Lögberg - 02.03.1933, Side 6

Lögberg - 02.03.1933, Side 6
81* fi HacklÍD kapteinn — Endurminningar hans. — EFTIR RICHARD HARDING DAVIS. •--------------------------—-----❖ Laguerre fól honum að sjá um flutninginn og múlasnana tólf, sem við höfðum til úburð- ar. Aiken hlaut því ábyrgðarmikla stöðu og er ekki nema rétt og skylt að taka það fram, að hann rækti verk sitt vel og fórst það vel úr hendi. Þegar við vorum komnir til Tegu- cigalpa, voru múlasnarnir orðnir tuttugu, en voru bara tólf, þegar við lögðum af stað, og farangur okkar óx líka daglega í staðinn fyrir að ganga saman, eins og eðlilegt hefði verið. Við spurðum hann aldrei hvernig hann færi að þessu. Þar sem maður þekti Aiken, var kannske viturlegast að vera ekkert að hnýsast eftir þessu. , Við- lögðum af stað klukkan fjögur næsta morgun, en þó við legðum snemma af stað, varð hitinn okkur afar erfiður þennan daginn. Leið vor lá um sandeyðimörk og var þar svo að segja enginn gróður, nema lítilsháttar af trjám hér og þar, sem sýndust einna líkumst símastaurum tilsýndar. Auðséð var að þetta land var gamall vatnsbotn. Stórir steinar, sem þar voru til og frá, voru sléttir áferðar, sem sýndi að þeir voru vatnsbarðir. A báðar hliðar voru grasigrónar hæðir, en framundan okkur var ekkert að sjá nema sandinn. Hit- inn var svo óskaplegur, að eg á engin orð til að lýsa honum. Plg hefði aldrei ímyndað mér að svona mikill hiti væri nokkursstaðar á jarðríki. Við komumst ekki út úr þessum óskapa hita fyr en klukkan þrjú um daginn, að brautin lá inn í þykkan skóg, þar sem.sólin náði sér ekki. Mennirnir urðu þessu svo fegnir, að það var engu líkara, en að þeir hefðu komist í-ein- hvem sælustað. Hér um bil klukkan fjögur barst til okkar eitthvert fagnaðaróp og rétt á eftir sú frétt frá manni til manns, að Miller væri kominn til stöðva uppreisnarhersins. Þær voru hér um bil þrjár mílur frá Santa Barbara, á bökkum árinnar, sem rann gagn um bæinn. Mér fanst vorir menn vera æði myndarlegir þegar þeir komu út úr skóginum og inn á herstöðvar að- al upþreisnarhersins. Og þegar tillit var tek- ið til þess, að við komum til að hjálpa þeim, þá fanst mér að ekki hefði verið úr vegi fyr- ir þá að láta í ljós nokkurn fögnuð yfir komu okkar og taka okkur með nokkrum húrra- ópum. En það var ekkert þvílíkt, þeir bara störðu á okkur heimskuléga. Þetta var skríti- legt samsafn af mönnum, sem þarna voru samankomnir. Þeir voru allir lágir vexti, sumir dökkir á hörundslit, með grófgert hár, sem stóð upp í loftið og með há kinnbein, eins og Indíánar flestir. Eða þeir voru þunnvaxn- ir og veiklulegór, og andlit og augnaráð svip- aði til Spánverja. Flestir af þeim höfðu strok- ið úr hernum og notuðu enn einkennisbúning hersins og vopn líka. En til að einkenna sig frá stjórnarhernum, höfðu þeir rifið að rauð- an borða, sem verið hafði á treyjunum þeirra. Allir fyrirliðamir í útlendinga herdeildinni ásamt hershöfðingjanum, riðu í einum hóp til að hitta Garcia hershöfðingja og hittum við hann sitjandi á forsælunni undir tjaldi sínu og voru yfirmennirnir í hans her þar með lionum. Hann tók okkur með mestu virktum, faðmaði Laguerre að sér og tók í hendina á okkur öllum hinum. Hann sýndist vera í bezta skapi og það virtist vera mesti asi á honum er hann skipaði svo fyrir að okkur skyldi færður svaladrykkur, og hann baðaði út hönd- unum og hló. Hann minti mig á þessa frönsku hunda, sem kunna svo vel að láta í ljós gleði sína með því að stökkva upp í loftið og gelta. Hann lét færa okkur margar flöskur af rommi og sódavatni og við drukkum allir mikið og okkur veitti ekki af því, eftir að hafa farið gegn um alt rykið um daginn. Fyrirliðunum virtist vera alt eins mikið niðri fyrir eins og hershöfðingjanum