Lögberg - 02.03.1933, Side 2
JllS. Z.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN2. MARZ, 1933
Gömul ferðasaga
Eftir G. T. Athelstan
------ Framh.
Hafði hann staðið alla þá nótt á
brúnni—og það vita þeir einir, sem
þarna voru hvaða áreynsla slíkt var
Sjálfur var eg upp á brúnni annað
slagið, en enginn talaði orð; allir
þögulir og þreyttir, áhyggjufullir,
vondaufir. Og eg pillaði mig niður
í svefnklefann og þakkaði mínum
sæla fyrir að eg var ekki sjómaður
Það var þó sannarlega betra að
standa í heitri búðinni um æfina en
að hafa slíka stöðu.
En um daginn hafði skipstjóri
lagt sig út af, og mun honum ekki
hafa orðið' erfitt að koma dúr á auga
þann dag. En skipun lá fyrir fyrsta
stýrimanni, sem var Færeyingur-
afar duglegur maður, vel bygður og
góður sjómaður, sem hafði á sér
gott orð,—að hringja á skipstjóra
ef eitthvað alvarlegt bæri að hönd-
um, og sá stýrimaður sér ekki ann-
að fært. Vildi svo til að eg var á
brúnni, einmitt þegar hann hringdi
á skipstjórann, sem nú kom upp með
stýrur í augunum og illa útlítandi.
Vildi stýrimaður fara í gegn um ís-
inn, en skipstjóri þorði þaS ekki.
Vildi hann bíða. Og þarna biðum
við eitthvað um hálftíma. fsinn
þjappaðist saman. Stýrimaður bölv-
aði—og svo gerði skipstjóri, og
dróg ekkert af, enda skildi eg hvert
orð í því rifrildi} og það gerði Árni
líka, enda kom til þeirra kasta
seinna að við yrðum að skýra frá
því.
Og alt í einu vatt skipstjóri sér að
bjöllunni og hringdi til vélstjórans
að setja vélina í gang—fulla ferð.
Sá eg aS stýrimanni brá allmikið.
Leist honum ekki á að leggja til
hafs, því sjá mátti dimman skýja-
bakkann í norðaustri. Enda stóð það
ekki nema á fáum mínútum að veðr-
ið skall á með ofsaroki og sjógangi
—beint að norðan.
Satt að segja tók það minna en
mitt meðal vit að sjá að hér var
lagt út í hættu. fsinn mátti sjá á
allar hliðar, og allmikið í norðvestur
átt, en þaðan var hættan mest ef
breyttist til N.V. áttar, sem öll lík-
indi voru til. Og til hafs sigldum
viS. Klukkan var um 4 e. m. þegar
lagt var á stað til hafs. Við Árni
fórum niður í reykingarsalinn og
reyndum að vera glaðir. Þar var
þá staddur ungur maður frá Fá-
ksrúðsfirði, Karl Jónasson frá
Svínaskála. Hafði hann tekið sér
far á öðru plássi, en kom yfir til að
sjá hvað þeir ætluðu að gera.
Og nú fór gamanið að grána. ís-
inn var að koma á okkur að norðan
og norðvestan. Skipið átti erfitt að
halda undan ísjökunum, og þessi
eltingaleikur gekk um hríð. Þó kom
að því sem hinir reyndari, eins og
Árni, voru hræddir um, að ísinn
mundi rekast á stýrið, og mistu
menn nú stjórn á skipinu. Stormur-
inn hamaðist á okkur með þeim á-
kafa að nú virtist sem að veðrið
kvöldið áður hefði verið barnaleikur
einn í samanburöi við þessi ósköp,
sem eg á engin orð til að lýsa. Jak-
arnir rákust á skipið—eða réttara
sagt, skipið fór nú að hendast frá
einum jaka til annars. Vélinni var
þó víst haldið við um tíma, en svo
fór vatn að koma í vélarrúmið.
Stýrið krypplað eins og þakjárn
upp undir skútann, og nú var skrúf-
an líka brotin af, og vatnið fór inn
með ásnum.
