Lögberg - 16.03.1933, Blaðsíða 8

Lögberg - 16.03.1933, Blaðsíða 8
Bls. 8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. AIARZ, 1933 Borðið hafragraut úr Robin Hood Oats tvisvar á dag Robin ” Hood gdpia Oats Ur bœnum og grendinni Skuldarfundur á hverju föstu- dagskvöldi. Heklufundur í kvöld, fimtudag. Á síðasta kirkjuþingi var ekki á- kveðið hvar kirkjuþingið skyldi haldið á þessu ári, 1933. Enginn af söfnuðum kirkjufélagsins bauð þinginu heim til sin í það sinn, og var því búist við að það mundi verða í Winnipeg, því svo er jafnan, þeg- ar engin tilboð koma fram. En nú hafa söfnuðirnir í Argyle prestakall- inu boðið kirkjufélaginu aö halda sitt næsta þing hjá sér og má vafa- laust fullyrða að það verði þar haldið-í júní í sumar. Viðskifti íslendinga þakksamlega meðtekin. Aðgerða verð sent sam- dægurs. Póstsendingar afgreiddar fyrst. Sendið úr og skartgripi yðar til Carl Thorláksson, 627 Sargent Ave., Winnipeg, og sparið peninga. G.T. Spil og Dans á hverjum þriðjudegi í G.T. húsinu Sargent Ave. Byrjar stundvislega kl. 8.30 að kvöldi. Jimmie Gowler’s Orchestra. Þrenn verðlaun fyrir konur og þrenn fyrir karla: $5; $2; $1. Vinnendur þessa viku: Mrs. J. H. Johnson, Mrs. Taylor, Miss D. Clubb; Mr. C. Finnbogason, Mr. J. Sigurðson, Mr. J. Johnson, Mr. H. Kritzer. Joseph Ganton og Ingibjörg Táls- son, voru hinn 11. þ. m. gefin saman i hjónaband. Dr. Björn B. Jónsson framkvæindi hjónavigsluna, sem fór fram á heimili hans. Séra E. H. Fáfnis var staddur í borginni á föstudaginn. Mrs. O. Anderson frá Baldur, Man., hefir verið stödd i borginni nokkra undanfarna daga. FRA KARLAKÖR ISLENDIKGA / WINNIPEG Öllum, sem sóttu ' kvöldskemtun flokksins síðastliðið haust, er enn í fersku minni hve ánægjuleg sú kvöldstund var og hafa flokknum borist margar áskoranir um að end- urtaka slíka samkomu í vor. Hefir því verið ákveðið að efna til “whist drive’’ og dansleiks í Norman Hall, miðvikudagskveldið 29. marz næst- komandi. Eins og áður, verður al- veg sérstaklega vandað til þessa skemtikvelds. Fólk getur spilað ó- áreitt alt kveldið frá kl. 8.30. Dans- arnir verða bæði “old time” og “modern” og verður dansað til kl. 1 eftir miönætti. Einnig mun flokk- urinn láta til sín heyra eins og fyr. Óskar kórinn þess að allir hans vel- unnarar noti sér þetta tækifæri til að skemta sér, því hér verður um reglulega kvöldskemtun að ræða, bæði fyrir unga og gamla, fyrir mjög sanngjarnt verð. V'eitið athygli auglýsingu í næsta blaði. St. Patrick’s Home Cooking Sale Yjngri deild kvenfélags Fyrsta lút- erska safnaðar hefir ákveðið, að hafa sölu á heimatiibúnum mat og kaffiveitingar í samkomusal kirkj- unnar á föstudaginn hinn 17. þ. m. frá kl. 3 e. h. til kl. 10.30 aö kveldi. Fyrir matarsölunni stendur Mrs. O. V. Olafson, en fyrir kaffiveitingun- um Mrs. J. G. Snidal. Séra Haraldur Sigmar messar á Gardar, súhnudaginn hinn 19. þ. m. og á Mountain sunnudaginn hinn 26. þ.'m. Báðar messurnar byrja kl. 2 e. h. Gefið að Betel í febrúar Dr. B. J. Brandson, 4 teppi, 40 pd. kalkúns. — Ónefndur frá Belling- ham, $2.00. Innilega þakkað, J. Johannesson, féhirðir. 