Lögberg


Lögberg - 09.03.1933, Qupperneq 7

Lögberg - 09.03.1933, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. MARZ, 1933 Bl.i 7 Gömul ferðasaga Eftir G. T. Athelstan (iNiðurlag,) ------- Helgi ísaksson og móÖir hans komu næst. Síðan Árni og eg. Leist inér svo á a'S hér væri helst til margt kvenfólk í einum bát, og bættist svo við skipsjómfrúin, sem eg varð að að sitja undir í 16 klukkutíma. Já, ef j>ið hafið aldrei reynt að sitja undir sama kvenmanninum í sextán klukkutíma, hálf-frosinn og glor- hungraður, og það úti á rúmsjó, þá vitið þið ekkert hvað eg er að tala um. En það er í fyrsta skifti, sem eg hefi þakkað minum sæla fyrir að losast við “faðmlög” kvenmanns! Auðvitað gat eg ekki látið hendurn- ar hanga niður aðgerðarlausar, all- an þennan tima, heldur hélt eg utan um blessaða skipsjómfrúna, enda var hún hin laglegasta telpa, vel klædd og vel fædd, því skipsjómfrú var hún og hýrt auga gaf hún mér þegar i land kom, því megið þið trúa. En svo var eg nú harðtrúlof- aður maður og þorði ekki fyrir mitt auma líf að vinka svo mikið sem öðru auganu á hana. Og nú ýttum við úr vör—eða frá skipinu, með 14 manns um borð i .bátnum, og biðum eftir að hinir bát- arnir kæmu. Já, þarna var stýrið á skipinu alt böglað og skrúfan af. Ljót sjón. Og nú kom stóri bátur- inn troðfullur, og á eftir litli bátur- inn með 5 mönnum. Alls vorum við 34. Af þeim drukknuðu 9, en tveir dóu eftir að í land kom, og einn dó á leiðinn, og var hann settur út meS blessun okkar, sem vorum ekki langt frá því að krókna. Þarna komu þrír eldarar, lítið klæddir og skjálfandi, í litla bátinn, sem annar stýrimaður veitti for- stöðu. Virtust margir hafa mikið traust á þeim manni, enda var hann harðgerður á aS líta. Var nú kallast á um ferðina. Veðrið var ekki sem verst, og lítill sjógangur þarna í stöðuvatninu okk- ar. Áreiðanlegá var þó veðrið að batna, og nú var stefnt til lands— 100 mílur. Mastur var sett upp en það passaði nú ekki í kjölinn, svo nærri lá aS bátnum hvolfdi þegar það datt. Kalli á Svínaskála hafði þó hníf, og Árni var nógu góður snikkari til þess að tálga mastrið. V'ar nú sett upp segl og sigldum við suður með ísspönginni og út á ber- svæði. Einhverra hluta vegna voru þó hinir bátarnir á eftir, og var þó skipun skipstjórans að hver sæi um sig hér eftir. Héldum við því á- fram, en hinir bátarnir hurfu okkur sjónar innan skams. Var seinna eitthvert rifrildi á þeim bátum; litli báturinn of litill til þess að standa þetta ferðalag, þó þar væru fimm hraustir karlmenn, og næsta dag varð það úr, að 9 beztu menn- irnir voru valdir til þess að ná landi á litla bátnum, því þá voru bátarnir ekki nema um 2 mílur frá landi, en sá bátur kom aldrei að. Var þar á meðal Jósep kaupmaður á Akureyri. Aftur á móti barðist fólkið á stóra bátnum við sjóinn þangað til að Sveinn í Fagradal, sem þá hafði fengið fregn um okkur sá þann bát og lagði á stað á mánudagsmorgun að bjarga fólkinu, sem hafði þá ver- ið að berjast við hungur og kulda síðan á föstudagsmorgun um kl. 5, að við yfirgáfum skipið. Kann séra Halldór þá sögu betur en eg, og vík eg því að “mínum” bát. Innan skamms rákumst við á ís. Brotnaði stefnið á bátnum töluvert, og vatn kom í