Lögberg - 12.01.1933, Side 6

Lögberg - 12.01.1933, Side 6
RIa fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JANÚAR, 1933 Macklin kapteinn — Endurminningar hcms. — EFTTR RICHARD HARDING DAVIS. • The Café Santos, Sagua La Grande, Hondaras. Við sáum land snemma um morgúninn og sneri skipið jiá upp til strandarinnar. Eg flýtti mér út að borðstokknum og stóð einn upp við járngrindina. Þarna sá eg ýrnislegt af því, sem hugurinn hafði stefnt til og sem hlaiit að verða bundið við, þau æfinýri, sem eg átti í vændum. Og þegar ski-pið var ]>arna á inirsiglingu, j)á urðu tilfinningar mínar slíkar, að mér fanst kökkur sitja í hálsinum á mér og augun fyltust tárum. Það virtist of gott til þess að geta verið veruleiki, að nú væri eg loksins að því kominn, að lifa því lífi, sem eg alla æfina hafði verið að búa mig undir og ætlaði mér að lifa. Nú voru fyrir- ætlanir mínar, eða öllu heldur draumar mín- ir, að koma fram. Fram undan mér var draum ur vona minna, pálmaströndin, mikið af hvít- um, kölkuðum húsum, bygðum úr leir, og líka mikið af ógeðslegum kofum. Þarna blöktu ýmsir útlendir fánar, svo þarna hlutu að vera konsúlar ýmsra landa. Lengra í burtu risu fjöllin tíguleg eg eitthvað töfrakend, en sólin helti brennandi heitum geislum svo að segja beint niður yfir landið. Við bryggjuna voru nokkrir hengilmænulegir soldátar í bláum fötum með gráar húfur. Þetta heita eld- fjallaland, var landið, sem eg hafði komið til að frelsa undan ánauð og ofríki. Þessir ves- aldarlegu, berfættu hermenn, voru mennirn- ir, sem eg átti að berjast með. Um sólaruppkomu hafði eg verið búinn að láta alt, sem eg hafði meðfreðis, í ferða- tösku mína og spenna ólar utan um hana, og áður en skipið lenti, hafði eg kvatt alla sam- fylkdarmennina og beið þess með óþolin- mæði að komast í land. Eg var eini farþeg- inn, sem lenti þarna og engar vörur voru fluttar í land eða um borð. Skipið beið þama aðeins eftir umboðsmanni félagsins, sem eitt- hvað þurfti að tala við Leeds skipstjóra, og meðan þessir tveir menn voru að tala sam- an, kom tollþjónn og fór að ransaka það sem í tösku minni var. Eg hafði engar tollskyld- ar vörur meðferðis, en það hefði vel getað orðið mér fullerfitt að gera grein fvrir sverði afa míns, sem eg hafði falið í töskunni. Það an mann, sem vafalaust var Bandaríkjamað- jrnrna skamt frá, því þá vissi eg, að þarna var Bandaríkjakonsúll, og sá þarna líka ung- an mann, sem vafalaust var aBndaríkjamað- ur, koma frá konsúlshúsinu og halda til skipsins. En eg þurfti ekki á neinni hjálp að halda, því eg hafði falið sverðið svo kænlega, að tollþjónninn varð ekkert var við það. Eg var búinn að loka töskunni og var að kveðja skipverjana á Panama með því að veifa til þeirra hendinni, þegar ungi maður- inn frá konsúlshúsinu tók sprett ofan bryggj- una og hrópaði af öllum mætti. Gangstíginn af skipinu hafði verið dreginn upp og skipið var að leggja af stað, en ekki komið svo langt, að ekki væri vel hægt að tala við skipverja af bryggjusporðinum. Ungi maðurinn ruddi sér braut gegnum mannþyrpinguna og kærði sig ekkert þó hann gæfi hermnönunum, sem voru í vegi hans, töhiverð olnbogaskot, en hermennirnir voru Indíánar og negrar. Hann kallaði til skipverja, að koma aftur upp að bryggjunni, og hann kallaði hátt og hvað eftir annað. Hann þekti Leeds skipstjóra, þar sem hann stóð á brúnni og hann gaf honum óspart merki um að hann þyrfti að tala við hann. “Hvar er sendingin til mín?” hrópaði hann. “ Hvar er sendingin til mín ? Þér haf- ið ekki sent hana í land.” Leeds skipstjóri tók þessu með mestu still- ingu. Hann stóð grafkyr, krosslagði liand- leggina og virtist hafa gaman af jiessum ó- skapagangi í unga