Lögberg - 02.03.1933, Page 5

Lögberg - 02.03.1933, Page 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2. MARZ, 1933 Bls. 5 út fyrir annað en alvarlegur mjólk- [ urskortur stæ'ði fyrir dyrum. Síðasta þing samþykti þau vitur- legu lög, að sveitamála og þjóðnytja nefndinni yrði heimilað að rannsaka málið og ráða fram úr því. Það lá i augum uppi að þetta var ekkert áhlaupaverk, en eftir marga fundi og heilabrot, var loksins kom- ist að niðurstöðu, sem mér finst sæmilega sanngjörn. Mér skilst að nefndin eigi miklar þakkir skilið fyrir starf sitt í þessu máli, og eg á- lít að hyggilegt væri að veita henni stöðuga heimild til samskonar starfs, ef svipuð vandræði bæri að höndum aftur. Á sama hátt sem bændurnir liðu 1 mjólkurstríðinu í fyrra, þannig hefi eg fulla ástæðu til þess að ætla að f iskimenn vorir séu í hættu stadd- ir. Ef til vill væri ekki rétt að stað- hæfa, að bein einokun eigi sér stað gegn þeim, en þeir eru auðsjáan- lega í hættu staddir fyrir voldug- um samtökum allra hinna stærri fiskikaupmanna, og hefir það sömu eyðileggjandi áhrifin að þvi er fiskimanninn áhrærir. Þann 6. þ. m. borguðu fiskikaup- mennirnir fiskimönnunum á Gimli 2 cent fyrir pundið af smágeddu (pickerel), er seldist i Winnipeg á 14 cent. Pundið af stærri geddu var selt fyrir 25 cent í fisklengjum, en fiskimennirnir fengu aðeins 3 cent fyrir pundið af henni. Auð- vitað verður að taka til greina 50% úrgang, en þrátt fyrir það, er mis- munurinn of mikill á því, sem fram- leiðandinn fær og hinu, sem neyt- andinn verður að borga. Mér finst það ^kylda vor gagnvart þeim tuttugu þúsundum manna, sem fá lífsviðurværi sitt af fiskiveiðum í Manitoba og einnig gagnvart hin- um mörgu, er neyta fiskjar, að hlut- ast til um að ítarleg rannsókn fari fram í þessu alvarlega máli, og það tafarlaust. Það vill svo til, að eg er engan veginn ókunnugur fiskiveiðum, þó nokkuð sá langt um liðið síðan eg stundaSi þær sjálfur. Eg skal ekki eyða til þess mörgum orðum að lýsa þeirri atvinnu; en um það get eg fullvissað þá, gr á mál mitt ldýða, að þá atvinnu geta ekki aðrir stund- að en hraustir menn, sem ekki láta sér það fyrir brjósti brenna að leggja mikið í sölurnar, og jafnvel að leggja líf sitt í hættu; hættan er ávalt mikil, hvort heldur sem er að ræða um veiði á ísnum á veturna, eða á smábátum sumar og haust. Mér finst að þeir menn, er af hendi leysa erfiðustu vinnuna við fiski- framleiðsluna, og tæplega hafa til [ hnifs og skeiðar, ættu að njóta verndar að einhverju leyti, þannig að fjölskyldum væri trygð lífvæn- leg kjör. I stefnuskrá stjórnarflokksins 1932, var eitt atriðið það, að stofna til verzlana heima fyrir þar sem framleiðandi og neytandi gætu báð- ir haft hagnað af sölu og kaupum. Mér finst þetta vera ágæt hugmynd og mundi henni verða tekið með fögnuði af báðum aðiljum. Eg vil skora á stjórnina að gleyma ekki þessu atriði í stefnuskrá sinni, held- ur reyna þessa aðferð til þrautar, einá fljótt og því verður við komið. Eftir því, sem eg bezt veit, er miklu minna neytt af fiski í Can- ada, en öðrum löndum; þessvegna vildi eg leggja það til, að fiskimála- deildin geri sitt ítrasta í sambandi við hin fylkin og sambandsstjórn- ina, að hefja volduga auglýsinga- starfsemi til þess að auka fiskineyzlu heima fyrir. Eðlilegasti markaður fyrir fiski- framleiðslu vora er í Bandaríkjun- um. Til