Lögberg - 16.02.1933, Blaðsíða 7

Lögberg - 16.02.1933, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. FEBRÚAR, 1933. Bl.a 7 Hún þjáðist af bakverk mánuðum saman Hversvegna eru ekki fleiri með? Spurningu þessar hreyfði séra Rúnólfur Marteinsson viðvíkjandi Jóns Bjarnasonar skóla, í síSasta blaSi Sameiningarinnar. Vill hann helzt kenna dreifingaranda íslend- inga um þaS. Mun það fara nærri. Þó koma hér til greina ýms atriSi, sem vafalaust valda- því, aS ekki er aðsókn meiri aS skólanum. Skólinn hefir ávalt staSiS opinn íslendingum. Ýtarlega reynt til þess aS laSa aS íslenzka nemendur. Eftir alt saman: “Hversvegna eru ekki fleiri meS?’’ Mér þykir vænt um aS séra Rún- ólfur er aS velta þessari spurningu fyrir sér. Hún er í fylsta máta tíma- bær. Því meiri nákvæmni sem brúk- uS er til þess aS fá svar, þess meiri líkur eru til svars. Fyrsta atriSiS, sem kemur hér til greina er þaS, aS Islendingar sem þjóSflokkur voru aldrei samhuga um skólann. Ekki einasta voru sumir beint ámóti honum frá byrjun, held- ur lika þeir sumir, sem lögSu fé til skólans, gerSu þaS, eins og þeir sögSu sjálfir, fyrir utanaSkomandi áhrif. Hér var mannúS og siSur, sem réSi gjörSum manna. Hvatirn- ar voru góSar, en þaS var ekki nærri ávalt af áhuga fyrir skólamálinu. “ViS gerSum þaS vCgna mannsins,” hafa ótal margir sagt viS mig. Og “vegna þess, aS hann hafSi svo mik- iS fyrir aS ná í okkur. ASrir láta svo um mælt: “Eg læt þetta núna, en í guSanna bænum, komdu aldrei aftur í þessum erindum.” Samt lögSu menn allmikiS til skólans á dögum hinnar eldri kynslóSar. En ekki fáir létu í ljós ánægju sína, er jæir gátu leyst af hendi loforS sín, en gátu þess einnig, aS ekki myndu þeir bindast loforSum fyrir fjár- framlög til skólans, eftir aS hafa losast viS j>aS, sem þeir höfSu einu sinni undirgengist aS leggja fram. ÞaS er og álit manna, að fé og kröftum, sem variS er til starfsemi Jóns Bjarnasonar skóla, væri miklu betur variS til annarar starfsemi innan kirkjufélapsins. Hefir veriS á þetta minst á kirkjuþingum aftur og aftur. ÞaS er og álit manna, aS íslenzku kenslan viS skólann sé fremur þýS- ingarlitil. íslenzkan er aS hverfa af heimilunum, og bækurnar íslenzku aS rýma úr bókaskápunum fyrir enskum bókum. Þar sem þannig er fariS, getur veriS stórt vafamál um íslenzkunám utan heimilisins. Enda virSist fremur lítiS gæta áhrifa þeirra í gajS íslenzkunnar, sem stundaS hafa nám viS skólann. Menn telja skólann algert ofur- efli kirkjufélaginu, f jármunalega. HvaS sem aSsókn liður, hljóti þó skólann aS bera upp á gjaldþrota sker fyr eSa síSar. Bera menn fyrir sig reynslu annara kirkjuskóla. Kunna menn því lítt, aS skólinn og kirkjufélagiS vegna skólans þurfi aS vera styrkþegi annara sterkari kirkjufélaga. Sérstaklega, ef aS menn vilja ekkert hafa saman viS þau aS sælda, nema aS þiggja af þeim fé.