bátinn. Lagðist eg þá framm á stefnið og benti með handleggjunum stýrimanninum, því svokallaður bláis var í sjónum, en það er sá ís kallaður, sem lengi hef- ir legið i sjó og er því eins og svampur, holóttur og næstum í kafi, en upp úr flestum jökunum stóðu þó smá strítur, sem hægt var að sjá áður en á rækist. Gekk þetta svona um hríð. Allan daginn silgdum við svo í góðu veðri. En svo fór að lægja með kvöldinu. Við stýrið sat fyrst sjálfur skipstjórinn, en seinna tók við stýrinu gamall sjómaður, sem var á skipinu Norge, sem fórst við strendur Skotlands tveimur ár- um áður með 500 manns á dekkinu. Misti þar skipstjórinn, Gundersen, rétt sinn á að stýra skipi, en þetta skip var Ameríkuskip dönsku lín- unnar. Var það dálítil tilbreyting fyrir okkur Árna að hlusta á þenn- an mann segja svaðilfarir sinar, og fanst okkur eins og minna lægi við þó við þessar fáu hræður færum < sjóinn. Samt langaði okkur til að lifa. Nú var komið logn og myrkur. Við settumst við árarnar. Hafði eg tekið af mér skóna og stóð í vatni upp í mjóaleggi, en aðeins hafði eg skinnhanska á höndunum, og hafði eg hent þeim, en sett upp ullarsokka á hendurnar. Var erfitt að róa með slíkt á höndunum, því enginn þumall var, og því erfitt að halda um ár- arnar. Hafði amma mín gefið mér ein 3 eða 4 pör af beztu sokkum, og komu þeir sér vel fyrir kvenfólkið, en eg gaf þeim ein fimm eða sex pör af sokkum áður en við lögðum á stað, og fékk skammir hjá skip- stjóra fyrir að fara ofan í skipið rétt áður en við yfirgáfum það. Annars vantaði mig helzt að fara út í skipið aftur eftir að í bátinn kom, því mér fanst það mundi vera notalegra að fara niður með skip- inu en beint í kjaftinn á hákarlin- um. En til allrar lukku varð nú ekkert úr þeim ráðagerðum fyrir mér. Og nú rérum við, og rérum og rérum. En slöpp voru áratökin hjá okkur, því ekkert var að borða og ekkert hafði verið borðað kvöldið áður í skipinu. Enginn hafði vist lyst. Eitthvað náðist þó af brauði, en vatn var ekkert, dálítið af víni sem einn hásetinn, sá eini utan skip- stjóra og þess er við stýrið sat, sem var á okkar bát, drakk þangað til að hann varð fullur og dó. En nú fór ýmislegt að koma fyrir. Við fórum að sjá land. Land! Vorum við þakklát í meira lagi. Var nú stefnt á “landið.” Jú, þarna var fjörðurinn áreiðanlega — Borgar- fjörður! Við rérum og rérum alt hvað af tók. Og nú vorum við rétt að fara upp í fjöruna; árarnar dregnar upp, og húrra kom frá öll- um í senn. En þetta var ekki land— heldur missýningar. Þokan og myrkrið—hungrið og þreytan—og ímyndunaraflið gerði þetta að reglulegum Borgarfirði. Þekti eg fjörðinn? Eg skyldi nú segja- Við sáum jafnvel húsin. Og svo eltum við annað land nokkru seinna. Eng- inn var í efa um að þarna væri nú land. Alt fór á sömu leið,—ekkert land. “Róið á tunglið,” sagði skipstjór- inn. Fór eg að reyna að athuga hvar tunglið væri um þetta leyti nætur. Fanst mér skipstjóri vera orðinn vitlaus. “Róið á tunglið,” kallaði hann aftur. Og við rérum. Ekki var til neins að mögla. Við vorum öll að reyna að bjarga okkur. Kvenfólkið sat i einum hóp aftur í skut — hljóða- laust. Ekki æðruorð frá veiku kon- unni. Við reyndum að syngja, karl- mennirnir. Eg fór að