675 McDermot Ave., Wpg. Á þriðjudaginn, hinn 7. þ. m. andaðist að heimili sínu i Tantallon, Sask., heiðursbóndinn Þorlákur Árnason. Fór jarðarförin frarn hinn 10. s. m. Hann var 70 ára, 7 mánaða og 7 daga gamall, þegar hann lést. Lætur hann eftir sig ekkju og fimm börn, tvær stúlkur giftar hérlendum mönnum og þrjá drengi, sem heima eru og stunda búið. A fimtudagskveldið, hinn 23. þ. m. verður skemtisamkoma haldin í blindra hælinu á Portage Ave. hér í borginni. Getur fólk skemt sér þar við dans og spil auk þess sem góðar veitingar verða fram bornar. Góð verölaun verða gefin þeim, sem hæsta vinninga hafa í spilunum. Að- gangur kostar aðeins 25 cents. Verð- ur ágóðanum af samkomunni varið til að gleðja blinda fólkið nú fyrir páskana, sérstaklega það af því, sem hrumast er og ekki fært um að leita sér ánægju utan heimilisins. Eins og á undanförnum árum, gangast þau Mr. og Mrs. A. H. Gray fyrir þessu, ásamt.nokkrum fleirum. Það er fallegt að gleðja gamlafólkið. Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega i kirkju Mikleyjarsafn- aðar sunnudaginn þ. 2. april, kl. 2 e. h. Fólk á Mikley er beðið að veita þessu athygli og að fjölmenna viö messuna. WONDERLAND THEATRE Miðvikudag og fimtudag 15-16 marz “THECONQUERORS” with RICHARD DIX Föstudag og laugardag, 17-18 marz Sherlock Holmes in “GOLDEN WEST” Mánudag og þriðjudag, 20-21 marz “ONE WAY PASSAGE” “Three on a Match” Borðbúnaðar verðlaunakvöld, miðv. og fimtud. Einnig fimtud. nónsýning Open every day at 6 p.m.—Saturdays 1 p.m. AIso Thursday Matinee. TILKYNNING frá LAKESIDE TRADING CO. GIMLI, MAN. Frá nœstu mánaðamótum getur ekki orðið frá þeirri reglu vikið í verzlun okkar, að hönd selji hendi. Vörur teknar út I reikning getur ekki komið til mála, öðruvísi en I sambandi við fjármálalega samninga, sem binda ekki búðarhaldinu sjálfu nokkurn bagga. Gimli, 1. mgrz, 1933. HANNES KRISTJÁNSÓON, THORDVR THORDARSON. ’ Gott herbergi til leigu að 762 Victor St., með húsmunum eða án þeirra.—Simi 24 500. Jónína Guðmundsdóttir ættuð frá Mandal í Vestmannaeyjum á íslandi, andaðist að heimili sínu í Spanish Fork, Utah, þann 18. des. 1932. Hún dó eftir langa og þunga legu af innvortis meinsemd. Hún var kona Eiríks Hanssonar, þjóðhaga smiðs, er lifir hana ásamt 6 börnum, þremur sonum og þremur dætrum, sem öll eru uppkomin. Jónína var ástrík eiginkona, sönn móðir, stjórn- aði sínu heimili með snild. Hún starfaði mikið að félagsmálum sem til heilla horfðu. Jón Bjarnason Academy heldur Silver Tea í samkomusal kirkju Fyrsta lút. safnaðar á laugardags- kvöldið 25. marz, n. k. Nánar aug- lýst síðar. Leiksamkepnin canad- iska Athygli skal hér með dregin að auglýsingu á öðrum stað í þessu blaði, frá Jóns Sigurðsonar félag- inu, um skemtisamkomu, sem hald- in verður í samkomusal Sambands- kirkju, hinn 22. þ. m. Fólk ætti að veita auglýsingunni eftirtekt og sækja samkomuna. Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 19. marz, eru fyrir- hugaðar þannig, að morgunmessa verður í Betel, kl. 9.30 f. h., og kvöldmessa kl. 7 i kirkju Gimlisafn- aðar, ensk messa. Mælst er til aö fólk fjölmenni. Séra Jóhann Friðriksson messar að öllu forfallalausu á Lundar næsta sunnudag, þ. 19. þ. m. kl. 2.30 e. h. n 0 n 0 n 0 n 0 n 0 n SLi Burn Coal and Save Money Per Ton BEINFAIT LUMP $5.50 DOMINION LUMP 6.25 REGALLUMP 10.50 ATLAS WLDFIRE LUMP 11.50 WESTERN GEM LUMP 11.50 FOOTHLLS LUMP . 13.00 SAUNDERS CREEK “Big Horn” Lump 14.00 WINNIPEG ELEC. KOPPERS COKE 13.50 FORD OR SOLVAY COKE 14.50 CANMORE BRIQUETTES 14.50 POCAHONTAS LUMP 15.50 MCfURDY CUPPLY f0.1 TD. V/ Builder*’ U Supplies V/and Lá Coal Office and Yard—136 PORTAGE AVENUE EAST 94 300 - PHONES - 94 309 s 0 B 0 B 0 B 0 B 0 B Þess var getið í blöðum vorum i haust, að íslenzkur leikflokkur frá Árborg bar sigur úr býtum í sam- kepni um framsetningu á leikritum, er háð var hér í íylkinu. Leikílokk- ar keptu fyrst í heimabygðum og sigurvegarar síðan hér i Winnipeg. Þessi