—Betra og mannborlegra, að standa sem sjálfstæSir menn, naeSan staSiS verSur. Vilji menn bindast samtökum viS önnur kirkju- félög um skóla og kirkjumál yfir- leitt, er öðru máli aS gegna. En sannist án þess á skólanum: “Hjar- ir af miskunn, en ætti helzt aS deyja.” Ekkert skal dæmt um skoSanir þessar aS sinni. Hitt mun }jó hugsanlegt, aS þær hafi áhrif á aSsókn skólans. Séra Rúnólfur segir í grein sinni: “Þegar íslendingar ganga vísvit- andi fram hjá skólanum til þess aS borga hærra verS fyrir ekki betri kenslu, í sömu borginni.” Eg veit ekki ástæSuna fyrir þessu, þaS mun kunnugt þeim, sem eiga hlut aS máli. En þaS virSist benda á þaS all ákveSiS, aS Jóns Bjarnasonar skóli eigi síst hærra sæti í hugsun þess- ara manna en aSrir skólar þessa lands, og aS íslenzku kenslan vegur ekki móts viS sumt annað, sem er á boSstólum viS aSra skóla. Sé þaS satt, sem mælt er, aS aS- eins tiu af hundraSi af íslenzkp námsfólki, sem gengur á æSri skóla í Winnipeg, stundi nám viS Jóns Bjarnasonar skóla, virSist nokkurn veginn meiga draga ályktun af, af- stöSu þess. Helzt mundi ætla, aS skólinn sé aS hverfa meir og meir út úr 'hugsun almennings, fyrir ýmsu, sem telzt |)ýSingarmeira. Ef tillögur kirkjuþinganna tveggja hinna siSustu, benda ekki í þessa átt, skil eg þær ekki. Eg ætla mér ekki meS línum þess- um, að leitast við að svara spurn- ingu séra Rúnólfs. En eg hefi reynt til að benda á fáein atriSi, sem snerta skólann. Má vera aS þau öll verSi talin markleysa. Geti þau ekki talist á neinn hátt lykill að svari upp á spurninguna, er óvíst aS svar fá- ist aS sinni. s. c. Hver sendi hveitið? Presturinn sagSi mér sögu um daginn ; hana vil eg segja ykkur, því unga fólkiS er æfinlega gefiS fyrir að heyra sögu, einkanlega ef þær eru sannar eins og þessi er. VoriS 1917 fluttist Mr. Berg á- samt konu sinni og ungum syni sín- um frá Bandaríkjunum til Canada. Alt aS þeim tíma hafði hann veriS skólakennari, en nú hafSi hann fengiS þá föstu trú, aS GuS ætlaSist til að hann verði lííi sínu til aS flytja hans orS, svo hann gerðist prestur. Þegar þau komu til Canada þá sett- ust þau að í smábænum Leader í Saskatchewan, öllum þar ókunnug. Þó var þaS nú ekki það erfiSasta, heldur hitt, að þau voru fátæk og félaus. Svo þegar konan ætlaSi að fara aS búa til brauö eitt kvöld, þá var hveitilaust. BaS hún þá.mann sinn aS fara til næstu búðar og kaupa hveiti, en hann sagði henni aS hann hefði enga peninga aS kaupa fyrir. “Hvernig á nú aS fara að þessu? BrauSlaus getum viS ekki veriS,” sagSi Mrs. Berg. “Drottinn hefir aldrei brugSist okkur, hann hefir ætíS hjálpaS, og þaS mun hann einnig gera nú.” svar- aSi Mr. Berg. En þar eS þau voru öllum ókunn- ug, þá vildu þau ekki biðja neinn að lána sér hveiti; þau gátu ekki af sér fengiS aS kunngjöra bráS-ókunnugu fólki féleysi sitt, svo eina ráðið sem þau höfSu var aS biðja Drottinn að hjálpa í þessari þröng. Um háttatíma þetta kveld lögSust þau öll á bæn, faðirinn, móðirin og litli drengurinn þeirra og tjáSu Drotni böl þaS er mest aS þrengdi, oS báSu hann hjálpar. Svo fóru þau í rúmiS. Snemma næsta morgun tók Mrs. Berg opnar bakdyr hússins, þá var þar hveitisekkur upp viS einn vegg- stólpann og hann ekki lítill, því það var heilsekkur af “White Rose” hveiti, sem flestir kannast viS. ÞaS hafSi snjóað töluvert þessa nótt, svo dálítil lausamjöll var efst á sekkn- um. Spor þess eSa þeirra, sem meS sekkinn komu var ómögulegt aS sjá, vegna snjófallsins um nóttina. En þó þau í bænum sínum bæðust bjargar, þá kom þeim nú helzt til hugar aS einhver hefSi af óaðgæslu skiliS sekkinn eftir þarna — tekiS húsavilt, ætlaS meS hann til einhvers annars húss, og kom til hugar aS vikadrengnum úr einhverri búSinni hefði kannske yfirséSst svona. Svo Mr. Berg fór til allra kaupmann- anna í bænum, og spurði þá hvort