manninum. “Hvar eru saumavélamar inínar?” spurði hann með hávaða miklum. Hvar em sauma- vélaraar, sem eg átti að fá með þessu skipi?” “Saumavélar, Mr. Aiken?” sagði skip- stjórinn. “Eg skildi saumavélarnar yðar eft- ir í New Orleans.” “Hvað emð þér að segja?” hrópaði ungi maðurinn. “Þér skilduð þær eftir?” “Eg sá þær seinast á bryggju félagsins, sem adlaði að senda þær,” sagði skipstjórinn stillilega. Þær eru víst hjá embættismönnum stjórnarinnar nú, Mr. Aiken. Það voru ein- hverjir, sem sögðu að þetta væm alls ekki saumavélar. Þeir sögðu að þér væruð að vinna fyrir Laguerre.” Skipið færðlst smátt og smátt fjær. Ungi maðurinnjétti út hendurnar rétt eins og hann ælaði að grípa í skipið og halda því föstu. Btilling hans fór alveg út um þúfur. “Hvernig vogið þér yður að gera þetta?” lirópaði hann. Eg er kaupmaður og hefi öll rétindi til að verzla með hvað sem er, og eg er Bandaríkja konsúll! ” Skipstjórinn hló og rétti upp hendina, svo sem til að kveðja þennan unga ákafamann. “Það getur vel verið,” hrópaði hann, en þetta skip 'tekur engan flutning fyrir Lagu- erre hershöfðingja og heldur ekki fyrir yð- ur.” Svo kalaði hann liárri röddu og mér fanst hann vera að tala við mig, og hann var töluvert háðslegur á svipinn: “Segið þér honum fyrir mig, að ef hann vilji endilega fá þessar saumavélar, þá sé bezt fyrir hann / að fara norður og stela þeim, eins og hann stal Nancy Miller frá okkur.” Hinn ungi maður steytti lmefann af mikilli reiði, en fékk ekki að gert. “Bölvaður þorparinn,” öskraði hann. “Fvrir þetta skuluð }>ér tapa réttindum yðar, að mega fara með skip. Eg skal sjá um það.” Skipstjórinn halaði sér fram yfir járnslána og hann talaði svo liátt að vel heyrðist til hans, þó hann væri kominn nokkuð undan landi. “Hvað ætlið þér svo sem að gera?” hróp- aði liann. “Þér, sem eruð þjófur og svikari. Vitið þér livað eg ætla að gera við yður? Eg skal sjá um að hér eigið þér ekkert friðland og getið engin viðskifti gert. Það skal verða komið í kring áður en eg kem hingað aftur. Eg skal sjá um að þér—” það heyrðist ekki meira af því, sem hann sagði, en hann hélt áfram að baða út höndunum lengi eftir þetta. Ungi maðurinn fann vel, að hann hafði al- gerlega orðið undir í þessum viðskiftum. Hann ypti öxlum og blótaði. “Þér getið farið til fjandans,” sagði hann og snéri sér við. Hann sá að eg veitti honum eftirtekt og honum skildist strax að eg væri eini maðurinh af þeim, sem þaraa voru við- staddir, sem var líklegur til að geta talað ensku. Hann leit til mín hálf vandræðalega og kinkaði kolli. “Mér er sama um hann,” sagði hann, “hann getur ekki hrætt mig. ” Mér fanst þetta eins og nokkurs konar inn- gangur að því, að hann ætlaði að gera sjálfan sig og mig kunnuga. “Þér eruð Bandaríkja konsúll hér?” spurði eg, og var hann fljótur til að svara þeirri spurningu játandi. “Já, eg er það. Hvaðan komið þér?” “Frá Dodd’s Ferry—í grend við New York,” svaraði eg. “Eg vildi gjarnan tala dálítið við yður, þegar þér hafið tíma til þess.” “Það er ekkert því til fyrirstöðu,” sagði hann. “Eg hefi ekkert að gera rétt núna. Þessi dóni, skipstjórinn,- eyðilagði þau einu viðskifti, sem eg hafði. Hvar ætlið þér að halda til ? Það er nú reyndar ekki nðma um einn stað að gera, hjá Pulido. Hann er viss með að reka í vður hnífinn ef hann heldur að þér hafið fimm dali í beltinu yðar, og drykkju- stofan er hálf undir vatni hvort sem er. Eða þér getið fengið að sofa í kofanum hjá mér, ef þér viljið. Eg skal láta yður hafa fæði og húsnæði fyrir tvo pesos á dag, það er dalur í ykkar peningum. Ef þér ætlið eitthvað inn í landið, þá get eg útvegað vður asna og alt annað, sem þér þurfið, alt frá niðursoðnu kjöti og upp í