Útlitið var satt að segja ekki á-
litlegt. Hypjaði eg mig inn í rúm,
tók kvæðabók Páls Jónssonar, sem
afi minn, Friðbjörn Steinsson hafði
gefið mér að skilnaði, og fór eg að
reyna að lesa. Lá eg í bókinni til
miðnættis, hálf-biðjandi til Guðs að
þetta yrði nú seinasta höggið, þvi
ómögulegt væri að nokkuð skip gæti
staðist þetta mikið lengur. En Guð
heyrði ekki til mín, enda voru mín-
ar bænir ekki eins heitar og annara,
því svo lengi hafði eg verið á Seyð-
isfirði að hafa tapað að mestu trúnni
og traustinu á Guði, því á Seyðis-
firði skeytti fólkið lítið um hin and-
legu efni. Fólkið fór ekki til kirkju
nema einu sinni á ári, eða þegar
fermt var. Var þó séra Björn Þor-
láksson hinn mesti maður, góður
stjórnmálamaður og mikill bindind-
ismaður, en prestslund hafði hann
ekki. Og nú fanst mér svo erfitt—
eins og svo oft síðarmeir, að kasta
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HKNRY AVE. KAST. - - WIWNIPEG, MAK.
Tard Offloe: fttb Floor, Bank ot Hjunilton Gbambcn.
von minni og trausti til Guðs. Hélt
eg því áfram að lesa; hafði klárað
alla bók Páls og tók nú upp stjórn-
málabækling eftir Guðmund Hann-
esson. En ókyrðin var að fara í
vöxt hjjá hinum eldri, sem voru
frammi í salnum, enda hafði þar
gengið á flestu. Myndirnar dottnar
af veggjunum, stólarnir i einni
hrúgu, alt, eða flest brotið og braml-
að og fólkið utan við sig og áhyggju-
fult. Klukkan var um þrjú um nótt-
ina er eg skreiddist fram i salinn.
Var þar ömurlegt um að líta. Kon-
urnar grétu—já, og sumir mennirn-
ir líka. Sá eg strax að eg væri sá
yngsti í þessum hóp; nema ef Kalli
á Svínaskála væri á sama aldri. Var
Kalli fölur i andlitinu og fór hann
að barma sér að alt væri farið—alt
búið; að mamma sín væri ekki fær
um að missa hann. Stóð líkt á fyr-
ir mér—jafnvel ver, þvi aðeins einn
ungan bróður átti eg, og eg fór að
hugga Kalla. Náði hann sér fljótt,
enda reyndist hann einhver dugleg-
asti maðurinn á bátnum eftir að út
í hann var komið. Mun enginn hafa
gleymt Kalla, sem þar var. En
Árna sá eg ekki. Var mér sagt að
hann væri að hugga frú Elínu
Briem, sem var á leið til Hafnar sér
til lækninga, og lág í rúminu. Og
rétt i þessu kom matsveinninn grát-
andi og óskaði þess að hann væri
heima í Danmörku. Þá bölvaði eg,
það veit hamingjan. “Hugsaðu þér,
Kalli, hvaða asnar þessir Danir eru
—óska þess að þeir væru heima í
Danmörku.” Og svo kom annar
náungi, líka grátandi. Þarna stóð
Jósep (Jósepsson?) fóstursonur
byssusmiðsins á Oddeyrinni, í stig-
anum og kastaði upp. Var hann að
rnínu áliti meiri sjómaður en svo
en þarna mátti líta veikan mann,
enda átti hann unga konu og börn
heima á Akureyri. En Jósep var
feigur. Reyndist hann seinna einn
af þeim duglegu mönnum, sem fóru
litla bátnum að reyna að ná landi
til þess að bjarga stóra bátnum, en
þar druknuðu 9 hraustir menn, lík-
lega á Héraðssöndum. En þetta er
að taka fram í söguna.
Ja, til hvers er eg annars að hripa
upp þessa gömlu sögu ? Það er kalt
og ónotalegt úti; mér leiðist, og svo
held eg áfram fyrst eg er byrjaður
á þessu. Kanske hefir einhver gam-
an að rifja upp þessa sögu, og fari
eg ekki rétt með, þá er séra Halldór
E. Johnson hér ennþá á meðal okk-
ar í Ameríku—einn af sjónarvott-
um þessa ferðalags.
