Lögberg - 16.03.1933, Blaðsíða 7

Lögberg - 16.03.1933, Blaðsíða 7
/ LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. MARZ, 1933 Bls. 7 ÆfiminnÍDg Horfinn er burtu ‘ frá heims 1 j óei, og í ljós betra liÖinn frá iörSu háaldraður til hvíldar genginn, stoÖ ættmanna, stéttar prýöi. Sigurður Tómasson eða Thomp- son var fæddur á Eyvindarstöðum á Álptanesi í Gullbringusýslu á ís- landi 12. maí, 1854. Faðir hans var Tómas Gíslason Tómassonar, fæddur að Setbergi í Gullbringusýslu, árið 1813 ; og móð- ir hans var Elín Þorsteinsdóttir, seinni kona föður hans. Þau eign- uðust fimm börn; f jögur lifðu. Sig- urður heitinn átti tvo hálfbræður, eftir fyrri konu föður síns, Signýju Eiríksdóttur að Holti undir Eyja- f jöllum. Faðir Sigurðar andaðist á Eyvindarstöðum 12. febrúar 1890 eftir að hafa búið þar í fjörutíu ár, en móðir hans dó á Grímsstöðum í Reykjavík hjá syni sínum Jóni. Annar sonur hennar var Þorsteinn, sem var járnsmiður, var í Reykja- vík, en andaðist þar í ágúst 1921. Þorsteinn var faðir Ólafs Þorsteins- sonar, eyrna, augna og hálslæknis nú í Reykjavík og tveggja systra hans. Aðrir bræður og hálfbræður Sig- urðar hétu Jóhann, Tómas, Gísli og Eiríkur og ein systir Guðrún, gift Hjörleifi Stefánssyni, þau áttu heima vestur við haf, í Blaine, Washington. Guðrún er ekkja nú. Sigurður fór snemma að vinna og sigldi sínum veiðibát frá Seyðisfirði. Þar giftist hann Ólafíu Pálínu Einarsdóttur Ófeigssonar 25. desem- ber 1884 í Björgvin á Seyðisfirði. Þau komu vestur um haf og settust að í Grafton, Norður Dakota 4. ágúst 1886 og þar bjuggu þau gegnum blítt og strítt þangað til að Pálína kona hans dó úr hjartabilun 3. nóv. 1929. Síðan voru tvær dæt- ur hans hjá honum á víxl á gamla heimilinu hans, alt til enda æfi hans. Þau hjónin Sigurður og Pálína áttu 4 dætur, Elinborgu Halifríði, Magðalenu Margréti, Sigurlínu Júlí- önu og Elorence Rosalind. Þær eru giftar hérlendum mönnuin, og eiga allar heima langt í burtu; tvær, Júlíana og Florence búa í höfuðborg Bandaríkjanna, Wjashington, D.C. og Margrét býr vestur við haf, í Tacoma, Wash., og Elinborg býr í Enderlin í Norður Dakota. Rétt fyrir þakklætishátíðina í haustt, fékk Sigurður heitinn vonda hálsveiki og þyngsli fyrir brjóstið, en var orðinn betri aftur rétt fyrir jól- in. Þann 27. desember fór hann í rúmið og þjáðist af lungnabólgu, hjartabilun og fleiri sjúkdómum. Þó að honum batnaði lungnabólgan, þá voru kraftar hans þrotnir og hann andaðist 21. febrúar 1933 á heimili sinu í Grafton. Hann var jarðsunginn úr Norsku lútersku kirkjuni þar, af H. A. Helsem, norska prestinum. Hans er saknað af dætrum, vinum og vandamönn- um, því allir virtu hann mikils og leituðu hans ráða. Þér, sem með trega Sigurði fylgið, minnist hver hann var. Margs er að sakna: hógværð, hreinskilni í hjarta bjó, dáð og dugur og drenglyndi, guðrækni, geðprýði, gætni, hyggindi, staðfesta, styrkur, og stöðuglyndi; þetta altsaman andaðan prýddi; lifi þess minning í margra hjörtum. Alt eins og fögur sumarsól svífur að gyltum bárum, og standa blóm á bröttum hól böðuð í daggartárum; eins hefir þessi æfistund endað með sætum dauðans blund, að liðnum löngum árum. Bliodravinafélag Islands 4. febrúar. Blindravinafélag