Lögberg - 16.03.1933, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.03.1933, Blaðsíða 4
BIs. 4 LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 16. MARZ, 1933 , Xögbcrs QeflO ðt hvern fímtudag af r B E C O L U M B I A P R E B 8 L I íi 1 T B D 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjörans. EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerQ 18.00 um árið—Borgist fvrirfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Prees. Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONE8 S6 327—86 328 Sam vinna—- Sameign Hér er um tvent ólíkt að ræða, en það virð- ist svo, sem ýmsir geri sér ekki ljósa grein fyrir mismuninum, en haldi að þetta sé nokk- urnveginn eitt og hið sama, eða að minsta kosti náskylt. Fyrir skömmu flutti Mr. King, leiðtogi frjálslynda flokksins í Canada ræðu í sam- bandsþinginu, þar sem hann gerði grein fyrir stefnu síns flokks og mismuninum á stefnu hans og stefnu hins nýja stjórnmálaflokks í Canada, Co-operative Commonwealth Federa- tion, eða C. C. F.. Mr. King fórust meðal annars orð á þessa leið: “Það er önnur aðgreining, sem mér skilst að menn ættu að hafa í huga, lierra forseti, og hún er sú, að sameignarstefnan (socialism) eins og hún er skýrð af leiðtogum hennar, eða fram tekin í þessari yfirlýsing-u, á ekki sam- merkt við samlagshreyfinguna, eins og sam- lagshreyfingin vanalega er skilin. Samlags- hreyfingin er frjáls samvinna milli einstakra manna, en ekki sameigarstefna eða jafnaðar- stefna. Samlagsstefna, í ýmsum löndum, hef- ir þroskast og fullkomnast, undir því mann- félagsfyrirkomulagi, sem nú er ríkjandi . . . . “Þeim, sem þessari stefnu fylgja hefir skilist, að nauðsyn ber tii að hafa hemil á ágirndinni. Þeim hefir skilist, að það sé æskilegt fyrir menn að vinna saman alstaðar þar sem það getur verið sameiginlegum hagsmunum þeirra til gagns. Þetta hefir verið gert í ýmsum lönd- um og mat-gskonar samlagsfélög verið stofn- uð. Eitt slíkt samlagsfélag, sem egf býst við að allir kannist við, og sem er kannske hið mesta samlag innan breska ríkisins að minsta kosti, er hið breska heildsölusamlag. Eg má benda á, að þetta samlag gerir sín viðskifti á sama grundvelli eins og viðskiftafélög vanalega hafa. Vextir eru greiddir af höfuðstól. Ráðs- manni eru greidd há laun og öllum, sem við þetta vinna er 'borgað kaup í samræmi við það verk, sem þeir leysa af hendi. Eini verulegi mismunurinn er sá, að hér eru ekki einst^kir menn, eða einstök félög, af öllum mætti að keppa hvert við annað um ágóða fyrir sjálf sig, heldur að framíeiðendur og neytendur megi sameiginlega njóta hagnaðarins á hag- kvæmari og sanngjarnari hátt, heldur en ann- ars gæti átt sér stað .... “Mínir heiðruðu vinir tala þannig, sem þeir séu mjög hlyntir samlagshreyfingunni og skilur fólk það svo, að samvinnustefnan og sameignarstefnan séu nokkurnveginn eitt og hið sama. Eg vil taka það skýrt fram, að eg er mjög hlyntur samlagsstefnunni. Mér þætti mjög vænt um að sjá þá stefnu ná sem mestum þroska, en ekki vegna þess, að eg haldi að hún leiði til sameignarstefnunnar, heldur af því mér skilst að hún komi í veg fyrir hana. Hún er bygð á sjálfsbjargar hugs- uninni, en ekki þeirri stefnu, að varpa allri sinni áhyggju upp á ríkið .... “Eg vil styðja þá í því að hlynna að sam- lagshugmyndinni, sem bezt þeir geta, en