Nú virtust þeir allir vera að koma
inn í salinn, skipsmennirnir, þungir
á brún, sumir dálítið ölvaðir, aðrir
grátandi. Ekki sá eg hrjóta tár af
íslenzkum augum—nei, ekki enn-
þá. En þeir vissu líka meir en við
skipsmennirnir. Þeir vissu að skip-
ið var að farast—að sökkva; að
engin von var að ná landi—sextíu
mílur að næsta útnesi, en um 100
mílur til Borgarfjarðar. Þeir vissu
þetta, mennirnir. En svo kom yfir-
stýrimaður inn í salinn. Var hann
þreytulegur í meira lagi, og fölari
var hann enn hann átti að sér, því
eg þekti hann dálítið. Tók hann upp
sessu úr einum bekknum og rendi
dálítilli stöng niður pípu, sem var
undir sætinu. Stöngin kom upp
rennandi blaut og partur af keðj-
unni blautur. “Vi ere forlyste”—
við erum farin—sagði hann lágt. Og
svo mikið álit höfðu menn á þessum
stýrimanni, að enginn efaðist um orð
hans. Rétt á eftir kom skipstjóri
og sagði að innan klukkutima mundi
vatnið ná í katlana—eldinn, og væri
ekki um annað að gera en að taka
til bátanna. Skipaði hann okkur öll-
um upp í reykingarsalinn, og þar
hnýptumst við um stund, meðan
skipsmenn voru að eiga eitthvað við
bátana. Fórum við Árni út sem
snöggvast. Lá þá skipið upp að
flötum jaka, alveg á hliðinni, og
mátti strax sjá að jakinn héldi því
uppi meira en nokkuð annað. En
svo rykti í skipinu og það seig smám
saman niður í sjóinn. Þetta gátu
allir fundið. Sjórinn var úfinn, en
þarna vorum við í dálitlu stöðu-
vatni, ef svo mætti að orði komast.
fsinn var alt i kringum okkur. Það
var hvast og kalt og hið konunglega
“personality” útlit Tryggva Kon-
ungs var nú farið. Hann var svo
lítill og aumingjalegur “skipsskrokk-
urinn, og auðséð að nú hafði hann
mætt meira afli en hann hafði ráð á.
Nefið var niðri í sjónum, en aftur
endinn uppi í lofti. Það hvein hálf-
gert dauðahljóð i reiðanum, og mér
leið illa. Árni fölnaði nú meir en
áður, og við fórum aftur inn í sal-
inn. Og við biðutn—já, líklega bið-
um við eftir dauða okkar. Allir
voru þögulir um stund; allir hugs-
uðu líklega það sama. Eg var að
hugsa um mömmu — um bróður
minn og afa og ömmu, sem eg vissi
að ennþá yrðu mesta stoð og stytta
mömmu og Bubba. Og svo var það
mér ekki lítil hughreysting að eg
hafði tekið 2,000 krónu lífsábyrgð
fyrir sex mánuðum, og eg vissi að
félagið var gott, og mundi borga
mömmu þessa peninga. Það færi þó
aldrei svo að eg yrði henni ekki eitt-
hvað til hjálpar. Þetta var meiri
hughreysting en margur heldur. Og
svo hugsaði eg um unnustuna mína
á Seyðisfirði; hvað hún nú mundi
hugsa til min; hvaða kjáni eg hefði
nú verið að hafa ekki líka tekið lífs-
ábyrgð handa henni. Það hefði þó
kannske bætt henni skaðann. Eða
var það mikill skaði fyrir hana að
eg færi nú í sjóinn? Voru þarna á
Seyðisfirði ekki jafn myndarlegir
menn og eg; Spursmál ? J ú, líklega!
Hún ætti sannarlcga skilið að fá
bezta manninn, því um meiri kven-
kost var ekki að ræða þar. í þessu
lá tapið fyrir mér. Já, eg hugsaði
til hennar og var um það að biðja
Guð fyrir hennl, þegar skipstjóri
sagði að menn vantaði til að ná ein-
um bátnum frá háu hliðinni yfir
vélarúminu. Það var eins og hann
talaði við steina. Við vorum svo
sokkin í okkar hugsanir. Enginn
hreyfði sig fyrst í stað. Hann var
líka svo úttaugaður og úti á þekju
að hann stóð þarna um stund.
