Lögberg - 16.02.1933, Blaðsíða 2

Lögberg - 16.02.1933, Blaðsíða 2
Bls. 2. LÖGBERG, FIMTUDAGINN16. FEBRÚAR, 1933. Ferð um Strandir (Framh.) -------- Það var á Bjarnarfjarðarhálsi, að Svanur á Svanshóli vilti um menn ósvífs forðum, þegar þeir leituðu eftir Þjóstólfi fóstra Hall- gerðar systurdóttur Svans.— “Lít- ils mun við þurfa,” sagði Svanur, gekk út og tók 'geitarskinn og veif- aði þvi yfir höfði sér og tautaði: “Verði þoka og verði skrípi og undur öllum þeim, er eftir þér sækja.” Þá brá sorta fyrir augu manna ósvífs, og þeir sáu ekki, og féllu af baki, týndu hestum og gengu í fen ofan sjálfir, en sumir í skóginn svo að þeim hélt við meiðingar. Þannig tók Svanshóls- bóndinn á móti þeim, er sóttu hann heim forðum. En enginn vilti um okkur Gunn- laug á Bjarnarfjarðarhálsi í þetta sinn, enda áttum við aðeins friðsamleg erindi við bændur. í Bjarnarfirði er töluvert und- irlendi og nokkrir bæir. Næstum víð hálsinn, þar sem við komum niður, er Skarð. Þar komum við og fengum hressingu, en héldum síðan inn að Goðdal, sem er afdal- ur inn af Bjarnarfirði. Heldur var leiðin ógreið inn að Goðdal. Hann er þröngur, og himingnæfandi snarbrött fjöll til beggja hliða. Inst inni i dalnum er bærinn og mun það vera einasti staðurinn, þar sem nokkurn veginn er óhult fyrir snjóflóðum. Neðar í dalnum sjást gamíar bæjarrústir á hól litlum, en snjóflóð grandaði hon- um þar. — Engan dal hefi eg séð sem eins hefir mint mig á heim- kynni útilegumannna, úr íslenzk- um þjóðsögum, eins og Goðdal. í þjóðsögum okkar er búskap- ur útilegumanna oftast fyrir- mynd. í flestum voru þeir meiri fyrir sér en bygðarmenn. Hjá þeim var grasið hærra, sauðirn- ir feitari og mennirnir stærri og sterkari. ; Margar útilegu- mannasögurnar okkar eru draum- ar þjakaðrar kynslóðar, um það sem hún varð að vera án. En hvernig var nú umhorfs á þessum afskekta bæ? Stórar tún- sléttur mæta fyrst auganu og helj- ar miklir grjótgarðar, hlaðnir úr því, sem upp úr flögunum kom, þegar holtið var brotið til rækt- unar. Framræzluskurðir blasa við í mýrinni ofan við bæinn, því nú er þeim Goðdælum orðið ljóst, að þar er bezta túnstæðið. Og heima við húsin stendur Herkúles sláttuvél. Útvarpsloftnet er yfir bænum, því viðtæki hafa þeir þessir afdalamenn. Aligæsahóp-, ur gengur heima á túni, við bæj- arlækinn, sem rennur glóðvolgur upp úr iðrum jarðar. í Goðdal býr Kristmundur Jó- hansson og hefir búið lengi. ÞaÖ er hann og synir hans sem hafa rutt grjótinu og sléttaS, ræst fram og ræktað. Sonur bóndans í GoSdal,' Jóhann, er búfræðingur'frá Hólum | og hinn áhugasamasti maSur. í GoS- dal hefir Kristmundur bóndi komið upp stórum barnahóp. Mikill jarðhiti er þarna innar í dalnum, óhemjumikið af heitu vatni. Það heitasta mun vera 53 °. Góö garðstæði hafa þeir Goðdalsmenn heima við bæinn og eru áhugasamir um garðræktina eins og annað. Kartöflur eru þar og gulrófur og blómkál sé eg þar einnig. Og i reit skamt fyrir ofan bæinn, á heitum stað, sá eg þroskað bygg. í fyrra fengust þar 1000 pund af ágætum kartöflum upp úr garði, sem var 140 fermetrar að flatarmáli. Viss