Lögberg - 09.03.1933, Síða 4

Lögberg - 09.03.1933, Síða 4
BU. 4. LÖGBERIG, FIMTUDAGIN N 9. MARZ, 1933 Höffberg GeflB flt hvern fimtudag af T H E COLUMBIA PREBB LIMITED 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáakrift ritstjórana. EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram rhe "Lögberg" ls printed and publiahed by The Columbia Preas, Llmited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONE8 S6 327—86 328 Japan Japanar hafa hafið stríð gegn nágranna- þjóð sinni Kínverjum. Þeir hafa ráðist með miklum her inn á land þeirra og aðfarir þeirra eru slíkar, að ekki getur verið vafamál, að ætlun þeirra sé sú, að kúga Kínverja til að láa að kröfum þeirra í öllum atriðum. Aðal ágreiningurinn milli þessara tveggja þjóða er út af þeim hluta Kínaveldis, sem Manchuria heitir. Er það landflæmi mikið og aðallega bygt Kínverjum, sem þar stunda búskap. Hefir mikill f jöldi þeirra flust þang- að á síðari árum, því þar er landrými mikið og landið vel fallið til landbúnaðar, ekki ó- svipað Sléttufylkjunum í Canada, en víðast annarsstaðar í Kína er þéttbýli afar mikið. Japanar eru þar heldur fáir og hafa ekki viljað flytja þangað, þó þeir hafi átt kost á því, vegna þess að þeim þykir þar of kalt, og þeir af þeim, sem þar eru stunda ekki búskap, heldur eru þeir í bæjunum og stunda verzlun og iðnað og annað þess konar. En þó fáir Japanar séu í Manchuria, þá hafa þeir lagt afarmikið fé til þess að byggja landið. Þeir hafa bygt þar járnbrautir og lagt þar fé í ýms önnur fyrirtæki og eiga þar mikilla hagsmuna að gæta. Ejn sérstaklega ríður þeim mikið á að fá hráefni frá Man- churia, málma og margt annað, fyrir sinn mikla iðnað. Það skiftir því miklu máli fyrir þá, að hafa þar mikil ráð og helst yfirráð. 1 Japan er fólkið alt of margt fyrir stærð landsins og þar sem Japanar eru ófúsir að flytja burt úr föðurlandi sínu, ríður þeim mikið á að stunda iðnað af miklu kappi, eins og þeir nú gera, og sðlja iðnað sinn til Kín- verja og annara þjóða. Yfirráð í Manehuria hefir því afar mikla þýðingu fyrir þá, þó þeir flytji ekki þangað sjálfir. Eins og ekki var við að búast, gátu Kín- verjar ekki að því gengið, að gefa stjórn annars ríkis yfirráð yfir nokkrum hluta lands síns og hefir mikil þræta staðið yfir milli Kínverja og Japana út af þessu máli nú all- lengi og stundum komið til vopnaviðskifta. Skal sú saga hér ekki rakin, því það yrði of langt mál. Báðar þessar þjóðir hafa alt til þessa til- heyrt Þjóðabandalaginu og því ekki nema eðli- legt að þessi mál kæmu fyrir það og það léti' þar mikið til sín taka. Þaö hefir Þjóðabanda- lagið líka gert. Það hefir rannsakað þessi á- greiningsmál frá rótum, og það hefir mikið til þess reynt, að koma hér á sáttum, án stríðs og blóðisúthellinga. Á þeim sáttatilraunum hefir staðið lengi, að minsta kosti síðan í september 1931. E,n þær sáttatilraunir hafa algerlega mishepnast. Það verður ekki betur séð, en að Japanar hafi hér ekki viljað að nokkrum sanngjörnum samningum ganga, eða nokkrum sáttum taka. Þeir hafa viljað vera hér einir um hituna og leika lausum hala við Kínverja, án allra afskifta Þjóðabandalags- ins. Þeir hafa ekki annað viljað, en kúga Kínverja til að láta að þeim kröfum, sem þeir gera nú á hendur þeim, og þá væntanlega hafa frían aðgang til að gera síðar hverjar þær kröfur til þeirra, sem þeir