ekki hefði einhver þeirra sent frá sér hveitisekk þetta kveld til viS- skiftavina þar í bænum — en þeir neituðu allir—enginn þeirra hafði sent hveitið. “Jæja,” sagSi Mr. Berg, þegar hann kom heim frá búðunum. “ViS skulum hagnýta okkur hveitiÖ. VerSi fyrirspurn geÆ, eSa gengiS eftir þvi, þá skulum viS síðar meir borga það.” Mrs. Berg bjó til brauS úr því og þaS reyndist að vera gott hveiti. En svo spurðust þau fyrir all- staÖar í nágrenninu um þaS, hver þaS mundi hafa verið, sem setti sekkinn á hússtétt þeirra um nóttina °g þó nú séu liðin tíu ár síSan þetta vildi til, þá hefir ómögulegt veriS, alt til þessa dags, aS fá neina vitn- eskju um, hver þaS hafi verið, sem kom meS hveitiS. En þó prestshjónin bæSust bjarg- ar í bænum sínum, þá bjuggust þau ekki viS aS hjálpina bæri aS á þenn- an hátt—en nú eru þau farin aS líta svo á þetta einkennilega tilfelli, aS Drottinn hafi meS þessu svarað bænum þeirra. Gott ráð til farsældar Einu sinni var kóngsson, sem var svo þunglyndur, aS hann leit aldrei glaSan dag. Hann átti nóga peninga til aS kaupa fyrir alt, sem hann girntist, hafSi nógar bækur aS lesa, og kræsingar og kostuleg klæSi. Kóngur faSir hans og/lrotning móS- ir hans voru honum bæSi einstaklega góS, og allir voru honum góSir, og hversvegna lá þá altaf svona illa á honum? ÞaS vissi enginn, og ekki vissi hann þaS sjálfur. Einn dag fór hann á fund kon- ungsins, föSur sins, og sagSi viS hann: “FaSir minn! hvernig stendur á því að þaS liggur vel á þér, en illa á mér ?” “Ja, ekki utan þaS þó!” sagSi kóngur. “Drengir spyrja svo skriti- lega—þaS er vist af því eg er i önn- um við stjórnarstörfin—af því eg er kóngur! Eg hefi ekki tíma til aS láta mér leiSast.” “Já, vinnan er víst ráS til farsæld- ar—fólk, sem á annríkt er eflaust ánægt,” sagSi kóngsson. Fékk hann sér nú spaSa og hlújárn og tók aS vinna , matjurtagarði, og vann frá morgni til kvelds af kappi miklu, en hann varS bara þreyttur, en komst engu nær gleSinni fyrir þaS,—þar næst fór hann til hins konunglega gjaldkera, -áem hafSi umsjón yfir eigum konungsins. “Háttvirti gjaldkeri,” sagSi hann, “hvernig stendur á því, aS þaS ligg- ur vel á þér en illa á mér ?” "Já, ekki utan það þó,” sagSi yfir- gjaldkerinn. “Drengir spyrja svo skrítilega.—Eg held þaS sé af því aS eg er f járgeymslumaSur—gætti eg ekki fjárins gengi alt upp á ein- um degi!” “F j á r g e y m s 1 umaSur!” sagði kóngsson. “Þar í er þá víst farsæld- in fólgin. Þeir sem geyma fjárins eru víst æfinlega ánægSir-” Tók hann sig nú til og geymdi fjárfúlgu nokkra í heilan mánuS og eyddi varla einum eyri, en ekki rætt- ist af honum þunglyndiS viS þaS. Þar næst fór hann til innkaups- manns konungshirSarinnar. “Háttvirti innkaupsmaSur-” sagSi kóngsson, “viltu gera svo vel og segja mér hvernig á því stendur aS þaS liggur vel á þér, en illa á mér ?” “Ja, ekki utan þaS þó—drengir spyrja svo skrítilega stundum,” sagSi innkaupsmaðurinn. “Eg held þaS sé af því aS eg eySi peningum— ef eg eyddi þeim ekki, þá læsti f jár- geymslumaSurinn þá niSur fyrir fult og alt.” EySslan er þaS þá, sem eflaust er bezta ráSiS til farsældar,” sagSi kóngsson. “Fólk, sem eySir pening- um er víst alt af glatt og ánægt. Tók hann nú alla þá peninga, sem hann átti til, og keypti fyrir þá eitt og annaS, en ekki fann hann gleSiefni fyrir þaS. Hann hafSi nú