er eg um, að þarna eru góð skilyrði til garðræktar og margs þurftu þeir að spyrja um hana, Goðdalsmenn, þegar ráðunauturinn var kominn svona upp í hendurnar á þeim. Svo höldum við heim að bæ-aftur. í skemmunni sé eg allmarga úttroðna poka og þar sem eg er maður for- vitinn, þá gái eg í þá. Þeir voru allir fullir af fjallagrösum. Máske á grasatekjan eftir að komast til vegs og virðingar aftur hjá okkur íslendingum, og þá væri vel. Og fjallagrös varð eg var við á fleiri bæjum í Bjarnarfirði. Svo setjumst við inn í baðstofu og dætur Krist- mundar koma með kaffi. En ung- frú Sigrún suður í Reykjavík, les KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO LTD. HENKY AVE. KAST - - WINNIPEG, MAN. Tard Office: 6th Floor, Bank of Hamilton Chamben. okkur í útvarpið, það litla sem í fréttum var þann daginn. Svo er kvaðst og haldið af stað. Skuggsýnt er orðið og alt of skamma stund gat eg staðið við í Goðdal. Dimt var orðið þegar við komum á Svanhól. Engu geitar- skinni veifuðu húsráðendur móti okkur, heldur tóku okkur hið alúð- legasta og matur heið þar á borðum og uppbúin rúm. Næsta morgun notaði eg til að lit- ast um kringum bæinn. Þar eru einnig miklir jarðhitar, en heita | vatnið víst ekki yfir 40°. Á Svans- hóli sá eg ágætlega vel hirta kar- töflugarða og fallegar kartöflur. Þar sá eg 4 kartöfluafbrigði og var hverju haldiS út af fyrir sig eins og vera ber. Voru það “Up to date” og “Eyvindur,” “Rósin” og “Blálands- j keisari.” Öll voru þau sæmilega vaxin, en þó sýndist okkur “Eyvind- ur” þroskabeztur—og var eg ekkert hissa á því, því eg þekki Eyva minn. Á Svanshóli býr ekkja með börn- um sínum, en bróðir hennar Ingi- mundur er þar ráðsmaður. Synir húsmóðurinnar tveir, báðir innan við fermingu höfðu brotið sér land í garð út af fyrir sig. Hann var einnig ágætlega hirtur og er eg viss um, að þeir drengirnir hafa fengið , fleiri hundruð pund af kartöflum | upp úr garði sínum í haust. Á ' Svanshóli þarf víða að flytja mold að á jarðhitasvæðin, en þá geta garðstæði orðið þar góð. Steinsnar frá Svanshóli er annar bær sem heit- ir Klúka. Þar eru einnig margar heitar uppsprettur og sömu skilyrði til garðræktar og á hinum bæjun- um, eðaxmáske enn meiri, því jarð- hiti er þar víst einna mestur. Viðar eru laugar um Bjarnarfjörð, á Bakka, í Ásmundarnesi og i Kald- rananesi er laug niðúr við sjó. Bóndinn á Klúku hefir nýlega flutt bæinn úr stað til þess að geta hitað hann upp með heita vatninu. —< Skamt fyrir ofan bæinn á Klúku, við túngarðinn er “Gvendarlaug,” sem Guðmundur góði vígði á sinni tíð. Er hún eiginlega hinn merkasti forngripur, prýðilega upp hlaðin, hleðslan auðsjáanlega ævaforn og hefir haldið sér vel. Hún hefir auð- sjáanlega verið notuð fyrir baðlaug, . hitinn er 390. Laugin kemur upp úr móhellu og er á að gizka 190 cm. Iöng, -50 á breidd og rúmlega meter djúp.