Islands var stofnað 24. janúar 1932 og er því rúmlega ársgamalt. Hélt það aðal- fund sinn 29. f. m. og gaf formað- ur félagsins, Sigurður P. Sivertsen, skýrslu um það, sem gerst hafði á árinu, og kemur hún hér í stuttum útdrætti. Fyrsta verkefnið var að fræða menn um þörf blindravinafélags- skapar og gera ráðstafanir til þess | að fjölga félagsmönnum. Hélt for- maður útvarpserindi um málið, “Blindir menn og Blindravinafélag Islands,” sem því næst var prentað í þrjú þúsund og fimm hundruð eintökum og meðal annars sent fé- lagsmönnum og blindum mönnum um land alt. Bréf voru einnig send til fjölda manna, til þess að vekja athygli á félaginu, iðn blindra sýnd á Iðnsýningunni í Reykjavík og á- skriftarlistar sendir út.—Bar þetta þann árangur að félagar, sem eftir stofnfundinn voru 53, á ársafmæli félagsins, voru orðnir níu hundruð, þar af 23 æfifélagar. Annað verkefni félagsins var að fá sem nákvæmastar upplýsingar um > blindu mennina, sem starfsemi fé- lagsins beinist að. til þess að unt væri að gera sér grein fyrir, hvernig högum þeirra væri hátað, og hvað félaginu væri fært að gera fyrir þá. I þessum tilgangi var leitast við að ná sambandi við alla blinda menn og voru þeim send bréf með ýmsum fyrirspurnum, er vonast var til að ættingjar þeirra og vinir myndu fljótlega svara. Um einn f jórði hluti þeirra, sem skrifað var, hafa svar- að, en félagið væntir þess fastlega, að hinir, sem enn hafa eigi sent svör sín, geri það sem fyrst. Félagið hef- ir komið sér upp spjaldskrá, þar sem safnað er á upplýsingum urn hvern einstakan blindan inann á öllu land- inu, og er áríðandi, að sú skrá sé nákvæm og af henni hægt að fá vitneskju um alt það er lýtur að kjörum blindra manna. Treystir fé- lagið öllum vinum blindra til að reynast vel í þessu og bregða fljótt við og senda félagsstjórninni skýrsl- ur um alt það, sem þetta mál varðar. Þá var kenslukona ráðin til utan- farar til þess að kynna sér alt, er að kenslu blindra lýtur, bæði bóklega og verklega. Dvelur hún nú í Dan- mörku og hefir verið sýnd þar mikil gestrisni, og félaginu því orðið nám hennar þar afar ódýrt. En félagið mun annars ekkert til þess spara, að undirbúningsmentun blindrakennar- ans megi verða sem fullkomnust.— Er í ráði að kensla blindra geti byrj- að að hausti næstkomandi. Reikningar félagsins, sem lagðir voru fram á aðalfundi, báru þess vott, hve mörgum hefir verið ant um að hlynna að félaginu f járhagslega. Hafa félaginu borist stórar gjafir, sú stærsta 1276 kr., nú í janúar frá framkvæmdarstjóra þess, Þórsteini Bjarnasyni. Stjórn félagsins var endurkosin. Haná skipa nú: Sigurður P. Sivertsen, prófessor, formaður; Margrét M. Th. Rasmus, forstöðukona, gjaldkeri; Halldóra Bjarnadóttir, kenslukona, ritari; Sigurður Thorlacius skólastjóri, rit- ari; Þórsteinn Bjarnason, iðnaðar- maður, framkvæmdarstjóri. Aðal/undi félagsins lauk með fyrirlestri Kristjáns Sveinssonar augnlæknis um blinda menn og kenslu þeirra. —Mbl. Og börn og ættmenn, blómin þín, við börur standa og þegja, og hrygðartár á hvarmi skín, harminn ei þarf að segja.— Hljómar við hinsta .sólarroð Herrans eilífa náðarboð: að alt skal eitt sinn deyja. Heill sé þér nú á hinstri stund, við helgan klukkna niðinn! Þig kær og aldinn geymir grund, góðan, saknaðann, liðinn.