Lögberg - 06.04.1933, Side 3

Lögberg - 06.04.1933, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. APRÍL, 1933 BIs. 3 Sólskin Örlög ráða Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER. “Já, þakka jHður fyrir,” svaraði hann. “Mér líður ágætlega — eiginlega er eg víst orðinn albata en fætumir vilja ekki almenni- lega sinna köllun sinni. Það tekur sinn tíma, en það lagast alt smámsaman.” Hún kinkaði kolli. “Það gleður mig að heyra, ” mælti hún blátt áfram. “Og hvernig vegnar öxlinni?” ‘ ‘ Hún grær víst ágætlega— og það á eg yðar umhyggju að þakka. Þér gerðuð þar sannar- lega handlæknisbragð. ” Daufum roða brá yfir sólbrannar kinnar hennar. ‘ ‘ Giles hefir víst sagt yður, að við — að þér ...” hún hikaði allra snöggvast, “já, hann hefir víst talað við yður, hr. Smitli?” Belmont kinkaði kolli. ‘ ‘ Effington lávarður var svo vænn að skýra mér frá að héðan af héti eg Smith—eða að hann myndi a. m. k. kalla mig þessu nafni. Eg veit þó ekki hvort eg vil nota mér þetta boð hans, mér geðjast eiginlega ekki að því. Eg held nærri því, að eg hafni því. ’ ’ “Við hvað eigið þér ... ?” ‘ ‘ Eg á við að eg kæri mig ekki um að ‘ sigla undir fölsku flaggi. ” Eg hefi aldrei verið vanur því, og . . . ” “ Já, en ef við nú, ef .. .”hún varð alt í einu náföl. ‘ ‘ Ef til vill komumst við aldrei héðan. Við verðum ef til vill-að hýrast liérna alla æfi, unz við erum öll gleymd. En skyldi svo fara, að oss verði bjargað—hvers vegna ættuð þér þá að eggja líf yðar í hættu? Það væri svo ó- sanngjarnt og alveg meiningarlaust. Hverj- um ætti að vera ánægja að því ? Hversvegna ættuð þér að gera það. ’ ’ ‘ ‘ Sökum þess að eg hefi ef tii vill enga þörf fyrir líf mitt né neitt við það að gera,” svar- aði hann stillilega. “Hvorki við líf mitt né frelsi.'” “ Jæja, en þó að þér sjálfur kærið yður ekki um að lifa—vegna yðar sjálfs, þá gætu þó verið eiuhverjir aðrir, sem þér yrðuð að hugsa um,” sagði hún og left niður.— “Það eru engir aðrir, sem hafa nokkurt til- kall til mín,” sagði hann. “Er það satt? Gleymið þér þá ekki — henni?” Ellsa þagnaði, og hún fann það sjálf, að hún stokkroðnaði. “Henni,” tók hann upp aftur kurteislega. “Hvern eigið þér við—?” ‘ ‘ Stúlkuna, sem þér töluðuð um í óráðsköst- um yðar um nóttina,” mælti Elsa. “Þér kölluðuð hana Maríu.” “Var eg að tala um Maríu?” spurði hann hissa. “Eg man vel, að mig var að dreyma hana—” Hann þagnaði alt í einu. Honum datt í hug, að það höfðu verið kossar Elsu, sem hann í óráðinu hafði eignað Maríu. Og það var henni eflaust á móti skapi að verða að minnast á það núna. “Þér töluðuð um hana—þér töluðuð nær eingöngu um hana. Þér nefnduð nafnið henn- ar hvað eftir annað í hitaórum yðar.” “Veslings María litla,” sagði liann og and- vai-paði. “ Já, hennar vegna ætti eg ef til vill að taka boði Effingtons lávarðar og—og halda áfram að lifa. En eg vona samt að hún sé gift og hamingjusöm. • Hitt mundi ef til vill ...” “Gift, segið þér?” stundi Elsa upp. “Já, en þér—?” “ Já, eg vona að hún sé gift núna,” endur- tók liann. “Ilún átti að giftast ungum manni, Jamieson að nafni. Það var góður og dug- legur piltur. Bg er að vona, að hann hafi ekki látið heimskulegt stærilæti verða þrösklild á hamingjuleið sinni og . Maríu—jafnvel þó mágur hans væri ákærður fyrir morð.” “Jamieson! Elg skil ekki—hvað eigið þér annars við með öllu þessu? Er María ekki.....” Belmont kinkaði kolli. “María er systir mín, ’ ’ mælti hann. ‘ ‘ Hún \*ar trúlofuð Jamie- son, 0g nú vona eg að þau séu gift. ’ ’ “ Ó! ” stundi hún upp og greip hendinni upp að brjósti sér. “Eg vissi ekki, að það lá svona í því . . . . ” “Nei, auðvitað; hvernig hefðuð þér átt að geta vitað það. Þér hafið eðlilega engan á- huga fyrir fjölskyldu minni.” Hún stóð og þrýsti liöndum upp að barmi sér. Hún andaði ótt og snöggt og var eldheit í andliti. Systir hans—það hafði henni alls ekki dottið í lrug. Honum hlaut að þykja mjög vænt um þessa systur, úr því hann nefndi nafn hennar með svo mikilli ástúð ög blíðu. ‘ ‘ Eg — eg misskildi það, ’ ’ sagði hún. Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga “Gerir það nokkuð til — núna,” spurði hann. “Já, já, það gerir það. Eg hélt að María væri . .. . ” Giles kom fram á milli trjánna. “Eg hefi veitt fáeina fiska,” kallaði liann. “Hvað segið þið um fisk til morgunverðar— svona til matarbrigða. ” Þau féllust þegar á það og gerðu eld í út- jaðri kjarrsins. Svo völdu þau úr beztu fisk- ana, slægðu þá og hreinsuðu og þvoðu þá í læknum og steiktu þá síðan á teini yfir eldin- um. Afganginum var fleygt niður á sjávar- ströndina til krabbanna, því hann hefði hvort sem er orðið óhæfur til matar seinna. Elsa var hljóð og hæglát. Öðru hvoru varð henni litið á Belmont. En hann endurgalt ekki augnaráð hennar. Kripgumstæðurnar voru nú hérumbil þær sömu, eins og áður en sjóræningjarnir lentu á eynni. Belmont var utanveltu. Hann heyrði ekki himim til. Undir eins og hann var búinn að búa fisk- inn til steikingar, ætlaði hann að fara burtu, en Giles var þá svo lítillátur að kalla á liann. ‘ ‘ Þér eigið að vera hérna og borða, ’ ’ sagði liann. “Jæja, ef þér viljið það,” mælti Belmont blátt áfram og fleygði sér niður í grasið skamt frá þeim. “Mér V|irðist skapið vera dálítið niður- dregið,” sagði Giles og óð á honum. “Það segir ehginn neitt!” Hann leit ósjálfrátt við og horfði út á haf- ið. Það var smám saman orðinn vani þeirra allra, undir eins og þau komu þangað, er sæi til sjávar, að stara út yfir bláa, endalausa víðáttuna, ef skeð gæti, að þau sæu blika á segl eða sæu reykjarrönd úti við sjóndeildar- hringinn. Að undantekinni hinni óskemtilegu heimsókn rænigjaskipsins, sem varð að telj- ast sjaldgæft fyrir'brigði á þessum breiddar- stigum, liöfðu þau einskis orðið vör, hvorki fyr né síðar, í þá átt. “Bg liefi hugsað ofurlítið nánara um það, sem við höfum talað um, ’ ’ mælti Belmont, upp úr þurru. “Eg veit ekki, hvort þið kærið ykkur um að heyra niðurstöður mínar?” “Látum okkur heyra!” sagði Giles og sneri einum fiskinum yfir eldinum. “ET skip kæmi hingað, þá vil eg stinga upp á, að það taki aðeins yður með, Effington lá- varður, og ungfrú Ventor. Eg vil sjálfur helzt verða hér eftir. Það yrði eiunig einfaldast fyrir báða aðilja og umsvifaminst, og þá kom- umst við hjá öllum óþægilegum skýringum. Ef þér viljið og teljið það skyldu yðar, getið þér gert yfirvöldunum aðvart um, að morð- inginn Ralph Belmont sé hér á eynni. En ef þér aftur á móti skylduð liáfa tilhneigingu til að gleyma tilveru minni, myndi eg vera yður þakklátur fyrir það.” ‘ ‘ Gott og vel, ’ ’ mælti Giles. ‘ ‘ Þetta virðist mér ágæt hugmynd. Og því þá ekki? Þér verðið eftir hérna á eynni, og hér getur yður svei mér liðið vel. Að minsta kosti hafið þér nægilegt til matar og drykkjar. Auðvitað verður hér frem,ur einmanalegt fyrir yður, en það er þó að líkindum betra heldur en—” Hann sagði ekki meira, en ypti öxlum mjög skilmerkilega. Sennilega verðurhér fremur einmanalegt,” sagði Belmont. En eg hefi í rauninni ekkert á móti því.” “En ef þér yrðuð veikur eða vrðuð fyrir einhverju slysi?” mælti Giles með mjög ó- venjulegri hugulsemi. ♦ “Þegar eg er orðinn einn hérna, hefi eg frjálsar hendur til að ráða fram úr slíkum vandræðum, eins og bezt hentar,” mælti Bel- mont stillilega. Ellsa mælti ekki orð. Hún var orðin átak- anlega föl, meðan á samræðum þessum stóð. Andlit hennar var nærri því á að líta eins og livít aska af brendu tré. “ Jæja, jæja þá . . . . ” tautaði Giles. “Við þurfum víst ekki að ræða þetta frek- ar,” mælti Belmont. “Þér látið mér senni- lega eftir rifflana og skotfærin. Þér hafið þeirra enga þörf, þegar þér farið héðan,— en eg get aftur á móti ekki vel án þeirra ver- ið.” • “Mér virðist yfirleitt, að þetta sé alveg framúrskarandi góð hngmynd,” mælti Giles, og brá ánægjuglotti fyrir á andliti hans. “ Þetta er svei mér ekki léleg úrlausn málsins. Eg verð að játa, að mér hefði alls ekki dottið þetta í hug. Við föram, og þér verðið hér eftir. Við göngum að því að þegja um það, að þér séuð liér, og enginn lifandi maður kemst nokkurn tíma á snoðir um það. — Þér eruð heiminum dauður maður.” “Einmith Eg er dauður maður. Og úr því liannig stendur á, getum við líka látið þenna —Smith—sálast í kyrþey.” Giles hló hátt. “Já, við látum Smith sálast,” sagði hann. Þá erum við sammála. Þegar skipið kemur förum við ungfrú Ventor með því, og þér verðið hér eftir einráður eyjarjarl.” “Og einbúi, jú, jú, ” sagði Belmont og kink- aði kolli. “En nú held eg, að fiskurinn sé fullsteiktur,” bætti hann svo við ósköp rólega. XXIV. Mótmeeli Elsu “Eg vil engan þátt eiga í þessu! Eg geng alls ekki inn á þetta! Það er glæpsamlegt gagnvart yður—það er alveg óbærilégt að lvugsa um það. Eg mótmæli því harðlega, að við Giles eigum að bjarga okkur, en þér verð- ið hér aleinn eftir, dæmdur til útlegðar og einveru.” Belmont horfði á ákafaþrungið andlit ungu stúlkunnar, er sneri beint við honum með rjóðar kinnar og leiftrandi augu. Þau höfðu lokið máltíðinni og sátu nú tvö ein saman. Giles hafði gengið ofan að sjónum. ‘ ‘ Mér virðist þetta vera góð áætlun, ’ ’ mælti Belmont. ‘ ‘ Hún ræður fram úr málinu á þann hátt, sem—” “Það er hræðileg áætlun, það er alveg ó- skapleg áaítlun,” hrópaði Blsa. “Bg vil ekki ganga að þessu! ’ ’ “En Effington lávarði gast vel að henni. Hann er mér sammála um það að þetta sé bezta úrlausnin fyrir alla málsaðila.” “Mér er alveg sama um það. Eg geng aldrei' inn á það. Haldið þér, að eg geti fengið það af mér, að fara héðan og skilja yður hér eftir, alveg aleinan—haldið þér, að eg gæti afborið þá liugsun, að þér væruð hér eftir einmana, einmana—hugsið þér ekki út í, hvílíkur voða- staður þetta myndi vera, þegar maður er þar aleinn? Hr. Belmont, eg get ekki afborið þetta—eg get ekki afborið þetta,—'hugsunin um það myndi ásækja mig nótt og dag. ” ‘ ‘ Eg get ekki skilið, hvers vegna þér ættuð að gera yður svo miklar áhyggjur mín vegna, ’ ’ mælti hann. ‘ ‘ Hér get eg lifað í friði. Eg hefi ekkert framar af sjóræningjunum að óttast. Hér hefi-eg frelsi mitt — og lífið sjálft----” Hún lagði alt í einu báðar hendur sínar á brjóst honum, og í fög'ru andliti hennar af- speglaðist öll sú blíða og trúnaðartraust, er liann áður hafði lesið þar, og hjarta hans tók að slá hratt og ákaft. “Hafið þér gleymt því, að þér kystuð mig?” sagði liún lágt og stillilega. “Er það einskisvirði fyrir yður?” Það var eins og hann svimaði sem allra snöggvast. Hann varð að hleypa í sig hörku, til þess að standast þá freistingu, að grípa hana í faðiú sér, þrýsta henni að sér, kyssa indæla, elskulega andlitið hennar ótal sinnum og segja henni alt það, er hjarta hans bjó yfir af þrá og kvölum. Hún þyrfti einskis að spyrja. Hann vissi, að lífið—án hennar—al- einn með allar endurminningarnar um hana hér á þessum slóðum, þar sem hver einn blett- ur myndi hrópa nafn hennar hástöfum—lífið hérna yrði honum sárasta vítiskvöl og ekkert annað. En hann stilti'sig. Hann beit saman tönnunum og krepti hnefana. “Eg 'hefi ekki glejunt því. En eg sé eftir því núna. Það vildi til undir þeim kringum- stæðum, er þér ekki voruð fyllilega með sjálfri yður. Þér voruð hrædd og kvíðandi og leit- uðuð vemdar