—Norðanvert við Bjarnar- fjörð á Kaldbaksdal er Önundar- haugur. Er sagt að þar sé Önundur tréfótur heygður í skipi sínu. Sögöu þeir mér, Strandamenn, að grjót hryndi á hauginn að ofan, en sjór væri að byrja aÖ brjóta hann að neðan. Ef svo er, væri hin mesta nauðsyn að rannsaka haug Önundar áður en hann verður fyrir miklum skemmdum. Laust eftir hádegi kvöddum við Gunnlaugur fólkið á Klúku og Svanshóli og héldum heimleiðis og þótti mér að ýmsu leyti merkilegt að koma í Bjarnarfjörðinn. Þar fara Strandaf jöllin að hækka og alt verður hrikalegra en sunnar í sýsl- unni. '1 Eg hefi altaf haldiö, að í hverri sýslu á voru landi megi rækta nægi- legt af kartöflum handa íbúunum; þó ekki verði kartöflur ræktaðar á hverjum bæ. Eg er sannfærður um að hitasvæðin í Strandasýslu geti orðið þýðingarmikil í þessu tilliti fyrir Strandamenn. Áhugann fyrir því hafa þeir, en “praktisk” þekking þeirra á garðyrkju þarf að aukast frá því sem nú er. En þó staðir séu þar víða, þar sem miklum erfiðleik- um er bundið að rækta kartöflur, þá er til svo margt annað, sem hægt er að rækta sér til heilsubætis á þeim stöðum. Fús væri eg að fara í fyrir- lestraferS til þeirra og lesa yfir þeim um þessi efni.—Víðar eru jarðhitar í Strandasýslu en í Bjarnarfirði, bæði sunnar og norðan, en ókunnug- ur er eg á þeim leiðum. Framh. —Tíminn. Ragnar Ásgeirsson, Fyrir hundrað árum eins og nú Alt það böl, sem komið hefir yfir Evrópu eftir stríðið, mátti hún áður þola að loknum Napóleonsstyrjöld- unum, Eini munurinn á ástandinu 1930 og 1830 cr sá, að 1830 voru það hinir sigruðu, en 1930 sigurveg- ararnir, sern heimskreppan kom harðast niður á. Kreppan lýsti sér alveg eins fyrir 100 árum og nú: stórkostleg aukning ríkisskulda, dýr- tíð, gengishrun og verðfall. Og þá spáðu menn því, eins og nú, að dagar “auðvaldsins” vœru taldir. Þá ritaði hinn frægi enski sagnfrœðingur og stjórnmálafrœðingur Lord Thomas Babington Macaulay eftirfarandi grein í “Edinburgh Reviezv”: Saga mannkynsins frá öllum öld- um sýnir það og sannar, að þrátt fyrir stríð, skatta, hungursneyð, hættuleg innflutnings- og útflutn- ingsbönn og önnur verri valdboð, hefir framtak einstaklingsins altaf sigrast á erfiðleikunum, þvi hefir tekist að skapa ný verðmæti örar heldur en stjórnirnar gátu eytt þeim og bæta úr öllu því, sem skaðsemd- armennirnir höfðu unnið. Maður sér að þjóðarauðurinn vex og lífs- kjörin batna þrátt fyrir spillingu og óhóflega eyðslu valdhafanna. Nú sem stendur eru hörmunga- tímar. En hvaða neyð er þetta, bor- ið saman við sögu seinustu 40 ára? Nú eru hærri skattar heldur en hin- ir þrautpíndu skattþegnar höfðu nokkuru sinni trúað að gæti átt sér stað; ríkisskuldir eru meiri en nokkur dæmi eru til áður; tollar eru lagðir á lífsnauðsynjar og gjaldmið- illinn hefir hrapað í verði. En — þrátt fyrir þetta—er þjóðin þá fá- tækari heldur en hún var árið 1790! Vér erurn sannfærðir um, að þrátt fyrir allar yfirsjónir stjórnendanna, hefir þjóðin auðgast ár frá ári. Það hafa komið fyrir timabil, að hún hefir staðið i stað, eða miðað aftur á bak, en það hefir aðeins verið um stundarstakir og yfirleitt er ekki minsti efi á því, að velmegun fer stöðugt vaxandi. Það getur komið útsog sem allra snöggvast, en flóðið heldur áfram fyrir því. Ef vér spáðum því nú í dag að árið 1930 muni verða 50 miljónir