— Þig ætíð blessi Herrans hönd, og hjálpi þér að lífsins strönd, þar sem að færðu friðinn. B. G. Frá Islandi Akureyri 9. febr. Bœjarstjórn A kureyrar kaus á fundi sínum í fyrradag i nefndir og til annara starfa fyrir árið 1933 eins og hér segir: Forseti: Ingimar Eýdal. Varaforseti: Sigurður Hlíðar. Fjárhagsnefnd: Brynleifur Tob- iasson, Hallgrímur Davíðsson, Tómas Björnson. Bygginganefnd: Erlingur Frið- jónsson, Gísli Magnússon, Eggert Melsteð, Ólafur Ágústsson. Fátækranefnd: Elísabet Eiríks- dóttir, Gísli Magnússon, Hallgrím- ur Davíðsson, Jón Guðlaugsson, Sigurður Hlíðar. Búf járræktarnef nd: Jón Guð- laugsson, Ólafur Jónsson, Sigurður Hlíðar. Veganefnd: Ingimar Eydal, Ól- afur Jónsson, Sigurður Hlíðar. Vatnsveitunefnd: Jón Guðlaugs- son, Sigurður Hliðar, Tómas Björnsson. Jarðeignanefnd: Ingimar Eydal, Jón Guðlaugsson, Karl Magnússon, Ólafur Jónsson, Sigurður Hlíðar. Ellistyrktarsjóðsnefnd: Jón Guð- laugsson, Hallgrimur Davíðssón, Ólafur Jónsson. Húseignanefnd: Brynleifur Tob- iasson, Sigurður Hlíðar, Tómas Björnsson. Hafnarnefnd: Erlingur Friðjóns- son, Hallgrímur Davíðsson, Jakob Karlsson, Vilhjálmur Þór. Rafveitunefnd: Erlingur Frið- jónsson, Karl Magnússon, Ólafur Jónsson, Sigurður Hlíðar, Tómas Björnsson. Sundnefnd: Brynleifur Tobias- son, Ólafur Jónsson, Tómas Björns- son. Brunamálanefnd: Gisli Magnús- son, Ingimar Eydal, Karl Magnús- son, Ólafur Jónsson. Atvinnubótanefnd: Jón Guðlaugs- son, Karl Magnússon, Tómas Björnsson. Kjörskrárnefnd: Gísli Magnús- son, Ingimar Bydal. Ólafur Jóns- son. Heilbrigðisnefnd: Ólafur Jónsson. Sóttvarnarnefnd: Sigurður Hlíð- ar. Verðlagskránefnd: Hallgrímur Davíðsson. Skólanefnd Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar: Brynjólfur Sveinsson, Axel Kristjánsson,, Tómas Björns- son og Steinþór Guðmundsson, með hlutkesti milli hans og Snorra Sig- fússonar, Þorsteinn M. Jónsson er stjórnkjörinn formaður nefndar- innar. Caroline Rest-nefnd: Axel Krist- jánsson, Brynleifur Tobiasson, Tómas Björnsson. Endurskoðendur bæjarreikning- anna: Karl Nikulásson, Lárus Rist. Til vara: Einar Gunnarsson, Sig- tryggur Þorsteinsson. Vörubifreið kom hingað til bæj- arins frá Höfðahverfi 2. þ. m., um Dalsmynni og Fnjóskadal, og hafði verið 3 daga á leiðinni, enda hrept stórhríðarveður í tvo daga. Er veg- ur þessa leið, sem er um 60 km., sagður slæmur yfirferðar að sumri, hvað þá um hávetur. Þrír menn komu með bílnum, og sögðu þeir ferðina hafa verið hina háskaleg- ustu. Bílstjórinn var Árni Bjarnar- son. Rikisstjórnin danska lagði til að fella dönsku krónuna úr gullgildi og láta hana fylgja sterlingspundinu. Ríkisþingið^ samþykti þessa tillögu, og er nú danskar krónur 22.05 tald- ar í pundinu og samsvarar það hér um bil gengi íslenzkrar krónu. Klæðaverksmiðjan Gefjun hefir keypt skrifstofubyggingu Síldar- einkasölunnar hér í bæ, og verða skrifstofur verksmiðjunnar þar fyrst um sinn. —Dagur. Nokkrar ungmeyjar í New York, er sýna vildu atvtinnuleysingjum hugulsemi stofnuðu nýlega happ- drætti, þar sem vinningarnir voru kossar. Fimm af þeim laglegustu ungmeyjum tóku að sér að afhenda hinum hamingjusömu vinnendum