blístra, en fékk aftur skammir hjá skipstjóra. Var það álitið ógæfa að blístra á sjónum, sérstaklega í sjávarháska. Fór eg þá að reyna að syngja og kom Árna til að raula, en eg var ákafur að gera eitthvað, og svo var Kalli. Samt fanst mér eins og að bátinn bæri ekkert áfram. Eg var óvanur slíkum róðri, og var farinn að fá sting í handleggina og axlirn- ar, og svo bárust óraförin til hliðar, en ekki aftur með bátnum. Benti eg skipstjóra á þetta. “Róið á tungl- ið”, sagði hann. En nú var eg bú- inn að fá nóg af svo góðu. Tunglið ! Aldrei hefir það verið eins aum- ingjalegt eins og þetta kvöld. Blátt ,af kulija, eins og við, og með glóð- arauga—glorhungrað? og vesaldar- legt. Tunglið! “Til fjandans með tunglið,” sagöi eg. Já^ lengi hefi eg verið kjaftfor, en nú tók út yfir alt þegar eg fór að rífast við sjálf- an skipstjórann. Mölduðu aðrir i móinn, en mér tókst að sýna og sanna, að alt okkar erfiði fór fyrir gýg. Báturinn þokaðist ekkert á- fram — alls ekkert, og eg lagði mína ár upp! “Ef eg á að róa meira verð eg að róa á eitthvað annað en tunglið”—og nú var eg orðinn hás. Og eg lagðist á boröstokkinn um stund, og hefi líklega sofnað. Vakn- aði eg við að Árni var að hrista mig og skaka. “Vaknaðu, Tyrggvi, vaknaðu, þú ert að deyja, maður, vaknaðu!” “Æ, láttu mig vera; mér líður vel, láttu mig vera.” Og mér leið vel. Já, óuinræðilega vel; fann hvorki til hungurs né kulda. En eg vissi líka að Árni hafði farið með rétt mál, því eg var satt að segja að deyja. Eg var rétt um að missa meðvitund- ina, það fann eg, og eg kærði mig ekki lengur um að lifa. Bað eg Árna ennþá einu sinni að lofa mér að vera; að mér liði nú vel, en hann hélt áfram, að hrista mig og skaka. Og mér fanst eg verða þess var að sálin væri að yfirgefa likamann, þó ekki tryði eg því þá, að eg hefði nokkra sál,—þá samt fann eg að um einhvern skilnað var að ræða. Mér fanst eg vera að lyftast upp úr bátnum; eg sá ofsjónir—já, eitt- hvað fallegt og unaðslegt, en fann svo að blóðið fór að hreyfast aftur, og enn hélt Árni áfram að hrista mig, og var hann nú orðinn vondur —hristi mig og skók. Og eg vakn- aði. Hafði eg þá mist húfuna í sjó- inn og nú var ekkert á mínu höfði nema ljósgult hárið, og eg fann því meira til kuldans. Hafði eg lika frosið við borðstokkinn, og frosinn, saltur sjórinn var á hálsinum á mér. Og smám saman komst í mig líf. Byrjaði eg á því að berja höndunum í fótleggina, og svo innan skamms að berja mér upp á sjómanna vísu. og lífiS kom aftur til min. Eg leit i kring—og eg fór að hugsa. Já, ef það væri ekki verra að deyja en þetta, þá væri það kannske betra en að lifa. Jæja, og hversvegna að lifa úr þessu? Og eitthvað líkt þessu hugsaði eg. Og enn í dag er eg ekki alveg viss um hvort árangurinn hefði orðið betri eða verri ef eg hefði lognast út af þarna á bátnum. Hafði hann ekki dáið kvalalaust sænski sjómað- urinn, sem kastað \?ar út daginn áð- ur? Sannarlega Ieið honum núna betur en okkur—já, kannske fram á þennan dag? Ekki sást til lands ennþá. Og nú fór aftur aö hvessa. Birti þó upp um tíma og sáum við þá að við vor- um suð-austur af Reyðarfirði — höfðum hvorki minna né mjórra en rekið alla þessa óraleið á einni nóttu —frá Borgarfjarðarmynni, sem