Lögberg - 23.03.1933, Side 3

Lögberg - 23.03.1933, Side 3
/ LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. MARZ, 1933 BIs. 3 Sólskin Örlög ráða Skáldsaga eftir II. ST. J. COOPER. Honum leið dæmalaust vel þessa stundina. Þrátt fyrir sólarh'itann var svalt og skugg- sælt þar sem hann lá og lækjarniðurinn hljóm- aði eins og fegursti söngur í eyrum hans. Giles lá í sælukendu móki, 0g beið vonglaður eftir því, er verða vildi. Öðru hvoru var hann að velta því fyrir sér, hvort hann ætti að standa upp og læðast yfrum til þeirra og gá að, livort Belmont hefði ekki þegar gefið upp andann; en honum fanst það ekki ómaksins vert. Þá og þegar myndi hllsa koma og færa honum þessa kærkomnu frétt. ^‘Guð láttu hann lifa—þyrmdu lífi hans!” endurtók Elsa á ný. Hún var berfætt og handleggir hennar sem tötrarnir skýldu eigi lengur, voru brúnir og sólbrendir. Hún lá í hnipri við liliðina á Bel- mont og laut ofan yfir liann, svo að hún fann veikan andardrátt hans leika um andlit sér. Hár hennar féll lausbeizlað niður um háls hennar og herðar og snerti hár hans. Alt í einu leit hún upp og horfði í kring um sig. Giles var hvergi nærri. Hún gat livergi komið auga á hann—og hérna lá maðurinn, sem hún unni. Hún laut aftur yfir liann, alveg ofan að honum, og varir hennar snertu varir hans. ‘‘Láttu liann lifa—láttu hann lifa—!” bað hún hægt og innilega. “Það líður frá, María!” tautaði sjúkling- urinn. María! Unga stúlkan hrökk við. Hún skildi að liann talaði í óráði—og ljóstaði upp því, er hrærðist inst í brjósti hans. Hún starði á andlit lians með angistarfullum augum. ‘ ‘ Þetta lagast alt sainan, kæra María, þetta lagast alt saman, elsku litla súlkan mín. Mér líður betur núna. Kystu mig aftur, vina min —það liressir mig svo mikið. María litla—— elsku íitla María.” Henni varð þungt um hjarta við að heyra þetta. “María?” sagði hún. “Hver er þessi Maríaj—s.em liann—sem hann elskar. Hvern- ig gat eg þó vitað, að það væri ónnur stúlka!” Sólin seig til viðar og tók þegar að sökkva milli runnanna. Giles kom labbandi hægt og letilega. ‘ ‘ Jæja, ’ ’ sagði hann, “ er nú ekki alt búið! ’ ’ “Nei, nei—ekki enn,” svaraði hún þreytu- lega. “Komdu hingað, Elsa!” Hún hristi höfuðið. “Eg verð hjá lionum—unz yfir lýkur!” “ Jæja, eins og þú vilt; en eg get ekki skilið livaða gagn sé í því. Þú getur ekki gert neitt fyrir liann. Hann veit ekki einu sinni að nokkur sé hjá honum.” Giles sneri sér við og ætlaði að fara burt aftur, en nam svo staðar. “Eg var afbrýðissamur áður •— það var heimskulegt af mér. Nú er auðvitað ekki um það að ræða fx-amar.” Hann leit á manninn, sem lá endilangur í grasinu. “Ekki nú fram- ar að minsta kosti!” bætti hann við með á- herzlu og glotti. Það hlakkaði í lionum, um leið og hann gekk á brott. Elsa lieyrði þenna niðurbælda lilátur, og það fór hrollur um hana. En svo gleymdi hún Giles óðar, eins og hann hefði aldrei verið til.— ' Belmont liafði sagt “María.” Hann liafði talað um “Maríu,” stúlku, sem var honum á einlivern hátt nákomin. Hann hafði beðið hana að kyssa sig. Það voru kossar Maríu, sem liann ruglaði um í óráði sínu, en ekki kossar hennar sjálfrar. Og samt sem áður hafði hann sagt henni það með orðurn og aug- um, að hann elskaði hana. Hvernig gat hann sagt það, úr því hann unni annari stúlku? Það hafði þá verið ósatt, það sem hann hafði sagt lienni upp í klcttaskiitanum. Bf til vill hafði hann meinað það rétt þá stundina. Það voru líklega orð, sem liöfðu hrotið honum af vörum í augnabliks hughrifum, sökum æs- ingarinnar og vissunnar um, að þau myndu innan skamms liggja liðin lík í steikjandi sól- skininu í klettaskútanum. Æ, hún skildi hann svo vel, en hún óskaði þess samt af öllu hjarta að hann hefði aldrei sagt þessi orð.