Þá stóð upp eldri kona og bað um
leyfi skipstjórans að halda bæn.
Þessi kona var móðir Helga Isaks-
sonar, íshússtjóra á Akureyri, trú-
mikil kona. Stóð hún þarna með
gljáandi mjólkurfötu í hendinni, og
virtist fatan gera bænina áhrifa-
meiri, enda varð sú raunin á. Fatan
bjargaði einum bátnum, því ekkert
annað austurtrog var þar. Eg gat
ekki að því gert að mér fanst bæn-
in nokkuð löng. Hafði eg ekki sjálf-
ur verið að biðja til Guðs að hann
sýndi okkur miskunn sína og bjarg-
aði okkur frá dauðanum? En þessi
bæn kom frá þeim sem trúði á bæn-
ina, það mátti heyra. Og okkur leið
betur. “Ætlar nokkur að hjálpa við
bátinn” spurði skipstjóri. Jú, kann-
ske var það bæn konunnar, en við
rukum allir út, karlmennirnir, og
reyndist það mannsverk að koma
bátnum í sjóinn. Það sem mér þótti
þó skrítið var að skipstjóri fór
fyrstur út i bátinn. Hafði mér verið
sagt að skipstjórinn ætti að vera
seinasti maður að yfirgefa skipið.
Kallaði hann nú á farþegana.
“Kvenfólkið fyrst!”
Og út i bátinn var fyrst flutt frá
Elín Briem—hin góðkunna, gáfaða
kona, höfundur Kvennafræðarans.
Var búið um hana í skutnum, sem
bezt mátti verða undir kringumstæð-
unum, enda var hún all-veik. Næst
kom mágkona hennar, Stefanía, og
svo fósturdóttir, sem nú er kona
Péturs Péturssonar, sem þá var við
Gránufélagsverzlunina á Akureyri,
en ógift er þetta gerðist. Næst kom
Stefán Jónsson kaupmaður á Sauð-
árkróki, maður frú Elínar. Var
auðséð á Stefáni að hann átti yfir
þungum þönkum að búa.. Þarna
var hann með alla sína nánustu—
og ekkert nema bráður dauðinn fyr-
ir höndum. Framh.
Ejnar Munksgaard og
útgáfustarfsemi hans
Corpus codicum Islandicorum medii
ævi IV. Codex Frisianus, With an
Introduction by Halldór Hermanns-
son, Copenhagen, 1932
Fyrir rúmum 15 árum kom ung-
ur maður til Kaupmannahafnar að
leita sér fjár og frama. Hann var
vinfár og félítill, en hafði alt frá
æsku vitað, hvað hann vildi, og afl-
að sér óvenjulegrar þekkingar á
starfi sínu. Ejnar Munksgaard er
jóskur að ætt, fæddur í Vébjörgum
1890. Þar byrjaði hann bóksalanám
sitt, en fór tvitugur að aldri suður i
löml og vann þar í bókaverslunum í
Þýskalandi, Svisslandi og Frakk-
landi i sjö ár. Þegar til Hafnar
kom, gekk hann í félag, við annan
mann( Levin aS nafni, og byrjuðu
þeir félagar í smáum stil og seldu
fyrst einkum gamlar bækur. En
það kom brátt í ljós, að Munksgaard
var framtakssamur og fundvís á
nýjar leiðir. Fornbóksala þeirra fé-
laga óx og varð sifelt fjölbreyttari,
og áður en langt leið tóku þeir að
færast ýmis meiri háttar útgáfufyr-
irtæki í fang. Nú er svo komið, að
Levin og Munksgaard er stærsta
visindaforlag Norðurlanda og fyrir-
tæki þeirra eru vel þekt af fræði-
mönnum um allan hinn siðaða heim.
Vísindatímarit þau, sem þeir gefa út
(Acta philologica, psychiatrica,
opthalmologica o. s. frv.), hafa á-
skrifednur í 500 bæjum víðs vegar
um lönd. ^
Það er ekkert launungarmál, að
það er Munksgaard, sem er lífið og
sálin í þessari miklu starfsemi, enda
hefir hann til þess óvenjulega hæfi-
leika, bæði að gáfum, lærdómi og
skaplyndi. Hann er fjölmentaður
og fræðimaður að upplagi, prýðilega
ritfær sjálfur og hefir samið og gef-
ið út rit um bókfræði og bókasöfn-
un i hjáverkum sínum (m. a.