við áreiðanlega vorum, og alla leið suð- ur fyrir Reyðarfjörð. Sáum við nú norður með ströndinni alla leið til Seyðisf jarðar. En nú var vindur- inn að suð-austan, og hugsuðum við okkur því að taka Seyðisfjörð. En á svipstundu fór að herða á vindinum. Innan skamms var kom- ið hvítfyssandi rok svo að ekki sást 100 faðma frá bátnum. Og nú reistu öldurnar sig og var kominn stórsjór á stuttum tíma. Þvílíkt veður! Já, nú var úti um alt! Með ár hafði verið stýrt alla leiðina, því ekkert var stýrið á þessum Túlin- iusar-bát; alt var á sömu bókina lært, og hefði ekki komist af oröa- laust hér í landi. Báturinn þeyttist upp á háar öldúr og ofan i djúpa dali, hálfur upp úr sjónum, og nú hvein í hverju rifi, enda hafði skip- stjórinn skipað okkur að stíga ekki á milli bandanna í bátnum. Og í f jóra klukkutíma sigldum við þann- ig i grænum stokk og stöðugu roki, og eg taldi öldurnar, vitandi að hver og ein gæti orðið sú seinasta. Var þetta svakalegasti tíminn í bátnum. Fransbrauð kom fljótandi eftir austrinu. Greip eg það fegins hendi og hefi hvorki fyr né siðar etið betra brauð. Var það þó ekki nema hálft, því skipstjóri hafði mist þaö niður í austrið, eftir að hafa gefið kven- fólkinu einhvern bita, en blessað kvenfólkið sat á þeim litla mat, sem við höfðum frá byrjun, og það át lika það litla, sem var að eta. En þessi brauðbiti fór í okkur mennina. Þegar lygndi vorum við komin norður fyrir Seyðisfjörð. Ekkert tiltökumál að taka þann fjörðinn. \ ar því útlitið helst það að við myndum ná Borgarfirði eftir alt saman. Og nú fór að lygna og við fórum að róða. Lá nú betur á okk- ur, því nú sáum við þó land, og alt virtist líta vel út. Smám saman komumst við fyrir Borgarfjarðar- tanga, og inn á f jörðinn, en nú voru átökin heldur slöpp. Blíðalogn og sólskin. í þrjá tíma vorum við að skriða inn fjörðinn. Var fólkið að gefa okkur gaum annað slagið, en svo stóö á að Brúnvikingar áttu hvítan bát og var von á þeim þenn- an dag, en þeim fanst þó seint ganga þó aldrei að Brúnvíkingar þættu fljótir í snúningum. Loksins tók þó einhver eftir borðalagðri húfu skipstjórans, og nú varð ys og þys í f jörunni. Þegar við lentum komu mennirn- ir vaðandi upp í mitti til.að taka á móti okkur. Sáu þeir nú að hér var ekki um neina Brúnvíkinga að gera, heldur skipbrotsmenn. Og eg stökk ofan í fjöruna á sokkunum, og var grjótið hart undir fótinn, enda varð eg of máttlaus í hnjálið- unum til þess að standa uppi og hneig niður eins og máttlaus orm- ur. En nú hafði eg með sjálfum mér lofað sjálfum Guði að þakka honum innilega þessa lífgjöf, en áö- ur en eg vissi voru tveir menn bún- ir að ná tökum á mér og var eg bor- inn inn í næsta hús, sem var hús Þeirra Helga og Jóns Björnssona. Hefir það heimili haft orð á sér fyr- ir gestrisni, en hér tók út yfir alt. Sjóðandi heitt, svart kaffi með hoffmansdropum var helt i okkur —og er eg hræddur um að altaf síðan hefi maginn í mér verið hálf kalóneraður, en sleppum því. Við komumst fljótt í rúmið, Árni og eg -*og við vissum að hinum leið lika vel, og svo var sofið í þrjá klukku- tima. Síðan var borðað, og það var enginn dóna matur. Næsta morgun lagöi Árni á stað yfir til Seyðis- fjarðar, Hjálmadalsheiði, eins