leiksamkepni var þáttur í þeirri hreyfingu, sem nú ber mikið á, víðsvegar um land þetta, að örfa áhuga almennings fyrir leiklist og stefna að þvi að gjöra þessa víðtæku listagrein að almenningseign, meira en lengst af hefir verið. Fyrir forystu landsstjórans — Governor-General of Canada—hefir svo skipast á þessum vetri, að á- kveðnu sambandi hefir verið komið á, þvert yfir Canada, meðal þeirra manna, sem mestan áhuga hafa fyr- ir þessari viðleitni. Er það með þeim hætti, að skipaðar hafa verið fram- kvæmdarnefndir í öllum fylkjum Canada til þess að standa fyrir sam- kepni innan fylkjanna, en siðar leiða sigurvegarar saman hesta sína í Ot- tawa á þessu vori. Hér í Manitoba hefir Lady Tupper forystuna fyrir slíkri nefnd, en í henni eiga margir kunnir menn sæti. Einn Islending- ur er í nefndinni. Undir forsjá þessarar nefndar fara nú fram leik- sýningar í þessari viku, sem mér þykir ástæða til að leiða athygli Winnipeg íslendinga að. Leiksýningarnar fara fram í sam- komuhöllinni miklu—Auditorium— fimtudaginn 16. og laugardaginn 18. þessa mánaðar. Alls verða níu leik- rit eða þættir úr leikritum sýndir. Er skráin yfir leiksýningarnar og flokkana, sem þátt taka, á þessa leið : Fimtudaginn, 16. marz, kl. 8.15 e. h. Outward Bound—Winnipeg Little Theatre. The Man Born to be Hanged — Masquers’ Club (T. Eaton Co.) The Second Lie—Great VV'est Life Dramatic Club. Laugardaginn 18. marz, kl. 2.30 e. h. The Duchess Says Her Prayers — Brandon Little Theatre. Brothers in Arms — Cartwright Community Players. The Site Fence — Members Night Committee of Winnipeg Little Theatre. Laugardaginn 18. marz, kl. 8.15 c. h. Othello (Scenes from)—Winnipeg Little Theatre. The Queen God Bless Her—Mém- bers Night Committee of Winni- peg Little Theatre. Towie Castle—Play-Arts Society. í leikflokkum þessum, sem hér hafa verið nefndir, starfa flestir þeir menn og konur, sem mest hafa til brunns að bera í þessum efnum í fylkinu. Sú ástæða ein ætti að nægja til þess, að fólk drægist að sýning- um þessum, en' það bætir enn meira um, að nafnkendur leikdómari og fræðimaður, Dr. Lawrence Mason frá Toronto, dæmir leikina og með- ferð þeirra að lokinni hverri sýn- ingu. Segir hann þar kost og löst á leiksýningunum með það sérstak- lega fyrir augum, að það gæti orð- ið leikendum til leiðbeiningar í fram- tíðinni og almenningi til skilnings- auka á þessari göfugu íþrótt. Úrslit samkepninnar — og þar með hver flokkurinn verði sendur til Ottawa —verða birt síðasta kvöldið. Mér er óskiljanlegt annað en að mörgum íslendingum hér í borg muni leika hugur á að fylgjast með leiksýningunum. Áhugi þeirra, eins og annara, er að vakna fyrir þess- um efnum, þvi miður hafa engin tök orðið á því fyrir íslenzka leik- flokka að sinna þessu í þetta skifti, en vafalaust sýna þeir metnað sinn og framgirni í því að ári, og árlega hér eftir, að taka þátt í þessu fyrir- tæki. Winnipeg, 13. marz, 1933. Ragnar E. Kvaran. Ostasending mikil kom til Marseille á dögunum frá Miklagarði, og átti að fara til Mexico. Tollvörðum fanst sendingin grunsamleg. Ost- arnir voru síðan skornir í sundur. í hverjum einasta var falið allmikið af morfini. Þér fáið Kina ágœtuátu mjólk alger- lega hœttulausa og gerilsneydda ef þér kaupið MODERN MODERN DAIRIES LIMITED PHONE 201 101 Eign manna í nágrenninu og stjórnað af þeim og með þeirra peningum Þér getið þeytt rjóma vorn, en ekki fengið betri mjólk en vora J0N SIGURDSON CHAPTER I.O.D.E. heldur afmælissamkomu sína miðvikudaginn 22. þ. m. kl. 8 að kveldinu I samkomusal