirkj- um og klaustrum, háskólum og hegningarhúsum. Rauðaráin slétt og spegilfögur, sem líður eins og engill gegnum borgina. Hef eg heyrt marga tala um hvað þeim þætti sá bústaður fallegur og vel í sveit settur. Þar er margt að sjá sem fegrar hugsunaraflið og fyllir mannshjartað sælu og sum gleði, bæði fyrir þetta lif og ann- að, sem allir þeir fá vissu um að sjá óviðjafnanlegt og fagurt sem hlusta vilja á frægustu kenni- menn, sem þar er altaf kostur á að sjá og heyra. Þegar nóttin fór að nálgast urðu hraðboðarnir ekki seinir til að flytja fréttirnar af kosninga úr- slitunum og hlustuðu menn á með athygli og eftirvæntingu, því nú var mikið um það vert að rétt hefði verið krossað, og þó dóm- arnir væru nú býsna misjafnir voru þó allflestir ánægðir með úr- slitin, og eg heyrði á tali greinar- góðra manna að þeir glöddust af því að yfirleitt hefði þó fólkið í Manitoba verið nógu þróttmikið til þess að sýna og sanna ótvíræð- lega að það vildi ekki fylgja aftur- haldinu sem nú sæti að völdum í Ottawa, og margir óskuðu heitt og innilega að King-stjórnin væri þar aftur tekin við völdum, og virtist mér margir finna sárt til þess að það væri seint séð og líka til hins, að nýkosna stjórnin gæti, þrátt fyrir góðan vilja, lítið bætt úr því öngþveiti sem fólkið væri nú statt ÆFIMINNING Helga Gísladóttir Björnsson Þess hefir áður verið í blöðum getið, að merkiskonan Helga Gisla- dóttir Björnsson hafi andast í Win- nipeg, ió. des., 1932, og frá útför hennar hefir og sagt verið í blöð- unum. Með henni er gengin til moldar mikilhæf kona og sköruleg, ein þeirra islenzkra kvenna, er garðinn prýddu á landnámstíð. Hún var fædd 18. jan. 1842, að Stórureykjum i Reykjahverfi í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Foreldrar henn- ar hétu Gisli Sigurðsson og Guð- hjörg Sigurðardóttir. tTng að aldri giftist hún þeiin manni, er Benedikt hét Andrésson, en misti hann eftir tæpa þriggja ára sambúð. Fórst hann i sjó ásamt fleirum í mannskaðaveðri. Þau Benedikt og Helga eignuðust son, er Kristján heitir. Hafa þau mæðgin verið saman alla tíð. Kristján Bene- diktsson er alkunnur maður i Win- nipeg og Argyle. Hefir hann frá æsku verið við verzlunarstörf, kaup- stjóri í Baldur í fjölda mörg ár, vænn maður og vel gefinn. Með son sinn, þá tólf ára gaml- an, kom Helga til Vesturheims sumarið 1879. Næsta ár, 1880, giftist hún í annað sinn. Seinni maður hennar var Jón Björnsson frá Héðinshöfða í Þingeyjarsýslu. þjóðkunnur maður. Var Jón þá ekkjumaður og hafði komið frá íslandi sumarið áður með hóp harna, en elztu synir hans tveir voru áður komnir vestur. Kristján Jóns- son var einn þeirra. er fyrstir námu land i Nýja íslandi. Bjó hann ein fimm ár í Lundi i Víðinesbygð, áður en hann flutti til Winnipeg og Argyle-bygðar. Fór Jón með börn sin þangað og var hjá Kristj- áni í Lundi vetrarlangt. Er þau Jón og Helga giftust, tók hún að sér hin yngri börnin og reyndist þeim ástrík móðir. Var eitt þeirra Thomas, er síðar varð ráðherra í Manitjoba og verið hefir einhver ágætasti maður ineð Vestur-ís- lendingum. Þau Jón Björnsson og Helga reistu heimili sitt í Winnipeg. Var heimili það eitt aðal-ból nýbygðar- innar islenzku í þeirri borg, og áttu þar bækistöð hver af öðrum all- margir þeirra ungu íslendinga, sem síðar urðu atkvæðamenn í íslenzku iinannfélagi. Stýrði húsmóðurin heimilinu með þeirri prýði, að orð fór af víða. Tóku þau hjón bæði mikinn þátt í félagslífi íslendinga á þeim árum. Árið 1886 fluttust þau hjón til Argyle og áttu eftir það heima í þorpinu Baldur , lengst af. Áttu þau bæði góðan þátt í íslenzku fél- agslífi á blómatíð Argylebygðar. Helga