Lögberg - 02.03.1933, Qupperneq 4
Rta. 4.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. MARZ, 1933
Högtjerg
Oeflð út hvern flmtudag af
TBE COLUMBIA PREBS L I MI TE D
69 5 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
Utanáakrift ritstjðrans.
EDITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
fhe "Lögberg" is printed and publíshed by The Columbia
r*rees, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
PHONEB S6 327—86 328
Skiftir um átefnu
Þess var getið með örfáum orðum hér í
blaðinu í síðustu viku, að Mr. Bennett hefði
lýst yfir því í sambandsþinginu, að hann væri
því hlyntur, að gagnskiftasamningar væru
nú gerðir við Bandaríkin. Þykir þetta miklum
tíðindum sæta, því það er öllum Canadamönn-
um vel kunnugt, þeim er nokkuð vita um
stjórnmál þessa lands, að jafnan síðan Mr.
Bennett fór fyrst að gefa sig við stjórnmál-
um, hefir hann verið viðskiftum Canada við
Bandaríkin mjög andvígur.
Árið 1911 átti Canada kost á mjög hag-
kvæmum gagnskiftasamningum við Banda-
ríkin. Þeim var hafnað, eins og kunnugt er.
Þeim var ekki liafnað vegna þess, að þeir
þættu óhagkvæmir, eða af einhverjum sér-
stökum göllum, sem á þeim þættu vera, heldur
vegna þess, að íhaldsflokkurinn var andvígur'
öllum slíkum viðskiftasamningum við Banda-
ríkin. Almennar kosningar fóru fram það ár
og íhaldsflokkurinn vann mikinn sigur. Mik-
ill meirihluti kjósendanna voru þá líka mót-
fallnir gngnskiftasamningum við Bandaríkin.
Mr. Bennett barðist þá mjög örugglega gegn
þeim, bæði í kosningahríðinni og eins eftir að
þingið kom saman eftir kosninganiar. Það ár
var Mr. Bennett fyrst kosinn á þing. Sömu
stefnu hefir íhaildsflokkurinn jafnan fylgt
síðan.
Við síðustu kosningar, 1930, hélt Mr. Ben-
nett því enn fram og það mjög ákveðið, að
viðskifti þessa lands við Bandaríkin væru
Canada til mikils tjóns. Hann sagði fólkinu
það hiklaust, að það riði á því, að hækka mikið
tolla á þeim vönim, sem hingað flyttust frá
Bandaríkjunum. Og þegar Mr. Bennett var
kominn til valda, stojS hann fyllilega við orð
sín, hvað það snerti að hækka tolla á innflutt-
um vörum frá Bandaríkjunum og vama því
með ýmsu móti, að vörur þaðan fyttust til
þessa lands. Hepnaðist þetta svo vel, að ár-
ið 1929 námu innfluttar vörur frá Banda-
ríkjunum $868,012,229, en 1932 var sú upphæð
komin ofan í $351,686,674. Stjórnin var mjög
ánægð með þetta og sömuleiðis blöðin, sem
liana styðja. Hitt var ekki nærri eins gott, að
1929 hafði Canada selt vörur til Bandaríkj-
anna fyrir $499,612,145, en árið 1932 fengnm
vér aðeins $235,186,674 fyrir þær vörur, sem
Canada seldi til Bandaríkjanna. Af þessum
ástæðum sat Canada uppi með mikið af vör-
um, sem ekki var hægt að selja. Gat það nú
naumast lengur dulist nokkrum þeim, sem um
þessi mál hugsuðu, að hagurinn af tollstríð-
inu við Bandaríkin, og reyndar aðrar þjóðir
líka, var heldur lítill fyrir Canada.
Lítur út fyrir að Mr. Bennett sé nú farinn
að sjá það, engu síður en aðrir menn, eins og
reyndar vænta mátti, að eini vegurinn til að
geta selt þær vörur, sem Canada hefir að
selja út úr landinu, er sá að taka aftur vörur
frá þeim þjóðum sem Canada skiftir við.
Canada á þess ekki kost, frekar en aðrar þjóð-
ir, að selja sínar vörur öðrum þjóðum fyrir
peninga, en kaupa lítið eða ekkert af þeim.
Því fyr sem stjórnmálamenn allra þjóða sjá
þennan sannleika og geta fengið sig til að
vera sanngjarnari, því betra.
