Lögberg - 26.01.1933, Blaðsíða 6
Bl* fi
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. JANÚAR 1933.
MacklÍD kapteinD
— Endurminningar hans. —
EFTIR
RICHARD HARDING DAVIS.
Mér varð það á, að láta nokkra undrun í
ljós yfir þessu, en sá strax á eftir hvaða vit-
ieysu eg hefði gert, og varð sáróánægður við
sjálfan mig. “Eg bið afsökunar,” sagði eg
í liálfum hljóðum.
“Eg sagði yður, að þér gætuð ekkl skilið
þetta, “ svaraði Aiken, og til að láta mig
skilja, að liann vildi ekki meira við mig tala,
þá fór hann að ríða harðara og reyna að
komast sem lengst á undan mér.
Landslagið var meirt, þar sem við fórum
um, en til heggja handa var enn votlendara.
Á stöku stað voru forarpollar, sem vonda
lykt lagði af. Náttfallið var afar mikið og
við urðum allir hálf blautir og okkur varð
hálf kalt og ónotalegt. En um klukkan fimm
um* morguninn vorum við komnir í hærra
landslag og sólin kom upp og var fljót að
þurka föt okkar og verma okknr sjálfa.
Canal Company’s Fever Hospital
Panama.
Hjúkrunarkonaín færði mér 'dagbótíina
mína í morgun. Hún hafði fundið hana í
vasa mínum. öll aftasta blaðsíðan var út-
skrifuð með fyrirskipunum og ýmsu þess-
konar, og öðru, sem eg mátti ekki gleyma,
alt frá því Laguerre skipað mig undirherfor-
ingja. t fyrri hluta dagókarinnar er ýmis-
legt, sem eg gjarnan vildi kalla mínar end-
urminningar og sem eg hafði lokið við að
skrifa meðan við Aiken vorum saman. Þegar
eg nú var að lesa þetta, fanst mér eg vera
orðinn miklu eldri heldur en þegar eg skrif-
aði þessi blöð. En samt eru ekki nema tveir
mánuðir síðan. Mér finst það vera tvö ár.
Mig langar ekkert til að hugsa um þetta, eða
skrifa um það. En ef eg á annað borð á að
skrifa þessar svo kölluðu endurminningar
nokkurn veginn jafnóðum, þá hefi eg aldrei
betri tíma til þess heldur' en einmitt nú.
Ðr. Ekeqiel segir, að það verði að minsta
kosti tvær vikur þangað til eg geti farið héð-
an. Mér finst ekki mikið til Saguna koma nú.
En eg má ekki skrifa um þann stað nú, eins
og eg só hann úr f jarlægðinni, heldur eins og
hann kom mér fyrir sjónir, þegar alt var hér
nýtt fyrir mig, undarlegt og óskiljanlegt.
Það var fyrsti bærinn, sem eg sá í Hon
duras, og mér þótti hann bæði fallegur og á
margan háttt eitthvað dularfullur. Síðar
hefi eg komist að því, að hann er bara eins og
aðrir bæir hér í landi og reyndar hvar sem
er í Mið-Ameríku. Þeir eru allir bygðir út
frá einum velli, sem stundum er reglulegur
Ivstigarður með gasbrunnum og marmara-
stígum og rafljósum, en stundum bara illa
hirtur grasflötur. Það er æfinlega kirkja
við annan enda flötsins, ' en einhvers konar
stjórnarbyggingar hinum megin og veitinga-
hús. Þessir vellir eru ekki fullkomnir, nema
þar sé myndastytta af einhverri frelsishetju,
en í mörgum þeirra, hinna fátækari, er þó
ekki nema viðarkross. Sagua la Grande var
heit og björt og nýstárleg að mér fanst.