heila hersveit yður til fylgdar. Þér megið reiða yður á, að þeir ræna yður hvort sem er. Þér megið eins vel láta landa yðar njóta þess. Eg hata að sjá eitthvað af Iþessum svínum fá það.” “Þér getið reynt,” sagði eg og hló. Þrátt fyrir þetta tal og framkomu, sem mér vitanlega féll ekki sem best, né heldur fram- koma mannsins að öðru levti, þá hafði eg samt gaman af honum, og eg verð að játa, að eg fann þá býsna sárt til þess, að eg var kom- inn langt að heiman, og mér þótti vænt um að hitta Bandaríkjamann, og það mann, sem ekki var mjög mikið eldri en eg sjálfur. Mér fanst það líka mjög heppilegt fyrir mig, að eg skvldi hitta þarna Bandaríkja konsúl. Hann klappaði saman höndunum og bauð einum af negrunum sem þarna voru, að bera töskuna mína upp að konsúlshúsinu. Eg gekk með konsúlnum upp bryggjuna og innlendu hermennirnir heilsuðu honum á hermanna vísu þegar hann gekk fram hjá þeim, sem sjálfsagt kom til af því, að hann var embættis- maður Bandaríkjastjórnarinnar. Hann gerði þeim sömu skil, og satt að segja furðaði eg mig dálítið á þessari virðingu, sem honum var sýnd. “Þetta er vegna þess að pg er konsúll,” sagði hann og það var ánægju hreim- ur í röddinni. “Það eru bara átta hvítir menn í Porto Cortez,” sagði hann, “og við erum allir konsúlar. ítalski konsúllinn er franskur, en svo er aftur ítalskur maður konsúll Þjóð- verja og Breta, en Þjóðverji fyrir Frakka og Hollendinga. Þér skiljið það, að hver um sig verður að vera umboðsmaður einhvers annars lands, heldur en síns eigin lands, því þar er mönnum kunnugt hvers vegna hann fór það- an.” Sjálfur hló hann dátt að þessu. Hann hafði nú sjáanlega gleymt þeim erjum, sem hann hafði átt í við Leeds skipstjóra, í svip- inn að minsta kosti. En það sem þeir sögðu hvor við annan hafði haft sín áhrif á mig. Eg hafði heyrt Leeds bera það á konsúlinn, að hann væri í einhverju makki við Laguette hershöfðingja, og mig grunaði, að þessi flutn- ingur, sem skipstjórinn vildi ekki flytja, mundi frekar vera vélabyssur, heldur en saumavélar. Ef eg hefði hér rétt fyrir mér, þá var Mr. Aiken, einmitt maðurinn, sem eg þurfti að finna. Konsúlshúsið var aðallega bygt úr járn- þýnnum, ómálað og óálitlegt sem mest mátti vera og afar heitt í steikjandi sólarhitanum. Það var bvgt á tréstólpum og stóð það nokk- uð hátt. Var þetta gert vegna þess, að það stóð svo nærri sjónum, að um stórstraums flóð flæddi sjórinn ekki aðeins upp að því, heldur alveg undir þáð. Þarna var óloft mik- ið og ekki síður inni en úti. Aiken byrjaði strax þegar lieim kom, að sýna mér gestrisni sína. Hann lét töskuna mína inn í herbergið, sem hann ætlaði mér og tók upp afar sterka Hondora vindla og flösku af Jamaica rommi. Méðan liann var að þessu fór hann aftur að kvarta um skaða sinn út af því að fá ekki saumavélarnar og talaði nú afskaplega illa um Leeds skipstjóra, sem hann ætlaði síðar að ná sér niðri á, og það heldur óþyrmilega. Það var svo sem ekki mikil fyrir- staða á því, að hann gæti gert það sem hann ætlaði og vildi. Af tali hans mátti ráða að honum væru flestir vegir færir. En þegar hann var búinn að kveikja í vindlinum og bragða á víninu, komst hann aftur í gott skap og fór aftur að tala við mig. “Jæja þá, ungi maður,” sagði hann mjög kumpánalega, “hvað er það nú helst, sem þér liafið við að stríða?” Eg sagði honum að eg hefði ekki getað gert við því, að heyra hvað Leeds skipstjóri hefði sagt við hann, og spurði hann hvort það væri lögúm gagnstætt að hafa nokkuð saman við Laguerre hershöfðingja að sælda. “Það er ekki mikið mark takandi á því, sem karlinn var að segja,” sagði hann og horfði á mig rannsakandi augum. “Það eru til menn, sem mundu varna yður frá því að hafa