lét mikið til sin taka í safn- aðar- og kvenfélagsroálum, kendi í sunnudagsskólum og skipaði for- sæti í félagsskap kvenna. Hún var ágætlega til forystu fallin, sökum hæfileika og höfðinglegrar fram- komu. Hún var lcona fríð og tigu- leg, mikilúðug en glaðleg ásýndum, aðsópskona í hvívetna. Árið 1918 i Ágústmánuði and- aðist Jón Björnsson í góðri elli. Varð þá Helga ekkja hið annað sinn. Héldu þau áfram heimilinu i Baldur, hún og Kristján sonur hennar. \'oru þau hvort öðru óvenjulega samrýnd. Er til þess tekið, hve ástrikur sonur Kristján reyndist móður sinni alla daga. Xæstliðið ár fluttust þatt Kristj- án og Helga sál. til Winnipeg. \'ar þá Helga komin um nírætt. Sjón hennar var all-mjög hiluð og farin var hún að láta á sjá allmikið, en andlegum kröftum liélt hún óskert- um alt til dauða. Banalegan var stutt. Við dauða sínum bjóst hún sem al-kristin kona. Það var síð- asta kvöldvakan hennar, er þau mæðginin voru saman í herbergi hennar við kvéldmáltíð frelsarans. Hún var sæl og g!öð þá helgu stund. Svo sofnaði hún og vaknaði ekki aftur til þessa lífs. Guð blessi minning Helgu Gísla- dóttur Björnsson. Vinur frá Argyle. í. Samt væri betra að Bracken- stjórnin væri kyr við völdin og alla, sem það mál sérstaklega varðaði, voru ánægðir með kosn- ingu Einars Jónassonar fyrir Gimli kjördæmi — trúarverðugur maður og stöðunhi vaxinn var á allra vörum, sem á hann mintust, og útlendingarnir, sem við köllum, voru þar fremstir í flokki að igleðj- ast yfir sigri hans. En það er nú virkilega skemti- legt að ferðast með þessum svo- kölluðu “bus”-vögnum seinasta áfangann heim til sín. Auðvitað er keyrslustjórinn vanalegast bæði lipur og skemtilegur með af- brigðum, en er ekki stundum þröngt, þegar búið er að láta stóla eftir endilöngu vagn'gólfinu milli aðal síetanna? Það gerir nú minst til því þá fyrst fer maður að verða var við að maður er ná- lægt fólki. En ef bæði karlmenn og stúlkur eru nú að reykja; það eiga hinir bágt með að þola, sem hafa andstygð á allri tóbaksnautn. Það reynir ekki á hreysti kappans fyr en á hólm er komið, og heldur vil eg sitja hjá fallegri jómfrú þó hún reyki dálítið heldur en skrölta einn í sætinu, og eftir því betra sem þrengra er.—Þar er eg þvert á móti; mér finst tíminn aldrei ætla að líða o'g eg er alveg utan við sjálfan mig í svoleiðis félagsskap. Mér verður baúa óglatt. En sú hindurvitnis hel- stæða. Maður á að drekka lífið í stórum teigjum og cigarettu reik- inn fram úr munninum á kven- fólkinu með. Eg vildi bara að þú vildir lesa og læra fyrsta kvæð- ið í Ijóðaflokkunum með nafninu “Eiðurinn” eftir hann Þorstein Erlingsson. Það væri reglulegux brama-lífs elixir fyrir þig og þína nafna. Mér dettur ekki til hu'gar að hlusta á og því síður taka eftir hvað þú ert að segja, en tímann vildi eg miklu heldur nota til að lesa og læra Þorgeir í Vík eftir Hinrik Ibsen, og við skyldum sjá á hverjum okkar glansaði betur' ánægjusvipurinn þegar í áfanga- stað væri komið. Það eru því miður margir sem má segja um að hafi tungur tvær og tali sitt með hverri. En nú er komið rétt á enda samferðavega okkar í þetta sinn. Eg skal tala við þig seinna og sannfæra þig um það, rétt ef það annars er nú mögulegt. Ertu alveg búinn að gleyma hvað Grímur Tomsen lætur Steingerði í Dal segja um Kórmak Ögmundarson. Eg er ekkert um svoleiðis dót að hugsa. Dettur þér í hug að Steingerður í Dal hafi talað af einlægni. Nei, eg er e’dri en tvævetur. En svo er annað, eg er bara altaf að hugsa um hina líðandi stund— Drottinn lætur sól við sól sveima í bláu húmi ; Botnaðu vísuna áður en við sjáumst næst, og vertu nú bless- aður og sæll, og skilaðu kærri kveðju frá mér heim til þín. ljekurinn Úr þessu fagra fjalli má hann flýta sér í líf og b!