Lögberg


Lögberg - 12.01.1933, Qupperneq 7

Lögberg - 12.01.1933, Qupperneq 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 12. JANÚAR, 1933 Bl.t 1 Kirkjur og kirkjusiðir í Borgarfirði fyrir 60 árum Eftir Kristleif Þorsteinsson bónda á Stóra-Kroppi. Að ytra útliti voru hinar gömlu hirkjur í sama formi. Þær voru allar með hliðarveggjum úr torfi og flestar með torfþaki, en með timburstöfnum. Þrír sexrúðu gluggar voru á hverjum stafni og voru rúðurnar mjölg litlar. Einn lítill fjögrarúðugluggi var á suð- urhlið, yfir prédikunarstól. Stafn- þilin voru kolsvört af stálbiki, sem á þau var borið við og við til að verja þau fúa. Hurðirnar voru bæði stórar og þykkar og mjög ramlega gjörðar. Lamir, skrár og liklar var^íbúðarmikið og hið prýðilegasta smíði. Var það jafn- an eftir beztu járnsmiði, sem voru i kirkjusóknunum. Koparhringir, stórir o!g útflúraðir á ýmsan hátt, voru í kirkjuhurðunum. Voru þeir, líka, oftast, bænda smíði Allar þessar kirkjur stóðu í kirkjugörð- unum miðjum. Yfir sáluhliði var lítið timburskýli, sem kallaðist klukknaport, þar voru kirkju- klukkurnar, eða þá fremst í kirkj- unni, þar sem ekki voru klukkna- port. Allar þessar torfkirkjur voru bygðar nákvæmlega í sama stíl. Timbrið í þeim var óvenju gott og alt benti til þess, að mest áherzla var lögð á það, að alt væri ramlega gjört og ósvikið. Um- hverfis altarið og gráturnar var kórinn. Þar voru fastir bekkir bæði við gafl og hliðar og sömu- leiðis innan við kórstafi. Kórstafir nefndust endar á þeim skilrúmum, sem skiftu kór frá framkirkju. í framkirkju voru allir bekkir fastir, o!g vegna þess að þessar kirkjur voru mjóar, rúmaði hver stóll eða bekkur ekki nema fjóra menn í mesta lagi. Þessar kirkjur voru ómálaðar, að undanteknum prédik- unarstólnum, og skrautlausar að mestu. Stærð kirknanna fór eftir tölu sóknarmanna, en flestar munu þær hafa rúmað vel alla fermda menn, sem i sóknunum voru, og sumar nokkuð meira. í þessum kirkjum var nákvæm skilgreining á fólki eftir stétt þess og stöðu. Allir bændur sóknarinn- ar áttu sæti í kór, en samt fór það eftir mannvirðingum, hvar í kórn- um þeim var skipað niður. Hrepp- stjóri og meðhjálpari áttu sæti við altarishorn og útfrá þeim komu betri bændur. Réði fjárhagur jafnan mestu um þá sætaskipun. Við kórstafi þótti meiri vegur að sitja, en um miðja kórbekki, þótt það jafnaðist ekki við þann heiður, sem því fylgdi, að eiga sæti við altarishorn. Þótt kórsætin væru ekki alveg fullskipuð af sóknar- bændum, leyfði sér enlginn að ganga þangað óboðinn, sem ekki var í tölu sóknarbænda, en væru einhverjir mikilsvirtir menn utan- sóknar við kirkju, átti meðhjálp- ari að gæta þess, að slfldr menn væru leiddir í kór. í framkirkj- unni var líka mjög nákvæm og ákveðin skilgreining á fólki. Allir bekkir norðanmegin í kirkjunni voru skipaðir kvenfólki. Insta sæti norðan megin var kallað “öfugi bekkurinn.” Hann var við það skilrúm, sem aðskildi kór frá framkirkju. Þar var beztu bænda- dætrum valið sæti. Snéru þær andlitum við öllum þeim, sem í framkirkju voru. í önnur sæti var konum raðað eftir líkum mæli- kvarða og bændum þeirra í kórn- um. f instu sætum sunnan megin voru konur Iíka. Fremstu sætin sunnan melgin áttu vinnumenn og drengir á ýmsum aldri. Þegar nieiriháttar konur voru utansókn- ar, þá átti einhver mikilsvirt kona að gæta þess, að útvega þeim sæti, sem ekki væri framar en það í kirkj unni, að það væri þeim vel samboðið. Slík sætaskipun, sem