skamms tíma hefir mest nf fiski vorum verið selt þangað, og jafnvel enn þann dag í dag, er þar enn vor bezti markaður, þrátt fyr- ir hinar ýmsti hömlur. Mér skilst sem flestar þjóðir hafi nú komist að þeirri niðurstöðu, að það sé hvorki gerlegt, né heldur æskilegt fyrir nokkurt land að ein- angra sjálft sig í verzlunarlegu til- liti, en að alþjóða viðskifti frjáls og óhindruð, séu líf og sál hagkvæmr- ar verzlunar. Og sé þetta rétt at- hugað, þá finst mér að Canada hljóti að verða stórkostlegur hagn- aður að hinu fyrirhugaða heims- viðskiftaþingi. Eg er sannfærður um að hlífðarlaus lækkun tolla hlýt- ur að auka verzlunarviðskifti al- ment, svo að miklu nemi, og eg trúi því að afleiðingin verði sú, að Can- ada, og þá sérstaklega Vestur-Can- ada, geti þannig selt þær megin af- urðir sínar, er af ganga heimaþörf- um. Þetta finst mér miða að þvi að auka kaupgetu bóndans og fiski- mannsins, og fyr en það er gert, er ekki nokkurra framfara von. Þegar skattheimta lækkar stöðugt, eins og átt hefir sér stað siðastliðin þrjú ár, þangað til flestar sveitir eru i vandræðum með að borga skuldir sinar, jafnvel þegar þær eru að kafna i skuldum við bankana — þegar þannig er ástatt, finst mér það liggja næst, að stjórnin reyni að leiða saman þær sveitirnar, sem verst eru staddar, og skuldheimtu- félögin, og beiti sér fyrir að lækk- aðir séu vextir skuldanna; það yrði jafnvel hagnaður fyrir báða parta. ~ ~ PARENTS! Your Children’s Future is in Your Hands That hoy or girl of yours with many hours of time to spare—what are they doing in their idle moments? And the responsibility for their respectable place in the community and for their suocessful future business career is on your shoulders! The only answer is “Keep their minds occupied in a pleasurable oocupation.” GIVE THEM A BUSINESS iH>UOATION. DAY and EVENING CLASSES ENROLL NOW! The price of our business cóurse is most reasonable— the Branclies of the College are availaible to students Iliving in the suburbs of St. James, Elmwood and St. Johns. Full details may be had on request. Write, ’phone or call for Prospectus giving particulars of all courses. DOMINION BUSINESS GOLLEGE THE MALL, WINNIPEG DAVID COOPEfí, C.A., President Sé -þetta ekki gert, er eg hræddur um að mörg sveitarfélög verði blátt áfram gjaldþrota. Það er eindregin sannfæring min, að hvar sem unt er, ætti að sjá um að sveitirnar stjórni sér sjálfar; að skattgreiðendur kjósi sjálfir þá menn, er stjórna skulu. Það er al- þjóðlegasta stjórnarfyrirkomulag, og veldur því að kjósendur ala í brjósti örari áhuga fyrir málum sveitar sinnar, en ella myndi. Á hinn bóginn hafa skipaðir forráðamenn af hálfu stjórnarinnar, deyfandi á- hrif, og gerir slíkt fólkið siðferðis- lega ábyrgðarlaust og kærulítið. Skuldajöfnunarlögin hygg eg hafi reynst báðum málsaðiljum vel. Sem betur fér, hafa ekki margir kjós- enda minna þurft að æskja verndar þeirrar, sem þessi lög veita. Samt sem áður er það alment álitið, að lögin séu næsta mikilvæg, sérstak- lega sökum þeirrar tryggingar, er þau veita, þegar flest er á svo völt- um fæti. Eg hefi lesið með mikilli athygli hinar og þessar ritsmíðar um hina gífurlegu hækkun á stjórnarkostn- aði. Þetta á jafnt heima um allar stjórnir. Eg hygg að þessi aukni kostnaður sé aðallega fólginn i lánum til hinna og þessara opin- berra stórvirkja. Mér