óð, því hafiö kallar alíaf á hann— hann altaf raular kveðjuljóð. Ó, lækur, þú ert lifi gæddur, og lifir aldrei hinsta dag, því þú ert altaf endurfæddur, og átt að syngja gleðibrag. Nú bugast dröfn því brimið stynur og báran læðist upp við sker. Ó lækur, aldni æskuvinur, aldrei hafið grandar þér. Hve gaman væri í gljúfra sölum, hjá glettnum foss að eiga bú, og græða hlóm í grænum dölum, og gerast lækur eins og þú. R. 1. Daznðsson. Golfranska ljóð Úr Tyrka-Kóran er efnið alt en óðin samdi “Djúnki” prestur, í guðfræði og skáldskap hann var hestur eins og þú hérna heyra skalt. Afbragð hann kalast Adams sona, og yrkið hans það hljóðar svona: Gott er að hafa kork í kvarnir kýrmeisum róa á hnýsutjarnir; frost er aldrei á f jallatindi; fiðrið laust skal þurka í vindi; í brekkuna renna allar ár, ágætt er blý í netja flár, með sólskins þunga má sveigja tréð, og salti er gott að líma með, oft rekur þara efst í hliðum, um urðir er bezt að ganga á skíðum, got er í vatni aö geyma bækur, gott er að hafa skráp i brækur, ítar sem þykjast efnafróðir úr ísjökum sér byggja hlóðir, Festa má auga á flugi hagla, með flugvæng bezt að reka nagla, oft sjá menn gylta eldhúss-bita, oft er frostryk i sumarhita, mið er vissast að marka á skýi, meitlar stæltastir eru úr blýi, kolið má þvo unz hvítt það verður úr keilulýsi er ostur gerður, í akker er bezt aS brúka smér, barnagull opinn hnifur er, oft synda hvalir freinst á fjöllum, fífa sprettur i klettum öllum, á eykum í júli ei sést barr, en út springa blóm í janúar, auð sézt á vori aldrei tóft, og um jólin er lang styst nótt, reipi er gott að rista úr gleri, og roði sézt ei á hrútaberi, næpur til ljósa nota má, nei þýðir alveg sama og já, í rigning er bezt að raka hey rjúpur mest verpa í Kolbeinsey, meiða og ljúga er mannsins heiður, marglittan er bezt í fleiður, aldrei er fúin fjöl í gólfi, það finst ekki bragð að mýrarkólfi, hár vaxa mönnum helzt í lófum, heilnæmt er loft í kolagrófum, við miðjarðarlínu er mestur ís á mannshöfði aldrei skriða lýs, húsgangs má trúa hjali bezt, í heiðríkju aldrei stjama sézt, allvel má fela eld í púðri, allir hljóta gott af “slúðri,” svarf þykir gott í sjónir rekka, saltsýru er mjög Jiolt að drekka, léttastar árar eru úr grjóti, ágætt er bragð að tjöru og sóti, hreindýr margoft á hafi sézt, hrafnar syngja fugla bezt, eldfimastur af öllu er snjór, endingar bestir pappírsskór, í austri er sólin oft á kvöldin, einn þýðir sama og mesti f jöldinn, á brunakletti helst blómgast eykur, brjóstveikum manni er hollur reyk- ur, á Alpafjöllum er ýsa mest, á alfaravegi næði bezt, heitari eldi er hafísinn, sem hrafntinna að lit er svanurinn, um hádegi mest er mánaskin, frá maurildunum vér heyrum kvin, á reginjöklum má rista torf, úr rjóma er bezt aö steypa orf, I brúkanlegt þykir brauð í ljái, bezt af öllu er járn í skjái, og aldrei leitar lax í straum, úr lýsi skal þvætta prjónasaum, sykur er ramt en sætast gall, sandkorn er stærra en nokkurt fja.ll, hvalfiskar lifa mest á músum, mjólk er bezt úr færilúsum, einatt flýgst maurinn á við val, aldrei er raki í kúasal, feiti bezta má fá úr krít, að flestra dómi er tjaran livít, sérhverjum manni er sæmd að rán- um, og sálin hvað vera helzt i tánum. Golfranska ljóðið þarna þrýtur, sem þarfastur leiðarsteinn mér var, þulins hriplekur þófturnar, á þagnarskeri nú stranda hlýtur, eftir því fara allvel má, alheimurinn ef mentast á. Arni Anxason, frá Glerárbakka. ► Borgið LÖGBERG !

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.