einkum var á sumrin, þegar fólk reið á aðrar kirkjur, kostaði oft mikinn troðning, ýtingar og oln- þogaskot. Ef karlmaður settist norðanmegin í kirkju, þótti það niesta hneyksli og varð hver sá, er korði si'g sekan í slíkum misgán- 'ngi, að hafa sig á burt með kinn- roða. Sönginn urðu bændur að ann- ast. Konur sungu þá aldrei í kirkju. Væru ungir menn og ógiftir vel sönghæfir, fengu þeir I kórsæti, áður en þeir voru komnir i í bændastöðu, en varla gat slíkt þó ; komið til mála, væri þeir aldir upp á sveit eða af mjög fátækum komn- ir. Þannig gægðist þá alstaðar fram þessi metorðagirnd, sem bygðist mest á efnum og ástæðum. Engir bændur láu á liði sínu við sönginn, sem sungið gátu. Við sálmasöng æfðust menn á þeim ár- um í heimahúsum, þar sem aldrei féll úr dagur, að ekki væri sungið við kveldlestra alla vetra og alla sunnudaga, sem ekki báru'upp á messudaíga við sóknarkirkjuna. En mjög var sönghæfni manna mis- jöfn þá, sem nú. Til voru þær kirkjusóknir, sem áttu engum góð- um söngmanni á að skipa, en fá- títt var það, að.menn syngi þá laglaust í kirkju. Fram til 1870 voru hin gömlu Grallaralög ein- ungis sungin. Voru þá 1 þeim kirkjum, þar sem eg þekti til, bæði notaður Grallari og hin svokall- aða Aldamótabók, sem náði aldrei slíkum vinsældum sem Grallarinn hjá mörgu hinu eldra fólki. Þessi Grallaralög létu vel í eyrum þeirra manna, sem höfðu vanist þeim frá blautu barnsbeini. Er mér það minnisstætt, hve móðir mín var hjartanlega hrifin og hugfangin af þeim lögum. f þessu sambandi er vert að geta þess, því slíkt er fátítt, að um mörg ár var blindur maður forsöngvari í Stór- Áskirkju. Hann hét Auðunn og var Torfason, bóndi í Hraunsási. Hann var söngmaður góður, kunni hann Passíusálmana, Aldamóta- bókina og Grallarann utanbókar o!g fipaðist aldrei í því að skifta rétt versum, eða muna hin réttu upphöf þeirra sálma, sem prestur valdi í það og það skifti. í elli sinni flutti Auðunn að Leirá með Þórði bónda Þorsteinssyni. Kom þá fyrir, að hann flutti þar ræður í kirkju við hátíðleg tækifæri. Þótti honum þá mælast vel. Auð- unn dó á Leirá nálægt 1880. Eftir 1870 komst hér hin mesta ringulreið á kirkjusönginn. Þá fóru ýmsir ungir menn, sem komu frá Reykjavík, að innleiða hér hin nýju lög, er svo voru nefnd á þeim árum. Undu margir hinria eldri forsðngvara því illa, þegar gömlu Grallaralögin, sem þeir unnu hug- ástum, urðu að rýma úr ve!gi fyr- ir hinum “dönsku lögum,” en svo nefndu þá ýmsir gamlir Borgfirð- ingar kóralbókarlög þau, sem kend voru við Pétur Guðjohnsen. Fundu hinir gömlu kirkjuvinir, bæði kon- ur og karlar, ekki í þeim þá andakt, sem svo lengi hafði hrifið huga þeirra með gömlu Grallaralögun- um. Lýsing min á kirkjulifi fyrir 00 árum miðast að mestu leyti við það, eins og það var í Stór-Ás-, Reykholts- o!g Gilsbakkasóknum. Á öllum þeim kirkjum var eg vel kunnugur á þeim árum. Þá var þess vandlega gætt, að láta aldrei ganga úr skorðum að sækja kirkju af öllum þeim sóknarbörnum, sem nokkur tök ^ttu á því að komast að heiman. Þess var líka vand- lega gætt, að vera kominn á kirkjustað á hádegi. Man eg hvað móðir mín miðaði sólina nákvæm- lega, þegar hún ætlaði til kirkju, því að ekki vék hún frá þeirri venju að vera komin þar í sæti sitt, áður en samhringt var. Þetta var líka ríkjandi regla þar í sókn, að hver maður væri kominn í sæti sitt, áður en kórbæn var lesin, bændu si!g þá bæði konur og karl- ar. Þá bændu konur sig líka, þeg- ar presurinn las