þeg- ar þeir segja, að hún sé nokkurnveginn hið sama eins og sameignarstefnan, eða social- ismi, þá verð eg að segja, að þeir hafa rangt að mæla. Eg segi að samlagshugmyndin hafi tekið þeim þroska, sem hún hefir náð, undir séreignar fyrirkomulaginu, sem átt hefir sér stað alt til þessa. Menn þurfa ekki annað en athuga þau samtök í þá átt, sem nú eru starf- andi í heiminum, þá komast menn að þeirri niðurstöðu, að allur þessi félagskapur er rek- inn undir fyrirkomulagi séreignar og sam- kepni. ’ ’ Vér höfum þýtt þennan stutta kafla úr ræðu Mr. Kings vegna þess, að hann sýnir ljóslega muninn á stefnu frjálslynda flokksins og hins nýja stjórnmálaflokks, C. C. F., hvað þetta atriði snertir. Og hann skýrir ljóslega mun- inn á samvinnustefnunni og sameignarstefn- unni, socialisma, kommúnisma. Menn mega ekki láta nafnið á hinum nýja stjórnmálaflokki villa sig, þó það óneitanlega gefi nokkurt tilefni til þess, að vera misskilið, enda hefir stefna fokksins, að því er vér bezt vitum, ekki verið nákvæmlega skýrð af leið- togum hans. Til þess að stofna og starfræk.ja samvinnufélög, eða samlags'bú, þarf alls ekki að stofna nýjan stjóramálaflokk, það er hægt að gera, og hefir margsinnis verið gert og raskar það alls ekki ríkjandi stjórnmálastefn- um í landinu. Samvinnuhugmyndin, sem felst í nafni hins nýja flokks á alls ekki við það sem vanalega er skilið við samvinnu (co- operation) þeirra er sameiginlegra hagsmuna eiga að gæta hvað atvinnumál þeirra snertir, svo sem bænda, fiskimanna, o. s. frv. Nafnið á við það, að menn af ýmsum stéttum og með mjög mismunandi hagsmuna vonum, vinni saman að því, að mynda nýjan og öflugan stjórnmálaflokk, sem vitanlega á að taka langt fram gömlu flokkunum og helzt bæta öll mein allra, sem í landinu búa. En leiðtogar þess flokks, sem hér er um að ræða, C. C. F., liugsa sér ekki að bæta hin mörgu mein, sem þrengja að þjóðinni, með samvinnufélagsskap, eins og hann hefir verið og er skilinn, til þess þarf engan nýjan stjórn- málaflokk, heldur með jafnaðarstefnunni, sameignarstefnunni, socialisma, kommún- isma. Því fyr sem þettta kemur greinilega í ljós, þ,ví betra fyrir alla, en sérstaklega fyrir flokkinn sjálfan. Það kemur áreiðanlega nið- ur á honum sjálfum, ef hann aflar sér margra áhangenda, sem misskilja stefnu hans og halda að hún sé einhver alt önnur heldur en hún í raun og veru er. Hverjum stjórnmála- flokki ber skylda til þess, að, gera almenningi stefnu sína eins ljósa, eins og auðið er. Það ætti hinn nýi flokkur að gera sem allra fyrst, hafi hann einhverja ákveðna stjómmála- stefnu, frábrugðna stefnum hinna stjórn- málaflokkanna, sem fyrir eru, og vér efum ekki að hann hafi það. Að öðrum kosti væri hann tilgamgslaus. Manitoba-þingið Það sem helzt mun vekja eftirtekt af því, sem þar gerðist vikuna sem leið, er fjárhags- áætlun stjórnarinnar fyrir næsta fjárhagsár, sem lögð var fyrir þingið. Er þar gert ráð fyr- ir að útgjöld stjómarinnar vei'ði á fjárhags- árinu . $14,800,000. Hafði forsætisráðherra áður látið þingið skilja, að búast mætti við tekjuhalla, er næmi tveimur miljónum, eða kannske nokkuð meir en það. Er búist við að stjórnin geri ráð fyrir að tekjurnar muni nema sem næst $12,500.000. Eru útgjöldin enn la-kkuð um $200,000 frá síðasta ári. Ekki er búist við, að skattar verði hækkaðir svo nokkru