finst hinn háttvirti þjngmaður Winnipegborg- ar, Mr. Evans, hafa hitt naglann á höfuðið, er hann sagði að áfram- hald núverandi stefnu leiddi oss innan skamms þangað, sem allar tekjur ríkisins færu í vaxtagreiðslu. Fyrir sliku þarf þó tæplega að gera ráð; eg get ekki hugsað mér neitt löggjafarþing, er léti sér detta i hug —og því síður,. er afgreiddi lög, er heimiluðu vaxtagreiðslu lengra en að vissu marki, eða ákveðið hundr- aðsgjald af ákveðnum tekjum. Mér finst eindregið, að allar f jár- málaáætlanir geri ráð fyrir langt of miklu fé til vaxtagreiðslu. Sú upp- hæð ber allar aðrar ofurliði og er því hlutfallslega langt of há saman- borin við öll útgjöldin. Þessi ójöfn- uður heldur að sjálfsögðu áfram að vaxa með tvöföldum hraða, sökum þess, að höfuðstóll skuldanna vex óðum á aðra hönd, en útgjaldaþolið minkar á hina. Eina ráðið, sem mér hugkvæmist, er stórkostleg lækkun á vöxtum. Sú lækkun gæti auð- veldlega átt sér stað án þess að hún kæmi hart niður á nokkrum; meira að.segja án nokkurs verulegs taps, því eg leyfi mér að staðhæfa að 4% nú séu eins mikils virði og 6% voru fyrir þremur árum. Væri spor stig- ið í þessa átt, mundi það vafalaust koma í veg fyrir að peningar söfn- uðust í fárra manna hendur, eins og tui á sér stað. Fé yrði auðfengnara til nytsamra fyrirtækja, og það aft- ur yrði til þess að veita atvinnu. Eg geri mér glögga grein fyrir því, að þetta þing hefir ekki vald til þess að lækka vexti, en eftir því sem mér er kunnugt hefir sambands- þingið vald til þess. Fari eg með rétt mál í þessu tilliti, álít eg það ævarandi heiður fyrir Manitoba, ef þetta þing yrði fyrst til þess allra fylkisþinga í Canada, að mæla með því, að sambandsþingið hefjist handa og samþykki ákvæði um lækkun vaxta sem allra fyrst. Mér finst það sjálfsagt, að brennidepillinn í stefnu hvaða stjórnar sem er, nú á tímum, ætti að vera sá, að liðsinna og opna nýja útgönguvegi út úr erfiðleikunum. Hin fjárhagslega afkoma er ávalt mikils virði. En eg held því fram, að sparnaður eigi einkanlega að vera viðhafður, þar sem hægast er að þola afleiðingarnar. Mér finst að lækkuð f járframlög til mannúðar og velferðarstarfa ættu eléki að eiga sér stað í stærri stíl en lífsnauð- synjar hafa lækkað hlutfallslega, því mér finst að þau tillög hafi sízt verið of há að undanförnu. Mér skilst að núverandi stjórn eigi yfir að ráða mannúð og hluttekningu í stórum stíl; og þessvegna treysti eg því, að þeir, sem erfiðast elga, megi vænta samúðar og sanngirni frá hennar hálfu. Að endingu finn eg hjá mér hvöt að mæla með því, að allir flokkar á þessu þingi taki saman höndum í því að ráða í einlægni fram úr þeim örðugleikum, sem eiga sér stað í fylki voru. Þegar svo hagar til hér með oss, að þúsundir manna lifa á opinberum styrk, og tugir þúsunda geta naumast dregið fram lifið með sjálfsafneitun og sparnaði, og þegar hið sama er um öll hin fylkin að segja, þá fæ eg ekki betur séð, hvaða flokkur, sem situr við völd, en að tímabært sé að leggja flokka- pólitík á hylluna. Eg vona einlæg- lega og alvarlega að þetta megi auðnast, og eg er sannfærður um að samvinna á þeim grundvelli, mundi fá miklu til leiðar komið meðan núverandi erfiðleikar standa yfir. • Meira um útfarir (Framh. frá 1. bls.) skyldi ekki mega segja það sama þó litið væri til annara staða meðal fólks vors? Eða eru það langar ræður, sem