verðlaunin. Stærsti vinningur 5 kossar. Hreppapólitík Nr. II. Herra ritstjóri Lögbergs: Af því þér hafið áður léð rúm í blaði yðar greinum um sveitamál, svo sem “Hreppapólitík” og fleiru, þá langar mig til að biðja um pláss fyrir eftirfylgjandi greinarkorn. Eg mun reyna að verða svo fáorður, sem unt er, en mér finst að nokkur greinargerð á málum Siglunes sveit- ar sé tímabær einmitt nú og eflaust margir innan þeirrar sveitar sem Lögberg lesa. Siglunessveit hefir nú verið starf- rækt í þrettán ár, og skýrslur, sem fyrir hendi eru, benda allar í þá átt að kostnaðurinn hafi borið ágóðann ofurliði og hreint ekki orðið fólkinu til svo mikillar blessunar sem skyldi. Hver, sem vill því horfast í augu við raunveruleikann hlýtur að kom- ast að eftirfylgjandi niðurstöðu: I. Að yrkjun náttúruauðlegðar Siglunessveitar sem og fleiri sveita í milli vatnanna, sé ekki það á veg komin að inntektir búenda þoli sveitaskatt, og það stjórnarfyrir- komulag getur því ekki borið sig hér. Þessa staðhæfingu sannar (1) út- flutningur fólks á tímabilinu 1919— j 32. (2)Fækkun þeirra, er skatta greiða. (3) Minkun ræktaðs lands (50%). (4)Fækkun skattbærra landa (8.3% minna). (5) Sívax- andi ógoldnir skattar (400 til 500%). (ó)ptstrykun stórrar upp- hæðar, sem sveitinni bar að borga til skólanna (um $34,000, 1930). (7) Hin aukna skattsala á bújörð- um. (8) Hin ákveðna stefna ein- i staklinga og félaga að hætta að borga skatta af löndum, sem lítið eða ekkert gefa af sér. II. Að hinar illu afleiðingar sveitarfyrirkomulags á þessu svæði yfirgnæfa þau hlunningi, sem því kunna að fylgja. Eg vil benda á nokkra punkta þessu til sönnunar. (1) Engar sannanir eru fengnar fyrir því að meiri umbætur hafi átt sér stað fyrir myndun sveitar en hefði orðið án hennar. (2) Engin gögn finnast fyrir því að fylkis- stjórn hafi lagt meira fé fram til opinberra verka innan Siglunessveit- ar, en hún hefir lagt til svipaðs hlið- stæðs svæðis með líkum mannf jölda. ' Fyrirliggjandi skýrslur benda frekar í gagnstæða átt. (3) Tæplega verður það rökstutt að þær umbætur, sem gjörðar hafa verið hafi verulega aukið möguleika | búenda til betri afkomu eða aukið | ánægju þeirra með lífskjör sín. Ef burtflutningur fólks meinar nokk- uð þá virðist hið gagnstæða hafa átt sér stað. (4) Hver sem lesa vill getur fundið að starfræksla sveitarinnar hefir kostað fólkið í 13 ár $67,000, eða yfir $5,000 árlega. Fyrir þá upphæð finst ekkert það, sem hefir komið gjaldendum þeirrar upphæðar að verulegum notum. Hin- ir óvistlegu kofar og ókláruðu íbúð- arhús, hin ómerkilegu búpenings hús, óræktuðu lönd, og yfirleitt vöntun á einföldustu þægindum nú- tíðar menningar eru þögulir vottar þess að þeir sem þessa óþörfu byrði eiga að bera geta það ekki—geta ekki fleygt á glæ $5,000 árlega. (Geta má þess hér að undantekning- ar ery á hýbýlum þeim, er að ofan er lýst, en í flestum tilfellum er það fólk búið að búa hér 25 til 40 ár. (5) Heimili og eignir margra hafa verið seld fyrir skatta og bú- endur þannig sviftir sjálfstæðis- möguleikum, en þrátt fyrir það og þó að skattar hafi verið gjörðir eins lágir og mögulegt var, þá samt hafa ekki innkallast nema 68.7 % af skött- um að jafnaði þessi Í13 ár. (6) Auðsætt er það sem margir þó álíta að sé að sveitarstjórn mein- ar ekki sjálfsvald á sínum eigin fjármálum, því að aðeins lítill hluti af sveitarútgjöldum eru í rauninni í höndum sveitarstjórnar. (7) I byrjun var okkur sagt að fylkið borgaði helming allra út- gjalda til opinberra verka. Eftir- fylgjandi skýrsla sýnir dálítið ann- að. Samlagður beinn kostn- aður til opinberra verka $98,573.92 Frádregið fylkistillag . .