Ilún minti mig á litmynd frá Mexico, sem eg
hafði séð í listasafni afa míns. Húsin voru
bygð úr leir og alstaðar voru garðar í kring-
um þau og þar ræktuð tré, sem báru margs-
konar ávexti og þar að auki var þar fjarska-
lega mikið af blómum. Kirkja, sem stóð
gagnvart veitingahúsinu, var gulleit og gam-
allfeg, og á þeim enda vallarins voru stór
])álmatré. Við teymdum múlasnana gegn
um stórt herbergi í veitingahúsinu og inn í
garðinn aftan við það; og þegar við vorum
að því, hafði mér orðið á sú mikla yfirsjón,
að taka ekki fyrst af mér sporana. Aiken
benti mér á ]>etta og eg bað alla er eg sá fvr-
irgefningar, dómarann og prestinn og ?kóla-
kenarann, sem allir komu yfir völlinn til að
bjóða okkur velkomna, og eg bauð þeim öll-
um að hafa drykk með mér. Eg man ekki
eftir því, að eg hafi nokkurn tíma borðað
morgunmat með meiri ánægju, heldur en eg'
gerði í þetta sinn. Við sátum eiginlega úti,
þó við hefðum þak yfir höfðinu og eg hafði
gaman af að sjá nakin börnin á strætinu, sem
gáfu okkur nánar gætur. Maturinn sjálfur
var góður, en það var sérstaklega umhverfið,
sem gerði máltíðina svo ánægjulega og það,
að nú var eg ekki lengur heima og þurfti
ekki lengur að taka tillit til annara eins og
áður, og fann ekki til ábyrgðar gagnvart
nokkrum öðnim, og eg var að tala við menn
á þeirra eigin máli, og sem ekki skildu neitt
annað mál. Gestgjafinn var lítill maður.
feitur, í hvítum slopp, með rautt belti, og í
því voru tvær skammbyssur, silfurlitaðar.
En þálft maðurinn væri dálítið skrítilegiur
í útliti, þá bjó hann til handa mér fyrirtaks
máltíð. Þania var líka Indíánakona, sem
bjó til handa okkur ágætar smákökur, og það
var sérstaklega skomtilegt, að sjá hvernig
hún lék sér að ]>ví aþ búa þær til, og hvernig
hún lék sér að þeim þegar hún var búin að
búa þa>r til. Úti fyrir skein sólin á livíta kof-
ana, sem voru ]>ar í öllum áttum, og skugga
bar á kirkjuna, krossmyndaðan, sem stafaði
af trékrossinum stóra, sem reistur var rétt
hjá henni. Rétt hjá kirkjunni héngu fjórar
kirkjuklukkur. Döggin og sólin liöfðu gert
þær grænar á litinn, en ekki breytt hljóðinu
í þeim, og meðan við vorum að borða, kom
Indíánadrengur með langa spítu og seildist
með henni upp í klukkurnar og hljómarnir,
som hann náði úr þoim, voru unaðslegir.
Mér fanst ekki, að þessi staður væri staður
uppreisnar og ófriðar, en mér féll þarna svo
vel, að mér- fanst þessi eina máltíð hefði
borgað fyrir alla þessa löngu leið, sem eg
hafði farið. Eg var viss um, að mér mundi
alt af líka lífið í Sague la Grande, og gat ekki
kosið mér betri félaga heldur en gestgjafann,
sem alt af söng gamansöngva, hinn glaðværa,
unga prest og hinn gulleita, veiklulega skóla-
kennara, som hafði vafið stórum ullarklút um
hálsinn. En þar sem hitinn var mikill, en eg
hafði’ekkert sofið nóttina áður, þá sótti á mig
svefn, og eg lagðist í einn af þessum striga-
.stólum og svaf þar langt fram yfir hádegl.
Fyrst heyrði eg Aiken og hina mennina vera
að tala saman og eg heyrði nefnd nöfnin La-
guerre og Garcia, en eg var of svfjaður til
að reyna að hlusta á hvað þeir voru að segja,
enida sýndist mér okki, eins og eg sagði áð-
an, Sague vera neitt ófriðarbæli. Eg skildi
við bæinn með söknuði, eins og eg væri að
kveðja gaman og góðan vin.