kunna að láta sér detta í hug. A því er enginn efi að Japanar hafa nokk- uð til síns máls. Kröfur þeirra á hendur Kínverjum, eru ekki allar ósanngjarnar og ranglátar. Kínverjar hafa ekki staðið við alla sína samninga við Japana og ekki upp- fylt öll þau loforð, er þeir hafa gefið þeim. En þrátt fyrir þetta lítur Þjóðabandalag- ið svo á þessi mál, sem það í langan tíma hefir kynt sér vandlega og rækilega, að Jap- anar hafi engan rétt til þess, að hefja ófrið gegn Kínverjum. Það lítur svo á, að hér sé um hreina og beina ágengni að ræða, sem sé með öllu óafsakanleg. Fulltrúar allra þeirra þjóða, sem Þjóðabandalaginu tilheyra, eru hér eindregið á móti Japan, og lýsa yfir því, að Japanar ráðist hér á aðra þjóð að fyrra bragði, með ófriði og í eigin hagsmunaskyni, og gangi þar með á gerða samninga og bregð- ist því, sem þeir hafa hátíðlega lofað. Það má því svo segja, að Japanar hefji iþennan ófrið í óþökk svo að segja alls heims- ins. Að vísu tilheyra ekki allar þjóðir Þjóða- bandalaginu og er Bandaríkjaþjóðin þar á meðal. En ekki munu Japanar þurfa þaðan styrks að vænta, þegar þeir ráðast á aðra þjóð með ófriði. Það verður því ekki betur séð, en Japanar séu hér mjög einangraðir, en þeir treysta á hertýgi sín, eins og Golíat forðum, og enn veitir þeim miklu betur í stríðinu við Kínverja. Betel Ræða flutt á 18. afmælissamkomu stofnunar- innar í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg 2. mars, 1933, af Dr. B. J. Brandson. íllli'heimilið Betel, undir umsjón Hins Ev- angeliska lúterska kirkjufélags Islendinga í Yiesturheimi hefir nú verið starfandi í 18 ár. Um langt skeið áður en stofnun þessi varð að virkileika höfðu mjög margir af fólki voru fundið til þess að mjög brýn þörf væri fyrir slíka stofnun. Að svo var, gátu menn sann- færst um við íhugun krimgnmstæðna sam- fara landnámi Islendinga í Vesturheimi. Hingað komu margir, bæði menn og konur sem þegar höfðu lifað sína yngri og fegurstu æfidaga, og jafnvel sumir verið orðnir há- aldraðir. Það var þess vegna ekki óeðlilegt að margt af þessu fólki yrði undir í barátt- unni fyrir lífinu í framandi landi þar sem erf- iðleikar voru oft meiri en hvað þeir höfðu átt von á. Þess vegna voru það æði margir sem upp á aðra voru komnir þegar ellin loks kom þeim á kné og þeir gátu ekki erfiðað lengur. Margt af þessu gamla fólki kunni ekki enska tungu og þar af leiðandi fanst það næst um óbærilegt að verða að leita sér skýlis á hérlendum stofnunum, þótt það hefði í sum- um tilfellum verið hægt að gera það. Líka fanst mönnum að það vera þjóðernisleg skylda sem hvíldi á Vestur-Islendingum að sjá þessum ellihrumu meðbræðrum sínum fyrir verustað og lífs viðurræri. Hvergi kemur sönn þjóðræknistilfinning fram í feg- urri mynd en þegar sá andi er ríkjandi að það sé heilög skylda að liðsinna þeim af sinni eigin þjóð sem verulega hjálparþurfa kunna að vera. Ef hjálpfýsi gagnvart þeim sem bágt eiga skoðast sem mælikvarði sannr- ar þjóðrækni, þá held eg að íslendingar yfir- leitt séu þjóðræknismenn og þoli vel í þessu tilliti samanburð við aðrar þjóðir. En þótt oft væri talað um þörfina sem úr þyrfti að bæta voru framkvæmdimar lengi litlar. Heiðurinn af því að hrinda þessu máli til verulegra framkvæmda tilheyrir kvenfél- agi Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, og innan þess félagsskapar mun frú Lára