Nodier, Den boggale 1921, með
fróðlegum skýringum, og Om Flat-
öbogen 1930). Og hann er höfð-
ingi í lund, stórtækur og stórhuga,
kaupsýslumaður og víkingur í senn.
Hann er óvenjulegt ljúfmenni í
framgöngu og munu flestir fslend-
ingar^ sem átt hafa því láni að fagna
að kynnast honum, hafa fengið á
honum miklar mætur. Spillir það
ekki til, að hann er jóskur, því að
íslendingar hafa jafnan átt betur
skap saman viö Jóta en Eydani.
Munksgaard veitti því skjótt at-
hygli að góður markaður var fyrir
islenzk fornrit og gamlar íslenzkar
bækur víða erlendis.—Enda hefir
hann lagt meiri og meiri áherslu á
þessi fræði í bókaverslun sinni og
verið fundvís á fágætar bækur um
ísland og íslenzk efni. Hann hefir
og kostað ýmis rit um íslenzka og
norræna fornfræði, sem hér er ekki
rúm til þess að telja. En stærsta
fyrirtæki hans af því tæki eru ljós-
prentanir þær eftir íslenzkum hand-
ritum, sem hann hóf 1930 með hinni
miklu útgáfu Flateyjarbókar, og
hélt áfram með Codex Wlormianus
(Ormsbók Snorra-Eddu), Codex
Regius af Grágás, og nú síðast með
Codex Frisianus. Þessar útgáfur
hafa allar verið gefnar út, án styrkt-
arfjár nema Flateyjarbók, og má
það kalla þrekvirði, því að þær kosta
stórfé. En Munksgaard hefir tekist
að fá áskrifendur um víða veröld,
jafnvel austur í Japan, auðvitað
mest bókasöfn,, svo að fyrirtækið
ber sig, þó að forlaginu sé það meir
til frægðar en hagnaðar. Enn munu
þessar útgáfur víðast liggja lítt not-
aðar, en þær eru rækileg áminning
um að sinna fornbókmentum vor-
um og eitt stærsta sporið, sem stigið
hefir verið síðustu árin til þess að
efla hróður íslands út á við. Þess
má geta, að formáli er fyrir hverri
bók á ensku, og hafa allir formál-
arnir fram að þessu verið ritaðir
af íslendingum.
En Munksgaard mun ekki láta
staðar numið >við útgáfu handrit-
anna, en af þeim ætlar hann fram-
vegis að gefa út eitt bindi árlega. í
sumar sem leið færði eg það í tal
við hann, hvort ekki myndi tækilegt
að ljósprenta nokkurar af hinum
elstu og fágætustu prentuðu bókum
á íslenzku, líkt og hann hefði látið
gera við danskar bækur frá 16. öld I
Nuga-Tone
lyr.i ^usunuir Karia og Kvenna, er
vegurinn sá til að njóta aftur sannrar
ánægju og lífsgleði, sá að nota NUGA-
TONE. Pegar manneskjan er komin
fram yflr miðjan aldur, fara lffærln
vanalega að missa nokkuð af krafti sín-
um. pau þurfa eitthvað sér til styrkt-
ar. pess vegna er það, að NUGA-TONE
hefir komið svo morgum aftur á fæt-
urnar. Hvaða iyfsali sem er getur selt
þér þrjátlu daga forða. Reyndu það I
tuttugu daga samkvæmt fyrirsögn, og
ef þú ert ekki ánægður með verkanir
þess, þá getur þú fengið aftur þlna
peninga, og þetta kostar þig ekki neitt.