Eftir því að dæma hvernig Mr. Bennett
fórust orð í þinginu hinn 20. febrúar, verður
ekki betur séð en hann hafi skift um stefnu í
þeim efnum, sem hér er um að ræða. Hann
virðist nú hafa fallist á þá stefnu, sem þeir
Laurier, Cartwright og Fielding héldu fram
fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Þeir héldu því
fram, að viðskifti milli þessara tveggja landa,
Canada og Bandaríkjanna, væru á allan hátt
eðlileg og Canada riði því meira á því, að
komast að hagkvæmum gagnskiftasamning-
um við Bandaríkin heldur en nokkura aðra
þjóð í heimi.
Slíkir gagnskiftasamningar stóðu Canada
til boða 1911, en var þá hafnað. Hvort Mr.
Bennett kann að hafa eitthvað fyrir sér í því,
að hægt sé að komast að svipuðum samning-
um nú, eða einhverjum hagkvæmum samning-
um skal hér látið ósagt. En það, að Mr. Ben-
nett hreyfir þessu máli nú, 'bendir heldur í þá
átt.
Ef Mr. Bennett er hér full alvara, sem eng-
in ástæða virðist til að efa, þá hefir hann á-
reiðanlega skift um stefnu. Það er hér sagt
af því það er sannleikanum samkvæmt og svo
ljóst að ekki getur verið um að villast.
Það er honum alls ekki til óvirðingar. Ekki
nema rétt að skifta um stefnu, ef maður sér
villu síns vegar.
Hvar eru takmörkin ?
Fjárhagur Manitoba fylkis er langt frá því
að vera í góðu lagi. Fylkisstjórninni h'epnast
ekki að láta tekjurnar mæta útgjöldunum.
Útgjöldin eru meiri en tekjurnar. Það er
mikill tekjuhalli. Manitoba fyllci hefir hér
svipaða sögu að segja, eins og hin fylkin.
Dálítið lakari heldur en sum þeirra. Tölu-
vert betri en önnur. Sömu sögu hefir lands-
stjórnin að segja og sömuleiðis flestar bæjar-
stjórnir og sveitastjórnir. Vitaskuld er
þetta ekkert nýtt. Þess vegna er það, að
landið er í biljóna skuldum og fylkin í milj-
óna skuldum, og borgirnar líka, að meira fé
hefir verið notað heldur en inn hefir komið.
Tekjur hafa verið minni en útgjöld og því
hafa skuldir safnast.
Hvað Manitoba fylki snertir, þá hefir
stjórnin á ýmsan hátt verið að reyna að
draga úr útgjöldunum. Skattana þykir nú
naumast gerlegt að auka úr því sem komið
er, eða ekki svo að miklu muni. Etf það er
rétt, að ekki sé hægt, eða gerlegt að auka
tekjumar, þá er vitanlega ekkert fyrir hendi
annað en minka útgjöldin, eða sökkva dýpra
og dýpra í skuldir og það er Manitoba, eins
og hin fylkin, nú að gera.
En í hvert sinn sem það kemur til mála,
að draga eitthvað úr útgjöldunum, þá rísa
upp verkamanna l)eiðtogarnir og mótmæla
öllu slíku harðlega. Ef þeim á vel að líka
má aldrei lækka kaup nokkurs manns og það
má helzt engin útgjöld lækka, nema ef vera
kynni til lögreglu og réttarfars. Það verður
ekki betur séð, en þeir menn vilji halda uppi
útgjöldunum til allra opinberra þarfa og
þjónustu, eins og þau hafa mest verið, án
tillits til þess, hvað tekjunum líður. E/n þess-
ir menn hafa líka nokkuð til síns máls og
þeir hafa mikið fylgi, að minsta kosti í Win-
nipeg. •
En svo kemur hinn mikilsmetni fylkis-
þingmaður, Sanford Evans, sá, sem fledri
atkvæði hlaut heldur en nokkur annar,
við eíðustu fylkiskosningar, og segir þing-
inu að fjánnálastefna stjómarinnar sé
öll vitlaus. Hann segir að stjórnin ætti
als ekki að eyða meini, en hún tekur inn.
Hún megi ómögulega gera það, því með því
háttalagi aukist skuldirnar meir og meir og
slík stefna hljóti að leiða til gjaldþrota.