engin önnur úrræSi én þau, að leita fyrir sér utan hallarslotsins—einhverstaS- ar lengra burtu. Svo þegar enginn sá til slapp hann út um hallargarSs- hliSiS, og gekk um stræfi borgarinn- ar. Loks gekk hann fram á dreng- hnokka, sem grét beisklega. En áSur en kóngsson gat spurt litla drenginn hvaÖ aÖ honunr amaÖi, kom stór drengur aÖ, þar sent þeir voru. “HvaS gengur aS þér?” spurSi stóri drengurinn þann litla. “Eg er svo svangur,” svaraSi litli drengur- inn, “og viS eigum enga peninga til aS kaupa mat fyrir.” Stóri dreng- urinn brá þá þegar viS, og fór inn í búS eina þar nálægt, kom brátt aftur meS nokkra allstóra böggla, og gaf litla drengnum. Þá hætti haifh að gráta og trítlaSi ánægSur og blístr- andi meS þá ofan strætiS. Stóri drengurinn stóS og horfSi á eftir honum allur í einu brosi. Þá sagSi kóngsson viS hann: “Viltu svo vel gera, aS segja mér hversvegna þú getur veriS svona glaSur, en eg get þaS ekki ?” Þá svaraSi stóri drengurinn: “Ja, ekki utan - þaS þó! Þú spyrS svo skrítilegrar spurningar. ÞaS er á- nægSasta fólkiS sem oftast leggur sig frarn til aS gleðja aSra og gera þeim gott. Reyndu þaS sjálfur.” Kóngsson fór nú heim aftur til konungshallarinnar og gerSi þaS sem stóri drengurinn hafSi ráSlagt hon- um. í staSinn fyrir aS berjast viS aS finna ráS til aS geta sjálfur veriS glaSur og ánægSur, þá lagSi hann nú stund á aS upphugsa ráS til aS gleöja þá, sem þurftu þess meS, og gera þeirn gott, og eigi leiS á löngu áSur en hann sjálfur varS svo lífsglaSur af þessu, aS altaf upp frá því var hann nefndur “glaSlyndi kóngsson- urinn.” Handiðn er notadrýgst JárnsmiSurinn var iSinn. Hann vann frá morgni til kvelds viS aS búa til járn nagla í smiSju sinni. Undan hamarshöggum hans flugu eldsneistar eins og skæSadrífa í kringunt hann, sveimuSu um í loft- inu, dóu svo út, en nýir komu í staS- inn. Nágranni járnsmiðsins var rík- ur. Sonur hans, hr. Von Berg, kom í smiSjuna dögum oftar, og horfSi á járnsmiSinn aS iSju sinni—sér til skemtunar. Einn dag sagSi járnsmiSurinn í gamni viS hinn unga rnann: “Viltu nú ekki reyna aS búa til fáeina nagla? Reyndu þaS, ungi herra,—bara þér til skemtunar—ein- ungis sem stundar gaman. ÞaS gæti siSar meir orSiS þér að gagni.” Jungherrann — sem ekki hafSi annaS aS gera — samþykti þetta; settist hann nú hlægjandi niSur fyrir framan steðjann og byrjaSi aS harnra á járninu. Ekki leiS á löngu áSur en hann komst upp á aS búa til dágóSa skónagla. Nokkrttm árum seinna skall á styrjöld, og viS þaS misti þessi ungi ntaSur allar eigur sínar, og ekki ein- ungis þaS, hejdur varS hann aS flýja til útlanda. Þegar hann var kominn i þessa miklu fjarlægS frá ættjörS- inni, eignalatts og úrræSalaus, þá staSnæmdist hann í stóru þorpi. Þar voru flestir menn skómakarar. Hann tók eftir því, aS árlega urSu ( þeir aS kaupa dýrum dómum skó- nagla frá næstu borg, og ekki ein- asta þaS, heldur var oft ekki hægt aS fá nóg af þeim, því það þurfti svo mikiS til aS búa til skó handa herliSinu, en flestir þeir skór voru búnir til í þessu héraSi. Ungi maSurinn, sem vissi aS nú lá ekki annaS fyrir sér en skortur og örbyrgS, mintist nú þess, aS hann kunni vel skónaglagjörS. Svo hann bauSst nú til aS búa til fyrir skósmiSina þaS sem þeir þyrftu af skónöglum, ef þeir gætu látiS sér í té þaS, sem til þess þyrfti, smiSju og aSrar