(Biblíu Kristjáns 3. o. f 1.). Hann
brást þegar vel við og hefir nú i
hyggju að byrja þessa útgáfu
(Monumenta typographica Islan-
dica) á þessu ári með eftirmynd af
Nýja testamenti Odds Gottskálks-
sonar. Af þessari elstu prentuðu
bók á íslenzku eru ekki nema örfá
heil eintök til, og verða þau nú ekki
keypt, hvað sem í boði er. En hin
nýja útgáfa, sem er fullkomin eftir-
mynd hinnar gömlu, verður seld fyr-
ir 25 krónur (danskar). Ef þetta
nýja fyrirtæki fær góðar undir-
tektir, verður haldið áfram, m. a.
með Guðspjallabók Ólafs Hjalta-
sonar, sem ekki er til nema eitt ein-
tak af í veröldinni, Sálmabók, Grall-
ara og Vísnabók Guðbrands biskups,
og jafnvel Guðbrands-biblíu sjálfri.
Af bókum þessum verða ekki prent-
uð nema 200 eintök, og má ganga
að því vísu, að þær verði bráðlega
fágætar og verðmætar.
Tók úr tólf öskjum og
og Jíður nú eins vel
og nokkru sinni
Kona í Alberta Notar Dodd’s
Kidney Pills
Mrs. M. Nerstad finnur mikinn
mismun á heilsu sinn eftir að hafa
tekið úr einni öskju af Dodd’s
Kidney Pills
Bad Heart, Alta., 27. febr. (Einka-
skeyti).
“Eg hefi tekið inn úr tólf öskj-
um af Dodd’s Kidney Pills og nú
líður mér ágætlega,” segir Mrs. M.
Nerstad, sem hér á heima. Eg hefi
í mörg ár haft veik nýru, en eftir
að hafa tekið úr fyrstu öskjunni,
var eg miklu betri. Eg hélt svo á-
fram þangað til eg var búin úr tólf
öskjum. Nú líður mér eins vel eins
og nokkru sinni fyr.”
Dodd’s Kidney Pills hafa verið
að lækna nýrnaveikt fólk í Canada
i nærri hálfa öld. Þær hafa mörgum
hjálpað, þar sem önnur meðul hafa
reynst gagnslaus. Dodd’s Kidney
Pills hreinsa blóðið og hreint blóð
færir öllum líkamanum betri heilsu
og meiri lífsþrótt. Dodd’s Kidney
Pills eru ágætis heilsulyf og nú er
tíminn að reyna þær.
Reyndu þær og mun þig ekki iðra
þess.
Codex Frisianus (Fríssbók) AM
45, fol., er ritaður snemma á 14.
öldj liklega af íslenzkum skrifara.
fyrir einhvern norskan höfðingja.
Handritið hefir verið i Noregi, en
kom til Danmerkur á 17. öld. Það
var um skeið í eigu Otto Friis, sem
það síðan er við kent, en Árni
Magnússon keypti það 1696. Það
er ágætlega skrifað, með skreyttum
upphafsstöfum. Handritið hefst á
Heimskringlu Snorra, en Ólafs sögu
helga er slept úr, því að sá, sem
bókin er skrifuð fyrir, hefir auð-
sjáanlega átt hina sérstöku Ólafs
sögu áður og því ekki þurft annað
handrit af henni. I síðari sögunum
er ýmsu bætt inn í texta Snorra eft-
ir öðrum sögum. Síðast er Hákon-
ar saga gamla eftir Sturlu Þórðar-
son. Frissbók er nú helsta skinn-
handrit Heimskringlu, því að
Kringla og Jöfraskinna eru brunn-
ar, nema fáein blöð, og aðeins til af
þeim eftirrit á pappír. Önnur skinn-
handrit Heimskringlu eru ekki
nema brot.
Prófessor Halldór Hermannsson
í íþöku hefir ritað formála þessa
bindis, og er hann bæði fróðlegur
og skemtilegur, scm vænta mátti.