Vitanlega þarf engan fjármálaspeking til
að sjá það, að ef meiru er eytt en inn er
tekið, þá er Jiað engin gróðavegur og getur
ekki gengið í það óendanlega. Hver ein-
staklingur, sem það gerir, er á leiðinni til
gjaldþrota. Sama er að segja um opinberar
stofnanir og stjórnir. Það liggur því ekki
nærri, að vér séum nokkuð að finna að þess-
ari bendingu frá Mr. Evans, því hún er í
sjálfu sér réttmæt, þó það geti stundum verið
réttmætt, að eyða í bili meiru en aflað er.
En þegar fjármálamaður, eins og Mr.
Evans, segir stjórn og þingi, að ekki megi
eyða meiru en aflað er, þá getur maður naum-
ast annað en látið sér finnast, að maður
verði fyrir miklum vonbrigðum, þar sem hann
gerir enga tilraun til, að benda á ráð út úr
fjármála vandræðunum. Það er alveg þýð-
ingarlaust að segja einni stjórn, að hún verði
að gera þetta eða hitt, sem hún sjálf veit
ekki hvernig á að gera, án þess að benda henni
á eitthvert ráð til að gera það.
Sjíálfsagt vilja langflestir, að fjárhagur
fylkisins sé góður, og sjálfsagt viljá lang-
flestir góðgjarnir menn að tekjur fylkisins
geti að minsta kosti mætt útgjöldunum, en
vandinn er sá, að finna veg til þess, að þetta
megi verða. Mr. Evans segir ekki hvernig
þetta megi verða. Hann segir ekki einu
sinni hvort hann vill hækka skattana, eða
minka útgjöldin. Hann er bara að finna að
gerðum stjórnarinnar, án þess að benda á
nokkur ráð til bóta.
Þetta er svo sem ekki neitt nýtt. Það er
gömul aðferð minnihluta flokka á þingum,
að finna að við stjórnina, hver sem hún er,
án þess að segja henni hvernig hún gæti gert
betur. Þeir bara segjast sjálfir geta gert
betur, þó sú verði oft ekki raunin á. Það
lítur oft svo út, að flokksfylgið eigi sér eng-
in takmörk.
Það er áreiðanlega ekki ósanngjarnt af
íbúum Manitobafylkis, að þeir krefjist þess
af þingmönnum sínum, hvaða flokk sem þeir
tilheyra, að þeir, eins og nú er ástatt, leggi
fram alt sitt bezta, til að bæta hag fylkisins
oð ráða fram úr vandamálum þess, en Iáti
flokksfylgið eiga sig fyrst um sinn.
Rœða Einars S. Jónas-
sonar
þingmanns Gimli kjördcemis, flutt í
fylkisþinginu í Manitoba, þann 15.
febrúar, 1933
Einar P. Jónsson þýddi.
Herra forseti!
Um leið og eg stend á fætur til
þess að ljá stuSning tillögu hins
háttvirta þingmanns Winnipegborg-
ar, Mr. Maybanks, get eg ekki var-
ist þess aÖ láta það í ljós, hve mér
er ábótavant er til þess kemur að
gera málefni þessu þau skil, er
æskilegt væri; þó vil eg skýra for-
sætisráðgjafanum frá því, að eg met
mikils þann heiður, er Gimli kjör-
dæmi hefir með því fallið í skaut,
að eg, sem fulltrúi þess, og nýgræð-
ingur á þingi, skyldi verða fyrir
vali til þess að inna þetta hlutverk
af hendi.
Eg get ekki látið hjá líða, að
óska forsetanum til hamingju með
endurkosningu sína; ber það ótvi-.
rætt vitni um það hve samvizku-
samlega hann heíir int af hendi starf
í þessu virðingar og vandasama em-
bætti.
Eg get heldur ekki leitt hjá mér,
að flytja Mr. Bracken árnaðaróskir
í tilefni af hinum glæsilega kosn-
ingasigri hans í sumar er leið.
Verkamannaflokknum óska eg einn-
ig til hamingju með þann liðsauka
er honum bættist í kosningunum,
sem og íhaldsflokknum fyrir það
sjaldgæfa fylgi, er einn af fram-
bjóðendum hans hlaut; á eg þar við
háttvirtan þingmann Winnipegborg-
ar, Mr. Evans.