mánna í Bretlandi og lifa við miklu betri kjör en vér lifum nú, betri fæðu, betri föt og betri húsakynni; að Sussex og Huntingdonshire verði þá betur stæð heldur en frjósömustu hlutar West Riding eru nú; að rækt- að land, eins og garðar, nái upp á brún á Ben Nevis og Helwellyn, að á hverju heimili verði vélar, sem enn hafa ekki verið f undnar upp; að þá verði ekki vegir notaðir, heldur járn- brautir og að menn ferðist eingöngu á þeim farartækjum, sem knúin eru áfram af gufu; að ríkisskuldir vor- ar, hversu ógurlegar sem oss virðast þær, verði í augum þátíðarmanna hlægilega litlar og þeim veittist auð- velt að greiða þær að fullu á 1—2 árum. Bf vér spáðum öllu þessu, þá mundu menn telja oss vitskerta. En án þess að spá neinu, skulum vér taka þetta fram: Ef einhver hefði spáð því í parlamentinu, sem kom saman til neyðarráðstafana eft- ir hrunið 1720, að árið 1830 mundi velmegun i Englandi verða svo mik- il að árstekjur ríkisins yrði meiri heldur en allar skuldir þess voru þá, og þóttu óbærilegar; að á móti hverjum einum sem þá átti 10 þús- und sterlingspund mundi 1930 verða fimm, sem ætti 50 þús. stpd., að manndauði yrði þá helmingi minni; að pósttekjurnar einar yrði þá meiri heldur en allir skattar og tollar á dögum Karls II.; að menn gæti siglt yfir höfin, án þess að skeyta nokkuð um hvaðan vindur stæði og ekið á landi, án þess að nota hesta; ef ein- hver hefði spáð þessu mundu for- feður vorir ekki hafa lagt meiri trúnað á það, en sögu Gullivers. Og þó mundu allir þessir spádómar hafa ræst. Enda þótt hver maður viðurkenni, að stöðug framför hefir orðið á öll- um sviðum fram að þessum tíma, virðist enginn treysta á það, að samskonar framfarir verði hjá næstu kynslóðum. Vér getum að vísu ekki sannað, að þeir, sem halda því fram að mannkvnið hafi nú náð fullnaðarþroska, hafi lifað sitt hið fegursta, hafi rangt fyrir sér. En hið sama sögðu íorfeður vorir, og höfðu jafnmikið til síns máls. Árið 1640 sögðu menn: Einnar miljónar útgjöld á ári nægja til þess að steypa oss • i eymd og volæði. En 1660 var viðkvæðið: með 2 miljóna útgjöld á ári fer ríkið á höfuðið. “6 miljóna útgjöld á ári og 50 milj. ríkisskuld ! Bandamenn vorir hafa komið oss á kúpuna,” sagði 'Swift. “140 miljóna skuld” hrópaði, Junius, “það er meira en vér nokkru sinni getum borgað.” 240 miljóna skuld! hrópuðu allir stjórnmálamenn í kór 1783, “það væri ráðsnjall ráðherra sem tækist að bjarga svo hörmalega stæðu ríki!” Vér vitum nú; að ef ríkisskuldirnar hefðu ekkert aukist siðan 1783, skuldir þær, sem þeir Pitt, Fox og Burke höfðu svo mikl- ar áhyggjur út af, þá væri það nú leikandi fyrir oss að borga þær með sköttunum, enda þótt þeir væri miklu lægri heldur en þeir nú eru. Hvers vegna ættum vér þá, þegar vér höfum ekki yfir annað að lita en sífeldar framfarir og batnandi hag, að búast við aftur för og hruni í framtíðinni? Það er ekki fyrir framkvæmdir hinnar alvöldu og alvitru rikisstjórn- ar að þjóðin hefir tekið vaxandi framförum, heldur vegna hyggjuvits og dugnaðar einstaklinganna. Og vér treystum óhræddir á það hyggjuvit og þann