$14,795.31 —15% Beinn sv. kostn. opinb. verka .................$83,778.61 .85% Ef bætt er við starfrækslu kostn- aði á þessu tímabili verða tölurnar sem fylgir: Kostn. opinb. verka $98,573.92 Starfrækslu kostn. $67,328.16 Saml. kostn.......$165,902.08 Frádr. stjórnartill. $14,795.31 9% Saml. sveitargj.. $151,106.77 91% Þessar tölur, sem teknar eru úr skýrslum yfirskoðunarmanns sýna betur en nokkuð annað hvaða skerf umbóta skattgreiðendur bera í þess- ari sveit, sem sagt 91 %. Þegar sveitin var mynduð vissu menn ekkert um skatt þann, er ber að greiða sveitarumboðsmanni. Skattur sá skapar mikið af óþörfu skrifstofustarfi, bæði fyrir fylki og sveit, og er aðeins til að gjöra leik með fólksins fé. Þegar maður tek- ur svo líka til yfirvegunar starf- rækslukostnaðinn þá er það degin- um ljósara að sveitarfélag er lítið annað en kostnaðarbær skrípaleik- ur eða “humbug”. Og þegar allar afleiðingar eru teknar til greina er það sorglegur skripaleikur, því að það hjálpar til að þrykkja mönnum dýpra í örbyrgð, með auknum kostn- aði fyrir þá, sem reyna að borga skatta. Það gjörir þá sem ekki borga eða geta ekki borgað, kæru- lausa fyrir opinberum skyldum, og í mörgum tilfellum sviftir menn möguleikum til sjálfstæðis.. Það gefur óprúttnum mönnum, sem bet- ur mega sín til að græða á óförum náungans, þegar þeir ná eignarrétti á löndum fyrir ógoldna skatta, í sumum tilfellum fyrir óheyrilega lágt verð. Á þann hátt er haldið á lofti hnefaréttinum. I stuttu máli, skattar, sem ekki borgast eftir nú- gildandi lögum, kippa undirstöðunni undan þeirri stofnan, sem viðurkend er að sé nauðsynlegust hverri þjóð —nefnilega heimilisstofn^jiinni. Eftirfarandi skýrsla sýnir saman- burð af ógreiddum sköttum, sem jafnist niður á hvert mannsbarn sumra sveita þeirra, er liggja á milli vatnanna Lake Manitoba og Lake Winnipeg og Manitobafylkis: Ógreiddir skattar 1931— Siglunes ..................$37-21 Woodlea ................... 28.42 Eriksdale ................. 14.61 Coldwell ................. 4!-3o Manitobafylki (allar sveitir) 20.29 Um þessa skýrslu þarf ekki að fjölyrða, hún sýnir hvernig við stöndum og hvernig okkar “sjálf- stjórn”, sem ýmsir gjöra mikið úr, þar á meðal höfundur “Hreppa- pólitík.” Á mistökin er auðvelt að benda, en hvernig má úr bæta ? Mitt svar er óhikað, með upplausn sveit- ar. Það er ekki minsti vafi á þvi að öll nauðsynleg opinber verk má gjöra með umsjá skólaráðsmanna og yfirumsjá stjórnarverkfræðings. Öll sú vinna skyldi gjörast af skatt- gjaldendum í stað þess peninga- skatts, er þeir nú borga. I skóla- lögum fylkisins er gjört ráð fyrir að brautavinnu megi þannig gjöra (Sec. 232). Ef þau lög nægja ekki þá höfum við fylkisstjórn, hverrar starf er að semja eða fella úr gildi lög eftir þörfum fólksins