Lögberg


Lögberg - 23.03.1933, Qupperneq 4

Lögberg - 23.03.1933, Qupperneq 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. MARZ, 1933 Högíierg Oeflð út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjðrans. EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verö $3.00 um. drið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Prees, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONES S6 327—86 328 Atvinnuleysið 1 síðastliðnum janúarmánuði voru í Canada 1,357,262 manneskjur, sem þáðu atvinnuleys- isstyrk, sér og sínum til framfærslu, sam- kvæmt því sem Mr. Grordon, verkamálaráð- herra, hefir skvrt sambandsþinginu frá ný- lega. Að vísu getur hann þess, að sumt af þessu fólki sé gamalt fólk og fólk, sem alla- vega standi þannig á fyrir, að það þurfi hjálp- ar með, hvort sem vel lætur í ári eða illa. En svo er þess að gæta að hér eru heldur ekki taldir fjölda margir afturkomnir hermenn, sem hafa lítil eftirlaun og þurfa því á auka- hjálp að halda. Sú tala, sem hér að ofan er gefin yfir þá, sem atvinnuleysisstyrks njóta, er því í raun og veru fráleitt of há. Eins og allir vita, er einnig fjöldi fólks í landinu, sem er atvinnulaust, en kemst enn einhvernveginn af, án þess að þiggja atvinnuleysisstyrk í nokkurri mynd. Fjárupphæð sú, sem til þess gengur, að hjálpa atvinnulausu fólki til að geta haft allra helstu lífsnauðsynjar,'er nú komin upp í átta- tíu miljónir dollara á ári. Er þetta fé lagt fram af sveitafélögum, bæjafélögum, fylkis- stjórnum og sambandsstjórn. Stjórn sú, sem nú situr að völdum í Ottawa hélt því fram og það mjög freklega, uin það leyti að hún komst til valda, og reyndar lengi eftir það, að ekki gæti komið til*nokkurra mála að fólkið í Canada ætti að lifa á atvinnu- leysisstyrk (dole) frá hinu opinbera. Það iþyrfti að bæta úr atvinnuskortinum, og það væri ekki nema hægðarleikur að gera það, ef rétt væri að farið. Og það átti að bæta úr atvinnuleysinu þannig, að allir, sem vildu vinna og hefðu þrek og krafta til þess, ættu þess kost. Ef stjórnarhöfðingjarnir vissu það ekki áður en þeir komust til valda, að þessi stefna var þeim ofurefli, þá eru þeir nú fyrir löngu komnir að þeirri niðurstöðu að svo sé, enda hefir stjómin nú alveg fallið frá henni og hallast algerlega að beinum at- vinnuleysisstyrk, sem er ekkert annað en það, að láta fólkið hafa mat og húsnæði og annað það allra helsta, sem það þarf til að geta dregið fram lífið. Fylkin sjá um úthlutun og meðferð þessa styrktarfjár, þótt sambands- stjórnin leggi mikið af því fram. Atvinnuleysismálið er vafalaust hið mesta vandræðamál, sem Canada hefir nokkurn tíma haft við að stríða, nema ef vera skyldi ófriðarmálin 1914-1918. Þau voru vitanlega alt annars eðlis. Stjómin er nú líka að hafa orð á, að fara fram á það, að hafa hér um bil sjtmskonar vald í atvinnuleysismálunum, eins og hún hafði í stríðsmálunum meðan á ófriðnum stóð. En það verður ekki séð, að stjórnin hafi nokkra stefnu í þessu mikla vandræðamáli, aðra en þá, að reyna að halda lífinu í fólkinu, með “dole,” eins lengi og hægt er. En það geta allir séð, að ekki er góðs að vænta meðan fólkið í landinu, í hundrað þús- unda, eða miljóna tali, finnur engan veg til að hafa ofan af fyrir sér sjálft, án þess að fá opinberan stvrk til að