— “En eg elska hann,” livíslaði hún. “Ást mín á honum er söm og jöfn. E|g elska hann*—!” Myrkrið færðist yfir. Hún heyrði Giles kalla í sig óþolinmóðlega og í gremjuróm, en hún gaf því engan gaum. Hún svaraÖi honum ekki einu sinni. Rétt á eftir heyrði hún hann koma þruskandi gegnum kjarrskóginn, en nú var myrkrið orðið svo dimt, að hún gat ekki séð hann, né hann hana. Hún svaraði ekki kalli hans og sat grafkyr í myrkrinu og hlust- aði gaumgæfilega eftir veikum andardrættin- um, er fræði henni boð um, að elskliugi hennar væri enn á lífi. Hann lifði ennþá—ennþá! — Fram eftir nóttunni veik hún frá honum livað eftir annað, til þess að fara ofan að læknum og bleyta í tuskunni, sem liún notaði fyrir bakstra á brennheitt enni lians. Hún hafði tínt saman fáeina ávexti 0g kreisti nú safann úr þeim ofan í kókosskálina, sem hún hafði búið sér til, og svo gat hún rent fáeinum dropum af þessum svalandi vökva inn á milli vara hans. Þetta var líka alt og sumt, sem hún gat fyrir hann gert. Belmont lá og bylti sér eirðarlaust fram og aftur í myrkrinu. Iiann tautaði öðru hvoru sundurlaus orð, er hún botnaði ekkert í. Hið einasta, sem hún gat áttað sig á, var nafnið —María. Það kom aftur og aftur í óráði lians, 0g hann sagði það svo Jújttt og innilega, með allskonar blæbrigðum raddarinnar. En nafn Elsu kom aldrei frarn á varir hans. Altaf aðeins þetta sama—María. Alla hina dimrnu, þögulu nótt sat hún yfir honum og hlustaði á kall lians til þessarar ó- kunnu Maríu. Dagurinn reis á ný, og í svala aftixrelding- arinnar opnaði Ralph Belmont alt í einu aug- un. Hann var með fúllu íúði. Augnaráð lians var nú ekki þrungið af óráði eins og daginn áður, og orð hans voru nú í samhengi. “Eg hélt að eg væri heima í Shuttlefields,” tautaði lianxx. Mig hlýtur að liafa dreymt það. ” Hann lá og starði upp í pálmana, sem breiddu fjaðurmyndaðar ki’ónur sínar liátt yfir höfði hans. “Eg hefi víst verið að tala óráðsrugl, get eg hugsað mér. Eg hélt—” Hann sneri höfðinu. Hitasóttin hafði rénað og hann tók að átta sig. Hann reis upp við olnboga og starði í kring um sig—hann starði á ungu stúlkuna, sem lá sofandi í gi’asinu skamt frá honum. Fyrst hélt hann, að sig væri enn þá að dreyma, og að þetta væru draumórar einir. En svo mundi hann alt í einu alt saman. “Elsa!” hvíslaði hann, Elsa —það var þá samt enginn draumur. Hún hef- ir verið hérna hjá mér,—og hún hefir kyst mig. Bg- fann það svo greinilega, og eg hélt, að það væri María—eg hélt, að það væri eiixs og í gamla daga —nú skil eg — nú veit eg, livernig í þessu liggur. Eg gat ekki gengið sjálfur, eg hafði vist hitasótt, ákafan hita. Það var einhver, sem sagði mér að g-anga og ganga. Það var einhver, sem h,|álpaði mér og sagði, að þetta lagaðist alt samán. Hver ætli það hafi verið,” Hann leit á ungu stúlkuna, sem lá í fasta svefni og hvíldi höfuðið á fögrum ávölum handlegg sínum, sem liafði smokrast út úr ermatætlunum. Gullið hár hennar skein eiixs og lýsigull í geislum morgunsólarinnar, er smugu gegnum dálitla xifu á laufinu. Það var yndislega fögur sjón. Hann horfði og horfði á liana. Hann horfði á dökk augnahárin, er vörpuðu skugga langt ofan á kinnina, og að lokum gat hann ekki staðist freistinguna. Haixn skreið til hennar, laut yfir liana og kysti hana, þar sem hún lá sofandi,—kysti liana, alveg eins 0g liún haf ði kyst hann áður. Unga stúlkan opnaði augun. Iíún sá andlit hans fast rið andlit sitt, 0g blóðið þaut upp í kinnar henni. “Líður yður betur núna?” spurði hún. “Eg hlýt að liafa sofnað. Eg—eg ætlaði mér þó að vaka. ” Hún talaÖi dálítið hikandi og mál- rómur hennar liljómaði svo ókunnuglega í hennar eigin eyrum. Hún vissi el^ki almenni- lega, hvað hún sagði, eða livað hún átti að segja. “Yður líður betur íxúna!” Og gleðin fossaði gegnum huga hennar, en í sama vet- fangi mundi hún eftir nafninu—María! Þetta nafn ruddist fram í vitund hennar. Hve oft hafði hún ekki heyrt hann