Ekki tel eg það ólíklegt, að ýms-
um af hinum háttvirtu samþings-
mönnum mínum, kynni að þykja ó-
maksins vert, að hlusta um stund á
nokkrar sögulegar skýringar við-
víkjandi kjördæmi mínu. Nafnið
Gimli á rót sína að rekja til hinnar
norrænu goðafræði, og gilti um bú-
stað guðanna, eða síheiðan himin æ-
varandi réttvísi; þó hafa þeir at-
burðir gerst i kjördæminu ekki alls
fyrir löngu, er vakið hefðu getað
hjá ýmsum þá hugmynd, ^ð ekki
væri alt með feldu um nafnið, eða
með öðrum orðum, að kjördæmið
fyrir þá sök, svaraði ekki allskostar
til nafns. <
Landnemarnir fyrstu, synir og
dætur hins islenzka þjóðstofns,
lentu að Gimli þann 22. dag október
mánaðar árið 1875 við vesturströnd
Winnipegvatns, þar sem Gimli þorp
nú stendur. 1 þeim hóp voru um
tvö hunduð manns, konur, menn og
börn; höfðu þessir Birkibeinar
dvalið veturinn á undan í grend við
Kinmount i Ontariofylki. Ferðin
frá Winnipeg til Gimli tók fulla sjö
daga; vegalengdin er um sextíu míl-
ur; siglt var eftir ánni á opnum flat-
botnuðum kænum. Enginn minsti
undirbúningur hafði þá verið gerð-
ur þar nyrðra að framtiðardvöl.
Veturinn lagðist snemma að. Þess-
ir harðsnúnu æfintýramenn áttu í
fyrstu ekki annars úrkosta, en að
hafast framan af við í tjöldum, þar
til tekist hafði að hrófa fyrstu
bjálkakofunum upp. Vistir voru af
næsta skornum skamti; um ávexti
var ekki að ræða, og ónóg og óholl
fæða varð þess valdandi að fjöldi
fólks veiktist úr skyrbjúg um vet-
urinn og því nær þriðjungur inn-
flytjendanna týndi lífi. Sumarið
eftir bættust um þúsund íslenzkir
nýbyggjar í hópinn; þá hafði dálitl-
um gripastofni verið komið á fót i
nýlendunni, og þó nokkru sáð af
garðaávöxtum, og var hætta sú, sem
frá skyrbjúgnum stafaði að miklu
leyti úr sögunni. En hér fór sem
oftar, að ekki er ein báran stök.
Umsjónarmönnum innflytjendanna
hafði af einhverjum ástæðum hlaup-
ist yfir að koma auga á eitt einasta
bóluveikis tilfelli, er dró alvarlegan
dilk á eftir sér. Þessi ægilega plága
fór herskildi um nýbygðina og skildi
eftir sig mikinn val. Ekki kæmi mér
það ókunnuglega íyrir þó sá yrði
dómur sögunnar, að þeir tveir vetr-
ar, sem hér er um að ræða, muni
hafa leitt í ljós átakanlegri fingra-
för hvers konar þrauta, en nokkurt
annað tímabil í nýlenduþroskun
fylkisins. Frá þessu þrekrauna tíma-
bili íslenzku frumherjanna norður
við vatnið, lifa enn í endurminning-
unni margar dýrðlegar myndir af
sjálfsafneitun og drenglund.
Árið 1877 fór nokkuð að birta
til, og frá þeim tima verður ekki
annað með sanni sagt, en að ferill
Islendinga niður við vatnið, hafi ver-
ið glæsilegur þroskaferill. Megin
þorri nýbyggjanna á þessum slóð-
um, stundar fiskiveiðar og landbún-
að.
Frá árinu 1899 og fram um upp-
haf styrjaldarinnar 1914, fluttist
inn í Gimli kjördæmi mikill fjöldi
Pólverja og Úkraníu-manna frá
Galizíu, er þá taldist til Austurrik-
is, en nú til Póllands. Þá var svo
komið að Islendingar höfðu náð
haldi á flestum þeim jarðnæðum, er
næst lágu Winnipegvatni, sem og
fram með íslendingafljóti. Þessi
nýi aðkomulýður átti því ekki ann-.
ars úrkosta, en að sætta sig við ból-
festu á jörðum, er innsveitis lágu,
og voru margar hverjar alt annað
en líklegar til hagsældar. Hvergi
nærri sætti fólk þetta sömu þrek-
raunum og hinir íslenzku frumherj-
ar; þó átti það vitanlega heldur ekki
ávalt alt sjö dagana sæla. Margt af
fólki þessu er nú komið vel á veg í
menningarlegu tilliti, og farnast vel.