geta dregið fram lífið. Með þessu móti .er þjóðin að falla niður í þá ómenningu, sem seint eða aldrei, verður bætt. “Svo má illu venjast að gott þyki,” segja menn, og það er engum vafa bundið, að þeir verða margir, sem svo vel venjast því, að lifa á “dole”, að þeir kjósa það miklu fremur, að halda því áfram alla æfi heldur en að fara aftur að leggja á sig erfiði til að hafa ofan af fyrir sér og sínum. Vér viljum vona, að enginn Vestur-lslend- ingur verði nokkurntíma í þeirra tölu. Bankarnir í Banda- ríkjunum Eitt allra fyrsta verkið, sem Roosevelt for- seti gerði, eftir að hann tók við forseta-em- bættinu, hinn 4. þ. m., var að skipa svo fyrir, að loka skyldi svo að segja öllum bönkum í landinu, þeim, sem ekki voru þegar lokaðir að fyrirmælum ríkisstjóranna í nokkrum ríkj- anna. Hefir áður verið skýrt frá þessu hér í blaðinu. Orsökin til þess, að til þessara ráða varð að taka, var aðallega sú, að fólkið hafði mist tiltrú á bönkunum og keptist við, hver sem betur gat, að taka þaðan peninga sína. Einhversstaðar höfum vér séð þau ummæli liöfð eftir Roosevelt forseta, að sú hræðsla hefði verið ástæðulaus. Má vel vera að svo hafi verið, hvað marga bankana snerti. En það virðist ekki neitt erfitt að skilja, að fólki virðist miður trygt að eiga peninga sína í bönkum í Bandaríkjunum, þegar þess er gætt, að á síðastliðnum ellefu árum, eða frá ársbyrj- un 1921 til ársloka 1932, varð þriðji hver banki í Bandaríkjunum gjaldþrota, eða alls 10,400 bankar. Hér í Canada finst fólki þetta næstum ó- skiljanlegt, þar sem bankahrun er mjög sjald- gæfur viðburður, 'enda þykja það bæði mikil tíðindi og ill, ef slíkt kemur fyrir. En menn verða að gæta þess, að bankafyrirkomulagið er alt nnnað í þessum tveimur meginlöndum Norður-Ameríku. Hér í Oanada eru ekki nema tíu bankar, en hver um sig hefir fjölda útibúa um alt landið. Fyrir ellefu árum voru yfir þrjátíu þúsund bankar í Bandaríkjunum. Til síðustu áramóta hafði þeim fækkað um þriðjung og á þessu ári er þeim að fækka enn miklu meira. Enginn veit enn ihvað sá niðurskurður kann að verða mikill. Sumir þessir bakar í Bandaríkjunum eru svo litlir, að það virðist næstum fjarstæða að kalla slík- ar peningastofnanir banka, eftir skilningi Canadamanna á því orði. Stofnfé sumra þeirra er svo afar lítið, að naumast skiftir tugum þúsunda. Það virðist ekki undarlegt, þegar þetta er athugað, þó fólk væri farið að hafa heldur litla trú á bönkunum, og vildi ógjarnan eiga pen- inga sína þar, eins og raun varð á seinni payt- inn í febrúar í vetur. Hitt er miklu undar- legra, hvað tiltrú fólksins var mikil og hvað það þoldi þetta bankafyrirkomulag lengi, þó það að sjálfsögðu vissi að bankarnir voru illa trygðir, og búast mátti við, að þeir mundu verða gjaldþrota þá og þegar. Nú hafa margir bankar verið opnaðir aft- ur og reka nú viðskifti eins og áður, en ekki nærri allir, sem starfandi voru fyrir 5. marz, þegar þeim var öllum, eða nálega öllum lokað, heldur aðeins þeir, sem tryggir voru og ör- uggir áður, eða hafa verið gerðir það síðan. Margir bankar eru enn lokaðir og verða það líklega héðan af. Sennilega má gera ráð fyrir því, að þetta leiði til þess, að bankar í Bandaríkjunum verði gerðir tryggari, en þeir hafa hingað til verið. En enn hefir engin gagngerð breyting