tekur frá 10 til 20 mín- útur að flytja? Enn annað, sem greinarhöfundur- inn vill lagfæra, snertir sálmasöng- inn við útfarir og val sálmanna. í þeim hluta greinarinnar finst mér kenna mestra öfga, og jafnvel nokk- urrar ósanngirni. Víst er um það að söngur í sveitakirkjum er oft af töluverðum vanefnum. Ekki er það þó fremur við jarðarfarir en aðrar kirkjulegar athafnir, því oft leggja þeir kirkjusöngflokknum lið við út- farir, sem annars taka ekki þátt í söngnutn þar; og er ekki ástæða til annars en meta það og þakka. Eg vil segja það algjörlega hiklaust að mér finst söngur við útfarir i kirkj- um meðal íslendinga sé oftar en hitt mjög sæmilegur, og stundum ágætur. Ádeila höfundarins útaf löngum sálmum finst mér vera hreint og beint út í hött, og sömuleiðis ádeilan út af sálmavalinu. Mér dettur ekki í hug að segja að það kunni ekki að hafa komið fyrir að valdir hafi ver- ið lengri sálmar en heppilegt var, ekki heldur dettur mér í hug að segja að aldrei kunni að hafa verið óheppilega valinn sálmur við útför. En að gefa það i skyn að þetta sé það algenga, tel eg óréttmætan dóm, sem alls ekki hefði átt að koma fram í þessari grein. Þó það sé æði oft syrgjendurnir, sem velja sálm- ana er það val oftast gott og með þeim hætti að það ætti ekki að þurfa að hneyksla neinn. Innskot grein- arhöfundarins um það að ekki séu nema 20-30 sálmar í íslenzku sálma- bókinni, sem hafi nokkurt skáld- skaparlegt gildi álít eg að beri bara vott um fljótfærni; því eg hefi enga minstu ástæðu til að ætla höf- undinum svo lítinn skilning og smekk á skáldskap, að hann ekki viti betur en það, að aðeins 20-30 af öllum okkar fallegu íslenzku sálm- um séu nokkurs virði. Greinarhöfundinum er eg sam- mála um að það ætti ekki að sýna likin í kirkju. Vel má vera að það lika sé álitamál, en min skoðun á því er eins og eg nú hefi sagt. Og eg hefi unnið að því þó nokkuð í kyrþei að fá þetta takmarkað, með það fyrir augum að það mundi með tímanum hverfa. Enda mun siður þessi þegar vera afnuminn í sumum íslenzkum sveitum. En ekki fæ eg þó séð, að það, að sýna líkið sé slíkt ofbeldisverk gagnvart hinum látna, sem greinarhöfundinum virðist finnast. Það er sannarlega ekkert á móti því að leggja fram skoðanir sínar um mál eins og þetta; og síst nokk- uð þvi til fyrirstöðu að halda fram breytingum í því sambandi ef manni finst bera til þess brýn þörf. En svo bezt getur maður komið breyting- unum og umbótunum að, þar sém þeirra virðist þörf, að maður nálgist málið án öfga og gæti allrar sann- girni í meðferð málsins. H. Sigmar. Fréttir frá Islandi Frá Vestmannaeyjum. Vertíðin er nú að byrja hér. Afli er góður þegar á sjó gefur, en gæft- ir hafa verið litlar og veður mjög umhleypingasamt og óstilt að undan- förnu. Fjöldi manna er kominn hingað í atvinnuleit og er það meira en nokkru sinni áður. Sumir hafa horfið frá aftur án þess að geta komist að vinnu, en margir bíða hér í von um að fá eitthvað. Þeir eru jafnvel til, sem hafa hér hvergi höfði sínu að aö halla, engan samastað, ekkert að borða og enga peninga og geta því ekki komist aftur frá eyj- unum. Þetta er óvanalegt hér. Innflúensa er í millílanda-skipun- um, sem hingað koma. Samgöngur eru því teptar að nokkru leyti og allmargir bíða hér, sem vilja komast aftur frá Eyjunum, en fá ekki að fara með skipunum. Líðan manna er þó yfirleitt góð og