verulegu nemi, og mun það ekki þykja gerlegt, eins og ástatt er. En þrátt fvrir þetta verður ekki betur séð, en sjórnin hugsi sér að halda í horfinu, að svo miklu leyti sem mögulegt er, og reyna að draga sem minst úr starfsemi sinni, eða þeim útgjöldum, sem nauðsynlegust eru. Hið lang eftirtektaverðasta við þessa f jár- hagsáætlun er það, að svo að segja helming- urinn af öllum útgjöldunum, eða $7,328,000 gengur til að standa straum af þeim skuldum, sem fylkið hefir sokkið í á mörgum undan- förnum árum. Ekki á kreppuárunum, heldur á góðu árunum. Það er ekki undarlegt, þó búskapurinn gangi erfiðlega á slíkum kreppu- tímum, sem nú eiga sér stað, þegar svona er í pottinn búið. Vitanlega hafa Manitobabúar fengið eitthvað fyr’ir þessa peninga, sem tekn- ir hafa verið til láns. Við höfum mjög mynd- arlegl, en afar dýrt þinghús og margar aðrar oinberar byggingar, ágæta bílvegi um mikinn hluta fylkisins. Afar miklu fé er varið til skóla, til ellistyrks, ekknastyrks og atvinnu- leysisstyrks og heilbrigðismála og svo margs og margs annars. Ekki væri rétt að kenna núverandi stjórn um alla þá skuldasúpu, sem fylkið er sokkið í. Ekki heldur þeim stjórnum, sem á undan henni hafa verið. Ibúar fylkisins, skattgjald- endurnirsjálfir, mega hér að miklu leyti sjálf- um sér um kenna. Þeir hafa krafist meiri og meiri umbóta, meiri og meiri útgjalda á ýms- an hátt. Fólk virðist gera sér mjög óljósa grein fyrir því, þegar það heimtar umbætur, sem mikilla útgjalda krefjast, nauðsynlegar eða ekki nauðsynlegar, að það kemur ávalt að skuldadögunum, og það er ávalt fólkið, sem fylkið byggir, sem verður að borga. Samvinna milli stjórnmálaflokkanna í þing- inu, hefir, það sem af er þessu þingi, verið óvanalega góð, eða svo sagði forsætisráð- herrann hér um daginn, að minsta kosti, og fagnaði hann því mjög. Þingið hefir samþykt áskorun til sambands- stjórnarinnar um að gefa þeim möguleikum nánar gætur, sem til þess kunna að vera fyrir Canada, að selja Rússum hundrað þúsund nautgripi og fá borgað fyrir þá í olíu. Ber vafalaust að skilja þetta svo, að þingið sé því mjög hlynt, að þessi viðskiftí fari fram, ef mögulegt er. Talað hefir verið um að breyta áfengislög- gjöfinni þannig, að lækka leyfisgjaldið til að selja bjór í bjórstofunum í sveitabæjunum, um helming, eða ofan í $50, en þar á móti skuli borgaður skattur af öllum bjór, sem þar er seldur, en nú eru fimm þúsund gallon skattfrí. Alítur stjórnin að fylkið hafi engan skaða af þessari breytingu. Þankabrot (Framh. frá 1. bls.) gallar. Ekki er t. d. undir neinni kirkjunni kjallari, sem nota mætti til að hafa þar fundi og samkomur safnaðarins. Engin kirkjan hefir nema einn inngang, og í engri þeirra er svo mikið sém lítilshattar “kompa” er nota megi fyrir skrúð- hús, hvað þá að nokkursstaðar sé auka-herbergi þar sem hægt sé að mæta við barnauppfræðslu, nefnd- arfundi eða þvíumlíkt. Er það mót- læti að við skulum hafa verið svo “ópraktískir” í sambandi við kirkju- smíði okkar. Því þetta, sem nú hefir verið sagt, gilcjir að mestu leyti um allar sveitakirkjur Islendinga hér í álfu. Eg veik að því áður að umbætur af hendi hins opinbera hefðu verið mjög seinfengnar í þessari bygð. Loks kom þó að því að þjóðvegir voru líka bygðir hér. Er nú svo komið að fjórar af þeim islenzku kirkjum, sem hér eru við lýði, standa