verið á þeim gerð, sem sjálfsagt er heldur ekki að búast við ennþá. Það sem gert hefir verið, eru aðeins bráðabirgða ráðstafanir. Ritfregn Bindindi og bann. Nokkur erindi. Stórstúka Islands gaf út. Reykja- vík, 1932 (Smárit Stórstúku ls- lands I—II). Öllum, sem umia andlegri og verklegri heill þjóðar sinnar, og velferð mannkynsins í heild sinni, stendur ekki á sama um hvert stefnir með úrlausn áfengismálanna. Þeir hinir sömu vita, að þar er um að ræða eitt hið allra stærsta menningarmál vorrar aldar, og á hún þó við að glíma mörg mikilvæg og vandleyst viðfangsefni. Þess vegna munu margir taka þakksamlega útkomu ofannefndrar bókar, þó ekki látihún mikið yfir sér. Hún er “fræðslu- rit í bindindismálum” og fyllir autt skarð þar sem þjóð vora liefir skort handhæga bók um þetta efni. Svo er hún einnig úr garði gerð, að þar er næsta mikla og gagnholla fræðslu að fá um bindindis og bannmálin, hverjum þeim, sem eigi hefir byrgt svo glugga sálar sinnar, að þangað kemst engin glæta. Það er síst of mælt í formála ritsins, að í erindum þessum er, “fólgið svo mikið af þekkingu, reynslu og sannfæringu ýmsra þeirra manna, sem sérstaklega hafa kynt sér áfengismálin o>g bera siðbótamál bindindis- hreyfingarinnar fyrir brjósti, að þau einmitt ættu að vera vel fallin sem efni í handbók í þessum málum, ekki einungis fyrir félaga Goodtemplararegluimar og aðra meðlimi bindindissamtaka, heldiur og fyrir alla aðra, sem um málin vilja hugsa.” Auk formála eftir Fr. Ásmundsson Brekk- an, rithöfund, er efni ritsins sem hér segir: Pétur G. Guðmundsson: “Nýjaf leiðir.” Friðrik Á. Brekkan: “Bindindi sem menn- ingarmál.” Felix Guðmundsson: “Bindindi--Bann. ” Vilmundur Jónsson: “Áhrif öldrykkju á aðra áfengisnautn.” Helgi Sveinsson: “Leiðin út úr áfengis- ógöngunum. ’ ’ Sigurður Jónsson: “Úr herbúðum and- stæðinganna. ” Helgi Scheving: “Ávarp til æskulýðsins.” Erindin eru öll lipurlega samin, borin upp af eldheitri sannfæringu og ríkri umbótaþrá, og löngum rök- föst vel. Þrátt fyrir það, þarf eng- inn að efast, að úr fylking andstæð- inga bindindis- og bannmála komi háværar raddir til andmæla, enda hefir sú raunin þegar á orðið. En sú saga endurtekur sig, að ekki verður sársaukalaust af allra hálfu stungið á þjóðfélagskýlunum. Gleðilegt er að minnast þess, að bardagamennirnir gömlu og þraut- reyndu á striðsvelli bindindismál- anna eru ekki þeir einu, sem leggja hönd á plóg að samningu rits þessa. Unga kynslóðin á hér sinn fulltrúa, djarfhuga og f ramsækinn; og rætast þar hvatningarorð góðskáldsins: “Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu á framtíðar vegi.” Mega formælendur bindindis og bannmála vel hafa þau orð hugföst þegar hæst rísa öldur öfugstreymis og andúðar. Þeir hafa fylgt sér undir merki stefnu, sem hlýtur að sigra að lokum, þó langt kunni að vera á áfangastað. Fæ eg ekki betur gert en endað ritfregn þessa á hinum fögru og sönnu orðum Friðriks Brekkans í formjda ritsins: “Það ætti að vera ósk allra manna að verða góðir menn og batnandi. En góður maður og batnandi getur sá einn orðið, sem hefir lifandi og vakandi ábyrgðar- tilfinningu gagnvart sjálfum sér og gagnvart því samfélagi manna, sem hann lifir i, og sem þar af leiðandi hefir einlæga löngun til að göfga sjálfan sig og áð styðja