Eftir að við fórum frá Sague fór vegurinn
að verða ógreiðfærarj ög við urðum alt af
að ríða hver á eftir öðrum með fram djúpum
giljum.- Það mátti altaf heyra lækjarniðinn
og stundum sá maður vatnið, þegar maður
leit niður fyrir sig. Farvegurinn var klett-
óttur og vegna hallans kom vatnið með mikl-
um hraða og töluverðum hávaða. En þótt
vegurinn væri okki sem greiðfærastur, þá
var þó landið einkennilegt og fagurt og blóm-
skrúðið svo mikið, að slíkt hafði eg aldrei
áður séð.
Um það bil að tunglið kom upp, riðum við
inn á sléttlendi, þar sem svo stórkostlegir
skógar voru á báðar hliðar við brautina, að
eg hafði aldrei gert mér í hugarlund að slík
tré væru til sem þau, er eg sá þar. Greinam-
ar byrjuðu ekki fyr en hátt uppi á trjánum
og á greinunum voru svo stórir ávextir, að i
tunglsljósinu sýndist mér þetta fyrst vera
sægur af fuglum, sem þarna sætu og svæfu
þar sínum nætursvefni. Það var eins og
hvert tréð væri bundið við annað með vafn-
ingsviði, sem hafði vafið sig um trén alveg
u])p í trjátoppa og um greinarnar líka.
Tunglsljósið gerði þennnan skóg að uridur-
fögru draumalandi. Mér fanst eg væri nú
eins og einn af þessum riddurum, er eg hafði
lesið um ýmsar frægðarsögur, eða einn af
þeirra líkum, og væri nú á leið í eina æfin-
týraríka svaðilför. Ein það var ekkort sem
raskaði kyrð næturinnar, nema hvað við
stygðum einstaka sinnum fugla, sem voru
meðfram veginum, eða þá villidýr, sem
hlupu ini^ í skóginn og gerðu dálítinn há-
vaða. Um miðnætur skeið urðu fyrir okkur
afar mikil pálmatré, sem voru svo há eins og
hæstu íbúðarhús. Blöðin á greinunum héngu
svo þétt yfir götuna, að við urðum að nota
báðar hendur til að lyfta þeim frá, svo við
gætum komist áfram.
Jafnvel Aiken virtist finna eitthvað til
náttúrufegurðarinnar á þessum stað og hafði
orð á því við mig. En þó hann talaði ekki
nema í hálfum liljóðum, þá virtist það þó nóg
til að vekja apana hundruðum saman. Þeir
þutu af einni skógargreininni á aðra og
gerðu töluverðan hávaða.
Eftir miðnætti vorum við orðnir svo
þreyttir og stirðir, að við urðum að taka okk-
ur hvíld og fórum við af baki rétt hjájæknum.
Mig langaði ekkert til að sofa, svo eg sat
þarna og reykti og drakk. Eg var talsvert
vanur útiveru, ba‘ði frá því eg var drengur
og einnig frá þeim árum, sem eg var á West
Point. En eg hafði aldrei fundið eins greini-
lega til þess, eins og einmitt nú, hve langt eg
var kominn frá hinni svo kölluðu siðmenn-
ingu og öllu fólki, sem eg gat kallað mitt
fólk. Mér til skemtunar kveikti eg eld og sat
við hann og fór að fara yfir það í huga mín-
um, hvað eg hafði séð og lært síðan eg fór
að heiman, Eg komst að þeirri niðurstöðu,
að eg hefði margt lært og mörgu glatað.