tilfærur, og.voru þeir þeg- ar fúsir til þess, og urðu fegnir til- boSinu. Von Berg tók nú til starfa af dugnaSi miklum, og varS, áSur langt leiS, allvel fjáSur. —“ÞaS er ætiS gott,” sagSi hann oft viS sjálfan sig, “aS kunna eitt- hvaS til handanna, jafnvel þó ekki sé þaS annaS en aS búa til skónagla. MaSur getur komist i þá afstöSu viS lifið, aS bókleg mentun komi manni ekki aS notum. Fátækt og allsleysi getur orSiS hlutskifti þeirra, er einu sinni hafa veriS ríkir. ÞaS er naúS- synlegt aS vera viS sliku búinn og læra handverk, sem hægt er aS taka til, ef á liggur.” Þýtt af Mrs. Jakobínu J, Stefánsson, Hecla, Man. “ Suðurför Riiser - Larsen Riiser-Larsen er nú lagSur á staS í leiSangur sinn til SuSur-pólslands- ins og er kominn til London. ÞaSan er ferSinni heitiS til HöfSakaup- staðar í Afriku og þaSan verSur haldiS til Enderby-lands. Fær leiS- angurinn óekypis flutning þangaS meS norsku skipi. Þar skilja þeir félagar viS skipiS og fara upp á ís- inn og svo vestur meS landi 55°° km. til Louis Philips-lands. Gera þeir ráS fyrir aS leiS sín liggi aSal- lega á 70. gr. s. br., en marga króka verSa þeir aS fara, því aS þeir ætla aÖ kortleggja um 2500 km. af ströndunum, sem ekki hafa veriS rannsakaSar áSur. Sérstaklega eru það strendurnar milli þeirra landa, sem NorSmenn hafa helgaS sér þar sySra, aS þeir ætla aS rannsaka og kortleggja, svo aS þar náist á kort samfeld strandlengja. Þessi þrjú lönd eru Dronning Maud Land, Prinsesse Ragnhild T/ind og Kron- prinsesse Martha Land. Milli tveggja hinna fyrstnefndu skerst sennilega fjörSur allmikill inn í landiS. SíSan fara þeir félagar yfir Weddell-flóa, en hann má heita ó- rannsakaSur og veit enginn enn, hve langt hann nær inn í landiS. Ætla sumir aS hann nái saman viS Ross- flóa, og sé því SuSurpólslandiS skoriS sundur og í rauninni tvö lönd. MeSan þeir félagar eru á leiðinni, eiga norskir hvalveiöamenn aS byggja forSabúr handa þeim á iLouis Philips-landi, en þangaS bú- ast þeir viS aS ná eftir eitt ár og komast heim meS norskum hval- veiSurum næsta vetur eSa vor (en þá er sumar eSa haust þar sySra). Þeir félagar fara á skíSum, en flytja farangur sinn á hundasleS- I um. Hafa þeir meS sér 60 græn- lenska hunda. Lítil matvæli hafa þeir meSferSis, því aS þeir búast viS aS geta yeitt fugl og sel til mat- ar sér og handa hundunum. En erfitt verSur ferðalagiS. Á hverju kvöldi verSa þeir aS reisa tjald og taka þaS niSur aftur aS morgni, ef veSur leyfir. En auSvitaS búast þeir viS því aS verða oft hríöteptir, og langar dagleiðir geta þeir ekki fariÖ i skammdeginu, þvi aS svo sunnar- lega er þá ekki dagskíma á lofti nema stutta stund úr deginum. Auk þess aS mæla strandlengjuna ætla þeir aS gera ýmsar vísindalegar at- huganir. Þetta er líklega sá ódýrasti SuS- urpóls leiðangur, sem farirui hefir veriS, kostar ekki nema 69—70 þús. krónur. Þar af hefir ríkiÖ lagt fram 29 þús. kr. og norsk og amerísk blöS 30 þús. kr., en Lars Christensen kon- súll flytur leiSangurinn ókeypis til Enderbylands, eins og áSur er sagt. Kona í British Columbia fær bata af því að nota Dodd’s Kidney Pills Mrs. Arthur Keeley er mjög þakk- lát fyrir batann, sem hún hefir fengið Ladner, B.C. 13 febr. (Eink^skeyti) “Eg þjáSist af bakverk mánuS- um saman,” segir Mrs. Arthur Kee- ley, Box 1409 hér í bænum. “Vinur minn sagSi mér aS