sjálfum og þeir voru fram úr skarandi vinsamlegir. Ungi maðurinn, sem veitti á mig, var einstaklega góðlátlegur og hann var hreinn og laglega til fara og hann var svo stoltur af sverðinu sínu, að það minti mann á drenginn, sem gefið »er úr í fyrsta sinn á æfinni. Eg sýndi honum mitt sverð og dáðist hann mikið að því, og þegar hann sá nafn mitt grafið á það, hélt hann að mér hefði verið gefið það vegna þess að eg hefði sýnt eitthvert framúrskarandi hug- rekki. Honum þótti afar mikið til þess koma. Garcia og Laguerre töluðu saman langa stund og tóku síðan höndum saman og skildu. »Svo settist Laguerre undir eitt tréð og kallaði til sín alla sína fyrirliða. “Við ætlum að gera áhlaup í fyrramálið,” sagði hann. “Garcia fer hérna megþn við bæ- inn og ræðst á hann hérnamegin, en við gerum áhlaupið frá hinni hliðinni. Miðstöð bæjarns LÖGBERG, FIMTUDAGINN er svo sem níu hundruð fet héðan.. Þar er mikið vöruhús, sem okkur er mikill fengur í að ná. Hann ætlar að hefja árásina og gerir ráð fyrir al allur stjórnarherinn snúi á móti sér, en þá eigum við að koma og taka vöru- húsið. Ef þetta hepnast, þá lendir stjórnar- herinn þarna milli tveggja elda. Látið þið nú mennina fara að sofa, svo þeir fái alla þá hvíld, sem hægt er. Þeir verða að fara upp aftur um miðnætti. Látið þá ekkert hafa með sér nema byssurnar og skotfærin og ofurlít- inn matarbita. Ef alt gengur eins og við ger- um ráð fyrir, þá iiöfum við morgunverð í Santa Barbara.” Mér er enn í minni sá fögnuður, sem greip huga minn á þessari stundu. En ekki var hann samt alveg óbladinn og eg var ekki alveg laus við að finna til hræðslu. Eg hafði aldrei á æfi minni tekið þátt í reglulegri orustu og nnér var það ljóst, að það var ekk því líkt, að þetta væri hættulaust og það var mjög auðvelt að gera einhver mistök, sem gátu komið sér mjög illa þegar mest á reið. En eg reyndi að hrinda þeirri hugsun frá mér, að nokkur veruleg liætta væri á því að illa tækist hér til, en glæða þá hugsun, að hér væri mikið tækifæri að vinna sér frægð og frama og mikið álit sem dugandi hermaður. 1% hló þegar eg liugsaði til minna fyrri félaga á West Point, sem sátu þar og grúskuðu í bókum sínum, en hér var eg, og innan fárra klukkustunda átti eg að taka þátt í verulegri orustu, og það þannig að ráðast á borg, sem vaí varin af hermönnum. Eitt ár að minsta kosti, kannske mörg ár mundu líða þangað til þeim gæfist kostur á nokkru slíku, en meðan hermaðurinn tekur ekki þátt í orustu, er hann ekki mikill her- maður. Eig kendi næstum í brjósti um þá, þegar eg hugsaði um það, livað þeir mundu öfunda mig, þegar þeir læsu um þennan bar- daga í blöðunum. Eg taldi «vo sem sjálfsagt, að þessi bardagi yrði kallaður “orustan við Santa Barbara,” og eg gerði mér í hugarlund hvemig hinar stóru fyrirsagnir í blöðunum mundu líta út. Eg var jafnvel svo góðsamur, að óska þess hálfgert í huganum, að tveir eða þrír af skólabræðrum mínum væru þarna með mér. Auðvitað ætlaðist eg til, að eg væri þeirra yfirmaður, og þá gætu þeir sagt frá því á eftir hvað eg hefði verið góður foringi. Um miðnætti lögðum við af stað og fórum um liinn hraklegasta veg, sem eg hefi nokk- urntíma séð. Við fórum í myrkrinu um skóg, sem svo var illur yfirferðar, að slíks munu fá dæmi. Þarna var fult af trjám, sem ein- hverntíma höfðu brotnað og fallið niður, sum þeirra fyrir langa löngu, og þau voru mosa- vaxin og svo hál, að það var rétt ómögulegt að standa á þeim. Sumir af mönnunum hefðu vafalaust vilst þarna ef þeir hefðu ekki altaf verið að kalla hver til annars, og þegar við reyndum að halda þeim frá því, þá gerði það ekki nema ilt verra. Eftir langa göngu sögðu leiðsögumennirnir okkur, að þeir hefðu eiginlega ekkert vitað hvert þeir voru að