Sjóferðin og mín stutta dvöl í þossu landi
hafði gefið mér margskonar umhugsunar-
efni, sem fyltu hugann gleði og skildu þar
eftir margar endurminningar, sem eg vil
aldrei gleyma. En alt það, sem eg enn hafði
fengið að heyra um stríðið, sem eg hafði
komið til að taka þátt í, hafði orðið mér til
leiðinda. því þar hafði eg orðið fyrir von-
brigðum einum. Vitanlega liafði eg farið
að heiman meðfram í því angnamiði, að
komast í einhver óþekt æfintýri, en það vait
ekki eingöngu tilgangurinn. Eg hafði í allri
einlægni haft þá hugmynd, þegar eg fór af
stað, að hér gæti eg unnið göfugt og þarflegt
verk. Eg hélt, að hér væri um einhvers kon-
ar frelsisstríð að ræða. Eg hélt, að hér væri
um það að ræða, að þetta lýðveldi væri til
þess neytt, að berjast fyrir frelsi sínu, éða
gþita því alveg að öðrum kosti. Hér hafði eg
orðið fyrir vonbrigðum. Um leið og eg hafði
séð svo margt nýtt og fallegt, hafði eg verið
rændur þeim hugsjónum, sem eg hafði haft,
þegar eg lagði af stað. Og það var ekkert,
sem gat bætt mér það upp. Héldi eg áfram
að ferðast um víða veröld, vissi eg fullvel, að
alt af mundi eg sjá eittlivað, sem mér þætti
merkilegt og sem eg hefði aldrei séð áður.
En að hvaða haldi kæmi það mér, ef eg tap-
aði trausti mínu á mönnunum! Ef eg hætti
að treysta göfuglyndi þeirra og óeigingirní
og einlægni. Þótt eg væri ungur og hefði
litla reynslu og lifði í mínum eigin hug-
mvndaheimi, þá vissi eg að mér liði miklu
betur, ef eg gæti haldið mínum eigin hug-
myndum um mennina, heldur en ef eg færi
að ímynda mér, að héimurinn væri barma-
fullur af ranglæti, og enginn hugsaði um ann-
að en sinn eigin hag og sín eigin metorð. Eg
öfumdaði engan af því, að komast áfram í
heiminum, jafnvel fram yfir það, sem hann
virtist eiga skilið í samanburði við suma
aðra. En það særði mig ákaflega, ef eg
komst að því, að hugsjónir þeirra voru lægri,
en mínar eigin. Eg vissi, að það var Aiken,
sem hér hafði haft ill áhrif á mig. Það var
hann, sem hafði gert háð að þeirri hugmynd
minni, að Laguerre væri að berjast fyrir
nokkru því, sem þjóðfrelsi mætti nefnast. Ef
eg ætti að trúa honum, mundi eg komast að
þeirri niðurstöðu, að það væri enginn heiðar-
legur og ráðvandur maður í Honduras, og
það væri jafnt á komið á báðar hliðar, að þar
væri enginn, sem hefði nokkra hærri hug-
sjón, en þá, að ná í peninga með einhverju
móti, handa sjálfum sér. Hann hafði talað
um þetta alt þannig, að hér væri um ekkert
hærra eða göfugra að ræða, en peningagræðgi
og valdafýkn. Eg kendi honum um að hafa
hér veikt eða gert að engu mínar göfugu hug-
myndir og minn góða tilgang. Eg bar illan
hug til lians þarna sem liann lá steinsofandi
og óskaði þess í liuga mínum, að þennan
mann hefði eg aldrei séð. En svo fór eg að
hugsa um að það, sem hann hefði sagt, hefði
kannske ekki mjög mikið að þýða, eða væri
ekki fyllilega ábyggilegt. Hann bar það á
engan hátt með sér, að hann væri nokkur dýr-
lingur, og það var svo sem ekkert ólíklegt,
að maður, sem sjálfur átti engar liáar hug-
sjónir, gæti ekki skilið að nokkrir aðrir hefðu
þær. Efn þegar eg var að reyna að hugga
sjálfan mig með þessu, þá mintist eg þess, að
um þessa uppreisn liafði Beatrice sagt við
mig nokkurn veginn það sama, eins og Aiken,
þó hún gerði það á annan hátt.