aðra til að komast á æðra stig siðferðislegs þroska og mannlegrar fullkomnun- ar.” Richard Bcck. Leifs minnisvarðinn í Chicago Fyrir nokkru síðan birtist grein í íslenzku blöðunum hér vestra eftir J. S. Björnsson og Árna Helgason í Chicago um minnisvarða er nor- rænir menn og aðrir ætla að reisa Leifi Eiríkssyni í Chicago og stend- ur til að verða afhjúpaður í sam- bandi við alheimssýninguna, sem haldast á í þeirri borg á komandi sumri. Tildrögin til þess, að minnis- varði sá er reistur, munu vera þau, að allengi hefir átt sér stað reiptog um það, hvort að Leifur Eiríksson, eða Christopher Cokimbus og þeirra ættmenn, skuli njóta varanlegs heiðurs af því, að hafa fyrstir manna fundið Ameriku. Eins og menn vita þá hefir Columbus verib krýndur þeim heiðri í huga meiri hluta fólks, i blöðum og bókum, og æskulýð Ameríku og annara landa verið kent það frá blautu barnsbeini. Að vísu hafa í langa tíð verið menn og konur, sem ekki aðeins hafa hald- ið Leifi fram, heldur vitað með vissu að hann var maðurinn og ætt- þjóð hans, sem heiðurinn bar, enda hefir málstað þeirra veitt betur og hann rutt sér æ meir til rúms, með líðandi árum. En íslenzkt máltæki segir ab það sé erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, og þvi erfið- ara er að breyta margra ára vana. Meðhaldsmenn Columbusar berjast hlífðarlaust, fyrir hans og sínum málstað og þeir eru margir, áhrifa- miklir og voldug'h', þrátt fyrir það, að þeir ættu að vita og vita eflaust margir, að hann sé rangur. Einn þátturinn í þessari sókn þeirra er að reisa Columbusi minnisvarða í sam- bandi við þessa alheimssýningu í Chicago og éem nú er byrjað á. Þenna ójöfnuð eiga þeir menn, sem af norrænu bergi eru brotnir og aðr- ir, sem sannleikanum unna, erfitt með að fela—þeir hafa gert það svo lengi, að nú er þolinmæði þeirra þrotin og hafa þvi ákvarðað fastlega að Leifur EiríkssOn skuli ekki fara halloka fyrir Columbusi í Chicago í þetta sinn, heldur bjóða honum byrgin,—segja eins og Stanley forð- um, “Tenote Africa”—Eg held þér Afríka—Eg held þér Ameríka. Þessi aðstaða hefir valdið því, að norrænir menn, ekki aðeins Norð- menn, heldur Svíar, Danir, Þjóð- verjar og aðrir íleiri, sem réttlæti og sannleika unna, hafa hafist handa i þessu Leifs minnisvarðamáli og naumast er hægt að segja aö hreyfing sú sé ósanngjörn, óþorf né óvænt. í Chicago er íslenzkt félag sem “Vísir” heitir. Hefir það félag starfað með miklu fjöri og áhuga í fleiri ár. Til þess’ félags leituðu foagengismenn þessa málefnis, með þátttöku, og eins og sjálfsagt Var og réttlátt i alla staði, lofaði félagið fylgi sínu í málinu og einnig að koma því á framfæri á meðal Vest- ur-lslendinga alment. Með þetta í huga, kom formaður þessa málefnis á meðal íslendinga i Chicago, hr. Árni Helgason norður til Winnipeg snemma i vetur og fór þess á leit við stjórnarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins, að hún, fyrir hönd félagsins, tæki að sér að koma mál- inu á framfæri á meðal íslendinga, og varð nefndin við þeirri bón, sök- um þess, að henni fanst þá og finst enn, að málið sé svo mikilsvert, og snerta alla Islendinga svo mjög, að þeim ætti að vera gefirm kostur á að athuga það og þeim sem vildu, eða sæu sér fært að taka þátt í því. Með þessa hugsun í huga, og