Bjarnason hafa átt mestan þátt í að hafist var handa til virkilegra framkvæmda. Eftir að hafa haft þetta mál á dagskrá æði mörg ár og safnað til þess töluverðu fé komst kven- félagið að þeirri niöurstöðu að málinu væri betur borgið í höndum kirkjufélagsins, og þess vegna, árið 1913, fór kvenfélagið þess á leit við kirkjufélagið, að það tæki málið að sér. 1 bréfi því, sem kvenfélagið ritaði for- seta kirkjufélagsins við þetta tækifæri, stend- ur meðal annars þetta: “Kvenfélag fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg hefir samþykt að biðja hið heiðr- aða kirkjuþing að taka sér til umsjónar og stjórnar málefni g'amalmenna heimilis stofn- unar þeirrar, sem það hefir haft meðferðis um nokkur ár. Vér álítum málefninu betur borgið undir stjórn og umsjón kirkjufélags- ins en í vorum höndum, og vonum að hið heiðraða kirkjuþing sjái sér fært að verða við þeirri beiðni vorri. Fjársjóð hinnar tilvonandi stofnunnar hefir féhirðir til reiðu til að afhenda hann kirkjufélaginu þegar það heimtar.” Það var efalaust viturlegt af kvenfélaginu að ráðstafa málinu á þennan hátt- Líka ber það með sér að hér ráði engin eigingimi, lieldur var það efst í huga hvað málefninu vræri fyrir beztu. Kirkjuþingið tók við mál- inu til meðferðar og sjóð og eignum þeim sem þegar voru til, að upphæð $3,748. Samt var það ákvarðað að stofnunin skyldi ekki sett á fót það ár, en á næsta kirkjuþingi, nefni- lega .1914, var samþykt að byrja á fyrirtæk- inu á komandi hausti og nefnd kosin sem falið var á hendur að stjóraa fyrirtækinu. Þeir sem kosnir voru í nefndina voru séra N. Stgr. Thorlaksson, Jónas Jóhannesson, Gunnl. Jóhannsson, Árni Eggertson og G. P. Thordarson. Af þessum mönnum er Jónas Jóhannesson enn í stjómarnefnd heimilisins. Öll þau ár sem stofnunin hefir verið til, hefir hann starfað með dæmafárri elju og dugn- aði. Öll þessi ár hefir hann verið féhirðir stofnunarinnar. Hagsýnl hans og víðtæk þekking sérstaklegia á öllu sem að byggingum lýtur hafa verið heimilinu til ómetanlegs gagns. Störf hans í fyrirtækisins þarfir verður af vinum þess aldrei full þakkað. Þótt kirkjuþingið hefði ákvarðað að starfið skyldi byrja þá um haustið 1914, J>á varð það, ýmsra ástæða vegna, ekki fyrr en 1. mars, 1915, að stofnuninAomst á fót. Þessa afmælisdags stofnunarinnar hefir kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar minst ár hvert, eins og móöir, sem aldrei gleymir fæðingar- degi barns síns. Byrjáð var í húsi á Winnipeg Ave. Aðeins þrjár konur voru þar til vistar fyrsta mán- uðinn, en svo smá bættist við hóp- inn, þar til um haustið, 1915, þegar flutt var til Gimli, voru það 10 sem lögðu á stað frá húsinu á Winni- peg Ave. og þrjár bættust við á járnbrautarstöðinni. Fyrir þá sem hjátrúarfullir eru, þykir 13 óheilla tala, en i þetta sinn var það sönn happatala, þvi fyrirtækið sem hér átti hlut að máli hefir blessast langt fram yfir þær vonir sem vinir þess og stuðningsmenn gerðu sér í byrj- un. Af þessum 13 er enn einn á lifi, Jakob Briem, sem svo margir kannast við. Heimilinu á Winni- peg Ave. var stjórnað af Miss Elenoru Julius. Þegar heimilið var flutt til Gimli fór hún þangað og hélt stöðu sinni við heimilið þar til á síðast- liðnu hausti að hún beiddist lausn- ar eftir nær 18 ára dygga þjónustu í heimilisins þarfir. Á kirkjuþingi 1915 var nefnd þeirri, sem þá