“Þetta er ekki stríð,” hafði hún sagt við
mig. “Það eru bara skamur manna á milli
út af yfirráðum og peningum.” Áreiðan-
lega hafði hún sagt þetta við mig, en hvernig
gat hún vitað, að þetta væri svonaf Eða var
hún bara að geta sér til um það? En hefði
hún nú getið sér rétt til, hvað mundi hún þá
vilja, að eg gerði nú? Mundi hún vilja, að
eg sneri heim aftur, eða, ef eg hefði sjálfur
góðan tilgang, mundi hún þá segja mér að
halda áfram? Hún hafði kallað mig flökku-
riddarann sinn, og mér fanst hún eiga það
skilið, að eg gerði eitthvað, som hun gæti ekki
fallist á að rétt væri. Þegar eg hugsaði um
haná, fann ef mjög til leiðinda og mig lang-
aði sárt til að sjá hana, að minsta kosti einu
sinni enn. Eg hugsaði um ])á ánægju, sem
hún hefði haft af því, að vera með mér á
sjóferðinni og af því að sjá alla fegurðina,
sem eg sá í þessu nýja og ókunna landi. Eg
hugsaði mér hana í veitingahúsinu í Sague,
brosa til prestsins og hins feitlægna gestgjafa,
og livað }>eir mundu liafa dáðst mikið að
henni. Eg hugsaði mér hana ríða við hlið
mér í sólskininu um blómalendurnar og
skógana. Eg kysti litla menið, sem hún
hafði gefið mér. En um leið og eg gerði það,
hvarf frá mér efinn og kvíðinn. Það var
ekki fyrirunig að dæma um tilgang annara
manna, heldur aðeins um minn eiginn tilgang.
Eg stóð upp og var nú ráðinn í því, hvað eg
skyldi gora. Eg ætlaði að halda áfram og
berjast við Alvarez, sem Aiken sagði að væri
þjófur og illmenni. Ef einhver skyldi spyrja
npg um mína stjórnmálastefnu, þá mundi eg
svara honum, að- eg fylgdi þeim flokk, sem
krefðist jioss, að fá aftur þá peninga, sem
Isthmian línan hefði stolið, og vildi skila
þeim aftur fólkinu sem ætti þá; að eg væri
með Garcia og frelsinu, Laguerre og hans út-
lendinga herdeild. Elg var svo ánægður með
þessa niðurstöðu, að eg lagðist niður, sneri
fótunum að eldinum og sofnaði.
Eg vaknaði við það, að eg fann ilmandi
kaffilykt, og þegar eg tók ofan af mér ábreið-
una, sá eg að José stóð yfir mér með kaffi-
bolla í hendinni og Aiken var eitthvað að
rjála við hnakkinn minn. Yið böðuðum okk-
ur í ánni og borðuðum svo morgunmat, og að
því búnu lögðum við af stað.
Eftir að við höfðum haldið áfram svo sem
klukkutíma, sagði Aiken við mig, að einhver
herflokkur yrði líklega á vegi okkar, annað
hvort tilheyrandi Laguerre oða Alvarez.
“Svo þér })urfið að hafa opin augu og eyru”
sagði liann, “og við verðum að vera fljótir
til að rétta upp hendurnar, ef }>eir fara nokk-
uð að ýfa sig. Þeir munu skipa okkur að
stanza og spyrja hverjum flokknum við til-
heyrum. Ef það eru stjórnarhermenn, verð-
ið þér að segja “stjórninni”, en ef }>að ern
uppreisnarmenn, ])á er áríðandi að -segja, að
maður tilheyri þeim. En livað sem þér ger-
ið, ]>á verðið þér að muna eftir því, að halda
uppi höndunum.”
Eg fór strax að æfa mig í þessu, og svaraði
stundum rétt og stundum rangt. Virtist
Aiken hafa mikið gaman af ]>essu.
“Er ekki þetta, eins og vera ber?” spurði
eg.
“Jú,” sagði hann, ‘‘en sá er gallinn á, að
þér þekkið ekki stjórnarhermennina frá hin-
um. Svo það er ekkert líklega, en þér svar-
ið rangt, og ])á verðum við báðir skotnir.”
“Eg get sjálfsagt þekt þá á einkennisbún-
ingnum,” svaraði eg.
“ Einkennisbúningnum! ” sagði Aiken og
skelli hló. “Fatagarmamir eru hver öðrum
líkir. Hér er ekki um neinn einkennisúning
að i-æða.”