nefna þetta nafn um nóttina—alt of oft, til þess að hún gæti gleymt því. “Já, mér líður miklu 'betur,” mælti haxiix, en rödd hans var veik, og hann fann bezt sjálfur, hve lémagna hann var. Áreynslan við að skríða þenna stutta spöl hafði vei’ið honum um megn. Haixix var nú eins veikur og máttvaxia og lítið barn. Haixn stundi þreytulega og lét sig lxníga niður í gr^sið og lokaði auguxxum. “Þetta líður víst bráðum frá,” tautaði hann. “Eg verð bráðum albata aftur. Þér hafið verið inér svo góð.. Eg skil bara ekki hvernig eg er kominn hingað ofan eftir. Eg hefi þó víst ekki gengið sjálfur alla þessa löngu leið ofan frá klettunum1?” ‘ ‘Aiið—við lijálpuðum yður,” svaraði hún. “Giles og eg.” “Það var fallega gert af honum,” sagði Belmont. “Eg hefði ekki búist við því, að hann—að hann mundi taka á sig þessa fyrir- höfn mín vegna. Eg verð að þakka honum fyrir það.” “Það var nú það nxinsta, sem hann—það minsta, sem við gátum gert fyrir yður, eftir alt það, sem þér hafið gert fyrir okkur,” sagði hún. Það var einhver kuldablær í rödd hennar, eins konar undanhald, er hann fékk óljósan grun um, en gat samt ekki áttað sig á. Það var alls ekki sama röddin, sem talað hafði til hans uppi í klettaskýlinu og mælt við hann orðin þau, sem hann aldrei mundi gleyma alla æfi. Og hún hafði kyst hann. Þrátt fyrir sólarhitann hafði hann samt orðið þess var. Honum fanst, að hann gœti ennþá fundið snertingu heiti’a vara hennar. Hann hafði ekki skilið það fyllilega þá í svip—að það var hún. en nú var honum það alveg ljóst. í höfuð- órum sínum haföi hann haldið, að það væri María. Var það annars ekki einkennilegt, að lxann skyldi fara að hugsa um Maríu hérna— um Maríu, sem var í þúsund mílna fjarlægð. Var það ekki einkennilegt, að hann skyldi húgsa sér hana svo nærri! Ilann lá grafkyr, með lokuð augu, og fann nú svo greinilega, hve hann var máttfarinn og algerlega lémagna. Hann reyndi að rifja upp fyrir sér, hvað fyrir liefði komið. Sjó- ræningjarnir voru úr sögunni, það var honum fyllilega ljóst. Hann hafði skilið það á orðunx Giles, að þeir síðustu hefðu dnxknað, og í hjarta sínu þakkaði hann nú Guði fyrir það, að vera nú algerlega laus við þá. “Eig liefði víst ekki afrekað mikjð gegn þeim núna,” hugsaði hann. “Það hefði orðið ljóti skrípaleikurinn. Og Giles hjálpaði mér ofan eftir. Það var laglega gert af honum. Hann var þá ekki með öllu — alveg eins sneyddur af mannlegum tilfinningum, og eg hafði ætlað.” Belmont fann aftur til einkennilegs svima. Hugsanir lians lentu allar í einni bendu, svo að hann gat ekki áttað sig á neinu. “Hvað er þetta?” tautaði hann. “Hvað er þarna.” Hann endurtók orðin hærra en áður. “Þetta lagast alt saman, það lagast alt saman, María litla. Vertu ekki að gráta. Það er ekkert—alls ekkert—” Hann stundi lágt. “María—komdu hingað, lofaðu mér að halda í hendina á þér.” Hugsanir hans voru aftur horfnar út í blá- inn. Hann var nú á ný heima í Shuttlefield, þar sem hann og María—. Hann varð var einhverrar hreyfingar rétt við hliðina á sér. Hann sneri við höfðinu með mestu erfiðleikum og opnaði augun. Honum var þetta afskapleg áreynsla. Hann sá Elsu hlaupa burt—ofan að læknum, og lúta þar niður,' og svo kom hún aftur til hans. Hún kom fast að honum, laut niður yfir hann og lagði eitthvað rakt og svalt á enni hans. ‘ ‘ Þakk, ’ hvíslaði hann. ‘ ‘ Það er fallega gert af yður.” Hann lá og horfði upp í andlit hennar. Hann sá það mjög greinilega, og þó virtist honum það vera alt annað andlit en áður. Það var svo kuldalegt og þóttalegt á svip þetta andlit, sem hann sá núna, og hann leitaði árangurslaust eftir brosi því og blxðu, er hann hafði áður séð í augum hennar. Nú var það alt horfið. Eftir voru aðeins atliugul, en al- gerlega róleg augu, er horfðu kuldalega á liann og ókunnuglega. Og rödd hennar, — einnig var hún kuldaleg