var kosin, falið að sjá heimilinu fyrir hæfilegu húsnæði, og hafa þær aðrar framkvæmdir er hún sæi nauðsynlegar. Skömmu eftir kirkjuþing sagði einn nefndarmað- ur sig úr nefndinni og útnefndi forseti kirkjufélagsins mig í nefnd- ina. Þess vegna hef eg næst Jónasi Jóhannessyni þann heiður að hafa starfað lengst i stjórnarnefnd Betel. Fljótt komst nefndin að þeirri nið- urstöðu að heimiliö á Winnipeg Ave. væri öldungis ónógt, og leiddi það til þess að heimilið var flutt til Gimli, sem af ýmsum ástæðum þótti ákjósanlegasti staðurinn fyrir slíka stofnun. Við þann stað eru tengdar margar viðkvæm- ar endurminningar frá landnámstíð íslendinga í Ameríku, og í huga margra er það tilhlýðilegt, að þar standi sú stofnun, sem íslendingar i þessu landi hafa að miklu leyti helgað minningu hinnar fyrstu ís- lenzku kynslóðar, frumherjanna, sem lögðu sitt dagsverk til þess að slétta vegjnn fyrir þá sem síðar koma. Skýrsla nefndarinnar til kirkjuþings 1916 skýrir nokkuð ít- arlega frá starfinu það ár og vil eg leyfa mér að lesa hér þá skýrslu. “Skýrsla Gamalmennaheimilis nefndar “Kirkjuþingið 1915 fól nefnd þeirri, er þá var kosin til að stjórna gamalmennaheimilinu, sem þá var nýstofnað, að sjá heimilinu fyrir húsnæði og gera allar þær ráðstaf- anir, sem nauðsynlegar þættu í því sambandi. Eftir vandlega umhugs- un málsins, var það niðurstaðan, að kaupa skyldi fyrir heimilið bygg- ingu þá á Gimli, sem kirkjuþinginu hafði verið bent á af nefndinni frá því árið áður. Þótt eflaust hefði verið ánægjulegra að geta bygt til- hlýðilega byggingu, sniðna algerlega eftir þörfum vorum, þá hefði slík bygging kostað margfalt meira fé en hvað nefndin hafði yfir að ráða. Engin lánfélög lána peninga út á byggingar slíkra stofnana, svo að óhjákvæmilegt er að borga allan kostnað, sem slikt fyrirtæki hefir í för með sér, um leið og verkinu er lokið. Aftur á móti fékk nefndin þessa umtöluðu húseign meþ mjög góðum- kjörum. Eignin kostaði $4,000, og var það stórum mun minna, en hinn upprunalegi kostnað- ur við eignina. Líka fylgdi allur húsbúnaður, sem í húsinu var, og sem var töluvert mikils virði. Sam- kvæmt kaup6kilmálum borgaði nefndin $1,000 í eigninni, og þar að auki lét hún fasteign þá, sem stofnunin átti á Loni Beach, sem G. P. Thordarson hafði gefið stofn- uninni, fyrir $800 upp í þessa nýju eign. Sú upphæð, sem eftir stend- ur, $2,200, borgast $500 á ári, með 6 prosent vöxtum. En að gera hús- ið þannig úr garði, að það gæti komið að tilætluðum notum, kostaði töluvert fé. Sérstaklega voru það hitunartæki í bygginguna, sem kost- uðu mikið, og svo þurfti að gera við grunn hússins og ýmislegt fleira. Allur sá kostnaður kom upp á rétt um $3,000. Húsið er nú komið í viðunanlegt ástand og er hlýtt og þægilegt til íbúðar. “Heimilið var flutt til þessa nýja samastaðar i. sept. siðastliðinn, og 3. okt. var stofnunin vígð af forseta kirkjúfélagsins og gefið nafnið Betel. Þetta nafn sýnist hafa verið sérlega heppilega valið, því að á rúmlega einu missiri er svo að sjá sem það eigi vinsældum að fagna hjá öllu fólki voru. “Þegar heimilið var flutt til Gimli, þá útheimti sú breyting meiri starfskrafta við stofnunina, en áður voru. Nefndin var svo lánsöm að fá Mrs. Ásdísi Hinriksson til þess að taka til starfa við heimilið, og hefir hún ásamt Miss Elenoru Jul- ius veitt heimilinu forstöðu síðan. Að