hjá mér. Þér megið ekki halda, að eg hafi gleymt því.” “Og þér veittuð mér vernd! Þér frelsuðuð líf mitt og hans líka. Ef þér hefðuð ekki ver- ið------!” “Það er ekki vert að rifja þetta upp fyrir sér núna,” greip hann fram í fyrir henni. ‘ ‘ Þetta er liðið og um garð gengið, og eg vona innilega, að þér upplifiðv aldrei annað eins framar.” “En það vildi eg einmitt með gleði,” sagði hún, og augu hennar ljómuðu móti honum. ‘ ‘ Eg skyldi fúslega lifa alt þetta upp á ný, ef það gæti farið fram á sama hátt, alt saman— svo að eg gæti lifað alveg það sama—” Þessi síðustu orð liennar voru mælt í lágum róm, þrungnum af innileik og tilfinningu. Belmont greip utan um báða arma hermar og þrýsti fast að. “Alveg það sama—eins og þarna uppfrá?” spurði hann, og andlit hans var fölt af geðs- hræringu. ^ (Fram'n.) ^ PROFESSIONAL CARDS S- j DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Offlce tlmar 2-3 Heimili 776 VICTOR ST. Phone 27 122 Winnipeg, Manltoba Símið oantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Ábyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 067 H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 Og 39 043 DR.O. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Office Umar 2-3 Heimili 764 VICTOR ST. Phone 27 686 Winnip.ig', Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 —Office timar 3-6 Heimill: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21834 l Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er a8 hitta kl. 10-12 f. h. of 2-6 e. h. HeimiU: 6 38 McMILLAN AVE. Talslmi 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 HeimlU 403 676 Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er a8 hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Slmi 28 180 Dr. S. J. Johannesson ViStalstlmi 3—6 e. h. 632 SHERBURN ST.-Sfmi 30 877 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannkeknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 646 WINNIPEG Dr. A. B. Ingimundson Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Simi 22 296 Helmilis 46 064 DR. A. V. JOHNSON Islenekur Tannlœknir 212 CURRY BLDG, WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Simi 96 210 Helmiiis 33 328 A. S. BARDAL* 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarBa og legstelna. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talslmi 501 662 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnlpeg Annast um fasteignir manna. Tekur aS sér a8 ávaxta sparlfé fólks. Selur eldsábyrgB og blf- reiSa ábyrg81r. Skriflegum fyrir- spurnum svaraB samstundls. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 G. W. MAGNUSSON Nuddlceknir 41 FURBY STREET Phone 36137 SimiS og semjiS um samtalstlma W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON lslenzkir löofraeOingar 326 MAIN ST. (á ÖSru gólíi) Talslmi 97 621 Hafa einnlg skrifstofur a8 Lundar og Gimll og er þar a8 hltta fyrata miBvikudag I hverjum mánuBl. J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrœOingur 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 755 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B, LL.M. (Harv). islenzkur lögmaOur Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimaslmi 71 763 G. S. THORVALDSON B A, LL.B. LögfrœOlngur Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St, gegnt City Hail Phone 97 024 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœOingur 808 PARIS BLDG, WINNIPBG Residence Office Phone 24 206 Phone 96 616 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG, WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja húa. Ot- vega peningalán og eldsábyrgS af nuu tagi. I ione 94 221

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.