eða tónaði “Faðir vor.” Er mér það í barnsminni með hve mikilli andakt móðir mín og fleiri konur sátu undir messu, og hve menn gættu þess vandlega, að ganga ekki út um messu. En í kórnum, meðal bændanna, bar stundum á nokkurri ókyrð. Meðan prestur var í stólnum, tóku þeir upp bauka sína og létu þá ganga frá manni til manns, þang- að til allir höfðu tekið nægju sína í nefið. Þetta var gamall gáleysis- vani, sem stóð ekki í neinu sam- bandi við litilsvirðingu á helgi lirkjunnar. Prestar notuðu þ líka neftóbak, er þeir voru fyrir iltari, og þótti engum nema ré. o!g sjálfsagt, en eftir höfðinu döns- uðu limirnir þá sem oftast. Þess- um aldagamla óvana útrýmdi prestur einn í Borgarfirði nokkru eftir 1880, gerði hann það með því eina ráði, sem dugði, að flytja ekki ræðuna meðan bændurnir voru að taka í nefið. Enginn, sem vildi sýna hinum viðteknu helgisiðum kirkjunnar fulla virðingu, hreyfði sig til út- göngu fyr en hringt var að lok- inni messu. í þessum kirkjusóknum, sem hér ræðir um, er hver einasti fermdur maður til altaris einu sinni á ári. Var það um veturnætur, sem alt- arisgangan fór fram. Mér er það í minni, hve mikill helgiblær o!g alvara ríkti yfir heimili foreldra minna þann morgun, sem þau og þeirra fólk ætlaði að ganga til altaris. Riðu þá allir karlmenn berhöfðaðir úr hlaði og lásu ferða- bæn í hljóði. Eina konu, sem átti heima á kirkjustað, sá eg ganga fyrir alt heimilisfólkið áður en hún gekk til altaris, kvaddi hún það með kossi og bað hvern einn fyrirgefn- ingar á því, sem hún hafði mis gjört við það á árinu. Þetta höfðu allir !gert á hennar yngri árum, en hún var fædd á síðasta áratug 18. aldar. Áður en samhringt var til messu, þegar altarisganga var, fór prestur í kirkju með öllum , altarisgestum, aðrir máttu ekki þar koma. Flutti hann þar hina svokölluðu skriftaræðu og söng sálm bæði fýrir og eftir. Að öðru lejrti var sömu reglum fylgt í því efni, sem nú á dögum. Þeir karl- menn, sem til sjávar fóru, gengu til altaris sunnudaginn næstan áður en þeir lögðu upp í verið. Mintist prestur þeirra þá í bænum sínum af stólnum. t Aldrei sá eg skrautlausa konu, | sem nokkurs var megandi, ganga til altaris i ungdæmi mínu. Voru margar konur í svo dýrum búning- um, að nú á dögum myndi slíkt kallast of mikill íburður. Silfur- belti og marga silfurhnappa, sem voru hið mesta völundarsmíði, báru þær á samfellum sínum við altarisgöngu, auks margs annars skrauts, sem aldrei var hreyft nema við þau tækifæri sem hátíð- legust voru í lífi þeirra. Fyrir 60 árum átti það sér naumast stað, að giftingar færu fram í heimahúsum. Það þótti svo heiðinglegur blær yfir því, að láta svo mikilsvarðandi athöfn fara fram utan kirkju. Þá var það enn víða siður að hafa guðsorð um hönd, annaðhvort söng eða bæna- lestur, á heimili brúðhjónanna, áður en til kirkju var riðið á brúðkaupsdaginn. Síðast vissi eg þessari fornu venju fylgt á Hömr- um í Reykholtsdal 1876. Þar bjó þá aldraður maður, Sigurður Bjarnason. Hélt hann fast við hinar kirkjulegu og kristilegu sið- venjur. Það ár giftist Bjarni son- ur hans Ingibjörgu Oddsdóttur frá Brennistöðum. Byrjaði Sigurður brúðkaupsdaginn með söng og bænagjörð, áður en til kirkju var farið. * Hjónaband þetta varð far- sælt og meðal niðja þessara hjóna eru nú þrír velmetnir borgfirzkir bændur. Eg get ekki stilt mi!g um að minnast hér á annað dæmi því til sönnunar, hve mikil andakt og bænrækni hreyfði sér í hjörtum foreldra á brúðkaupsdögum