Mér féll mjög illa að heyra, að uppreisn-
armenn liefðu engan sérstakan og sérkenni-
legan búning. Búningur sá, sem stjórnar-
hermennirnir báru og sem eg hafði séð niður
við atröndina, fanst mér býsna slæmur, en
hitt var þó miklu verra, að við hefðum alls
engan einkennisbúning. Alt af síðan eg lagði
af stað frá Dodds Ferry, hafði eg af og til
verið að hugsa um ]>að, hvernig einkennis-
búningur uppreisnarmanna mundi vera. Eg
hafði lofað sjálfum mér því,* að láta taka
mynd af mér meðal ])eirra, og eg hafði gert
mér í hugarlund, að eg gæti verið stoltur af
því, að senda þá mynd til Beatrice. Nú sá
eg, að ekkert gat orðið af þessu, og eg var
óánægður þangað til eg afréð að finna upp
nýjan einkennisbúning og bera hann sjálfur,
hvort sem nokkur annar maður gerði það eða
ekki. Þetta var jafnvel enn betra heldur en
að }>urfa að sætta sig við einkennisbúning,
sem þegar væri til, hvort sem mér félli hann
betur eða ver. Svo fór eg strax að hugsa um
það, hvernig þossi nýi hermannabúningur
ætti að vera.
Við vorum nú komnir þangað, sem vegur-
inn er torsóttastur. Þarna varð á vegi okk-.
ar stórgrýtisurð og rétt hjá þéttur lárviðar-
skógur. Við urðum að fara,gegnum víða
klettaskoru, en grjótveggimir voru háir til
beggja handa, svo sólin náði ekki að skína
þar. Þarna var loftið rakt og þarna var kalt
og dimt.
“Það fer ekki hjá því, að þarna komi eitt-
hvað fyrir,” hvíslaði Aiken að mér. Það
sýndist lieldur ekki neitt ólíklegt, því þama
sýndist vei’a alveg fyrirtaks staður fyrir
launsát.
Aiken hálf sneri sér við í hnakknum og af
málrómi hans mátti ráða, að hann væri tölu-
vert áhvggjufullur.
“E(g skal segja yður, að því nær sem dreg-
ur gamla mannnum, því ibetur sé eg hve
heimskulegt það var að leggja upp í þessa
ferð. Þar sem eg hefi að eins slæmar fréttir
að færa honum, þá hefði verið betra fyrir
mig að vera bara kyr heima. Munið þér eft-
ir Faraó og sendimanninum, sem færði hon-
um slæmar fréttir?”
Eg kvaðst muna þá sögu, en gegndi honum
annars ekki, en gaf nánar gætur að veginum
fram undan okkur. Asninn, sem eg reið,
rann til í öðru hvoru spori og gerði svo mik-
inn hávaða, að það var engu líkara, en þarna
gengi regluleg skothrið. Eg var viss um, að
ef þarna væru einhverjir í launsátri, þá
heyrðu þeir til okkar, þó þeir væru hálfa
mílu í burtu.
“Garcia heldur kannske, að hann sé Far-
aó,” hélt Aiken áfram, “og hann heldur
kannske, að það sé mín sök, að byssurnar
komu ekki. Laguerre segir kannske, að eg
hati selt Isthmian línunni þetta leyndar-
mál. ’ ’
‘‘Ijkki getur hann ímyndað sér það, ” sagði
eg.
“ Flg liefi vitað slíkt koma fyrir,” svaraði
Aiken. “Quay gerði það áreiðánlega í New
Orleans og Laguerre heldur kannskes að eg
liafi fengið eitthvað af ágóðanum.”
Eg fór að hugsa um það, hvort Aiken væri
ekki hinn allra óheppilegasti maður, sem eg
með nokkru móti hefði getað fengið til að
gera mig Laguerre hershöfðingja kunnugan.
Eg hélt að það hefði verið miklu betra, ef
cg hefði bara farið til hans sjálfur. Eg varð
svo óánægður út af þessu, að eg sagði tölu-
vert ergelsislega: “Þekkir ekki hershöfð-
inginn yður nógu vel til að treysta yður?”