veikindi eng- in. Mikið er hér um samkomulíf og skemtanir þessa dagana, því lítið er að gera en margt um manninn. Ann- ríkistími fer nú í hönd, útlit er frem- ur gott með afla og menn gera sér vonir um góða vertíð. Vestmannaeýjum, 3. febrúar, 1933, Fréttar. Lögbergs. Um Finn “rauða” Mér dettur í hug að bæta örfáum orðum um Finn gamla rauða við það, sem um hann er skráð eftir Svein Hannesson frá Elivogum í læsbók Morgunblaðsins nýlega. Finnur kallaði sig langoftast “Iitla barnið Húnvetninga,” og var þá rödd hans ærið djúp og drýg- indaleg. Annars mælti hann margt kátlegt.—Eitt sinn t. d. var hann drukkinn og nálega ófær, svo óhægt var honum að standa. Sagði þá Finnur við annan mann, sem þar var nærstaddur og eitthvað hreyfur einnig; “Stattu eins og tröll undir skugga f jallsins.” Fjallið var Finn- ur sjálfur, er hinn átti að sækja alt traust til.—Finnur var oft hafður til sendiferða lengri og skemri, og í ýmsum erindum; mun hann yfirleitt hafa leyst vel og trúlega af hendi það, sem honum var falið. Einu sinni, sem oftar var hann á ferð í Reykjavík. Þá var með sem mest- um blóma veitingahúsið “Geysir” beint á móti “Steininum.” Þangað sótti Finnur og varð drukkinn mjög. Hröklaðist hann svo út þaðan og yfir götuna og inn í tugthúsið. Komst hann inn í íbúð fangavarðar, sem var þá Sigurður gatnli Jónsson alþm. Guðmundssonar. En Finnur hitti engan heima.—En hann hafði engar sveiflur á, heldur fleygði sér út af í yfirhöfn og skinnsokkum á sófa i stofunni og sofnaði þegar.— Nokkru siðar kom Sigurður og snaraði dólg þessum út. Ráfaði þá Finnur i bæinn og sagði sínar farir ekki sléttar.—Lét hann illa af gest- risni fangavarðar og sagði að “sér þætti helviti hart aö mega ekki leggja sig út af og sofna í opinberu húsi.” Ekki var Finnur vanþakklátur forsjóninni. Var venjulegt viðkvæði hans, að málslokum, er hann hafði sagt frá einhverjum stórvirkjum sínum: “Guð hefir gefið mér mikl- ar sálargáfur.” Finnur lá oft úti; einu sinni þrjú dægur, eða enn lengur, á Holta- vörðuheiði, og varð ekki meint við. Ritað 28. nóvember 1932. Arni Arnason frá Höfðahólum. —Lesb. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man Akra, N. Dakota B. S. Thorvaldson Árborg, Man Árnes, Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota Bellingham, Wash Belmont, Man Blaine, Wash Thorgeir Simonarson Bredenbury, Sask Brown, Man J. S. Gillis : Cavalier, N. Dak®ta.... Churchbridge, Sask Cypress River, Man F. S. Frederickson Dafoe, Sask J. Stefánsson Edinburg, N. Dakota... Elfros, Sask ... Goodmundson, Mrs. J. Hi ! Foam Lake, Sask ' Garðar, N. Dakota Gerald, Sask Geysir, Man Gimli, Man Glenboro, Man Hallson, N. Dakota.... Hayland, Man Hecla, Man Hensel, N. Dakota Hnausa, Man Höve, Man Húsavík, Man Ivanhoe, Minn Kandahar, Sask J. Stefánsson Langruth, Man Leslie, Sask Lundar, Man Markerville, Alta Minneota, Minn Mountain, N. Dakota. .. Mozart, Siask Narrows, Man Oak Point, Man A. J. Skagfeld Oakview, Man Otto, Man Pembina, N. Dakota.... Point Roberts, Wash.... Red Deer, Alta Reykjavík, Man Riverton. Man Seattle, Wash. Selkirk, Man Siglunes, Man Silver Bay, Man Svold, N. Dakota Swan River, Man Tantallon, Sask Upham, N. Dakota:.... Vancouver, B.C Víðir, Man Vogar, Man Westbourne, Man Winnipeg Beach, Man.. Winnipegosis, Man Wynyard, Sask

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.