barna þeirra. Vorið 1875 hélt móðir min brúðkaup Ástriðar dóttur sinnar, er giftist þá Þorsteini Magnússyni frá Vilmundarstöð- um. Þennan brúðkaupsdag vildi móðir mín láta byrja snemma morguns með söngum og bæna- gjörð. Þá var Gísli Jakobsson í Augastöðum, föðurbróðir minn, forsöngvari í Stór-Áskirkju. Hann var þá einn á lífi af tólf börnum Jakobs Snorrasonar, sem til ald- urs komust. Eftir beiðni móður minnar var Gísli kominn að Húsa- felli um fótaferðatíma til þess að byrja þar sön!g við þetta tækifæri. Var þá sunginn morgunsálmur í Grallaranum, sem byrjar svona: “Blessaða þrenning blessuð sé.” Vel uppfyltust hinar heitu bæn- ir móður minnar fyrir þessum ráðahag. Búnaður þessara hjóna var að ýmsu leyti til fyrirmyndar og hamingjan hefir fylgt börnum þeirra. Þá var enw-siður, að allir veizlu- gestir skipuðu sér í þétta fylkingu við bæjardyr á kirkjustaðnum, þegar að því var komið að gengið væri til kirkju. Voru þá valdar úr veizlugestunum ungar og virðuleg- ar stúlkur. Þær áttu að ganga fyrir söfnuðinum til kirkju og “stilla brúðarganginn.” Á eftir þeim leiddust brúðhjónin, en næst þeim gekk prestur og forsöngvari. Hófst söngur jafnsnemma og lagt var á stað frá bæjardyrum og var gengið syngjandi til kirkju. Við þetta tækifæri var sungið versið: ‘’Leið þú mig, Guð, hinn vissa veg.” Þessum siðvenjum sá eg hér aldrei fylgt eftir 1880. Úr því lagðist hér líka niður hinn gamli sveitasiður að syngja borðsálma í veizlum. Þá þótti það brot á helgisiðum kirkjunnar, ef konur gerði sig sek- ar í því að fara til annara bæja, fyr en þær höfðu verið lesnar í kirkju eftir barnsburð. Þeim var reiknuð það bæði helg og háleit skylda að láta þá hvergi sjá sig á almannafæri fyr en í kirkjunni, en það bar þeim að gera svo fljótt, sem heilsan leyfði. Allar konur báru þá skaut, er þær voru lesnar í kirkju. Á brúðkaupsdegi báru líka allar konur skaut. Kristindómsfræðslan var sú eina námsgrein, sem börnum var lagt á herðar. , Margir prestar höfðu þann sið, að fara yfir alt kverið með börn- unum í kirkjunni á fermingardag- inn. Gilti sú regla, hvort sem börnin voru mörg eða fá. Létu þá flestir prestar raða börnunum á fermingardaginn eftir því, hvað vel þau kunnu og skildu hin kristi- Iegu fræði. Ekki var það samt ó- raskanleg regla. Væru foreldrar barnanna vel fjáreigandi og hefðu mikil sveitarráð, þótti prestum stundum vissara, að ætla eitthvað fyrir því. Sveitabarn, þótt betur væri gefið, voguðu prestar naum- ast að láta sitja fyrir innan börn stórbændanna á fermingardegi. Á þessum árum heyrði eg þess aldrei getið, að prestar hér í Borg- arfirði létu börn draga um tðlu- setta seðla, eða röðuðu eftir staf- rofi. Báðar þær aðferðir leystu presta frá öllum vanda í þeim efn- um. Þá voru líka til prestar, sem tóku ekkert til greina annað en efnahag, er þeir létu raða börnum á fermingardegi. Þeirri aðferð fyllgdi séra Þórarinn Kristjánsson í Reykholti, en hér var sú regla ó- þekt bæði eftir og áður. Þegar hann fermdi hér börn í fyrsta sinn, vakti þessi aðferð mikið umtal. Fermingarbörnin voru þá, eins og endranær, mjög misjöfn að greind og kunnáttu, en hann tók ekkert slíkt til greina. í þetta sinn fermdi hann tólf pilta og nokkrar stúlkur. Þessum börnum raðaði hann svo nákvæmlega eftir efnahag foreldr- anna, að ekki var hægt að jafna nákvæmar niður útsvörum. Af þessum tólf piltum voru fjórifr synir manna, sem þegið hðfðu þurfamannastyrk, o!g voru aldir upp hjá vandalausum. Þeim var raðað fremst, en eftir efnahag húsbænda þeirra, sem þeir dvöldu þá hjá. Með þessari aðferð voru þurfamannabörnin mint svo til- finnanlega á þá fátækt, sem þau áttu enga sök á, en greind eða góð hegðun ekkert tekin til greina.