dugnað í fram- tíðinni. Hið besta, sem ráðandi stjórnmálamenn vorir geta gert, er það, að hugsa eingöngu um sitt starf, lofa fjármagninu hindrunar- laust að leita uppi bestu auðsupp- spretturnar, láta framboð og eftir- spurn skapa réttlátt verð á nauð'- synjavörum, lofa iðni og hyggjuviti að fá sin verðskulduðu laun, en leti og heimsku verðskuldaða refsingu. Þeir eiga aðeins að kappkosta að vernda friðinn og eignarréttinn, draga úr réttarfarskostnaði og gæta hinnar ströngustu sparsemi i með- ferð fjár hins opinbera. Ef þeir gera það, þá er engin hætta á öðru en að þjóðin sjálf sái um alt annað. —Lesb. Mbl. Samband kirkjnfélag- sins við önnur kirkjufélög Það var minst á þetta mál í Sam- einingunni fyrir stuttu, á þá leið, að fyllilega mætti vænta þess, að til sameiningar dragi. Vafalaust eru ýmsir að hugsa um það mál. I því sambandi virðist ekkert á móti því að minnast á þann hugsun- arhátt, sem er óðum að ryðja sér til rúms meðal lúterskra kirkjufé- laga í Ameríku. Lúterska kirkjan hérlendis skift- ist í marga mis-stóra flokka: The United Lutheran Church in Ameri- ca (U.L.C.A.) er talin stærsta deildin, og telur á aðra miljón fermda meðlimi. Næst að stærð kemur Artierican Lutheran Con- ference, og þar næst Synodica Con- ference, og ótal smærri flokkar og kirkjufélög. Áður fyr var skiftingin janvel á- kveðnari en hún er nú. Þjóðernis- leg landamerki voru skilrúm, sem ekki var komist yfir. Nú er hugs- unarhátturinn að breytast meir og méir með hverju ári. Sérkenni frumbýlinganna, sem orsökuðu þessi skilrúm, eru að mestu horfin með þeim sjálfum, og skilrúmin að hverfa. Sameiginlegt tungumál, margvísleg viðskifti, greiðari sam- göngur og margt fleira, kemur mönnum til að skilja hvern annan. Því meir sem menn kynnast, þess ljósara verður það, sem er sameig- inlegt með þeim. Menn eru farnir að láta sér skiljast, að þeir eiga sam- eiginlega köllun, sem ekki verður rækt nema með samtökum. Því há- leitari sem köllunin er, þess meiri er ástæða til samtaka um fram- kvæmdir. Meðlimum lútersku kirkjunnar í Ameríku er það ljóst, að Guð ætlar I henni háleitt og ákveðið hlutverk. | Verður það unnið aðeins með því móti, að menn standi saman, ein- dregnir og óskiftir. Mun þessi skilningur vera að verða ríkjandi meðal flestra, ef ekki allra kirkju- deilda kirkju vorrar; því tímabært að íhuga þetta mál fyrir alla, hvaða afstöðu, sem þeir annars kunna að taka í því. Málið er búið að vera all-lengi á dagskrá hjá kirkjufélaginu, en naumast hefir það verið tímabært fyr en nú. En nú er áreiðanlega kominn tími til þess að skoða málið frá öllum hliðum. Það verður að athuga það frá hlið eigin hagsmuna og frá hlið annara kirkjufélaga. Kirkjufélag vort er með smæstu deildum kirkjunnar. Presta sína flesta hefir það orðið að fá að, eða fá þá mentaða í skólum annara kirkjufélaga lúterskra, og með f jár- munalegum styrk þeirra. Skóla hefir verið haldið uppi í nafni kirkjufélagsins. En til þess hefir þurft að fá gjafafé svo þús- undum skifti frá sterkari félögum. Trúboðssyæði vort er að ganga saman, og söfnuðir að veslast