fara og nú væru þeir alveg viltir. Sendi Laguerre þá Miller og kynblend- ingana, sem með honum voru, til að komast eftir því, hvar við eiginlega værum staddir, og rétt eftir að við vorum farnir af stað heyrðum við hundsgelt og í sömu svipan kom einn af mönnunum aftur og sagði okkur að við værum rétt að komast inn í bæinn. Ystu kofamir í bænum voru ekki nema svo sem þrjú hundruð fet frá okkur. Gaf Laguerre þá þegar sínar fyrirskipanir og kom reglu á her- deildina. Tunglskinið var að þoka fyrir þessari gráu skímu, sem boðar morguninn og sólarupp- komuna, og við gátum nokkurnveginn greint hvað við vorum að fara. Við létum eins lítið á okkur bera eins og hægt var, en það leið ekki á löngu þangað til við vorum komnir inn á borgarstrætin. Að undanteknu því, að hundamir geltu að okkur og hanamir göluðu af öllum mætti þar sem við fórum framhjá, þá leit út fyrir að okkur væri engin eftirtekt veitt, og að svo miklu leyti sem við gátum séð, voru þarna engir varðmenn eða varnir. Var nú farið að birta svo mikið, að við gátum vel séð hvít hús- in og strætin, sem vora auð og mannlaus og illa lýst með olíulömpum. Nóttin var að enda og morguninn að koma. Eg var búinn að sofa nógu lengi undir beru lofti til að geta hugsað mér Santa Barbara eins og nýtízku, fallega borg. En eins og eg sá borgina nú fanst mér satt að segja ekki sérlega mikið til þess koma, að taka hana herskildi. Miller og eg höfðum verið sendir á undan deildinni, og nokkrir fleiri menn, til að kom- ast eftir hvernig ástatt væri og þegar við vor- um komnr svo langt inn í bæinn, að við sáum vöruhúsið, sem áður er um getið, glaðnaði mjög yfir Miller. “Þetta er staðurinn,” hvíslaði hann. “Nú man eg vel eftir því. Ef við bara komumst inn í það, þá koma þeir okkur þaðan aldrei aft- ur.” Mér fanst þetta nú ekki alveg ósvipað því, að við værum að stelast inn í hús, eins og 2. MARZ, 1933 þjófar gera, en eg hafði samt ekkert á móti Miller og við hlupum aftur þangað sem Laguerre beið okkar. Við skýrðum honum frá að þama stæðu engir menn á verði og að okkur sýndist þessi staður, sem Garcia hefði haft aug'astað á, vera vel valinn. Það var nú komið rétt að þeim tíma, er hefja átti árásina og Laguerre kallaði saman menn sína og skýrði nákvæmlega fyrir þeim hvað hann ætlaði sér að gera. Það var jafn- an siður hans, að skýra vel það sem gera skyldi fyrir mönnum sínum. Hann lagði það vandlega niður, hvemig taka 'skyldi'vöruhús- ið, og hvað hver deild fyrir sig skyldi gera. Það var enn dimt, en við sáum að í ýmsum leirkofunum var búið að kveikja eld og gaf það okkur til kynna, að hentast mundi fyrir okkur, að hafa hraðan við og taka stöðu okk- ay á aðalstræti bæjarins, eins fljótt og verða mátti. Nokkrir menn voru sendir á undan aðal hernum, til að sjá um að bæjarbúar gætu engar hömlur lagt á leið okkar, ef þeim kynni að detta í hug að gera það. Bn þar sýndist ekki vera mikið að óttast. Þeir sem komu út í dyrnar á kofum sínum, vora kuldalegir í morgunkælunni. Þeir réttu upp hendumar til merkis um að þeim væri enginn ófriður í hug, og hurfu svo inn í kofana aftur. Ejinhvern- veginn grunar mig að við höfum verið hálf vesældarlegir, og nokkuð var það, að ekki fann eg mikið til mín á þessari hergöngu.. Það sem eg hafði enn séð af bænum benti ekki á annað en friðsomi og mesta meinleysi. Bg gat ekki losnað við þá hugsun, að við færum hér ólier- mannlega að, og mér fanst við eiginlega vera að stelast inn í bæinn, værum að koma þarna eins og þjófar að nóttu, eða eitthvað þvílíkt. Eg hafði gert mér í hugarlund að eg mundi njóta gleðinnar af hreystilegri framgöngu og hernaðarljóminn hafði verið í huga mínum, en nú ásótti hugann samskonar tilfinning, eins og eg get hugsað mér að þjófurinn hafi, þeg- ar