skemtileg eins og hún nú er að vetr- arlagi, og barst bréttin fljótt um land alt. “Tryggvi og Árni komust af” var hrópað um allan Seyðis- f jörð. Og skip voru send út til þess að gá að hinum bátunum, en eins og segir hér að framan, komst annar þeirra aldrei að, en hinum var bjargað af Sveini í Fagradal tveim- ur dögum seinna. Vissum við vel hvað það meinti fyrir þá sem þar voru, þvi við vorum búin að fá nóg eftir 35 klukkutíma i bátnum. Og svo kom skip til Borgarf jarð- ar að sækja okkur. Ætluðum viö því út í það á bátnum okkar, en þegar við hreyfðum hann sat kjöl- urinn eftir í sandinum. Trúi nú hver sem vill, en ekki hafa Borg- firðingar gleymt þessu ennþá, það veit eg. Og síðan hefi eg aldrei get- að afneitað Guði, algerlega, hvað erfitt sem eg á þó með að gera mér nokkra hugmynd um Guð, því eitt- hvert óskiljanlegt afl hélt okkur á floti allan þennan tíma í slíkum stórsjó og slíku afskapa roki, á grautfúnum bát. Jafnvel Árni og Kalli, duglegustu inennirnir á bátn- um gátu ekki bjargað okkur ein- samlir. Er svo þessi saga ekki lengri. Skrifað í flýti mér til dægrastytt- ingar í Minneapolis 8. febrúar 1933. G. T. Athelstan. Fiskimál Þegar eg hafði lesið ræðu herra Einars Jónassonar þingmanns fyrir Gimli kjördæmi er birtist í síðasta Lögbergi fanst mér eg verða að rita nokkrar skýringar við þann hluta ræðunnar, sem fjallar um sölu á fiski, þvi um hana er mér talsvert kunnugt. Finst mér að þingmaöur- inn hefði átt að afla sér fyllri upp- lý'singa um það efni, sem hann ætl- aði að ræða, áður en hann fór á stað. Herra Einar Jónasson sakar ó- beinlínis fiskikaupmennina um ein- okun, sem hafi þær afleiðingar að fiskiveiðamenn fái lægra verð fyrir vöru sína jen ella, og til stuðnings þessari staðhæfingu sinni skýrir hann frá því að 6. febrúar hafi fiskimönnunum á Gimli verið borg- að 2 cent fyrir pundið af smágeddu (saugers), á sama tíma segir hann að lengjur af þessum fiski hafi selst í Winnipeg fyrir 14 cent pundið. En herra Jónasson tekur það ekki með í reikninginn að það þostar ef til vill eitthvað að höndla fiskinn frá því að fiskimaðurinn á Gimli afhendir hann, þangað til hann er seldur í Winnipeg. Skal eg í stuttu máli skýra þann kostnað sem það hefir í för með sér. Venjulega er það álitið að eitt cent kosti að taka á móti, vigta og til- reiða þýðan fisk, en gerum ráð fyrir að það sé aðeins hálft cent. Kassar ir, sem fiskurinn er pakkaður í . kosta 32 cent hver og í hann er | látið aðeins 50 pund af fiski. Kass- inn er fóðraður innan með vöxuðum pappir, og til þess að fiskurinn sé rétt pakkaður, þarf að hafa skaf- inn og hreinan ís. Það er því óhætt að fullyrða að kassi, pappír og ís kosta eitt cent á pundið. Flutningur frá Gimli kostar öoc fyrir hundrað pundin og fiskimaðurinn fær 3 cent ’ fyrir pundið. Efldur fiskiaðgerð- armaður tilgerir urn 40 pund á klukkutíma. Þessum manni má ætla að borgað sé 40 cents um klukkutímann, verður fiskurinn þá ?egar alt þetta hefir verið reiknað $5.10 hundrað pundin. Reynslan sýnir að úr smágeddu (Saugers) fæst aðeins einn þriðji af lengjum, verður þá kostnaðurinn á lengjun- um $18.30 hundrað pundin. Nú er eftir aö selja þessar lengjur og flytja þær í búðir