fyrirtækið hefir blessast eins vel og reynd hefir á orðið til, þessa tíma, er sérstaklega að þakka þess- um tveim konum, því þær hafa gegnt þeim starfa, sem þær hafa tekist á hendur, með sérstakri alúð og trúmensku, og í allri fram- komu þeirra við heimilisfólkið hef- ir sannur kærleikur verið sterkasta hvötin. Þær hafa ætíð gert sitt ýtr- asta til þess að því fólki, sem þær hafa um að sjá, megi líða vel og vera ánægt með kjör sín, og sýn- ist þeim takast þetta mjög vel. “Nú sem stendur eru 26 gamal- menni á heimihnu, og er það eins margt og mögulegt er að hafa þar plássins vegna. Umsóknir hafa komið frá töluvert fleirum, sem ómögulegt hefir verið að sinna plássins vegna. Flestar umsóknir hafa komið nú á tveim síðastliðnum mánuðum, og bendir það á vaxandi hylli stofnunarinnar. Ef það á að verða mögulegt, að veita nokkuð ná- lægt því öllum þeim inntöku, sem þess æskja, þá verður að stækka stofnunina að mun. En slíkt út- heimtir ekki aðeins kostnað við bygginguna, heldur og líka stórum aukinn starfrækslukostnað. “Fjárframlög frá almenningi hafa verið sérlega rífleg, og vonandi að þau haldi áfram að vera þannig, svo framarlega að stofnunin geti haldið þeim vinsældum, sem henni hefir nú auðnast að ná. Fjárfram- lög hafa komið ekki einungis frá fólki því, sem tilheyrir kirkjufélagi voru, heldur og ýmsum öðrum, og í sumum tilfellum hafa þær upp- hæðir verið stórar. “Eins og skýrsla féhirðis ber með sér, hefir heimilisfólkið borgað $1,000 til heimilisins síðastliðið ár. Þótt það séu margir, sem eitthvað borga, þá eru hinir fleiri, sem ekki geta borgað neitt. Einmitt þeir, sem ekkert geta borgað, þurfa þeim- ilisins mest með, og það verður nefndin að taka til yfirvegunar, þegar um inngöngu á heimilið er að ræða. “Fyrir ötula frammistöðu Thom- as H. Johnsons ráðherra, veitti Manitobastjórn fyrirtækinu $1,500 fyrir hið yfirstandandi ár. Af þess- ari upphæð var $1,000 veitt upp i kostnað við bygginguna, en $500 upp i starfrækslukostnað. Um leið fengum vér nokkurnveginn vissu fyrir þvi, að fyrirtækið mætti eiga von á $500 styrk á ári framvegis. “Aðal spursmálið, hvað Betel viðvíkur, er, hvort menn vilja að stofnunin haldi áfram eins og hún er nú, eða hvort stækka skuli stofn- unina að svo miklum mun, að hún fullnægi að mestu leyti þeim þörf- um, sem bersýnilega eiga sér stað. Nefndin hefir ekki neinar tillögur fram að færa í þessu efni, heldur aðeins bendir kirkjuþinginu á kring- umstæðurnar, eins og þær nú eru. Aðeins vill nefndin láta í ljós ánægju sína og þakklæti yfir því, hve drengilega fólk vort hefir stutt þetta fyrirtæki. Almenningur hefir séð þörfina og hefir gert sitt til þess að henni mætti verða íullnægt. “Nauðsynlegt álítur nefndin, að stofnunin sé löggilt samkvæmt lög- um Manitobafylkis, og leggur til, að þetta kirkjuþing geri nauðsynlegar ráðstafanir til þess að það verði gert. “Fyrir hönd nefndarinnar, B. J. Brandson, formaður. /. Jóhannesson, féhirðir. Gunnl. Jóliannsson, ritari.” \?ið þessa skýrslu er lítið að at- huga nú. Kirkjuþingið fól nefnd- inni málið til frekari framkvæmda og gaf henni vald til þess að safna 1 melr en þrlBJung aldar hafa Dodd’e Kidney Pills veriB viBurkendar rétta meSaliB viB bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjfl öUum lyísölum, fyrir 60c askjan, eBa sex öskjur fyrir $2.50, eBa beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. fé í byggingarsjóð, því þá var þegar augljóst að heimilið var langt um of lítið til þess að J>að mætti þörf- um fólks vors. A eitt eða tvö atr- iði í sambandi við skýrsluna vil eg samt minnast. Fyrst vil eg skýra frá hvernig stofnúnin fékk nafnið “Betel.” Þegar kom til þess að flytja á hið nýja heimili á Gimli kom það til tals að stofnunin ætti að hafa eitthvað sérstakt nafn. Nefndinni kom ekki saman um nafnið, eða réttara sagt hún var ráðalaus með nafn. Leitaði hún þá ráða hjá séra Birni Jónssyni, og stakk hann upp á nafninu “Betel” og skýrði hann heimilið þvi nafni þegar hann vígði það 3. okt., 1915. Öllum mun koma saman um að nafnið sé sérlega heþpilegt og hafi þvi fylgt mikil gæfa. Annað sem eg vil benda á er sú fjárupphæð sem stofnunin fékk frá fylkisstjórn þessa fylkis. Betel hélt áfram að fá $500 á ári frá fylkisstjórninni þar til fyrir tveim árum að nefndin afsalaði sér þeim styrk. Þessi styrkur var tiltölulega minni en hvað aðrar samkyns stofnanir i fylkinu voru aðnjótandi. Samt var það notað til þess að reyna að gera stofnanina tortryggilega í augum manna. Óhlutvandir menn gáfu það í skyn að óþarfi væri að leggja fé til Betel því stjórnin stæði eig- inlega straum af fyrirtækinu. Eins lengi og brýn þörf gerðist og stofn- unin var í verulegri fjárþröng var ekkert nema eðlilegt að leitað væri á náðir stjórnarinnar ef á lá. En ef íslendingar vilja eiga sína eigin stofnun til nota fyrir sitt eigið fólk þá ættu þeir að sjá sinn sóma mest- an í því að starfrækja þá stofnun án þess að leita styrks frá hérlendri stjórn. Það getur vel svo farið enn að við verðum að flýja á náðir ein- hverrar stjórnar ef íslendingar bregðast sinni eigití stofnun, en eg vonast til að eg sjái aldrei þann dag. Skömmu eftir að það varð heyrum kunnugt að Betel hefði afsalað sér tilkalli til stjórnarstyrks mintust einir þrír hérlendir menn á þetta við mig. Enginn þeirra vi§si að eg væri nokkuð við stofnunina rið- inn. Allir þessir ménn létu það álit í ljósi, að hér hefðu íslendingar gef- ið öðrum þjóðflokkum mjög gott eftirdæmi, að framkoma þeirra væri svo frábrugðin því sem menn ættu að venjast að íslendingar verðskuld- uðu hér sérstaka viðurkenningu. Þótt kirkjuþingið 1916 hefði fal- nefndinni fjársöfnun til byggingar fyrir heimilið varð ekki af neinum framkvæmdum á næsta ári. Striðið stóð þá sem hæst og gerði allar slíkar framkvæmdir sérlega örðug- ar. En árið 1917 barst heimilinu stór óvænt gjöf þar sem var dánar- bú Jóns Helgasonar, $866 í pening- um og tólf skuldlausar lóðir á Fleet St. í W'nnipeg- Eg hef áður skýrt frá hvernig þessi einmana, gamli, deyjandi maður var fluttur inn á almenna sjúkrahúsið í Winnipeg fáum dögum áður en hann dó og hvernig það atvikaðist að hann af- henti mér allar eignir sínar fyrir Betel, og vil eg ekki taka tíma til að segja þá sögu á ný. Þetta varð til þess að J>cgar tækifæri svo bauðst til að kaupa Lakeview Hotel bygginguna á Gimli sá nefnd- in sér fært að gera það. Heimilið var flutt í hina nýkeyptu byggingu um haustið 1917. Tuttugu og þrír vistmenn fluttu í hið nýja heimili og eru þrír af þeim enn á lífi. Þegar flutt var heimilið haustið 1917 bjóst nefndin við að nægilegt húsrúm yrði fyrir alla sem inntöku æsktu, þar sem þetta nýja heimili

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.