hann er að stela og er hræddur um, að ein- hver verði var við sig. Við földum okkur undir háum vegg, öðr- um megin við aðalstræti bæjarins og þar vor- um við þegar sólin kom upp, og sýndi öllum Santa Barbara búum greinilega hvar við vor- um. Þegar sólin kom upp, varð okkur þáð fyrst fyrir að beygja niður höfuðin og skima í allar áttir eftir einhverjum stað þar sem við gætum falið okkur. Mér leið svona ámóta vel eins og mér mundi hafa liðið, ef einhver hefði séð mig úti á stræti í náttkjólnum einum. Það var ómögulegt að afsaka okkar gerðir. Eg lá þarna og horfði úr mér augun eftir ein- hverju merki frá Garcia, og eg var að hugsa um það, ef þessir góðu borgarar, sem áttu þennan garð, sem við vorum hjá, skyldu nú opna garðshliðið 0g fara að spyrja oss að því, hvað við væram eiginlega að gera þama, hverju við gætum svarað þeim. Gætum við sagt þeim, að við þessir fáu menn, sem þarna vorum, ætluðum áð taka bæinn þeirra her- skildi ? Mér fanst að þeim mundi verða það helst fyrir að segja okkur, að við skyldum hafa okkur í burtu og það sem fyrst, eða þeir skyldu kalla á lögregluna. Eg leit á mennina í kring um mig, og mér fanst þeim öllum vera úlíka órótt eins og mér. Fullur fjórðipartur úr klukkutíma var liðinn frá því áhlaupið átti að byrja, en ekkert merki kom enn frá Garcia. Þetta var að verða óþolandi. Það gat nú komið fyrir á hvaða mínútu sem var, að einhver vinnumaður, sem fór snemma á fætur rækist þarna á okkur, og það var ekkert annað líklegra, en honum mundi verða svo hverft við, að hann ræki upp hljóð, þó hann ætlaði sér það ekki og kæmi þannig öllu í upp- nám. Nokkrir bændur, sem voru á leið til markaðar inn í bæinn, höfðu þegar verið stöðvaðir af okkar mönnum og þeim bent að fara út af veginum 0g út í skóg. Bæjafbúar voru rétt að vakna og fara tii vinnu sinnar, og það var verið að opna verksmiðjur og búð- ir. Við heyrðum til manna, sem vora að syngja eða raula fyrir munni sér, og gengu glaðir til vinnu sinnar. Svo heyrði eg loksins eitthvert hljóð, sem eg tók sem merki um það, að tími væri til að hafast eitthvað að. Eg stökk á fætur og hljóp þangað sem Laguerre sat og snéri bakinu að veggnum. “Get eg ekki byrjað nú, hershöfðingi?” spurði eg. “Þér sögðuð að mín herdeild skyldi fara fyrst.” Hann hristi höfuðið óþolinmóðlega. “Hlust- ið þér, ’ ’ sagði hann í skipunarróm. Við heyrðum eitthvert hljóð, en það var svo dauft, að við gátum naumast greint það. Við vorum alls ekki vissir um hvað þetta væri. Við litum hver á annan og hver um sig var að reyna að gera sér grein fyrir því hvað hinn hugsaði. Loks heyrðum við skotin svo greini- lega, að ekki gat verið um að villast. Allir flýttu sér að komast í þá röð, sem þeir áttu að vera, án þess þeim væri sagt það. Nú heyrðist hvert byssuskotið eftir annað mjög greinilega. “Þeir hafa hafið árásina, ” sagði Laguerre. “Nú eru þeir að fara úr herbúðunum,” bætti hann við og tók upp úrið sitt. “Eg ætla að gefa þeim þrjár mínútur til að komast út, og svo förum við og tökum vöruhúsið. Þegar þeir koma aftur, finna þeir að við bíðum þeirra.” Mér fanst við standa þarna í klukkutíma og' altaf var skothríðin að magnast og færast nær. Mennirnir hlustuðu eins nákvæmlega, eins og þeir gátu og reyndu með öllu móti að sjá hverju fram færi. Eg greip um skamm- byssuna og var tilbúinn að nota hana ef á þyrfti að lialda. En Laguerre stóð grafkyr og horfðj á úrið sitt og minti á læknir, sem stendur við rúm sjúklings og heldur um úlnlið lians. Bara einu sinni leit hann upp. Það var þegar hann heyrði í vélbyssu ekki langt frá okkur. “Heinze er farinn að beita vélbyssunni á þá,” sagði hann. “Nú koma þeir bráðum aft- ur. ’ ’ Hann lokaði úrinu og lét það í vasa sinn. “Nú getið þér lagt af stað