við mölborna þjóðvegi og hinar þrjár ekki nema tvær til þrjár mílur frá þeim. Leiðir þetta það af sér að nú er miklum mun auðveld- ara að sækja þær kirkjur en áður var, þó eitthvað sé að veðri, og þó maður búi talsvert langt frá kirkj- unni. Enda aka nú svo að segja allir í bílum til kirkju. Þeirri skoðun hefir því verið hreyft æði oft i seinni tíð að þar sem brautir væru nú svo greiðfærar og ferðatæki góð, mætti vel fækka kirkjum í bygðinni. Gæti þá hver söfnuður orðið fjölmennari og öfl- ugri, og yrðu þá guðsþjónustur tíð- ari á hverjum stað, þar sem ekki þyrfti aö flytja guðsþjónustur svo víða. Ennfremur myndi slik breyt- ing leiða það af sér að sunnudags- skóJar yrðu fjölmennari og auð- veldara að stofna ungmennafélags- skap. En hvernig á þá að fara að því að fækka kirkjunum? Margir hafa minst á það að í syðri hluta bygðar- innar mætti fækka kirkjum á þann hátt að Þingvallasöfnuður í Eyford- bygð legðist niður og fólk þess safnaðar skiftist milli Garðar og Vikur safnaða; þvi sjáanlega sé nú ekki lengur þörf á því að þrír söfn- uðir séu starfandi í þeim tveimur sveitum, sem hér ræðir um (Garðar og Þingvalla). Ennfremur finst mörgum að Fjallasöfnuður gæti hætt að vera til og fólkið þaðan einnig sótt til Mountain, því þó vegalengdin sé talsverð þá gætir fólk þaðan ferðast nærri alla leið á bölbornum brautum að kirkjudyrun- um í Mountain. ,Ekki hafa aðrar til- lögur um breytingar i suður hluta bygðarinnar verið bornar fram, enda sýnist þetta vel framkvæmanlegt og að ýmsu leyti heppilegt. Tillögurnar í sambandi við breyt- ingar í norðurhluta bygðarinnar eru nokkuð fleiri, og vil eg tilgreina sumar þeirra hér. Æði margir álíta að norðurbygðin ætti öll að geta sameinast um eina kirkju. Legðust þá niður þeir þrír söfnuðir, sem þar starfa nú, — Vídalíns, Hallson og Péturs-söfnuðir, og fólkið úr þeim söfnuðum sameinaðist í einn stóran söfnuð með eina stóra kirkju. Ef þetta væri unt er augljóst hvað það væri til mikils hagnaðar frá ýmsum sjónarmiður: Fjölmennur söfnuð- ur, stór sunnudagsskóli, öflugur söngflokkur og kannske líka öflugt ungmennafélag. Messur yrðu tíð- ari, kannske unt að messa hvern sunnudag meirihluta vetrar. Þessi margvíslegi hagnaður dylst ekki. En svo geta verið erfiðleikar í sambandi við það. að koma á þess- ari breytingu. En að þessu sinni er engin þörf að fjölyrða um þá. En hvar ætti þá þessi eina kirkja norð- urbygðarinnar að standa? Það er spurning, sem mörgum finst sjálf- sagt vert aö tala um. Sumir vilja að hún standi meðfram þjóðvegin- um Nr. 5, svo sem miðja vegu milli Hallson og Akra. Og er það senni- lega nærri miðju. Aðrir hafa lagt það til að hún stæði í Akra-þorpinu. Finst mér sú tillaga heppilegri. Því þó hinn staðurinn kunni að vera vit- und nær miðri bygð, þá finst mér það mjög vafasamt að heppilegt væri að byggja stóra kirkju og verð- mæta úti á víðavangi. Menn gjörðu það hér áður fyr, en eg held að reynslan hafi kent að það sé ekki sem heppilegast. Þó Akra sé lítið þorp og til þess geti verið mögu- leikar að það leggist siðar niður, þá finst mér viðfeldnara eins og sakir standa, að kirkjan stæði þar. Yrði að minsta kosti þægilegra með alla umsjón á kirkjunni o. s. frv. Ef nú svo færi að þessar um- ræddu breytingar kæmust á yrði þá kirkjur bygðarinnar þrjár í stað þess að nú eru þær sjö. Mætti þá yfir