skiln- ing á málinu, hlutaðist stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins til um það, að samtalsfundi var skotið á með hr. Árna Helgasyni og eins mörgum leiðandi mönnum á meðal Islend- inga í Winnipeg og unt var að ná til i húsi hr. Ásmundar P. Jóhanns- sonar þar eð engin tök voru á að boða til almenns fundar og málið þar rætt óg athugað með þeim á- rangri að eftirfylgjandi menn hétu því fylgi sínu og gerðust hluthafar i “The Leif Eiríksson Foundation,” en svo heitir félagskapur sá, er á bak við þessa minnisvarða hreyf- ingu stendur. Menirnir eru þessir: Dr. O. Björnson, Dr. P. H. T. Thorlaksson, Árni Eggertsson, Ein- ar P. Jónsson, Dr. M. B. Halldórs- son, Ólafur Pétursson, Dr. Rögnv. Pétursson, Jónas Jónasson, T. E. Thorsteinsson, Dr. Jón Stefánsson, Guðjón Friðriksson, Hannes Pét- ursson, H. J. Stephenson, K. W. Jóhannsson, Séra Ragnar E. Kvar- an, G. S. Thorvaldsson, Pétur Anderson, J. J. Bíldfell, Finnur Johnson, Dr. Björn B. Jónsson, G. L. Jóhannson, Ásmundur P. Jóh- hannsson, J. W. Jóhannsson, Jónas Thordarson, og siðar Guð- mundur Ólafsson, Tantallon, Sask. Þessir menn allir hafa veitt mál- inu stuðning og gerst félagar í fyrir- tækinu sökum þess, að þeir álíta fyrirtækið þess verðugt, og málið svo nákomið Islendingum hvar í heimi sem þeir kunna að vera bú- settir, að þeir gætu ekki vansalaust látið það afskiftalaust. Hér að framan gat eg um, að fé- lagsskapur sá, er fyrir máli þessu stendur nefnir sig “The Leif Eiríks- son Foundatíon.” Hann hefir feng- ið löggilding á því nafni í Illinois ríkinu í Bandaríkjunum og einnig rétt til þess, að selja hlutabréf i fyr- irtækinu á $2.50 lægst og upp í hvaða upphæð, sem menn vilja láta af hendi rakna. Er sú upphæð hver sem hún er, borguð einu sinni, og enginn eftireikningur annar eða á- byrgð á þeim, sem félagar hafa gerst. Auk aðferðar þeirrar, sem nú hef- ir verið minst á, til fjársöfnunar fyrir fyrirtækið, hafa forgöngumenn þess verið sér úti um gjafir frá stórfélögum þar syðra og gera sér von um að fá mest af efninu, sem í aðal varðann fer, á þann hátt, og munu gjafir þær, ásamt. áskriftar- gjöldum félaga nema nú á annað hundrað þúsund dollara, en varðinn sjálfur á að kosta $285,000.00 þeg- (ar að hann er fullger. í fljótu bragði virðist sú upphæð ærið há, en verk- ið er mikið og varðinn stórmerkileg- ur, ekki aðeins á að líta, heldur og frá sögulegu og sálfræðislegu sjón- armiði. Myndin af Leifi sjálfum verður 17 fet á hæð, og steypt úr nickelblönduðum kopar. Myndin er af ungum manni tígulegum. Hann er látinn vera í skrautklæðum og fellur skykkjan aftur af herðunum. Svipurinn er norrænn, áhrifamikill og hreinn, og lýsir óbilandi vilja- þreki. Engin merki víkingsaldar- innar eða víkingsins eru sjáanleg á Leifi og er það atriði í sjálfu sér mjög eftirtektavert og í fljótu bragði mætti virðast í ósamræmi þar sem Leifur var víkingaaldar maður, ? KIDNEY i^POtR TROy.S, I meír en þriíSjung aldar hafa Dodd’e Kidney Pills veri8 viSurkendar rétta me8alið vi8 bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdömum. Fást hjA öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, e8a sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. en við nánari umhugsun áttar mað- ur sig samt á þessu. Því er ekki að neita, að á