nokkurt samband við Laguerre, ef þeir geta.” Eg tók eftir því, að hann var töluvert í- bygginn þegar hann sagði þetta. Hann sat stundarkorn þegjandi og sötraði vatnsbland- að rommið og það var eins og hann væri með augunum að mæla mig allan, andlega og lík- amlega. Svo brosti hann til mín góðlátlega. “Við skulum tala saman blátt áfram,” sagði hann. “Segið þér bara það sem yður býr í brjósti. Hvað er það, sem þér eruð að hugsa um? Yður er alveg óhætt að treysta mér. Þér eruð umboðsmaður fyrir Collins, eða Winchester vopnafélagið?” “Nei, það liggur ekki nærri að svo sé,” sagði eg ákveðið. “Eg er ekki að vinna fyrir neinn nema sjálfan mig. Eg las í blöðunum um Laguerre hersröfðingja og hersveit hans af útlendingum og eg kom hingað til að ganga í lið með honum og berjast með lionum. Eg kom ekki til neins annars. Eg er hermaður og það var altaf ætlast til að og yrði það frá því eg var lítill drengur. Eg er hermaður og ekkert nema hermaður,” sagði eg aftur bara af því, að mér líkáði að heyra þetta sagt. “Eg heiti Macklin og eg vona það verði einhvern- tíma vel kunnugt, að eg sé hermaður.” “Fæddur til að vera hermaður?” sagði Aiken og virti mig enn fyrir sér. “Hvað hafið þér eiginlega gert, sem hermaður?” Eg svaraði hiklaust, að enn hefði eg ekki verið í neinum bardaga, en eg hefði verið í þrjú ár á West Point til að búa mig undir það. “‘A West Point! Já, einmitt það,” sagði Aiken og nú fanst mér hann fara að bera meiri virðingu fyrir mér og þykja meira til mín koma. Hann var sjálfur ekkert prúð- menni, eða heldri maður á nokkurn hátt, en hann var nógu greindur til að sjá og finna, að eg var eitthvað í þá áttina. Hann fann það á framkomu minni og heyrði það á því, hvern- ig eg talaði. Það sem hann sagði næst, benti þó ekkert í þá átt, að hann vildi tala við mig eins og heldri mann.” “En ef þér hafið lært hermensku á West Point,” spurði hann, “hvernig í skollanum dettur yður þá í hug, að flækjast inn í aðrar eins skærur, eins og hér er um að ræða?” Mér féll þetta ekki vel, en svaraði þó kur- teislega: “Það er góð og gild ástæða fyrir ])ví. Eftir því sem mér skilst, þá er þessi Alvorez forseti mesti harðstjóri. Hann stend- ur á móti öllum framförum. Hér er um nokk- urskonar frelsisstríð að ræða.” Eg hefði kannske haldið áfram, ef Aiken hefði ekki rekið upp skellihlátur, en jafnframt lét hann báðar fæturnar upp á borðið. “Verið þér ekki að þessu,” sagði hann í mjög óþægilegum og móðgandi róm. “Reyn- ið þér að vera ofurlítið sanngjarn.” “Sanngjarn? Hvað eigið þér eiginlega við?” spurði eg og reisti mig töluvert. “Þér getið ekki búist við að eg trúi því, ” sagði hann háðslega, “að þér hafið komið alla leið hingað til að leggja yður í lífshættu og berjast fyrir einhverju ímynduðu frelsi.” Það kemur stundum fyrir mig, að mér hættir við að gera meira úr mér heldúr en rétt er, en þó mér hafi kannske ekkert annað verið kent á West Point, þá var mér ])ó að minsta kosti kent það, að segja satt og þegar Aiken efaðist um að eg segði satt, þá reis allur hugurinn gegn honum og mér fanst eg hafa þar stuðning alls Bandaríkjahersins. ‘ ‘ Það er best fyrir yður að trúa því, að eg segi yður það eitt sem satt er,” sagð eg og var nokkuð hvass í máli. “Þér vitið það kannske ekki, að þér eruð ósvífinn í orði, en þér eruð það engu að síður. ” Eg hefi sjaldan séð mann verða meira liissa heldur en Aiken varð, þegar eg sagði þetta. Hann opnaði munninn og hann hélt honum opnum meðan liann með mestu hægð tók fæt- uma ofan af boi-'ðiim og lét stólinn sinn aftur standa á fjórum fótum. “Hamingjan góða,” sagði hann, “þér haf- ið slæma skapsmuni. Mér datt það ekki í hug að menn gætu verið svona tiltektasamir.” “Svo