— Meðal þurfamannabarnanna í þetta sinn var Erlendur Gunnars- son, sem síðar varð stórþóndi á Sturlureykjum, þjóðkunnur hug- vitsmaður og sæmdarbóndi. Hver einasti bóndamaður var í heimaunnum fötum við kirkju og með sauðskinnsskó á fótum. Mikil áherzla var lögð á það, að hafa vaðmál i spariföt af smábandi og úr góðu ullarþeli. Voru þau þvi oft áferðagóð. Á fatasniði var oft meiri misbrestur, þar sem flestar konur urðu sjálfar að sauma á sitt heimilisfólk, þótt þær hefðu lítið lært í þeim efnum. Mikillar var- úðar gættu menn í því, að hafa spariföt hrein og hlífa þeim við sliti. Strax o'g heim var komið frá kirkju klæddist fólkið aftur í sín hversdagsföt, en spariföt voru brotin vandlega saman og látin niður í kistur. Þetta er meðal annars gott sýnishorn af þeim sparnaði sem ríkti þá meðal fólks í öllum efnum. Engir borgfirzkir prestar voru bindindismenn á þessum árum og margir þeirra voru nokkuð vín- hneigðir. Eg sá þó aldrei drukk- inn prest vinna neitt embættisverk. Eg sá ekki heldur drukkna menn á kirkjustöðum um messudag. 1 brúðkaupsveizlum gættu líka lang- flestir veizlugestir hófs í þeim efnum, þótt gnægð víns væri ,á borðum. Það var fastur vani að kirkju- gestir hefðu nokkra dvöl á kirkju- staðnum eftir messu. Ungir menn völdu slétta flöt á hentugum stað, þar sem þeir æfðu glímur og próf- uðu bæði afl og snarræði. Var þá í Reykholtssóknum margt um hrausta menn og knáa. Konur báru ráð sín saman, og lærðu með því eitt og annað, sem þeim mátti að gagni verða. Bændur þeir, sem mest voru virtir, fræddust af sam- tali við prestinn, sem oft bar yfir þá höfuðNog herðar hvað bóklega þekkingu snerti. Þessar tíðu kirkjuferðir voru því ekki einungis til þess að glæða og viðhalda kristilegu trúarlífi, því að menn urðu líka margs vísari en ella fyrir þessa bróðurlegu kynningu, er þeim var samfara. Fyrir 60 árum mátti líkja hinu gamla fólki hér í Borgarfirði við hinar gömlu kirkjur. Það var traust og sterklega bygt af góðum efnivið, en ekki að því skapi vel heflað. Frá íslandi Nýja símstöSin, sjálfvirka, i Reykjavík tók til starfa i. des. sl. eftir kl. 12 á miðnætti. Nýlátin er GuSný Kristleifsdóttir á Stóra-Kroppi, kona Björns Jak- obssonar frá Varmalæk. Ung og góð kona, en hafði átt við vanheilsu að búa undanfarin ár. Karlakór Reykjavíkur söng i Gamla Bio í gærkveldi. Var kórn- um mjög vel tekið og þurfti að end- urtaka flest lögin og syngja tvö aukalög. Var annað þeirra “Þér landnemar,” hið fagra og þrótt- mikla lag úr alþingishátíðakantötu söngstjórans Sigurðar Þórðarson- ar. Nýr augnlæknir í Reykjavík. Kristján Sveinnson, fyrverandi héraðslæknir í Dalasýslu, hefir opn- að lækningastofu á Skólabrú I í Reykjavík. Hann er nýkominn frá Vínarborg eftir að hafa stundað þar nám í augnlækningum i hálft þriðja ár. Fyrsti desemiber, fullveldisdagur- inn, var að venju haldinn hátíðleg- ur i Reykjavík að tilhlutun stúd- enta. Skrúðganga stúdenta hófst kl. i e.h., en kl. 11.30 flutti Ásgeir Ásgeirsson forsætisráðherra ræðu á svölurn alþingishússins. Seinna hluta dags var samkoma í Gamla Bio. Þar töluðu núverandi rektor háskólans (próf. Alexander Jóhan- nesson) og Þorsteinn Briem ráð- herra. Um kveldið flutti Þorsteinn 'Briem ráðherra ræðu í útvarpið, um framfarir á tslandi síðan 1918. —Tíminn, 3. des. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man....................B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota.................B. S. Thorvaldson Árborg, Man....................Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man............................. G. Sölvason Baldur, Man..........................O. Anderson Bantry, N. Dakota.............Einar J. Breiðfjorð Bellingham, Wash.........................Thorgeir Símonarson Belmont, Man..........................O. Anderson Blaine, Wash..................Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask.......................S. Loptson Brown, Man.............................J- S. Gillis Cavalier, N. Dak«ta.............B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask.....................S. Loptson Cypress River, Man.............F. S. Frederickson Edinburg, N. Dakota...............Jónas S. Bergmann Elfros, Sask............. Goodmundson, Mrs. J. H. Foam Lake, Sask...............Guðmundur Johnson Garðar, N. Dakota...............Jónas S. Bergmann Gerald, Sask...........................C. Paulson Geysir, Man....................Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man..........................F. O. Lyngdal Glenboro, Man....................F. S. Fredrickson Hallson, N. Dakota...............Col. Paul Johnson Hayland, Man........................Kr. Pjetursson Hecla, Man.......................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota.....................John Norman Hnausa, Man............................ G. Sölvason Hove, Man...........................A. J. Skagfeld Húsavík, Man..........................G. Sölvason Tvanhoe, Minn............................B. Jones Langruth, Man....................John Valdimarson Leslie, Sask..........................Jón ólafson Lundar, Man...........................S. Einarson Markerville, Alta....................O. Sigurdson Minneota, Minn............................B. Jones Mountain, N. Dakota............Col. Patil Jobnson Mozart, Sask.................................Jens Eliason Narrows, Man........................Kr. Pjetursson Oak Point, Man......................A. J. Skagfeld Oakview, Man........................Búi Thorlacius Otto, Man.............................S. Einarson Pembina, N. Dakota....................G. V. Leifur Point Roberts, Wash...................S. J. Mýrdal Red Deer, Alta.......................O. Sigurdson Revkjavík, Man.......................Árni Paulson Riverton, Man............(............G. Sölvason Seattle, Wash.........................J. J. Middal Selkirk, Man...................... Miss D. Benson Siglunes, Man.......................Kr. Pietursson Silver Ray, Man....................Búi Thorlacius Svold, N. Dakota................B. S. Thorvardson Swan River, Man.......................A. J. Vopni Tantallon, Sask.....................J. Kr. Tohnson Upham, N. Dakota..............Einar J. Breiðf jörð Vancouver, B.C.....................Mrs. V Harvev Viðir, Man.....................Trvg.gvi Tngjaldsson Vogar, Man...............................Guðmundur Tónsson Westbourne, Man..................Jón Valdimarsson Winnipeg Beach, Man................G. Sölvason Winnipegosis, Man.........................Finnbogi Hiálmarsson Wynyard, Sask.. ...............Gunnar Johannssor

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.