sumarmánuðina messa hvern sunnudag i öllum kirkjunum, og að vori, hausti og nokkurn hluta vetrar annan hvern sunnudag. Og þá væri ekki lengur við þau vandræði að etja, sem áður hafa átt sér stað; að presturinn eigi erfitt að komast að kirkjunum í rigningatíð; því allar stæðu þær við mölborna þjóðvegi. Sjáanlegt er að þar gætu orðiS öfl- ugir sunnudagsskólar og söngflokk- ar, og oftar en hitt mætti vænta þess að hópurinn, sem kæmi til guðsþjónustu á hverjum stað, væri næsta stór. Um messuföll ætti þá ekki að vera að ræða, nema ef prest- urinn forfallaðist, og enginn væri til að taka hans störf. Eg fæ ekki betur séð en að flestum hljóti að lítast vel á þessa hugmynd, jafnvel þó sumum kunni að virðast hun óframkvæman- leg fyrir éinhverjar ástæður, sem eg hefi ekki komið auga á. Eg vona að engum þyki við mig út af þessum þankabrotum. Þau hafa ekki komið fram til að styggja neinn. Þó að minst sé á, að vissir söfnuðir leggist niður, er alls ekki verið að amast við þeim söfnuðum, eða víkja að þeim kuldalega. Mér eru allir söfnuðirnir jafn kærir, en tillögur þessar eru lagðar fram í því augnamiði að finna leið, sem allir gætu orðið ásáttir með, til að breyta svo í prestakallinu að starfið gæti orðið haganlegra og árangur þess meiri og betri fyrir alla. Ekki er það heldur ætlun mín að gjöra neina til- raun til að keyra í gegn neinar breyt- ingar þvert á móti vilja þeirra, sem hlut eiga að máli. Og augljóst er mér það að breytingar verða ekki gjörðar meðan kreppan stendur yfir og efnahagur hér í bygð er þröngur, svo sem viðast annars staðar. Ekki að minsta kosti þær breytingar, sem hafa útgjöld i för með sér. Líkurnar fyrir þvi að breytingarnar nái mjög fljótlega fram að ganga eru þvi ekki sérlega sterkar. En þó finst mér tímabært að taka þær þegar til íhug- unar. Og hvort sem fólk fellst á að þetta séu góðar og heppilegar tillög- ur e'ða ekki, vil eg mælast til þess af öllum, að þeir hugsi um málið æs- ingalaust og vingjarnlega, og að ef til þess kemur að tala um það, þá vérði líka af öllum um það talað með vinsemd og í bróðerni, hvað sem skoðunum líður. Opið bréf til M. J. B. og Þ. 5. í Heimskr. 8. tbl. XLVII. árg. er greinarkorn með yfirskrift “Þeim heiður sem heiður ber,” samin af Mrs. M. J. Benediktsson í Anacortes og Mr. Þorgeiri Símonarsyni í Blaine. Eg hefi alls enga tilhneig- ingu til að draga fjöður yfir nokk- urn þann heiður, sem M. J. B. og Þ. S. kann að hafa hlotnast í sambandi við innflytjendur þá, sem okkur alþingishátiðar gestum voru sam- ferða á skipinu “Minnedosa” vestur um haf árið 1930. Áreiðanlega hefði ofannefnd grein liðið fram hjá mér athugasemdalaust ef ekki væru i henni tvö atriði, sem snerta mig persónulega. M. J. B. ritar: “en glámskygn hefir vinur minn Þ. A. verið er harin sá ferðafélaga minn, Þorgeir Símonarson á meðal þeirra Vestur-íslendinga, sem með honum fóru í land i Quebec. Þorgeir Sí- monarson var þar ekki, fékk ekki að fara. Já, hér er sannarlega eitt- hvað bogið.” Eg vissi það ekki að neinum farþega af skipinu “Minne- dosa” hefði verið bönnuð landganga i Quebec, auk heldur voru allir þriðja farrýmis farþegar skyldaðir til landgöngu þar. Reyndar var Þor- geir Símonarson “tourist” farþegi, en eg fæ ekki séð neina ástæðu til að banna honum landgöngu þar, t meir en þrilijung aldar hafa Dodd’a FCidney Pílls