reyna Dodd’s Kidney Pills. Eg hefi tekiS úr tólf öskjum og verkurinn í bakinu og nýrunum er nálega horfinn. Eg er afar þakklát fyrir batann og hefi æfinlega öskjur í húsinu og segi vinum mínum hve vel þær hafi reynst mér. Eg get líka mælt vel meS Dodd’s Antiseptic Healing Ointment. Það er ágætt viS sárum fóturp, skurSum og bruna. Dodd’s Kidney Pills hafa bein á- hrif á nýrun, græSir þau og styrkir. Hraust og heilbrigS nýru eru nauS- synlegt skilyrSi fyrir því aS blóSið sé hreint og likaminn heilbrigSur. Dodd’s Antiseptic Healing Oint- ment er ágætt græöslulyf viS öllum útbrotum og skinnsjúkdómum. EyS- ir öllum verkjum og græSir fljótt og vel. Þeir félagar eru aÖ öllu leyti vel út búnir. Hafa þeir t. d. meS sér tvo báta úr aluminum til þess aS geta komist á þeim yfir vakir í ísn_um. Frá þeim félögum MeS Riiser-Larsen verSa tveir menn, Hallvard Devold og Olav Kjellbotn. Eru þeir allir nafnkunnir menn fyrir ýms frægSarverk. Riiser-Larsen hefir ferSast bæSi um norÖur og suSur heimskautin. ÁriS 1925 var hann meS Roald Amundsen í flugferS hans norSúr í ísinn og bjargaði þeim félögum öll- um þá meS ráÖsnild sinni og flug- mansnhæfileikum. ÁriS eftir var hann stýrimaSur á “Norge” og bjargaSi þeim leiSangri frá því aS farast, þegar Nobile tapaSi sér. Tveimur árum seinna stjórnaSi hann leitinni aS Nobile og félögum hans af “Italia,” og fór þá margar hættulegar flugfe'rSir yfir hafísinn ásamt Lutzow-Holm kapteini. ÁriS 1929—30 eru þeir félagar suSur viS SuSurheimskaut, fljúga þar 5000 km. og uppgötva og kortleggja 1000 kni. af ókunnu landi. Hallvard Devold er cand. oceon., veiSimaSur, loftskeytamaSur og fyrverandi lögreglustjóri í Eiriks rauða landi. Hann hefir dvaliÖ um 10 ára skeiS í pólarlöndunum, Spitzbergen, Jan Mayen og Græn- landi. ÞaS var hann sem réSist í þaS aS helga NorÖmönnum Land Eiríks rauSa. Olav Kjellbotn hefir veriS veiSi- maSur í Landi Eiríks rauSa. Hann er og kunnur fyrir þaS, aÖ hann sigraSi í 50 km. skíSahlaupi hjá Holmenkollen. Hann er skíSasmiÖ- ur ágætur, og risi aS afli. Kemur það sér betur aÖ ekki sé fisjaÖ sam- an þeim mönnum, sem fara í annan eins leiÖangur og þennan. Á brúSkaupsdegi sínum fekk ung kona skeyti frá presti, sem var vin- ur hennar, og var þaS svo hljóSandi: "Jóh. IV. 18.” Hún fletti þegar upp í Jóhannesar guSspjalli, en greinin, sem hún lenti á var þessi: “Þú hefir átt fimm menn, og sá, sem þú nú hefir, er ekki þinn maSur.” BrúSur- inni varS svo mikiÖ urn þetta, aS þaS leiS yfir hana. En þegar hún rakn- aði við, datt einhverjum i hug a§, spyrjast fyrir um það á símstöS- inni hvort skeytiÖ gæti veriÖ rétt. Kom þá í ljós aS símritarinn hafSi slept einum staf úr. SkeytiS átti aS .vera þannig: “Jóh. I. JV. 18.” Og þegar nú var flett up í fyrsta pistli Jóhannesar, þá kom þessi grein: “Ótti er ekki í elskunni, heldur út- rekur fullkomin elska óttann.” —Lesb. ENROLL NOW! Take advantage of the low tuition rates now prevailing Day School $12 per month Night School $4 per month SUBJECTS SHORTHAND BOOKKEEPING TYPEWRITING PENMANSHIP RAPID CALCULATION ARITHMETIC SPELLING CORRESPONDENCE ' ^ SECRETARIAL PRACTICE, ETC. Call or write for descriptive folder. Emplre Business College 212 Enderton Building Portage and Hargrave TELEPHONE (Next to Eaton’s) 23 252 Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.