Þess vil eg láta getið, herra for-
seti, og það svo, að ekki orki tvi-
mælis, að þrátt fyrir atburð þann,
er kom fyrir í Árborg á öndverðum
yfirstandandi vetri, er svo langa
langt í frá, að Pólverja eða Úkraníu
menn þar nyrðra skorti drottin-
hollustu til móts við aðra borgara,
eða vi]ji virða að vettugi viðurkent
ríkisvald. Atburður sá, er hér um
ræðir, er aðeins talandi vottur um
það, hverju óvarfærni fárra manna
getur stundum til vegar komið. Eg
hefi átt samleið með fólki þessu í
full þrjátíu ár, og átt við það margs-
konar viðskifti; eg hefi gegnt sýslan
í tuttugu og eitt ár, sem skrifari og
féhirðir sveitarfélags, þar sem það
er í allmiklum meirihluta, og eg tel
á meðal þess ýmsa af minum beztu
trúnaðarvinum. Mér er það þvi ó-
segjanlegt ánægjuefni, að geta lýst
yfir því, og það einmitt á þessum
stað, að eg skoða þetta fólk yfir-
höfuð að tala iðjusamt og sparneyt-
ið fólk, með eindreginn áhuga í þá
átt að ryðja sér braut í þessu landi
sem þegnhollir borgarar.
Engum heilskygnum manni dylst
það, að íbúar þessa fylkis horfast í
augu, um þessar mundir, við margs-
konar örðugleika, og mér dylst það
ekki heldur, að þegar svo er ástatt,
ætlast almenningur þráfaldlega til of
mikils af stjórnum sínum, hvort
heldur er um að ræða héraðsstjórn-
ir, fylkisstjórn eða sambandsstjórn.
Mér skilst að einmitt þegar á þol-
rifin reynir, velti hvað mest á
bjargráðum og bjargráðahug hvers
einstaklings i hverju sveitar eða
bæjarfélagi um sig. Og til þess nú
að færa að því rök að hér sé ekki
vindhögg slegið, finn eg hjá mér
hvöt til þess að víkja nokkrum orð-
um að mínu eigin bygðarlagi, Gimli-
bæ, og umhverfi.
Fólkið á þessum stöðvum sýnist
að hafa komið sér saman um það,
að verjast í lengstu lög (þess, að
gripa til stuðnings af þvi opinbera.
Og eins og nú standa sakir minnist
eg ekki eins einasta tilfellis, er á
þann hátt nýtur aðstoðar. Þettfa ber
þó ekki þannig að skilja, að engir
þurfi eða hafi notið utanaðkomandi
aðstoðar. Framan af önnuðust hin
og þessi félög um það, að veita þeim
er bágt áttu, nauðsynlega aðstoð. En
brátt kom í ljós, að slíkt var ýmsum
annmörkum bundið, og að hag-
kvæmari leið var æskileg. Með það
fyrir augum var stofnuð nokkurs-
konar miðstjórn, er síðar var nefnd
“Associated Charities”, er skipuð
var tveimur fulltrúum úr hverju
starfandi félagi; hefir sú nefnd
jafnan staðið í nánu sambandi við
ástæður almennings i héraðinu. Hin
ýmsu félög og fyrirtæki hafa lagt í
sameiginlegan sjóð eftir því sem
efni og ástæður leyfðu; auk þess
hafa sjóðinum bæst drjúgar tekjur
af söngsamkomum, dans og spila
samkomum, er stuðlað hefir verið
til að hálfu miðstjórnarinnar (Cen-
tral Committee). Allar þær sam-
komur, er þessi félagskapur átti
frumkvæði að, voru með afbrigðum
fjölsóttar, og gáfu þarafleiðandi af
sér góðan arð.
1 meir en þriíijung aldar hafa Dodd'a
Kidney Pills veriB viBurkendar rétta
meðaliB viB bakverk, gigt, þvagteppu
og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hj.á
öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eBa
sex öskjur fyrir $2.60, eBa beint frá The
Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef
borgun fylgir.