og þóttafull. “Það er liöfuðið, sem er í ólagi,” tautaði hann. “Það hringsnýst alt saxnan fyrir mér. Eruð það þér, Elsa — eruð það þér----------- Elsa?” “ Já,” svaraöi liún, “það er Elsa.” “Viljið þér lofa nxér að snerta hönd yðar sem allra snöggvast? Eg veit ekki almenni- lega, hvort mig er að dreyma, eða hvort þetta er veruleiki. E|g verð að átta mig á—hvort ■Jxetta er veruleiki eða ekki.” “Þér getið verið alveg rólegur,” liljómaði kuldaleg röddin á riý. “Það er venileiki. Bg er engin draumvitrun. Eg er hjá yður hr. Belmont. ’ ’ Stundu síðar kom Giles fram á milli trjánna. Ralph Belmont lá endilangur í gras- inu, og við lilið thans sat unga stúlkan með henduniar um hné sér. “ Jæja, sagði Giles íbyggilega og starði á hina þögulu, lireyfingarlausu veru er lá eins og dauð fyrir fótum hans. Hvernig .... í ” ‘ ‘ Hann aefur, ’ ’ mælti hún. ‘ ‘ Talaðu ekki of hátt, það er ekki vert að vekja hann.” (Framh.) PROFESSIONAL CARDS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og' Kennedy Sts. Phone 21 834 —Offlce tlmar 2-S Heimili 776 VICTOR ST. Fhone 27 122 Winnipeg, Manltoba Símið oantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Ábysrgilegir lyfsalar Fyrsta flokks af«:rciðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 067 H. A. BERGMAN, K.C. tslenzTcur lögfrœBingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 96 052 og 39 043 DR. O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Ofíice timar 2-3 Heimili 764 VICTOR ST. Phone 27 586 Winnipcg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Office timar 3-6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnlpeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdöma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. of 2-6 e. h. HeimiU: 638 McMILLAN AVE. Talslmi 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 HeimiU 403 676 Wlnnipeg, Man. DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Buiiding Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdöma. Er aC hitta fr& kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slmi 28 180 Dr. S. J. Johannesson ViCtalsttmi 3—5 e. h. 632 SHERBURN ST.-SImi 30 877 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG Dr. A. B. Ingimundson Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Slmi 2 2 296 Heimiiis 46 064 DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pösthúsinu Sími 96 210 Helmllis 33 328 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaOur s& bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarOa og legstelna. Skrifstofu talslml: 86 607 Heimilis talstmi 601 662 A. C. JOHNSON 907 Confederatlon Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur aO sér aO ávaxta sparlíé fölks. Selur eldsábyrgO og bif- reiOa ábyrgOir. Skriflegum fyrlr- spurnum svaraO samstundls. Skrifst.8. 96 757—Heimas. 38 328 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBT STREET Phone 36137 SlmiO og semjlO um samtaistima W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON lslenzkir lögfrœðingar 325 MAIN ST. (á öOru gölfi) Talslmi 97 621 Hafa einnlg skrlfstofur aO Lundar og Gimli og er þar aO hitta fyrsta miOvikudag I hverjum mánuOl. J. T. THORSON, K.d tslenzkur lögfrœðingur 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 755 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). islenzkur lögmaður Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimastmi 71 763 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfræðingur Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenekur lögfrœðingvr 808 PARIS BLDG., WINNIPBG Residence Phone 24 206 Offlce Phone 86 686 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPBO Fasteignasaiar. Lelgja húa. Ot- vega peningalán og eldsábyrgO af xXlu tagi. 1 aone 94 221

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.