veriC vtBurkendar rétta meCaliB viC bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjú öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eOa sex öskjur fyrir $2.50, eCa beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. fremur en t. d. William Johnson frá Utah og Bjarna Dalman frá Sel- kirk, sem einnig voru “tourist” far- þegar, en svo skiftir það ekki miklu máli. Enginn af Vestur-íslending- um fékk að fara inn á innflutninga skrifstofu Bandaríkjanna nema eg, að undanteknum Mr. J. J. Bíldfell, sem var umboðsmaður C.P.R. fé- lagsins og foringi heimferðar flokksins; um þetta gat eg í grein minni, sem M. J. B. mishepnaðist að skilja, en heppnaðist að misskilja. Dýrkeyptur var Þ. S. heiðurinn, því alt þetta umstang og fyrirhöfn hefði hann sparað sér og frænku sinni töf og óþægindi, ef hann hefði afhent henni bréfiö frá Bandaríkja- konsúlnum i Danmörku og pening- ana áður en hún sté á land í Quebec. í stað þess að fara með það í vasan- um til Montreal. Eins lengi og Þ. S- hefir búið i Bandaríkjunum, hefði honum mátt vera ætlandi að vita það að innflytjendanum var bráð- nauðsynlegt að hafa þetta meðferð- is við landgöngu, til þess að geta framvísað því við innflytjendadeild Bandarikjanna til að öðlast inn- flutningsleyfi. Það var einmitt vöntun slíkra bréfa sem töfinni olli. Ef innflytjendurnir hefðu allir haft slík bréf meðferðisí hefði ekki þurft að fara til konsúlsins í Que- bec og engin töf orðið. Eg finn mig knúðan til að gjöra grein fyrir því hversvegna eg neydd- ist til að yfirgefa inflytjendurna í Quebec, án þess að fullkomna starf það, sem eg tókst á hendur. ‘ (i) Þegar eg tók að mér að vera með fólkinu, vissi enginn annað en að afgreiðsla mundi ganga svo fljótt að við gætum mætt skipinu “Minne- dosa” við lendingu í Montreal; skildi eg því farangur minn eftir um borð i skipinu; átti því á hættu að tapa honum, næði eg ekki að mæta því. (2) Vasapeningar mínir voru að þrotum komnir, svo eg hafði ekki ráð á að gista á hóteli í Quebee um viku eða 10 daga, sem umboðsmað- urinn gaf í skyn að kynni að liða áður en fólkið fengi innflutnings- Ieyfi. (3) Eg komst að því að Svan- fríður Sveinsdóttir kunni dálítið í ensku, datt þvi í hug að konsúllinn kynni að geta notað hana sem túlk, en þar hefir mér auðvitað skjátlast. (4) Eg vissi að í heimferðar- flokknum voru vinir og frændur innflytjendanna, sem mundu líta eftir hag þeirra, eins og raun varð á með Þorgeir Símonarson. Eg þarf að fá fleiri heimildir en Þ. S. og M. J. B. áður en eg trúi því, að Mr. Bíldfell hafi ekki farið frá Montreal til Quebec til að vitja um fólkið, en þar eð hann ekki var borgari Bandarikjanna, skal eg ó- sagt láta hvílíka áheyrn hann kann að hafa fengið hjá innflytjenda um- boðsmanni Bandaríkjanna. Læt eg svo útrætt um þetta innflutninga- mál. Með vinsemd og virðingu til hlut- aðeiganda, Þorgils Ásmundsson. í Sýrlandi hafa prestar bannað yo-yo-leikfangið. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að um sama leyti og leikfang þetta barst til landsins, bar þar ískyggilega mörg slys að höndum á skömmum tíma. Var yo- yo kent um. A. Er það satt að þú sért kominn í bindindi ? B. Ónei, ekki enn, eg hefi aðeins stigið fyrsta skrefið—eg keypti mér á dögunum vasahníf, sem er ekki með tappatogara.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.