Á siðastliðnu f járhagsári, greiddi
nefnd þessi yfir fjögur hundruð
dali úr sjóði sínum til líknar bág-
stöddum, auk þess sem safnað var
til úthlutunar allmiklu af gömlum
fötum, og föt endurbætt; intu þetta
verk af hendi konur, er sæti áttu í
miðstjórn líknarnefndarinnar. Hlið-
stæð starfsemi þessari viðgengst
einnig á mörgum öðrum stöðum í
kjördæminu; ber öll starfsemi, er í
slíka átt gengur, ljósan vott um •
glæddan bræðralagsskilning, og er
þá vel. Eg tel vist, að væri svipaðri
starfsaðferð beitt víðar í bæjum og
þorpum fylkisins, myndi gróðinn
verða auðsær i víðari merkingu en
þeirri peningalegu.
Fram að síðastliðnum desember,
var aðeins um tvö tilfelli að ræða í
Gimli sveitarhéraði, er fjárstuðning
ur af hálfu hins opinbera kom til
greina, og nam hann, segi og skrifa,
aðeins níutiu dölum. Þessi f járveit-
ing skiftist í jöfnum hlutföllum nið-
ur á milli sambands, fylkis og hér-
aðsstjórnar. Um níutíu og sjö af
hundraði þess fólks, er í Gimlisveit
býr, er af svokölluðum útlendum
uppruna; hvorugt það tilfelli sem nú
hefir nefnt verið, átti rót að rekja
til hins útlenda uppruna; þetta finst
mér svo athyglisvert, að ekki væri
rétt að fram hjá yrði þegjandi geng-
ið.
Eg hefi ekki við hendi skýrslur
um ástandið í Bifröstsveit, annari
sveitinni innan vébanda kjördæmis-
rníns; þó skilst mér, eftir þeim upp-
lýsingum, sein eg þegar hefi aflað
mér, að gjaldendur þar, sem flestir
eru af íslenzkum og Úkraníu stofni,
hafi með elju, atorku og hagsýni, að
mestu leyti komist hjá því, að grípa
til ákvæða um stuðning af hálfu
liins opinbera, og má það kallast vel
að verið.
Eins og áður var tekið fram,
byggist lífsviðurværi kjósenda
minna mestmegnis á landbúnaði og
fiskiveiðum; þegar verð á þeim vör-
um, sem þessi störf framleiða, er
einungis lítill hluti þess, sem fyrir
þær var borgað fyrir þremur árum,
og þegar þess er jafnframt gætt, að
lífsnauðsynjar, sem bændur og fiski-
menn verða að kaupa hafa ekki
lækkað hlutfallslega í verði, þá ligg-
ur það í augum uppi hversu mikla
erfiðleika þeir eiga við að búa.
Bændur eru ekki svo efnum bún-
ir, að þeir geti keypt sér ný vinnu-
áhöld; þeir verða því að gera við
gömul verkfæri og bjargast við þau;
það hafa þeir neyðst til að gera
nokkur undanfarandi ár. Þessu
geta þeir ekki haldið áfram mikið
lengur, nema því aðeins að gagnger
breyting verði til batnaðar í náinni
tíð, verður bóndanum ókleift að
halda áfram; hann verður bókstaf-
lega að leggja árar í bát og hætta.
Verð á netjuifi hefir lækkað hlut-
fallslega mjög lítið; þetta er alvar-
legur þrándur í götu fiskimannsins;
hann verður að neyta allra krafta
til þess að geta lifað hinu allra ein-
faldasta lifi, og verður það stundum
um megn. Eg vildi óska að sam-
vinnandi kröftum yrði til þess var-
ið, að greiða fyrir sölu megin afurð-
anna, sem landbúnaðurinn og fiski-
veiðarnar gefa af sér með hærra
verði en nú á sér stað-.
Siðastliðið ár hófst nokkurs kon-
ar stríð í Winnipeg um mjólkur-
verð. Sú lækkun, sem átti sér stað á
verði þessarar vöru, var kænlega
látin koma niður á framleiðandan-
um; þetta komst svo langt, að bónd-
inn varð að selja mjólkina fyrir neð-
an framleiðslukostnað. Af þessu
leiddi óhjákvæmilega það, að rnjólk-
urframleiðslan þvarr, svo ekki leit