upp. Vegna fjárskorts ekki hægt að lið- sinna þeim eftir þörfum. Það er einróma vitnisburður ver- aldarsögunnar, að smá flokkar, geta ekki haldið sér út úr til lengdar; þeir hverfa að endingu, sem dropi í sjóinn. Saga Nbrðmanna, sem eitt sinn settust að á Frakklandi, Skot- landi, Rússlandi o. v., sýnir þess dæmi. Ótaldir eru þeir, sem kirkja vor hefir mist hér, af þessari ástæðu. Málshátturinn segir: “Aðskildir föllum vér, sameinaðir stöndum vér.” Það virðist því liggja fyrir kirkju- félaginu, annaðhvort að gera sam- band við stærri og sterkari deildir innan kirkju vorrar, og sameina okkar smáu krafta með þeirra til þess að framkvæma hlutverk það, sem okkur er ætlað að vinna; að öðrum kosti að dreifast meðal ann- ara kirkjudeilda, eða eiga á hættu að verða að engu trúarlega. Dr. Boe, yfirmaður Ólafs helga skólans í Minnesota, lét svo um mælt fyrir nokkru: “Lúterska kirkjan í Ameríku skiftist í þrjá aðal flokka, svipaða að vöxtum. Fáein kirkjufélög, sem standa utan þeirra eru fámenn, og mun annaðhvort, að þau nálgast hinar stærri deildir og sameinast þeim, eða þau tapast kirkju vorri.” Og enn fremur: “Til þess að boðskapur lútersku kirkjunnar fái notið sín til fulls, þarf að komast á vinsamlegt sam- band, og eindregin samvinna meðal meðlima hennar.” Athugi maður þetta mál frá hlið annara félaga, getur margt komið til greina. Ekki má kirkjufélagið vera í neinhi ávissu um það efni. Ekkert er heldur unnið við það, að gera sér upp ímyndaðar hættur við- víkjandi sambandi við önnur félög. Það mætti virðast hugsanlegt, ef kirkjufélag vort gengi í félag með stærri félögum, að einstaklings rétti þess væri hætta búin. Mér skilst að afstaðan í þessu tilfelli sé svipuð þvi, eins og þegar menn ganga í söfnuð, eða þegar söfnuðir samein- ast félagsböndum. Einstaklingarnir missa ekki réttar síns á neinn hátt; miklu fremur mun þeim verða meira úr kröftum sínum, og starfið verður öllum léttara og meira kemst í verk. Mér er ekki kunnugt um yfirlýs- ingu annara kirkjufélaga þessu við- víkjandi, en yfirlýsing United Luth- eran Church er á þessa leið. “U.L. C.A. leggur áherzlu á að hvert kirkjufélag út af fyrir sig hafi sem fullkomnasta félagslega skipun, og að starfræksla og framkvæmdir all- ar gangi reglulega. Vill heildin sem allra minst grípa inn i sérmál þeirra. Kirkjufélögin hljóta sjálf að vera kunnugust einkamálum sínum, og 1 vita hvað bezt á við í öllum tilfell- um. í lögum U.L.C.A. stendur (VIII. 4-): “Hvert einstakt kirkjufélag hefir Nuöa-Tone Keglulegt heilsulyf, sem styrkir líf færin. Ef þú ert bara hálfur maður, eða hálf kona, þá reyndu NUGA-TONE. Ef þú ert ekki ánægður með verkanir þess, þá verður dollarnum, sem þú hef- ir borgað fyrir það skilað aftur. NUGA-TONE tekur á sig alla áhættuna. Bíðið ekki degi lengur og eyðið ekki annari andvökunðtt. Fáið yður flösku nú STRAX—þér munuð borða betur og sofa betur og verða eins og yður er eðlilegt að vera. alla framkvæmd, fullan rétt og endi- legan úrskurð í öllum sínum-sérmál- um, sem það ekki felur heildinni til framkvæmda fríviljuglega.” Næst mætti spyrja: Hver