Sambands kirkju (horni Sargent og Banning) SKEMTISKRÁ: Piano Solo ..............................Mrs. H. Helgason Ávarp ..................................Dr. B. J. Brandson Upplestur ..............Gloria Sivertson og Ðorothy McCallum Sðlð ................................Sr. Ragnar E. Kvaran Dr. Wilfred Atkinson, Selkirk, sýnir hreyfimyndir af ferð sinni i kring um hnöttinn. Friar veitingar Samstcot tekin. Walker Theatre The Dumbells are back again in Winnipeg at the Walker Theatre. These favorite entertainers opened their engagement here on Monday evening, March I3th, in “Keep Smiling,” the best musical comedy revue in which they have been seen in years. It is bright, funny and full of catchy music and lively dances and includes those irresist- ible comedians, Pat Rafferty and Scotty Morrison, ably supported in amusing skits by Curly Nixon and Scott Plunkett. Handsome and geni^l A1 Plunkett has a new bud- get of popular songs, and Don Ro- maine was never seen or heard to better advantage. His rich singing basso is worthy of grand opera. In addition to the clever Dumbells, there are the Dubellettes, eight of the prettiest and most gifted young Women W'innipeg has seen on the stage in a long, long time. Still further in addition to the Dumbells, and the Dumbellettes, is that lovely little comedienne, Audre Carline. She is petite, a true pale blonde. She has a good voice, can dance, either step or ballet, and plays the piano like a concert artist, but with lots more verve. Never has our public seen such a remarkable combination og beauty and talent in a musical revue. A1 Plunkett, Don Romaine, Pat Rafferty and Audre Carline, would make any show a success. Next week The Dumbells will pre- sent an entirely different musical comedy revue to which they have given the rollicking title of “Ship Ahoy.” New songs, new jokes, new sketches, new dances, new choruses, new costumes and new scenic effects and the same fine orchestra in sup- port. Prices within the reaches of all. BÓKBAND! BÓKBAND! Bækur halda sér aldrei til lengdar nema því aðeins, aS þær séu vandlega bundnar inn.—ViS leysum af hendi greiSlega, vandaS bókband viS sanngjörnu verSi. The Columbia Press Limited 695 SARGENT AVE., Winnipeg, Man. TARAS HUBICKI l.a.b. VIOLINIST and TEAGHER Recent violin Soloist, broadcasting over W.B.B Appointeil Teacher to ST BOINFACE COLLEGE ST. MARY’S ACADEMY HUDSON BAY GO., Music Dept. Studios HUDSONS BAY STORES 4th floor' Þurfið þér að láta vinna úr ull? Ef svo er, þá kaupið ullar og stokkakamba á $2.25 og $3.00 B. WISSBERG 406 Logan Ave., Winnieg, Man. DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg íslenska matsöluhúsið par sem tslendingar i WlnnlpeK Of utanbæjarmenr, fá sðr máltíðir og kaffl. Pönnukökur, skyr, hanglkjö* og rúllupylsa á taktelnum. WEVEL CAFE 592 SARGENT AVE. Stml: 17 4(4 RANNVEIG JOHNSTON, «i*andi. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlegra um alt, sem aS flutningum lýtur, smáum eða atðr- I um. Hvergi sanngjarnara verð. HeimiU: 762 VICTOR STREET Slml: 24 600 CARL THORLAKSON úrsmiður €J27 Sargent Ave., Winnipeg Heimaslmi 24 141 Announcing the New and Better MONOGRAM LUMP . $5.50 Ton COBBLE . $5.50 Ton STOVE $4.75 Ton Saskatchewan’* Best MINEHEAD LUMP EGG ... ... $11.50 Ton .... $11.50 Ton PREMIER ROCKY MOUNTAIN DOMESTIC COAL Wood’s Coal Company Limited 590 PEMBINA HIGHWAY 45262 PH0NE 49192 WEST END BRANCH OFFICE <W. Morris) 679 Sargent Ave.—Phone 29 277

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.