víðsvegar um bæ- inn, það kostar tvö cent á pundið, sé um stóra verzlun að ræða, má gera ráð fyrir því að vistasölubúð- ir fái fimm cent á pundið fyrir það að höndla fiskinn. selja hann, senda hann heim til kaupandans, er þá allur þessi kostnaður orðinn 25.30 cent pundið. í þessum reikningi hefi eg ekki gert ráð fyrir neinni þóknun til fiskifélaganna, sem leggja fram féð til þess að kaupa fiskinn á Gimli og annarsstaðar, auk annars kostn- aðar. Mér er ekki kunnugt um smásölu- verð á fiski í Winnipeg 6. febrúar, en það er víst að hafi einhver selt þessar umtöluðu lengjur á 14 cent pundið þá hefir sá hinn sami stór- skaðast. Eg gæti skrifað langt mál til þess að sýna og sanna að fiskiinaðurinn hefir í ár fengið hærra verð fyrir fisk sinn en nokkur annar framleið- andi i fylkinu. Væri alt sanngjarnlega athugaö, og að einungis smærri hluti fiskjar- ins er nothæfur þegar á markaðinn er komið, búið er að greiða flutn- ingsgjald fyrir það, sem ekki er not- hæft, t. d. roð, ugga, haus innyfli, o. s. frv., sömuleiðis is og þunga kassa. Eitt er það sem stendur í vegi fyrir því að fiskiveiði sé eins arð- berandi atvinna og vera mætti, er það hiö afar háa verð á netjum. Þau hafa lækkað mjög lítið i ver,ði frá því sem þau voru hæst á striðsárunum. Er eg nú að grensl- ast eftir hvort ekki sé hægt að fá þetta verð lækkað. Eg vil taka það fram að fæstir okkar, sem fiskiverzlun reka í stór- um stil hafa nokkur umráð yfir smásölu fiskjar í Winniþeg. Á það mætti eg einnig benda að hefði fiskikaupmenn hér ekki haft^ samtök (ekki einokun) sín á milli og við fiskifélög í Bandarikjunum, þá hefði ekki verið hugsanlegt aö selja svipað því þann afla, sem framleiddur hefir verið, þvi siður að fiskimaðurinn fengi eins mikið í aðra hönd eins og að hann hefir fengið. Þetta liggur í augum uppi þegar þess er gætt hvað lágt er verð á annari fæðu. Herra Einar Jónasson stingur upp á því að stjórnin hef ji rannsókn við- víkjandi samtökum fiskifélaganna. Slík rannsókn væri sannarlega vel- komin frá hálfu okkar fiskikaup- manna. Þá kæmu allar hliðar greini- lega í ljós á þessu máli. G. F. Jónasson. Hockey Skautasamkepnin laugardaginn 25. febrúar, 1933. Sex flokkar tóku þátt í vetrar i- þróttinni canadisku um “Horn” Þjóðræknisfélagsins, sem gefið var hinni uppvaxandi íslenzku kynslóð og þeirra leikbræðrum til minnis um þúsundára alþing íslands 1930. Samkepninni var stýrt af Mr. J. Snydal er skipar forsæti í nefnd íþróttamála félagsins, með honum eru í ráði C. Thorláksson og W. J. Jóhannsson. Fyrir sérstaka velvild komst nefndin að góðum samn- ingi við Olympic skautaskálann og á Mr. Fred Hutchinson þakkir fyr- ir. Nefnd þessi hefir ekkert fé að ráða yfir og verður þvi aö bera sina eigin byrði. Fyrsti leikurinn fór frain kl. 8 e. h. á milli Morning Glory og Fálk- anna, er í hinum fyrnefnda flokk eldri “hockey” leikarar, sem leika sín á meðal yfir vetrarmánuðina kl. 8 f. h. hvern sunnudag og skemta sér vel við íþrótt þessa. í þessari atrennu töldu Fálkar sér fimm hafnskot til hróðurs. Skaut Weir 2 mörkum í höfn, Herges- heimer 2 mörk, Orville Hafliðason 1 márk. Bn aftur ámóti skaut Chr. Goodman þessu eina marki, sem hans flokkur náði í höfn. — Morning