víkingaöldinni réði stríðs- hugur og víkinga andi miklu í lífi þjóðanna, en hann var sannarlega ekki það eina afl, sem þá réði í lífi og athöfn einstalinga og þjóða. Viljaþrekið og drengskapurinn átti þar lika sæti, og það er sá þáttut í sálarlífi norrænna manna, sem lista- maðurinn Oscar Hansen lætur Leifs myndina vera talandi vott um, og er það vel farið, því í fyrsta lagi munu þau einkenni hafa verið ríkust i lífi Leifs sjálfs, í öðru lagi þá á vilja- þrek og drangskapur meira og þarf- ara erindi inn í hugsana- og starfslíf nútíðarinnar, en hugsun grimdar, haturs og hernaðar. Sitt til hvorrar handar myndarinnar risa súlur um eða yfir ioo feta háar. Eru þær úr svörtum steini, sem aðstandendur varðans búast við að fá ókeypis frá Noregi. Súlur þessar merkja, í sam- bandi við Leifsmyndina það, sem slík minnismerki hafa táknað frá upphafi vega—starfsþrek og fram- kvæmd, og verður steinninn í þeim skygður alstaðar, nema þar sem á þær verður letrað eða plötur festar. Á súlurnar verða letraðar tilvitnanir úr íslendingasögum. En á plöturn- ar, sem enn er óákveðið hvað marg- ar verði, verða greiftar mvndir úr æfiatriðum Leifs sjálfs, svo sem þegar Eiríkur rauði fylgir Leifi syni sínum til skips og þar sem Leifur tekur land í Ameríku. Enn- fremur verður nafn Leifs sjálfs letrað á minnisvarðann og hefir myndhöggvarinn lofað stjórn Þjóð- ræknisfélagsins, að það skuli verða rétt með það farið. 1 öllum þessum atriðum, og í ölkim atriðum í sam- bandi við tilhögun og fyrirkomulag varðans segist hann hafa óbundnar hendur. En til þess, að enginn vafi geti leikið á um stafsetningu á Leifs nafninu kvaðst hann ætla að leggja það úndir úrskurð sérfræðinga nor- rænna og hefir mælst til þess að Þjóðræknisfélagið nefndi einn þeirra. Minnisvarðanum hefir verið valið veglegt pláss í Grand Park, rétt við veg þann, sem liggur fram með Michigan vatninu og ber nafn Leifs. Myndin á að snúa til suð- urs, og verður varðinn reistur rétt fyrir norðan hinn alkunna Bucking- ham gosbrunn, á glæsilegasta og fjölmennasta svæði Chicago-borgar. Meining forstöðumanna minnis- varðans er, að hann geti orðið til- búinn til afhjúpunar í sambandi við veraldarsýninguna, sem fer fram í sumar og hefst í júni mánuði í Chi- cago. íslendingar! Þetta mál er ekki skrifað til að þrengja neinum til þátttöku í þvi, sem ekki finnur hvöt hjá sjálfum sér til að vera með. En það er skrifað til þess að vekja at- hygli allra Islendinga hvar í heimi sem þeir eru og sjá þessar línur, á því, að mál þetta stendur þeim nær og er þeim skyldara, en þjóðarbrot- um þeim, sem nú þegar hafa gengist fyrir framkvæmdum í því og að það er ekki án orsaka, að þeir, sem fyrir málinu standa vonist eftir að ís- lendingar sinni því alment. Einnig skal bent á það, að vér íslendingar þurfum sjálfir á því að halda, að lyfta augum og athygli upp úr okk- ar eigin hversdags þrefi og að hinum stærri og víðtækari spursmálum samtíðar og samferðamanna okkar —í öllum góðum málurn, en ekki síst þegar þau beint snerta þjóðar- metnað og þjóðrækni sjálfra vor, ætti að vera gott á oss að heita. I þriðja og síðasta lagi skal mint á það, að þeir, sem ætla sér að sinna málinu þur.fa að gera það strax eða (Framh. á bls. 5) / «

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.