yður skilst, að það sé tiltektasemi, ef maður sættir sig ekki við að vera álitinn ó- sannsgull,” sagði eg. “Eg verð að biðja yð- ur um að láta flytja töskuna mína til Pulidos. Eg vil ekki vera hjá yður.” Eg stóð upp og bjóst til að fara út úr herberginu, en hann rétti út hendina svo sem til að varna mér frá að fara út og liann tók til máls með tölu- verðum ákafa. “Þér megð ekki fara svona með mig. Eg sagði ekki neitt -sem þér þurfið að láta yður mislíka svo stórlega. Ef eg gerði það þá þyk- ir mér það slæmt og eg bið afsökunar.” Hann kom til mín og rétti mér hendina og þegar eg tók því dauflega, revndi hann að fá mig til að setjast aftur á stólinn. “Þér megið ekki taka til þess, þó eg segi eitthvað sem eg ætti ekki að segja,” liélt hann áfram. ‘ ‘ Það er svo langt síðan eg hefi verið með siðuðum mönnum í Bandaríkjunum, að eg er búinn að gleyma því hvernig maður á að haga orðum við kurteisa menn. Við skulum fá okkur meira í staupinu og byrja svo upp á nýtt.” Hann virtist svo einlægur og blátt á- fram að eg fór að fyrirverða mig fyrir hvað eg hefði verið uppstökkur, jafnvel þótt mér hefði fundist heiðri míaum nokkuð misboðið, svo við bvrjuðum aftur að tala saman og skildum nú hvor annan betur en áður. Eg sagði honum aftur hversvegna eg hefði komið og tók hann nú sögu mína góða og gilda og talaði meira að segja um það sem nokkuð algerlega eðlilegt og réttmætt í alla staði, að eg gengi í lið með Laguerre. Þegar eg var búinn að segja honum frá þessum fyrirætl- unum mínum, sagði hann: “Yður þykir það kannske ekki trúlegt, rétt sem stendur, en eg held samt að óhætt sé að segja, að þér hafið hitt á eina manninn, sem getur hjálpað yður. Ef þér hefðuð farið til einhvers annars, þá er ekkert líklegra, en þér hefðuð lent í tugthús- inu. ” Hann leit um öxl sér til dyranna, leit einkennilega til mín og gekk svo á tánum út úr húsinu og hljóp alt í kring um það. Mér þótti gaman að þessu, sem líklega hefir verið af því, að mér fanst eitthvað dularfult við það. Nú fanst mér eg loksins vera kominn í einhver æfintýri og eitthvað verulega hættu- legar kringumstæður. Eg saup á glasinu mínu og þóttist vera öruggur, en í raun og veru skorti nú töluvert á að svo væri. “Þér getið aldrei verið of varkárir,” sagði Aiken um leið og hann kom inn aftur og sett- ist niður. “Auðvitað er þetta alt ekki nema dálítill gamanleikur, en ef þá' grunar, að þér séuð að vinna á moti þeim, þá eru þeir svo sem vissir að snúa honum upp í sorgarleik, hvað yður snertir, og það kannske þegar verst gegnir. Nú skal eg segja yður hveraig eg komst í þetta, og það var áreiðanlega ekki af neinni frelsisást. Einn af konsúlunum hérna heitir Quay og hann og eg höfum rekið hér nokkurskonar umboðsverzlun í félagi. Fyrir hér um bil þremur mánuðum þegar Laguérre var að mynda herdeildina í Bluefields, sendi Garcia, sem er foringi uþpreisnarmanna, Quay boð að fara norður í ríki fyrir sig og kaupa þar tvær vélabyssur og senda þær til mín í þetta konsúlssetur. Quay fór með næsta skipi og setti mig sem konsúl í sinn stað, en í raun og veru hefi eg engan rétt til að sinna hér nokkrum konsúlsstörfum, ekki frekar en 'Þér hafið. Það var svo til ætlast, að þegar Laguerretæki þennan hafnarbæ, þá tæklhann bvssurnar og færði Garcia þær. Laguerre var í Bluefields, en gat ekki komist í leikinn, vegna ])ess að hann hafði ekki skip. En svo þegar Nancy Miller kom þar, þá bara fór Laguerre tæki þennan hafnarbæ, þá tæki hann eins og hverjr aðrir gamlir og góðir sjóræn- ingjar, en ráku skipverja og farþega í land. Svo miðuðu þeir byssu á vélstjórann og skip- uðu honum að fara með sig til Porto Cortez.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.