Einkum er kaflinn um Hákonar
sögu rækilegur, og eru þar ýmsar
skarplegar athugasemdir um með-
ferð Sturlu á því vandasama við-
fangsefni. Um Heimskringlu sjálfa
er farið fljótar yfir sögu, enda var
það bæði of mikið mál og margrann-
sakað, til þess að gera því veruleg
skil i svo stuttu máli. Um eitt at-
riði vil eg leyfa mér að gera litla
athugasemd. Halldór Hermannsson
bendir á, að í sögunum eftir 1035 sé
slept flestum jarteinum Ólafs helga,
en segir^ að ekki sé gott að skera úr,
hvórt skrifarinn hafi gert þetta af
því að hann hafi ekki trúað á jar-
teinirnar eða ekki þótt þær máli
skifta. En sannleikurinn er sá, að
allar þessar jarteinir voru aftan við
Ólafs sögu hina sérstöku, og var því
óþarft að rita þær aftur, fremur en
söguna sjálfa. Sama hefir átt sér
stað með frumrit Jöfraskinnu og
AM 39, fol. Þar hefir líka Ölafs
sögu verið slept, og þá jarteinunum
sömuleiðis. — Hin sérstaka Ólafs
saga var til í miklu fleiri handritum
en Heimskringla, og því kom þetta
fleirum sinnum fyrir, að menn áttu
hana áður og létu því sleppa henni í
eftirritinu af Heimskringlu. En það
var einmitt trúin á helgi Ólafs og
jarteinir hans, ekki síður en snild
Snorra, sem olli hinni miklu út-
breiðslu þeirrar sögu, fram yfir aðr-
ar konungasögur.
Næsta bindið af Corpus á að
verða Möðruvallabók (AM 132,
fol.), sem er höfuðhandrit ýmissa
íslendingasagna, m. a. Egils sögu,
Kormáks sögu og Laxdælu. Mun
það bindi verða íslenzkum fræði-
mönnum enn kærkomnara en nokk-
urt hinna fyrri. Formála þess bindis.
á mag. art. Einar Ó. Sveinsson að
rita. En með hverju bindi þessa
safns verður fræðimönnum hér á ís-
landi gert hægara um vik, að fara
beint í þær frumheimildir, sem
meinleg örlög hafa vistað fjarri
j þeirri þjóð, sem skapaði þær og
j skráði og enn þá leggur mesta rækt
við lestur þeirra og rannsóknir. En
framtíð íslenzkra fræða er mikil
með öllum germönskum þjóðum og
! jafnvel víðar. Því megum vér fagna
því, að á sem flestum stöðum sé
handritanna við kostur. Þau eru
undirstaðan; sem stendur óhaggan-
leg, þótt rannsóknir og tilgátur fyrn-
ist og úreldist. Hér er verið að
vinna verk, sem miðar langt inn í
framtíðina, og vér höfum fulla á-
stæðu til þess að óska Ejnar Munks-
gaard máttar og megins til þess að
koma því sem lerigst áleiðis.
Sigurður Nordal.
—Lesb.
Fé kafnar
Reykjavik 5. febr.
Aðfaranótt fimtudags köfnuðu 53
ær í helli á Gljúfri í Ölfusi.
Aðfaranótt fimtudags s. 1. kom
fyrir atburður í Gljúfri í Ölfusi^
sem mun vera sjaldgæfur þar um
slóðir. Bóndinn á Gljúfri, Sigurð-
ur Benediktsson, hafði ær í helli,
sem notaður hefir verið alla tíð sem
fjárhellir. Hafði hann yfir 70 ær í
hellinum.
✓
Aðfaranótt fimtudags í síðastlið-
inni viku var skafbylur í Ölfusi.
Þegar bóndinn kemur að fjárhell-
inum á fimtudagsmorgun, til þess
að gefa ánum, voru dyrnar í kafi í
snjó en féð alt inni í hellinum. Er
hann kom inn í hellinn var aðkom-
an ljót; 53 ær lágu þar dauðar,
höfðu kafnað i hellinum yfir nótt-
ina.
Tíðindamaður blaðsins i Ölfusi
tjáði, að það hefði áður komið fyr-
ir, að fent hafi fyrir þenna helli, en
aldrei að sök komið fyr en nú.
Mbl.
Manntjón á Akranesi. Eftir því
sem nú er fram komið, hefir mótor-
báturinn Kveldúlfur á Akranesi far-
ist 20. f. m., með allri áhöfn. Var
bátsins saknað og lengi leitað en á-
rangurslaust. Á bátnum voru 6
menn: Bræðurnir Skapti og Einar
Jónssynir, Guðmundur Jónsson,
Helgi Ebeneserson, Indriði Jónsson
og Þorbergur Guðmundsson, alt
ungir menn og meðal hinna vösk-
ustu sjómanna á Akranesi.
Tíminn 4. febr.