kapteinn,” sagði hann. Hann sagði þetta rétt eins og ekki væri meira um að vera, heldur en þó hann væri að biðja mig, að láta mennina vita að maturinn þeirra væri tilbúinn. IV. Eg liljóp út á strætið eins hart eins og eg gat og mennirnir fylgdu mér í þéttum hnapp. Ug kallaði til þeirra að dreyfa úr sér og þeir gerðu það. Um leið og eg kom út á strætið heyrði eg eitthvert hróp og í sama 'bili komu einir tólf hermenn á móti mér. Þegar þeir sáu okkur hægðu þeir á sér og sumir þeirra fóra inn í húsdyr, til að skýla sér, en aðrir lögðust á annað knéð á opnu strætinu, og miðuðu vandlega á okkur og skutu. Eg heyrði kúlurn- ar þjóta fram hjá höfðinu á mér og nú skildi eg að nú var eg loksins kominn i stríð. Nú hugsaði eg ekki lengur um þetta eins og drengurinn hugsar um leiki sína og eg hugs- aði ekki lengur um sjálfan mig eins og inn- brotsþjóf. Nú fann eg til þess að eitthvað var um að vera og mér leið vel, en eg var engu að síður vel stiltur og hélt vel jafnvæginu. Eg er viss um að þetta er rétt, því eg man svo greinilega eftir öllu, sem fram fór og eg man að eg gerði mér nákvæma grein fyrir því hve langt var til vöruhússins, og bar vegalengd- ina saman við végalengd heima, sem eg þekti svo vel. Eg tók líka nákvæmlega eftir öllu í kringum mig á báðar hliðar. Eg sá tvær stúlkur standa innan við járnvarða glugga í einu húsinu og báðar héldu þær báðum hönd- unum um kinnarnar, og eg sá svertingja standa í húsdyrunum og sýndist vera býsna hrærdur. Sumir af mönnunum stönsuðu þeg- ar byrjað var að skjóta á okkur, en eg hrópaði til þeirra að halda áfram. Eg var viss um að ef við héldum hiblaust áfram, þá mundu mennirnir við hinn enda strætisins verða hræddir og hafa sig burt. Eg gat þar rétt til, því þeir hlupu sinn í hverja áttina, þegar við komum. Eg heyrði hræðsluóp frá mörgum húsum og fólkið hljóp af strætinu til beggja hliða, eins og hræddar hænur. Þegar við fóram framhjá búð einni, byrj- uðu einhverjir að skjóta á okkur úr smábyss- um 0g eg sá einn þeirra rétt um leið og hann beygði sig niður aftan við búðarborðið. Eg kallaði á Von Ritter, sem var skamt frá mér og skipaði honum að líta eftir þessum náung- um og fór hann og einir fimm aðrir þegar inn í búðina. Porters menn voru rétt fyrir aftan mig.og öll þessi hersing gerði svo mikinn há- vaða, að það var engu líkara en fjöldi naut- gripa væri rekinn eftir strætinu. Miðstöð bæjarins var illa liirtur grasflötur. A miójum fletinum var gosbrannur en vatns- skálin var full af óhreinindum og laufi. Út frá brunninum var stór grjótgarður á tvo ve^u. Eg sagði mínum mönnum að skýla sér bak við garðinn þeim megin sem herskálinn var. Porter hrópaði húrra þegar hann fgnn dyr- nar að vöruhúsinu voru opnar og rétt í sama tíma fara hans menn að skjóta yfir höfuðin á okkur. Hvaðan skot óvinanna komu var nokkuð erfitt að segja, en fljótt sá eg þó, að þau komu frá herskálanum. Eg skipaði svo fyrir að mínir menn skyldu miða á gluggann í herskálanum og rétt í þessu særðust þrír þeirra. Það var hrópað til mín að skýla mér bak við garðinn og einn af mínum mönnum togaði í treyjuna mína. Gengu nú skotin á okkur bæði frá herskálanum og einnig frá kirkjunni og það leyndi sér ekki að við vorum að hafa það versta af þessari viðureign. Mennirnir í herskálanum vora ekki nema svo sem sextíu fet frá okkur. Frá þeim stóð okk- ur mest hætta. Þeir höfðu troðið einhverju upp í gluggana og huldu sig bak við þá, svo okkur var mjög erfitt að sjá hvar við áttum að skjóta til að hitta óvinina. Við vorum þarna afar illa saddir og mínir menn særðust hver eftir annan. Okkur var að verða ómögulegt að vera þarna lengur. Á fáeinum mínútum hafði eg mist fimm menn.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.