er af- staða U.L.C.A. gagnvart tungumála spurningunni ? Um það f jallar reglugjörð U.L.C. á þessa leið: “U.L.C.A. hefir þá skoðun, að guðsorð sé flutt og útlistað á bless- unarríkastan hátt, að það sé flutt á því tungumáli, sem sé ljósast til skilnings þeim, sem á í hlut, og játar fullan rétt hvers safnaðar kirkjufé- lags og stofnunar að nota það tungu- mál, sem bezt á við kröfur þeirra, sem njóta starfsins. Og telur sér skylt að hafa á boðstólum bækur á mismunandi tungumálum, til þess að boðskapurinn meigi verða til sem mestrar blessunar. Lúterskir menn koma frá ýmsum löndum og mæla á ýmsum tungumál- um, verða því að ástunda að læra að þekkja hvorn annan sem bræður í Drotni, og leitast við að þekkja hvorn annan, að þeir geri sér grein fyrir því, að þeir eiga sameiginlega fjársjóðu í trúarbrögðunum, þótt tungumál skilji.” Kunnugt er það, að þjó^flokkar þeir, sem hafa gengið inn í stærri deildir, er engu ósárar um tungumál sin en okkur íslendingum. Mundu alls ekki sætta sig við það að sleppa tungu feðranna fyrir tíð fram. Hvað viðvíkur fjármála fyrir- komulagi U.L.C.A. þá hefir það nokkurskonar niðurjöfnunar skipu- lag. Eftir því er hverju kirkjufélagi ætlaður viss hluti hlutfallslega til f jársöfnunar árlega. Fara hlutföllin eftir fólksf jölda. Ekki er mér kunn- ugt hvort hin þrjátíu og þrjú kirkju- félög í U.L.C., hafa ætíð getað mætt hinum ákvarðaða fjársöfnunarhlut, eða á hvern hátt það er bætt upp, ef þau ekki geta það. Þess væri óskandi, að þeir rituðu um það mál, sem kunnugir eru. Sambandið milli kirkjufélaganna í hinum stærri deildum, er algerlega frjálst samband, og eiga þann rétt óskertan að segja sig úr sambandinu ef þeim sýnist.' Ekki ætti það að vera liætta fyrir eitt kirkjufélag að ganga í samband við stærri kirkjufélög, ef stjórnar- skráin gerir ráð fyrir þvi, að réttur hvers félags haldist óbreyttur frá því sem hann var áður en féiagið gekk inn. Minna mætti á dæmi Nova Scotia og Prince Edward Jslands, sem settu sig á móti fylkjasambandinu 1867. Þessi litlu fylki óttuðust að missa einstaklingsréttar síns, við það að ganga í samband með hinum stærri fylkjum. Sú hræðsla hefir reynst ástæðulaus með öllu. Enda hygg eg það sjaldgæft, þeg- ar félög og félagsheildir eru mynd- aðar, að máls aðiljar séu allir jafn öflugir. Miklu- fremur mun það al- gengt, að bindast samtökum bæði smáir og stórir. Ef stórir og smáir einstaklingar geta staðið lilið við lilið og farnast vel í veraldlegum félagsskap, virðist meiga ætla að það sama væri mögu- legt í andlegum félagsskap, þar sem allur félagskapurinn í heild sinni hefir það takmark, að útbreiða kenningu drottins vors og frelsara Jesú Krists. Eg tek það fram enn, þótt eg hafi minst á U.L.C. í sambandi við þetta mál, er það einungis vegna þess, að eg þekki meira til þess félags en annara. Um aðrar félagsheildir kirkju vorrar læt eg ódæmt. Eg vildi aðeins vekja athygli á þessu þýðingarmikla máli, gæti það orðið einhverjum að hvöt til að hugsa um það, tel eg betur farið en heima sotið. 5. 5. C.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.