Glory: Haf nvörður Lúðvíksson, Chr. Goodman, C. Helgason, McWilliams, Bob Helga- son, McLean, Graham, Allan, P. Fredrickson, H. Gíslason. Hafn- mark 1. Fálkar : Hafnvörður Frank Gillis, C. Benson, Carr, Otto Bjarnason, Palmateer, Orville Hafliðason, Weir Passey, Hergesheimer, Albert John- son, Hermann, Magnús. Hafn- mörk 5. Hinn jafnasti og besti leikur þetta kveld var háður af Gimli og Sel- kirk. Flokkar þessir voru svo jafn- ir að ágreining mun það valda hver betri sé, en ef um nokkura yfirburði er að ræða mun það helst hafa kom- ið fram í góðu samspili hjá Selkirk flokknum. En árás sú er Gimli flokkurinn gjörði í siðasta þátt leiksins mun lengi í minni höfð. Flokksmenn Gimli: Hafnvörður J. Sinclair, Dreger, O. Sólmundson, Johannsson, Crutnes, Anderson, Howes, Tocosovitch, L. Sólmund- son, Anderson, Sinclair — hafn- mark o. Selkirk: Hafnvörður Laing, I. íngimundson, Thompson, Yarrow, Lee, Skinner, Cook, Adams, Magn- úson. Mayo, A. Ingimundson, Th. S. Thorsteinson ráðsmaður—hafn- mark 1. Þriðji leikurinn ipilli Árborg og Pla-Mors flokkanna. Þeir síðar- nefndu eru nokkurs konar bræðra- borg á móti Árborg, þvi sex flokks- mennirnir eru -bræður. Var það samspil þeirra er sigraði Árborgar flokkinn og gjörði þá aðnjótandi þess aö komast í úrslitaleikinn næsta kveld. Árborg: hafnvörður Sotor, Borg- fjörð, Magnússon, Sigurdson, Fjel- sted, T. Fjelsted, C. Björnson Magnússon, Erlendson, Diamond. ráðsmaður Thor Ufman. — Hafn- mark 1. Pla-Mors: hafnvörður Forrest, Litle, I. Johanneson, Alf. Jo- hannesson, Enderton, Harding, Playfoot, Ad. Johanneson, Arni Johannesson, Matt. Johanneson. Leikslok mánudag 27. febr. Fálkarnir sigra og hreppa “Horn þjóðræknisfélagsins.” Hinn ljós- hærði “Nip” Hergesheimer leiðir Fálkana til sigurs eftir hina tvo erfiðu leiki er háðir voru báðir sama kveldið. Tvær klukkustundir af vel leiknu “hockey” er meira en meðal menn geta staðið undir, en samt varð það ekki Fálkunum að meini við úrslitaleikinn. Herges- heimer leikur höfuö atriðið fyrir Fálkana í báðum þessum þáttum. Við Selkirk flokkinn skaut hann þrisvar sinnum í höfn og aðstoðaði við f jórða markið með samspili. Við Pla-Mors flokkinn skaut hann einu sinni í höfn og aðstoðaði við hin mörkin er hans hlið hlaut Weir var líka mjög áberandi í báð- um leikjunum. Selkirk flokkurinn lék ágætlega vel og í síðasta þátt leiksins gerðu þeir fimm manna áhlaup hvað eftir annaö er tnundi hafa orðið þeim til liðs ef hinn snjalli hafnvörður Fálkanna, Frank Gillis, hefði ekki sýnt framúrskarandi snild í vörn- inni. Eftir fyrsta leikinn fengu fálkarnir einnar klukkustundar hvíld áður en þeir léku úrslitaskorpuna við bræðraborgina Pla-Mors. Fyrsta markið i þeirri orustu léku þeir Orville Hafliðason og Otto Bjarna- son með fögru samspili, en það var Otto er skaut því í höfn. Von bráð- ar jöfnuðu þeir Alf. Johanneson og Harding sakir með góðu samspili. En eftir það fóru Fálkarnir að sækja mjög á og iiéldu óslitinni árás til leiksloka. Dómarar í þessum leikjum voru “Bun” Stephenson og Ted. Blondal. Flokksmenn voru þeir sömu og kveldið áður. Sigurmörk: Fálk- arnir 5, Selkirk 1 ; Fálkarnir 4, Pla- Mors 1.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.