og nú sem stendur er hennar aðal starf að minka útgjöld og lækka skatta. Til þess hefir hún vald, og eitt það bezta við lög vors lands er, að þeim má breyta. Að endingu vil eg segja, “látum oss vakna til meðvitundar um að við fólkið, erum okkar eigin lukku- smiðir í sveitarmálum sem öðru. Okkur er ef til vill of stjórnað. Aukin þekking á opinberum málum er fyrsta skilyrðið fyrir betri stjórn, því þegar við vitum hvað við vilj- um þá breyta þjónar okkar, erind- rekarnir í hvaða stjórn sem er, eftir því. Einn af gjaldendum. Skák Það var í nóvember síðastliðnum, sem hinn heimsfrægi skák-kappi Dr. A. Alekhin kom til Winnipeg og tefldi yfir fjörutíu samtímis skákir á Fort Garry hótelinu, við úrvals skákmenn fylkisins. I þeim kapp- leik tóku þátt fimm íslendingar, þeir A. R. Magnússon, kennari við Jóns Bjarnasonar skóla og skákmeistari Manitobafylkis; Dr. L. A. Sigurðs- son, Winnipeg; Dr. Sveinn Björns- son frá Árborg; Hannes S. Lindal, Winnipeg og Tom Finning frá Ár- nesi í Nýja íslandi. Eins og áður er kunnugt þá vann Dr. A. Alekhin yfir þrjátíu skákir, tapaði sjö og gjörði tvær jafntefli. Eftir langa og hreystilega vörn lukk- aðist A. R. Magnússon að gjöra jafntefli við skákkonunginn, og verður afstaða skákarinnar við leikslok, sýnd hér í blaðinu. Dr. Alekhin biður að heilsa Sama daginn, sem samtíma skák- in fór fram í Fort Garry hótelinu, sátu sjö skák-kappar að miðdegis- verði með Dr. A. Alekhin, og voru þrír af þeim íslendingar, þeir A. R. Magnússon, Dr. L- A. Sigurðson og E. Baldvinsson. Yíir borðum sagði Dr. Alekhin frá ferðum sinum heim til íslands og leyndi það sér ekki á frásögn hans að hann geymdi í huga sér hlýjar endurminningar frá þeim tíma. Hann fór fögrum orðum um þær hlýju og góðu viðtökur, sem honum voru auðsýndar hvar sem hann kom á meðal þeirra. Hann ræddi mikið um sögu íslands og sögustaði, íþróttir þeirra og list- fengi á mörgum sviðum. Skákmenn góðir, sagði hann að margir Islend- ingar væru heima og stæðu sumir þeirra talsvert framarlega í þeirri list. Að síðustu bað hann R. A. Magnússon og þá félaga að bera kæra kveðju sína til íslendinga heima, með þökk fyrir góðar við- tökur og margar ánægjustundir. Skákmiðstöð Skákmiðstöð fyrir Winnipeg er nú opnuð í Scott Block að 272 -Main Street. Það er heimili Winnipeg taflfélagsins, sem þar er aftur tek- ið til starfa samhliða hinu nýmynd- aða Manhattan skákfélagi. Meðlimagjald að skákmiðstöð Winnipeg kostar 50C á mánuði og gefa aðgang að báðum félögunum. Clarence Scott, ritstjóri “Sport- ing News” er yfirmaður á skákmið- stöð Wíinnipeg. Siðastliðið miðvikudagskvöld tefldi A. R. Magnúson tólf samtíma skákir á skákmiðstöð Winnipeg. Vann tíu en tapaði tveim og vann Tom Finning aðra þeirra. Davíð Björnsson. ENROLL NOW! Take advantage of the low tuition rates now prevailing Day School $12 per month Nlght School $4 per month SUBJECTS SHORTHAND BOOKKEEPING TYPEWRITING PENMANSHIP RAPID CALCULATION ARITHMETIC SPELLING CORRESPONDENCE SECRETARIAL PRACTICE, ETC. Call or write for descriptive folder. Empire Business College Portage and Hargrave TELKPHONE 23 252 Winnipeg 212 Enderton Building (Next to Eaton’s)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.